Tíminn - 25.09.1920, Blaðsíða 1
TIMINN
um sextiu blöð á ári
kostar tiu krónur ár~
gangurinn.
AFGREIDSLA
blaðsins er hjá Gnð-
geiri Jónssyni, Hverfis-
götu 3í. Simi 286.
IV. ár.
Eeykjavík, 25. september 1920
38. bUð.
Stór-Pólland.
Yfirdrotnunarstefnan sem altekið
hefir hug stjórnmálamannana sig-
urvegaranna safnar glóðum elds
yfir höfuð öllum NorðurálfubúumT
Af því sæði sem Bandamennn sá
nú munu spretta nýir ófriðir, öld-
ungis eins og að brynjaðir her-
menn spruttu upp af drekalönnum
Jasons. Sigurinn hefir stigið Banda-
mönnum, svo til höfuðs, að þeir
gleyma öllum loforðum sínum og
faguryrðum, þeim er þe# notuðu
til þess að fá samúð friðsamra
manna á stríðstímunnm.
Gildir þetta allra helst um þá
þjóðina sem mestrar samúðar naut
á stríðsárunum, þá þjóðina sem
hvað ettir annað á undanförnum
öldum hefir verið brautryðjandi,
um frelsi og mannúð, en nú er
altekin af yfirdrotnunargirni og
hermenskuanda. Það er franska
þjóðin. Iíemur þetta fram á fjöl-
mörgum sviðum, sem á hefir verið
minst hér í blaðinu, en á einu
skýrast, og þar blasir það og bein-
ast við hvernig glóðurn er safuað
að nýrri styrjöld.
Það er öllum heiminum vitan-
legt að það er með frönskum
herbúnaði, frönskum peninguin,
frönskum herforingjum, franskri
hermensku og vegna franskrar
utanríkispólitíkur, sem Pólverjar
hófu hernað sinn gegn Rússum.
Pað er sömuleiðis vitanlegt hver
stefna Frakka er um Pólland og
með þessari styrjöld, hvort sem
það nú tekst eða ekki. Pað er að
stofna Slór-Pólland, víðlent og
mikið ríki milli Pýskalands og
Rússlands, ríki sem sé á Frakk-
lands bandi og kæmi í stað hins
gamla samherja Rússlands. Pað er
einn liðurinn í baráttu Frakka um
að halda áfram yfirráðuin á megin-
landi álfunnar, þá er Pýskaland
fer að rísa úr rústum og Rússland
sömuleiðis. Petta mikla land á að
gera hvorttveggja: að vera eins og
múr gegn Bolchevvickum og stöðug
hótun í bakið á Pjóðverjum.
Pólverjar munu alls vera um 20
miljónir. Stefnan var sú og er ef
til vill enn, að láta Stór-Póiland
ná yfir miklu meira land en hið
eiginlega Pólland. Taka svo mikla
sneið bæði af Pjóðverjum, ea
einkanlega Rússum, að íbúar væru
um 40 miljónir. Til þess var
stríðið háð fyrst og fremst, þá er
gert var ráð fyrir heppilegu augna-
bliki.
Pað er eftirtektavert að upp úr
styrjöld, sem i orði var háð um
sjálfsálcvörðunarrétt þjóðanna, skuli
eiga sér stað hugmyndir og njTjar
styrjaldir um slíka ríkismyndun.
En allra alvarlegast er það vegna
þeirra eftirkasta sem slíkt hlýtur
að hafa. Fyr eða síðar rétta Þýska-
land og Rússland við úr niður-
lægingarástandinu. Pað er deginum
ljósara hver afslaða þeirra landa
hlýtur að verða gagnvart slíku
Stór-Póllandi, sem teldi innan
landamæra sinna fjölmarga þýska
og riissneska menn. Og á ílatneskj-
unum austur þarna eru engin eðli-
leg landamæri til.
Eins og Prússland og Rússland
gerðu það í lok 18. aldar, að koma
sér saman um að skifta Póllandi,
svo hlytu og Þýskaland og Rúss-
land nú að bindast öruggu sam-
bandi um að þrengja þennan óeðli-
lega fleig sin í milli og ná aftur
hvort um sig sínum eðlilegu þegn-
um.
\
Pað væri öfundsverð aðstaða,
eða hitt heldur, fyrir Pólland, og
bandamaðurinn, Frakkland, þús-
undum milna vestar.
