Tíminn - 14.08.1920, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.08.1920, Blaðsíða 2
126 TlMI’NN írland. írsku inálin eru ekki útkljáð enn. írar hafa ekki tekið sáltaboðum Lloyd fieorge, þeim er skýrt var frá hér i blaðinu. Manndrápin haldast enn töluy^rð. Hefir sóknin hingað til öll vctíö af íra hálfu. Hafa menn haldið að allur verka- mannaflokkurinn enslci væri því fylgjandi, að uppfylla allar kröfur íra, þar eð »DaiIy Herald«, aðal- blað flokksins, hefir stutt kröfur þeirra, og jafnvel viljað fá þeim fult frelsi, og leyfa þeim að stofna sjálfstætt lýðveldi, vildi meiri hluti þeirra hniga að því ráði. Menn voru þvf farnir að gera ráð fyrir, að Englendingar yrðu að láta und- an, þar eð þeir væru svo klofnir heima fyrir. En nú allra síðast hafa komið fram tvö atriði, ssm benda í aðra átt. Annað er það, að það er bert orðið, að það er langt frá, að verkamannaílokkurinn standi ó- skif'tur með írum, því að senni- lega er það ekki nema minni hluti hans sem gerir það. Hefir einn af helstu leiðtogum verkamannanna, Bernhard Shaw, sem er einn fræg- asti núlifandi rithöfundur, ritað bækling um írska málið, sem fer i þveröfuga átt við stefnu »Daily Herald«. Hefir verkamannaflokk- urinn gefið bæklinginn út og ann- ar af aöalleiðtogum flokksins látið fylgja þau ummæli, að þar væri lýsl stefnu flokksins. Bernhard Shaw er sjálfur íri. Hann segir að verkamannafiokk- urinn enski hljóti að leggjast á móti skilnaðarbaráttu íra. Vilji írland verða lýðveldi, þá verði það að bíða- með það þangað til England og Skotland vilji verða lýðveldi, og sá tími sé ekki kom- inn, enda er hann alls ekki hrif- inn af lýðveldinu og bendir á, að verkamenn séu ver settir í Banda- ríkjunum en á Englandi. Hann er algerlega mótfallinn sjálfstæði ír- lands. í*ótt stofnuð væru þrjú sér- stök þing, segir hann, fyrir írland, Skotland og England, þá yrði að stofna eitt sameiginlegt yfirþing, sem hefði hið æðsta vald. Hann heldur því fram, að írar hafi búið við mun betra hlutskifti á striðstimunum en Englendingar. Skamtanir og bönn hafi ekki verið þar nærri eins rik og á Englandi. Herskylda hafi og ekki verið lög- leidd á írlandi, eins og á Englandi, Skotlandi og Wales. Hann dæmir mjög þungl um hryðjuverkin irsku og yfirleitt þessa Ikaitálopr á sjivar- úivey 09 lanðbnnafS. Eftir Pál Jónsson í Einarsnesi. ----- (Niðuri.). Berum við nú þetta saman við sjávarútveginn, sjáum við, að á honum hvilir nokkurskonar sjávar- leiga 369 þús. kr., svo sem áður er getið, og lóðargjöld 120 þús. kr. Það er samanlagt 489 þús. kr. Eftir því hvílir 105 þús. kr. meira á landbúnaðinum. Munurinn er litill á svona jafnvigum, atvinnu- vegum, en tökum við aftur á móti áætlun mina hér á undan um jarðarverðið, verða alger endaskifti á öllu saman, því að þá hvíla á landbúnaðinum 333 þús. kr. hærri gjöld en á sjávarútveginum, og á meðan því er ekki hnekt með rök- um, að jarðarverðið sé svona hátt, eða jafnvel miklu hærra, verðum við að álíta, að það sé Iandbún- aðurinn en ekki sjávarútvegurinn, sem hallað er á af Jöggjafarvaldinu. Hér stoðar ekki sú röksemdar- færsla, sem sluudum hefir heyrst, að