Tíminn - 14.08.1920, Qupperneq 4

Tíminn - 14.08.1920, Qupperneq 4
128 TlMINN IiaitepWtt Skóverslun. Hafnarstræti 15. Selur landsins bestu gúmmí- stígvél, fyrir fullorna og börn, — ásamt alskonar leðurskó- fatnaði. Fyrir lægst verð. Greið og ábyggileg viðskifti. »Ástin er lík hóstanum í því, að hvorugt er hægt að fela« sagði furstafrúin og leit til Rossís. »þér meinið þó ekki? — —«• »Uss! ekkerl«. Rossí gekk að hestinum, sem honum var ætlaður. Það var stór fjörtryldur hestur, sem ólmaðist ákaflega. Margir af gestunum söfn- uðust saman og horfðu á. En Rossí snaraöist fimlega á bak hest- inurn og var á svipstundu kominn við hlið Rómu. Lúður gall og hundarnir geltu^ Hestarnir fóru af stað og veiðin byrjaði. það lá steingirðing yfir vegiun og allir hestarnir stukku yfir nema hestur Rossís. Hann varð staður. Rossí reyndi að klappa honum, en það kom fyrir ekki, hann hljóp lil hliðar. Hann reyndi í þriðja sinn en árangurslaust. Veiðimennirnir biðu úrslitanna með óþreyju. þá er hesturinn nálg- aðist í fjórða sinn, með tryltum augum og frísandi nösum, sáu þeir að annar taumurinn var slitinn. »Óvíst hvernig honum reiðir af«. — Hversvegna notar hann ekki svipuna?« En Davíð Rossí klappaði hest- inum, þangað til hann kom þang- að, sem hann hafði hlaupið til hliðar. þá laut hann áfram yfir háls hestinum og sló hann með flötum lófa á nasirnar. Hesturinn prjónaöi, frísaði og stökk — og augnabliki síðar stóð hann rólegur hinumegin við girðinguna. Róma sat grafkyr á hesti sínum og var drifhvít í andlith »Eg hefi einungis þekt einn mann sem leysti þessa list af hendi, Donna Róma«. »Hver var það, sendiherra?« »það var páfinn núverandi, þá er hann var í lífverðinum. — það er eins og þér hafið setið á hesti frá barnæsku«, sagði hann við Rossí. »Eg heíl i tvö ár verið hesta- sveinn í New-York, yðar hágöfgk. Veiðinni var lokið á tveim tím- um. Tófan var skotin, skál drukk- in og haldið heim á leið. Róma og Davíð Rossi riðu hlið þetta verðfail húsa á afskektustu og lélegustu jörðunum er því önn- ur sönnuniu — auk burtflutnings fólksins úr sveitunum — fyrir því, að landhúnaðurinn þoli ekki hækk- un á þeim skattstofnum, sem á honum hvila nú. Verðfall húsa og mannvirkja má að minsta kosti með engu móti vera örara en það, að þau fái að fyrnast í notkuninni á eðlilegan hátt, án þess að þau verði gerð verðlaus með skatt- álögum. En landbúnaðurinn þolir verð- hækkunarskatt, því að gjaldþol hans er mikið ef til þess næst, en verðhækkunarskatturinn verður að sanna sig sjálfur með raunverulegri verðhækkun. Sjávarútvegurinn þolir líka hærri skatta, því að þeir hafa verið niður við það lágmark, sem leyfilegt hef- ir verið vegna annara atvinnuvega, og það er svo langt frá því, að gjaldþoli hans sé ofboðið, að eng- inn annar atvinnuvegur landsins vex eins ört og hann þrátt fyrir skattana, sem á honum hvíla. Eg gat þess áður að hámark skattanna væri það, þegar þeir nálgast þaö að lama atvinnuvegina. það hámark gildir þó því að eins, um sjóinn að hann megi teljast ótæmandi, en magnist atvinnuveg- urinn svo, að auðsuppsprettunni sjáifri sé hælta búio, þá er það við hlið og furstafrúin rétt á eftir. »Róma«, sagði furstafrúin, »hér mætti spretta úr spori«, og óðara var Róma þotin af stað. »Eg er hrædd um, að hún ráði ekki við hestinn«, sagði fursta- frúin við Rossi og þá þaut hann óðara á eftir. »Friður sé með þeim«, sagði furstafrúin og brosti. »Okkur mun óhætt að halda heimleiðis, þau koma ekki aftur«. ^kírnir. 