Tíminn - 29.05.1920, Blaðsíða 1

Tíminn - 29.05.1920, Blaðsíða 1
TIMINN um sextiu blöð á ári lcostar tiu krónur ár- gangurinn. AFGREIDSLA blaðsins er hjá Guð- geiri Jónssyni, Hverfis- götu 34. Simi 286. IV. ár. Reykjavík, 29. maí 1920. 21. blaö. Innilegt þakkiæti til alira, er sýndu okkur hluttekningu við fráfall okkar elskulega sonar og bróður Ólafs Guðmundssonar Lundum, Foreldrar og systkini hins látna. Inntökuskilyrði í skólann hafa áður verið auglýst í Tímanum. Inntökupróf verður haldið fyrstu dagana í október- mánuði næstkomandi. Umsóknir verða að vera komnar fyrir lok ágústmán- aðar. I fjarveru minni tekur Tryggvi ritstjóri Pórhalls- son móti umsóknum og svarar fyrirspurnnm viðvíkjandi skólanum. Reykjavík 25. rnaí 1920. JTÓIiabSaÍ JÓH^SOll. „Utaxi ílokka“. Rétt áður en kosningarnar sið- ustu í Danmörku fóru fram komst dálítið riðl á stjórnmálaflokkana í þinginu. Einn þingmaður úr hverj- um þriggja flokka, rót4ækari vinstri- manna, jafnaðarmanna og hægri- manna, snerust á móti stefnu flokksins 1 stórmáli og gengu úr flokknum. Tveir hinir síðarnefndu voru í fremstu röð flokksmanna og buðu sig fram á ný utan flokk- anna. Þrátt fyrir viðurkenda hæfi- leika mannanna, þrált fyrir það þótt þeir væru báðir þrautreyndir þingmenn og hefðu átt kosningu tvímælalaust vísa innan flokks síns, biðu þeir fullkominn ósigur við kosningarnar og náðu hvorug- ur þingsæti. Létu þó einkis ófreist- aö um að halda áfram þingsætum sínum. Þótli þetta engum sérstökum tíð- indum sæla í Danmörku. Þjóðin er orðin svo þroskuð í stjórnmál- um, að hún skilur nauðsyn og þýðingu flokkaskiftingarinnar. Hún veit að það eru stóru flokkarnir sem ráða úrslitum allra mála. Þeir sem utan við þá eru, þótt hæfir menn séu, verða með öllu áhrifa- lausir og gagnslausir menn í þing- inu. hað væri þvi með öllu þýð- ingarlaust að kjósa slíka menn á þing. Það er með öllu tilgangs- laust fyrir flokkslegsingja að bjóða sig fram til þings i Danmörku og 3'firleitt i flestum þeim löndum sem náð hafa nokkrum verulegum stjórnmálaþroska. Hér á íslandi mætlu þetta aftur á móti heita mikil tíðindi. Margir íslenskir kjósendur eru svo barna- legir að halda, að það beri vott um sjálfstæði manna að telja sig utan flokka, að þeir séu þá »ó- bundari« o. s. frv. Hafa langsum- mennirnir velflestir gengið á þelta lagið, kallað sig við framboð ut- anílokka og síðan stofnað »utan- flokka«-bandalag til þess að halda áfram að »spekúlera« f þessum hugsunarhætti. Vegna þess sama barnalega hugs- unarháttar getur það átt sér stað, að stjórn situr á íslandi, skipuð svo ólíkum efniviðum um stuðn- ing, að hún getur enga stefnu haft í neinu máli, af því að þeir sem að henni standa fylla gerólíka stjórnmálaflokka. Pað liggur næst að segja að stjórnin sé i heild sinni y>utanflokka« o: sé stefnu og áhugamálalaus, þótt svo sé ekki um hvern einstakan úr henni. Mundi hún af því vera sjálfstæðari ög óbundnari? hvert á móti. Hún verður að taka tilíit í allar áttir. Hún er svo margbund- in í báða skó, að hún getur engu afkastað nema daglegum störfum. í öllum stórmálum er hver hendin - uppi á móti annari. Það er líkast því að hver þriggja ráðherra sæti hver á sinum hesti sem væru tjóðr- aðir saman og héldi tjóðurbandið meðan haldið væri kyrru fyrir, en slitnaði óðara og fara