Tíminn - 31.07.1920, Blaðsíða 4

Tíminn - 31.07.1920, Blaðsíða 4
120 TlMINN H. í. S. Höfum ávalt fyrirliggjandi ágætar amerískar „POLARINB“-smurning,solíur: Damp-Cylinderolíu (fyrir yíirhitun), Mótor-Cylinderolíu I, Cylinderolíu og Lagerolíu. B E Z í 66/68° beaumé. Steinolíuofnana »Perfection« og ,»Rayo« borðlampa. Kveiki, lampakúppla og lampaglös. Biðjið ávalt um til notkunar innanhúss: steinolíuna » S Ó L A R L J Ó S «. til notkunar á mótora: steinolíuna » Ó ÐIN N «• Hið íslenzka steinolíuhlutaíélng'. Sími 314. laginu — og samtímis Stjórnar- ráðinu — skeyti frá hreppsnefnd- um úr hreppum milli Mýrdals- og Skeiðarársands, þar sem þær biðja um hjálp, og lýsa ástandinu þann- ig, að alhaglaust sé fyrir allan fénað, bændur geti ekki slátrað sökum salt- og tunnuleysis, en voði fyrir dyrum vegna fóður- skorts ef allur fénaður eigi að tak- ast á gjöf svo snemma. Réði lands- stjórnin þá björgunarskipið »Geir« til að fara austur með söndum og réyna á einhvern hátt að koma þar á land þeim vörum, er brýn- ust nauðsyn bar til. Lagði fram- kvæmdarstjóri Sláturfélagsins þá fram 400 nýjar kjöttunnur og 12 smálestir af salti ásamt nokkru af nauðsynlegustu slátrunartækjum, er nam að upphæð kr. 9660,00 og sendi austur — án nokkurrar tryggingar fyrir greiðslu — er fyr- ir áræði og atorku skipstjórans á »Geir« tókst að fleyta, að mestu leyti óskemdu, á land, gegnum brimgarðinn, og leggjum vér það undir dóm bœndanna í Skaftafells- sýslu — sem í raun og veru vissu hvað Kötlugosið var — hvort nokkur önnur hjálp hafi orðið þeim notadrýgri en þessi. Á aðalfundi félagsins hinn 26. júlí 1919 ákvað stjórn þess síðan að gefa til Skaftfellinga kr. 6000,00. Var það nokkru hærri upphæð en sú, er Búnaðarfélag íslands hafði mælst til að sláturfélög, kaupfélög og kaupmenn legðu til Kötlusam- skotanna, og var eðlilega svo til ætlast, að sá hluti hinna áður sendu vara, er ekki yrði greiddur, gengi upp í þessa upphæð, Hinn 20. apríl s.I. hafði Slátur- félagið fengið endurgreitt upp í andvirði varanna kr. 5256,00 en eftir stóðu þá kr. 4404,00. Þar af voru, samkvæmt skýrslu frá út- hlutunarmönnum eystra, væntan- legar kr. 2126,98, en 2277,02 höfðu algerlega gengið í súginn á leið til lands og á annan hátt og voru þar af leiðandi óinnkallanlegar. Fórum vér þá þsss á leit við sýslurnann G. Sv. að hann tæki við tillagi voru á þann hátt, að vér greiddum kr. 4404,00 með kviltun fyrir hinni ógreiddu skuld og kr. 1596,00 í peningum, en á þann hátt neitaði hann algerlega að taka á móti tillaginu. Tókum vér þá það ráð, aö láta það sem vist var af skuldinni standa áfram ó- greitt, en greiddum sýslumanni kr. 2277,02 með kvittun fyrir þeim vörum, er vér höfðum engin skil fengið fyrir, en 3722,98 í pening- um, og búumst vér við, að almenn- ingur í Skaftafellssýslu telji þeim rúinum 2 þús. kr., er gengu í súg- inn við það, að þeir fengu saltið og tunnurnar, ekki ver varið en sumu því fé, er til úthlutunar kom í handbæru fé, nærri hálfu öðru ári eftir gosið. Fyrstu greiðsluna upp í umgetna ‘vöruskuld Skaftfellinga fengum vér í júnímánaðarlok 1919 og hinar smátt og smátt fram til 20. apríl s.l. Öll skuldin stóð þannig vaxta- laus í rúma 8 mánuði og mikill hluti hennar nærfelt eitt og hálft ár, og mætti því telja vextina sem umframgreiðslu. Fyrir bændur á eldstöðvunum tókum vér einnig sláturfjárafurðir til sölu fyrir rúm 20 þúsund kr. og greiddum andvirði þeirra jafn- óðum og þær seldust án egris frá- dráttar fyrir ómak vort, og þann halla — nærri 3000 kr. — er varð á söluverði nokkurs hluta afurð- anna, sökum þess hve skemdar þær voru er þær komu á