Tíminn - 11.09.1920, Blaðsíða 4

Tíminn - 11.09.1920, Blaðsíða 4
140 TIMINN Eiiteistafc Skóverslun. Hafnarstræti 15. Selur landsins bestu gúmmi- stígvél, fyrir fullorna og börn, — ásamt alskonar leðurskó- fatnaði. Fyrir lægst verð. Greið og ábyggileg viðskifti. Topast hefir rauður hestur, klárgengur, ættaður noröan úr Skagafirði; mark: tvístýft framan hægra, tvírifað í stúf vinstra. Hver sem kynni að finna hest þennan, er vinsamlega beðinn að gera undirrituðum aðvart, svo fljótt sem unt er. Ásum i Árnessýslu. Porgeir Jóhannesion. að þjónustufólkinu er ekki hægt að treysta, að senda bréf utan póst3, þess vegna þori eg ekki að tala skýrar. Sannleikurinn er sá, að við get- um ekki haldið áfram að vera vinir, því að eg elska eina, sem því miður stendur yður mjög nærri, en milli okkar eru óyfirkvæmi- legar hindranir. Þakka yður fyrir þá yndislegu tima, sem við nutum saman. Það er ekki mér að kenna, að eg verð að láta endurminninguna um þá hverfa i djúp gleymskunnar. Petta, Sem eg get ekki talað nánar um, þarf þó ekki að hindra það, að við skrifum hvort öðru við tæki- færi. Hugsið um mig eins og bróð- ur í fjarlægð, sem þér getið spurt ráða og kallað á, er eitlhvað ligg- ur við. Og ef þér kallið skuluð þér ekki þurfa að bíða svars. Trúið því, að það er eftir langa íhugun, sem eg hefi yfirunnið sjálf- an mig um að segja yður þetta, sem eg get staðið gegn þeirri freistingu, að sjá yður og tala við yður. Pér ritið um áríðandi mál og mér kemur það í hug, að þér hafið heyrt eitthvað um afstöðu mína til yfirvaldanna. En þá er maður hefir alla æfi gengið eftir gjáarbarmi, er hættan runnin manni í merg og bein. Eg bið yður því að vera ekki kvíðafull min vegna. Hvað sem það er, þá er það ekki nema brot af þeirri hættu, sem æ Vofir yfir mér. — Verið sælar. Guð veri með yður. Yðar — kæra R, — D.« III. Daginn eftir var uppi fótur og fit í dagstofu Davíðs Rossís. Garí- baldistinn gamli og kona hans báru út húsgögnin, en Elena og Jósef báru inn slóla. Þá er þau voru búin stóð borð fyrir öðrum enda stofunnar, en stólar með öll- um veggjum. Alt var tilbúið um að taka á móti forstöðunefndinni. Hún kom um átta leytið. Það voru um þrjátiu menn, sinn úr hvoru landi. Það voru einkenni- legir menn og hverir öðrum ólikir. Sumir voru velbúnir, aðrir tölru- lega, sumir virtust vera blaðamenn, kennarar, lögmenn, aðrir klæð- skerar eða járnsmiðir. Brúnó tók á móti gestunum. Hann fann að um alvöru var að ræða, en engu síður reyndi hann að segja fyndni og henda gaman að öllu. »Gott kvöld, herrar mínir! Kalt i veðri! Hr. Rossí kemur óðara. Er nýbúinn að fá ræðu konungs og er að leggja út af henni í blað- ið. Skrifar eins og elding — yður að segja. Alt í lagi — sá sem ekki brennur sjálfur, getur ekki kveikt i öðrum. Honum er raunar aldrei kalt; hann hefir ekki lagt í ofninn, er ein.s og munkur í klefa. — Eitt- hvað verður herforinginn að gera, því annars ínögla hermennirnir!