Tíminn - 15.05.1920, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.05.1920, Blaðsíða 1
TIMINN • um sextín blöð á ári kostar tia krónixr ár- gangurinn. AFGHEIÐSLA i Reykfavik Laugaveg 17, stmi 286, út itm land i Laufási, simi 91. IY. ár. Reylyavík, 15. inaí 1920, 19 folaó. Afengi til lyfja. i. % Nýjar »Reglur um sölu lyfja sem áfeugi er í« hafa nú loks verið gefnar út, dagsettar 15. apríl, settar af landlækni »í samráði við dóms- málaráðherrann og með hans samþykki«. Rar sem svo lítur út sem ekki eigi að birta þessar reglur á neinum þeim stað, sem ahnenniugur sér þær, eru þær hér prentaðar í heilu lagi, aðeins tveim siðustu grein- unum slept, sem kveða á um hvað liggur við brotum, samkvæmt bann- lögunum og lögum um lækningaleyö, og að reglurnar gangi í gildi 1. júní þ. á. 1. gr. 1. Lyfsölum er heimill að flytja til landsins vínanda þann og ann- að áfengi, sem skylt er að hafa til læknisdóma samkvæmt hinni al- mennu lyfjaslcrá (2. gr. bannlaganna). En núgildandi lyfjaskrá er Pharmacopoea Danica 1907, er leidd var í gildi hér á landi sem Pharmacopoea Islandica með stjórnarauglý'singu 21. sept. 1908. 2. Ákvæði 2. gr. bannlaganna eru þó ekki því til fyrirstöðu, að lyfsalar megi ilytja til landsins ólöggilt lyf (medicamenta), þótt eitthvað sé í þeim af áfengi, ef samsetning lyfsins er kunn (lyfið ekki »arcan- um«) og það óhæfl til neyslu sem áfengur drykkur. Hinsvegar er lyfsölum með öllu óheimilt að ílytja til landsins vín eða lyfjavín (vina medicata), eða bittera, eða aðra þá áfenga drykki, sem ekki eru löggiltir í lyfjaskrá landsins sem sérstök læknislyf. Vilji til nokkurt ósamræmi milli lyfjaslcrárinnar (Pharmacopoea) og lyfsöluskrár (medicintaxt) þeirrar, sem breytt er um árlega, þá ræður lyfjaskráin í einu og öllu, ef um það er að gera, hvaða áfenga drykki eða annað áfengi lyfsölum sé heimilt að flytja til laudsins (2. gr. bannlaganna). 3. Jafnframt ber lyfsölum að gæta þess, að samkvæmt 1. gr. laga nr. 5, 12. jan. 1900, er hér á lðndi bannað að búa til vinandadrykki og sérhverja aðra áfengisvökva, er ætlaðir séu til drykkjar, sbr. 3. gr. í þessum reglum. 4. Rétt er að héraðslæknar afli sér allra löggiltra áfengislyfja, jafnt og annara lyfja, úr lyfjabúðum hér á landi, og sendi þá lyfsala skriflega, sundurliðaða kaupbeiðni, eins og ávalt heflr fiðkast. l’ær kaupbeiðnir lækna, þar sem áfengis er beiðst, skal lyfsali geyma, til samanburðar við áfengisbókina (sbr. 5. gr.). 5. IJá er smáskamtalæknum heimilt að kaupa áfeng smáskamta- lyf og vínanda í lyfjaþynningar sínar hjá lyfsölum hér á landi, eins og tíðkast hefir, og lyfsölum heimilt að selja þeim þær áfengu lyfja- samsteypur og sömuleiðis vínanda (spiritus concentratus)-til að liafa í þynningar smáskamtalyfja. Petta Ieyfi skal þó héðan af bundið því skilyrði, að smáskamtalæknir afhendi lyfsala skriflega, sundurliðaða kaupbeiðni um það áfengi (áfeng smáskamtalyf og vínanda), sem hann vill afla sér til lækninga, og fylgi hverri slíkri kaupbeiðni með- mæli frá hlutaðeigandi lögreglustjóra og sóknarpresti, og skýrt tekið fram i þeim meðmælum, hvað þau eigi við og hve mikið — hve mikið samtals af áfengum smáskamtalyfjum og hve mikið af vín- anda, og má vínandaskamturinn ekki fara fram úr 3 lítrum á ári, nema landlæknir gefi leyíi til. Þessar kaupbeiðnir skal lyfsali geyma vandlega lil samanburðar við áfengisbókina (sbr. 5. gr.). 