3. hefti, 94. árg. 1920. Heftið byrjar með kvæði eftir Einar Benediktsson: »Sigmundur Brestisson«, stirðlega rímuð blaða- grein með »trúarlegu« heimspekis- gutli. Næst er: Erlendar tungur. Er- indi flutt á fundi í L’Alliance Fran- caise eftir ræðismannFrakka, André Courmount, ritstjórinn hefir þýtt. Nokkurskonar ástarjátning ræðis- mannsins til íslenskunnar. En dálít- ið erskrítilegakomist að orði í þess- ari setningu » . . . en engin gleði er meiri né fullkomnun æðri en sú að sjá beint með annara aug- um«. það hefir verið talið af flest- um talið meira varið í það sem sæist með eigin augnm. Þar næst kemur smákvæði eftir Þorstein. Björnsson, lélegt rímrugl. Svo kem- ur »Skraddarinn frækni«, þýðing úr æfintýrum Grimms eftir Jón Þ. Thoroddsen. Óvenjulega hreint, hreimmikið og gott mál og sýnir glögt, að Jón Thoroddsen hefir verið jafnsnjall að þýða erlenda tungu á ágætt mál, eins og hann ritaði skáldsögur sínar, Þá ritar Helgi Jónsson grein um grasa- fræðina i ferðabók Bjarna Pálsson- ar og Eggerts Ólafssonar. »Kapp og mel« heitir stutt rit- gerð eftir ritsíjórann. Vill hann láta reyna að glæða áhuga á vinnu eins og hverri annari í- þrótt. Er það gott og nauðsynlegt. Seinast nokkrir ritdómar. Um ljóð Jóns Thoroddsens hefir Sig. Guðmundsson ritað. Það er rétt hjá Sig. Jón var ekki ljóðskáld, þótt til sé ögn af góðum kvæðum. Flest er meira og minna leirburð- ur sem hann yrkir í bundnu máli. Árni Pálsson ritar um ljóðabók Davíðs Stefánssonar: Svartar fjaðr- ir. Árni kom með þá furðu ein- hvernsstaðar fyrir nokkru, að Sig. Nordal ælti þakkir skyldar fyrir það að hann hefði lýst lundarfari og háttum móðui’sjúkrar konu í einhverri sögu sinni. Ef það fer þjóðarnauðsyn, að atvinnuveginum séu settar skoröur, áður en það er um seinan, annaðhvort með laga- hömlum, eða með því að auka svo skattgjöldin að atvinnuvegur- inn hætti að vaxa. Dæmi því til sönnunar eru hvalveiðarnar, sem hafa kollsiglt sig sjálfar með ut- rýmingu hvalanna og hver veit nema spádómur Böðvars Bjarkans um síldveiðarnar rætist áður en mörg ár líða. Síldveiðarnar hafa alt af verið að færast vestur á bóg- inn eins og hann hefir bent á og verði síldin upprætt, eyðilegst þessi arðsami atvinnuvegur af sjálfu sér, °g löggjafarvaldið getur þó tæpast horft þegjandi og aðgerðarlaust á það, að tekjuskattsfrjálsir útlend- ingar noti verkalýð landsins til þeirrar iðju. Það mál þyrfti því að athugast vandlega af þar til hæf- um mönnum. Gjaldþolið rennur um landið eins og hægfara straumur eftir meira og minna huldum farvegum, en hvervetna brýst það fram og kemur í ljós sem uppsprettulindir