Tíminn - 14.08.1920, Blaðsíða 1

Tíminn - 14.08.1920, Blaðsíða 1
TIMÍNN um sextiu blðð á ári kostar tiu krónur ár- gangurinn. AFGREIÐSLA blaðsins er hjá Gnð- geiri Jónssgni, Hverfis- götu 34. Simi 286. IV. ár. Reykjavík, 14. ágúst 1920, 32. blað. Sanmnnirskólinn. Inntökuskilyrði í skólann hafa áður verið aug- lýst í Tímanum. Inntökupróf verður haldið fyrstu dagana í októ- bermánuði næstkomandi. Umsóknir verða að vera komnar fyrir lok ágúst- mánaðar. í fjarveru minni tekur Tryggvi ritstjóri Pórhallsson móti umsóknum og svarar fyrirspurnum viðvíkjandi skólanum. Reykjavík 25. maí 1920. Jónas Jónsson. Samvinnubanki. Neyðin kennir naktri konu að spinna — og það er þeim mönn- um vel kunnugt sem nokkuð þekkja til um sögu samvinnufélaganna, að flest hafa þau orðið til á þeim tímum er skórinn krepti sérstak- lega að. þeim mönnum kemur það ekki kynlega fyrir þótt þessu stór- máli, um slofnun samvinnubanka, vssri fyrst kreyft opinberlega á aðal- fundi Sambandsins einmitt í ár. Rar sem enn er eingöngu um undirbúning og rannsókn málsins að ræða, enn sem komið er, verður hér ekki að því vikið nema laus- lega og þá fyrst og fremst í því skyni að opna augu islenskra samvinnumanna fyrir því, að noklcru leyti a. m. k., bve bér er um mikið og bráðnauðsynlegt mál að ræða. Sá stórkostlega mikli og öri vöxt- ur sem samvinnufélögunum hefir hlotnast síðari árin er i margföld- um skilningi ástæða til þess, að þau fara nú að hugsa um að stofna samvinnubanka. þar eð félögin eru orðin svo mörg og finna orðið svo glögt til þess mikla kraftar sem í þeim býr sakir samvinnunnar, dirfast þau nú að borfa svo hátt að koma sér upp sérstakri bankastofnun. Þar eð hin einstöku félög hafa gengið í samband, sem gengið hef- ir ágætlega og rutt enn einum steini úr götu, hugsa þau til að stofna enn eina nýja stofnun sem gefi þeim enn meira fjárhagslegt sjálfstæði og bolmagn, sem er sér- stök bankastofnum fyrir þau. þar eð afkoma svo fjölmargra landsmanna er nú komin undir rekstri þeirra, og starfsemi þeirra befir fengið alþjóðar viðurkenningu sem einhver bin þjóðnýtasta, þá þykjast þau geta gengið út frá því sem vísu, að fá öruggan styrk þings og stjórnar til slíkrar banlca- stofnunar. Rar eð viðskiftavelta þeirra vex svo ört þá og um leið þörf þeirra fyrir rekstursfé, verður þeim það æ nauðsynlegra, að geta með sem hægustu og aðgengilegustu móti haft þetta reksturfé handbært, hvenær sem þörf er á og hyggja bestu leiðina til þess þá að stofna samvinnubanka. Tvær eru höfuðhliðar þessa máls og sýna báðar hversu mikill styrk- ur félögunum væri að stofnun sam- vinnubanka. Önnur veit inn á við, sem er að samvinnufélögin geti notfært sér sem mest af sparisjóðs- fé samvinnumanna. Sum, einkanlega elstu félögin, hafa sparisjóöi eða innlánsdeildir. Er sú regla orðin almenn, að fé- lagasmenn ávaxta þar langflestir sparifé sitt og þetta fé nota félögin meðal annars til reksturs síns. Petta er félögunum stórkostlega haganlegt. Þau þurfa minna en ella undir högg að sækja um lán annarstaðar að og þau fá betri, lánskjör með þessu móti. I>að liggur í augum uppi hví- likur styrkur það væri fyrir sam- vinnufélögin yrði það að almennri reglu, að samvinnumenn geröu það, að ávaxta fé sitt bjá félögunum og