Tíminn - 29.05.1920, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.05.1920, Blaðsíða 2
82 TlMINN Llfebuoy- h V0 er ein hin allra besta amerískra hveilitegunda. Biðjið ávalt um þá tegund ef þér viljið fá verulega gott hveiti. Hveitið Trumpeter er einnig góð tegund þótt það jafnist ekki að fullu við Lifebuoy. Pað er mjög ódýrt eftir gæðum. F*ar sem alt hveiti hefir nú hækkað í verði er enn brýnni þörf en eila að ná í netadrýgstu tegundirnar. Sýnd vsiöi, eo ekki geto, hað er orðtæki, sem átt getur við um strandferðir þessa árs fyrir Austfirðingum og Vestfirðingum mörgum. Alþingi 1919 skildi við fjárlögin mcð 175000 kr. fjárveitingu til strandferða hinna meiri fyrir árið 1920. Var fjárveiting sú miklu framar því, sem á«tlað hafði verið undanfarið, enda ráðgert að hafa tvö tiltölulega væn skip í strand- um, Sterling og Hjörungarvog, sem fara áttu þreltán hringferðir um landið, auk nokkurra hálfhrings- ferða, og Sterling ennfremur tvær ferðir til útlanda. Til uppfyllingar þessum ferðum var svo ætlað litlu gufuskipi, Suðurlandi, sem er eign Eimskipafélags Suðurlands og keypt hafði verið til ílóaferða syðra, að fara 3 ferðir um Vest- firði til ísafjarðar og 3 ferðir suð- ur um land til Fáskrúðsfjarðar. Eftir bráðabyrgðaáætlunum þeim sem fjrrir lágu í þinglok 1919, áttu þessi 3 skip að hafa samtals 674 viðkomur á 65 höfnum landsins, öðrum en Rvík og var viðkomum hinna stærri skipa, Hjörningarvogs og Sterlings dreift nokkurnvegin jafnt um landshlutana og þó svo, að Sterling hefði einkum þær stærri og öruggari hafnir austan og vest- an, en Hjörningarvogur aðailega norðurströndina milli ísafjarðar og Seyðisfjarðar. Hugðu margir gott til þessara ferða, enda skipakostur- inn sæmilegur og aðgengileg kjör í boði með norðurlandsskipið, Hjörnungarvog. Hjörnungarvogur er norskt gufuskip 670 smálestir alls, sæmilega hraðskreitt (10—11 mílur), útbúið til farþegaflutnings og að öllu hið sæmilegasta eftir ])rsingu og uppdrætli. Hafði hor- stein kaupm. Jónsson í Rvík og fé- lagar hans leigutilboð um skipið til strandferða og gerðu þess kost í áðurnefndar ferðir gegn 100,000 kr styrk fyrir sumarið. Þessar 100,000 kr. veitti þingið með skilyrði um ákveðið farþega- rúm, fargjöld og farmgjöld eins og hjá Eimskipafélaginu og áætlunar- ferðum, sem þingið samþykti. Suðurlandi og Sterling voru ætl- aðar 75000 kr. til áætlunarferða, sem landsstjórnin ákvæði með ráði Eiskipafélagsins. Voru Sterling upp- haflega ætlaðar 50,000 kr., en Suðurlandi 25,000, og þó búist við tekjuhalla meiri á Sterling en 50,000 kr., þött útlandaferðinar bættu nokkuð úr skák, enda hafði tekjuhallinn á strandferðum skips- ins 1918 orðið 196,000 kr., sem að miklu leyti mun hafa stafað af I þeim kolafreku og erfiðu vetrar- ferðum skipsins við vörudreiflngu norðanlands velurinn 1917—’18. En svo vænlega sem horfði með strandferðir þessa árs um slceið á þingi 1919, svo hrapalega horfir nú með þær eftir nýkomnum á- ætlunum og ráðstöfun stjórnarinn- ar. Gegnir það hinni mestu furðu, hversu átakanlega þar virðist fram dreginn hlutur einstakra manna og héraða með strandferðum þeim, sem áætlanir greina, en kostur annara þröngur ger og má segja, að ræturnar að þessum mistökum liggi að nokkru leyti í skollaleik, sem talsmenn Eimskipafélags Suð- urlands hófu í þinglokin 1919 í því skyni að ryðja félaginu braut