Tíminn - 28.08.1920, Side 1

Tíminn - 28.08.1920, Side 1
TIMINN um seœtíu blöð d ári kostar tiu krónur át<- gangurinn. AFGREIÐSLA blaðsins er hjá Gnð- geiri Jónssyni, Hverfis- götu 34. Sími 286. IT. ár. Reyijayík, 28. ágúst 1920. 34. blað. 6eagi ísletiskrar krónn. I. Alkunnugt er það orðið, að svo er nú komið urn aðstöðu íslensku bankanna út á við, að þeir geta vart eða ekki »yfirfært« peninga til útlanda. Aíleiðing af því er sú, að inn- flutningur til landsins er nálega stöðvaður. íslenskir kaupsýslumenn geta sem sé ekki lengur greitt andvirði þeirra vara, sem þeir vildu flytja inn. Þeir hafa gert það um hend- ur bankanna. Greitt bönkunum hér andvirðið og bankarnir séð um »yfirfærsluna«. Nú geta bankarnir ekki annast hana. Erlendu við- skiftamennirnir hafa, venjulega um hendur viðskiftabanka sins, falið bönkunum hér að innheimta and- virði varanna. Svo gera þeir enn og íslensku bankarnir geta inn- heimt féð til sín, en ekki komið því lengra. Þeir taka við því og ávaxta það í bili með lágum hlaupareiknings-vöxtum, segjum með þrem af hundraði. En hinir erlendu skuldheimtendur þurfa væntanlega að greiða 7—8 af hundraði í vexti af lánum, sem þeir geta ekki greitt, meðan þetta fé þeirra liggur hér í bönkunum og kemst ekki í hendur þeim, af því að bankarnir geta ekki »yfir- fært« það. Bein aíleiðing af þessu, að bank- arnir íslensku geta ekki skilað af sér því fé, sem þeir innheimta þannig, er sú, að til þess að verða ekki fyrir vaxtatapinu, heimta hinir erlendu — segjum dönsku — skuld- heimtumenn, að hver króna, sem þeir eiga að fá, sé borguð svo mörgum aurum fram yfir 100 aura, sem vaxtatapið nemur, eða er á- ætlað að nema. Er það með öllu rangt, sem haldið hefir verið fram, að með þessu sé búið að skapa sjálfstætt gengi á íslenska krónu gagnvart danskri og það lægra gengi. Hér er sem sé ekki um annað að ræða en vaxtamismun, sem orsakast af getuleysi bankanna að »yfirfæra« fé. Og bankarnir munu ekki enn hafa innheimt eina einustu danska ávisun með gengismun. Ásakanir þær sem komið hafa fram í blöðum um það, að hér sé nálega um fjárdrátt að ræða af Dana hálfu, eru því með öllu á- stæðulausar og sömuleiðis hitt, að hafa hótanir í frammi um við- skiftaslit, fyrir _þessar sakir. En í sambandi við þelta liggur mjög nærri að ræða um það hvort það sé yfirleitt mögulegt að ólíkt gengi sé á íslenskum krónum og dönskum, og hvort það sé æski- legt frá okkar sjónarmiði. II. Fram að stríðstímunum þektist það ekki, að gengismunur væri á danskri og sænskri krónu. Norð- urlönd eru eins og kunnugt er í myntsambandi. Munurinn á mynt- inni er ekki annar en sá, að kónga- myndirnar eru aðrar. Nú er orðinn all-mikill munur á gengi sænskrar og danskrar krónu og það verður ekki séð að neitt sé því fremur til fyrirstöðu að gengismunur geti orðið á ís- lenskri og danskri krónu, þótt þær hafi þetta til viðbótar sameiginlegt, að konungsmyndin sé hin sama á myntinni, og þótt engin slegin ís- lensk mynt sé til. Á myntinni •— silfrinu eða gullinu — er hvort sem er enginn gengismunur. Áð ekki er þegar orðinn gengis- munur á íslenskri ogdanskri krónu, stafar blátt áfram af því, að ísland hefir fram að þessu staðið vel við- skiftalega, svo að króna þess hefði átt að standa hátt. En til þess hefir ekki komið, að gengi hcnnar væri metið sárstaklega vegna þess, að íslenskir bankar, og einstakir kaupsý.