Tíminn - 11.09.1920, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.09.1920, Blaðsíða 2
142 TIMINN „Soira^ramÉirnir amerísku eru heimskunnir sem bestu og fullkomnustu grammófónar er hugvitsmennirnir hafa getað búið til. Pantið einn slíkan grammófón hjá kaupfélagi yðar eða kaupmanni með nokkrum plötum og þér munuð undrast hve mikill ánægjuauki það verður fyrir heimili yðar, þeg- ar þetta snildaráhald lætur þar til sín heyra. Samband ísl. samvinnufélaga útvegar beint frá verksmiðjunni hið viður- kenda ágæta Mc. Dougalls baðlyf. ans, og fyr eða síðar hlaut hún að koma í ljós: Bankinn fékk þá aðstöðu í land- inu, að hann varð að vera afar- varfærinn og íheldinn, ef hann átti að vinna í þágu almennings, eins og þjóðbankar gera erlendis. Peir eru bakhjallar annara bamka, síð- asta úrræðið, þrautalendingin um alla fjármálastjórn landanna. En bankinn var hlutafélag, út- lent að mestu. Hluthafarnir vildu vitanlega fá sem mestan arð af fé sínu. Vegna arðsvonarinnar höfðu þeir hætt fénu. íslenskir hagsmun- ir komu þessum útlendingum ekki neitt sérstaklega við. Hluthafarnir réðu bankastjórana upp á »prem- iu«. Því meira sem bankinn græddi, því meira varð kaup þeirra.*) Enn fremur fengu 'trúnaðarmenn flokkanna, sem í bankaráðið kom- ust, hlut í gróðanum, sömuleiðis yfirráðherrann sem er formaður í hinu svonefnda bankaráði. Sum árin varð hver þessi bitlingur á við hæstu embættislaun hér á landi. Þannig voru stjórnendur bankans, nokkrir af áhrifamönn- um þingsins og formaður lands- stjórnarinnar bundnir hagsmuna- böndum við bankann. Eftir því sem bankinn var hepnari og djarf- ari að »spekúlera«, eftir því sem landið afhenti honum meiri rétt- indi, eftir því sem landsstjórnin vanrækti meira sjálfsagt eftirlit með rekstrinum, eftir því mátti vænta að hundraðshlutur hvers af þessum mönnum yrði þyngri I sjóði er að því kom að skifta ársarðin- um. En nú er eins og sagt sé við þessa menn: »Hingað og ekki lengra«. Aðalatriði málsins er það, að forráðamenn landsins sem stofn- uðu íslandsbanka, afhentu honum seðlaútgáfuna, sparisjóðsféð o. s frv., gáðu þess ekki, höfðu ekki vit á þvf, að hagsmunir landsins heimtuðu,að banki með slíkum rétt- indum vœri varfœrnin sjálf. En þeir fengu samt þessi réttindi, fjöregg þjóðarinnar, I hendur útlendu gróðafélagi, sem hlaut að byggja störf sín á djörfum og þá stund- um miður varfærnislegum grund- velli. Enn síður var þess gætt að yfirmenn bankans og yfimenn landsins höfðu sérstakra hagsmuna að gæta, og að það var þeirra hagur aö bankinn væri rekinn sam- kvæmt óskum hluthafanna þ. e. að láta gamminn geisa. Græða fyrir sjálfa sig og hluthafana hvað sem liði almenningsheill. Petta fyrirkomulag hlaut að sigla *) Sum undanfarin ár er talið að bankastjórarnir hafi fengið um 40 þús. kr, i árslaun hver. í strand fyrir annaðhvorn aðilann. Nú hefir landið orðið fyrir ólán- inu. hað er alls ekki líklegt, enn slður æskilagt, að hluthafarnir verði fyrir svipuðum halla. heirra hags- munir eru alt aðrir en hagsmunir landsins. Og enn hafa engin gögn komið fram, sem sýni að hlutaféð sé í hættu, eða ársarður bankans verði sérlega lítill. En um hitt þarf