að strandferðum með skipinu Suðurland og ríflegum landssjóðs- styrk. þingið áleit réttilega að skip þetta skorti mikið til meiriháttar slrandferða, þótt nýtilegt væri fyrir flóabát, og vildi ekki veita því þann styrk, sem eigendur töldu arðvænlegan, en að eins nokkrar uppfyllingarferðir að sumarlagi með sæmilegum ferðastyrk (25,000 kr.). Var þá það ráð tekið af talsmönn- um félagsins að fleyga samningana um Hjörungarvog. Tókst sá skolla- leikur framar öllum likum og fengu þeir atkvæðafjölda nægileg- an til að koma að háðulegri at- hugasemd í sambandi við fjárveit- inguna til Þorsteins Jónssonar og félaga hans, er -fjárlögin voru til einnar -umræðu í neðri deild síð- asta þingdag. Með henni var tor- tryggnisskugga varpað á þá félaga, stjórninni falið að ganga ríkt efiir fullnœgingu allra skilgrða, sem þeim félögum vœri sett og að greiða ekki stgrlcinn, ef nokkur misbrestur grði á þeirri fullnœgjugerð, Afleiðingin verður sú, sem vænta mátti: horst. og þeir félagar drógu að sér hendina og neituðu skil- juðunum. Höfðu þeir verið þjálir í samningum og látið leiðast langt til samkomulags við þingið um erfiðustu strandferðirnar, sem þeim voru ætlaðar, og vildu þeir því eigi að launum taka háðulega at- hugasemd í fjárlögunum, enda hé- gómi einn að brýna stjórnina svo mjög til eftirlils með þessum strand- ferðasamningi framar öðrum samn- ingum, sem ríkið gerir við ein- staka menn og félög og sem vitan- legt er öllum, að sljórnin verður að framfylgja. Þannig stóð þá hnifurinn í kúnni um strandferðirnar þegar þingi sleit 1919, því að nefndar viðsjár voru Ieiknar síðasta þiugdag, og kom þá til kasta stjórnarinnar að ráða fram úr standferðunum með því fé, sem á fjárlögunnm var veitt og þeim skipakosli sem bjóð- ast kynni. Þetta hefir hún gert á þann veg að veita Suðurlandsfélaginu 125,000 kr. og strandferðir um Vestfirði sunnan ísafjarðar og Austfirði sunnan Seyðisfjarðar ásamt höfn- unum sunnanlands. Aftur eru Sterl- ing ætlaðar strandferðir allar norð- anlands milli Isafjarðar og Seyðis- fjarðar og tvær útlandaferðir. Hag- að er strandferðum Sterlings svo, að skipið fer 7 hringferðir um landið, án þess að koma á nokkr- ar hafnir á svæði Suðurlands aðr- ar en Rvik og Vestmaunaeyar, nema í síðustu hringferð, nóvem- berferð, þegar Suðurland er hætt við strandterðir. Harðla fátt virðist þessari stand- ferðaráðstöfun verða til lofs talið, en vitanlega má margt að henni finna. Að vísu mega þeir vel við una, sem njóta Sterlings og eigi hirða um -samgöngutæki annara landshluta. Það er sæmilegt skip að öllum útbúnaði, en kolafrekt mjög og langt of dýrt til tíðra snúninga um smáhafnir og hafn- leysur, svo sem víða er norðan- lands, þar sem því nú eru ætlaðar ferðir. Öðru máli gegnir um Suðurland. Það er að stærðinni hæfilegt til snúninga, en verður hvorki að út- búnaði eða öðru talið neitt fyrir- myndarskip, eða á neinn veg jafn- oki Sterlings. Skipið er röskar 200 smálestir að stærð, fornt, þröngt, byrðalítið og fremur hæg- fara. Er því með skiflingu landsins milli þessara tveggja skipa mjög fyrir borð borinn hlutur þeirra, sem við Suðurland eiga að notast. En þótt skifting þessi ein sé ærin til umkvörtunar, þá er þó annað verra hér í efni: Suðurlandi eru veitlir 5/7 strandferðastyrknum öllum, en Sterling s/7. Suðurland hefír flestar bestu og öruggustu hafnirnar vestanlands og austan, en Sterling erfiðustu hluta lands- ins. Suðurland á að annast ferðir í 7 mánuði, en Sterling í 8 mánuði. 