markað- inn, hefir Slálurfélagið ennfremur greitt hlutaðeigendum í beinum peningum úr sínum sjóði, þannig, að þeir hafa fengið fullvirði. Væntum vér þess, að það sem að framan er sagt, nægi til að sýna öllum hlutvöndum mönnum hve sanngjarn sýslumaðurinn er, þegar hann sér ástæðu til að þakka Sláturfélaginu með áður- greindum formála. Reykjavík, 29. júlí 1920. Sláturfélag Suðurlands. Önnur blöð, sem birta kunna skýrslu sýslumannsins, eru vinsam- lega beðin að taka einnig upp at- hugasemd þessa. Sf. Sl. Eftirmseli. Hinn 28. maí í vor andaðist háöldruð merkiskona Guðrún Bjarnadóttir í Garðbæ á Stokks- eyri. Hún var á 90. ári, fædd 30. sept. 1830 á Unnarholti í Hruna- mannahrepp. Foreldrar hennar Bjarni Jónsson og Helga Halldórs- dóttir, bjuggu allan sinn búskap í hjáleigu þaðan, Bolafæti, og unnu það þrekvirki, að búa sæmilegu búi á túnlausu smákoti, sem löng- um hafði verið í eyði, og koma þar upp 6 börnum, sem öll mönn- uðust vel, og er nú margt atgervis- fólk frá þeim komið; nafnkunn- astur Einar Jónsson frá Galtafelli. Guðrún var elst systkina sinna. Hún giftist, er hún hafði þrjá um tvítugt. Maður hennar hét Jón Jónsson. bau bjuggu fyrst í Unn- arholti og siðan í Hólakoti og áttu 6 börn, en 3 ein komust upp. Mann sinn misti hún 1876 og hætti þá búskap, en hafðist við í húsmensku fyrst og síðan hjá börn- um sínum, 27 síðustu árin hjá Jórunni dóttur sinni, er ein lifir barna hennar. Guðrún var mjög vel gefin, gáfuð og örlynd, einkar gestrisin og hjartagóð, en átti alla æfi vtð þröngan kost að búa, veika heilsu, lítil efni og sárar sorgir: Misti í einu 3 börn stálpuð úr barnaveiki, litlu síðar mann sinn á miðjum aldri og síðan tvo syni sina á besta aldri, Bjarna bónda í Dalbæ og Sigurgeir versiunar- mann í Reykjavík. í*að var að á- gætum gert, hversu vel hún bar þær raunir, eíns og henni yxi þrek og þolgæði með hverri þiaut. Það var trúin, sem gaf henni þá hugprýði og ásamt umhyggjusemi góðrar dóttur breiddi aftanskin yfir elliárin. M. „Svo má illu venjast, að gott þyki“, sannast á símanum hér í Reykjavík. Mjög alment ólag á símanum, en menn eru orðnir svo leiðir á því að kvarta. Snemma í vor slitnaði vírinn hér inn að Kleppi, svo leið nokkurn tíma og var ekki gert við, svo tjösluðu menn því saman héðan, var auð- vitað illa gert, þar sem engin tæki voru til þess. Enn þá er þetta þó ólagað. Er síminn stöðugt meir eða minna í ólagi, stundum ekkert samband svo að dögum skiftir. — Miðstöðvarstúlkum oft kent um, þegar þær eiga enga sök í því. Ætli það sé ekki léleg »uppistaða«, sem orsakar öll þessi óþægindi? Eru ekki norsku áhöldin mjög léleg? P. Sv. Fréttir, Slys. Við kolauppskipun hér á höfninni, í síðastliðinni viku, vildi það slys til að stór uppskipunar- bátur fullur af kolum, sem deginn var af mótorbát, sökk, rétt í hafn- armynninu. Sex menn voru í bátn- um og björguðust allir. Voru í bátnum á annað hundrað smálest- ir af kolum. Hrossaútflutningurinn. Fyrsti hrossafarmurinn fór til Englands síðastliðinn mánudag. Voru það 570 hross, sumpart úr Borgarfirði sumpart austan úr Árnes og Rang- árvallasýslum. Hrossin höfðu yfir- leitt litið mjög vel út, þótt þetta sé í allra fyrsta lagi sem út er flutt. Konungskoman. Morgunblaðið segir frá því, eftir viðtali við landsstjórnina að »ekki hafi miklu verið á glæ kastað«, þótt konungs- koman frestaðist, því að »megnið af þeim viðbúnaði sem gerður hafi verið nú, muni koma að fullum notum, ef konungur heimsækir landið að ári«. Væri betur að þetta reyndist satt, þótt Tíminn þykist hafa ástæðu til að óttast hið gagn- stæða, en landsreikningarnir segja eftir um það á sínum tíma. En