engum blöðum að fletta, að álit landsins og traust erlendis má ekki minna vera og að sú álitsrýrnun stendur í beinu sambandi við það að íslandsbanki innleysir ekki seðla sina erlendis, og getur ekki upp- fylt samninga með peningaflutninga milli landa. Samkvæmt því sem að ofan er sagt er allmikili munur á aðstöðu íslandsbankastjóranna, og þeirra íslensku stjórnmálamanna, sem hlaðið hafa skjaldborg um bank- ann. Bankastjórarnir eru ráðnir af hinu erlenda gróðafélagi. Þeir eru þjónar þess. Og þeir hafa sjálfsagt að mörgu leyti staðið vel í stöðu sinni gagnvart hinum erlendu hlut- höfum. Peir hafa ekki verið kosn- ir af ísl. kjósendum til að gæta hagsmuna landsins. Þyngsta ábyrgðin liggur á ís- lendingum sjálfum. Megin þorri þjóðarinnar hefir verið sljór og hugsunarlaus um voðann sem yfir vofði og nú hefir skollið á. Peir menn meðal hinna svonefndu leið- toga sem sérstaklega hafa verið hirðulausir í þessu efni hafa eink- um fundið náð fyrir augum hinna »gætnu« og féspöku kjósenda og þingmanna. Það fer allvel á því að tveir úrvalsmenn úr þessum vinahóp hlulhafanna fara nú með æðsta umboð í þessum efnum fyrir þjóðarinnar hönd. Jón Magnússon er forsætisráðherra og formaður í bankaráði íslandsbanka. Haustið 1916 var hann á kjósendafundi í Rvík spurður hvort hann vildi vinna aö því að kaupa upp hluta- fé íslandsbanka og gera bankann að þjóðbanka. Jón svaraöi vífi- lengjum og útúrsnúningum. Allir fundu að hann vildi ekki kaupa bankann, Nokkru síðar, þegar tíð- rætt var um hið opinbera geymslufé í þinginu, var ráð Jóns það eitt að fara þyrfti varlega að íslandsbankal Þingheimur þóttist sjá að manninn myndi skorta einurð gagnvart hinni erlendu stofnun. Og aldrei hefir vitnast um eitt einasta atriði þar sem Jón hafi litið á mál íslands- banka öðruvísi en hluthafarnir hefðu getað óskað. Hafi hið gagn- stæða átt sér stað hefir forsætis- ráðherrann farið mjög vel með þá hlið skoðana sinna. Um fjármálaráðherrann er hið sama að segja. Stuðningsmenn hans geta að minsta kosti ekki ásakað neina fremur en sig sjálfa, þó að eitthvað þyngist fyrir fæti um traust og álit landsins í fjármálum. Full- trúi þeirra sýndi í fyrra í seðla- kaupamálinu að hluthafarnir þyrftu ekki að óttast hann fyr eða síðar. Og nú biður hann Morgunblaðið að skila þeirri djúpvitru bendingu til landsmanna, að sparsemi myndi vera vel við eigandi, eins og mál- um er komið. Ekki eitt orð um það sem alt veltur á: Hver á að eiga aðal viðskiftabanka Íslendinga framvegis? V. 1 vetur á að heyja alþingi. Mál íslandsbanka hlýtur að verða aðal- umræðuefni þingsins, jafnvel þó reiknað sé með þeirri góðu gáfu margra þingmanna, að sjá og skilja aldrei rétt nema aukaatriði. Af málavöxtum og undangeng- inni reynslu má giska á aðstöður þær tvær sem teknar verða. Vinir hluthafanna munu eins og fyr reyna af fremsta megni að hindra að Islandsbanki starfi sem íslensk stofnun. feir mun afsaka misstignu sporin og lofa landinu að tæma hinn beiska bikar i grunn. Fái þeir að ráða geta þeir væntanlega trygt landinu fullkomið gjaldþrot í næstu fjárkreppu. Sennilega verða einhverir þing- menn til að rísa upp móti þeim ágalla sem nú veldur