Að upp úr slikri ríkjamyndun
komi nýtt stríð er jafn fyrirsjáan-
legt og það, að það myndi ekki
verða til langframa sem Napóleoni
mikla tækist að búa til nýtt landa-
bréf af Norðurálfunni, þótt hann
ynni marga sigra.
Orðtakið sem haft var um aðals
mennina frönsku, þá er þeir hurfu
heim aftur eftir sljórnarbyltinguna
miklu og veldi Napóleons, það á
við um Bandamenn nú^og fram-
ferði þeirra: Peir hafa ekkert lært
og engu gleymt.
Tólg.
Ilt er hve islenska tólgin er mis-
góð verslunarvara, þvi auðvelt er
að gera jafngóða tólg úr sauðfjár-
mör, sé hann bræddur í tíma.
Gæðamunurinn veldur verðlækk-
un og sölutregðu, ekki síst, þegar
um óflokkaðan varning er að ræða.
Eina ráðið til þess að tryggja sér
sæmilegt verð og greiða sölu á
tólginni er að gera hana sem best
úr garði og hafa hana sem jafn-
asta. Pví er haldið fram, að í
nokkrum héruðum á landinu sé
ekki unt að gera góða tólg, því
mörinn sé i eðli sínu ekki vel til
þess hæfur. Pað er að vísu rétt
að nokkur munur er t. d. á norð-
lenskum og sunnlenskum mör en
það mun stafa frá mismunandi
gróðri. Sunnlenski mörinn er ster-
inkendari en sá norðlenski, tólgin
hér syðra verður þvi harðgjöiðari
og ekki eins bráðfeit. Yitanlega er
tólgin ólík að hörku og útliti í
báðum landshlutum og veldur því
meðal annars aldur skepnanna. En
slíkur gæðamunur skiftir minstu
hvað söluna snertir. Mestu varðar
að tólgin sé yfirleitt ómenguð og
góð verslunarvara.
Annaðhvort er það venja eða
ástríða hjá oss, að geyma of lengi
svið og mör, sviðin eru venjulega
farin að úldna, þegar þau eru soð-
in en mörinn orðinn þrár, en slíkt
háttarlag er ein aí aðalorsökum
tólgarskemdanna. Mörinn þolir illa
geymslu, jafnvel þótt hann sé salt-
aður, því súrefni andrúmsloftsins
hleðst í hann og veldur þráa. Sé
mörinn saltaður volgur í heilar
tunnur, verst hann að vísu þráa
um alllangan tíma, en súrnar
venjulega dálílið og við bræðsluna
verður að ganga mjög nærri með
hitann til þess að ná fitunni vel úr
hömsunum, en þá verður tólgin
litljót. Allmargir hnoða mörinn og
salta til geymslu, á þann hátt
geymist hann allvel og verður ekki
eins næmur fyrir áhrifum loftsins,
en við hnoðunina mengast mörinn
oftastnær myglugróðri, sem síðar
veldur skemdum og gerir tólgina
brúnleita. Pegar gamall mör er
bræddur, sem farinn er að þrána,
eykst þráabragðið við bræðsluna,
tólgin verður því þrárri en mörinn
var og auk þess ®f gulleit.
Vel verkuð tólg úr nýjum mör
verst ágætlega þráa og öðrum
skemdum, þess vegna er einkar
áríðandi að mörnum sé komið i
lólg hið bráðasta og henni rent í
hentugar umbúðir. Lang hentug-
ustu umbúðirnar eru hreinlegar
tunnur eða kvartél. í slíkum ílát-
um geymist tólgin lengst og léttist
minst. Áður en tólgin er látin í
tunnurnar, er best að rjóða þær
innan með kalkvatni og þvo það
aftur úr þeim eftir dægur eða rétt
áður en tólginni er rent í þær.
Ekki má renna lólginni í tunnurn-
ar í einu lagi, heldur láta sem
svarar Va í senn og láta svo
storkna, en renna þá l/i í viðbót
og viðhafa þannig sömu aðferð
uns ílátið er fuit. Sé um mikla
tólg að ræða, verður vitanlega að
hafa margar tunnur í takinu svo
bræðslan geti gengið greiðlega. Séu
tunnurnar fyltar í einu lagi, gelur
varla hjá því farið, að gerð kom-
ist í tólgina og skemmi hana að
rneira eða minna leyti, nema því
að eins, að tunnurnar séu því
þynnri og séu hafðar í kælirúmi
meðan storknar í þeim. Sama er að
segja um tólg, sem rent er í stóra
kassa eða önnur tréílát, því eins
og menn vita leiðir tréð illa hita.