landleigan renni til landbún- aðarins sjálfs og veiki því ekki gjaldþol hans, því að staðhæfingin er að mestu röng. Landleigan amerísku eru heimskunnir sem bestu og fullkomnustu grammófónar er hugvitsmennirnir hafa getað búið til. Pantið einn slikan grammófón hjá kaupfélagi yðar eða kaupmanni með nokkrum plötum og þér munuð undrast hve mikill ánægjuauki það verður fyrir heimili yðar, þeg- ar þetta snildaráhald lætur þar til sín heyra. Samband ísl. samvinnufélaga útvegar beint frá verksmiðjunni hið viður- kenda ágætá Me. Dougalls baðlyf. tilraun, að írar grípa til vopna til að heimta fullkoinið sjálfstæði. Hann álitur annað óhugsandi, bæði af hernaðar- og utanríkis- politiskum ástæðum, en að írland og England séu undir sameigin- legri stjórn. Árás á Írland sé sama og árás á England og öfugt. — Hann hugsar sér helst, að írlandi sé skift í fylki með töluverðri sjálfstjórn, eins og fylki Banda- ríkjanna, en yfirstjórn sameiginleg með Englandi. Þar sem telja má nálega víst, að mikill meiri hluti verkamannaflokks- ins hnígi að þessari skoðun, má það heita svo, að England standi óskift gegn skilnaðarbaráttu íra, og horfir þá málið töluvert öðru- visi við, en margir hafa gert sér i hugarlund. Hitt atriðið, sem virðist benda á breytingu um málið er það, að talið er að meiri riðlun sé að koma á íra heima fyrir. Beri hvorttveggja til, að hinir gætnari menn sjái, að slíkur ó- friður í landi, sem verið hefir, horfir til stór vandræða, enda hafi þeim þólt hið siðasta boð Lloyd George vænlegt til sætta. Er því nú sem helst rofi til um lausn þessa vandræðamáls. Dánarmiii nins. Hinn 13. maímánaðar siðastl. andaðist að Porvaldseyri undir Eyjafjöllum bændaöldungurinn Páll Jónsson. Með því að þar er að velli hniginn einn hinn mætasti maður i bændastétt þessa lands, leyfi eg mér að biðja Tímann að flylja þessi minningarorð. Páll heitinn var fæddur í Svín- haga á Rangárvöllum hinn 5. dag desembermánaðar 1843. Hann ólst þar upp með foreldrum sínum, og dvaldist þar hjá þeim þangað til hann kvogaðist Iugibjörgu Gísla- dóttur frá Flagbjarnarholti í Lands sveit. Pað mun hafa verið um vorið 1870, og tók hann þá við búsforráðum i Svinhaga. Hann bjó i Svínhaga lengst af æfi sinn- ar eða þar til um vorið 1908 er hann flutti að Þorvaldseyri til Ólafs bónda þar, sonar síns, ásamt konu sinni. Misti hann hana úr spönsku veikinni í fyrra vetur, eftir langa og farsæla sambúð. Höfðu þau þá búið saman undir 50 ár og eignast 11 börn. Eru nú að eins 4 þeirra á lífi. Ólafur óðalsbóndi á Þorvaldseyri, Páll sama staðar, Valgerður húsfreyja í Vík í Mýrdal og Sigríður húsfreyja í Saurbæ í Holtum. Páll heitinn lá stutta legu en þjáningarfulla. Fullra 76 ára var hann er hann andaðist. Af Páli heitnum er ekkert nema gott að segja. Hann var sómi stéttar sinnar og prýði. Jörðin sem hann bjó á lengst af æfi sinnar er harðbalajörð og slægjurýr. Varð hann þvi oft að sækja heyskap að um óravegu miðað við það sem venja er til. En hann sigraði þessa örðugleika og varð vel stæður maður efnalega. Studdi kona hans hann líka með ráði og dáð. Var gestrisni þeirra hjóna orðlögð og lýsti sér í henni sú