Tíminn - 18.09.1920, Síða 4

Tíminn - 18.09.1920, Síða 4
140 TÍMINN og það var þungi í röddinni, »að þessari móðgun í garð góðrar og göfugrar konu verður ekki látið ómótmælt, og lá maður sem hana ber fram, skal fá að heyra það, að hann «r svívirðilegur rógberi!« »Lygari«, hrópaði Luigi — og þá bar að nokkuð óvænt. Áður en hngt væri að koma i veg fyrir þaö, hafði Brúnó þrifið / til Luigis — fætur hans sprikluðu í loftinu og óðara en varði lá hann í klessu á gólfinu. Allir þulu upp til handa og fóta og í kliðnum mátti heyra rödd Rossís er hann ávftaði Brúnó og skipaði honum að fara út. Brúnó fór burt, álútur og með hendur i vösum, eins og skóladrengur sem flengdur er, en Rossí ruddi sér leið og studdi Luigi á fætur. »Eg fyrirverð mig fyrir, að þetta hefir borið við«, sagði hann, »mér þykir mjög fyrir og honum ikal verða refsað«. »Lát hann vera í friði«, sagði Luigi og stakk á sig hnifi sem hann hafði brugðið. aÞað var mér að kenna. Eg hið yður afsökunar«. Luigi var gerbreyttur. Hann og fleiri komu til Rossis og tóku þög- ulir i hönd honum, »Við skulum skilja i dag og hittast aftur, þá er við erum ró- legri«, sagði Rossí. »Við værum illa til fallnir að vera leiðtogar bræðralags, ef við hsefum starf okkar með áflogum. Farið heim og Guð blessi ykkura. Án þess að mæla orð fóru menn- irnir á burt, og Rossí gekk inn i svefnstofu sina. Rétt á eftir kom Elena inn og fékk honum bréf. »Hvernig á eg að fara með Brúnó?« sagði hún. »Hann er hátt- aður, en það fæst ekki úr honum orð«. »Honum varð á og eg neyddist til að setja ofan i við hann«. »Vesalings Brúnó! Hann myndi láta lífið í sölurnar fyrir yður, hann mundi ráðast á sjálfan kon- unginn — en honum er öllum lokið, þá er þér finnið að við hann«. »Segið honum að mér þyki fyr- ir, og að nú sé það búið«. ^byrgHarmemi jViorgnnblaðsms. Líklega hafa andleg og siðferðis- leg gjaldþrot Morgunblaðsins al- drei komið Ijóslegar fraftn en í var svo rótgróið hjá öllum æðri sem lægri, að þeir sem dæmdir voru til hegningar í »tugthúsinu« í Reykjavík, á síðari hlut 18. ald- arinnar, voru all-margir drepnir þar úr hungri. — Harðýðgi við börn var þá mjög álment og átti trúarákafinn nokkurn þátt í því, þvi að ritningin býður að aga börnin. En aginn varð all-oft svo langt fram úr hófi, að börnin annaðhvort komust aldrei á fót eöa urðu andlegir og likamlegir kramar-aumingjar alla ævi«. Hvernig lýst hr. S. Á, G. á þetta? , Alveg óhætt er að fullyrða það, að slík harðýðgi og miskunnar- leysi hefir aldrei átt sér stað hér á landi sfðan guðspeki og spiri- tismi tóku aö flytja kenningar sfnar. Það skyldi þó aldrei koma úr kaf- inu, að sú sæla réttrúnaðarstefna hafi sjálf átt einhvern þátt i þessu? Að minsta kosti er það víst, að hún hefir ekki verið þess umkomin að halda þjóðinni frá glæpum og siðferðislosi, hve mjög sem hún kann að hafa reynt það — »enda dæmin átakanleg fyrir þá, sem vilja sjá«. — Já, »um hvat reiddust guðin«? Það er ekki einungis indversk »heiðni«, sem réttrúnaðarleiðtog- arnir hefðu gott af að kynnast. það má líka læra margt af nor- rænni heiðni. Mér dettur í hug, að