Tíminn - 11.09.1920, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.09.1920, Blaðsíða 3
TIMINN 143 Kenslubók í íslandssögu eftir Jónas Jónsson Kemur á markaðinn í haust. Fyrra heftið fullprentað. Ársæll Árnason gefur út. — Fæst hjá öllum bóksölura. r l 1 Peir, sem hafa hug á að ganga í félagið, geri svo vel að snúa sér til Einars garðyrkjustjóra Helgasonar. Fyrir æfifélaga er tillagið 20 kr., en ársfélaga 2 kr. — Ársrit félagsins sendist öllum félagsmönnum. Reykjavík 2. sept. 1920. St jórnin. allra guðfræðinga í huga ísl. al- þýðu um langan aldur. En vel trúlegt virðist mér það, að mælska Og eldmóður og járnvilji »meistara Jóns« hafi einmitt átt sér óðal og erfðafestu í álíka sterkum og mikilúðlegum andlitsdráttum og þeim, er Ríkarður sýnir oss. Hina skornu muni hefl eg þegar lítillega minst á, og yrði of langt mál að lýsa þeim nánar. Eru þar skrautlegir myndarammar, baukar og skrin og skrauthylki, hylla í rúmfjalastíl o. m. fl. Ber margt þessa greinilegan vott um sérstaka og frumlega smekkvisi og er auk þess svo prýðilega gert og sumt afbragðslega, að vel myndi þykja sóma sér í fremstu röð þvilíkra gripa, hvar sem væri erlendis. Fer þar saman ótvíræð list og snilli jöfn- um höndum, þykir mér sennilegt, að sumt þessara muna verði talið sem endurfæðing (»renaissance«) íslenskrar skurðlistar og skraut- gripasmíðar er fram líða stundir. Teikningarnar eru mjög fjöl- breyttar og ber þar mest á manna- myndunum. Ein hin allra tilkomu- mesta er myndin af Hermanni Jónassyni frá Ringeyrum. Og minnistæð verður hún öllum oss er þekkjum Hermann vel og þykir vænt um hann, séstaklega er augnaráð Hermanns aðdáanlega líkt og lifandi, og í þvi eru ein- mitt fólgin dýpstu og sérkennileg- ustu eiginleikar Hermanns. — Pal- ur gæti sú mynd heitið, ef eigi væri nafngefln og af alkunnum manni, því betri og virðulegri ímynd íslensks sagna- og fræða- þuls er vart hugsanleg. Á mynd þessi með fulluin rétti heima á is- lensku listasafni, í deild mynda merkra og sérkennilsgra manna, og hefir Ríkarður þegar lagt ríf- legan skerf til þeirrar deildar, enda er honum óvenju sýnt um að leiða fram og »geyma« ramíslensk andlit. »Fijótaskriftir« kallar R. allmarg- ar myndir frá Pingvallafundinum í fyrra — og víðar að. — Eru margar þeirra framúrskarandi lík- ar og lifandi, þótt að eins sé laus- leg riss í fáum dráttum. Er það hverju »Bío« skemtilegra að at- huga andlitsdrætti og svipbrigði merkra manna og upprennandi þjóðskörunga á sálarlausum stjórn- málahimni vorum, er þar bera fyrir augu vor frá ýmsum hliðum. — Tröllamyndir Ríkarðs, kýmn- ismyndirnar o. m. fl. eru að lík- indum ramíslenskari í anda en nokkurn grunar í fljóta bragði, og gaman hefði verið að geta minst þeirra nánar og sérstaklega. Eru t. d. »Hinn mikli fjósamaður« (og Holts-boli), »Brennivínsberserkur«, »Pontíus« o. fl. lifandi hold ísl. alþýðu þeirra alda, sem nú eru að liða undir lok, því miður að mörgu leyti. Er nú vart til framar ærleg varta eða æxli á þjóðlíkama vorum af ramislenskum rótum runnin. Alt er nú innflutt eða illa stælt. Jafnvel sjúkdóma og afkára- skap sækjum við til útlanda og þykjumst orðnir »forframaðir«. Er því heilnæm hugvekja að skoða þessar forkostulegu myndirTlíkarðs, er minna oss sem nú erum full- orðnir að aldri svo átakanlega á bernskudaga vora. Voru þá bæði kostir og kenjar með þjóð vorri, að líkindum meiri og sérkennilegri en hjá nokkurri annari Norður- landaþjóða. — Nú er flest þetta að liða undir lok. Bráðum verður að eins Holtsboli eftir, hið mikla naut. Honum einum viðist langt lif lagið með þjóð vorri. — Sýning Ríkarðs er annars sann- nefndur sólskinsbletlur í heiði á þessari »kreppings«-öld, andlega og efnalega, er nú vofir yfir Iandi og þjóð. Og maður verður