Tíminn - 15.05.1920, Blaðsíða 4

Tíminn - 15.05.1920, Blaðsíða 4
76 TlMINN »Móður mín varð fórnarlamb miskunarlauss manns og grimmra laga. Hún batt miða um úlnlið barns síns, og hafði ritað á hann föðurnafnið. Hún lagði barnið fyr- ir framan Sanlo Spiritas munaðar- leysingjahælið og kastaði sér í Tíber-fljótið. Hún liggur í kirkju- garðinum fyrir fátæka á Campo Verano«. »Móðir yðar!« »Já I Eg man það fyrst úr æsku minni að mér var komið til fóst- urs út í Kampaníu. Það var á dögum byltingarinnar. Nunnurnar á hælinu höfðu ekki peninga til þess að borga fyrir mig. Eg var eins og ungi sem kastað var í annað hreiður«. »Æ!« »Það voru til þrælmenni á þeim dögura, sem ráku verslun með fá- tæka ítalska drengi. Þeir söfnuðu þeim í hópa og fluttu á járnbrautum eins og fénað. Fósturforeldrar mín- ir seldu mig fyrir lítilræði og eg var sendur til Englands, tii London«. Fað komu tár í augu Rómu og barmur hennar þrútnaði. »Eg man fyrst eftir stóru húsi í Soho. Þar var fimmtíu ókunnugum drengjum kasað saman í óvistleg- urn svefnskála. Peir voru sendir út á götur og gatnamót með liru- kassa, eða íkorna, eða litla hvíta mús í búri. Við þorðum ekki að koma heim á kvöldin fyr en við höfðum unnið fyrir kvöidmatnum. Það voru hörmungardagar fyrir okkur suðurlandabörnin, að rölta á köldum vetrardögum, skjálfandi af kulda, kvaldir af hungri, með íkornana okkar, í snjó, bleytu og myrkri«. Tárin runnu ofan kinnar Rómu og hún þerraði þau ekki. »Guði sé lof að eg á fegurri endurminningar. Eg man góðan mann, sem var engill í manns- mynd, ítala í útlegð, sem fórnaði sér fyrir hina fátæku — einkanlega fyrir sína eigin aumu landa. í*að var oftar en einu sinni að hann gat komið þessum grimdar- seggjum undir eftirlit laganna. Hann opnaði þessum aumu smæl- ingjum hús sitt, þar fengu þeir yl og birtu á kvöldin, þá er þeir komu heim. Hann kendi þeim að lesa og á sunnudagskvöldunum sagði hann þeim um ættland þeirra og hina miklu menn þess. Hann er nú látinn, en andi hans lifir — lifir í sálum þeirra sem hann kendi að lifa«. Tárin blinduðu Rómu og hún gat varla talað fyrir gráti er hún spurði: Annað atriði, sem menn ættu að athuga við sláttuvélakaup og notkun, er það: að átaks-jafni sé á vélinni. Vanalega er hann festur við bakhemluna, á milli þeirra og stangarinnar. Án átaks-jafna ætti engin sláttuvél að vera. Voss í Noregi 18. apríl 1920. Árni G. Eijland. Iíaupfólag Austfjarða. Bændur úr Seyöisfirði, Loðmundarlirði og Mjóaíirði hafa nýlega stofnað kaup- félag ineð því nafni, sern að ofan segir. Félagið hefir bækistöð sína á Seyðisfirði, hefir keypt þar ágætt verslunarhús og byrjar þar verslun í vor. Framkvæmdastjóri félagsins er Sigurður Vilhjálmsson frá Há- nefsstöððm í Seyðisfirði. í stjórn félagsins eru: Stefán bóndi Bald- vinsson í Stakkahlíð í Loðmundar- firði, formaður, Hjálmar oddviti Vilhjálmsson á Brekku í Mjóafirði og Árni Friðriksson kennari í Seyð- isfirði. Má vænta þess, að félag þetta eigi mikla fraintíð fyrir höndum. Jarðskjálftakippur all-snarpur fanst hér í bænum upp úr nóni 1 