Tíminn - 18.09.1920, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.09.1920, Blaðsíða 2
146 TIMINN Lifebuoy-hveÍtÍð er ein hin allra besta amerískra hveititegunda. Biðjið ávalt um þá tegund ef þér viljið fá verulega gott hveiti. Hveitið Trumpeter er einnig góð tegund þótt það jafnist ekki að fullu við Lifebuoy. Það er mjög ódýrt eftir gæðum. Par sem alt hveiti hefir nú hækkað í verði er enn brýnni þörf en ella að ná í notadrýgstu tegundirnar. Um aukning sjóða. Síra Eiríkur Briem prófessor rit- ar grein í Andvara þ. á., með þeirri yfirskrift sem að ofan segir. Vill Tíminn vekja athygli á grein- inni og leyfir sér að prenta upp úr henni nokkur atriði, til þes* að komi fyrir fleiri augu. Höf. segir í upphafi mál&: »Flestir munu vera samdóma um að gott sé fyrir hvert þjóðfé- lag að þar sé til mikið almannafé, er ber stöðugan arð, því að vöxt- um má þá verja til ýmiskonar gagnlegra hluta. En eins og það er gagnlegt, að slíkt fé sé til, svo er og æskilegt, að það fari vaxandi, og það er einnig auðvelt að koma þessu til leiðar, með því að Ieggja nokkuð af vöxtunum árlega við höfuðstólinn. Margir eru þó, sem þykir ísjárvert að gera mikið að því, og mun það oft vera sprottið af misskilningi. Þeir gæta eigi að þvi, að peningarnir falla í verði eftir því sem stundir líða, svo að sá sjóður, sem stendur i stað að krónutölunni til, fer þó i raun og veru minkandi smámsaman. Enn- fremur halda margir, að sá sjóður geri að samtöldu meira gagn, þar sem mestur hluti vaxtanna er ár- lega notaður, heldur en sá sjóður, þar sem miklu af vöxtunum er ár- lega bætt við höfuðstólinn, en þetta er ekki rétt. bótt vextir þeir, sem útborgast, séu í byrjuninni minni, ef mikið af vöxtunum er árlega lagt við höfuðstólinn, þá verða þeir þó miklu meiri síðar, svo að þegar litið er á langan tíma verð- ur það að samtöldu langt um meira fé sem útborgast og verja má samkvæmt tilgangi sjóðsins, ef miklu af vöxtum hans er árlega bætt við höfuðstólinn, heldur en ef það er lítið«. helta rökstyður höf. með tölum og miðar við þá vexti sem Söfnunar- sjóðurinn greiddi síðastl, ár, 4,77°/«. Ef Vio vaxta er lagður við höfuð- stól, er 1000 kr. höfuðstóll eftir 100 ár orðinn 1609 kr. og útborg- aðir vextir hafa verið 5484 kr. og eftir 200 ár er hann orðinn 2590 kr. og útborgaðir vextir 14311 kr. En séu 8/i vaxta lagðir við er sami höfuðstóll eftir 100 ár orðinn 33616 kr. og útborgaðir vextir hafa verið 10872 kr. og eftir 200 ár er hann orðinn 1,130,056 kr. og útborgaðir vextir 376,352 kr. Höf. reiknar út um mörg fleiri tilfelli og sannar, »að því meira af vöxtunum, að 8/*, sem árlega er lagt við höfuðstólinn, því meir af vöxtunum kemur samtals til út- borgunar ó 100 árum og því frem- Vitaistiirtsr hinaa rétttrnulu. íhuganir ritstjórans. Glöggskygnir menn hafa getið þess til, að ókyrleiki nokkur mundi verða i herbúðum rétttrúnaðarins um þessar mundir. Ber einkum tvent til þess að búast mátti við slíku: fyrst og fremst stofnun ís- lands-deildar Guðspekisfélagsins og svo koma enska miðilsins A. V. Peters. Enda er nú komið hljóð úr horni. í síðasta tbl. »Bjarma« heíir ritstjórinn, cand. theol. Sigurbjörn Á. Gíslason látið í ljós nokkrar ihuganir sínar um nýja