1918 varð 196,000 kr. tekjuhalli á strandferðum Sterlings, svo sem fyr segir, en næstl. ár hefir tekju- hallinn orðið yfir 300,000 kr. Má því nærri geta að þessar 50,000 kr., sem Sterling eru ætlaðar, hrökkva skamt. Suðurlandi eru veiltar' 590 kr. fyrir hvern dag strandsiglingalím- ans, frá 2, apríl til 30 okt. og mun það lála nærri andvirða allra kola þess, eins til aukaferðanna syðra milli áætlunarferða. Þess vegna ælti skipinu ekki að verða skota- skuld úr því að vinna fyrir öðrum útgerðarkostnaði, þar eð ætla verð- ur, að það tíðast verði fullsett farmi og farþegum, svo lítið sem skipið er og svæði þess þélt sett verstöðvöm og góðum höfnum. Aftur eru líkurnar yfirgnæfandi fyrir því, að bæta þurfi við fjár- veitingar Sterlings 150—200 þús. króna, því að tæpast verður skipið nú ódýrara í rekstri en undanfarið, úr því það sinnir aðallega strand- ferðum, og virtist því sannlegt að láta alla landshlutana njóta þess að nokkru, sem gátu og höfðu þess þörf. Það er enginn jöfnuður á skiptingu landsins milli svo ólíkra skipa sem Sterlings og Suðurlands, annað vandað og vænt farþegaskip, hilt þægindalítill flóabátur — að eg ekki nefni nástrandakyrnu. Hversu mjög hlutur Suðurlands- félagsins er hér fram dreginn og á þá hallað, sem skip þess eiga að nota, sést einna best af 3. athuga- semd við áætlunina. Þar er skip- stjóra fengin heimild til þess að fara framhjá áætlunarhöfnum, ef honum þykir þaðan eða þangað of lítið að flytja og yfirleitt má - hann eftir geðþekni sleppa ann- ari hverri viðkomu á áætlunar- höfnum, sem ekki hafa nægilegan flutning að hans dómi. Þetta er berum orðum heimilað skipi, sem þiggur stórfé fyrir ferðirnar og miðað hefir kröfur sínar um styrk- inn við viðkomufjölda á höfnum, sem það virðist ekki ætla að koma á, nema köppum og glöppum. Þessi undanþága um viðkomur þá eða þar, sem illviðri eða hafn- leysi aftra ekki, er allsendis óþol- ajidi, enda sárasli þyrnir í augum þeirra sem við þella eiga að búa. Óviss eða hæpin viðkoma skips er oft verri en engin viðkoma, þar sem torsólt er hafua á milli, svo sem víða vestra og eystra. Áætlun með þvílíku sniði verður að eins tál og kandahófsleg ákvörðun skip- stjóra um viðkomu þá eða þá, getur bakað einstökum mönnum ómetanlegt tjón. Ástæðan fyrir þvf- líkri undanþágu virðist nokkuð auðsæ: Hagsmunir félagsins ætlu að sitja hér í fyrirrúmi, hvað sem líður högum og þörfum almennings. Þessi undarlega og »góðgjarn- lega« athugasemd við áætlunina mun hafa valdið því, að þingið síðasta fékk eigi að sjá hana fyr en þingslitadagimi, þegar ekkert ráðrúm var orðið til athugunar og er lítill efi á því, að hún hefði sætt mótmælum á þingi, ef kunn hefði verið með þessum halaldeppi. Að eins eilt vélritað eintak, án allra athugasemda, fengu nokkrir þingmenn að sjá laust fyrir þinglok. Áætlun Sterlings var birt sneinma á þingi og gaf eigi tilefni til að ætla, að útgerð Suðurlands væri fengið það sjálfdæmi sein að fram- an greinir, um kjör þeirra óláns- sömu landshluta, sém skip þess eiga að nota. Sterling er að vísu leyft að sleppa áætlunarhöfn, ef sérstaklega stendur á, og þó því að eins, að viðkoman valdi baga- legri töf. Hér þarf eigi urn að villast: Sterlingsútgerðin á að vera