« En það kom fyrir ekki að vera glaðlyndur. Myrk þöguin hvíldi yfir komumönnum. Þeir litu í kring um sig og hvorir á aðra með ólundarlegu augnaráði. Ým- ist stóðu þeir kyrrir eða hvisluðust á. Brúnó fann að það lá illa á þeim. Hann hætti þvi að hlægja og masa og var farinn að láta sér líða illa. Þá opnuðust dyrnar inn i svefn- herbergið og Davíð Rossí kom inn, rólegur og öruggur. Hann gekk fram í stofuna, án þess aö hika og tók í hendurnar á öllum. Gestirnir svöruðu handtaki hans með kulda og ólundarsvipurinn hvarf ekki. Einn eða tveir þeirra litu á hann móðgunaraugum, en hinir litu undan. Davið Rossí virt- ist ekki taka eftir óánægju sam- komunnar. Hann settist við end- ann á borðinu og bað menn um að fá sér sæli. Það lá fyrst fyrir að lesa upp skýrslu um það sem gert hafði verið síðan á síðasta fundi. Skrif- ari var Luigi Conti, maðurinn sem lesið hafði ávarpið á hátíðisdegi páfans. Hann var lágur maður en samanrekinn, brúnn í andliti og með skæra rödd. Skýrsla hans var stutt. Nefndin hafði fallist á trúarjátning og stefnuskrá for- manns. Eftirrit höfðu verið send og félagatalan hafði tífaldast. »Frá öðru er ekki að segja«, sagði Luigi, og lokaði minnisbók sinni. »Og nú« bætti hann við í ögrandi róm, »bíður nefndin eftir frekari fyrirraælum. Formaðurinn er hinn opinberi leiðtogi okkar; við væntum þess að hann gangi á undan. Hann lét svo um mælt síðast, að Lýðveldi mannanna ætti að verða veruleiki en ekki draum- ur: að við ættum að gefa gætur að þinginu, rökræða varúðarráð- stafanir, verja þá sem ranglega eru ákærðir, krefjast réttar hinum kuguðu, og laga hinum veiku og misþyrmdu! Síðan er mánuður liðinn — en við höfum ekkert gert. Ef til vill mundi formaðurinn vilja gera grein fyrir ástæðum þessa aðgerðaleysis?« Skifarinn hrisli höfuðið og selt- ist. Samkoman klappaði honum lof í lófa. Ðavið Rossí stóð upp. »Herrar mínir«, hóf hann máls. »Það er nauðsyn, áður en lengra er haldið, að skygnast um og sjá hvar við erum staddir. Skýrslan segir okkur að trúarjátningunni og stjórnarskránni hefir verið tekið tveim höndum um alla Norðurálfu og að félagatala hins alþjóðlega félags okkar hefir tífaldast. Við verðum að fullvissa okkur um að þessi árangur stafi ekki af mis- skilningi um áform okkar. Mér fyndist það ekki heiðarlegt að nota nafn og fé nokkurs manns, geti verið um misskilning að ræða, þess vegna hefi eg skrifað það sem á að útiloka alla óvissu og það er ætlun mín að láta prenta það — til þess að misskilningur geti ekki átt sér stað«. Hann tók nú minnisbók sina og' hóf að lesa, en áheyrendurnir hlýddu þögulir: »Það sem trúarjátning okkar fel- ur ekki í sér: »Hún felur það ekki í sér að núverandi þjóðskipulag sé að öllu leyti ilt og rangt. »Hún felur það ekki í sér, að við ætlum með einhverskonar of- beldi að afnema konunga, heri, landamæri, eignarrétt og persónu- legt ríkidæmi. »Hún' felur það. ekki í sér að við ætlum að bylta heiminum, þannrg að ekki séu framar til borgir, bækur, blöð, háskólar, herir og stjórnir. »Hún felur það ekki í sér að við ætlum að koma heiminum aftur í villimenskuástand, til þess að lækna þær siðferðilegu