Tíminn - 22.05.1920, Side 1

Tíminn - 22.05.1920, Side 1
TIMINN nm sextiu blöð á ári kostar tiu krónur ár- gangurinn. AFGREIDSLA blaðsins er hjá Guð- geiri Jónssyni, Hverfis- götu 34. Sími 286. IV. fir, Roybjavík, 22. raaí 1920. 20. blað. Blín Jónasdóttir á Sílalæk. Loks hafa þagnað veðrin voðahörðu. Víðáttan hýra brosir dag og nátt. Loks hafa gróið sár, er sjúka gjörðu sérhverja von í kaldri norðurátt. Loks hefir rýmkað bæði um ál og iðu, andvari mildur þítt um bjarta rót. Loks hafa þeir, er sumarsólar biðu, svalviðrum háðir, fengið ráunabót. Loks hefir, frænka, kvölin þín og þreyta þverrað, er disir vorsins hófu grát. Lífsöflin haía, er viðnám reyndu að veita, vörnunum lokið, þolað hinsla mát. Vorgyoja laut að þinum banabeði, blásalnum hæsla lauk upp sumardís. Skyldleika fann í þínu gljúpa geði gæskan, sem bræðir mestan jarðarís. Ætternisbönd við óðal vorra feðra æfilangt gastu treyst og saman þætt, þó að við fjörðinn brims og voðaveðra væri með köflum eklcju naumast stætt. Hér hafa bæði amma vor og afi ofreyndum kröftum fórnað liðna öld, jarðbönn á landi, íssins ógn frá hafi ált við og borið löngum klofinn skjöld. Barátta sú, sem áttu vorir afar, ömmunnar raun í þröngri bæjarkrá, ' hefir ei enn þá gengið öll til grafar,. greinileg merki þess er viða að sjá. Enn varir hörmung undir mörgu þaki, enn gengur kvíði marga bratta slóð. Lungt liggur enn á þjáðu konubaki þvilíkt, sem væri á herðar bundin glóð. Sárindi vara meðan lífið leikur, löngunarfult, á þræði úr dularheim. Heilbrigðin er sem fúinn fífukveikur, fljótunninn mjög af bernskuhöndum tveim. Örlagaþræðir, ýmisjega þandir, ógreinilegir hversdagsmanna sýn, ef til vill liggja 3rfir á furðustrandir. Endana finnur siðla vitund mín. Tekur nú jörðin eigu sína aftur: w ástúðarkonu, skyldurækna mjög, ríka af kostum þeim, er þyngdarkraftur þeygi fær komið undir moldarlög. Faðmlagið býður feðrasveilin ljúfa, færir þig nú að sinni bjartarót; minningin stígur eins og dáleg dúfa deginum hvita og himni bláum mót. Reiturinn vigði frænda vorra förnu frásögu á, er við mér blasti nú. — Víðáttugeimur vökufúsrar stjörnu veitt getur skoðun þinni barnatrú. Tekur nú við þér trúar vorrar álfa, tygjar þig vísast nýjum gæskuþrótt. Eðli þitt var í ætt við sunnu sjálfa. Sólarlag fagurt boðar góða nótt. Breiðist um norðrið stundum yfir að óttu aftninum frá um kyrru-skýja svið góðviðrisboði, gæða þeirra njóttu, guðrækna sál, er þráðir helgifrið. Gestir, sem oft að garði þínum sóttu, grannai'nir mörgu, börn þin, frændalið, samhuga mæla: sæluværðar njóttu, sárindum fjarri, laus við allan klið. Guðrn. Frið/ónsson. CrnmáUieilan norska. Ritað hefir verið um hana og eigi all-lítið í íslensk blöð og verið hálfsögð sagan og mjög einhliða. það er gefið i skyn, að hér sé um þróttmikla andlega vakning að ræða og að sjálfsögðn heilbrigðan krist- indóm. Séu postular hinnar nýju hrej'fingar að hreinsa til i norsku kirkjunni, skilja sauðina frá höfr- unum, til þess að geta hreinræktað hina rétttrúuðu og sannkristnu, en varpað hinum í myrkrið fyrir utan, þeim, sem séu afvegaleiðendur lýðs- ins og villutrúarmenn í kristnum söfnuði. Sannleikurinn er sá að leiðtogar þessara alhafna eru þrælbunduir bókstafstrúarmenn og ofsafullir þröngsýnismenn, sem æsa upp fá- fróðan en trúhneigðan almenning, til þess að heyja slríð við hina þektustu vísindamenn og bestu og áhugasömustu starfsmenn norsku kirkjunnar, vegna þeirrar sakar einnar, aö þeir eru ekki ókristi- lega þröngsýnir, vegna þess, að þeir halda fast við grundvallar- stefnu mótmæleuda um samvisku- frelsi, leita sannleikans og viður- kenna hann, og hafa hnigið að hinni frjálslyndu guðfræöistefnu, sem nú ríkir um alla háskóla mót- mfelenda, sem rétt hafa til að bera það nafn, og reistir eru og reknir á grundyelli frjálsrar rannsóknar. það starf sem þessir þröngsýnis- menn norsku reka er nákvæmlega sama eðlis og ofsóknir katólsku kirkjunnar á miðöldum og ofsóknir Lúðvíks 14. á hendur Hugenottum. Að ekki er lengur beitt krossfesting og brennu, stafar af því, að