2. gr. Þá er Iyfsalar, eða héraðslæknar eða smáskamtalæknar beiðast áfengiskaupa til lækninga, skulu þeir jafnan senda Hagstofunni afrit af hverri þeirri beiðni sinni um leið og þeir senda beiðnina. 3. gr. Lyfsölum og læknum er ekki heimilt að selja ómengað áfengi (vínanda, meðalaspíritus), hvorki óblandað né blandað öðrum efnum, til neinna annara afnota en lækninga, sjúkdómsrannsókna og annara iðkana á læknisvísindum. Er læknum stranglega bannað að láta af. hendi læknisseðil (Recept) um áfengi í þeim tilgangi, að það verði öðruvísi notað (18. gr. bannlaganna). Sömuleiðis er smáskamtalæknum stranglega bannað að brúka eða afhenda öðrum það áfengi, sem þeir fá keypt í lyfjabúðum (sbr. 1. gr. 5) til nokkurra annara afnota en lækningatilrauna. Nú vilja lyfsalar flytja frá útlöndum áfengi til iðnaðarfyrirtækja eða eldsneytis, og skulu þeir þá gæta þess, að gefa það til kynna jafnframt pöntuninni, því að umsjónarmaður áfengiskaupa hefir ekki lagaheimild til að menga (gera »óhæft til drykkjar«) fyrir þá eftir á neitt af því áfengi, sem þeir hafa pantað og þeim verið afhent til lækninga (4. gr. bannlaganna). 4. gr. Ekkert áfengislyf, löggilt eða ólöggilt, sem í er meira en 21/i°/o af vínanda að rúmmáli, má láta úti úr lyfjabúð nema eftir lyfseðli (læknisseðli) (sbr. 6. gr.) og ekki nema einu sinni eftir sama lyf- seðli og skal honum haldið eftir í lyfjabúðinni. Þó mega lyfjabúðir selja án lyfseðils 10 cms i einu af aether spirituosus og aether spiriluosus camphoralus og solutio jodi spirituosa. Ekki mega lyfsalar afhenda áfengi eftir eldri lyfseðli en viku- gömlum. Á ílát hvers áfengislyfs, sem látið er af hendi eftir lyfseðli, skal jafnan, auk nafns lyfjabúðarinnar og fyrirsagnar um notkunina, einnig rita sjálla forskriftina. 5. gr. í hverri lyfjabúð skal vera til áfengisbók, sem færð er daglega. Skal rita í þá bók alt áfengi, sem selt er (óblandað eða blandað öðr- um efnum) eftir læknisseðli eða kaupbeiðni liéi-aðslæknis eða smá- skamtalæknis; skal rita í bókina söludag, dagsetning lyfseðils, naín læknisins, nafn, stöðu og heimili þess, sem lyfið er ætlað og vínanda- skamtinn. Pegar áfengisbók er útskrifuð, skal lyfsali senda hana landlækni, er geymir hana í skjalasafni embættisins. Lyfseðlana skal tölusetja í þeirri röð, sem þeir eru afgreiddir og geyma þá vandlega. Um hver mánaðarmót skulu Iyfsalar senda Hagstofunni skýrslu um alt það áfengi, sem úti hefir verið látið undanfarinn mánuð og láta fylgja til sönnunar afrit úr áfengisbókinni fyrir þann mánuð. Jafnframt skulu lyfsalar senda Hagstofunni skýrslu um alt áfengi, er þeir hafa fengið á mánuðinum. Skýrslur þessar skal lyfsali staðfesta með undirskrift sinni. Desemberskýrslunni skal fylgja nákvæm skrá um allar áfengis- birgðir lyfjabúðarinnar um áramót. Héraðslæknar, er lyfjaverslun hafa á hendi, skulu háðir öllum sömu skyldum og lyfsalar, samkvæmt fyrirmælum þessarar greinar. G. gr. Þegar læknir gefur út lyfseðla, þar sem aðalefni lyfsins er áfengi, samkvæmt 4. gr., skal hann rita þá á sjerstök eyðublöð, sem Iögreglu- •stjóri hans lætur úti í heftum, með 25 tvöföldum tölusettum eyðublöð- um hvert hefti, og má afhenda hverjum lækni í byrjun 2 hefti. Skal læknir skrifa á hvern seðil auk nafns lyfsins og þyngdar nákvæma fyrirsögn um notkun þess, útgáfudag seðilsins og nafn sitt, og nafn, stöðu og heimili sjúklingsins. Læknir skal jafnan, þá er hann gefur út slíkan lyfseðil, skriia afrit af honum á viðfesta blaðið í heftinu. Læknirinn fær þvi að eins ný hefti, að hann sendi lögreglustjóra sínum með beiðninni jafn mörg útnotuð hefti sbr. 1. málsgrein, með öllum afritunum í. Héraðslæknar, sem lyfjaverslun hafa, skulu jafnt og aðrir læknar fara eftir fyrirmælum þessarar greinar. 