lánuðu þeim það sem rekstursfé. Og það liggur sömuleiðis í aug- um uppi hversu mikilsvert það væri, að sameiginleg stjórn stjórn- aði þessu sparifé, til banda ein- stökum félögum og sambandinu. Hvorttveggja næst best og fljót- ast með stofnun samvinnubanka, sem gæti haft útbú nálega í hverju einasta félagi og reksturskostnaður slíkra útbúa ætti að geta orðið sérlega ódýr, miklu ódýrari en rekstur þeirra útbúa er bankaruir hafa nú. Með góðu skipulagi, með þvi að ná væntanlega samvinnu við ýmsa sparisjóði sem fyrir eru, með góðu atfylgi þeirra manna sem hafa ljós- an skilning á því hve mikið er hér um að ræða, ætti með þessu móti að vera hægt að útvega félögun- um margfalt meira rekslurfé frá félagsmönnum sjálfum, en þau hafa nú. Það liggur í augum uppi að það ælti að geta orðið bæði fé- lögunum og einstökum félagsmönn- um til mikils bagnaðar. Hvilíkur munur væri það, að mjög mikið af sparisjóðsfé manna væri undir stjórn manna, sem kosnir væru til að stjórna sam- vinnubanka af sjálfum sparendun- um, og því væri varið til reksturs þeim fyrirtækjum sem mest er undir komið um afkomu þeirra sjálfra? Þetta sama sparifé hefir á liðnu ári verið notað til þess, að halda uppi þeim óheilbrigðu spekúlantí- ónum sem nú eru að verða land- inu svo dýrkeyptar og hafa stofn- að landinu í hin hörmulegustu fjárhagsvandræði. Þó ekki væri annað en hið sið- asttalda, þá væri það ætið tilefni til að menn færu alvarlega að hugsa um hversu fara eigi með sparisjóðsféð. Stofnun samvinnubanka með afar- mörgum, en ódýrum útbúum út um land alt, hefði og enn eitt í för með sér. Fjárhagsskipulag sam- vinnumanna yrði svo miklu stj'rk- ara og betra. Samvinnuforkólfarnir fengju svo miklu gleggra og yfir- gripsmeira yfirlit yfir hag og getu félaganna. Bolmagnið um að hrynda f framkvæmd nýjum verkefnum yrði miklu meira. Og þetta styrk- ara skipulag og aukna fjármagn gerði félögunum svo miklu hægra fyrir um að afla sér þess aukna veltufjár, annarstaðar að, sem þau þurfa á að halda. Og það er önnur höfuðhlið þessa máls. Þótt svo færi að megniö af spari- fé samvinnumanna næðist í sam- vinnubankann og væri varið að miklu leyti til reksturs félaganna, þá er það öldungis víst, að þau þurfa á miklu meira rekstursfé að halda. Það fé verða þau að taka að láni. En þau lán ættu ekki að þurfa að vera föst lán yfir alt árið, held- ur einungis viðskiftalán, part úr árinu, þann tímann sem líður frá því að félögin þurfa að festa kaup á erlendum varningi og þangað til þau geta selt innlendu afurðirnar. Slík skyndilán eru að mun ódýrari en föst lán, t. d. þau lán sem landssjóður þarf að taka til marga ára. Gætu nú samvinnufélögin lagt fram á borðið fyrir þá lánardrotna, erlenda eða innlenda, sem þau óskuðu að skifta við, glögga skila- grein um starf og hag félaganna, gætu skírskotað til slíks skipu- lags sem voldugur samvinnubanki er, falið honum að reka lánsvið- slcifti og fjárhagsskifti öll út á við, þá liggur það í augum uppi hversu stórkostlega miklu betri horfur væri á að fá bæði nægileg og hag- anleg lán. Þriðja atriðið ná nefna sem aug- ljóst er, sem er það, að með stofn- un samvinnubanka, losnuðu félög- in við einn milliliðanna enn á við- skiftasviðinu, sem ekki síður en aðrir vill hafa