gær. Virðist eftir fréttum að aust- an og sunnan af Reykjanesi, að hann hafi verið einna snarpastur hér í bænum. Glöggir fyrirboðan Tvöfaldi skatturinn í framkvæmd, Gistihúsið í Boríarnesi Fyrir næsta þing mun skatla- nefndin hafa skilað áliti sínu og má væata þess, að á því þingi verði lagður sá grundvöllur í skatta- málunum sem búið verði að lengi. Eilt atriðið af mörgum sem þá verður skorið úr um er það, hvort samvinnumennirnir íslensku eigi að greiða tvöfalda skatta að nokkru Ieyti, á móts við aðra ríkisborgara, að greiða skatta fyrst og fremst eins og allir aðrir og auk þess tvöfaldan skatt af því sparifje sem samvinnufjelögin geyma fyrir þá í bili. Það verður háður um þetta grimmur bardagi milli samvinnu- manna og andstæðinga þeirra og verði samvinnumennirnir undir, er ekki annað sjáanlegt en að fjelög- in verði fyrir gífurlega ósanngjörn- um álögum áfram, sem hljóta að kippa úr vexti þeirra og jafnvel drepa þau alveg sumstaðar. En því er svo varið að allir samvinnumenn hafa ekki enn feng- ið opin augun fyrir því, bæði hve þelta væri stórkostlega ranglátt og eins hinu hversu voðalega mætti beita þessu gegn félögunum. Uin fyrra atriðið, hvað rétt er í mál- inu, hefir áður verið talað hér í blaðinu og verður gert betur. Hér verður aftur á móti vikið að áþreifanlegum dæmum um það hversu ranglætinu er beitt. Hér í bænum starfar félag sem heitir Mjólkurfélag Reykjavíkur. það er algerlega hliðstætt kaup- félögunum, sem flest eru þannig, að gera hvorttveggja að selja af- urðir bænda og kaupa fyrir þá nauðsynjar. Munurinn er einungis sá, að afurðirnar eru ekki kjöt og ull, heldur mjólk. Jafnframt ann- ast félagið hverskonar innkaup fyrir félagsmenn. Félagið starfar algerlega á samvinnugrundvelli og er í Sambandi islenskra samvinnu- íjelaga. Eins og önnur slík félög úthlutar það ágóða við áramót í hlutfalli við skuldlausa umsetning félagsmanna. Fram að síðustu ára- mótum átti félagið engar eignir, aðrar en áhöld til daglegs reksturs. Nú ætlar það að koma mjólkur- framleiðslunni í stórum betra horf og þarf í því skyni að hleypa sjer í skuldir sem nema mörgum tug- um þúsunda. Hreinar tekjur félagsins árið 1919, geymslueyririnn fyrir félagsmenn- ina, urðu rúmlega 4V2 þús. kr. Á þetta eignalausa samvinnufélag leggur bærinn 3000 kr. útsvar. Tlærinn telur með öðrum orðum tvo þriðju parta af hreinum tekjum (élagsins sem í rauninni eru alls ekki tekjur félagsins lieldur gegmt sparisjóðsfé félagsmanna, sem þeim er úthlutað um áramól. Vitanlega deltur mönnum það í hug, að svo gífurleg meðferð muni vera tilviljun ein í þetta skifti. En það er sannanlegt að svo er ekki. í fyrra var lilutfallið það sama, þá voru »hreinar tekjur« félagsins uin 3 þús. kr. og útsvarið 2 þús. kr. Það var kært með rökstuddri kæru, en var ekki virt svars hvorki af niðurjöfnunarnefnd né bæjar- stjórn. Pað virðist því þegar orðin alviðurkend regla hér, að Regkja- vikurbœr tekur með útsvari tvo þriðjuparta af þeim sparaða eyri samvinnumannanna, sem félagið œtti að borga þeim til baka um áramót. Sá er