Tíminn - 31.07.1920, Blaðsíða 2

Tíminn - 31.07.1920, Blaðsíða 2
118 Strandvarnir og stjórnlandsins eftir Sígurð Sigurðsson, frá Arnarholti. í tultugu ár heíir hin íslenska sjómannastétt hrópað á strandvarn- ir, á mannfundum og i blöðú'num. Tvö þing samfleytt hafa skorað á stjórnina, jafnvel skipað henni að hefjast handa í máli þessu. Hvað skeður? Ekkert, ekki neitt af landstjórnarinnar hálfu — eins og vant er, þegar um eitthvað er að ræða, sem byggi eitthvað upp á landi voru. Aftur á móti verður hún við hverju einasta andvarpi, smáu og stóru, sem heyrist í þá átt, að stofna nefndir, meira og minna gagnslausar og sumar verri, en þaö — en kosta mikið fé; sá fjáraust- ur er svo sjálfsagður, því að hann losar stjórnina bæði við störf og ábyrgð. Samt sem áður skeður þó, svo að segja í kyrþey, mjög þýðingar- mikill þáltur í sögu strandvarnar- máls íslands. Vestmannaeyingar, sem á smá- um, en fengsælum vélbátum sækja á hin ríkustu, en hættulegustu fiski- mið landsins og missa því á hverri vertíð duglega og dýrmæta menn, stofna Björgunarfélag. Þeir sjá fljótt, að svo vel sé, þarf skipið að vera traust og vand- að og leggjandi í hvern sjó fyrir opnu Atlantshaíi þ. e. a. s. skipið verður dýrt og útgerðin einnig. því þá ekki að sameina björg- unarstarfið við strandvarnarstarf — sami sjór, sömu mið, sama skip? Og hvert myndu þeir snúa sér, ef t. d. ríkið héldi úti strandvarn- arskipi við suðurströndina og bát vantaði? Hver myndi beðinn að leita? Vitanlega strandvarnarskipið — enda væri það skyldugt til þess, siðferðislega og að lögum. þeir kaupa því skipið »þór«, sem svo mikið heíir verið ritað um í blöðin, fyrir ea. 300 þús. krónur. Privatmenu leggja fram 210 þús. krónur, ríkissjóður 90 þús. krónur — einmitt í þetta tiltekna skip Pór þ. e. a. s. með þessu hefir landsstjórnin viðurkent skipið gott og gilt; annars hafði hún ekki heimild til að útborga féð! Að minsta kosti vissu allir læsir menn og landsstjórnin einnig, að þegar síðara tillag ríkissjóðs, 50 þús. kr., var útborgað, var skip- inu ætlað að annast landhelgis- varnir, það var marg útskýrt í blöðum og sagt á þingi. Skipið er golt, mjög gott skip, Skattiiögsr á sjivar- útveg og ianöbúnað. Eftir Pál Jónssou í Einarsnesi. I. Pví hefir þráfaldlega verið haldið fram af ýmsum málsmetandi mönn- um þessa lands, að sjávarútvegur- inn sé beittur misrétti af hálfu löggjafarvaldsins í skattskyldu til almenningsþarfa samanborið við aðra atvinnuvegi landsins, einkum landbúnaðinn. Pví til sönnunar hefir ekki verið færð önnur ástæða en sú, að fyrst lengi vel hafi sjávarútvegurinn einn borið útflutningsgjald af afurðum sínum, en landbúnaðurinn ekki, en síðan útflulningsgjald haíi verið lagt á landbúnaðarafurðir, sé það mikið lægra að tiltölu og nemi ekki nema litlum lilula af útfluln- ingsgjaldi sjávarafurðanna. Tildrögin til þessa misskilnings eru þau, að Hagstofa íslands hefir í hverjum árgangi Hagtiðindanna gerl samanburð á útílutningsgjaldi af landbúnaðarafurðum og sjávar- afurðum. Þennan samanburð hafa svo dagblöðin skoðað sem rélt- átan mæiikvarða fyrir því, hvernig _____TIMINN _________ „Sonora“-sraiiöíönarnir amerísku eru heimskunnir sem bestu og fullkomnustu grammófónar er hugvitsmennirnir hafa getað búið til. Pantið