guðfræði, andatrú og guðspeki. Iíoma íhug- anir þær, að því er guðspekina snertir einna glegst fram í grein, er hann nefnir: »Frá einni villu til annarar«. En sökum þess að þær bera ekki tiltakanlega mikinn vott um sannsýni og grandvarleik ritstjórans, tel eg rétt að svara þeim nokkrurri orðum. Að vísu benda likur ekki til þess, aö rit- stjórinn sé mikið átrúnaðargoð þjóðarinnar. En þó má vera, að einhverir geri ráð fyrir, að hann sé eitthvað uákomari sannleikanum ur sem lengra líður. En þess ber vel að gæta, að féð vex i raun og veru hvergi nærri eins mikið, sem krónutalan í töflunni bendir á, vegna verðfalls peninganna, svo sem áður er getið. Ennfremur vaxa þarfirnar með fjölgun fólks- ins og auknum kröfum til lífsins og því þarf alt almannafé að vaxa að mun að krónutölunni til, ef það á framvegis að geta gert sama gagn og nú, og því fremur ef það á í framtíðinni að geta gert meira gagn«. Pví næst tekur hann nokkur dæmi um það hverja þýðingu það geti haft í framtíðinni, að miklu af vöxtunum sé árlega bætt við höfuðstólinn og niðurlagsorð hans eru þessi: »Hér á undan hefir verið talað um vöxt og viðgang sjóða að því leyti sem þeir gefa vexti, sem nota má til gagns, en þeir hafa einnig að öðru leyti verulega þýðingu. Fyrir hvert þjóðfélag, eins og mannkynið í heild sinni, er það næsta mikilsvert að mikið fé sé til, því féð er þau verkfæri, þau meðöl, er mennirnir þurfa að hafa til að ná úr ríki náttúrunnar þeim gæð- um, er þeir þarfnast, og gefa þeim þá samsetningu og lögun að þau komi að notum. Þannig þarf skip og veiðarfæri til að ná fiskinum úr sjónum, kvikfénað til að breyta grasinu í mjólk, kjöt, ull og skinn, smíðatól til að smíða skip eða hús o. s. frv. Jafnframt stendur mönnum til boða að nota í þarfir sinar náttúrukraftana, sem til eru í óþrjótandi gnægð eigi síður en náttúruefnin, en til þess þarf einnig verkfæri svo sem vélar þær, sem hafðar eru til að nota orkuna í fossunum. Hið arðberandi fé er einmitt að miklu leyti fólgið í þess- um verkfærum, þótt það sé venju- lega talið í peningum. Ef sagt er að bóndi eigi 10000 kr., þá er ekki meint að hann eigi það í pening- um, heldur að hann eigi svo mik- inn kvikfénað og annað að það sé 10000 kr. virði. Peningarnir eru aðeina verðmælir. Eftir því sem fólkinu fjölgar og þarfirnar vaxa, eftir því þarf að ná meiru úr ríki náttúrunnar til að fullnægja þeim, og til þess út- heimtist þá meira og meira fé. Yfirleitt treysta menn því að ein- stakir menn sjái fyrir þessari aukn- ingu fjársins, en það er þó ekki víst að eignin i þjóðfélaginu aukist svo sem þörf er á. En ef fé vantar í landinu til nauðsynlegs atvinnu- reksturs, þá er það auðsætt, live mikilsvert það er, að almannafé fari vaxandi. Það getur þá bætt úr margri þörf. Og að láta al- en áminstar íhuganir bera vott um. Og fyrir því má þeim eigi vera alveg ómótmælt. Crfundvallar-atriði. Pað er hálfgerð raunasaga, sem ritstj. »Bjarma« hefir að segja les- endum sínum. Alstaðar mætir hon- um eitthvert »los«. Og orsakirnar eru honum ljósar. Vantrúarblöðin byrja á því að rugla menn í rétt- trúnaðiuum. Og svo kemur upp hver »villan« af annari: fyrst nýja guðfræðin, þá spiritisminn og síð- ast guðspekin. — Mér skilst