Tíminn - 05.06.1920, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.06.1920, Blaðsíða 2
86 TIMINN Þorsteinn Þ. Þorsteinsson. Komu hans hingað til lands hefir áður verið getið hér í blað- inu. Dvelst hann enn hér í bænum en fer innan skamms norður á land lil æltstöðvanna í Svarfaðar- dal og Skagaficði. Þorsleinn er kunnastur af kvæð- um sínum, sem víða hafa birst í blöðum og timaritum vestra. Hefir einungis ein litil Ijóðabók sjálf- stæð komið út eftir hann: Ljóða- þættir. Meginkvæðið í þessari bók er Auðunnarkviða vestfirska. Liggja sömu álög á þeirri bók og flestum öðrum bókum sem út eru gefnar fyrir vestan, að þær sjást lítt hér. Kvæði Þorsteins eru þróttmikil, sum nokkuð þungskilin, og er hann um ýmislegt líkur Stephani G. Stephanssyni. Það er hreinn og djarfur blær yfir kvæðunum. Þor- steinn er líkur nafna sinum Er- lingssyni um það, að bera fyrir brjósti rélt lítilmagnans gagnvart hverskonar kúgun. Verður hér eins kvæðis sérstaklega getið, sem gefur Ijósa mynd af skáldinu. Það er þriðja kvæðið í bókinni, heitir: »Á fjöllum«, og er kveðið vestur á Kyrrahafsströnd. Rómar skáldið fyrst náttúrufegurð og mannlífs- fegurð sveitalífsins á fjöllunum — en Við fjallanna rót er hin fjölnienna borg i feigð-hjúpi svælunnar vafin. Og lijarta mitt glúpnar af sárustu sorg, að sjú parna mannlífin grafin. — Þilt volduga musieri, höll þín og hof, er livítfágað saklausra blóði, og duft yrði skraut þitt ogdómurþitt lof, ef dæmdi sá réttvísi og góði. — Þitt brauð er úr likömum bræðranna smá, — þinn brunnur er társtraumur ekkj- unum frá. Því liér, — þar sem gull-kapp og auð- legðin ein cr æðsti og sannasti réttur, — ci gilda hin sárbitru sannleikans kvein, ef sjóðurinn verður of léttur. — Þú auðvald erl bölvun, scm blekkir vort líf og banvæna tæringu clur, þvi gull þitt er lastanna’ og lyginnar hlíf, sem lausnara mannkynsins selur í kvalara hendur, á krossinn, á bál, og kúgar í fangelsum drenglynda sál. Pú kviksetur frelsið og kallar á stjórn og kirkju i gröfina’ að moka. — Á altari þinu er alþýðan fórn, sem augunum reynir að loka, svo sjái hún ekki sitt svívirta barn, sem sendir þú nöktu á spillingar-hjarn. En vilji svo einhverir andmæla þvi, sem auðlögin kóng-hollu bjóða, þá verða þeir pyntaðir varðhaldi í sem váféndur »kristinna« þjóða, Eftir Ólaf Kjartantson. Nú um áramótin síðustu hafði vínbannið í Bandaríkjunum staðið f sex mánuði. Þótt sá tími sé mjög sluttur, þá hefir það þegar leitt mjög mikið gott af sér, þótt landið hafi ekki verið alveg þurt þennan tíma, því að áður en bannið skall á, birgðu margir sig með vínforða, og hefir drykkjuskapur minkað um 7» til 2/s bjá þeim, sem neyttu mest áfengis áður. Það gefur að skilja, að and- banningar neyttu allra bragða til að halda lífinu í Bakkusi. Komu fram með allskonar grýlur, og básúnuðu mjög um hinar vondu afleiðingar, sem bannið mundi hafa á hinar ýmsu atvinnugreinar þjóð- arinnar. Þeir spáðu meðal annars allsherjar byltingu eða verkfalli, sem almenningur mundi hrynda af stað til að mólmæla lögunum. En ekkert af þessu hefir enn komið fram. Bandaríkjamenn höfðu auð- vilað verkföll, sem aðrar þjóðir, en þau höfðu ekki eins lamandi áhrif