lög- gjöfin leyfir slikt ekki lengur — en andinn er hinn sami og var hjá hinum fyrri ofsækjendunum. Hér er um að ræða ranghverfu trúarlífsins i algleymingi. Hér er að ræða um falsspámenn, sem af- vegaleiða og sesa fáfróða. Hér er að ræða um hinar sorglegustu yfir- sjónir, drýgðar i nafni kristiu- dómsins, allra varhugaverðustu misbeitinguna á nafni Krists. — Og í sumum blöðunum hér á landi er verið að kvarta undan því, að slik »vakning« skuli ekki vera til hér. Annarsstaðar á Norðurlöndum slanda menn ölduugis agndofa yfir þessum ósköpum i Noregi. I hinu helsta kirkjulega tímariti Svía • stendur svo meðal annars: »Það er eins og ljótar ógnir mið- aldanna hafi skollið yfir hina norsku kirkju. Það er eins og menn komi ekki auga á neina aðra óvini en guðfræðingana við liáskólann. Móti þeim er liði fylgt til orustu, eins og í hlut ættu skæð- ustu andstæðingar. Hvert stefnir þá er almenningurinn er æstur þannig æ meir og meir? Niðurrifs- hugur nútímans er kominn inn á trúmálasviðið, og menn rífa niður í fullkominni blindni. Það er blindni, þvi að óvinir kirkju- og kristindóms eru allir aðrir. Of- stækið er hryllilegt hvar sem þess verður vart, en allra hryllilegast, þá er það hjúpar sig trúrækninnk. Svo mæla allir frjálslyndir kristn- ir menn og óblindaðir, þeir er til þekkja, um »vakninguna« norsku, en ekki á þá lund, sem flutt hefir verið í sumum blöðum á íslandi. Það væri eitthvert mesta böl fyrir land okkar, ef það tækist, að vekja hér slika hreyfingu. Um hitt þegja þessi klöö, að aðrir straumar, heilbrigðari og kristilegri, fara nú sigurför annars- staðar í heiminum og einkanlega í Veslurheimi. Hreyíing um, að sameina alla lærisveina Jesií Krists, til samvinnu um að vinna bug á þeim öflum, sem drepa niður and- legu og siðferðilegu lífi — að í Vesturheimi hefir alveg nýlega ver- ið haldinn fundur, þar sem full- trúar voru saman komnir frá fleiri kirkjudeildum mótmælenda en nokkru sinni áður og lögðu ráð á um að láta niður falla deilur um smá-atriði, en starfa á grund- velli hins, sem er svo óendanlega miklu meira og öllum kristnum mönnum er sameiginlegt. Trúarofsóknirnar norsku af hálfu trúarofstækismanna, og herferð hinnar ungversku afturhaldsstjórn- ar, af pólitiskum ástæðum, gegn frjálslyndum guðfræðingum þar í landi, cru greinar af sama meiði, öfugstreymi timanna, afturgengið ofsóknaræði, sem fordæmt er í hverri einustu kenslubók í verald- arsögu, en er í Noregi hjúpað í slopp heilagrar vandlætingarblindra ofstækismanna og harðsvlraðra kúgara á Ungverjalandi. yijsláttur aj hsgsjóniniti. I. Nálega allir Islendingar munu kannast við þau niðurlagsorð í ræðu Þorgeirs Ljósvetningagoða á alþingi árið 1000, að »um barna- útburð og hrossakjötsát skulu hald- ast hin fornu lög, menn skyldu blóta á laun ef vildi, en varða fjörbaugsgarði ef váttum kæmi við«. Kristnitakan á Islandi var samn- ingamál. Hún var einn liður í hörðum bardaga um yfirráðin í landinu. Heiðnir goðar, sem helst vildu halda áfram að vera heiðnir, sömdu því að láta skirast og lög- leiða kristni, til þess að fá borgið veraldarvaldi sínu, enda treystust þeir ekki til að veita viðnám hinni sterku hreyfingu, sem að stóð kon- ungur Noregs og harðsnúinn flokk- ur innlendra manna. Kristnir menn létu sér það lynda að slá svo griðarlega af hugsjón kristninnar, að leyfa beinlínis út- burð barna, að líða hrossakjöts- átið, sam mest mun hafa mint á blótveislur heiðingjanna og var því kristnum mönnum andstj'ggilegt, og leyfa beinlínis blótskap, ef ekki kæmi váttum við. Þeir slógu svo af hugsjóninni, sumir þeirra til þess að geta með sínum eðlilegu póli- tisku bandamönnum haldið völd- unum, sumpart til þess að firra landið ófriði, sumpart í því trausti, hinir best kristnu a. m. k., að það væri ekki gert nema í bili, að leyfa svo óhæfilega hluli í kristnu landi. Við getum kannast við það, að fyrir afkomu þjóðfélagsins hafi þessi afsláttur verið heppilegur, að Islandi var forðað frá innanlands- styrjöld sem yfir vofði, vegna þess að kristninni hafði þannig verið blandað inn