mein- semdir sem nú þjá þjóðirnar. »Hún felur það ekki 'í sér að þjóðlífið hafi að öllu leyti verið ilt og spilt í seX þúsund ár. »Hún felur það ekki í sér, að það hafi ekki verið Guð sem heim- inum stjórnaði þennan tíma, heim- inum til blessunar«. — . Kyrðin sem ríkt hafði var nú rofin af óánægjuklið og Davíf Rossí leit upp úr bókinni. »Vegna vina okkar, varð 5ið segja þetta, þvi að eg hefi orðið þess áskynja að sumir þeirra hafa haldið að við ætluðum að skapa nýjan himin yfir nýrri jörð. — Og nú skulum við segja nokkuð vegna óvina okkar«. Hann opnaði bókina aftur og hélt áfram: »Stjórnarskrá okkar segir: »Að Guð er til sem stjórni heim- inum réttvislega. »Að lög náttúrunnar stefni æ að einu: að koma á skipulagi, eining og friði, úr glundroða, ósamlyndi og stríði. »Að alt sem við ber í heiminum miði að hamÍDgju allra. »Að mörg hinna núverandi þjóð- félagsmeina muni hverfa smátt og smátt vegna laga náttúrunnar. »Að landamæri muni verða af- numin. »Að hernaður mun verða óhugs- andi. »Að persónulegur eignarrétlur á landi verður ómögulegur. »Að ranglát stjórn mun hverfa. »Að konungdómur mun hætta að verða til. ^ »Að allir munu geta unnið fyrir daglegu brauði. »Að mennirnir munu lifa inn- byrðis eins og bræður án tillits til kyns og þjóðernis. »Og að alt þelta muni verða veruleiki í náinni eða fjarlægri framtíð, vegna náttúrulaganna, af því að það er viiji Guðs, rétllæti Guðs, vegna þess að Guð er góð- ur, vegna þess að Guð er kærleikur«. Aftur gat að hej'ra óánægjuklið og Davíð Rossí leit á ný yfir hóp- inn og var fullkomlega rólegur. »Þetta varð að segjast vegna ó- vina okkar, til þess að sýna þeim að við hugsum ekki um bylting heldur þróun, sem sé eina ráðið um að ná sannri farsæld. Og er ieir segja að félag vort sé einungis draumur, hugsjón, þá skulum við sýna þeim að hún hefir og sina jýðing í daglegu lííl«. Hann leit aftur á bókina og las: wllvernig eigum við að koma lugsjón okkar í framkvæmd? »Með því að biðja: Faðir vor. . »Með því að hefja mótmæli er brotið er gegn hugsjóninni. »Með því að mótmæla hernaði. »Með hverskonar mótmælum, þá er á að þvinga okkur til að ger- ast hermenn og bera vopn. »Með því að neita því að vinna konungum og furstum eiða. »Með því að hefja mótmæli gegn öllum lögum sem vernda land- eigendur. »Og með því, þá er tækifæri gefst, að líða, vegna þtstara mót- mæla«. Prjár bækur. Tímanum hafa borist þrjár nýj- ar bækur, allar gefnar út af Þor- steini Gíslasyni ritstjóra. Öllum, eða sem öllum, hefði farið eins og þeim er þetta ritar, að grípa fyrst þá bókina, sem flyt- ur á kápunni mynd höfundar síns, ekki síst f^'rir þá sök að það er síðasta bókin sem berst frá þeim vinsæla höfundi. Bókin heitir: Samtíningur og hefir inni að halda fjórtán sögur eftir Jón Trausta o: Guðmund heitinn Magnússon skáld. Segir útgefandi í formála bókar- innar, að í hana sé safnað saman öllum þeim sögum eftir höf., sem ekki hafa áður komið út í sér- stökum bókum, bæði af því sem hann lét eftir sig í handriti af þessu tagi, er hann