einn slíkan grammófón hjá kaupfélagi yðar eða kaupmanni með nokkrum plötum og þér munuð undrast hve mikill ánægjuauki það verður fyrir heimili yðar, þeg- ar þetta snildaráhald lætur þar til sín heyra. nægilegt sem eftirlitsskip á tak- mörkuðu svæði og það sem nú í bili skiftir mestu máli, i fálæktinni og vandræðunum — ekki svo dýrt í rekstri, að ríkissjóði sé um megn. íslendingar gátu því ekki á ó- dýrari hátt lært að sjá um og framkvæma strandvarnir, en ein- mitt með því að styðja skipið. Og eftirtektavert er það, hve margir tala eins og millíonerar þegar rætt er um kröfurnar til slíks skips — en þegar á að fara að borga, þykist enginn eiga neitt, eða geta neitt af mörkum látið, nema Vestmannaeyingar og fáeinir vinir þeirra í Reykjavík. í*á er það eftirtektavert hve sumir líta á starfsemi slíks skips — sem hernað. Rað stafar frá að- ferð dönsku eftirlitsskipanna; það hefir æfinlega verið hernaður; að- ferðin sú, að sitja . að sumbli í Reykjavík yfirleitt allan tímann og fara svo sér til skemtunar og til- breytingar eina og eina lierferð austur með söndum, elta uppi nokkra landhelgisbrjóta, helst með fallbyssuskotum og koma svo eins og sigurvegari til -Reykjavikur og láta nú Bretann og Pjóðverjann finna óspart til hervaldsins danska á sjónum! Hilt, að vernda miðin, að sveima þar sem aílavonin er rnest í land- helgi, svo að íslands eigin börn geti sest þar að borðum og matast við sitt eigið matborð — um það er ekkert hugsað. — Nú nú, Vestmannaeyingarnir fá, eftir mikla erfiðismuni og til- kostnað skipið heim eftir 13 daga stórviðri á hafinu. Fórust þá skip frá Færeyjum og íslandi. Síðan halda þeir úti skipinu til vertíðarloka, alt á eigin kostnað. Skipið reynist hið besla og skip- stjórn í ágætasta lagi. Landhelgin friðuð á löngu og lang verðmætasta svæði fyrir allri suðurströnd íslands og veiði miklu meiri en nokkru sinni áður í manna minnum. Stjórn félagsins fer svo til Reykja- víkur, að semja við landsstjórn um leigu á skipinu eða styrk, með sjálft skipið til sýnis; nú var tæki- færi fyrir stjórnina, að hlýðnast skipunum þingsins og það á þann ódýrasta hátt sem hugsast gat, en þó mjög sómasamlegan; því ein- mitt þetta skip höfðu Danir brúkað sem eftirlitsskip hin síðustu 4 árin I Nei, svarar stjórnin, við viljum ekkert hafa með skipið að gera í Garðsjóinn, Faxaflóa, fyrir vestan eða norðan, þ. e. þar sem stjórn BjörgunarfélagsVestmannaeyjavissi að var hin mesta nauðsyn á eftirlits- skipi — — en þegar kemur fram löggjafarvaldið skattleggi þessa tvo aðalatvinnuvegi þjóðarinnar og hafa notað liann sem átyllu til að rök- styðja og þar með útbréiða þá skoðun, að sjávarútvegurinn sé látinn bera ósanngjarnlega há gjöld í rikissjóð. En með því hafa dag- blöðin stofnað til ástæðulausrar úlfúðar milli sjómanna og sveita- mánna, úlfúðar, sem virðist hafa magnast talsvert í seinni tíð og því væri þörf á að eyða með því að grafa fyrir rætur málsins. Rað lætur hátt í eyrum manna, að útflutningsgjald af sjávarafurð- um hafi verið 20 sinnum hærra en af landbúnaðarafurðum árið 1916, enda hljóðar það á blaða- máli þannig, að sjávarútvegurinn beri »öll« landssjóðsgjöldin, en landbúnaðurinn »ekki neitt«. En þar sem þetta er að minni hyggju sprottið af skilningslausum