bjart- sýnn og barnslegur á ný, glaðst yfir snilditini sem leiftrar og lýsir út úr hverju hnifsbragði og hand- taki á bestu mununum, og dreym- ir vordrauma um vöxt og þroska ísl. listar, sem augljós er í frumleik og sjálfstæðum hugmynda auði á mörgu því er Ríkarður hefir borið fram frá eigin brjósti. Ríkarður er eigi að eins þjóðhagasmiður og snillingur í auga og hönd. Pað hafa margir feður hans verið um langan aldur. Hann er einnig skáld. Og það skilur á milli listar og snilli. Skáld eigi að eins i bundnu máli, heldur einnig í skapandi hugmyndum og frábarlsga högum höndum. — Að endingu vil eg þá óska Rík- arði fararheilla og góðs gengis 1 Rómaför sinni. Vona eg innilega að hann nái fundi páfa og fái þar syndalausn oss Islendingum til handa fyrir hinar miklu syndir vorar á síðustu öldum gegn flestu því sem dýrast hefir verið og best í þjóðerni voru og þjóðarfari. Helgi Valtýsson. Hafnarnefnð ætlar, fyrir næstu vertíð, að láta reisa nýja bryggju við austur-uppfylling hafnarinnar. Er höfnin orðin alt of lítil. Tveir álftarungar eru komnir á Reykjavíkurtjörn og eru mikil bæj- arprýði. Náðust vestur á Snæfells- nesi og voru tamdir og siðan gefn- ir á Tjörnina. Frá titlöníIiAni. Vinstrimannaleiðtoginn danski, J. C. Christensen lýsir þvf yfir að við næstu kosningar muni hann í síðasta sinn gefa kost á sér til þingmensku og þá hætta sinni pólitisku starfsemi. Ber við heilsu- bresti. Myndarleg gjöf berst Pjóðverjum frá Bandaríkjunum að forgöngu bændafélaganna. Eru það hundrað þúsund mjólkurkýr, sem sendast eiga að gjöf til Pýskalands og ekki að veljast af verri endanum, því að engin á að mjólka minna en 2500 lítra um árið. Bandaríkja- menn sjá fyrir fóðri og flutningi yfir hafið. — Framsólcn Pólverja mun að mestu stöðvuð, en Rússar virðast enn fara halloka. Um hernað Wrangels á Krím berast ýmsar sagnir. Segjast Rússar hafa ger- sigrað hann, en hann telur það með öllu ósatt. — Kolanámumennirnir ensku samþyktu það með miklum meiri hluta atkvæða að hefja verkfallið, voru 606,782 atkvæði með því en 238,865 á móti. Er þó búist við að reynt verði að koma á samning- um til þess að koma í veg fyrir verkfallið. — Hinn fyrsta þessa mánaðar voru hátíðahöld mikil í Danmörku í minningu þess að þá voru liðin 100 ár frá því að H. C. Örsted fann rafsegulmagnið. Á þessum há- tíðahöldum birti danskur verkfræð- ingur, Johansen að nafni, nýja uppgötvun, sem talin er að muni hafa mjög mikla þýðingu og breyta og bæta að stórum mun símtal og símritun, bæði með þræði og þráðlaust. — Tíðindum þykir það sæta að á olympisku leikunum í Antwerp- en hafa Englendingar orðið undir í knattspyrnukappleikunum, en hafa alt til þessa staðið langfremst- ir í þeirri íþrótt. — Flugsamgöngurnar eru æ að aukast. Eru Pjóðverjar að smíða Zeppelín-skip, sem á að bera 230 smálestir og vera í förum milli Berlínar og San-Franciskó. Er bú~ ist við að það verði 4 daga á leið- inni og fargjaldið lítið hærra en með eimskipum. — Skipahringurinn ameríski hef- ir gert samband við eitt af stærstu skipafélögum Pjóðverja og búast Englendingar við harðri samkepni úr þeirri átt. — Samkvæmt grundvallarlögun- um dönsku á að fara fram þjóðar- atkvæðagreiðsla í hvert skifti, sem grundvallarlögunum er breytt, og til þess að breytingin verði að lög- um, er ekki nóg að einfaldur meiri hluti greiddra atkvæða sé með, heldur er það og tilskilið, að 45% allra kjósenda taki þátt í kosning- unni. Slík þjóðar-atkvæðagreiðsla fór fram 6. þ. m. um grundvallar- lagabreytinguna, sem leiðir af sameining Suður-Jótlands, og var all- eftirtektaverð. Jafnaða r menn voru sem sé óánægðir með grund- vallarlögin og vildu koma að ýms- um breytingum öðrum samfara. Peir bundust því samtökum um, að taka ekki þátt í þjóðaratkvæða- greiðslunni, gerðu