Tíminn - 05.06.1920, Blaðsíða 1
TIMÍNN
um sextíu blöð á ári
kostar tíu krónur ár-
gangurinn.
AFGREWSLA
blaðsins'er hjá Guð-
geiri Jónssyni, Hverfis-
götu 34. Sími 286.
1Y. ár.
Reykjavík, 5. jtíní 1920.
22. blað
AltfOnUólim í HjarOarbolti
í Dalasýslu tekur aftur til starfa 1, nóvember í haust.
Námsgreinar verða hinar sömu og á öðrum alþýðuskól-
um. Skólinn stendur í sex mánuði. Umsóknir verða að
vera komnar fyrir lok ágústmánaðar til undirritaðs, sem
gefur allar nánari upplýsingar.
Björn II. Jónisson
skólastjóri.
................"""...'■■'í “ 1 " . r
Þverrandi orkuiindir.
Margkunnugt er það öllum sem
eittlivað lesa, að kolaforði heims-
ins er mjög þverrandi. Hefir ekki
sist gengið á þann forða nú á
stríðsárunum, þá er öllu þurfli að
fórna fyrir það eitt að vinna stríð-
ið og allar verksmiður urðu að
starfa með allri orku og öll her-
skip að vera sí og æ viðbúin. Það
er ekki nema um tvent að velja:
annaðkvort að nota kolabirgðir
jarðarinnar upp á tiltölulega
skömmum tíma, eða fara að spara
kolin og takmarka notkun þeirra.
Vænlanleg þurð á vöru, eða tak-
mörkun á framleiðslu hennar veld-
ur verðhælckun. Annað veldur og
áframhaldandi kolaverðhækkun.
Kolavinslan er afarmannfrek. Verka-
kaupið hækkar æ í verði. Iíola-
vinna er bæði hæltuleg, óholi og
erfið vinna. Veldur enn verðhækkun.
Reynsla allra siðustu áranna ber
þess ljósastan vottinn hversu kola-
lausu löndin eru háð kolalöndun-
um, hvað það getur haft alvarlegar
afleiðingar að geta ekki notað aðra
orku en kol, til ýmislegra starfa.
Því að það situr ekki við það eitt
að kolin hækki endalaust í verði.
Hitt getur líka komið fyrir, að þau
fáist alls ekki, hvað sem í.boði er.
Annað kemur i staðinn, segja
menn, það er olían. Og olían hefir
víða komið í staðinn. Þau munu
nú vera miklu fleiri, skip sem
smíðuð eru ný í heiminum, sem
ætlað er að brenna olíu í stað
kola, og er talin mjög mikil fram-
för, og á fjölmörgum sviðum öðr-
um kemur olían í stað kola. Á
stríðstímunum hefir olíueyðslan
margfaldast í keiminum. Afleiðing-
in er sú, að þegar menn rakna
við, eftir stríðsæsinginn og eyðsl-
una, þá sjá menn að það ber al-
veg að sama brunni með olíuna
og kolin, einungis virðist enn
skemmra þangað til sú lindin er
þorrin.
Það eru ekki nema rúm 60 ár
síðan fyrsta oliulindin fanst í
Bandaríkjunum, sem olía var unn-
in úr og alla stund síðan og fram
á þennan dag hafa tveir þriðju-
hlutar af olíu heimsins verið frarn-
leiddir í Bandaríkjunum.
En þótt framleiðslan hafi vaxið
gríðarlega, hefir eyðslan vaxið enn
meir. Bandaríkin framleiða enn J/s
af olíu heimsins, en þau eyða ö/<
af allri olfu lieimsins árlega. Árið
sem leið, fluttu Bandaríkin inn 60
miljónir olíutunna frá Mexíkó og
í síðastliðnum janúarmánuði ein-
um, eyddu þau 7 miljónum tunna
af olíu, fram yfir það sem þau
framleiddu.
Eyðslan vex nieð stjórnlausum
hraða. Er búist við að floti Banda-
ríkjanna og verslunarskip, muni
eftirleiðis þurfa um 200 miljónir
olíutunna á ári. Bifreiðar eru nú
yfir 71/a miljón að tölu í Banda-
ríkjunum og tala þeirra vex svo
ört, að gert er ráð fyrir að þær
einar muni þurfa um 800 miljónir
tunna af olíu árlega árið 1925.
Olíueyðsan í Bandaríkjunum óx
um 83 þús. tunnur, að meðaltali
á dag, tvo mánuðina, desember og
janúar sínastliðna.