á atvinnuvegiaa og t. d. heíir átt sér stað hjá Bretum, og verk- föll þessi stóðu ekki í neinu sam- baadi við bannið. Þá héldu and- Lifebuoy- hveitið er ein hin allra besta amerískra hveiiitegunda. Biðjið ávalt um þá tegund ef þér viljið fá verulega gott hveiti. Hveitið Tmmpeter er einnig góð tegund þótt það jafnist ekki að fullu við Lifebuoy. Pað er mjög ódýrt eftir gæðum. Þar sem alt hveiti hefir nú hækkað í verði er enn brýnni þörf en ella að ná í notadrýgstu tegundirnar. uns gálginn að síðustu gefur þeim líkn, þá geta þeir skilið að — þögnin er sýkn. Ó, lýður, ó lýður! Sjá ljós brýst þinn stig! Hví lýsturðu’ ei fjötrana i mola! En — til hvers er annars að tala við þig, þú trúgjarna, margþjáða rola? — Eg held næstum, sjálfur þú bindir þín bönd, og blundir hvað sætast með járnin á hönd. Og ef að þú vaknar þá verðurðu ær, og veltir þér hamslaus í blóði. Og blindni þín feigð-spnota frelsinuljær, uns fellir þig stormurinn óði. — Því meðan að ei verður andi þinn frjáls, að eilífu berðu þér klafann um háls. Guð aumkvi þig borg, þegar ár-sunna skin á inndælum vorríkum dögum! — Þitt glottandi skraut móti skelíing og pín, er skuggsjá af alþjóðar högum. — Þú grefur þitt mannlíf i gulli og aur, þá guðs-röðull blessar hinn vesælamaur. Þá hverfur hugurinn heim Lát guð — ef að heyrir þú barnanna bón — ei böl þelta landið mitt henda. — Lát heilaga gifta! ei »farsældar Frón« í fépúkans stálgreipum lenda. — Lát mannvit og kærleika haldast í hönd, frá hafi til fjalla, sem sólskinsins bönd. Kvæði eins og þetta þarf engra ummæla. Maður sem yrkir svona er skáld. Gott skáld, heilbrigt og þróttmikið. Það má benda á mis- fellur, en svo þróttmikill andi á leið heim að hverjum bæjardyrum. Síðasta erindið sem hér er prent- að sýnir þá myndina af Þorsteini, sem æ kemur fram. Hugurinn er altaf jafnframt heima. Það kemur jafnvel enn betur fram í teikningum hans en kvæð- unum. Munu þær teikningar prýða velflest heimili vestra og nú fást þær h'ér í bókaverslun Þórarins B. Þorlákssonar. Það er ramíslenskur blær yfir teikningunum. Það er sami blær- inn og á hinum forna skurði á þjóðmenjasafninu. Þegar hann teiknar mynd af Vilhjálmi Slefáns- syni norðurfara, þá lykja um aðal- myndina margar smámyndir, bæði frá Islandi og Canada. Það er aðal- hugsun hans með teikningunum að koma alstaðar að myndum af heimalandinu, myndum sem glæði ástina á þvi, veki umtal um það og hjálpi til um að halda órjúf- anlegu bróðurbandinu við heima- landið. Þorsteinn Þ. Þorsteinsson er einn af farsælustu, einlægustu og áhrifa- mestu útvörðum íslenskrar menn- ingar vestan hafs, b*ði með teikn- ingum sínum og kvæðum. Við færum honum alúðarþökk fyrir, heimamennirnir, og bjóðum hann velkominn heim. Hvar sem hann verður, verður hann íslandi ágætur sonur. Hann er ekki fullráðinn í því hvort hann sest að hér eða fer aftur vestur. Við munum telja það mikinn feng setjist hann hér að, eins og við vitum hann góðan verið hafa ætt- jörðinni, vestan hafs. Vildi Tíminn með línum þessum vekja athygli á Þorsleini, hvetja menn lil að kynnasl list hans í Ijóði og teikning og skora á menn að taka honum vel, hvar sem leið lians liggur um landið. Frá