Tíminn - 12.06.1920, Síða 2
90
TiMIN N
Hvítárbakkaskólinn
starfar frá veturnóttum til sumarmála næsta skólaár,
1920—’21, og verður 1 tveim deildum. Skólagjald kr 120.
Nemendur hafa matarfélag, og verður hver nemandi að
leggja fram fulla tryggingu fyrir greiðslu á öllum kostn-
aði, er skólaveran hefir í för með sér. Umsóknir um inn-
töku í skólann, einnig frá þeim, sem voru í jmgri deild í
vetur, séu komnar til undirritaðs fyrir 1. sept. næstk.
Hesti í apríl 1920.
Eiríkur Albertsson.
Lifebuoy-hv
er ein hin allra besta amerískra hveititegunda. Biðjið
ávalt um þá tegund ef þér viljið fá verulega gott hveiti.
Hveitið Tr*uLMi|>etex* er einnig góð tegund þótt
það jafnist ekki að fullu við Lifebuoy. Pað er mjög ódýrt
eftir gæðum.
F*ar sem alt hveiti hefir nú hækkað í veröi er enn*brýnni þörf
en el!a að ná í notadrýgstu tegundirnar.
aukast. Það er kyrstaða. Ekki
vegna þess að áhugann vanti né
viljann. Að eins vegna þess að
menn taka allan heyskap fram
yfir jarðabætur — vegna þess að
þær eru of seinunnar og dýrar,
eins og þær nú eru reknar. — bað
þarf meiri hluta heillar aldar til
að slétta bara þau lún sem nú eru
til, ef þessu fer fram.
Og þetta á þeim tímum er bú-
ast má við verðfalli og vandræð-
um á alla grein.
Aðalstaf Búnaðarfélags íslands
verður á næstu árum að vinna að
því að breyta nýyrkjunni á þann
veg, að hún geti komið í staðinn
fyrir útsköfuheyskapinn. Eftir því
sem bændur sjá sér fært, að hafa
»lágmark heyfengsins« hærra, eftir
því fer jarðræktinni örar fram. En
þar verður margt að taka lil greina
á hverri jörð.
Leiðirnar sem hugsanlegar eru
til þessa, minnist eg lauslega á hér
í blaðinu von bráðar.
Á leiðangri mínurn í þjónustu
Búnaðarfélagsins í sum'ar, tala eg
nánar um það við bændur sjálfa.
Reykjavík 10. júni 1920.
Valtýr Stefánsson.
fjrimastjini jrlanðs.
Fyrir nokkru síðan lagði breska
sljórnin fyrir þingið hið fjórða
frumvarp til laga um heimasljórn
írlands. Þetta frumvarp verður á-
reiðanlega samþykt af þinginu, en
hvort hægt verður að koma þessu
í framkvæmd, er harla óvíst.
Stjórnin leggur til að írlandi
verði skift í tvö löggjafar-umdæmi
og hvort hafi silt þing. þessi skift-
ing er einkar-merkileg, því fált
hefir þjóðunum gengið ver, en að
fallast á þess konar skifting rikis-
ins, meðan þær hafa ekki verið
neyddar til þess af erlendum sigur-
vegurum.
þessi hugmynd er ekki ný á
Englandi, en hún hefir engan byr
fengið, fyr en Norlhelifte lávarður
tók að skrifa um hana í »Times«
í júní í fyrra. Hann sýndi fram á
það, að á þennan hátt væri hægt
að fullnægja kröfum beggja trúar-
flokkanna á írlandi, sem annars
myndu halda áfram hinum áköfu
deilum, sem geisað hafa í landinu
síðan heimastjórnar-hugmyndin
kom fram.
Menn verða að gera sér það
Ijóst, að á írlandi hefir um langan
aldur verið háð trúarbragða-stríð
í gömlum stíl. Þrír fjórðu hlutar
íra tala að eins ensku og þeim
sem írsku tala, fer fækkandi,,þrátt
fyrir öflugar tilraunir til þess, að
halda við hinu gamla máli. Þsð
er ómögulegt að draga nokkra
skýra línu milli hins keltneska og
germanska þjóðernis á írlandi, en
trúarbragðalínan er Ijós og ákveðin.
Þrátt fyrir alla sína harðstjórn
hafa Bretar aldrei reynt að þrengja
að móðurmáli íra, en kirkjuna
kaþólslcu hafa þeir kúgað á allar
lundir. Árangurinn hefir orðið sá,
að írska tungan er að líða undir
lok, en kaþólska kirkjan-hefir slaðið
óhögguð til vorra tíma.
Kaþólska kirkjan hefir um langan
aldur verið máltarstólpinn í bar-
áttu íra gegn kúgun Breta. Hin
gamla setning: »Hvert einasta alt-
ari í kaþólsku kirkjunni er ræðu-
stóll fyrir sjálfstæði írlands« hefir
verið í fullu gildi þangað til á
allra síðustu árum, eins og eg skal
seinna skýra frá.