þetta skrifar, er svo sett- ur, að geta fullkomnað dæmið um tvöfalda skatlinn i þessu tilfelli. Hann getur sannað það, að hon- um er gert að greiða í útsvar, auk úlsvars af öðrum tekjum, sein svarar 50—60 kr. skatt af hverri kú, og dettur það elcki einu sinni i hug að reyna að kæra. Rað væri fyrirsjáanlega ekki ann- að en pappírs- og burðargjalds- eyðsla. Petta er það sem voílr yfir öll- nni samvinnnf'élögunum & íslandi. Höfuðstaðurinn »gefur tóninn an«. Samvinnufélögin mega gera ráð fyrir því að tveir þriðju hlutar af Við undirritaðir bræður höfum keypt gisti- og veit- ingahúsið í Borgarnesi, látið gera við það, keypt hús- búnað í það og er ætlun vor að reka það svo að gestir vorir verði ánægðir. Vigfús 0g Björn Guðmundssynir frá Eyri. spöruðum eyri þeirra í þessum sjálfbjargarfélögum verði tekinn traustataki af kaupstöðunum og auk þess verða einstaklingarnir að sjálfsögðu að bera eðlilega skatta heima fyrir. Hér er ekkert úr lausu lofti gripið. Hér er ekki talað um ann- að en það sem þegar á sér stað. Og hver er kominn til að segja, að lálið verði staðar numið um að taka að eins tvo þriðjuparta af inneign samvinnumanna. Hitt er líklegra að með vaxandi þörfum bæjanna verði tekið enn dýpra í árinni. Sambandi íslenskra samvinnufé- laga er nú gert að greiða 35 þús. kr. í útsvar i Reykjavík. Það fé er tekið beint út úr vasa samvinnu- manna um alt ísland. Það er geymslufé þeirra í sjálfseignarfé- lagi, og er rélt að kalla þetta rang- látt eignarnám en ekki útsvar. Ut- svar Sambandsins var í fyrra 2000 kr. en nú 35000. Það er meir en sautjánföld hækkun. Þótt gert væri ráð fyrir að hækkunin yröi ekki nema þrefalt meiri næsta ár, þá yrði þó útsvarið þrefaldað 105000 kr. Það má telja ölduiigis víst að með sömu löggjöf blasir við sam- vinnufélögunum látlaus ofsókn af hálfu bæjanna um ranglátar álög- ur. Andstæðingar samvinnufélag- anna, fylgilið keppinauta þeirra, hefir þar gersamlega yfirtökin lang- samlega víðast, með aðstoð skiln- ingslausra smælingjanna sem það hefir múlbundið. Samkvæmt rit- stjórnargreinum sem birst hafa í blaði jafnaðarmanna á Akureyri, virðist mega ætla, að sá flokkur ætli og að standa öndverður gegn því, að samvinnufélögin fái að njóta réltar síns í löggjöfinni. Kemur það þó kynlega fyrir, þar sem jafnaðarmenn t. d. á Eng- laudi og líklega vlðast um lönd, nema samvinnumönnuin fullkoni- ins réttlætis í þessu efni og má vona að svo verði hér og áður en líkur. Það er fyrirsjáanlegt að hér verður bardagi nálega um líf eða dauða fyrir félögin, a. m. k. um að verjast stórkostlegum hnekki. Og þess vegna er það lífsnauðsyn að samvinnumönnum sjálfum verði það ljóst, að þeir berjast hér fyrir réttindum og að stór voði stendur fyrir dyrum ef beðinn er ósigur. Snaran er nú suúin að hálsi þeim bændum í nágrenni Reykja- vikur, sem eru i samvinuufélagi og að sambandi samvinnufélaganna og það verður hert á því taki verði ekki aðhafst. Hinni sömu hengingaról verður æ fastar brugðið um háls öllum Islendingum sem dirfast að stofna til heilbrigðs félagsskapar