óláni lands- ins: Eignarráðum erlends hlutafé- lags yfir fjöreggi landsins, höfuð- bankanum. Takmark þeirra hlýtur að vera það, að framkvæma ósk reykvískra kjósenda frá 1916, þá sem J. M. vildi ekki taka til greina: Að kaupa fyrir landsfé hlutabréf lslandsbanka og gera hann að sannarlegum þjóðbanka, svo að hagsmunaklofningur sá, sem nú á sér stað, þurfi aldrei framar að koma íslandi í námunda við gjald- þrot — ekki einusinni í augum er- lendra viðskiftamanna. En þau kaup getur enginn sá maður framkvæmt stm ér hrædd- ur við hluthafa íslandsbanka eða ber hagsmuni þeirra afarmikið fyrir brjósti. Sú eina mikilvæga spurning sem kjósendur geta beint til þingmanna áður en þeir leggja af stað til þings erþetta: þorir þú að kaupa íslandsbanka landinu til handa? Eins og engin ástæða er til að áfella sérstaklega bankastjóra ís- landsbanka fyrir það sem orðið er, má segja að hið sama gildi um hluthafana. I*eir vilja græða sem mest á íslandi, og það gátu allir sagt sér fyrir fram, er fé þeirra var falað með þessum kostum. Reir eiga þá kröfu á hendur ís- lendingum að haldnir séu við þá samningar og þeim goldið fé sitt að fullu, ef skift yrði um eigendur að bankanum. Hinu geta þeir ekki risið öndverðir gegn, þó að landið vilji líka að haldnir séu samningar við það. En það hefir ekki verið gert. Bankinn hefir ekki getað flutt peninga milli landa. Það er laga- brot, sem kostar landið margar miljónir beint og óbeint, og ef til vill hallæri og hverskonar vanda á ókomnum tímum. Landið getur sagt að það vilji ekki verða fyrir slíku áfalli aftur. í*að getur boðist til að kaupa hlutabréfin öll fyrir fullvirði og borga með ríkisskulda- bréfum, innleystum á vissum tíma. Neiti hluthafarnir, getur þingið numið úr gildi undanþáguna um óinnleysanleika seðlanna. Þessi undanþága er hlunnindi, sem taka má, þegar horfinn er grundvöllur sá sem fyr var bygt á. Þá verður bankinn að innleysa hvern seðil sinn með gulli. En það myndi að minsta kosti verða 4—5 króna tap á hverjum tiukróna seðli i hvert sinn sem hann væri innleystur. Bankinn myndi með öðrum orð- um komast i þær kringumstæður, sem honum væri með öllu óvið- ráðanlegar, og hlutabréfin verða einskisvirði, ef hluthafarnir viláu þverskallast. Sú leið er þeim því ófær, ef þing og stjórn sýna sömu rögg af sér fyrir þjóðarheildina, eins og hver einstakur maður myndi gera. ef eiginhagsmunir hans væru í veði. En þetta verk, þó einfalt sé, geta samt ekki framkvæmt nema sæmilega dugandi menn. J. J. Sýniag Ríkarös Jónssonar i Barnaskólanum. II. Eini og lauslega er drepið á, má skifta mununum á sýningu Ríkarðs i þrjá aðalflokka: 1. Mót- aðar mgndir, brjóstlíkneski og vangamyndir steyptar úr gipsi eða eir, — 2. Skornir skrautgripir úr tré og beini og 3. Teikningar ým- iskonar með blýanti, og svartri eða rauðri krít, o. s. frv. Um mótaðar myndir Ríkarðs ber kunnugum og skynbærum mönn- um mjög saman, að þær sé »lif- andi líkar« og prýðis góðar, t. d. hin stóra brjóstmynd af Þorvaldi prófessor Thoroddsen, Gunnari vefara o. fl. Vangamynd Benedikts frá Auðnum hlýtur einnig að vera afbragðs góð, því þar kemur œlt- arsvipurinn svo skýrt fram, að ætla mætti