Tíminn - 17.07.1920, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.07.1920, Blaðsíða 2
110 TlMlNN amerísku eru heimskunnir sem bestu og fullkomnustu grammófónar er hugvitsmennirnir hafa getað búið til. Pantið einn slíkan grammófón hjá kaupfélagi yðar eða kaupmanni með nokkrum plötuin og þér munuð undrast hve inikill ánægjuauki það verður fyrir heimili yðar, þeg- ar þetta snildaráhald lætur þar til sín heyra. Samvinnuskólinn. Inntökuskilyrði i skólann hafa áður verið aug- lýst í Tímanum. Inntökupróf verður haldið fyrstu dagana í okló- bermánuði næstkomandi. i Umsóknir verða að vera komnar fyrir lok águst- mánaðar. í fjarveru minni tekur Tryggvi ritstjóri Uórhalisson móti umsóknum og svarar fyrirspurnum viðvíkjandi skólanum. Reykjavík 25. maí 1920. Jónas Jónsson. Rússar láti þá í friði, meðan verið er að leita samninga. Ef Rússar vilja ekki ganga að þessu og vilja halda ófriðnum áfram, þá ætla Bandamenn að veita Pólverjum liðstyrk. — í suðurhlula Rússlands held- ur Wrangel hershöfðingi áfram sókn sinni gegn Bolcheviekum. Sennilega verður sá ófriður þó ekki langvinnur, því Wrangel hefir mjög litlum her á að skipa. — Ýmsar fréttir hafa borist frá ráðstefnunni í Spa, en endanlegar ákvarðanir hafa ekki verið teknar enn, að því er best verður séð. Mikið hefir verið deilt um kola- framlög Pjóðverja. Bandamenn gera svo miklar kröfur um kol, að Þjóðverjar segjast ekki geta látið nema tuttugasta hlula af því. Mitlerand vill láta Frakkland fá veð í kolaframleiðslu Þýskalands og láta Bandamenn skipa fasta kolaeftirlitsnefnd, er hefði aðsetur í Berlin. Seinni fréttir herma að Spafundinum hafi verið frestað um stund vegna ósamlyndis, og mar- skálkarnir Foch og Wilson verið kvaddir þangað. — Hátíðahöldin dönsku á Suður- Jóllandi hafa verið mjög stórfeng- leg. Virðist öll danska þjóðin vera gagnlekin af hrifni yíir því, að hafa nú fengið landa sína heim/ aftur. — í Kína gcysar nú blóðugt borgarastríð. í*að er engin ný- lunda, því síðan keisarastjórninni var hrundið, heíir verið næsta róst- usamt þar í landi. — Evgenia ekkja Napóleons þriðja keisara er nýlátin. Lif henn- ar var harla æfintýralegt og hafa fáar manneskjur reynt meir hverf- lyndi hamingjunnar en hún. Evgenia var fædd 1826 og var af fálækum spönskum aðalsælíum. Hún þólti kvenna fegurst og þegar Napóleon hafði árangurslaust leit- að sér kvonfangs meðal hinna konungbornu ætta í Norðurálfunni, þá tók hann liana fyrir drotningu árið 1856, móti vilja allra ætt- menna sinna. Evgenia var ákafiega glysgjörn, og franska hirðlífið á hennar dögum var frægt um allan heim fyrir skraut og óhóf. Hún fckst einnig við stjórnmál, en ekki þóttu afskifti hennar heppileg fyrir Frakkland. Er alment taíið, að hún hafi átt mikinn þátt í því, að Frakkar fóru í stríðið við Pjóð- verja 1870. Eftir ófarirnar miklu við Scdan í september 1870 var keisaranuin hruudið frá völdum og hún varð að flýja til Englands. Þar dó Napóleon tveim árum síð- ar, en hún lifði efíir í hálfa öld. Þau eignuðust einn son, en hann féll á unga aldri, er hann var i enskri herþjónustu suður í Afriku. — Hin alþekla enska verksiniðja Wickers í Barrow hefir nýlega smiðað loftskip, sem þykir hið mesta furðuverk. Það er gert úr aluminium og er 530 fet að lengd, 70 fet að breidd og 80 að hæð. Það á að gela Ilogið 4000 enskar mílur án þess að lenda, og hrað- inn er 65 mílur á klukkutíma. Það er ætlast til að gangi fastar ferðir milli Englands og Ameríku. — Danir liafa hingað til flutt mest sitt smjöi' til Englands, en nú er markaðurinn þar óðum að minka, því Englendingar fá svo mikið af smjöri frá nýlendum sin- um og það er ódýrara. Hafa því Danir tekið upp þá nýbreylni, að flytja smjör til Ameríku og hefir það hepnast, þó