í stjónmálin. Við getum kannast við, að þetta hafi verið eðlilegur atsláttur, eftir því sem þeir menn voru skapi farnir sem að stóðu og eftir því sem kringumstæður voru, og með tilliti til þess almenua mannlega breyskleika að vilja hafa sem minst fyrir, að forðast þá miklu andlegu áreynslu að breyta um lífsskoðun og liferni, að það var þessvegna svo þægilegt að sleppa með það að samþykkja lagabókstaf sem í raun- inni leyfði öllum að haga sér eins og þeir vildu. En frá sjónarmiði kristninnar var þetta óhæfilegur og alóverjandi af- sláttur af hugsjóninni. Að fulltrúar kristninnar legfðu pað beinlinis að bera út börn, um leið og allir voru skirðir. Og hvalirnar sem réðu þeim afslætti, a. m. k. aí hálfu sumra, voru þær fyrst og fremst, að fá að halda óskertum manna- forráðum. Kristnitakan á alþingi árið 1000 er glæsiiegur vottur um veraldar- hyggindi íslenskra höfðingja á þeirri tíð, um stjórnmálahæfileika þeirra og leikni í að bræða með sér mis- fellur til þess að bjarga sameigin- legum hagsmunum. En hún er um leið sagan um hinn griðarlegasta afslátt af hugsjóninni, af þeirra hálfu sem fyrir hugjóninni börð- ust. II. Á öldinni sem leið var hreyfing hafin á landi hér, sem næst á eftir luistnitöku og siðbót má telja hina merkustu, um bætt siðferði í land- inu og nieiri mannúð. Hugsjónin er sú, að byggja úr landi öllu því óumræöilega mikla og margvíslega böli, sem er hinn eilífi skuggi vínnautnarinnar. Fram- kvæmdin var undirbúin með löngu bindindisstarfi, með langri fræðslu um skaðsemi vínsins, og þjóðinni með því veitt uppeldi um að Iosna að fullu'við vágestinn. Því næst var þjóðin kvödd til úrskurðar um framkvæmdina og mjög eindreginn meirihluli þjóðar- innar lýsti sig því fylgjandi, að fram- kvæma þessa nýju siðbót með fullkomnu aðfiulningsbanni á víni. Hafa menn veitt því eftirtelct, hversu mjög er líkt um fram- kvæmd þeirrar hugsjónar og um kristnitökuna á Þingvöllum árið 1000? Fyrst urðu forvígismenn hreyf- ingarinnar að sætta sig við það, að þá er lögin voru samin, að þá fengu andstæðingarnir að smeygja þar inn í ákvæðum samslæðum því að blóta á laun, og er óþarfi að telja þau hér. Eftir því hefir framkvæmd laganna verið. Hún hefir verið líkust því, sem það hafi beinlínis verið leyft að kaupa vín, fljrtja inn og selja, ef einungis ekki kæmi váltum við. Þeir menn sem slíkt leyfa og jafnvel gera sjálfir, svo að á vitorði er alls al- mennings, fá að sitja óáreittir í embættum. Og nú síðast, þá er opinbert er orðið um stórkostlega misnotkun af hálfu sumra manna, sem leyft hefir verið að láta vínið af hendi, og reglur eru loks settar til að korna í veg fyrir misfell- urnar, þá eru í þeim reglum mein- legir gallar, sem nálega bjóða hlutaðeigendum heim um að nota þá, þeim sem á annað borð vilja nota. Eru það ólög á íslandi, að þá er framkvæma á háleitajr og al- varlegar hugsjónir, um bælt sið- ferði og meiri maunúð í landi, þá sé gífurlega slegið af hugsjóninni? Lengra nær samanburðurinn við krislnitökuna ekki. Þær afsakanir sem til voru þá, eru ekki til nú, nema þær sem eru af verri end- anum. Það er ekki vegna friðar í landi, sem nú hefir slegið af. Það er ekki til að trjrggja stjórnar- skipulagið í landinu. Það er látið undan nautnasýkinni. Það er mak- ræði, sem veldur afslættinum. — Liggur nærri að segja, að síðasti afslátturinn sé gerður af vorkunn- semi við suma þá, sem gera sér ósómann að tekjugrein. Það er í stuttu máli látið undan hinum lægstu hvötum. Þaö er ekkert erlent vald, sem nú stendur ögrandi á bak við. Það er þjóðin sjálf, sem dregin er á tálar með afslætlinum. — Æðsta hlutverk bverrar kjrn- slóðar er að uppala næstu kyn- slóðina svo að hún verði betri. Stærsta sporið sem núlifandi kyn- slóð hefir stigið í þá átt er þetta, að vilja bjrggja út einhverjum mesta óvini mannúðar og siðferðis — vínguðinum. Þeirri liáleitu hug- sjón spilla sumir trúnaðarmenn þjóðarinnar með óhæfileguin af- slætti við hinar lægstu hvatir. [Fraiuhald á 2. dálki á 4. síöu.j *

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.