samanburði útflutnings-gjaldanna, vil eg fara nokkrum orðum um málið í heiJd sinni i þeim tilgangi að reyna að fá þá menn, er um þelta rita eftirleiðis, til þess að nota þanrr samanburð með meiri varúð, en oft hefir átt sér stað að undanförnu. Á 12 ára límabilinu frá 1904— 1915 hafa öll gjöld í ríkissjóð numið um 22 miljónum króna. Af þeim hefir rúm 1 milj. króna eða hér um bil lultugasti partur á sildveiðitímann verður stjórnin fús á að leigja skipið, að öðru jöfnu! Þessi orð staðfestir landsstjórnin svo í brófi 16. april þ. á. Já, svo vesæl og aumingjaleg er landsstjórnin, að hún vill ekki einu sinni gera það, sem ekkert kostaði, að »autorisera« eða Iög- helga skipið og skipstjóra, sem einn allra íslendinga hefir einmitt alveg sérstaka þekkingu og æfingu í stjórn slíks skips. Rétt er það að »Þór« er ekki fullkomið skip til strandvarna en það er, borið saman við fólksfjöld- ann i landinu og fjárhag ríkissjóðs- ins, að öllu leyti frambærilegt og sómasamlegt, og vitanlega miklu fullkomnara til þess takmarkaða starfs sem því var og er ætlað, en Fálkinn til þess, sem honum er ætlað. Nú er í skjóli þessa loforðs farið að mála skipið, gera að því, undir- búa það undir starfið að öllu leyti, nýlt varaaxel og varaskrúfa selt á það, alt á kostnað Vestmannaey- inga jafnt og þétt. Svo kemur að því að síldveiði- tíminn fer í hönd. Þá reynir stjórn Björgunarfélags Vestmannaeyinga enn á ný að semja við landsstjórn- ina og nýtur þar aðstoðar hr. framkvæmdastjóra Emil Nielsens, senr með óþreytandi elju og ein- stökum verklegum hyggindum hefir verið félaginu hjálparhella um alla tíð; hann sá það sem sé þegar í byrjun allra manna best að hér var verið að »byggja upp«, hér var á ferðinni eitthvað í ætt við Eimskipafélag íslands. Nú kemur í lokin hið öldungis óheyrilega af hendi forsætisráð- herra Jóns Magnússonar; þvert ofan í munnleg og skrifleg loforð fær stjórn Björgunarfélagsins eitt sparkið enn; »Þór« liggur í aðgerða- leysi fram á næstu vertíð, engum til gagns en Vestmannaeyingum til mikils kostnaðar. Nú hefir það verið útskýrt fyrir landsstjórninni á óhrekjandi hátt (5°/o) verið beinir skattar, svo sem ábúðar og lausafjárskattur, húsa- skattur og tekjuskattur. Hinir 19 tuttugustu partar eða 95°/0 af tekj- um ríkissjóðs hafa verið allskonar óbeinir skattar og af þeim hefir gjald af útfluttum afurðum verið einn liðurinn. Hefir það numið 2 miljónum króna á þessu tímabili eða V u af öllum tekjum ríkis- sjóðsins. Nú á stríðsárunum hefir útflutn- ingsgjaldið hækkað eins og öll önnur gjöld, en hlutfallið milli þess og annara gjalda í ríkissjóð hefir ekki breyst meira en það, að í fjárlögunum fyrir árin 1920 —1921 er það áætlað */» af öllum tekjunum. Af þeim níunda hluta verður nokkuð greitt fyrir útfluttar landbúnaðarafurðir, svo að útflutn- ingsgjaldið af sjávarafurðunum virðisl nokkurnvegin standa í stað í hlutfalli við önnur gjöld. Útílutniogsgjaldið hvílir að vísu að langmestu leyti á útfluttum sjávarafurðum, en minst á land- búnaðarafurðum, en þar sem það nemur, ekki nema hér um bil tí- unda hlutanum af öllum tekjum ríkissjóðsins, ætti það þegar að liggja í augum uppi, að það er hreinasta fjarstæða, að slíta það úr sambandi við hina °/io hlutana af tekjunum, heldur verður