undarlegl sé, þar sem Ameríkumenn framleiða og fiytja út feikna-mikið af smjöri. En danska smjörið er miklu betra og selst þar belur en það innlenda. Sýnir þelta ljóst hinn mikla dugn- að og framtakssemi bændastéttar- innar dönsku. — Frést hefir að friður sé saminn milli Bolchevicka og Lilhauen. Jafnframt eru Pólverjar að yfirgefa þann hlula aí Lithauen, er þeir höfðu lagt undir sig. — Æðsla ráð Alþjóðabandalag- ins hefir nú lekið Álandseyjamáliö til meðferðar. — Stjórnarbylting hefir farið fram í Bolivia. Er slikt ekki sjald- gæft í lýðyeldum Suður-Ameríku. — Dönsk blöð gela þess að vonbrigði séu enn um kolaflutning frá Englandi og frá Þýskalandi fáist engin kol. Eru nú meiri vandræði fyrir dyrum en nokkurn- tíma. Gi'ftssprctta. Mjög misjafnar horfur með grasspretlu. Norður í Eyjafirði er grasspretla með besta móli, bæði á lúnum og engi og sláltur mun þar ahnent byrjaður fyrir nokkru. í Skagafirði er út- litið fast að því eins golt, en í Húnavatnssýslu verra nokkuð. I Borgarfirði cru lún löluvert kalin og byrjar þar sláttur ekki alment fyr en í næstu viku, og hér á Suðurnesjum er kalið viða verra en í liitt eð fyrra og heita túnin vart Ijáberandi enn. inni einfalt og þeirri reglu fylgt, að með ábyrgðinni fylgir valdið óskorað. Vel væri fyrir séð um stjórn hins íslenska þjóðfélags, mætti hið sama skipulag ráða um stjórn þess, væri hið sama ríkjandi um sambúð stjórnar og aldingis, þ. e. meiri hlúta alþingis. Og það er ekki til mikils mælst í rauninni að svo sé, því víða í þingræðis- löndum nálgast það það mjög að sambúðin sé slik milli stjórnar og þingmeirihluta. Fyrsta innlenda sljórnin islenska átti slikri sambúð að fagna við þingið og margt væri nú betur komið hefði sá siður fengið að haldast í aðalatriðum, að valdið væri hjá stjórninni, meðan hún sæti, en eftirlitið hjá þinginu. Pað er skrípamynd af þingræð- inu, það ástand s*m nú ríkir, að þingfð láti stjórnina hanga við völd, en leyfi henni svo ekki að ráða neinu, láti ekki standa eftir stein yfir steini af tillögum hennar. — Meðan svo er búum við við hálf- velgju og stefnuleysi um stjórn lancfsins, framkvæmdaleysi og ótal möguleika fyr einstaklinga að skara eld að sinni köku á kostnað al- menningsheillar. Ráðið við þessari meinsemd er ekki til nema eitt. Slerkur meiri hluti kjósenda, með ákveðinni slefnuskrá.sem sendir ein- dreginn og samstæðau meiri hluta inn í þingið, þann er gelur og vill skipa slerka sljórn og afsala i hendur hennar því valdi, sem þingið nú fer með, í beinu trássi við anda þingræðis-skipulagsins. Sá kraftur getur ekki komið nema úr einni átt. Það er ekki lil nema ein nógu styrk og nógu heilbrigð stofnun i landinu til þess að leggja hann til. Það eru sam- vinnufélögin. Með pólitiskum sam- tökum samvinnumannanna á ís- landi, á grundvelli samvinnunnar, nAin sá meiri hluti myndast. Þá mun andi aðal-fundar Sambands- ins llylja inn í alþingi. Þá er von um að fá heilbrigða, stefnuíasta, framsækna og sljTka stjórn land- inu til handa. Tíminn sér snga von til þess aðra. tfrá iitlöiicluin. Rússar hafa unnið mikla sigra yfir Pólverjum nýlega og sótl fast frarn. Pólverjar hafa beðið Banda- menn hjálpaf en fengið daufa á- heyrn. Loksins hafa þó Bandamenn lagl það til, að ófriðnum sé hætt þegar í slað. Pólverjar dragi sig til baka inn yfir landamærin, en ^mágreinar úl’ bréfam frá Jónt Jónsstjni frá Slcðbrjót. VI. l'jóðernisvavnirnar í nýju stjórn* arskránni. • Mig langar að segja fáein orð um þjóðernisvarnir þær er íslenska þjóðirt hefir nú lögleitt með stjórn- arskránni nýju, geri það þó með hálfum hug, því ekkert vildi eg það sagl hafa, er aukið gæti kala milli Austur- og Vestur-íslendinga, því málið mun viðkvæmt vera á báðar hliðar. En ekki ætti