mann- úðlegt þjóðnytjafyrirtæki, sem tek- ur tillit til þarfa og ástæðna fólks- ins; Suðurlandsútgerðin á að vera fjárplógsfyrirtæki og þeim sem við það búa er skipað í einskonar paríahóp, sem þjóðfélaginu virðist ekkert vandgert við. Sannlegt hefði verið, úr því að nokkurntíma var farið að kiaöa undir Suðurland með meiriháttar strandferðum og þeim styrk, sem aö miusta kosti er helmingi hærri en ástæða er til eftir áætlun þess, að það hefði verið látið fara 2—3 hringferðir um landið að sumri til (því er eigi treystandi að hausti eða vetri) með viðkomum hver- vetua nyrðra, meðan Sterling hefði teliið hafnirnar eystra og vestra, svo sem ráðgert var um Sterling af þinginu 1919. Nú er illu heilli búið aö semja um ferðir Suðurlands, þótt með hæpnum heimildum sé, því að Al- þingi hefir aldrei lagt samþykki á Skattamáíadeilarh Eftir J, Gauta Pétursson. --- (Niðurl.)^ IV. Hr. H. V. gerir mikið úr því »frumhlaupi«, er eg geri að grein hans með því að átelja, að þar var ekki getið um þann skattagrund- völl, er landleiga og aðrir slíkir skattar byggjast á. Telur hann að slíkir skattar kynni að geta kom- ið til greina, »sem liðir í skatla kerfi«, en vill þó láta það liggja milli hluta, af því að »ótímabært«(!) sé, að benda á einstaka skattstofna. Það sé eg við nánari athugun, að báðar greinar höf. bera með sér, að hann hefir ekki œtlað að kasta fram of bindandi ummælum um einstaka skattaliði, þó fylgi hans við tekjuskattinn virðist æði ótví- rætt. En báðar greinar höf. marka eðZisgrundvelli skattanna svo þröng- an bás, að eg tel langt frá þvi, að landleiga eða »inonoþoI«-skattar yfir höfuð geti komist þar inn, sem »liðir í skattakerfk og af þeim áslæðum er það, að eg hefi gert alkugasemdir við kenningar hr. H. V. og skattafræðslu. Til að sanna mál mitt um það, hvernig höf. markar skattakerfinu grundvöll, skulu tekin hér upp nokkur ummæli úr greinum hans: »Skattarnir eiga að vera jafnir á öllum gjaldendum eftir gjaldþoli þeirra. Þetta hefir í för með sér að skattahundraðstalið hækkar, eftir því sem tekjurnar hækka, því gjaldþolið vex örara en tekjurnar . . . .« »Skaltarnir verða að vera þannig að þeir láti þjóðareignina ósnerta, en taki að eins hluta af þeim hreinu tekjum, sem þjóðinni áskotnast á árinu, bvort heldur sem þær eru af eign eða atvinnu«. (Tíininn III. árg. 72. tbl.) Þessi ummæli endurtekur hann svo að segja í siðari greininni og segir enn fremur: » . . . . þá komust við ekki fram hjá gjaldþolinu sem réttlát- asta skattagrundvellinum« (o. í þjóðfélaginu eins og það er.) »Skattarnir verða því að eins veik tilraun, til að bæta úr misskiftingu þjóðarteknanna milli einstakling- anna«. (Tírninn IV. 1. tbl.) Ekki er um það að villast, að samkvæmt skoðun hr. H. V. á gjaldþolið að vera hvortveggja í senn: grundvöttur skattakerfisins og mœlikvarði skattgjaldanna. Hitt er öllu óljósara, hvað hann á við með því, að »skattarnir láti þjóð- areignina ósnerta«. Eg geri samt ráð fyrir, að hann elgi við þann höfuðslól, sem var fyrir hendi i bgrjun þess árs, sem skattgjaldið miðast við. Má vera að hagfræð- ingarnir orði þelta eins og hann gerir, sín á milli, en alþýðleg mál- venja og hugsun myndi telja, að tekjurnar yrði hluti af þjóðareign- inni jafnóðum og þær mynduðust, svo skattarnir yrðu ætíð af henni teknir. En hvort sem væri virðist ekki rökrétt að hugsa sér