Er það fullyrt af þeim möunum
sem best þekkfa til, að með þessu
áframhaldi verði oliulindir Banda-
rikjanna svo að segja þrotnar eftir
tuttugu ár.
Olíulindir eru vitanlega víða í
heiminum annarstaðar en í Banda-
ríkjunum. En olíueyðslan vex og
gríðarlega um heim allan.
Hagfræðingarnir sitja á röggstól-
um og brjóta heilann um ráð við
óumflýjanlegum vandræðunum.
Læknavínið enn.
i.
Tíminn hefir fengið til birtingar
eftirfarandi yfirlýsingu, sem sam-
þykt var á fundi Læknafélags
Reykjavíkur 29. f. m.
»Læknafélag Reykjavíkur mót-
mælir því, að læknar séu frá 1.
júni þ. á. samkvæmt hinni nýju
áfengisreglugerð landlæknis, dags.
15. apríl 1920, skyldir að senda
lögreglus’tjóra afrit af lyfseðlum og
einnig því, að Hagstofunni eða
öðrum en heilbrigðisstjórn landsins
séu látnar í té upplýsingar um
hvaða lyf læknar ávísa sjúklingum
sínum.
Ennfremur lítur félagið svo á,
að almenningi sé með fyrirmælum
nefndrar reglugerðar bakaður ó-
þarfa kostnaður og erfiðleikar, þar
eð lyfsölum er bannað að láta úti
án lyfseðils, til útvortis og inn-
vortis notkunar, fjöldamörg algeng-
ustu lyf og jafnvel hreinlætisvörur,
sem ætíð hefir verið frjálst að selja
án lyfseðils og óhugsandi er að
note megi til áfengisnautnar, enda
þótt f þeim sé meira en 2l/r°/o
áfengis«.
f*eir læknar sem þessa samþykt
gerðu virðast ætlast til þess, þar
eð þeir birta hana i öllum blöðum,
að þes«i blið þessa máls verði sér-
staklega rædd opinberlega. Meðan
ekki er lengra komið virðist þó
ekki ástæða til þess. Það er ekki
Læknatéíag íslands sem mótmælir,
og Tímanum er það kunnugt, að
þessi fundúr var fásóttur og t. d.
hvorki próf. Guðm. Magnússon,
próf. Guðm. Hannesson, próf. Sæm.
Bjarnhéðinsson sátu hann. f*að
virðist því freinur mega líta á þetta
sem heimilisdeilu milli nokkurra
lækna og heiibrigðisstjórnarinnar,
sem vel hefði, enn a. m. k., mátt
heyjast innan þeirra veggja.
Ef hitt er tilgangur þessara lækna,
að leita trausts hjá almenningsálit-
inu með birtingu mótmælanna, fara
þeir í geitarkús að leita ullar.
Alveg samtímis þessum mótmæl-
ura læknanna eru ný Hagtíðindi
borin út um bæinn, sem í er
skýrsla um »löglega« vininnflutn-
inginn árið 1919. Eru það lang-
samlega hæstu tölurnar sem enn
hafa sést. En vöxturinn er þessi,
talinn i 8°.
Árið 1913 tæpir 6000 lítrar
— 1914 rúmir 12000 —
— 1915 tæpir 19000 —
— 1916 24180 —
— 1917 30000 —
— 1918 53211 —
— 1919 116391. —
Og þó er ólalið til viðbótar á því
ári 14215 litrar af sherrg, portvini
og malaga og eitthvað töluvert af
rauðvini.
Það er tuttugfaldur innflutning-
ur síðan 1913 og tífaldur síðan
1914. Þessi innflutningur er verk
læknanna og lyfjabúðanna.
Þessar kiminhrópandi tölur verða
almenningi kunnar jafnhliða þess-
ari yflrlýsing læknanna. Og út á
hvað gengur yfirlýsingin. Ekkert
annað en að rífa niður. Það sr
ekki eitt orð sagt um það hvað
eigi að koma i staðinn. Það
vottar ekki fyrir því að þeir sem
mótmælin bera fram finni til þess
að hér sé um neitt það að ræða
sem óviröing sé að, né að þeir séu
sór þess meðvitandi að nein skylda
hvíli á þeim um að hreinsa slétt-
ina af ámælr sem á hana er kom-
ið vegna misnotkunar sumra. Nei
það er bara ráðist á þær tilraunir
sem gerðar eru til bóta, en ekkert
nefnt í staðinn.