í fljótu bragði að þar sé kominn annar hvor hinna bræðr- anna, Jón eða Snorri. — Aðrar myndir af yngri mönnum og eldri, sem vér þekkjum eða höfum þekt sýna hve næmt og glökt auga Rík- arðs er fyrir svip og andlitsdrátt- um manna. — Rar er einnig inni- lega hlýleg og hugðnæm brjóst- mynd af sofandi barni, höggvin í marmara. Dettur manni ósjálfrátt í hug: »Þá skil eg marmarann fyrst og til fulls«. — Um hina miklu Vídalíns-mynd eru dómarnir misjafnir af þeim eðlilegu ástæðum, að engin sæmi- leg eða sennileg mynd er til af þessu goðmælska andans mikil- menni, er átt hefir sterkust ítök greska stjérnia og breskir verkamenn. Almennur kosningarréttur og þingræðisstjórn, sniðin eftir enskri fyrirmynd, ryður sér til rúms því nær um allan heim. En að sama skapi þverrar trú manna á þessu stjórnarformi. Með hverju ári sem líður þróast sú skoðun, að þing- valdið sé varla nema skuggi fjár- hagsvaldsins. Auðurinn sé sterk- asta aflið í nútíma þjóðfélögum. í framkvæmdinni verði þing og meirihlutastjórnin litið annað en þjónar þeirra, sem stjórna auðn- um í hverju landi. Þessi skoðunarháttur leiðir alveg að sjálfsögðu af sér lítilsviröingu fyrir þjóðþingunum og hinu eftir- sótta lýðfrelsi, sem í framkvæmd- inni verður að tálmynd og hé- góma. Ringsaga Breta siðastliðið sumar sannar glögglega þessa stefnu- breytingu, og er það því irerki- legra, þegar þess er gætt, að þing- stjórnin er ekki einungis elst í Bretlandi, heldur og fullkomnarií verki, heldur en i nokkru öðru land'. .þjóðin alment þroskaðri en gerist og rammari skorður reistar við stjórnmálaspillingu heldur en tiðkast með öðrum þjóðum. Rússlandsmálin hafa verið efst á baugi hjá Bretum, síðan mót- staða Þjóðverja var brotin á bak aftur. Rað var um tvent að gera gagnvart Rússum: Frið eða ófrið. Churchill heitir hermálaráðherra Breta. Hann er af aðalsættum, glæsimenni, allvel viti borinn, en fljótráður og vill láta mikið á sér bera. Hann er íhaldsmaður og hinn mesti óvinur núverandi Rússa- stjórnar. Hann réri að því öllum árum, að halda ensku herliði sem lengst í Norður-Rússlandi, til að efla með því andstæðinga Bolche- wicka, sem sóttu þá heim með vopnum. Samt var aldrei talið vera strið milli Englands og Rúss- lands, þó að svo væri í raun og veru, Verkamenn á Englandi undu illa þessu ástandi. Reir voru þreyttir á blóðsúthellingum og vildu ekkert nema frið. Hinsvegar grunuðu þeir auðmennina um, að vilja ófrið, bæði til að græða á sölu vista og hergagna, og til að brjóta á bak aftur Sameignarríkið í Rússlandi, Reir töldu Churchill ráðherra og fieiri af forkólfum ihaldsmanna sanna að sök um að draga Breta- veldi inn í ranglátan og óþarfan ófrið. Verkamenn mólmæltu striðinu þá svo kröftuglega, að Lloyd Ge- orge sá sér þann kost vænstan, að draga enska herinn heim frá Norður-Rússlandi, en þó hélt Chur- chill áfram langa stund, og ef til vill til þessa dags, að senda óvin- um Rússa hergögn og peninga á laun. Tjáði Churchill afturhalds- forkólfunum rússnesku, að öll sín aðstoð yrði að vera leynileg, bæði vegna Lloyd George og þó eink- um sökum mótþróa enskra verka- manna. Svo fór að lokum, að allur hern- aður og hjálp Churchills