íumenn íslenskir, hafa sætt við, að fá fé sitt greitt í dönskum bönkum, — íslensku bankarnir hafa ekki markað sér sjálfstæða aðstöðu gagnvart dönskum bönkum. Það hefir því verið íslendingum sjálfum að kenna, hafi þeir ekki látið meta íslensku krónuna hærri en þá dönsku, meðan vel lét í ári. Við eigum hins vegar enga kröfu til að skoraat undan því, að hún sé metin sérstaklega, þegar ver lætur. Við verðum að beygja okk- ur fyrir því lögmáli viðskiftanna eins og öðrum. Og Tfminn verður að álíta, að af tveim ástæðum aðallega væri það fremur æskilegt en hitt, að sá siður væri hafiun, að koma á sjálfstæðu gengi íslenskrar krónu gagnVart danskri. Þótt svo kunni að standa nú, að það væri íslandi til tjóns, sem sé, að íslenska krónan mætist lægri en dönsk, þá vill Tíminn trúa því, að það yrði ekki nema rétt í bili, Og það er ærið margt, sem þá skoðun styður, að yfirleitt gæti islensk króna staðið fyllilega jafn- hátt danskri. Og þar sem það nú er áætlað, og bygt á rannsókn, að til muni vera í landinu óseldar afurðir, sem nemi 20 miljónum kr. frarn yfir skuldir landsins, þá ætti ekki að vera hælla á því, að ís- lensk króna stæði lengi lágt. í annan stað ætti afleiðingin af því, að sjálfstætt gengi væri á ís- lenskri krónu, að verða sú, að ís- lenskar peningastofnanir og kaup- sýslumenn yrðu viðskiftalega miklu sjálfstæðari en áður gagnvart Dön- um. Telur Tíminn það eitt höfuð- verkefni þings og stjórnar á næst- unni, að ná íslensku peningainál- unum úr þeim dönsku ldóm, sem þau hafa verið i svo mjög ftam að þessu. Sjálfslælt gengi íslenskr- ar krónu gagnvart danskri myndi hjálpa til að greiða þá hnúta. Kemur það mjög kynlega fyrir, að sumir þeir, sem hæst hafa lalað í sjálfstæðisbaráttunni rísa nú önd- verðir gegn því, að sjálfstæði ís- lands komi skýrt fram að þessu Ieyti og halda fast í að gengi ís- lenskrar og danskrar krónu sé óaðskiljanlegt og að íslensk króna sé ekki til. Hafa það verið al-óþörf ónytju- orð sem falliö Taafa á báða bóga um þetta mál. Ríkimstjóðiiítánid. Stjórnarráðið hefir tjáð Tíman- um að ríkissjóðslánið innlenda — þrjár miljónir — sé nú að fullu feng- ið. Er það mikið gleðiefni að geta flutt þá fregn, því að betra er seint en aldrei. Hefir Tíminn rækilega bent á hversu mikið var hér í húfi og hversu ilt það var að svo nauðalítið var gert til þess að lán- ið hepnaðist á hinum ákveðna tíma. Það er mikið betra en ekki, að það er nú að fullu fengið, þótt liðnir séu að vísu nálega þrír mán- Ný húslestrabók. Ásraundur Guðmundsson: Frá heimi fagnaðarerindisins. :: Kostar í bandi kr. 15. :. Fæst hjá öllum bóksölum. Bókaverslun Sigf. Eymundssonar. rs Nýkomið: Helge Holst: Vort fysiske Verdensbillede og Einsteins Relativitets- teori. Verð 5,20. Margur rak upp stór augu er hingað barst fréttin um að Þjóð- verjinn Einstein hefði sýnt fram á að kenningar Newtons, sem öll eðlisfræði