Llfsáljrgííirfélagií DANMARK -= Stofnað 1871. =- Stjórnendurí A. V. Falbe Hansen dr. jur., konferensráð, landsþingsmaður og cand. polyt. P. Lönborg. Skuldlausar eignir ca. 30 milj. kr. Tryggingarupphæð 135 milj. kr. Fessi 30 miljóna eign er sameiginleg eign þeirra sem líftrygð- ir eru í félaginu. — Alíslensk læknisskoðun sem fyr, og polísa frá skoðunardegi hér. — Félagið hefir keypt fyrir yfir 50 þúsund krónur í bankavaxtabréfum Landsbanka íslands. — Fé- lagið hefir lánað bæjarsjóði Reykjavikur 150 þúsund krónur. Hár bónus. Lág iðgjöld. Aðalumboðsmaður: Porvaldur Pálsson, læknir Bankastræti XO. Rilstjórum blaðanna er kunnugt um að lífsábyrgðarfélagið Daumark tekur og hefir tekið íslenska læknisskoðun full-gilda og heimilaö umboðsmanni sínum hér að afhenda skírteini þegar að læknisskoðun afstaðinni. Nýjai’ bækur: Um áburð eftir Sig. Sigurðsson, formann Búnaðarfélags íslands. Með mörgum myndum. Verð 6.00, innb. 9.00. Yígslóði, styrjaldarkvæði eftir Stephan G. Stephansson. Upplag að eins tæp 700 eintök. Verð 3.50, innb. 6.00. — Bíðið ekki eftir því að hún þrjóti. Tíinarit Pjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi. I. ár. Verð 6.00. — Enn er nokkuð eftir af þessu stórmerkilega og vandaða riti og ættu íslendingar hérna megin hafsins að sjá sóma sinn í að kaupa ritið upp og það sem fyrst. Að eins 400 eintök komu til landsins. Purheysgerð eftir Metúsalem Stetánsson. Verð 1.25. Kaldavermsl, kvæði eftir Jak. Jóh. Smára. Innb. í alsilki, gylt snið, hylki. Verð 20.00. — Bezta tækifærisgjöfin! Ljóðfórnir eftir R. Tagore. Innb. í silki 10.00. Söngvar förnmannsins eftir Stefán frá Hvítadal. Innb. i silki 12.00. Svartar fjaðrir eftir Ðavíð Stefánsson. Verð 8.00, innb. 12.00, með skinnhylki 13.50. Fóstbræður eftir Gunnar Gunnarssón. Verð 8.50, innb. 13.50. — Tví- mælalaust lang-besta bók Gunnars! Yoga hin marg-þráða er í prentun! Bækur þessar fást hjá öllum bóksölum á landinu eða beint frá Bókaversluti jfírsæls jíreasonar, Reykjavik. lar í na. Fyrsta og annað hefti þessa árs eru komin út og eru þar í þessar greinar. Heima og erlendis. — Verðlagningardeilan (J. G. P.) — Samvinna í Ameríku. — Um framþróun samvinnu- stefnunnar á Finnlandi (Ó. K.). — Ullarþvottaliús (Jóh. Fr.). — Samvinnuslíólinn 1919—20. — Um samvinnu á Rússlandi (Ó. K.). Afgreiðslu annast Jón Finnbogason verslunarmaður hjá Kaupfélagi Reykjavíkur, í Gamla bankanum. undirtektum blaðsins um hið mesta mál, sem nú er til umræðu hér á landi: Viðskifti islensku þjóðarinnar við hluthafa Islandsbanka. Yan- máttur bankans til að annast hlut- verk sitt út a við er nú þegar bú- inn að lama alt íslenskt viðskifta- líf í marga mánuði. Og ástandið fer síversnandi. Talað um að óhjá- kvæmilegt verði ef til vill í náinni framtið að banna innilutning á flestum vörum nema fáeinum teg- undum og það svo missirum skifti, En þegar Tíminn var búinn að rökræða málið frá rótum, og sýna fram á það úrræði, sem hugir allra sæmilegra manna í landinu hníga að, þ. e. uð gera bankann að islenskri þjóðareign, þá kemur Mbl. og þykist vilja fara að tala með. Birtir »leiðara«, sem ritstjór- inn á að hafa skrifað, en hefir þó ekki gert, því að hann er óskrif- andi, vafalaust eini höfuðritstjóri í viðri veröld, sem svo er farið. En »Ieiðarinn« kemur ekki við málið, ekki ein röksemd, ekki eitt orð, ekkert nema gremja og öf- undarorð í garð Tímans og sumra af eigendnm hans, svipað óráðs- hjali dauðadrukkins ólánsræfils í rennusteininum, sem amast við hreinlegum mönnum sem um veg- inn fara. Þetta er vitanlega ekki eiginlega til minkunar höf. greinarinnar hver sem hann er. Höfuðvahsæmdin hvílir á eigendum blaðsins, mönn- um eins og Copland, Th. Thorsteins- son, Jes Zimsen, Magnúsi Einars- sgni, Garðari Gíslasgni o. s. frv. Peir verða gagnvart íslensku þjóð- inni að bera ábyrgð á fyrirtæki því, sem þeir hafa stofnað, en með svo lítilli hamingju. Og það munu vafalaust finnast ráð til að láta þá verða vara við ábgrgðina sem á þeim hvílir fgrir ókindur þœr, sem þeir halda á leigu, almenningi til skaða og landina til minkunar. Stjórnin refsar. Stjórnin hefir lynjað Gunnlaugi Kristmundssyni kennara í Hafnar- firði stöðu þeirrar, sem hann hefir gegnt. þar í mörg ár og sótti enn um og fékk eindregin meðmæli skólanefndar til. Petta hefir vakið allmikla athygli þeirra. sem til vita. Gunnlaugur er einn þeirra kennara, sem á um sárt að binda út af meðferð stjórn- arinnar á launaákvæðum kennara- laganna, en hann er eini kennar- inn, sem skotið hefir máli sínu til dómstólanna. það sé einkum tvent, sem hr. S. Á. G. hefði gott af að kynna sér þar: Annað er djúphygni Snorra goða og hitt er norrænn drengskapur. Jakob Kristinsson. Embætti. Síra Ásgeir Ásgeirsson f Hvammi hefir verið skipaður prófastur í Dalaprófastsdæmi. — Páll Jónsson i Einarsnesi hefir verið skipaður 1. kennari við Hvanneyrarskólann og hórir Guð- mundsson frá Gufudal settur 2. kennari. — Páll Zóphóníasson hefir fengið veitingu fyrir skólastjóra- stöðunni á Hólum og Gunnlaugur Björnsson er settur 2. kennari við sama skóla. Jóhannes Kjarval málari er kominn aftur til Kaupmannahafnar úr ferð sinni til Róms. Yerðlagsnetnd er verið að skipa fyrir Reykjavik. Hefir bæjarstjórn stungið npp á þrem mönnum: Birni Sigurðssyni, fyrv. erindreka i London, Héðni Valdimarssyni skrifstofustjóra og Guðjóni Guð- laugssyni alþm., en stjórnin bætir við fleirum. AY! Hafið þér gerst kaupandi að Eimreiðinni? Það tilkynnist vinum og vanda- mönnum, að konan mín, Jóhanna Eiriksdóttir, andaðist 3. þ. mán. á heimili sinu, Mosdal í Önundarfirði. Sumarliði Jónsson. 5 eða 6 hrútar é af góðu kyni til sölu í haust að Eyvík \ Grímsnesi. Verðlaunasjóður vinnuhjúa.’ Þeir sem enn eiga ógreidd tillög í verðlaunasjóðinn, geri svo vel að senda þau bráðlega til undirritaðs og láta þess getið um leið fyrir hvaða jarðir tillögin séu. Reykjavík 14. sept. 1920. Einar Ilel'iason. Strengir á alls konar hljóðfæri fást Laugaygg 18 a. Sími 656. Sendir um alt land gegn póstkröfu. Er stjórnin að aðskilja hafrana frá sauðunum? — Mikil gleði má henni þá vera, hve sauðirnir eru miklu fleiri. (skóiabiaðið.) Fréttir. Páll ísólfsson orgelleikari hélt að skilnaði tvo hljómleika í