ótlöndmn. Verkföll halda enn áfram á Frakklandi, en stjórnin lætur hart mæta hörðu og hafa verkamenn enn orðið að lúta í lægra haldi. — Paul Dechanel Frakkaforseti féll af járnbrautarlest nýlega og meiddist lítillega. — Ungverjar neita því, að þeir séu nokkuð riðnir við herferð Pólverja gegn Rússum. — Fullkomið samvinnuleysi er orðið. milli Wilsons Bandaríkja- forseta og senatsins í Washington og ónýta hvors annars gerðir. Wilson hafnar öllum tillögHm senatsins um friðarskilmálana, en lagði til að Bandaríkin tækjust á hendur umsjá með Armeniu. Því hefir senatið hafnað algerlega. — Hueikslismál mikið hefir upp komist f Stokkhólmi. Frægur lækn- ir, Nyström, og rithöfundur, Algot Ruhe, eru grunaðir um að hafa eytt fóstri og hafa verið teknir fastir. — Foringi Síónistanna segir frá þvi opinberlega, að frá Rússlandi og Póllandi muni fjöldi Gyðinga flytja heim til Gyðingalands. Verði skipuð stjórn í landi fyrst um sinn, þangað til þing verði kosið. — Hjálparskipið enska, Svia- togor, sem Sverdrup skipstjóri stýrir og á að reyna að bjarga rússneska skipinu Solovei, sem er fast í ísnum norður af Rússlandi, lagði af stað frá Björgvin um 10. f. m. Hafa menn nú betri vonir um, að takist að bjarga. — Frjálslyndir menn á Englandi mótmæla harðlega berferð Pólverja á hendur Rússum. Segja að Pól- verjar séu komnir langar leiðar fram hjá þeim landamærum, sem ákveðin séu i friðarsamningunum. Þá er Rúmenar hafi farið líkt að hafi stórveldin sett þeim úrslita- kosti. Tillaga kom fram í enska þinginu um að skora á Pólverja að láta alþjóðabandalagið jafna ágreininginn, fékk nauðalítið fylgi og var feld. — Ungverjar kvarta sárán undan friðarskilmálum sinum, segja að eftir þeim landamærum, sem þar verði ákveðin, verði 37* miljón Ungverja utan landamæranna og krefjast þess, að þjóðaratkvæða- greiðsla fari fram i þeim héruð- um, a. m. k. heimta þeir endur- skoðun samninganna innan ákveð- ins tíma. — Krupps-verksmiðjurnar þýsku voru stærstu hergagnaverksmiðjur í heimi fyrir síriðið. Segja Berlínar- blöðin frá þvi, að nú sé búið að breyta framleiðslunni og hafi vel gengið, og séu nú eingöngu fram- leiddir hlutir til friðsamlegra þarfa. Verkamenn eru þar nú 48 þús. en voru 39 þús. fyrir stríð. — Neergaard forsætisráðherra Dana, hinn nýji, lýsti því yfir i stefnuskrárræðu, þá er þing var sett, að um Suður-Jótland mundi stjórnin halda sömu stefnu og var áður ákveðin af þinginu, halda fast við sjálfsákvörðunarréttinn, en leggja hins vegar alt kapp á, að gera kjör þeirra dönsku manna sem best, sem urðu eftir sunnan landamæranna. — Þetta þing, sem nú situr í Danmörku, mun ekki sitja nema mjög skamma stund, þar eð grundvallarlagabreyting banningar því fram, að bændur þeir, sem framleiddu þær afurðir, sem voru aðallega hafðar í áfenga drykki, myndu tapa gífurlega. Líka mundi alt það fólk sem ynni á öl- og víngerðarhúsum og veit- ingakrám verða svift góðri atvinnu. Þvi slcal ekki neitað, að margir héldu, að andbanningar hefðu þarna töluvert til síns máls. En það kom brált í ljós, að þeir bændur, sem mikið framleiddu af þeim jarðargróða, sem áfengi var mjög búið til úr, myndu ekki bíða linekki eða þurfa að breyla til og