það að valda ó- vináttu, þó báðir hlutaðeigendur segðu skoðun sina um þetta mál rneð sæmilegum orðum, því hvað sem um það er sagl, hvort V,- ísíéndipgar hafi þjóðlegan réll lil að ræða málefni íslands, þá mun enginn neita þeim um rétt til að ræða þelta mál, því það snertir þá beinlínis. Ekki er hægl að neita því, að meðal íslendinga veslan hafs eru ýmsir meiin, scm hafa iöngun til að flylja heim, ahnent er það lík- lega ckki, en þá skorlir þrek til að rífa sig upp frá sæmilega góð- um áslæðum, og það hamlar lika að endurminningar um ýmsa erfið- Jeika frá fyrri árum heima draga úr þeim kjark, ekki síst þeim, og þeir eru býsna margir, sem ekki gera sér þess fulla grein hve mikil breyting er orðin á atvinnuvegum heima síðan þeir flultu veslur. Ekki er því að neita, að 5 ára búsetuskilyrðið, fyrir fullum borg- ararétti, í stjórnarskránni nýrju, var löðrungur á vanga þeirra er heimfýsi hafði hreyft sér hjá. Vestur-íslendingum fanst það ljóst vitni um það, að íslendingum heima væru Vestur-íslendingar engu kærari innflyléndur en annara þjóða menn. Eg ætla að nefna að eins eilt dæmi þess, þó mörg mætti telja. Eg átti tal um Þetta efQÍ við bónda nokkurn, góðan og greindan íslending, sem komist hefir hér í all-góð efni, en alt af alið þá þrá i brjósli, að flytja hcim aftur. Orðréll unimæli lians við mig, þegar hann heyrði um 5 ára skilyrðið fyrir borgararélti á íslandi voru þessi: »Eg var að húgsa um að hætla heimförinni, þegar eg sá þetta skilyrði, mér fanst það svo óvinsamlegt í garð okkar Veslur-íslendinga«. En heimþráin var slerkari. Nú cr hann að reyua að sclja iand silt og lausafé, og hyggur á heim- ferð, ef það tekst. En trúað gæti eg því, ef lionum auðnast að kom- ast heim, og hann finnur margt, sern andar cins kalt og 5 ára skilyrðið, i garð þeirra heimkomnu, að hann hikaði lítt við að snúa aftur veslur um haf. Þess verður vel að gæta, að V.-Íslendingar eru orðnir svo vanir skarpri hlultöku í almennum málum, að þeim mun flestum finnasl sér misboðið, ef þeir verða að silja hjá og mega ekki greiða atkvæði við kosningar sem fyrir kynnu að koma fyrslu 5 árin þeirra heima, þó þeir hafi alla sömu kosti og þekkingu, eins og mcnn liafa almenl heima til að dæma uin mál þau er kosn- ingu ráða. En eg býsl við þið heima svarið þvl: »Við gátum ekki haft þetta ákvæði öðru vísi, því allir sem inn í landið ílylja verða að hafa jafnrélti, og 5 ára búsetu-skilyrðið vildum við hafa«. Svarið hjá okkur hér veslra mundi verða eillhvað á þessa leið: »Það var af því þið trúðuð á 5 ára búselu-skilyrðið, sem elnu þjóðernisvörnina. En á hinu höfðuð þið enga trú, sem reynslan hefir sýut í öllum lönduin, að besla þjóðernisvörnin er að innflytjand- inn tali og skilji mál þjóðarinnar, og þekki sæmilega hagi f hennar, og það skilyrði mundu Vestur- íslendingar hafa getað uppfylt«. Þella þjóðernismál hefir valdið miklum umræðum hjá Canada- þjóðinni, sem eins og kunnugt er hefir ýmsa ólíka þjóðflokka innan sinna þjóðlegu vébanda, og nú á siðustu tímum hefir það leilt til þess, að viss flokkur manna hér hefir amast við ýmsum þjóðflokk- um hér og viljað gera þeim erfið- ara um kosningarétt, og það hefir komið hjá þessum mönnum ber- lega í ljós, að orðið útlendingur (foreigner) er notað sem lítilsvirð- ingarnafn, um þá, sem ekki eru af breskum ættum. En af öllum þeim deilum, sem um þelta hafa orðið, hefir sú sannfæring sprottið bæði hjá þeim sem eru andmæl- endur og meðmælendur útlendinga að þckking og kunnáttu á málinu, og þar af leiðandi þekking á hög- um lands og lýðs, og nánari kynni og samband við innfædda menn væri eina ráðið til að gera úl- lendinga að góðum Canada-borg- urum, og mynda hér canadiskl þjóðerni. í blaði, sem ný-komið er út hér