Mótmælendurnir fá elcki styrk
hjá almenningsálilinu með slíkri
framkomu.
Tíminn hefir áður bent á galla
á þessari reglugerð, og hann leiðir
alveg hjá sér að dæma um að
hve miklu þessi mólmæli séu á
rökum bygð. En hitt liggur i aug-
um uppi, að læknar standa sig
ails ekki við það, ofan á það sem
undan er gengið að skorast undan
rækilegu eftirliti, eða að vitna í
erfiðleika og kostnað fyrir almenn-
ing, meðan barátta þeirra virðist
öll ganga í öfuga ált: að spyrna á
móti umbótatilraunum og nefna
ekki einu orði hvað betur megi fara.
II.
Morgunblaðið fylgir þessari yfir-
lýsing læknanna úr hlaði með
grein sem er harla eflirtektaverð.
Blaðið segir meðal annars:
y>?egar þeir sem á annað borð
œtla að fá sér vin fá það ekki leng-
ur hjá lœknunum þá fara þeir lil
smyglaranna. Enginn skyldi halda
að vinnautn i landinu þverraði þó
þessar nýju reglur hafi komið á
pappirinn. En vegur og gengi vin-
salanna eykst að miklum iuun«.
— »Að miklum mnna, og þó
sogir blaðið að aldrei hafi »verið
ástæða til að gera sérstakt veður
úr« misnotkun læknanna.'
Þessi er samkvæmnin, og þessi
ummæli hefir sjálft málgagn and-
banninga um læknana, það blað
sem sérstaklega hefir viljað taka
málslað þeirra.
Hefir engri keiðarlegri stétt
landsins verið sýnd önnur eins
móðgun og lílilsvirðing og blað
þetta sýnir læknunum, er það telur
þá beinlínis við hlið fyrirlitlegustu
lögbrjóta, smyglaranna, og leggur
það að jöfnu hve hvorirtveggja
séu fúsir til auranna, fyrir það að
brjóla lög lands síns. Og það er
sjálft blaðið sem vill, eða a. m. k.
þykist vilja, taka svari læknanna.
»Guð forði mér fyrir vinum
mínuml«
Lesturinn endar á harmagráti,
bókfestum á þessa lund: »En allir
sjá hvort af tvennu illu er betra,
einslaka vínlyfseðill, sem lesknar
kunna að hafa gefið, eða smygla-
vin, misjafnt að hollustu og rán-
dýrtle.
Þar er gripið á kýlinu, Vín-
mennirnir vilja fá að halda lækna-
víninu af því, að það er ódýrara,
Pað vottar ekki fyrir þeirri
hugsun lijá blaðinu, að hér sé
um að ræða háleitt siðferöis- og
mannúðarmál, og að því sé verið
að spilla með svívirðilegum laga-
brotum.
Nei, nei, nei. Hugsunin erbund-
in við þetta eitt: við viljum fá
vín, annað hvort hjá læknum eða
smyglurum, við viljum fara á fyllirí,
og sem allra ódýrust fyllirí,
Framan af var það svo í bar-
áttunni um bannið, að andbann-
ingarnir báru fyrir sig þau rök,
sem voru viðræðuverð, það voru
alhugasemdir alvarlegra og sam-
viskusamra manna. Nú eru þær
raddir gersamlega þagnaðar. -
Blygðunarleysið er orðið svo' mik-
ið hjá málgagni vínsins, að það
setur læknastétt landsins algerlega
á bekk með vínsmyglurunum, það
sér þessa aðila einungis í einu
ljósi, sem þá aðila, sem fullnægja
vínþránni. Og í deilunni um bann,
eða ekki bann, ber það einungis
fram eina ástæðu. Við viljum hafa
vín! Við viljum hafa ódýrl vín!
— og bætir við: okkur dettur ekki
í hug annað, en að brjóta lög
landsins. Við gerum það með að-
stoð vínsmyglaranna, ef okkur er
meinað að gera það með aðstoð
læknanna.
Með þessu hefir andbanninga-
blaðið gert bannmönnum og þjóð-
inni í heild sinni stórkostlegan
greiða, því að það hefir komið til
dyranna í sínum rétta búningi og
gert þetla mikla mál stórum mun
einfaldara fyrir þjóðina til aö átta
sig á.
Það er sem sé ekki að 'ræða
um neitt háleitt eða göfugt við
málstað blaðsins. Eftir er ekki
nema þetta eina: fullnæging vín-
nautnarinnar.