í Rúss- landi varð að engu og honum til minkunar. Leið nú fram á vor- daga 1920. Pólverjar hófu hernað sinn, svo sem fyr er frá greint, vitanlega með fullu samþykki hern- aðarflokksins enska, þó að síðar væri þrætt fyrir, þegar miður gekk fyrir Pólverjum. Um þelta leyti var mikið samn- ingaþóf um verslunarskifti milli Lloyd George og Lenins stjórnar- innar. Rússum var hin mesta nauð- syn að fá frið, því að þó að landið sé gott, vantar þá stórlega margs- konar iðnaðarvöru og læknisdóma. Á hinn bóginn vonuðu Bretar, að ef þeir gætu selt til Rússlands iðn- vörur sínar og fengið . þaðan ó- unnin efni og kornmat, myndi takast að minka dýrtíðina og verða samkepnisfærari, einkum gagnvart Bandarikjamönnum. í fyrstu var tilætlunin sú, að skifta að eins viö samvinnufélögin rússnesku. Þau eru geysi-voldug og hafa því nær alla verslun landsins i sínum hönd- um. Með því þurfti ekki beinlinis að viðurkenna stjórn Lenins. En þó fór svo, er á leið samninga- undirbúninginn, að fulltrúarnir rússnesku í London voru i raun og veru fullkomnir sendiherrar fyrir land sitt, þó að eigi væru þeir það að forminu til. Styrjaldar-gæfan á pólsku víg- stöðvunum hafði mikil áhrif á samninga þessa. Meðan Rússum gekk vel, leit alt vel út um versl- unina. Stóð að eins á einhverjum smá-atriðum. En þegar út leit fyrir, að Pólverjar yrðu með öllu yfir- bugaðir vildi Lloyd George hefta framsókn Rússa með þvi, að tengja saman þetta tvent: Pólsk-rúss- neskan frið og ensk-rússneska við- skiftabyrjun. Lagði enska stjórnin reiði sína við, ef eigi væri að þessu gengið, og hótaði Rússum full- kominni styrjöld eins og máttur Bretaveldis leyfði. En Rússar sneru sig laglega úr þessari klipu, enda játa jafnvel óvinir þeirra, að eigi sé við lambið að leika sér í samn- ingum, þar sem eru Lenin og fé- lagar hans. Peir skiftu málinu í tvent. Buðust til að semja um góð- an frið við Pólverja sjálfa, ef þeir bæðu friðar i einlægni, en siðan um verslunarviðskiftin við Breta. Petta varð Lloyd George að láta sér lynda og ráðlagði hann nú Pólverjum að biðjast friðar. Sam- hliða þessu kom mikil sendisveit frá Rússum til Lundúna til að hefja verslunarsamningana. Nú þótti hernaðarflokknum enska horfa þunglega. Pá er það, að Ghurchill ráðherra ritar grein mikla í eitt enska stórblaðið, og reif í raun og veru alt niður, sem sam- herjar hans höfðu þóst vera að byggja. Kvað hann nú Pólverja að þrotum komna og bersýnilegt að Rússar myndu sækja vestur í Evrópu og rífa niður eignarrétt einstaklinganna og alla samvinnu. Eldurinn væri nú kominn að tak- mörkum Pýskalands. Nú væri tæki- færi fyrir Pjóðverja að friðþægja fyrir gamlar syndir með því, að hefja stríð a móti Bolchewiekum og hrekja þá austur á bóginn. Grein þessi vakti hina mestu undrun og eftirtekt. Rússar þóttust af henni sjá, að Bretar sætu enn á svikráöum við þá. Þjóðverjar töldu að þeir ættu að verða ginn- ingarfífl sinna fyrri óvina, og hefja ófrið þeirra vegna, þótt þeim hefði nær því blætt til ólífis í hinni fyrri styrjöld. Frakkar töldu það mikil býsn, ef Bandamenn ættu nú að koma til Pjóðverja og biðja

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.