í nýbygðinni við sjóinn og verð- hækkun landsins. Sköttunum verður að ausa af uppsprettunum sjálfum og því verða þeir að elta þær um landið, hvar sem þær spretta upp. Þess vegna þyrftu þar til hæfir menn að taka til rækilcgrar rann- nú að verða bókmentalegt afreks- verk að koma með sjúkdómslýs- ingar í skáldsögum, þá væri nær að fá þær sem nákvæmlegastar úr læknabókum um þau efni eða sjúkdómslýsingar hjá læknum. Ætli bókmentir vorar sé ekki nógu lélegar þótt ekki kæmi meira af því sem er sjúkt. Þótt Árni verði ekki eins and- ríkur eða frumlegur þegar hann ritar um bók Davíðs, þá finst hon- um að íslendingar ættu að vera gleðimenn meiri en þeir eru a/ þvi þeir sé svo lyriskir, en Árni segir að þeir sé »rænulausar rolur« á öllum »skemtunum«, nema fullir, eftir því sem Jón Sigurðsson segi. Er það leitt að Árni skyldi ekki rannsaka nánar þetta fyrirbrigði. En það er sagt, að ýmsar lítið mentaðar eða alviltar þjóðir »hafi þessi einkenni«? Grænlendingar, Negrar, Indíánar. Árni lofar fremur kvæði Davíðs en sumt er samt hálfgerðar stæl- ingar, segir hann. Það er rétt og þarft hjá Árna að benda á þetta hræsnis- og vanabull allra leirlos- ara íslenskra um guð og syndir í samsetningi þeirra. Skírnir er annars lélegur. Það vantar ritgerðir um alþjóðleg efni og nýungar, sem eru að gerast með öðrum þjóðum, fræðandi ritgerðir. Þessi grein Helga Jónssonar hefir ekkert erindi í Skírnir. Það væri hægt að gora Skírnir sæmilega úr garði ef Bókmentafélagið verði ekki jafnmiklum peningum fyrir and- lausan skruddukap, er gerir flesta meðlimi dauðleiða á þessu bóka- rusli, sem að eins sárfáir virða svo mikils að skera upp úr. X. Finnnr Jónsson prófessor hefir hlotið þá sæmd að vísindafélagið breska, British Academi, í London hefir kosið hann bréflegan félaga sinn. Verður honum haldið sam- sæti hér i bænum í kvöld, sem læri- sveinar hans og vinir standa fyrir. Hann fer utan með »Botniu« í byrjun næstu viku. Afleiðingar vetrarins. Lengi verður hann i minnum hafður sá langi snjóaveíur síðasti. Má nú enn tvent nefna til marks um harðindin. Annað er það, að tófur hafa orðið hungurmorða a. m. k. á Snæfellsnesi og mun það sjald- gæft. Sáust þær um hábjartan dag niður við bæi á Skógarströnd. í vor fanst dauð tófa heima við sóknar nýbygðina í landinu og verðbreytingar landsins, því að það eru þeir leiðarsteinar, sem löggjaf- arvaldið má ekki án vera, ef það á að geta siglt skipi sínu farsæl- lega í trygga höfn og komist hjá að sýna fleiri eða færri þegnum þjóðfélagsins beina rangsleitni. Einarsnesi, 22. júli 1920. Sýslunaanni Dalamanna, Bjarna Þ. Johnsen, hefir stjórnarráðið vikið frá embælti um stundarsakir. Þor- steinn Þorsteinsson lögfræðingur frá Arnbjargarlæk er settur sýslu- maður í sýslunni fyrst um sinn. Smáherðir á viðskiftakreppunni. Var lengi leyft að senda alt að 500 kr. í póstávísun til útlanda, því næst 50 kr., en nú eru allar peningasendingar með póstávísun bannaðar til útlanda. „Um áburð“ heitir nýútkomin bók eftir Sigurð Sigurðsson forseta Búnaðarfélags