ætti eitthvað úr stað, því þá spertust hestanir við að hlaupa hver í sina áttina. í*etta er afleiðingin af trúnnf á flokksleysingjana. Heimskt er heimalið barn og er holt að skyggn- ast um á aðra bæi og sjá að þar eru menn löngu vaxnir upp úr þessum barnasjúkdómum. Þess verður ekki langt að bíða að viö vöxum upp úr þeim líka. Eftirmæli. »Frost og liuldi kvelja þjóö, koma nú sjaldan árin góö«. Vetur sá er nú virðist ioks lið- inn hefði fengið sorgleg eftirmæli á fyrri tíð í íslenskum annálum. I*ar sem hann hefir yfir dunið ofan á margra ára erliða tíð, hörð vor, votviðrasumur, sunnanlands a. m. k. og almennan grasbrest, er það öldungis víst að niðurlagsorð þeirra ummæla annálanna hefðu orðið eitthvað á þessa leið: »Féllu mjög peningar um alt ísland, sauðfé og færleikar, einnig allvíða nautpen- ingur, af heyleysi« — nema enn frekar hefði verið tekið til orða. Fað er ekki hægt að segja það enn með fullri vissu hver eftir- mælin verða nú, fregnirnar sem menn hafa hér eru ekki svo ná- kvæmar; sauðhurðurinn stendur yfir og afarmikið er undir því komið hvernig tíð reynist þann timann — en það mun þó óhælt að fullyrða að yfirleitt verður alls ekki fellir á íslandi nú. Haldist góð tíð úr þessu verður afkoman sæmilega góð í flestum sveitum. Hún verður gersamlega ólik þvi sem hefði orðið, þótt ekki sé farið neima einn mannsaldur aftur í timann. Vitanlega er það margt sem sam- eiginlega veldur þessum miklu og góðu umskifum: bættar samgöng- um, stórum bætt verslun — og það er eftirtektarvert hve þau hér- öðin komast langbest af, sem besta hafa verslun og hrakar í sama mæli og verslun er verri — bætt stjórn og forsjá ofanað um að koma til hjálpar, bætt vinnu- brögð o. s. frv. En langveigamesta atriðið er það, að bændurnir sjálf- ir eru orðnir betri og hygnari bændur, vanda betur til fóðuröfl- unar, selja betur á, fara betur með skepnurnar og kunná að gefa fóðurbæti og afla hans i tíina. Fað er næsta gleðilegt, allra helst á svo ískyggilegum tímum sem nú standa yíir, að landi okk- ar er þyrmt við því regináfelli sem almennur skepnufellir er. En það allra gleðilegasta er það, að þetta er að þakka meiri þroska og hygni hjá fjölmennustu og þýðingarmestu stélt landsins, bændastéttinni. Þessi undanförnu hörðu ár, og allra helst þessi langi jarðbanna- vetur, er jafnframt vitnisburður um það, hversu tryggur atvinnu- vegur landbúnaður er og það jafn- vel þótt svo erfiður harðindakafli komi f bili. Eru ekki síst við það bundn- ar glæsilegar framtíðarvonir um framtíð landbúnaðarins, þá er hon- um verður komið í miklu full- komnara horf en nú er. t*essi eld- raun sem bændurnir islensku hafa nú staðist, komi ekki enn á ný eitthvað alvarlegt fyrir, er því hin ríkasta áskorun til þings og stjórn- ar um að fresta ekki þeim fram- kvæmdum sem alþjóð er skyldug að koma í verk, um að bæta þennan grundvallar atvinnuveg þjóðarinnar og koma honum inn á nýjar brautir, tryggari og af- urðameiri. Hann hefir sannast enn einu sinni málshátturinn forni: Bóndi er bústólpi, bú er landstólpi. Samvimmuiál. IX. Kaupfélagsmyndun Austur-Skaft- fellinga nú í vetur er líklega einn hinu einkennilegasti þáttur í þró- unarsögu samvinnustefnunnar hér á landi. Fram yfir veturnætur 1919 eru svo að segja allir bændur í sýslunni með verslun sina