hafði hingað til verið bygð á, væru rangar. Þetta er al- þýðlega skrifuð bók um þessa merkilegu nýjung; hefir þegar selst afarmikið hér í Reykjavík. Arnfred: Elektriciteten í Landbrugets Tjeneste. Verð 2,20. Om udnyttelse av mindre vandfald; udgit efter offentlig foranstaltning. Norsk bók, sem ætti að koma sér sérlega vel hér. Verð 3;60. Olden: Elektriciteten og dcus anvendelse i det daglige liv. Verð 1,80. Kortfattet veiledning i bj'ggningsvæsen paa landet, av landbruksdirektör G. Tandberg, omarbeidet av arkitekt Ivar Næss. 5. utgave. Verð ib. 21,00. Norsk lyrik, i udvalg ved Kristian Winterhjelm. Úrval af kvæðum bestu skálda Noregs. Verð ib. 6,00. j$æksr senðar tset) póstkrSji hvert á lattð setn er. uðir frá því að útboðsfresturinn var liðinn. % Er þetta ein sönnunin í viðbót, að Tíminn hefir haft á réttu að slanda er hann fullyrti að það hafi verið fyrir handvömm eina að lánið tókst ekki vel þegar í fýrstu. Það skal gengið út frá því sem sjálfsögðu að stjórnarráðið sjái um að það berist út fyrir pollinn, að úr þessu hefir ræst. Það veitir ekki af að því sé tjaldað sem til er um að rétta við álit landsins út á við í fjárhagslegu tilliti. Prússlanð ^nstiirlanða. í Bandaríkjunum og víðar, geng- ur Japan undir nafninu: Prússland Austurlanda. Hugsunin er sú með nafninu, að í Japan ríki nú sams- konar hermensku- og yfirdrotnun- arstefna og ríkti ,í Prússlandi fyrir stríðið og nágrönnum Japans standi nú þaðan svipuð hætta og Norð- urálfunni hafi staðið af Prúss- landi. Sigurinn sem Japanar unnu yfir Rússum skömmu eftir aldamótin hafi kveikt í þeim óstjórnlega her- mensku og yfirdrotnunarlund og gróði þeirra í stríðinu og sú mikla blóðtaka sem hinn hvíti kynþáttur hafi orðið fyrir, hafi gefið þessari stefnu byr undir báða vængi í Japan. Útávið megi sjá þetta af mörg- um dæmum. En glegst séu dæmin um framkomu Japana við Kóreu- búa og Kínverja. Kóreu hafa Japanar kúgað misk- uunarlaust og farið með öldungis eins og hernumið land. í Kína hafa þeir nú fengið fast an fót, þar sem þeir hafa tekið Kiaochau traustataki og landið í kring, það er Þjóðverjar höfðu áð- ur og sjeu þar hálfu verri hús- bæudur en Þjóðverjar voru. Auk þessa megi við öllu búast af þeim í Síberíu. Hafa þeir nokk- urn hluta landsins undir sínum yfirráðum og óséð hvenær þeim feng verður skilað aftur. — Ástæðurnar heima fyrir í Japan hafa rekið á eftir stjórninni að reka þessa landvinningapólitík. Fyrir 50 árum náði íbúatala landsins ekki 33 miljónum. Nú er íbúatalan yfir 57 miljónir og það fæðast árlega um 600 þúsund börn í Japan. Iðnaðurinn í borgunum hefir tekið við nokkru af fólks- fjölguninni. En ræktaða landið hefir ekki aukist á þessum 50 ár- um, af þeirri einföldu ástæðu að það getur ekki aukist. Það er full- ýrt að nálega hver feralin lands í Japan, sem ræktuð getur verið, sje ræktuð. Og ræktaða landið verður lítið bætt. Það er búið gð bæta það nálega eins og hægt er. Það er ekki hægt að fá úr þvi meiri uppskeru en fæst. En íbúatala landsins hefir hækkað úr 33 upp i 57 miljónir og 600 þúsund munn- ar bsetast við á ári. Japan þarf með öðrum orðum að