ráð fyrir að þá yrðu vart nógu mörg atkvæði með breytingunni, og þá yrðu borgara- Tapað hefi eg úr heima- högum jörpum hesti 8 vetra göml- um. Hann er í meðallagi stór, klárgengur, mark: stig framan vinstra. — Sá, sem kynni að verða var við hestinn, er vinsamlega beðinn að gera mér aðvart gegn ómakslaunum. Stekkum í Flóa 1. sept. 1920. Grísli Ólaísson. Tapað hefi eg úr heima- högum, seint í júlí, móalóttum fola með stjörnu, 4 vetra gömlum, ójárnaður, mark: sneitt framan hægra, stig framan vinstra. — Sá, sem kynni að verða var við fola þennan, er vinsamlega beðinn að gera mér aðvart sem allra fyrst gegn ómakslaunum. Geirakoti í Flóa 1. sept. 1920. Guðm. Einarsson. flokkarnir að ganga til samninga til þess að koma breytingunni í gegn. Petta fór þó á annan veg. Prátt fyrir það þótt jafnaðarmenn greiddu ekki atkvæði varð þátt- takan nægilega mikil. Á kjörskrá voru 1,291,745 og greiddu 613,471 atkvæði með breytingunni. en 19,490 á móti. Breytingin er því samþykt og nýjar kosningar fara fram I haust. — Hinn 24. þ. m. verðnr sett í Bryssel, höfuðborg Belgíu, alþjóða- fjármálastefna. Er búist við að fulltrúar fjörutíu ríkja muni koma þangað, þar á meðal fulltrúar frá Pýskalandi og Austurríki. — Japanar og Bandaríkjamenn hafa með samningum sett niður deilumál sín. — Tveir póslmeistarar, sem ný- lega hafa verið skipaðir í embætti á Suður-Jótlandi, hafa ráðið sjálf- um sér bana, Óvíst er um orsakir. — Látinn er í sumar í Noregi einn af andans jöfrum þarlendum, kirkjuhöfðinginn og lýðháskóla- frömuðurinn Cbristopher Bruun, sem mörgum mun kunnur hér á landi af ritum sínum og starfi. Hann lést á búgarði sínum, en var grafinn í Kristjaníu í þeim kirkjugarði, sem geymir bein margra hinna frægustu Norðmanna, aldarinnar sem leið, t. d. Ibsens og Björnsons. oilíjxa eftir all Élaína. þá hjálpar í neyð. Sú hjálp yrði dýrkeypt, því að til að launa hana yrði að fyrirgefa Pjóðverjum öll þeirra fyrri afbrot og skaðabæt- urnar með. í sama streng tóku ensk íhaldsblöð, en verkamenn þar í landi kváðu ráðherrann nú ber- an að sök um að vilja stofna til aukinna friðslila og vandræða. — Lloyd George var í miklum vand- ræðum í parlamentinu er hann þurfti að verja ræðu þessa, og á hann þó varla sinn líka I hug- kvæmd, er verja þarf vafasaman málstað. Samtímis þessu gerðust önnur atvik sem benda þóttu í þá átt, að England kynni að hefja ófrið. »Times« kvað svo að orði, að aldrei hefðu slikar blikur verið í lofti síðan styrjöldin skall á 1914. Kongurinn og þingið fengu ekki »sumarleyfi« á tilsettum tíma. Miklum óhug sló á allan almenn- ing. Sýnilegt þótti, að ef Pólverj- ar færu algerlega halloka myndu hernaðar-forkólfar Bandamanna senda lið austur þangað. Hug Frakka vissu allir. Sömuleiðis örð- ugleikana að sækja Rússa heim. Tveim mestu hershöfðingjum seinni alda hafði orðið um megn að vinna Rússland. Herferð þang- að austur hlaut að kosta mörg hundruð þúsund mannslif, verða langvinn, og að líkindum alveg árangurslaus, að minsta kesti fresta hvíld og friði um langa stund. Pá gerist það að verkamanna- félögin ensku taka til sinna ráða. Mótmælafundir voru haldnir hvar- vetna um landið, styrjaldir for- dæmdar og sérstaklega herferð gegn Rússum, þar sem réttlæting væri engin eða sönn tilefni, annað en hagsmunir nokkurra stóreigna- manna og braskara. Öll iðnfélög landsins sendu fulltrúa til London og urðu þeir þúsund saman. Full- trúar þessir kusu sér framkvæmd- arráð er sitja skyldi í London, en hafa undir deildir í hverjum bæ í Bretlandi. Framkvæmdarnefndin hafði vald til að skipa öllum félags- mönnum að leggja niður vinnu, hvenær sem sýnilegt þætti að stjórn- in ætlaði að hefja ófriöinn. Allur almenningur í Bretlandi var ein- huga í þessu máli, svo að varla