nokkuð fyrir snúð sinn. Ágóðinn af bankaviðskiftun- um lenti þá i höndum félaganna og sparendanna, því að að sjálf- sögðu slarfaði bankinn á samvinnu- grundvelli. — Málið er í undirbúningi, en því er hér með skotið til allra islenskra samvinnumanna til alvarlegrar um- hugsunar og umræðu. Verði í það ráðist áður en langt um líður að stofna samvinnubanka, verður skorin upp herör um land alt og heitið á dug, áhuga og at- fylgi allra einstaklinga og félaga. Er þá vel að ekki komi það nein- um á óvart um hve mikið er að ræða. Verðfallið. Vöruverðfallið hófst í Bandaríkj- unum, eins og kunnugt er, og því- næst í Norðurálfunni. Almenning- ur í Bandaríkjunum slofnaði til stórkostlegra samtaka um að kaupa ekki hinar rándýru vörur, og þeir sem lágu með vörurnar sáu sér ekki annað fært en að lækka verðið. Verðfallið náði fyrst aðallega til þeirra vara sem sumpart eru óhófsvörur og margir spáðu því, að það myndi ekki ná til fleiri vara og það yrði jafnvel ekki nema í bili sem nokkrar vörur féllu í verði. Þær myndu mjög bráðlega hækka aftur í verði. Þessar spár eru orðnar að engu. Verðfallið nær æ til fleiri og fleiri vara og verður æ meira. Farm- gjöld lækka og mjög. Og síðustu fréttir eru þær, að bæði bankarnir og stjórn Bandaríkjanna fylgi fast á eftir um að auka verðfallið, hvort sem um beina samvinnu er þar að ræða eða ekki. Fjöldi banka í Bandaríkjunum hafa gengið að þeim sem liggja með vörur og knúð þá til aö selja. Og seint í síðasta mánuði lét Bandarikjastjórnin selja niðursoðið kjöt í dósum, fyrir eins miljón dollara og seldi það fgrir lœgra verð en var á kjöti fgrir stríðið, í þeim tilgangi að lœkka verðið á matvörum gfirleitt. Vöruverðfallið er byrjað í nálega öllum löndum nema íslandi. Hversvegna er það ekki byrjað hér? Vegna þess að landsstjórnin ís- lenska stígur sporið ekki nema hálft. Hún heldur uppi innfluln- ingshöftunum, sem í sjálfu sér eru sjálfsögð, en sem einhliða beitt valda áframhaldandi dýrtíð. Hún hefir enn ekki gert hitt: að stofna til samvinnu við bankana og al- menning um að knýja heildsalana til þess að setja verðið niður og skila nokkru aftur af sex ára gróða þeirra af hækkandi verði. Hver dagurinn sem líður án þess að stjórnin hefjist handa kost- ar almenning mikið fé. En það er hægt að láta verðfallið byrja þegar í stað. Rottuplág-an. Rottur eru að verða mesta mein- vætti víða hér á landi. Aðallega er það í kaupstöðunum. Þegar Örfiris- eyjargarðurinn var fullbúinn komu heilir herskarar af rottum í land, sem höfðu verið þar í lýsisbræðsl- unni. Þær hafa síðan magnast gríð- arlega. Verða þau ekki talin húsin hérna i bænum sem eru meir og minna skemt af rottum. Óþrifnað- urinn og sýkingarhættan sem af stafar verður aidrei metinn. Nú er hafin herferð gegn rott- unum. Bærinn lætur eitra fyrir þær í slórum stýl og er þegar mikill árangur sjáanlegur. Eitrið veldur drepsótt í rottunum sem er smitandi og eiga því miklu fleiri að drepast en þær sem eta eitrið. Það sem á ríður er það að svo mikiö sé eitrað og lengi, að stór- mikill eða jafnvel fullur árangur náist. Þar sem rotturnar hafa komist upp f sveitir er plágan enn alvar- legri. Torfbæirnir veita þeim ekkert viðnám. Þær grafa alla veggi sund- ur og rekur að þvi að óverandi