flytja út mikið af fóiki. Japan vill ekki missa það fólk fyrir fult og alt. Þess vegna vill Japan eign- ast land sem það geti gerl að jap- önsku landi með japönskum inn- flytjendum. En það er ekkert til af ónumdum löndum. Þess vegna lætur Japan hendur skifta og tek- ur löndin af öðrum. Hingað til hefir árekstur út af þessu einungis orðið við Kína og Kóreu. Hvað verður þess langt að bíða að hann verði við aðra? Frakkar eiga land á Austur-Ind- landi, Hollendingar á Indlandseyj- 1 um, Englendingar í Ástralíu og hin- ummegin Kyrrahafs sitja Banda- ríkin. Stríðsefnin geta áður en varir komið upp á milli hvers þessara landa um sig og Japans. En stærstu keppendurnir í Kyrrahaf- inu eru Japan og Bandaríkin og mörg blöð Bandaríkjanna fara ekki í neina launkofa með það að það geti ekki liðið á löngu áður en þau lönd muni láta vopin skera úr, hver eigi að ráða mestu í Kyrrahafi. PóstgSngurnar. Frá Akureyri hefir Tímanum borist eftirfarandi símskeyti dag- sett 23. þ. m.: y>Megn óánœgja yfir vanskilum á blöðum á Héraði, i Pingeyjarsýslu og viðar. Ekkert Reykjavíkurblað komið i Pingeyjarsýslu með tveim siðustu póstum, par áður tvœr póst- sendingar i einu. Með nœstsíðasta pósti elckert blað i Mývatnssveit. Með siðasta pósti Akureyrarblöð«. ÖIlu verra getur ástandið ekki orðið. Bætist nú þetta ofan á það sem áður er orðið og það rém há- sumarið. í Lögréttu var í vor vikið að ástandinu á Vesturlandi og nýlega var þess getið hér í blaðinu sem ritstjórinn varð var við á ferðalagi um Skagafjörð. Og baksýnin alls þessa er hjp alkunna ráðstöfun póststjórnarinnar í vetur, að stöðva allan blaðaflutning í bili. Gerast þessi tíðindi öll á því herr- ans ári 1920. Er eins og póst- stjórninni virðist sem alt megi bjóða sveitamönnunum og blöðun- um. En það er með öllu víst að alþingi Isiendinga œtlast ekki til þess að almenningur og blöðin séu þannig leikin. Ritsljórar blaðanna, Lögrétlu og Tímans, sem mest fara út um sveitir, hafa kært þessar ráðstaf- anir fyrir atvinnumálaráðherran- um, sem jafnframt er póstmála- ráðherra. Kæra mun sömuleiðis vera á leiðinni norðau úr Þing- eyjarsýslu og ef til vill víðar að. Tíminn treystir því fastlega að lag- færing verði á þessu gerð og það þegar í stað og eftirlit verði meira en verið hefir um greiðan og trygg- an póstflutning á blöðum. Slíkar ráðstafanir sem þessar geta ekki átt sér stað í landi sem teljast viH í ílokki hinna siðuðu. Fyrirlestm* K. T. Sen um Kína, er hann flulti í Iðnaðarmanna- húsinu í gærkvöldi, var svo vel sóttur, að ekki var eitt sæli óskip- að í húsinu og eru þeir tiltölulega margir í Reykjavík, sem ensku skilja. Fyrirlesturinn var prýðilega skemtilegur og ágætlega fluttur. Væri það mjög æskilegt, að erindið birtist á prenti, i þýöingu, til þess að fleiri nytu góðs af svo sjald- gæfu tækifæri, að heyra háment- aðan Kínverja segja frá ættlandi sínu. — K. T. Sen og hin íslenska kona hans fara alfarin til Kína áður langt um líður. Verða þá tvær íslenskar konur í KínU, svo að kunnugt sé. Hin er frú Stein- unn Hayes, kona Hayes trúboðs- læknis.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.