hann halda því fram, að guðspekin byggi á alt öðrum grundvelli en kristindómurinn. Orðalag er nokkuð óljóst. En það gerir nú minst lil — einkum ef það kæmi úr kafinu að grundvall- ar-atriði guðspekinnar og kristin- dómsins væru hin sömu. Einn af allra helstu guðspeking- um, sem nú eru uppi, C. W. Lead- beater biskup, hefir oftar en einu sinni tekið það fram í bókum sín- um, að grundvallar-atriði guðspek- innar séu þessi: 1. Guð er til og er góður. Hann er hinn mikli lifgjafi, er dvelur í oss og fyrir utan oss. Hann er eilífur og gæzkuríkur. Hvorki fá menn heyrt hann séð né snortið, en þó verða þeir hans varir, er þrá að skynja hann. mannafé fara vaxandi með tíman- um er ekki erfitt svo sem áður hefir verið bent á. Fé það er ein- stakir menn safna fer oft út um þúfur hjá erfingjum. þeirra, en al- mannaféð getur stöðugt farið vax- andi eftir því sem upphaflega er ákveðið. Vaxandi sjóðir gera því með tímanum eigi aðeins gagn með vöxtum þeim, er árlega út- Jrorgast, heldur gera þeir enn- fremur mikið gagn með því, að styðja með lánum gagnlegar fram- kvæmdir. Nú kunna menn að segja, að þótt sjóðir að vísu geti vaxið á pappírnum, eins og tekið hefir verið fram í dæmunum hér á und- an, þá séu engin dæmi til slíks og því mundi annað verða ofan á í reyndinni. Við þetta ber þess að gæta, að þótt sjóðir hafi eigi að undanförnu vaxið svo sem ráð er fyrir gert Láðurnefndum dæmum, þá er það ekki nema eðlilegt, því það hafa ekki þau ákvæði verið sett um aukning þeirra, sem þar er gert ráð fyrir, og auk þess hefir ekki ætíð verið svo tryggilega um sjóðina búið sem óskandi hefði verið. En nú er öllum innan handar að leggja fé slíkra sjóða í aðaldeild Söfnunarsjóðsins. Hann er einmitt- til þess ætlaður »að geyma fé, ávaxta það og auka, og útborga Vextina um ókomna tíð, eftir því sem upphaflega er ákveð- ið«. Par getur aldrei neitt af inn- stæðunni eða vöxtum þeim, sem við hana eiga að Ieggjast, verið •vaxtalaust einn einasta dag og það sem mest er um vert er það, að þar getur aldrei neitt af því komist í höndur neins þess, er það geti misfarist hjá. Ennfremur er Söfnunarsjóðurinn sjálfur svo vel trygður bæði í nútíð og fram- tíð sem framast er auðið. Tii eru þeir menn sem segja: »hvað eigum vér að vera að hugsa um eftirkomendurna. Þeir geta sjálfir séð fyrir sér«. Slík orð minna á alþekt orðtak á síðustu öldum Rómaríkis forna: »Pegar eg 2. Maðurinn er ódauðlegur og það eru engin takmörk fyrir fram- tíðardýrð hans.- 3. Guðdómlegt réttlætislögmál stjórnar heiminum, svo að sér- hver maður er í sannleika sinn eiginn dómari, mótar sjálfur lif sitt og kýs sér til handa ljós eða myrkur, umbun eða refs- ingu. Pað er með öðrum orðum: Guð er góður, maðurinn ódauðlegur, og sem hann sáir mun hann og uppskera. Eg geri ráð fyrir, að hr. S. Á. G. treystist ekki til að mótmæla því, að sannastur og hreinastur kristin- dómur komi fram í kenningu Krists sjálfs. Og mér skilst að grundvallar-atriði þeirrar kenn- ingar og guðspekinnar séu býsna svipuð. Hitt er ekkert efamál, að í kristindómi hr. S. Á. G. er lögð megin áhersla á annað en þessi atriði. Annars má geta þess, að guð- spekin telur þessi grundvallar-at- riði vera kjarnann*í öllum hinum. meiriháttar