andaðist, svo og því sem prentað hefir verið í blöðum og tímaritum, en ekki var komið inn í eldra sögusafn hans. Með útgáfu þessarar bókar eru því öll rit Jóns Trausta komin út í bókarformi. Telur útgefandi þau upp í formálanum. Munu þeir verða margir sem nú hugsa gott til að eignast þau öll, og er það góð eign. Það á ekki við að fara að rít- dæma þessa síðustu viðbót frá Fjerde Söíorsikringsselskab (Stjórnandi: Ahlefeldt Laurvigen greifi) er eitt hið slærsta og ábyggilegasta sjóvátrjTggingafélag í danska ríkinu. Sjóvátryggingar á skipum og farmi. — Stríðs- vátryggingar á skipum, farmi og mönnum. Spyrjið íslandsbanka um félagið. Aðalumboðsmaður: TÞoryaldur Pálsson, Imknir JBaukastræti ÍO. hendi hins látna skálds. Nýrri hlið skáldskapar hans bregður ekki fyrir, nema ef til vill helst það, að meira ber á heimsádeilum í sumum sögunum en venjulega. Hinir mörgu vinir Jóns Trausta munu með sérstakri gleði taka á móti þessari síðustu sendingu. Og vonir þeirra munu ekki bregðast um að fá verulega ánægjulega bók til lesturs. »Samlíningur« stendur fyllilega jafnframarlega og fyrri tvö smásögubindin. — Önnur bókin er Drengurinn, saga eftir Gunnar Gunnarsson og hefir útgefandi sjálfur þýtt. Eru höfundur og þýðandi báðir alkunn- ir og f annan stað kom sagan fyrst út í Lögréltu, svo að óþarfi er að ræða um hana sérstaklega. Þriðja bókin heitir: Mannasiðir og er eftir Jón Jacobsson lands- bókavörð, að nokkru sniðin eftir erlendri bók um sama efni, en mörgu viðbætt og breytt. Bók þessi ber glögg einkenni höfundar síns, er prýðilega rösk- lega og skipulega skrifuð og á góðu máli. Má segja að síst hafi verið van- þörf slíkrar bókar okkur íslend- ingum til handa og að hún eigi því gott erindi. Um hitt verða æ deildar skoðanir; hvað er kurteysi og góðir mannasiðir? Hefir margt það verið lcurteysi nefnd sem í rauninni er ekki annað en prjál og tepruskapur. Að mestu leyti siglir höf. frarn hjá þeim skerjum. Á hverju heimili ættu eftirfarandi nótur að vera til: Alnæs Album for Harmoniurasolo samtals 150 úrvaldslög 1. og 2. bd. á 4,25 hvert, 3. bd. á 3,25. The liarmo- nium players recreationsbook, safnt. 198 lög, 3 bindi, á 4,75 livert. Horne- man — Scyttes Börneklaverskole (skól- inn sem mest er notaður) allur á 4,80. Czerny Etyder 1. bd. 4,40, 2 bd. 5.00, 3. bd. 3,75, 4 bd. 4,25. 45 Sonatinen og Foredragsstykker (stórt safn) 3,50. Hjemmets Bog for Harmonium 4 bindi á 2,75 liv. (í hv. bd. 75 til 100 úrvals- lög). Ruthards Klaverbuch 2 bd. sam- tals 59 lög eftir norræn og önnur tónskáld, hv. bd. 2,90. Dur og Moll samt. 50 lög f. piano 2 bd. á 2,50. Balalbum no. 1 og no. 2, i hverju hefti 10 ný- ustu danslög (valsar, foxtrot, one step) 5 kr. heftið. 1 Hver Mauds Eje. Nr. 1, 37 pianólög 2,00. Nr. 2, 96 veiþekt sönglög með teksta 2,65. Nr. 3, 15 pianólög og 21 sönglag 2,65. Nr. 4, 28 fræg pianólög 2,50. Nr. 5, 44 lög á 2,75. Nr. 6, 53 lög úr óperum fyrir fiðlusóló 2,65. Nr. 7, safn af Schubertslögum 3,25. Ung- dommcns Melodialbum (samt. 194 ljett lög) 1 hd. 3,25, 2 bd. 3,75. Norges Melodier samt. 368 norsk lög með teksta, 3 bd. á 5,00 hv. Danmarks Melodier samt. 9t)0 lög með teksta 1 hd. 5,00. 