í stjórnarfrumvarpinu er þvi á-
kvcðið, að í hinum kaþólska hluta
írlands skuli stofnað þing með
128 meðlimum, og í hinum »pró-
testantiska« hluta annað þing með
42 meðlimum. Bæði þingin skulu
kosin til fimm ára með hlutfalls-
kosningum. Bretum er meinilla við
hlutfallskosningar, en þó ætla þeir
að innleiða þær á Irlandi, til þess
að þeir mótmælendur, sem búa í
suðvesturhluta landsins geti fengið
fulllrúa á hinu kaþólska þingi, og
hið sama gildir auðvitað um hina
kaþólsku íbúa i mótmælenda-
héruðunum norðaustantil. Því að
ómögulegt er að draga línuna milli
hinna tveggja löggjafar-uindæma
þannig, að allir kaþólskir menn
væru í öðru, en allir mótmælendur
í hinu.
Tutlugu manna nefnd úr hvoru
þingi á að reyna að koma á fót
samvinnu milli beggja þinganna.
í þessari nefnd á landstjórinn að
veröa formaður.
Löggjafarvaldsvið þinganna verð-
ur líkt og i breskum nýlendum
með sjálfstjórn. hau mega ekki
semja lög er snerta konungdóm-
inn, útnefning landstjórans, slríðs-
sögn, friðarsamninga, utanríkismál,
samninga við önnur lönd, her og
flota, orður og heiðursmerki, mynt,
mál, vog og einkaleyfi, verslunar-
mál utan við löggjafar-umdæmið og
svo að síðustu: lög frá hinum írsku
þingum mega ekki koma í bága
við lög er hið brcska parlament
hefir gefið, og ákveðið að skuli
einnig gilda fyrir írland.
Á írlandi skal vera fullkomið
trúarbragðafrelsi, og má aldrei
skerða það með neinum lögum.
Framkvæmdarvaldið er hjá land-
sljóranum (Lord-Lieutenant), sem
fulltrúa konuugsins. Lög frá þing-
unum þurfa hans undirskrift til
þess að öðlast gildi. Hann útnefnir
ráðuneytin, en verður að taka
ráðherrana meðal þingmanna. —
Fyrst um sinn skulu samskonar
skattalög gilda á írlandi og í Eng-
landi og Skotlaudi. Allir skattar
eru greiddir til Englandsbanka,
síðan er dregin frá upphæð, sem
írland á — hlutfallslega eftir fólks-
fjölda — að greiða til hers og flota
og afborgunar á ríkisskuldum.
Þessi upphæð er ca. 330 miljónir
króna á ári nú sem stendur. —
Hinum tekjunum er svo skift milli
löggjafar-umdæmaírlands.hlutfalls-
lega eftir íbúatöiu og ákveða þingin
þá hvernig þeim skuli varið.
Þessi tilhögun er valin með það
fyrir augum, að reyna að vinna
fylgi hinna kaþólsku íra, því til-
tölulega fær ríkið miklu meiri
tekjur frá mótmælenda-héruðunum,
því þar eru mest auðæfi írlands
saman komin, einkum í borginni
Belfast, sem er að verða ein af
meslu iðnaðarborgum á Brellands-
eyjum. .Það á þannig að nota tals-
vert af skattgjöldum mótmælenda
I þarfir hinna kaþólsku.
Landstjórinn er skipaður af kon-
ungi til sex ára í senn. En breska
stjórnin getur endurkallað liann
hvenær sem henni þóknast. Staða
hans er ekki buudin við trúar-
bragðaskoðanir.
Enn freinur eru sett í lögin ýms
ákvæði til þess, að jafna deilur er
kynnu að koma milli cnsku krún-
nnnar og þinganna írsku.
Ileimastjórnarlögin ganga í gildi
átla mánuðum eftir að þau hafa
verið samþykt í parlamentinu, og
svo skulu írsku þingin koma
saman innan fjögra mánaða frá
þeim tíma.
Eins og menn sjá, er löggjafar-
vald írsku þinganna mjög tak-
markað. Þau mál er snerta her-
varnir og ríkisheildina og öll við-
skifti við önnur riki, eru algerlega
lögð undir breska þingið, og þang-
að eiga írar að senda 42 þing-
menn framvegis.
írland fær líkt stjórnarfyrirkomu-
Iag og hinar svonefndu »sjálfstjórn-
andi« nýlendur Breta, eins og til
dæmis Canada og Ástralía. En
þróuuin hefir gengið í þá átt, að
þessar nýlendur eru orðnar því
nær sjálfstæðar og óháðar Breta-
stjórn. Mætti búast við líkum á-
rangri á írlandi, ef alt gengi til
með friði og spekt, en til þess
eru nú sem stendur heldur daufar
vonir.