hjá ein- um kaupmanni á Hornafirði. En nú eftir fáa daga, þ. e. fyrstu dag- ana í júni, byrjarkaupfélag á Horna- firði í húsum kaupmannsins, sem er hættur að versla þar. Sýslan hefir öll á einum vetri orðið eitt samvinnufélag. Slík breyting hefði ekki getað orðið svo snögglega, og jafn djúptælc, nema farið hafi saman góð forstaða, og drengileg- ur stuðningur þeirra, sem beitt * hafa sér fyrir málinu. Skal nú sagt lítið eitt frá því. Maður er nefndur Sigurður Sig- urðsson, ættaður úr Austur-Skafta- fellssýslu. Hann hafði áselt sér að gera nokkuð það, sem bætt gæti verslunarhagi sýslubúa sinna. — Fyrir þrem árum fór hann utan til verslunarnáms bæði í Dan- mörku og Euglandi. Hann var þá fyrir nokkru orðinn fullþroska maður og hafði aflað sér góðrar almennrar mentunar hér á landi. Eu svo er að sjá, að hann hafi meðan hann dvaldi erlendis jöfn- um höndum lagt stund á, að afla sér sérþekkingar í verslun, og að kynna sér sem best starfsemi sam- vinnufélaganna með öðrum þjóðum. Eitthvað upp úr veturnóttunuin síðustu kemur Sigurður heim í átthaga sína. Mun hopum hafa þótt kur nokkur og hann eigi all- lítill í mörgum betri mönnum sýslunnar út af verslunarástandinu. Fór það mjög að líkum, þar sem að eins var ein verslun starfandi á Hornafirði. Verður þetta með öðru fleira til þess, að hann tekur sér ferð á hendur um flestar sveitir sýslunnar, heldur fundi um versl- unarmálið,- og skýrir samvinnu- hugmyndina fyrir öllum almenn- ingi. Er skemst af því að segja, að Skaftfellingum fundust orð hans sem töluð úr hug þeirra allra, og vex kaupfélagshugmyndinni ótrú- lega mikið fylgi. Var afráðið að stofna hið bráðasta kaupfélag á Hornafirði og keppa við kaup- manninn. Svo sem að likindum lætur töldu allir héraðsmenn, sem beittust fyrir framkvæmdum á þessu stigi málsins sjálfsagt, að Sigurður Sigurðsson yrði framkvæmdarstjóri félagsins. Hann naut áður trausts og vinsælda i héraðinu. Hann hafði ekki einungis bestan undirbúning til starfsins af öllum mönnum innan héraðsins, heldur stóð hann og að mörgu leyti í fremstu röð meðal áhugasamra samvinnu- manna í landinu. Þegar fundarhöldin tóku að fær- ast nær Hornafirði, gerði kaup- maðurinn, Þórhallur Daníelsson, sér tíðförult á samkomur þessar, og lét heldur ófriðlega. þótti hon- um heldur tvisýnt fyrir Skaftfell- inga að byrja kaupfélag. Væru mörg slík félög á Norðurlandi hrunin og hefðu gert bændum ærið tjón. En er meginþorra bænda virtist ekki taka neitt veruíegt til- lit til skoðana hans um þetta mál, fór hann að láta friðvænlegar. Mun kaupmaður hafa séð að fé- Iagið tæki þegar á fyrsta ári því nær alla verslunina frá honuin. Hús hans myndu standa tóm og arðlaus, og lítil von um að hann gæti selt þau síðar með æskilegum liagnaði, er hann neyddist til að fara burtu, þar sem lcaupfélagið var sá eini aðili, sem verulega hafði þörf fyrir þau. Pegar hér er komið sögunni fara að heyrast raddir á fundunum um, að sjálf- sagt sé að Itaupa húseignir Þór- halls, en þær umræður voru íljótt skornar niður, og taldar málinu óviðkomandi meðan ekkert tilboð lá fyrir frá Þórhalli sjálfum eða ólvíræð bending um, að hann vildi eiga kaup við félagið. Kaupmaður hafði, eins og vænta mátti, nokkurn hóp vina og kunn- ingja í liéraðinu, sem eins og hann vildu fegnir stöðva strauminn í