2 bd. 480, 3 bd. 3,60. Ný útgáfa: Sigf. Einarss.: Fjórir söngvar, ísl. og pýskur teksti 4,50. Allar þessar nótur sendar gegn eftir- kröfu um land alt. Burðargaldsfi ítt ef peningarnir eru sendir fyrirfram og keypt fyrir minst 10 kr. Hljóðfærahús Reykjavíkur Laugaveg 18. Athugrasemd. Frá því að póstleiðin vestur um landið var færð norður fyrir, um Stað í Hrútafirði hafa verið hin mestu vanskil á blaðasendingum hingað í 3 syðstu hreppa Austur- Barðastrandarsýslu. T. d. koma núna með seinasta pósti 14. ágúst blöð frá maímánuði. Eg hygg að margt valdi þessu, og þar á meðal ófullnægjandi utanáskrift og hirðu- leysisleg afgreiðsla. Með því fyrir- komulagi sem nú er, er að verða frágangssök að kaupa blöðin. Það yrði jafn bagalegt fyrir útgefendur sem kaupendur. Útgefendur blaða og tímarita og aðrir sendendur ættu nú að bæta úr skók með utanáskriftina, svo að þeirra yrði ekki sökin þó vanskilin héldu áfram. í Geiradals- Reykhóla- og Gufudals-hreppa á áritunin auk nafns og heimilisfangs að vera um Stað og Króksfjarðarnes. Sé þannig skrifað utan á sendingarnar berst sökin fremur yfir á póstmenn ef vanskilunum ekki linnir. Króksfjarðarnesi 24. ágúst 1920. Ólafur Eggcrtsson. inn mun síðar víkja nánar að ein- stökum atriðum í þessu sambandi. Frakkneska spítalann hér í bæn- um hefir bæjarstjórnin framvegis fengið á leigu, tímabilið 1. ág. til 1. febr. árlega, og að svo miklu leyti sem rúm leyfir annan tíma ársins verður tekið við islenskum sjúklingum. Er Matthías Einarsson ráðinn læknir spítalans. Geta 30 sjúklingar legið á spítalanum og er því að þessu hin besta bót. Tvær stofur spítalans á að ætla sérstaklega handa sængurkonum og var þess afar brýn þörf, vegna hins afar slæma ástands um hús- næði í bænum. Gjaldið verður 8 kr. á dag og í þvi innifalin lyf, um- búðir og læknishjálp. Ingólfnr Guðmnndsson hrepp- stjóri frá Breiðabólsstöðum í Reyk- holtsdal fer vestur um haf með Lagarfossi í kynnisför til æltingja sinna í íslehdingabygðum. Hann gerir ráð fyrir að koma heim aftur með vorinu. Hallgrímur Kristinsson fram- kvæmdastjóri kom í vikunni, með Sterling, úr ferðalagi kring um land. Fréttix*. Ávarp Sambandsstjórnarinnar. Tíminn vill vekja sérstaka alhygli allra samvinnumanna á þeim al- vöruorðumv sem Sambandsstjórnin beinir til þeirra í blaðinu í dag, og hvetja menn til alvarlegra íhug- ana og framkvæmda út af þeim. Munu allir vita að það er ekki að ástæðulausu sem slíkri opinberri hvatningu er til þeirra beint. Tíiji- »Beskytteren« tók fyrir stuttu íslenska botnvörpunginn »Ara« fyr- ir utan Patreksfjörð og kærði um ólöglegar veiðar i landhelgi. Ákær- an varð ekki sönnuð, og slapp skipið við sekt, en skipstjóri sætti áminningu. Tvö norsk skip hafa verið sektuð fyrir landhelgisbrot nyrðra. / Ritstjóri: Tryggvl Þórhallsaon Laufási. Simi 91. Preatsmiðjan Gutenberg,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.