verður í húsunum fyrir kulda og enginn matur er óhultur. Sem betur fer er það enn óvíða sem rottur hafa lagst á sveitabæi. En dæmin eru til. Norður í Svarf- aðardal er rottuplágan svo mikil, að varla verður undir búið. Þær flytja sig bæ af bæ og stórskemma bæjarhús. Er ekki annað sjáanlegt en að Svarfdælum verði sá kostur nauðugur, fari þessu fram, að leggja torfbæina alveg niður, til íbúðar að minsta kosti. Það er vel farið að Reykjavík- urbær hefir nú hafið sókn gegn þessari plágu. En það er þó ekki nema. hálft gagD, að það sé gert á einum og einum stað á landinu í senn. Það sem gera þarf er það, að stofna til eitrunar gegn rottu Hugheilar þakkir volta eg vinum mínum í Naut- eyrarhéraði fyrir hina rausnarlegu gjöf — vandað flygel — er þeir færðu mér hinn 5. júní sfðastl. í tilefni af 10 ára starfsemi minni í héraðinu. Sigvaldi S. Kaldalóns héraðslœknir. samtímis á öllum þeim slöðum, þar sem rotta er. Það fjölgar æ þeim stöðum, sem rottan leggur undir sig. Því leng- ur sem það dregst að stofna til allsherjar eitrunar, þess meira og erfiðara verk verður það. En það e? öldungis víst, að ekki verður hjá þvi komist að vinna verkið. Til þess að lag verði á, verður landið sjálft að láta vinna verkið. Og fá til þess einhvern »rottu- Myklestad«, sem stjórnaði verkinu. Arsrit K. P. Ársrit kaupfélags' Þingeyinga, IV. árgangur, er nýlega komið út. Er það rit til hinnar mestu fyrir- myndar fyrir önnur kaupfélög. Það gefur svo sérstaklega glögt yfirlit yfir starfsemi félagsins og er það eitt af höfuð-skilyrðum í kaupfélagsskap, að félagsmennirnir fylgist sem allra best með um reksturinn. Skal hér getið stuttlega innihalds ritsins, til þess að menn fái hugmynd um það, hversu vel Þingeyingar rækja þetta. Fyrst er rækileg fundargerð aðalfundar 1920. Þá koma tvær reglugerðir: um stofnsjóð félagsmanna og um pant- anir, og er íélagið þá búið að koma öllum lögum sínum og reglugerð- um á prent i Ársritinu. Merkilegar athngasemdir fylgja reglugerðun- um frá Benedikt Jónssyni. Þá er: Kostnaðarreikningur K. Þ. 1919, með athugasemdum; Efnahags- reikningur K. Þ. 31. des.br. 1919 með athugasemdum. Þá yfirlit yfir vöruveltu á árinu og yfirlit við- skiftaveltu K. Þ. á árinu, hvort- tveggja með fróðlegum athugas. og samanburði. Þá er: Reikningur Söludeildar K. Þ, 1919 með aths. — Reikningur yfir tekjur og gjöld sparisjóðs K. Þ. 1919 og Efnahags- reikningur sama með athugas. Þá koma 8 skýrslur og yfirlit með athugasemdum: Um stofnsjóð fé- Ingsmanna í K. Þ. 31. des. 1919; Um stofnsjóð Söludeildar K. Þ. á sama tíma; Um ullarinnlegg deild- anna í K. Þ. á árinu; Samandregið yfirlit yfir vöruinnlegg deildanna í K. Þ. 1919; Yfirlit yfir vöruveltu deildanna í K. Þ. 1919; Yfirlit yfir eignir deildanna í K. Þ. 31. des. 1919; Skýrsla um sláturfjárinnlegg deildanna 1919; og Skýrsla um meðalvigt kindakroppa í deildum K. Þ. haustið 1919. Síðast er í Ársritinu grein eftir Benedikt Jóns- son um skipulag K. Þ. Það væri mjög freistandi að prenta margt upp af þeim fróðlegu og ánægjulegu tölum, sem þarna birtast, en rúmið leyfir það ekki. Það líður vonandi ekki á löngu þangað til önDur kaupfélög taka upp þennan góða sið eftir Þingey- ingum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.