höfðingslund er ekki vill vamm sitt vita. Var jafnvel haft á orði, að á harðinda- árum þeim er gengu yfir landið á búskaparárum Páls heitins í Svínhaga og endranær, hafi menn jafnvel lagt krók á leið sina til þess að eiga þar veg um. Svo sat Páll vel jörð sína að það má með einsdæmum teljast. Var til þess lekið er hann fór þaðan eftir langa dvöl að hann þurfti engu álagi að svara. Nágranni þólti Páll hinn besti og góður viðskiftis. Var þá sama við hvern hann átti. Kom hann altaf fram sem hreinskilinn og góður drengur. Má fullyrða að þær meginstoðir sem sumir skjóta undir efnalega afkomu sína, okrið og nurlið, hefir verið honum. á fjærri skapi. Drenglyndi hans átti dýpri rætur en svo i lundarfari hans, að hann hefði gaman af því að auðgast af annara fálækt. Af sömu rót var það og runnið, að það sem hann lofaði stóð sem stafur á bók og vissi eg til þess að honum féll illa óskilvísi öll og brigðmælgi. Páll heitinn var maður glöggur og athugull um það sem fyrir augun bar. Hafði hann til hins síðasta ánægju af því að menn heimsæktu hann og spurði þá margs. — En því tók maður jafnan eftir hvað hann var vægur i dómum sínum um aðra, þólt margt bæri á góma um menn og málefni. Eg kyntist Páli heitnum ekki fyr en á efri árum hans. Fann eg i honum sama óbiluga þrekið og áliugann sem hann á manndóms- árum sínum var svo orðlagður fyrir. Var þó auðséð á honum að margt hafði hann orðið að ganga í gegnum um æfina. Andlitið var mikilúðlegt og hrukkótt, svipurinn hýr og góðmannlegur, en alvöru- þrunginn. Maðurinn var allur á að sjá hinn giftusamlegasti, og var þó líkaminn orðinn mikið til baga fyrir sálina. Liti maður líka yfir hina löngu æfi hans, þá er margt sem gerir oss auðið að ráða þær rúnir, er litraðar voru í svip hans, fasi og framkomu. Sorgin hafði vegið hvað eftir annað í hans kné- runn. 7 börn hafði hann mist og auk þess orðið að horfa um lang- an tíma upp á þiáningar annars sonar síns er stöfuðu af ólæknandi sjúkdómi, sem er miklu verri en dauðinn. í harðindatíð þeirri er gekk hér yfir landið urn 1880 varð hann fyrir þungum búsifjum. Var honum sá tími minnistæður mjög. Man eg sjaldan eftir jafnmikilli alvöru í andliti hans og orðura, sem þá er hann sagði mér frá þeim viðburðum. Ennfremur hafði hann og mist konu sína sem áður er að vikið. Kom það í öllu fram að hann hafði verið með í því »að stríða og brjóta í stórhríðum æf- innar mannraunaís«. En borið hafði hann sigur heim af þeim rennur að mestu til lánsstofnana landsins af jörðum sjálfseignar- bændanna, sem hafa þurft að veð- setja jarðir sínar fyrir láni til jarða- kaupanna, en af jörðum í leigu út á við er landleigan að mestu beinlínis tapað fé fyrir þjóðina, því að jarðir leigjast lítið hærra en nemur verði húsa og mann- virkja, af því að leiguliðinn nýtur sín ekki, getur aldvei búið um sig til frambúðar, á alt af á hættu, að verk hans og bein fjárframlög til umbóta á jörðinni verði tekin af honum endurgjaldslaust, og þarf iðulega að eyða miklu fé til flutn- inga af einni jörð á aðra. En greiði leiguliði í afgjaldi jarðarinnar eitt- hvað um fram vexti af húsum og mannvirkjum, rennur það