fslands. Verður síð- ar getið. Lögjafnaðarnefndin hefir lokið störfum í þetta sinn. Hélt fimm fundi. Vel borgað starf, 2000 kr. á mann, fyrir ómakið. túngarð á Rauðamel og önnur fanst við fjárhúsvegg á Hofstöðum í Miklaholtshrepp. Báðar hafa drepist úr hungri. Hitt sem nefna má er það, að víða um land sést nú mjög lítið af rjúpu og halda menn að hún hafi fallið stórkost- lega í vetur. Á Skógarströnd er t. d. vant að vera afarmikið um rjúpu. Þar hefir ekki sést nema ein einasta rjúpa i alt vor og sum- ar. Á ferðalagi sem ritstjóri þessa blaðs fór norður á Akureyri og aftur suður og öðru um Borgar- fjörð og síðan yfir Uxahryggi og Mosfellsheiði, sá hann ekki eina einustu rjúpu. Væri fróðlegt að fá um þetta fréttir víðar af landi. — Sömuleiðis væri fróðlegt að frélta um afkomu hreindýra á þessum vetri, og mælist Tíminn til að fá fréttir um þaö. Verksmiðjuhús er Smjörlíkis- gerðin að reisa niður af Hverfis- götu. Um 400 liestar fóru með Gull- fos§i og búist við því, að nokkur hundruð fari með Botníu. Sprcngidufl hefir orðið vart við fyrir Skálum á Langanesi. Iðnsýning. Sigurjón Pétursson hafði opna iðnsýningu í stóra saln- um í Báruhúsinu nýlega. Sýndi hann þar þrenskonar iðnaðarvörur: Dúka og allskonar ullariðnað frá Álafoss verksmiðjunni, allskonar net, botnvörpur og síldarnet, frá netahnýtingar-verksmiðju sinni og allskonar sáputeguudir frá sápu- verksmiðjunni »Seros«. — Það var verulega ánægjulegt að sækja sýn- inguna. Myndarbragurinn var svo mikill bæði um fyrirkomulag sýn- ingarinnar og munirnir sjálfir. Fataefnin voru ljómandi falleg og ekki síður prjónlesið, treyjur, sokkar o. fl. Á einum stað var prjónavél, rekin af rafmagni og prjónaði hún sokkinn á fimm mínútum. Allskonar net voru þar, botnvörpur í fullri stærð og lítil eftirmynd af botnvörpu eins og hún liggur i sjónum. — Sigurjón Pétursson er manngersemi, fyrir dugnaðasakir og áhuga. Hann er orðinn einn af helstu braut- ryðjendum innlends iðnaðar. — Sýningin bar þess Ijósan vott hversu mikið honum hefir þegar áunnist. Hann á þaö skiiið af almenningi, að hann sé styrktur með viðskift- um og samúð. Ólnfía Jóhannesdóttir er nú alkomin aftur hingað- til lands, frá Noregi, eftir 17 ára útivist. Er hún öllum Iandsmönnum kunn bæði af skrifum sínum og starfi, bæði hér á landi og erlendis. Hefir hún lengst starfað í Kristjaníu meðal þeirra kvenna sem bágast eiga og unnið þar hið óumræði- legasta lcærleiksstarf. Gestir í bænnm. Margir góöir gestir dveljast nú hér í bænurn og grendinni, auk þeirra sem áður eru nefndir. Má meðal þeirra fyrsta telja frú Margrethe Löbner Jörgen- sen frá Askov. Hefir hún dvalisl þar lengi og haft náin kynni af þeim íslendingum, sem þar hafa verið. Hún er hinn mesti íslands- • vinur og mjög kunnug íslenskum bókmentum. Hefir þýtt á dönsku töluvert af hinum yngri skáldrit- um íslenskum. Með henni er son- ur hennar 15 vetra. Eru þau nú á ferðalagi eystra. — Bogi Th. Melsted sagnfræðingur dvelst hér og í bænum. — Magnús Jónsson frá Úlfljótsvatni kom hingað og er eins og fyr ritari