fara að rækta annaö. — Vínber seldust betur en nokkru sinni áður. Það sem einkum olli því var, að nú var mjög mikið búið til úr þeim af óáfengum drykkjum, lílca var fundin upp ný aðferð til að þurka vínber og búa þau þannig undir markaðinn að það var hægt að senda þau til Evrópu, einnig miklu meira borðað af þeim en nokkru sinni áður, og soðið niður til að full- nægja hinum miklu eftirspurnum, sem komu að hvaðanæfa. Nú fór fólkið mjög að nola aldinsafa og sykur í staðinn fyrir áfenga drykki, einkum þó um liitatímann. — Vísindaménn höfðu líka sagt þetta fyrir, og talið það vist, að jafn- góð fæða og vinber mundi ekki grotna niður, þótt hætt væri að búa til úr þeim áfenga drykki. Humall er jurt, sem hingað til hefir aðallega verið notuð til bjór- og ölgerðar. Andbanningar vestra bentu á það, að ef allsherjar- vínbann kæmist á, þá mundi humlarækt algerlega leggjast niður, og að þeir bændur, sem lögðu sérstaka stund á þá atvinnugrein, mundu bíða gífurlegt fjárhagslegt tjón. Á síðari tímum hefir humlarækt aðallega verið stunduð í Norð- vesturrikjunum, en henni hafði mjög hnignað upp á síðkastið, og akrarnir voru komnir í órækt, og lágu þar að ýmsar orsakir, bæði var bann að nokkru leyti um striðið á framleiðslu og notkun áfengra drykkja, einnig hræðsla við alls- herjarbann. Margir bændur voru því farnir að halda, að ræktun huinla ætti sér enga framtíðarvon, og voru því farnir að hugsa um að breyta til og rækta annað arð- vænlegra í þeirra slað. En þessi óhugur bænda á liumla- rækt reyndist ástæðulaus, því að snemma um haustið 1918 byrjaði áköf eftirspurn eftir humlum. — Verslunarhús sendu fulltrúa til bænda til að semja við þá og tryggja sér alla uppskeru þeirra, og buðu þeir bændum mjög gott verð. Hinir hygnari bændur voru ekki lengi að hugsa sig um að taka þessum kostaboðum, hugðu ekki seinna vænna, það yrði vist hvort sem væri í síðasta sinn, sem þeir hefðu nokkuð upp úr humal. En verðið hækkaði stöðugt, svo að það var helmingi hærra en áður, og þeir bændur, sem ekki gerðu samninga áður urðu best úti. Þaö sem mjög jók eftirspurn eftir humlum var að nú var farið að búa til ýmsar nytsamar fæðu- tegundir úr þeim. Má geta þess, meðal annars, að efnafræðingur einn fann upp á þvi, að búa til síróp úr maltinu, sem er álitið mjög gott. Á litinn er það eins og hið besta hlyn-siróp, en á bragðið líkt og hunang. Það er auðvitað ekki eins þægi- legt, að hafa þetta siróp á borðum í staðinn fyrir vanalegan sykur úr reyr eða rófum, en það má nota það í margt annað, sem reyr- sykur hefir verið hafður í áður, svo sem til matar og niðursuðu, og einnig til brjóstsykurs og »kon- fekt«-gerðar. — Sírópið hefir verið rannsakað nákvæmlega og inni- heldur það alveg sama næringar- gildi og vanalegur sykur, líka sr það hollara vegna þess, að það er meltanlegra. Mörgum bjór- og ölgerðarhús- um hefir þegar verið breytt í sykurgerðar-verksmiðjur, og hafa verður 'þegar að lögleiða er sam- eining Suður-Jótlands kemst á til fulls, og þá fara fram nýjar kosn- ingar. — Friðarsamningarnir við Tyrki eru fullgerðir. Fá Tyrkir að halda Miklagarði, en vart nokkru öðru í Norðurálfu. Auk þess fá þeir lítið land i