7. gr. Ekki má læknir ávísa neinum meira i einu, hvorki sjálfum sér né öðrum en sem svarar 200 grömmum af spíritus concentratus eða 300 grömmum af konjaki eða 670 grömmum af öðrum vínum, sem í lyfjaskrá standa, og ekki aftur sama viðtakanda fyr en liðnir eru 3 dagar frá þvi að afgreiðslan gat ált sér stað. II. Ósanngirni væri að neila þvi, að mikil bót geti orðið á þvi regin- hneiksli sem nú hefir viðgengist svo furðulega lengi um lækna- brennivínið, verði þessum reglum framfylgt með festu og nákvæmni. Mörg atriði eru í reglunum, sem miða til mikilla bóta og ættu að geta dregið mjög úr misnotkuninni. Má þar fyrst nefna það atriðið sem mest er um vert sem er það, að þar sem allar skýrslurnar um notkunina á að senda til Hagstof- unnar, þá er þar með að sjálfsögðu gengið út frá því, að hún gefi jafnharðan út opinberar skýrslur um þetta i Hagtíðindunum, vænt- anlega mánaðarlega og sjálfsagt eigi sjaldnar en ársfjórðungslega, auk aðal skýrslu um áramót. Ríð- ur mikið á að þær skýrslur verði sem gleggstar og nákvæmastar í einstökum atriðum, til þess að að- haldið af hálfu almennings og stjórnar geti orðið sem styrkast. Munu blöð bannmanna telja það skyldu sína að hjálpa til í því efni. Eftirlitið með innkomnu og útförnu áfengi hjá lyfjabúðum og læknum sem hafa lyfjasölu á hendi, kemur og af sjálfu sér með þeirri skýrslu- gerð og opinberu birtingu sem nú hefst. Enda má telja víst, að þá er reglurnar ganga í gildi verði fenginn hreinn grundvöllur að byggja á. Reglurnar um lyfseðlagjöfina eru og líklegar til bóta, og takmarkan- ir um hversu mikið megi veita hverjum einstökum, eru stórkost- leg framför vegna þess ástands sem ríkt hefir, en vitanlega er hægt að misnota, þó ekki sé eins og áður. Ýms smærri atriði reg'anna geta orðið til töluverðra bóta frá því ------ * ástandi sem er, en hinu má ekki gleyma, að á reglunum eru mjög lilfinnanlegir gallar, sem úr verður að bæta hið alira bráðasta og er hart til þess að vita, að í því máli, sem er eitthvert alvarlegasla siðferðis og siðbótarmálefni þjóð- arinnar, skuli æ ofan i æ eiga sér mistök stað, urn framkvænul ör- uggs þjóðarvilja og slafa eingöngu af vilja og fesluleysi þeirra sem framkvæma eiga. Par sem loks var hafist lianda um að bæta þetta mikla hneikslismál, er það mjög sorglegt að ekki var lireinsað lil svo að fullviðunandi væri, og þar af leiðandi von um að veruleg og endanleg bót væri á ráðin. Af þeim ákvæðum, sem mjög bagalega vantar í reglurnar, skulu tvö sérstaklega nefnd: Annað er ákvæði um það, að Iyfjabúðir megi ekki afgreiða lyt- seðla frá öðrum en læknum í því héraði sem lyfjabúðin er í. Er það alkunnugt hér i Reykjavik, að þeir eru ekki fáir lœknarnir utan Reykja- víkur, og það sumir i fjarlœgum héröðum, sem gefa mönnum hér i bœnum miklu fleiri og stœrri vínlyj- seðla, en