það að skoðast sem liður í margbrolnu að rikissjóður sparar mikið fé með því að nota »Þór« til eftirlits um síldveiðitímann, fremur en þessa 2 mótorbáta sem um hefir verið að ræða; að því ógleymdu, að skipið er svo miklu betra og skip- stjórn sömuleiðis miklu betri en rikisstjórnin á kost á að fá annars- staðar, nú sem stendur. Víst er um það, að þessi fram- koma landsstjórnarinnar er eins og sniðin til þess að afstýra því, að einslakir borgarar þjóðfélagsins hlaupi framvegis undir bagga með hinu opinbera, þegar á liggur og er það illa farið. Það er ein hlið á þessu máli, sem ekki hefir enn þá verið gerð að umræðuefni opinberlega í rit- smiðum um þetta fyrirtæki. Sú hlið snýr að hinni íslensku botnvörpungaútgerð. Allmargir útgerðarmenn hafa skilið þelta fyrirtæki Vestmanna- eyinga á réttan hátt og stutt það með fjárframlðgum og hollum ráð- um. Þeir vita það, að með lögum skal land byggja og að þeir skip- stjórar, sem ekki geta fiskað á hinurn ágætu íslensku skipum á löglegan hátt þ. e. a. s. fyrir utan landhelgina, hljóta hvort sem er smált og smátt að detla úr sög- unni. Þessir velviljuðu og hyggnu menn hafa meir að segja komið fram með þá uppástungu, að kosta sjálfir lækni á skipið, með það fyrir augum, að ef slys bæri að höndum á íslenskum botnvörp- ung (en þau eru daglegt brauð) ekki fjær björgunar og strandvarn- arskipinu en svo, að senda megi því loftslreyti og biðja það að koma til móts við skipið þar sem slysið vildi til og taka við hinum slasaða manni og færa á sjúkra- húsið í Vestmannaeyjum. Þelta er mjög viturleg uppástunga hvort sem hún er skoðuð frá fjárhagslegu eða mannúðar sjónar- miði. /— En þó er ekki því að neita, að í flokki íslenskra trollaraútgerð- armanna eru nokkrir menn sem skattakerfi, sem ekki er hægt að meta nema i sambandi við aðra liði þess, því að hina °/“ lilutana verður þó þjóðin líka að greiða og auðvilað leggjasl þau gjöld líka að langmeslu leyti einmitt á þessa sömu tvo aðal-atvinnuvegi þjóðar- innar, sem sé beinir skattar, en önnur sem óbeinar álögur í tollurn eða eftir öðrum enn flóknari króka- leiðum. Síðan lögin um útflutning af sjávarafurðum fyrst voru samþykt á alþingi árið 1881 hafa mjög miklar breytingar orðið í landinu. Áður hafði hið svokallaða spítala- gjald af veiddum fiski hvílt á sjávarútveginum, en það þótti ó- vinsælt og greiddist illa og var því þess vegna breytt í útflutnings- gjald, svo að auðveldara yrði að heimta það inn og jafnframt var það hækkað lalsvert til þess að afla landinu tekna. Þá voru fiskveiðarnar mest stund- aðar af sjávarbændum við strend- ur Iandsins, en sveitamenn stund- uðu þá einnig sjóinn haust- og vorvertíðir, og skiftist því þetta gjald nokkuð á sjó og sveitir. Á seinni árum hefir þungamiðja sjávarútvegsins ílust til kaupstað- anna, en við það hefir útflutnings- gjaldið lagst á tiltölulega færri menn en áður, og það er annað alriðið auk gjaldhæðarinnar, sem valdið frá fyrstu byrjun hafa hatað þetla fyrirtæki og bak við tjöldin róið öllum árum að því, að eyðileggja þennan fyrsta vísi íslendinga til eftirlits á hafinu umhverfis strendur landsins, sem samtímis gæti bygt upp svo margt golt og þarflegt, ef landsstjórnin vildi viuna af góðum liug með þinginu og Björgunarfé- lagi