Hinn gamli írski Sjálfstæðis-
flokkur (Nationalist Party) klofn-
aði fyrir nokkrum árum, og við
kosningarnar í fyrra unnu binir
kröfuhörðustu af flokksbrotunum
»Sinn Fein« stórkostlegan sigur.
En þeir bönnuðu fulltrúum sín-
um að taka sæti á þingi og hafa
þeir engan þátt tekið í umræðun-
um um heimastjórnarlögin, en þeir
hafa lýst því yfir, að þeir muni á
engan hátt viðurkenna þau, þar
eð þau fullnægi ekki kröfum
þeirra.
»Sinn Fein« á mikið traust að
sækja til Ameríku, þvi að þar búa
margar miljónir íra og ráða miklu,
einkum i borginni New-York, þar
sem hinn alkunni írski wTammany-
hringur« hefir oft ráðið lögum og
lofum. Þessir írsku Ameríkumenn
hafa reynt að gera Bretum alt það
ógagn, er þeir geta. Ög vegna Ame-
ríku er það lífsnauðsyn fyrir Breta
að greiða á einhvern hált úr þess-
uin írsku vandræðamálum.
Sjálfstæðisflokkurinn gamli, er
ekki ánægður með lögin, en ætlar
þó að taka við þeim, þar eð þau
eru spor í áttina til sjálfstjórnar.
En hann á erfitt uppdráttar. Kirkj-
an, sem hefir borið flokkinu uppi
um langan aldur, er að missa vald
sitt yfir liuguin manna og auk
þess er hún ekki samhuga. Nokk-
ur hluti af klerkastéttinni fylgir
»Sinn Fein« að málum.
Mótmælendur eru heldur ekki
ánægðir með heimastjórnarlögin
og sama er að segja um hinn ný-
stofnaða írska verkmannaflokk.
Enda hefir farið svo við meðferð
fruinvarpsins í Parlamentinu, að
énginn irskur þingmaður hefir greitt
atkvæði með því.
Pað eru því lítil líkindi til, að
friður komist á á írlandi, þó þetta
heimasljórnarfrumvarp verði að
lögum. »Sinn Fein« mun alls ekki
vilja ganga að því, og þeir munu
hafa sömu aðferðina og áður. Þeir
kjósa þingmenn, en banna þeim
að mæta á þingi,
Það mun því varla verða mikil
breyting frá því, sem nú er. Her-
mannastjórnin og lögleysið inun
halda áfram. Stjórnin breska hefir
ekki annað upp úr þessu, en að
hún getur þvegið hendur sinar og
sagt við Ameríkumenn og aðrar
þjóðir: »Vér höfum gert alt sem
við gátum til þess, að sættast við
íra og koma þar á friði, en alt
strandaði á fjandskap þeirra og
sutidurlyndi«.
Ástandið á 'írlandi fer alt af
versnandi. Næstum því daglega eru
þar einhver illverk framin af póli-
tískum ástæðum, lögregluþjónar
drepnir, tollstöðvar brendar og
þess konar. »Sinn Fein« hefir al-
gerlega hætt við samningaleiðina,
cn ætlar að kúga Breta með sí-
feldum hermdarverkum, til þess
OrÖasöíriiiii.
Eftir Pórberg Póröarson.
I.
Alþingi síðasta veilti mér 1200
kr. árlega hækkun á styrk þeim,
sem eg hefi notið úr laudssjóði
yfirstandandi fjárhagstímabil, til
þess að safna oiðum og orðasam-
böndum úr íslenzku alþýðumáli.
Mér þykir hlýða að gera nú stutta
grein fyrir starfi því, sem eg hefi
þegar leyst af hendi fyrir styrk
þann, er eg befl haft fjárhagstíma-
bilið sem nú er að líða, nauðsyn-
inni á, að því sé haldið áfram og
hugmyndum mínum um fyrir-
komulag þess í framtíðinni.
II.
Orðasöfnunarstarf mitt hefir
hingað til einkum verið fólgið í
því, að komast í kynni við rnenn
víðs vegar af landinu, sem eru bú-
settir hér í bænum, eða hafa dval-
izt hér um stundarsakir og safna
orðuin af vörum þeirra. Þar að
auki dvaldist eg þó fimm vikna
tírna í fyrra sumar við orðasöfnun
á VTestfjörðum (einkuin ísafirði og
Dýrafirði). En kostnaðarins vegna
varð eg að fara mikils til of fijótt
yfir land til þess, að sú ferð bæri
þann árangur, sem hún hefði getað
borið, ef fjárhagslegu ástæöurnar
hefðu verið rýmri en raun var á.