að þjóð- areignin geti vaxið eða minkað við það, þótt eignir skifti um eigendur innanríkis, — en annað er það ekki sem fram fer, þegar fé ein- staklinga rennur sem skattur í ríkkissjóðinn. Eg ætla þó að halda því orða- lagi um þetta, sem hr. H. V. not- aði, en með þeirri skýringu undir- skilinni sem eg gaf á því. Hér er komið að aðalágreiningn- um. Hr. H. V. heldur svo fast við gjaldþolsmælikvarðann, að hann tekur fram, að skatta megi að eins leggja á fasteignir, »ef þeir hvíla samt sem áður á þjóðartekjunum.« — Með öðrum orðum: eftir kenn- ingu hans má þjóðfélagið þá fgrst krefjast skatts af eigh, er það hefir sýnt sig, að eigandinn hefir ráð- deild til að láta hana bera arð. Láti hann hana liggja ónotaða og arðlausa, eða sé hann ráðleysingi um alla hluti, þá hverfa allar fjár- hagslegar skyldur hans við þjóð- félagið eða ríkið. Það leynir sér ekki, að þessi ummerking skattaundirstöðunnar á vel heima um tekjuskatt og sams- konar bygða skatta. En hvað skal segja um tolla og óbeina skatta? Eg mun þó ekki rekja það mál lengra, hvernig þeir geti heyrt undir hina almennu ummerkingu skatta- skilyrða hr. H. V., því hann virð- ist ekki vera meðhaldsmaður þeirra, og því síður er mér ant um þá. — En hitt hefi eg meira hugleilt, án þess að fá ráðningu, hvernig t. d. erfðafjárskattur getur »látið þjóðareignina ósnerta«, sem þó virðist eiga að vera fyrsta boðorð fjármálavísindanna. Og seinast kem eg að landleig- unni. Hvernig er þá hægt að hugsa sér, að hún geti orðið liður í skattakerfi, sem er sett það skil- yrði, fgrst og fremsl að »láta þjóð- areignina ósnerta«, eða að taka að eins til þeirra tekna, sem virki- lega eru framleiddar. — Landleigu- stefnan bindur sig alls ekki til þess að »)áta þjóðareigninga ósnerta«, en hún miðar skattakröfu sína að eins við eignir, sem geta verið arðgæfar, á því stigi, sem atvinnu- vegirnir eru, eða geta orðið í ná- inni framtíð. Hvort eigendur þeirra hafa ráðdeild og atorku til að láta þær bera þann meðaltalsarð, sem skattgjaldið miðast við, verða þeir að eiga um við sjálfa sig, því landleigustefnan gengst ekki undir það, að láta ríkið bera ábyrgð á fjárhagslegri afkomu einstakling- anna. Hún byggir á því, að slcatt- arnir eigi að miðast við skilgrðin til að afla fjár, en ekki það, hvernig þau eru hagnýtt, og skilyrðin veitir ríkið ýmist eða viðurkennir, með þeim sérréttindum til náttúrugæð- anna, er það lætur kvaðalítið vera á einstakra manna höndum. Hr. H. V. kemur á einum stað að þessu atriði. í hinni síðari grein sinni segir hann: »VenjuIegast er ekki hægt að mæla út hlunnindi þau, sem einstaklingar hafa hjá ríkinu, nema að því leyti, er gjald- þolið segir til«. Það er nú svo. Er þá þannig að skilja, að allar matsgerðir, sem menn hafa gert hvarvetna, t. d. á lóðum og lönd- um, hafi einungis bygst á gjald- þoli eigandans, eða í besta falli á þeim raunverulegu tekjum sem eigandinn hafði haft af þeim? — Það væri kynleg kenning, þó ann- ars sé vitanlegt, að í þessum efn- um taka matsmenn alt of lítið til greina það framtiðarverð, sem til- boð í hlunnindin á frjálsum mark- aði annars bera vott um. Hitt myndi fara nær því rétta, að telja það undantekningu, ef eklci væri hægt að »mæla út«, eða meta þau hlunnindi, sem einstaklingar njóta í skjóli ríkisvaldsins, og sú hygg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.