Ves’.uiannaeyja. Það eru svo margar hliðar á þessu máli, það er inannúðarmálefni, það hefir milda fjárhagslega þýðingu, og það stefnir i sjálfstæðisáttina; hér er engu að tapa, en alt að viuna. Það er ekki einleikið hve lands- stjórnin gerir sér sérstakt far um að hundsa þelta fyrirtæki eða skipið »Þór«; það er þegar komin dálílil reynsla um skipið sjálft og stjórn þess; um þefta eru ekki skiftar skoðanir meðal þeirra, sem hafa verið áhorfendur og aðnjót- andi að starfi skipsins; allir eru harðánægðir. Tilvera skipsins í landhelginni við suðurströndina reyndist nóg til þess að friða sjóinn á löngu svæði þótt engar fallbyssur væru á skip- inu og hraði þess lítilsháttar minni en Fálkans. Þelta höfðu margir mætir menn aðrir en Vestmanna- eyingar tækifæri til að sjá með eigin augum. Leyfi eg mér að nefna þeirra á meðal jafn athugulan og duglegan mann sem herra landssímastjóra Forberg. Hann kom hingað til þess að starfa persónulega að viðgerð sæsímans, sem var mjög erfitt og hættulegt verk. Hann var hér 8—10 daga og bjó einmitt í skipinu »Þór«, lauk hann miklu lofsorði bæði á skipið og yfirmenn þess og tók það sérstaklega fram: »at Skibets blotte Tilværelse« hér á miðunum væri sýnilegur, stór ávinningur. Enn vil eg benda á það að stjórn og rekstur ámóta skips og »Þór« er, mundi reynast margfalt dýrari í höndum landsstjórnarinnar en Björgunarfélagsins — sem starfar endurgjaldslaust. Það hefir verið gert mikið lil þess að halda Mð bæði hér í Eyjum og annarsstaðar einmitt um þetta sérstaka niálefni, en þar eð svo virðist sem sljórnin ætli nú að gefa Björgunarfélagi Vestmannaeyja »Naadestödet« eða rothöggið, er ekki nema rétlmælt nú i lokin, því þessi ritsmíð mun ef til vill síðar verða skoðuð sem líkræðan yfir félaginu, að nefna þá menn sem duglegast hafa gengið fram í því að skaða félagið, gera lítið úr þvi; fara um það háðulegum orð- um og svíkja það; Gísli J. Johnsen kaupmaður og Hjalti Jónsson fyrverandi þingbiðill Vestmanna- hefir óánægju. En jafnframt þess- um breytingum á atvinnurekstri okkar, hefir skattalöggjöfin einnig tekið breytingum og færst að ýmsu leyti út yfir þau mörk, er henni voru sett í upphafi. Þess vegna dugar ekki að einblína á úíflutn- ingsgjaldið, heldur verður að athuga aðra skatta jafnframt, svo að hægt sé að átla sig á, hvort hinir ýTmsu tekjuliðir ríkisins jafni ekki mis- fellurnar hver á öðrum. Það er því réttast að lítá á fjár- Iög, reikninga og skýrslur lands- ins eitthvert eitt árið, sem næst okkur liggur, því að ógjörningur er að grafa í fjármálum margra ára. Vel eg til þess árið 1016, því að yngstu verslunarskýrslur Hag- slofunnar, sem út eru komnar, þegar þella er rilað, eru frá því ári. Fyrsti lekjuliður landsins er á- búðar og lausafjárskalturinn. Hann var í fjárlögunum fyrir árið 1916 áællaður 54 þús. kr., en varð í reyndinni 96 þus. kr. Skatturinn var lagður á árið 1877 með lögum um skatt á ábúð og afnot jarða og af lausafé. Skattur þessi er því bæði fasteignaskattur og lausa- fjárskattur, og er hann greiddur eftir verðlagsskrá. Hefir hann þvi hækkað af sjálfu sér undanfarin ár, eftir því sem innlenda varan hefir hækkað í verði, án þess að gripa haíi þurft til nýrra lagaboða, /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.