Skýrt og ljóst stendur það nú
fyrir öllum almenningi á íslandi
hvað um er að velja, hverjum
aðilanum þjóðin á heldur að
fy'gja:
Bannmennirnjr vilja heyja áfram
staðíasta baráítu um það, að lyfta
þjóðinni á það æðra stig, að hælta
að neyta vins:
til þess að varðveita fjölda heim-
ila frá glötun,
til þess að koma í veg fyrir úr-
kynjun kynslóðarinnar af vín-
nautn,
til þess að losna við siðspilling
vínsins, glæpi og ólifnað, slys og
hremdarverk,
til þess að bj'ggja úr landi mesta
viunu- og peningaþjóf, sem til er
í heiminum,
til þess að taka veglegan og
þýðingarmikinn þátt í baráttu allra
þjóða í þessu siðbótarmáli,
til þess yfirleitt að okkar kyn-
slóð stigi áfram stórt skref um
mannúð og siðferði á þroskabraut
mannkynsins og skili landinu belra
í hendur niðjunum og þeim sjálf-
um hraustari og óspiltari. —
Bannmenn eru sér þess meðvit-
andi, að þessi barátta geti staðið
alt að því heilan mannsaldur, a:
þangað til ný kynslóð vex upp og
að vonbrigði verði mörg og erfið-
Ieikar.
Andbanningarnir, Morgunblaðið
fyrir þeirra hönd, víggirðir sig um
þessa einu, einustu ástæðu á móti:
Eg vil hafa vín. Það er ekki snefill
eftir af göfgi í málstað þess, manni
liggur við að segja, að það votti
ekki lengur fyrir samviskulegri
hugsun. Ekkert annað en þetta:
Eg vil hafa vin:.
hversu miklu sem niður er slökt
við það af siðferði og mannúð,
hverjar sem afleiðingarnar verða
fyrir heimilin og börnin,
hversu hroðalegar sem afleið-
ingarnar verða fyrir einstaklinga
og þjóðfélag.
Skýrar en nokkru sinni standa
þau letruð einkunnarorð þessa
málstaðar:
Sjálfur leið þú sjálfan þig og
etigan annan.
Dæmi þjóðin á milli þessara
málstaða.
Ilrossasalan.
Hjá hrossaeigendunum hafa und-
anfarnar ráðstafanir um hrossa-
söluna mælst ágætlega fyrir. Viða
að hafa komið áskoranir um, að
þeim yrði haldið áfram a. m. k.
í einhverri mynd. Eins og hag
okkar er nú lcomið um viðskifti
við útlönd, liggur meir við en
nokkru sinni áður, að hrossa-
verslunin fari vel úr hendi.
Iun á við skortir ekki heldur
þunga hvatning um, að lcoma sem
mestu af þessari vöru á góðan
markað. Undanfarandi reynsla og
núvcrandi kringumstæður krefjast
þess og réltlæta, að frá hálfu at-
vinnumálastjórnarinnar komi bæði
stuðningur og ráð um hrossa-
verslunina.
Stjórnarráðið hefir nú gefið út
bráðabirgðalög um heimild fyrir
landsstjórnina, að hafa á hendi
einkasölu á brossum og gefa út
reglugerðir, sem kveði nánar á
um hana. Jafnframt hefir stjórnar-
ráðið falið: Hallgrími Kristins-
syni framkvæmdarstjóra S. í. S„
Hannesi Thorarensen forsljóra Slát-
urfélags Suðurlands og Oddi Her-
mannssyni, skrifstofustjóra að taka
þelta mál til athugunar og undir-
búnings, og sennilega verður það
úr, að þessi nefnd hafi á hendi
söluna í sumar.
Samband Samvinnufélaganna
hefir leitað fyrir sér um markaðs-
horfurnar ytra, og mun vera nokk-
urnvegin vissa að takast muni
að selja töluvert af hrossum til
Englands og fá kol í staðinn, og
mun að því leyti mega telja góðar
horfur um markaðinn.
Er ,það ekki síst um skipakost-
inn, sem aðstoð og samvinna er
nauðsynleg við landsstjórnina.
Bændur munu um land alt fagna
þessum ráðstöfunum. Og það mun
óhætt að fullyrða, að þeir muni
telja máli þessu vel borgið í þeirra
manna höndum, sem landsstjórn-
in hefir falið að hafa það með
höndum.
Flugfélagið hefir aílað sér nægi-
legs fjár til að reka flugferðir í
sumar. Stendur nú ekki á öðru en
vélamanni og mun hann væntan-
legur mjög bráðlega.