til þess að verða ekki fyrir óþörfum skakkaföllum í verslun. Það er hægt að skera á ólina, með því einfalda ráði að fá rétt- læti fullnægt. Hið allra hörmuieg- asta væri það, ef það yrði ekki gert einungis fyrir tómlæti þeirra sem verið er að reyna að kirkja. Samherjar okkar, samvinnu- mennirnir í nágrannalöndunum, hafa náð því réttlæti að miklu eða öllu leyti. Við skulum ná því líka. Ég býst við að »Tímanum« hafi ekki borist neinar fregnir af því sem hér er að gerast í samvinnu- málum, þar sem ekkert hefir verið minst á það í blaðinu1). Leyfi ég mér því að senda því fáeinar lín- ur um Kaúpfélagsstefnuna. í vetur, í desember, voru fundir haldnir í öllum sveitum hér aust- an Breiðamerkursands. Var ákveðið á þeim fundum að hefjast handa og stofna kaupfélag. Á fundum í eystri sveitunum gerði Þórh. Daníelsson kaupmaður á Höfn þess kost, að hann seldi fé- laginu öll verslunarhús sín og íbúð- arhús á Höfn. Þótti ýmsum það fýsilegt, með því á þeim slað er langbest aðstaða fyrir verslun. Var stjórn félagsins falið meðal annars, að taka það mál til rækilegrar ihug- unar. Stjórn félagsins var kosin á sveitafundunum, og eru í henni þessir menn: Sigurður Jónsson, bóndi á Stafafelli, Þorleifur Jónsson alþm., Hólum, Gunnar Jónssyn bóndi í Þinganesi. Halldór Eyjólfsson bóndi, Hólmi, og Steinþór Þórðarson bóndi, Hala. Stjórnin hélt fund á Höfn hinn 28. des. og komst hún að þeirri niðurstöðu, að rétt væri að kaupa öll verslunarhúsin ásamt lóðarétt- indum nokkrum, bryggjur, upp- skipunarbáta, verslunaráhöld öll og síinalínu frá Höfn um Hóía að Bjarnanesi, gerði Þórh. þetta alt falt fyrir 110,000 kr. Þetla tilboð Þ. D. var svo lagt fyrir deildar- fundi, og fékk nær einróma sam- þyktir í deildunum. Og var stjórn- inni falið að gera út um kaupin, Þá voru og samþ. lög fyrir félag- ið. Stjórnin hélt þá fund að nýju 12. jan., gerði hún þá samninga við Þ. D. um kaup á húsunnm o. s. frv. Var þá ákveðið að Þórhall- ur héldi verslun sinni áfrarn til 1. júní. En þá tæki Kaupfélagið við, og byrjaði sína verslun. Á fundinum í jan. réð stjórnin Guðmund Jónsson frá Hoffelli fyr- ir kaupfélagsstjóra, og aðra starfs- menn fyrir félagið. Guðrnundur fór síðan til Reykja- víkur ásamt formanni í stjórninni Þ. J. til að koma máletnum Kaup- félagsins á framfæri. Áttu þeir ræð- ur um þessi mál við Samband ísl. samvinnufélaga, og tókst Samband- ið á hendur að útvega félaginu vörur. Var lögð áhersla á að ‘ fá skip beint frá útlöndum, með vör- ur til Hornafjarðar. Yfir höfuð ætl- ar Sambandið að annast um vöru- útvegun, og sölu á íslenskum af- urðum fyrir félagið. Er mikilsvert fyrir félög sem eru að byrja, að geta átt kost á aðstoð Sambands- ins. Ákveðið var að vörurnar þyrftu að vera komnar til Hornafjarðar ekki seinna en síðla í maí, þar sem það verður að byrja 1. júní. Félagið ætlar að reka verslunina sem fastaverslun. Það er ekki út- lit fyrir annað en að það verði eina verslunin í sýslunni, og þarf þvi að sjá sýslubúum borgið með vörur eins og kaupmaðurinn heíir 1) Félagsstofnunarinnar hefir verið