kirkj- unni, áður en hann fór til útlanda, með Gullfossi, upp úr miðri viku. Var það mjög að verðleikum, að bæjarbúar fjölmentu á þessa ein- hverja bestu skemtun, sem gefst í bæ þessum. Árni Eggertsson fór vestur um haf með Lagarfossi. Alls voru um 60 farþegar með skipinn. Frú Stefanía Guðmundsdóttir fór og vestur um haf með Lagar- fossi. Hefir leikfélag íslendinga í Winnipeg boðið henni vestur. — Prjú elstu börn hennar fóru með henni vestur. Hrossasalan. Tveir hrossafarmar fóru i vikunni, annar með Gull- fossi til Danmerkur, en hinn með »Magnhild« til Englands. Knattgpyrnan. Síðasti kappleik- urinn, sem Vestmannaeyingar tóku þátt í meðal annars, fór þannig, að félagið Fram bar frægari sigur af hólmí en nokkru sinni áður. Knötturinn komst aldrei í mark hjá Fram alt mótið. Sögufélagshæknr þessa árs eru ný-komnar út. Fyrir 8 kr. árs- tillag fá menn þessar bækur. — Alþingisbækur, ísland IV. b. 2. h., Söguþætti eftir Gísla Konráðsson 4. hefti, Landsyfirréttar og hæsta- réttardóma II. b. 2. h., Skóla- meistarasögur eftir Jón prófast Halldórsson 5. hefti, og Blanda I. b. 3. hefti. Er einkum marg- vlslegur fróðleikur í Blðndu. Ættu allir söguelskir íslendingar að ganga i Sögufélagið. 10 ár voru liðin siðastliðinn sunnudag síðan stofnað var íþrótta- samband Reykjavíkur og ákveðið var að búa til íþróttavöllinn á Melunum. Var fjárhagur Vallarina þröngur lengi framan af, en nú góður fyrir ötula framgöngu íþrótta- mannanna. Á Garðskaga, í kartöflurækt landSsjóðs, eru nú sagðar góðar uppskeruhorfur, og eru kartöflur auglýstar til sölu. Guðm. Jónsson á Slceljabrekku hefir forstöðuna eins og áður. Lagarfoss kom um síðustu helgi frá ,Kaupmannahöfn norðan um land. Bauð stjórn Eimskipafélags- ins blaðamönnum út [f skipið til þess að sjá þá miklu bót og breyt- ing sem orðin er á skipinu við þá höfuð-aðgerð, sem það hlaut í Kaupmannahöfu, og sem í aðal- atriðum mun framkvæmd að for- sögn Emil Nielsens framkvæmda- stjóra. Án þess að lestarúm skips- ins væri nokkuð minkað — það hefir fremur aukist — hefir verið bælt í skipið ágætu farþegarúmi fyrir fast að 50 farþega. Nýtísku loftskeyta-áhöld hafa verið sett í skipið. Siglutré bækkuð og nýtt þilfar sett, og yfirleitt alt gert eins og nýtt bæði í vélum og skipinu sjálfu. Rómar skipsljóri það mjög hve vel notist af öllu rúmi og hve öllu sé haganlega fyrir komið. — Eins og vænta mátti hefir slík höfuð-aðgerð kostað ærið fé, senni- lega á sjöunda hundrað þúsund krónur. En hún var óhjákvæmi- leg og Lagarfoss er nú eins og nýtt skip, sem i alla staði full- nægir kröfum okkar. Frank Frederikson flugmaður fór utan á Sterling um líðustu helgi. Fyrirlestnr um lieimilisiðnað flutti um síðustu helgi ungfrú Halldóra Bjarnadóttir framkvæmda- stjóri sambands islenskra heimilis- iðnaðarfélaga. Síra Friðrik Friðriksson er kominn aftur til bæjarins úr ferðalagi til Akureyrar. Porsteinn P. Porsteinsson skáld er ný-kominn aftur til bæjarins úr ferðalagi um Norðurland. Ritstjóri: Tryggri Þórhallssuu Laufási. Sími 91, Prentsmiðjan Gutenbcrg. #

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.