trúarbrögðum. Og þá að sjálfsögðu í þeim trúarbröðum, er hr. S. Á. G. nefnir »indverska heiðni«. Pessi »heiðni« og kristin- dómurinn hafi í raun og veru sömu megin sannindi að bjóða. Auk þess má benda hr. S. Á. fi. á, að and- lega þröngsýnum mönum mundi er dáinn, þá má jörðin brenna upp«. Orð þessi voru eðlileg þar sem munaðarfýsn og lífsleiði höfðu gagntekið hugi manna, þar sem menn ekki höfðu trú á neitt, ekki ltærleika til neins, ekki von um neitt út fyrir augnablikið sem yfir stóð. Hjá slikum mönnum er þess ekki að vænta að þeir hugsi um það, sem til gagns má verða fyrir ófæddar kynslóðir, en hvervetna þar sem menn eru andlega heil- brigðir, þar bera menn ást til fósturjarðar sinnar og hver föður- landsvinur lætur sér ant um alt, sem bætt getur kjör eftirkomend- anna«. Frá útlöndum. Hermálaráðherra Hollendinga leggur það til að herinn sé mink- aður að miklum mun. — í Moskwa hefir verið háður alþjóðafundur Bolchewicka. Eru hinir þýsku fulltrúar nýiega þaðan komnir og eru byrjaðir að birta skilyrðin fyrir upptöku i alþjóða- samband Bolchewicka. Er þeirn er inn í það ganga gert að skyldu að heyja vægðarlausa baráttu, ekki einungis við borgaraflokkana, held- ur og við jafnaðarmenn og þau verkalýðsféiög sem ekki eru í sam- bandi við Belchewicka. Aðalblað þýsku jafnaðarmannanna, »Vor- wárts«, fer þeim orðurn á móti um Bolchewieka, að það sem þeir haíi komið á fót, sé ekki alræði öreiganna, heldur hin grimmasta harðstjórn örfárra manna, grimm- ari en þá hafi nokkru sinni dreymt um Alexander, Cæsar og Napóleon. Bæði franskir og enskir jafnaðar- menn hafa lýst sig með öllu ósam- þykka þessum boðskap og mót- mæla harðiega þeim hnútum sem Bolchewickar kasta í þeirra garð. — Ein ástæðan tii þess hve gengi danskrar krónu er lágt, er sögð sú, að Danir þurfa að gang- holt að kynna sér hin austrænu trúarbröð, er hann nefnir »heiðni«. Pað gæti jafnvel komið til mála að »endurfæddir« menn hefðu líka gott af því. Átabanleg dæmi. En það er víðar »los« en á trú- arlífi manna, að því er hr. S. Á. G. segir. Siðferðislegt los er ekki minna. Sökum þess að trúarsetn- ingarnar eru tómar inannasetning- ar, telur fólkið, segir hann, ekkert líklegra en að siðferðisboðin séu það líka. í skjóli afskiftaleysis og hóglífis löggæslunnar — segir hr. S. Á, G. — er myndað þjófafélag af unglingum innan tvitugs aldurs. Og þeir stela mánuðum saman. Saurlifnaðardrósir kornungar fara út f erlend skip. Og ungbarn er drepið við skipabryggju í höfuð- staðnum, — Og á eftir allri þess- ari upptalningu kemur þessi klausa: »Með kristindóminum fer sið- ferðisþrekið og ekkert nema fráleit fjarstæða að halda, að andatrú og guðspeki geti veitt sama afl gegn freistingum og lifandi kristindómur, — enda dæmin átakanlcg fyrir þá, sem vilja sjá«. Hvernig þykir mönnum lestur- inn? Er þetta ekki átakanlegt dæmi þess, hvernig sumir þeir, sem þykjast vera lærisveinar Krists, ast undir miklar fjárskuldbinding- ar út af sameining Suður-Jótlands. — Forsetakosningahríðin í Bandaríkjunum er í algleymingi og er talin að vera enn grimmari en nokkru sinni áður. Aðdróttanir um mútur ganga fjöllunum hserra og eru þegar mikil málaferli hafin út af því. Eru bæði forsetaefnin