sumir þeir lœknar hér i bœnum sem mest haja að starfa. Pessi misnotkun getur áfram átt sér slað þrátt jyrir reglurnar og munu fáir geta skilið á liverju slík lin- kind er bygð, þvi að það stríðir beint á móti heilbrigðri skinsemi. Hitt ákvæðið er eigi síður baga- legt að vanta skuli, sem er um að eigi megi aðrir læknar gefa út vin- lyfseðla en þeir sem stunda lækn- ingar eða læknavísindi sem aðal- starf. Mun slíkt ákvæði vera í öll- um bannlöndum nerna íslandi og er öldungis sjálfsagt. Er það og alkunnugt að lil eru i Reykjavik lœknislœrðir mcnn sem löngu eru hœttir að stunda lœkningar sem aðalstarf, en sem hata misnotað vínlyfseðlaheimildina stórkostlega og gert sér að féþúfu. Sú misnotkun getur átt sér stað þrátt fyrir regl- urnar og gerir vafalítið. Smærri atriði eru ýms sem bet- ur mættu fara, en fram lijá þeim verður gengið að þessu sinni. Reynslan sker nú úr, hversu mikil bót reynist að reglum þess- um og hversu margt annað kem- ur í ljós, en það setn hér hefir verið talið um ágalla á þeim. Töl- urnar í Hagtíðindunum segja til þegar i stað um árangurinn. Mun Tíminn telja það skyldu sína að birla þá lærdóma sem ráða má af þeim tölum, og reyna að hafa vak- andi auga á þvi yfirleitt, hver fram- kvæmdin verður. En í svo alvarlegu máli sem þessu, er óhugsandi að sætta sig við annað en fullkomlega eindregna reglusetning og heiðarlega og sam- viskusama framkvæmd, hvort sem í hlut eiga æðri eða lægri. Héraðsskólarnir. Björn Jónsson kennari í Vest- mannaej'jum festi í haust sem leið kaup á Hjarðarholti í Dölum. Þar hafði síra Ólufur Ólafsson haft myndarlegan unglingaskóla um nokkur ár, en að síðustu orðið aö gefast upp fyrir skort á stuðningi þings og stjórnar. Hefir þessu ver- ið vel lýst í grein Jóns í Ljárskóg- um: »Nú á Dalasýsia bágt«. En síðan sú grein var rituð, liefir ver- ið haldinn sýslufundur í Dölum og samþykti fundurinn einróma að styðja skólann í Hjarðarliolti af al- efni, meðal annars með því að sýslan ábyrgðist andvirði jarðar og skólahúss. Með þessu hefir sýslan trj'gt líf skólans, þ. e. að hann verði opinber eign áður en mörg ár líða, og að mentastofnun starfi í héraðinu. Samskonar áhuga verður vart hjá bændum víðar á landinu. í Suður-Pingeyjarsýslu hefir verið safnað miklu fé til héraðsskóla með samskolum. Nú þykir áhugamönn- unum þar fjársöfnunin ganga of hægt og farið að tala um 1000 króna framlög lil skólabyggingar- innar á hvert heimili, sem ein- hverju vill fórna. Hafa fleiri en einn óríkir bændur tjáð sig fúsa til þess. Er þá vitanlega um full- komna gjöf að ræða, því að aldrei geta skólar borið sig hér á landi fyrir þá sem starfrækja þá. En héraðsskólarnir bera sig að öðru leyli. Peir varna fólkssti aurnn- um úr sveilunum. Ef unglingarnir eiga kost góðra skóla í áttliögun- um, draga verstöðvarnar þá síður frá æskuheimilunum. Og í öðru lagi verður skólavistin ótrúlega mikið ódýrari í sveit en í Reykja- vík. Á Hvanneyri mun meðaleyðsla skólapilla í vetur hafa verið 500 kr. 1 Reykjavik jafnlangan tíma 1500 kr. Takist Hjarðarholtsskól- anum að menta 30 nemendur á ári, og það munu húsakynni leyfa, sparar það héraðinu 30 þús. kr. árlega, miðað við skólasókn til kauptúnauna, auk þess sem starf- semi skólans ælti að vinna móti burtstreymi æskulýðsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.