verið getið stuttlega í blaðinu, en höf. mun ekki enn hafa fengið pað blað. Ritslj. gert. Og sannast sagt, þá hefir Þór- hallur sýnt hinn mesta dugnað í vöruútvegun á stríðstímunum, svo aldrei hefir verið neinn skortur. Munu menn því verða kröfuliarð- ir við félagið hvað þetta snertir, en þar setur maður eðlilega mikið traust sitt á Sambandið, að það hjálpi eítir föngum. Nú er allur almenningur í öllum sveiíum austan Breiðarnerkursands genginn í félagið. Og hafa félags- menn lagt fram um 70 þús. kr., er gengur til lrúsakaupanna, og ég vænti að ekki þurfi að leita láns h]á bönkum, eða neinum utan sýslu, til að klára lrúsakaupin. — En þetta félag mun þurfa, eins og aðr- ar verslanir að fá eitthvað reksturs- fé hjá bönkum, og er vonandi að það takist fyrir milligöngu Sam- bandsins. Ég vil vænla þess, að með þess- um félagsskap sé hér stigið stórt spor til framfara. Og ekki er ann- að sýnilegt en að þelta fyrirtæki ætti að geta blómgast og dafnað; en skilyrðið er að stjórnin sé góð og allir sýni festu og samhug, og það hafa félagsmenn greinilega sýnt með hinum miklu framlögum til félagsins. Sumardaginn fyrsla 1920. Porleifnr Jónsson. UVettíi*. Tíðin. Kuldar hafa verið fram yfir miðja viku og hvltuað jörð hér við og við. Brá til landsynnings á föstudag með töluverðri úrkomu og stormi. í túnum er ekki nema rúmlega orðið ristuþýtt og vottar rétt fyrir grænu kögri undir görð- um. Skipaferðir. Gullfoss kom frá Vesturheimi í gær. Guðmundur Viíhjálmsson erendreki Samhands- ins ytra var meðal farþega, og segir mjög ískyggilegar horfur að vestan. Vörur hækka óðum í verði vegna sifeldra verkfalla. Meðal far- þega var sömuleiðis Jón Ármann, sonur Jakobs Hálfdánarsonar ineð fjölskyldu sinni, alíluttur heim. — Sterling er og ný-kominn frá útlöndum, með fjölda farþega. — Mótorskipið S v a 1 a kom í gær„ ný-keypt skip, eign Sambandsins, kaupféiags Borgfirðinga og Völ- undar. Verður þess skips nánar getið síðar. Sigurður kaupfélags- stjóri Runólfsson í Borgarnesi ,kom með skipinu. BorgarBtjórakosningin fór svo, að Knútur Ziemsen var endurkos- inn með 1760 atkv., Sig. Eggerz fákk 1584 alkv. Stóð kosningin sjáif yfir nálega í 14 klukkutíma og talning atkvæða auk þess íl náiega þrjá tíma. 25 ára starfsafmæli álli Hjálp- ræðislierinn I þessari viku og heíir gefið út minningarrit um starfið. Látin er 13. þ. m. á heimili son- ar síns Ágústs bónda Helgasonar í Birtirgaholti Guðrún húsfreyja Guðinundsdóltir, ekkja hins al~ kunna bónda í Birtingaholti Heíga3 Magnússonar og móðir þeirra Birtingaholtssystkina eldri. Hana skorti einn vetur á nýrætt. Væntir Timinn að geta flult síðar eftir- mæli eftir þá merku konu. Síra Kjartan Helgason var rneð- al farþeganna með Gullfossi, al- kominn heim úr leiðangri sínum um bygðir Vestur-íslendinga. Húsnæðisleysið. Algengt. er nú að sjá auglýsingar í dagbíöðunum, um há verðlaun, jafnvel nokkur hundruð króna, þeim til handa, sem úlvegað geti búsnæði. Ritstjóri: Xryggvi Þórliallssou Laufási. Sími 91. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.