við þau riðin. — Norðurlandabúar kvarta und- an hlutdrægni á olympisku leikj- unum í Antwerpen. Segja að íþrétía- mönnum frá hlutiausum löndum sé yfirleitt sáralítill gaumur gefinn. Eins og í Stokkhólmi, 1912, hafa Bandaríkjamenn langflesta' vinn- ingana, en af Norðurlandabúum eru Svíar hæstir. Sundmaður einn frá Hawaieyjum og ung slúlka frá Bandaríkjunum vekja á sér stór- kostlega eftirtekt fyrir sundafrek. — í Brestlau á Pýskalandi gerði manngrúi mikill aðsúg að bústað franska ræðismannsins. Var húsi hans spilt og mikið eyðilagt af skjölum hans, en meiðingar urðu þó engar. Hefir þýska stjórnin beiðst afsökunar á þessu framferði. — Meðal bændanna í Ameríku er samvinnuhreyfingin að fá stór- kostlega byr undir báða vængi. Eru þeir að stofna gríðarlega stór féiög með því verkefni að losna við milliliðina í kornversluninni og verslun með landbúnaðarafurð- ir yfirleitt. Stjórnin styður þessa hreyfingu. Er búist við að af þessu leiði nokkuð verðfall á kornvörum. — Byltingahugur mikill er í smáríkjunum í Mið-Ameríku. Hafa byltingamenn í huga af steypa öll- um sljórnum smáríkjanna og sam- eina þau öll í eitt ríki. Vegna Panamaskurðsins gefa Bandarikin sérstakar gætur að þessum ríkjum og eru hrædd við þessa byltingu, enda mun henni a. m. k. að nokkru leyti beint gegn þeim. — í mánuðinum sem leið hafa ítalskir ílugmenn leyst það verk af hendi að fljúga frá Rómaborg til höfuðborgar Japans, Tokio. Er sú vegalengd 17,200 kílómetrar. Leið- in lá um Saloníki, Smyrna, Dehli, Kalkúlta, Bangkok, Kanlon, Shang- hai og þaðan yfir hafið til Japans. Var gert ráð fyrir'að lent væri á 25 stöðum og skip voru send áður með bensín og varahluti handa ílugvélunum á lendingastöðunum. Hefir flugið alls kostað yfir 20 miljónir líra. Tólf flugvélar lögðu af stað, og átján flugmenn, en að eins tveir komust alla leið. Eru þeir heiðraðir sem þjóðhetjur heima á Ítalíu. — í efri hluta Schlesíu á að fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort héruðin vilji áfram fara að þvi að ófrægja stefnur, sem þeira er í nöp við? Ritstjóri »Bjarma« er orðinn miðaldra mað- ur. Og vafalaust þykist hann alla æfi hafa verið að þjóna Krisli. Eg efa ekki heldur að hann hafi gert margt gott. En á hinu furðar mig, að eftir öll þessi ár skuli honum ekki vera farið að skíljast það, að meistarinn hafði á engu eins inni- lega andstygð og farísea-hættinum. Hann varð æfinlega hvassmáll og þungyrtur, þegar ræðan barst að honum. Pað er auðsætt að hr. S. Á. G. er að reyna að klína ósæmilegu og glæpsamlegu athæfi þessa bæjar á guðspekisstefnuna og spiritismann. Og þó hlýtur hann að vita eins vel og eg, að þessar stefnur eiga enga sök á því. En lilgangúr hans á sjálfsagt að helga meðalið. Pað er óhætt að fullyrða að engin and- leg stefna leggur ríkari áherslu á gott siðferði og baráttuna við verri manninn en guðspekin gerir. Og að bendla hana við siðferðilegt los er því hrein og bein vitleysa. Eg býst ekki við, að hr. S. Á. G. sé i miklum kunningsskap við guðspekinga yfir höfuð. En það veit eg að hann hefir að minsta kosti kynst einum þeirra, Sigurði Kristófer Péturssyni, þeim mann* inum, sem mun hafa innrætt sér

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.