hefir einn merkur þjéðmálamaður bent á það, sem besta veg til þjóðernis-eflingar, að leggja alt kaþp á, að koma upp scm bestri alþýðu-kennaraslétl, svo börn út- lendinga ællu hér sem bestan kost á góðri fræðslu, og þekking á hög- um lands og lýðs, því það væri eini áreiðanlegi vegurinn til að skapa þjóðernis-tilfinning á æsku- lýðnum. Hér er 3 ára búsetuskil- Frá Eyrarbakka. Ej'rarbakka 4. júlí 1920. Timi góður! Eg sendi þér í vor ádrepu um atburði nokkra, er gerðust hér á Bakkanum. (Sjá Timann 10. apríl þ. á.). Eg þykist liafa orðið þess var, að fréttir þær hafi vakið eftir- tekt lesenda þinna. Má því vera, að þér og þeiin sé forvitni á að vita einhverja grein þeirra tíðinda, er gerst hafa hér á síðustu tímum, og þá einkum í sambandi við það, er fyr ritaði eg um. Þar er þá til að taka, sem fyr var frá horfið, að hið göfuga og hávelborna yfirvald vort Árnesinga hefir enn ekki tekið fyrir kærur skólanefndar Eyrarbakkaskólahér- aðs um skemdir í Barnaskólahús- inu, þær er eg skýrði frá i vor. Þykir nú hafa ræst sá grunur, að ráðið hafi verið að stinga því máli undir stól. Sýslumaðurinn hefir enga tilraun gert til að þvo hend- ur sinar eða réttlæta sig i þessu máli, enda mundi þurfa meiri bur- geis til að láta slíka tilraun hepn- ast. Iívað hann hafa lekið það ráðið, er slíkum mönnum er hag- kvæmasl, er þeir komasl í bobba: að gera sem minst úr öllu saman. Af atburðum, sem gerst hafa hér og þýðingu hafa, má fyrst nefna slofnun Ungmennafélags Eyrarbakka. Það var slofnað 5. maí vor og telur nú 48 félaga. Gekk félagið þegar í samband U. M. F. í., og hefir því sömu skuld- hindingu og svipuð lög og önnur U. M. F. Á fyrsla fundi sínum ákvað fé- lagið að koma á námsskeiði í sundi og öðrum íþrótlum hér á Bakk- anum, nú í vor. Sundkcnsla hefir ekki farið fram hér um langan aldur, og afar-fátl um synda menn. Sjá þó margir, að svo má ekki ganga til, og varð mönnum það einkum ljósl, er það hörmulega slys vildi til í vetur, að tveir efn- ismenn druknuðu hér inni á lónum. — U. M. F. E. var félaust, svo sem gefur að skilja, þar sem það er nýgræðingur. Varð það því að vera sér úli um styrk úr cinhverri átl. Sneri félagssljórnin sér fyrst lil sýslufundar Árnessýslu og bað um styrk til námsskeiðsins, og svo meðmæli sýslunefndar með því, að til þess fengist rikissjóðsstyrkur af fé því, er veilt er lil sundkenslu. Gerði stjórnin sér að visu litlar vonir um að sækja gull í greipar sýslunefndar, því að hún er kunn að þröngsýni og hefir auk þess úr litlu að moða; en meðmælin taldi yrði fyrir borgararétti, og lel eg þar lítinn inun hvort árin eru 5 eða 3. Eg lief benl á þelta, sem reynslu Canada-þjóðarinnar, sem Ilestum þjóðum framar hefir reynslu í innflutningsmálum, og væri vel að íslendingar tækju það til athugun- ar og reyndu, hvort þeir komast ekki á þá skoðun, þegar þeir al- huguðu betur, að þekking á is- lenskri tungu og góð alþýðufræðsla mundi vera ekki einungis sú besla, heldur eina þjóðernisvörnin á ís- landi. Það er öllum ljóst, að þessar svokölluðu þjóðernisvarnir eru til þess gerðar, að ekki hafi aðrir áhrif með atkvæði sínu á hag lands og lýðs, en þeir sem geti samlagast þjóðinni, kunni inál hcnnar og þekki hag og horfur hjá þjóðinni. Hefði sú skoðun verið jafn-vakandi bjá öllum, sem að endurskoðun stjórnarskrárinnar unnu, að þekking á málinu og þjóðarhögum væri besta þjóðernis- vörnin, þá sýnisl hefði verið auð- velt að hjálpa því við, að mál- þekkingin hefði ráðið, jafnvel þó 5 ára ákvæðið hefði verið látið standa þeim lil huggunar sem á það trúa, hefði það ákvæði verið sett, að þeir sem skildu og töluðu íslenska tungu fengju borgararélt eftir eilt ár. En aðrir ekki fyrr

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.