auðvitað til eiganda jarðarinnar, og jarðar- eigendur stunda ekki allir land- búnað, heldur búa sumir í kaup- stöðum og reka aðra atvinnu. — Landleigan rennur þvi ekki svo neinu nemi til annara bænda en þeirra, sem hafa átt jarðir sinar lengi skuldlausar, búið á þeim sjálfir og notið verðhækkunar jarð- anna um all-mörg undanfarin ár. Ef slikar tekjur eiga að skatlleggj- ast, verður skatturinn að leggjast á þá, sem njóta þeirra og hér hjá okkur er tilraun gerð til þess með lögum um tekjuskatt af eign, þó að ekkert annað en full landleiga nái þar tilgangi sínum. f’ví siður næst markmið landleigunnar með almennum atvinnusköttum, sem sé tollum á aðfluttum nauðsynjavör- um eða útflutningsgjaldi á land- búnaðarafurðum. Pess vegna er það líka, að á meðan löggjafar- valdið heimilar frjálsa sölu á full- virði jarðarinnar án húsa og mann- virkja — það er að segja á land- leigunni færðri til höfuðstóls (kapí- lalfseraðri) — verða almennir at- vinnuskattar á landbúnaðinn að laga sig eftir gjaldþoli efnalausra leiguliða og nýliðanna i stétt sjálfs- eignarbændanna, til þess að skatta ekki af þeim jarðirnar. En til þess að ná að öðru leyti fullkomlega til hins rétta og eðlilega gjaldþols landbúnaðarins eru ekki aðrar leiðir færar en þær, að bæta fyrst kjör leiguliðanna með réttlátri ábúðarlöggjöf og leggja siðan verð- hækkunarskatt á jarðirnarJ En þangað til því verður kipt í lag og á meðan verðhækkunarskaltur er að vaxa með eðlilegum hætti, verður sjávarútvegurinn að bera þyngri skatta í ríkissjóð en land- búnaðurinn, af því að nokkuð af sköttunum er ekkert annað en sjávarleiga, þó að þeir séu lagðir á sem útflutningsgjald, vegna þess hve hentugt form það er fyrir skattgreiðslunni. Pella er svo augljóst og sjálf- sagt, þegar um landhelgi sjávar- ins er að ræða, að um það geta réltsýnir menn tæpast deilt. Land- helgin er sameign þjóðarinnar, og fyrir afnot hennar á þjóðfélagið að fá endurgjald. Landsstjórnin er nokkurskonar sjódrottinn (sbr. landsdrottinn) og hefir sama vald yfir landhelgi sjávarins eins og landsdrottinn hefir yfir leigujörð sinni. Alþingi hefir því rétt til að meta afnotaréttinn lil fjár, og hversu það tekst, fer eftir réltsýni þess. Sumir munu að vísu líta svo á, að sjórinn sé og eigi að vera al- menningur til skatlfrjálsra afnota fyrir alla landsmenn, en almenn- ingshugtakið er komið fram á þeim tíma, er almenn skattskylda var óþekt hér á landi og enginn sam- eiginlegur sjóður tilJyrir alla lands- menn og stjórnin vanmátlug og ófullkomin. En eftir að landið hefir fengið skipulegt stjórnarfyrirkomu- lag með almennri skattskyldu og sameiginlegum sjóðum í gæslu stjórnarinnar, eiga allir almenning- ar að leggjast undir ríkisvaldið, landsstjórn eða sveitastjórnir, sem sameign þjóðarinnar með sömu réttindum og hverri annari eign fylgir. Það er og í fullu samræmi við þá sameiginlegu skoðun meiri og minni hluta fossanefndarinnar, að fossar og námur í almenning- hólmi. Eg hefi engan heyrt efast um það, að hjarta hans var gott. Og sjálfur reyndi eg það af honmn að liann var með afbrigðum trygg- lyndur og vinfastur. Eg veit það líka að trú