dönsku lögjafnaðar- nefndarinnar. Kona hans var með honum og tveir synir. Fer hann aftur utan til þess að búa sig undir prófessorsstarfið við háskólann, en kemur aftur um miðjan vetur og tekur við embættinu. Lárus H. Bjarnason hæstaréltardómari gegnir embættinu á meðan. — Kristinn Björnsson læknir, sonur Björns Guðmundssonar múrara og frú i Björg Þorláksdóttir Blöudal, dvelj- Hey-hitamæla selur Búnaðarféi. Islands, ast hér um hríð. — Jón Ólafsson læknir frá Hjarðarholti er kominn til bæjarins. Var síðastliðið ár læknir á Spitsbergen við kolanámu Norðmanna þar. Nýr botnröi’pungnr hefir bæst í flotann, smíðaður á Englandi. Heitir »Kári Sölmundarson« og er eign Þorsteins Jónssonar frá Seyð- isfirði og fleiri manna. Snnnlensku bændunnm sem fóru norður, liafði gengið ferðin hin ákjósanlegasta. Fóru Sprengisand suður úr Þingeyjarsýslu. Voru 49 klukkutíma frá Mýri í Bárðardal að Galtalæk á Landi. Af því að vér fólagar frá Ame- ríku sem fórum upp á Þingvöll hér um daginn, höfðum heyrt, að allur greiði þar væri seldur svo háu verði, að illkaupandi væri, þá kom okkur óvænt, er þangað kom, og fengum að vita af eigin reynslu, að flugufregn þessi var alls ekki sönn, því veitingar þar voru eltki dýrari - en hér gerist f Reykjavík, og ef tekið er tillit til flutnings- kostnaðar þangað, þá mun vera óhætt að segja, að sumt sé þar ó- dýrara. Fólkið sem vann þar að veitingum kom mjög lipurlega fram. Herra Jóni veitingamanni .Guð- mundssyni þökkum við fyrir hans myndarlegu gestrisni sem hann sýndi okkar á heimili sínu. Sömu- leiðis þökkum við herra Guðmundi Davíðssyni fyrir hans lipurð og greinilega tilsögn og ldiðbeiningu sem hann veitti okkur með að sýna og útskýra alla merkustu og söguríkustu staði Þingvallar, sem allaf hljóta að geymast sem helgi- dómur þjóðarinnar. Með bestu óskum til allra, sem vilja vinna að framþróun og við- haldi hins helga og merka minnis- varða forfeðranna sem aldrei mun gleymast um aldir alda. Staddur í Reykjavík. G. Jónsson. Síldveiði. Ágætar aflafréttir ber- ast að norðan. Er veiðin best á Siglufirði en minni fyrir vestan. Lútin er nýlega hér í bænum frú Marie Kalhrine, ekkja Sigurðar heitins fangavarðar Jónssonar. Merk og ágæt kona, háöldruð. Haraldnr Signrðsson píanóleik- ari og frú hans fara utan með Botuíu. Hafa haldið síðustu hljóm- leika sina í Nýja-Bíó, við ágætan orðstýr. Flugvélin er sem hætt að fljúga. Yantar bensín sem henni hæfir og er talið vist, að það fáist ekki. „Beskytteren^, danska varð- skipið, er farinn austur fyrir land til rannsókna um tundurdufla- hættuna. Iíjötverð. Byrjað er ei-Iítið að slátra dilkum hér í bænum og pund- ið selt á 2 kr. Illar horfnr eru um sölu land- búnaðarafurða. Mun ekkert eða sem ekkert selt af ullinni. Mjólk hækkar í verði npp í 1 kr. líterinn. ísleysi. Ishúsin hér i bænum eru að verða íslaus vegna þess að svo margir botnvörpungarnir hafa i sumar stundað ísfiski. Ritstjóri: Trjggvi Þórhallsscs Laufási. Simi 91, Prentsmiðjan Gutenberg. I

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.