hitt var að verða á allra vitorði að margt benti í sömu ált og 1907 um fjáreyðslu, en það »mun koma að fullum notum að ári« segir Morgunblaðið í vörn sinni fyrir þessum ráðstöfunum. Stórhruni. Síðastliðinn mánu- dag kl. 6 síðdegis, kom upp eldur í smíðavinnustofu í húsi, sem Jóna- tan kaupm. Forsteinsson átti og var áfast við hið stóra verslunar- hús hans við Laugaveg. Var ung- lingspiltur að hita lím og komst eldurinn í hefilspæni og annað mjög eldfimt sem var þar á vinnu- stofunni. Eldurinn varð ekki slökt- ur og læsti sig jnjög fljótt um hús- ið. Brann öll álman norðan. við verslunarhúsið og þvínæst versl- unarhúsið sjálft, sem mun hafa verið eitt stærsta hús við Lauga- veginn. Eldurinn varð gífurlega magnaður, en sú hamingja fylgdi, að það var nálega alveg logn. þrjú af næstu húsuin voru í mjög mikilli hsettu og skemdust töluvert, en var bjargað. Gekk brunaliðið mjög rösklega að verki, eins og endranær. Skála var byrjað að reisa sunn- an við Iðnaðarmannahúsið til þess að stækka veislusalinn fyrir kon- ungskomuna. Hann hefir nú verið rifinn aftur. Mun ekki heyra und- ir »megnið« af því sem kemur »að fullum notum að ári«, eins og stóð í Morgunblaðinu. Ritstióri: Tryggvi bórhallsHoii Laufási. Simi 91. Prentsmiðjaa Gutenbarg. verður sú tala notuð hér, þvi að í landsreikningnum er útflutnings- gjaldið oftalið um 1716 kr. — Úlílutningsgjaldið hvílir eingöngu á útflutlum sjávarafurðum eins og áður er sagt, en af því að þetta gjald er náskylt 18. tekjuliðnum, verðhækkunartollinum, verð eg að athuga þá báða í einu lagi. — Á alþingi 1915 voru samþykt lög um verðhækkunartoll á útfluttum afurðum, og eftir þeim skal gjalda 3°/o af þvi, sem verð hinnar út- fluttu vöru fer fram úr vissu lág- marki, sem lögin setja fyrir hverja hina gjaldskyldu vörutegund. Lög þessi ná bæði til útfluttra sjávar- afurða og einnig til útfluttra land- húnaðarafurða. Lögin ganga í gildi síðari hluta ársins 1915, og nam verðhækkunartollurinn til ársloka 50 þús. kr. af landbúnaðarafurð- um, en 131 þús. af sjávarafurðum. Hefði munurinn orðið mikið meiri, ef lögin hefðu gengið fyr i gildi, þvi að þegar að því kom var búið að flytja mikinn hluta sjávaraf- urðanna út úr landinu, en land- búnaðarafurðirnar voru þá óút- íluttar að mestu leyti. Árið 1916 voru lögin fyrst í gildi alt árið og greiddust eftir þeim í landssjóðinn 524 þús. kr., en með innheimtulaunum nam tollurinn 535 þús. kr. í*ar af greiddust fyrir útíluttar sjávarafurðir 499 þús. kr., en fyrir landbúnaðarafurðir 36 þús. kr., því að útflutt saltkjöt var mikið minna en árið áður, og varð þvi tollurinn einnig minni. Sjávarútvegurinn bar þvi þetta ár útflutningsgjald 216 þús. kr. og verðhsekkunartoll 499 þús. kr. Það er samanlagt 715 þús. kr., en það er 679 þús. kr. meira, en sá 36 þús. kr. verðhækkunartollur, sem landbúnaðurinn bar þetta ár. En af því, að það er þessi mis- munur, sem mestum úlfaþyt hefir valdið, er rétt að brjóta málið bet- ur til mergjar, og þá er fyrst vert að gæta þess, að allar greinar sjávarútvegsins bera ekki jafn- mikið af þessum gjöldum, því að af þessum 715 þús. kr. var út- flutningsgjaldið og verðhækkunar- tollurinn af sildinni einni 434 þús. kr., en af saltfiski, lýsi og öllum öðrum útfluttum sjávarafurðum greiddust ekki nema 281 þús. kr. Nú hefir sildin til skamms tima mest verið veidd af útlendlngum, sem drepa sér hér niður um stund- arsakir á meðan á veiðinni stend- ur, en flytja sig síðan aftur af landi burt með aflann, þegar veiðitím- anum er lokið. Þátttaka okkar íslendinga i sildveiðunum hefir að visu smám saman farið vaxandi. Árið 1915 veiddu