Nákvæm, tæmandi og kerfisbundin
orðasöfnun er með öllu óhugsandi,
ef safuandinn getur ekki dvalizt í
næði margar vikur eða mánuði í
sama Lbygðarlaginu eða héraðinu
og átt kost á að leita fræðslu hjá
sem flestum.—Einnig hefi eg orð-
tekið Númarímur nijög vandlega,
eftir ósk dr. Bjarnar heitins Bjarna-
sonar. Þannig hefir vinnufarögðum
mínum verið hátlað í meginatrið-
unum hingað til.
Með þessum hætti hefi eg safn-
að samtals, hreinskrifaö á þar til
gerða seðla, ritað við skýringar
eftir því sem föng eru á án frek-
ari samanburðar og raðað eftir
stafrófsröð um 5600 orðum og
orðasamböndum; Þar af eru um
3888 tekin úr mæltu alþýðumáli
ög 1712 úr Númarímum. Megin-
þorri alþýðuorðanna er kynjaður
af Vestfjörðum (ísafjarðarkaupstað,
Súgandafirði, Önundarfirði, Dýra-
firði og Arnarfirði), töluvert úr
Árness-, Rangárvalla- og Austur-
Skaftafellssýslu, og loks drefjar
hingað og þangað annars staðar af
landinu. Aftan við þýðingu hvers
alþýðuorðs hefi eg tilgreint heim-
ilisfang hennar í skammstöfun, og
síðan í júnímánuði 1918 hefi eg
fylgt þeirri reglu að tilgreina nafn
heimildarmanns míns eða heim-
ildarmanna (einnig í skammstöfun)
innan sviga aftan við heimilis-
fang hverrar þýðingar. Yfir þessar
skammstafanir og aðrar, sem fyrir
koma í safninu, hefi eg samið eins
konar spjaldskrá, þar sem skamm-
stafanirnar eru skýrðar og raðað
eftir slafrófsröð, og fylgir skráin
•safninu. Aftan við skýringu hverja
á skammstöfun mannanafna hefi
eg skráð örslutta athugasemd um
uppeldisstað, þáverandi heimili,
stöðu og aldur viðkomandi manns.
Þessar alhugasemdir geta komið
að góðu haldi síðar, þegar unnið
verður úr safninu.
Hreinskrifaður seðill lítur þvi
hér um bil þannig út:
So'IZaCuA'.
-Ír-cáiúJ dcoubi í scudðýt+icufi.
stcfouf dcuudfl jZfizjcdk txj ■
sft/nj. yV'CuC alfr t <yvu*ui, /CA+ifydoesmi
'þofátuZt JtMMÁ, /yiú.
Þess skal getið, að Sigfús Blön-
dahl bókavörður fékk afrit af hér
um bil einum þriðja hluta alþýðu-
orðasafns míns, þ. e. öllum þeim
orðaforða, sem eg hafði hrein-
skrifaðan í janúar 1918.
Eg vænti að ráða megi af skýrslu
þessari, að eg hefi þegar leyst af
hendi allmikið starf, að minsta
lcosti að vöxtum, fyrir styrk þann,
sem eg hefi nolið fjárhagstimabilið,
sem nú er liðið, eigi sízt þegar
þess er gætt, hve orðasöfnun er í
raun réttri vandasamt og seinlegt
verk. Því að þótt eg hafi ekki
hingað til getað geíið mig við
kerfisbundinni orðasöfnun, hefir
þetta starf mitt samt sem áður
verið ærið seinlegt og töluvert
margbrotið. Eg hefi fyrst og fremst
orðið að temja mér að hafa at-
hyglina sívakandi, þar sem nokk-
ur minsta von var um fágæt eða
einkennileg orð, merkingar orða
eða orðasambönd. Eg hefi og orðið
að halda spurnum fyrir um menn,
sem von var um, að gætu látið
einhverja fræðslu í té í þessum
efnum, ná siðan tali af þeim, ef
þes* hefir verið kostur, og spyrja
þá timum og dögum saman spjör-
unum úr. Hvert orð, sem mér hefir
áskotnast, hefi eg venjulega orðið
að skrifa tvisvar sitinum. Fyrst
hefi eg hripað það til bráðabirgðar
í vasabók, gert mér síðan far um
að leita mér frekari fræðslu um
það, hvort orðið sé áreiðanlega til
á þeim stað og lima, sem mér
hafði verið sagt og hvort merking
þess sé rétt túlkuð. Þar að auki
hefi eg leitast við að grafast fyrir
umtak orðsins eða merkingarinnar
bæði í rúmi og tíma, að því leyti
sem þau tilheyra »nútíðar alþýðu-
máli«. Og þótt rannsókn minni á
þessu atriði sé mjög skamt á veg
komið enn þá, dugir ekki að láta