heyrðist nokkur mæla bót nýrri styrjöld, nema fáein römmustu afturhaldsblöðin. Flokkur enskra verkamanna í þinginu, höfuðblað flokksins »Daily Herold«, öll iðn- félög og mikill hluti smáborgara í landinu • héldu fast saman um friðarkröfuna. Ef stjórnin freistaði styrjaldar hefðu kolanemarnir hætt að afla kola, og skip, járnbrautir og verksmiður skort hreyfiafl. Járn- brautarþjónar og sjómenn látið sin miklu farartæki standa óhreyfð. Flutningsmenn og burðarkarlar í hafnarbæjunum koma eigi til venju- legrar vinnu. Enginn maður sinna vopnasmíðum eða hergagnagerð. Hinn starfandi hluti þjóðarinnar tæki sér alsherjar hvildardag, þar til stjórn landsins væri sannfærð um að henni væri ekki fær ófrið- arleiðin. Meðan stóð á þessum stórfengi- legu samtökum til að vernda frið- inn létu blöð íhaldsmanna óspart dynja háðsyrði og ákúrur á iðn- félögunum og þá ekki sístforgöngu- mönnunum. En i aðalatriðunum urðu þau að láta undan síga. Nú þóttust þau aldrei hafa viljað ófrið, ekkert nema frið. Sama sagði stjórnin, en orð hennar og verk undanfarin missiri báru vitni í gagnstæða átt. Framkvæmdanefndin krafðist af stjórninni að hún hætti bæði beint og óbeint að ala á ófriði í Austur- Evrópu, að hún semdi frið við Rússa þegar í stað og tæki upp viðskifti viö þá, sem aðrar þjóðir, Verður varla langt að bíða þess að stjórnin taki tillit til þjóðarvilj- ans. Hvaðanæva úr löndum bárust framkvæmdarnefnd breskra verka- manna þakkarorð og samúðarskeyti frá lagsbræðrum sínum. Sömuleiðis frá hinum nýja stjórnmálaflokki amerískra bænda. Bretum var sjálfum ljóst, bæði auðmönnum og verkamönnum, að með myndun framkvæmdarráðsins, og með hinni undirbúnu og al- varlegu hótun um að svara viss- um aðgerðum stjórnarvaldanna með því að halda að sér höndum og láta hjá líða að vinna hvers- dagsleg störf, byrjar nýr þáttur í stjórnarfari þjóðarinnar. Pingræðis- stjórnin er komin í óálit. Annars- vegar leikur auðvaldið sér með þing og stjórnir. Hins vegar finna öreigarnir ráð til að forða sér und- an verstu áföllunum með sldpu-. lagsbundnu iðjuleysi. Hið gamla form er að hrynja og ekki séð enn hvað í staðinn kemur. FornmenjasRfninn hefir nýlega borist rúnasteinn norðan úr kirkju- garðinum í Stórholti í Fljótum. Pótt rúnirnar séu máðar orðnar hefir fornmenjaverði tekisl að lesa þær og hljóða þær svo: »Hier hvil- er under Tomas Brandarson hvörs sál eð guð varðveite under sinne blessan á [himnum].« Er steinninn, samkvæmt áliti fornmenjavarðar, vafalaust lagður yfir Tómas bónda í Tungu í Stíflu um 1600, Brands- son hins ríka Helgasonar. AYI Hafið þér gerst kaupandi að Eimreiðinni? II. Það var liðið langt af nóttu, þá er Rossi svaraði Rómu. Mín kæra R! Pér megið ekki vera áhyggju- full um það sem eg hefi gert eða reynt að gera. Pað hlaut að ger- ast, já, þótt refsingin hefði verið hundraðfalt þyngri. Auk óskar yð- ar, var það annað sem hvatti mig, en það er leyndarmál, og væri eg katólskur myndi eg og skrifta. Nú virðist öllu vel borgið og þar eð bæði þér og eg höfum náð til- ganginum, þar eð sá óréttur er að nokkru bættur, sem eg gerði yður, þar eð eg hefi að nokkru leyti leyst af hendi það, sem eg ætlaði mér, þá er aðstaða mín sú, að vilji eg gera skyldu mína gagn- vart yður og sjálfum mér, þáverð eg að láta sambandi okkar vera lokið. Vinna mín bíður mín, eins og þér segið. Á hverju augnabliki get eg vænst brýnna starfa og eg er ekki herra yfir tima mínum. En eg myndi segja ósatt, segði eg að þetta væri eina ástæðan til skiln- aðarins. Pað er og önnur ástæða, og mig tekur það sárt, að eg get ekki útskýrt hana eins einlæglega og eg hefði viljað. Eg hefi alt af átt það á hættu, að bréf mín væru i rannsökuð, og það er ótrygt, því

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.