íslendingar 32% af sildinni, og árið 1916 50°/o eða réttan helming. Hinn helmingur- inn var veiddur af Norðmönnum 38%, Svium 8°/o og af Dönum 3°/o. Verð útfluttrar síldar var þetta ár rúmar 14 miljónir króna. Útlendingar hafa því veitt og flutt út síld fyrir 7 milj. kr. og greitt fyrir það 217 þús. kr. í rik- issjóðinn eða 3°/o af tekjunum fyrir það, að islenska ríkið heldur uppi löggæslu í veiðistöðum þeirra og fyrir heimildina til að draga þús- undir af verkalýð landsins frá hinum alinnlendu atvinnuvegum landsins og lama þá stórlega eins og átt hefir sér stað að minsta kosti með landbúnaðinn, því að hann hefir orðið fyrir harðari samkepni frá síldveiðunum, en nokkrum öðrum atvinnuvegi lands- ins — atviúnuvegi, sem þó beinir tekjum sinum að hálfu leyti út úr landinu, en skilur lítið eftir annað en verkalaunin, sem stundumvilja þó skerðast og verða ódrjúg í síldverunum. Að gjaldið er ekki hærra en þetta virðist mér frekar bera vott uir íslenska gestrisni en ágengni af hálfu löggjafarvaldsins, því að það hefir einn af þingmönnum okkar sagt mér, að tekjuskatt greiði þessir útlendu útgerðarmenn ekki enn, eins og innlendir menn verða þó að gera nú orðið, ef þeir stunda sómu atvinnu og eru hér búsettir. Þegar við nú gerum upp reikn- inga okkar eigin atvinnuvega með tilliti til skattanna, þá verðum við að draga frá sköttunum, það sem útlendingar greiða af þeim og telja eingöngu það, sem legst á hinn innlenda atvinnuveg, en þá skift- ast þessir tveir tekjuliðir þannig, að verðhækkunartollur af land- búnaðarafurðum er 36 þús. kr., en útflutningsgjald og verðhækk- unartollur af sjávarafurðum er 715 þús. kr., að frádregnum þeim 217 þús. kr., er útlendingar greiða, og leggjast þvi að eins 498 þús. kr. á innlenda sjávarútveginn. Níundi tekjuliður fjárlaganna er áfengistollur 25 þús. kr., sem varð þó 67 þús. kr. í bannlandinu og hinn 10. er tóbakstollur 210 þús. kr., sem varð 309 þús. kr. Hvort- tveggja er skattur á eyðslusemi einstakra manna, og er því per- sónulegur skattur, en legst ekki á atvinnuvegina sem framleiðslu- koslnaður, þar sem hvorugt er orðið að daglegu viðurværi, er atvinnurekendurnir verði að neyta eða leggja verkafólki sínu til, til þess að geta rekið atvinnu sína. Öðru máli er að gegua með 11. tekjuliðinn, kaffi og sykurtollinn, sem varð 565 þús. kr. Sykurinn er næringarefni og kaffið er orðið að daglegri neysluvöru, sem eng- inn atvinnurekandi, sem þarf að fæða fólk, gctur verið án. Þess vegna er tollur á þessum vörum óbeinn skattur, er legst á alla at- vinnuvegi eftir fólksfjölda og eyðslu þeirra, er stunda atvinnuveginn. Kaffi og sykurnotkun mun nú yfir- leitt vera meiri í kaupstöðuin en i sveitum vegna mjólkurlej'sis kaup- staðanna, en þó er mér nær að halda, að munurinn sé minni en margir ætla, því að kaffi og syk- ureyðsla í sveitum hefir vaxið mjög á seinni árum. Með reglugerð 23. jan. 1918 urn sölu og úthlulun á kornvöru, sykri o. fl. vkr svo fyrir- skipað, að % af sykurseðlum þeirra, er höfðu grasnyt og aðallega slund- uðu landbúnað, skyldi klippast af, þegar seðlarnir væru afhentir. Sé eyðsla sjómanna áætluð eftir því V* meiri en sveitamanna og skatt- inum síðar skift eftir fólksfjölda í atvinnuvegunum, eins og hann var við síðasta aðal-manntal árið 1910 — en það ár lifðu af landbúnaði 53% af þjóðinni, af fiskveiðum 20% og af öðrum afvinnuvegum 27% — þá hafa um 266 þús. kr. greiðst af landbúnaði, 133 þús. kr. af sjávarútvegi og 166 þús. kr. af öðrum atvinnuvegum, (Frh.). Nýir 25 eyringar danskir, úr nikkel, eru dálítið komnir hér í umferð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.