Litlu-Asiu, sem þó liggur ekki fast að Sæviðarsundi, gengt Miklagarði. Tyrkjasoldán og ætt hans hótar þvi að leggja nið- ur völd. Grikkir fá mikið land í Litlu-Asíu. — Fjármálaráðherrann þýski hélt ræðu nýlega í þinginu og lýsti fjárhagsástandinu mjög iskyggilega. Gerir ráð fyrir tekjuhalla i ár, sem nemi 30 miljörðum marka. Þjóðin þýska eyði nú miklu meiru en hún afli. Á því þurfi að verða breyting og á skipulagi fjármála og framleiðslu. Þó nái engri átt að tala um, að ríkið sé gjald- þrota. — Flutningur stríðsfanga frá Rússlandi til Þýskalands byrjaði um miðjan f. m. — Norskur veðurfræðingur, pró- fessor Bjerknes, flutti nýlega mjög merkan fyrirlestur í Kristjaníu um nauðsyn þess, að koma á föstu skipulagi á veðurathuganir um allan heim. Gat þess meðal ann- ars, að í Noregi týndust árlega skip, sem væru 1 milj. kr. virði, veiðarfæri sem væri 37s milj. kr. virði og 130 sjómenn færust að meðaltali. Það væri ómetanlegt það gagn í krónum, sem af því leiddi, gæti veðurfræðin sagt fyrir bæði vont veður og gott. Þótt ekki fiskaðist nema einn fiskur í viðbót af hverjum 100, þá næmi sú upp- hæð 600 þús. kr. Fiskframleiðsla Noregs hefði verið metin 336,7 milj. kr. árið 1916, l°/o af þvi væri nálega 37« milj. kr. Land- búnaðurinn mundi græða a. m. k. 4 milj. Fyrir siglingarnar væri á- vinningurinn ómetanlegur. Gat hann þess að lokum, að í slíku veður- atliuganakerfi væri afar-mikið undir íslandi komið. — Sagnir eru um mikla leyni- samninga milli Tyrkja og Bolche- wicka-stjórnarinnar á Rússlandi. — Japanar virðast vera að búa um sig i Síberíu þannig, að ekki sé úilit til, að þeir sleppi landinu aftur. Berast fréttir um, að þeir fly'tji þangað mikið af vopnum, skotfærum og herliöi. Borgina Kiaochau, og landið í kring, sem Þjóðverjar áttu áður i Kína, hafa Japanar nú tekið iil fulls og leika Iíínverja þar mjög grátt, eru að mun harðhentari en Þjóðverjar voru áður. — Enskt félag sem smíðar flug- þannig verið slegnar tvær flugur í einu, dregið úr hinum tilfinnan- lega sykurskorti og holl fæðuteg- und hefir verið búin til í staðinn fyrii^ hættulegan ogskaðlegan drykk. Nú var komið í veg fyrir, að svifta það fólk atvinnu, sem áður hafði unnið að bjór og ölgerð. Fékk það tækifæri til að vinna á sama stað og áður og það miklu hollari vinnu. Því að allar skýrslur bæði hinar opinberu og lifsábyrgðarfélaga báru vitni um það, að á meðal þess fólks, sem vann að framleiðslu áfengra drykkja og á veitingakrám, voru sjúkdómar mjög algengir, og það gat alls ekki vænst langra líf- daga. Þá eru mjög eftirtektaverðar skýrslur kennara við skóla í iðn- aðar- og fátækra-héruðum stór- borga. Þeim ber alveg saman um það, að nú komi börnin til skól- anna betur fædd, heilbrigðari og hraustari, en nokkru sinni fyrr. Þau virðast líka þola miklu betur áreynslu, gengur einnig betur að nema og hegða sér betur en áður. Þegai' börnin hafa verið spurð að hvernig stæði á því, að nú fengju þau meira og betra að borða, og liði miklu betur, þá hafa þau venjulega gefið þessa skýringu: »Mamma fær meira af kaupi pabba á laugardögum og þess vegna get- um við fengið betri og meiri mat«,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.