hans á miskunsaman föður er tæki við oss bak við grafarhúmið var hrein og örugg, og í þeirri trú kvaddi hann lífið í rósemi og þolinmæði. Þegar eg kem að Þorvaldseyri nú eftir að hann var farinn þaðan, þá sakna eg altaf gamla mannsins, með hýrlegu alvöruaugun og hreina karlmenskusvipinn. Eg get ein- hvernveginn ekki að því gert. J. Ó. L. Frá ótlöiídum. Um síðustu helgi var helst útiit fyrir að Frakkar og Englendingar skærust í leikinn milli Pólverja og Rússa og myndu segja Rússum slríð ú hendur. Eru það einkum Frakkar sem óttast það að Rússar muni ætla að gersigra Pólverja og komi þar á samskonar byltingu og heima í Rússlandi. Geti þá svo farið að Þjóðverjar sláist með í hópinn. Segja frönsk blöð að betra sé að heyja ófriðinn þar eystra en að eiga von á því að þurfa að berjast við Rín, við þessar þrjár þjóðir sameiginlega. Hafa þau hvatt mjög til þess að Pólverjar væru styrktir með öllum ráðum. Þjóð- verjar hafa að sínu leyti Iýst full- komnu lilutleyTsi, og utanríkisráð- herra þeirra látið mjög vinsamleg orð falla i garð Rússa og jafnvel getið þess að. nauðsyn beri að hefja við þá full viðskifti. Þá hafa og báðir jafnaðarmannaflokkarnir skorað á verkamenn að hindra það að Bandamenn geti flult her og hergögn um Þýsltaland til Pól- lands. Heima fyrir, bæði' á Eng- landi og Frakklandi hafa verka- menn ogGýst yfir því að þeir séu því mjög mólfallnir að hefja stiíð við Rússa. Mun það ekki sísl hafa valdið því, að nú er talið að ófriðarliæltan sé liðin hjá. Hafa Bandamenn lýst því yfir, að þeir muni ekki veita Pólverjum liðstyrk en styðja þá með góðum ráðum og hergögnum. Pólska stjórnin hefst enn við í Warsjá og krefst þess, komi til friðar, að sjálfstæði Pól- lands verði viðurkent og þau landamæri sem friðarfundurinn ákvað. — Englendingar hafa boðið Þjóðverjum, að kaupa af sér aftur þýska verslunarflotann. — Suður-Jólar, þeir er samein- um sé almenningseign, enda hafa engir aðrir efað, að svo mundi vera. En nú er fiskurinn veiddur bæði innan og utan landheiginnar, síldin. líklega nokkuð jöfnum höndum, en þorskurinn líklega öllu meira utan landhelginnar vegna boln- vörpunganna og mótorbátanna, sem sótt geta fiskinn út fyrir land- helgislínuna. — Mörgum mun nú sýnast, að ekki sé hægt að taka leigu eftir alþjóðaeign, en að að- greina það, hvað veitt er innan landhelginnar og hvað utan hennar er fyrst og freinst ómögulegt og auk þess hafa veiðarnar utan land- helginnar áhrif á fiskigöngur innan hennar eins og sjá má á því, að á meðan botnvörpuveiðarnar lágu niðri vegna ófriðarins, fór fiskur- inn aftur að ganga inn á grunn- miðin eins og hann gerði áður en botnvörpuveiðarnar byrjuðu. Upp- spretta fiskigöngunnar er þvi fyrir utan landhelgislínuna, og því nær engri átt, að við leyfum þegnum ríkisins að stífla strauminn kvaða- laust, en leggjum kvöðina á hinn, er sviftur er fiskigöngunni og fer á mis við veiðina, beint fyrir til- verknað þess samþegns síns, er veiðispjöllunum veldur. Við höfum ekki einungts rétt til, heldur ber löggjafarvaldinu skylda til að setja þær reglur og takmörk fyrir at-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.