fyrstu, en sáu nú þann kost vænst- an að lækka seglin, til að tapa ekki öllu. Fóru þeir nú að verða kaupfélaginu mjög fylgj'andi í orði. Leit þá svo úl á yfirborðinu, eins og því nær hvert mannsbarn í héraðinu væri orðið kaupfélags- skapnum fylgjandi af alhuga, enda var svo í raun og veru um allan þorra manna. Lét nú kaupmaður húseignir sínar falar á 110 þús., og vörubirgðar 1. júní í vor, eftir samkomulagi við félagssljórnina. Skifti það eigi litlu fyrir kaup- mann, að stjórnin ,væri liðug í samningum við hann, er til af- hendingar kom með vorinu. Nú eru lög gerð og kosin fimm manna stjórn fyrir félagið. Töldu flestir sjálfsagt, að Sig. Sigurðssyni yrði falin forstaðan, en engan við- búnað höfðn stuðningsmenn hans til að afla honum fylgis. Þeir voru ekki að hugsa um neitt annað en að fá myndað stórt og gott sam- vinnufélag, sem gæti verið lyfti- stöng fyrir héraðið bæði fjárhags- lega og andlega. En er til kom fór þctta nokkuð öðruvísi. Félagsstjórnin hafði val- ist svo undarlega, að meiri hluti henuar óskaði ekki eftir, að Sig. Sigurðsson hefði forstöðuna, a. m. k. ekki jgrsta árið. Ókunnugt er með hvaða hælti meiri hlutinn hafði komist að þeirri niðurstöðu, enda skiftir það litlu máli hér. í stað þess var ráðinn fram- kvæmdarstjóri Guðmundur nokk- ur frá Hoflelli. Hafði hann áður rekið smá verslun á Hornafirði, ineð búskapnum, en lítið orðið úr henni, jafnvel talið, að hún hefði að lokum ekki orðið annað en einskonar ’útibú frá aðal-kaup- manninum. þegar þessi ráðstöfun fréttist, þótti undarlega við bregða og öðruvísi en ailur þorri hinna áhugasömustu félagsmanna vildi vera láta. En eins og vænta mátti um jafn góða menn og gegna og Skaftfellinga, létu þeir bíða réttrar stundar að fá skýringar á þessum aðgerðum trúnaðarmanna sinna. Sig. Sigurðsson hafði nú fengið ósk sína uppfylta, að efla sam- vinnufélagsskapinn í sýslunni. Og sú breyting hafði að mörgu leyti tekist svo frábærilega vel, að bæði hann og að af samverkamönnum hans við félagsstofnunina mega prýðilega við una. Mörg önnur héruð hafa orðið að bíða árum saman eftir slíkum úrslitasigri, sem þessir menn unnu á nokkrum vikum. Bj'rjun kaupfélagsins er glæsileg. Og ef leiðandi menn og stjórn félagsins vinna jafnan með svo fölskvalausum áhuga og svo staðgóðri þekkingu á samvinnu- málum, eins og frumherjarnir við stofnunina, má telja víst, að fram- haldið verði í fullkomnu samræmi við byrjunina. Sigurður Sigurðsson hvarf síðan til Reykjavíkur aftur, er hann hafði lokið störfum sínum við kaupfé- lagsslofnunina. Plonum var per- sónulega enginn óhagur að því, þótt eigi settist hann að eystra, því að liann mun hafa átt góðra kosta völ bæði í Reykjavík og er- lendis. En hann kaus heldur að starfa við samvinnufélögin hér á landi og gegnir nú vandasamri trúnaðarstöðu hjá heildsölu Sam- bandsins. Kaupfélag þetta gekk þegar í vetur í Sambandið, sem gera mun sitt ýtrasta til að verða félaginu að liði. Munu Skaftfellingar eiga þær góðu undirtektir meðal annars að þalcka Sigurði Sigurðssyni, sem með foigöngu sinni í þessu máli, hefir gert héraði sinu bæði sæmd og gagn. Því að traust og álit hvers félags út á við er að jafnaði komið undir trausti, sem borið er til forgöngumannanna. Samvinnumaður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.