Talsvert er gert að því, að móta
tólgina í skildi og sveipa þá síðan
í striga. Slíkar umbúðir eru mjög
hreinlegar, en tólgin léttist of milc-
ið í þeim og auk þess verst hún
ver skemdum en í luktum ílátum.
Belgjaumbúðirnar þjóðkunnu eru
ágætar, en of dýrar og illa þokk-
aðar í úllöndum. — Svo vikið sé
að sjálfri bræðslunni, þá er æski-
legast að mörinn sé »hakkaður«
og bræddur volgur, því þannig
rennur hann best og hamsarnir
verða miklu minni en ella. Slátur-
húsin ættu að koma því á, að
mörinn sé bræddur volgur, því í
raun og veru er það jafn nauðsyn-
legt og kæling kjötsins áður en
það er saltað. Tólgin yrði þá mikið
útgengilegri verslunarvara, hvort
sem hún yrði seld á innlendum eða
útlendum markaði, t.'d. yrði hún
vel nothæf til smjölikisgerðar með
öðrum feiliefnum, án þess hún væri
verulega hreinsuð, en tólg upp og
ofan eins og hún er nú á boðstól-
um er óhæf til þessháttar iðnaðar,
nema mikið sé kostað til hreius-
unar á henni. Tólgin er dýrmætari
en margur hyggur, sé hún fyrsta
ílokks varningur og þess vegna
verða bændur að gera sér far um
að bæta tólgarverkunina hið bráð-
asta, en það er helst gert með þvi
að bræða mörinn nýjan og renna
tólginni í lireinlegar lokaðar um-
búðir og láta hana storkna í smá
skömtum, en varast að fylla ílátin
í einu lagi, eins og áður er getið um.
Gisli Guðmundsson.
SanviuiHjélSgiB og
tvöjaiði skatturinn.
I.
Áður hefir, oftar en einu sinni,
verið vikið að því hér i blaðinu,
hversu samvinnufélögin, og ekki
síst hin þýðingarmesla grein þeirra,
Sambandið, eru beitt órétti og ger*-
ræði í skattamálum hér á landi.
Félagsmaður í einhverri deild Sam-
bandsins borgar fyrst og fremst
af eign sinni allri og tekjum, það
sem hann er gjaldskyldur, og er
það vitanlega réttlátt. En þar að
auki er snmt af eign hans (oiborg-
að til kaupfélagsins) skattlagt á
einum og stundum tveim stöðum
öðrum. Skatturinn verður þannig
jafnan tvöfaldur og stundum þre-
faldur.
Pað er þess vegna fullkomin
ástæða til að atliuga, hvaða rök
liggja til þess, að samvinnustefnan
verður fyrir þessum órétti — um
stundarsakir — svo að segja í
hverju landi, þar sem áhrifa henn-
ar gætir til muna.
II.
Tvöfaldi skalturinn er marghliða
árás á samvinnufélögin, Svo sem
kunnugt er, hafa flest slík félög,
sem við verslun fást, það fyrir-
komulag, að selja vöruna með
dagsverði, þ. e. eins og kaupmenn,
en bœla félagsmönnum upp hið
óeðlilega verðlag um hver áramót.
Skila þá hverjum félagsmanni hans
hluta af kaupmannsgróðanum, þeirri
fjárhæð, sem ofborguð hafði verið
til félagsins á öllu árinu. Pessi
verðlagningar-aðferð er þaulreynd
í öllum löndum, þar sem kaup-
félög eru, og hefir hvárvetna gefist
ágætlega. í skjóli hennar hafa
vaxið upp hin sterkuslu samvinnu-
fyrirtæki í heiminum. Kostirnir eru
tveir. Félagsmenn og aðrir sem til
þekkja, sjá nákvæmlega við lok
hvers árs, þegar þeim er afhentur
»kaupmanns-arðurinn«, hve mikið
hver þeirra hefir sparað með því,
að vera í félaginu. Spariféð, saman-
dregið í heilt ár, sýnir ágæli sam-
vinnunnar fram yfir kaupmensku,
og er áhrifamikil auglýsing, sem
ekki verður skilin nema á einn
veg. »Dagsverðssalan« verður þann-
ig til að auka samvinnunni fylgi
og stuðning, með því að félags-
mönnum fjölgar. Ennfremur styrkir
hún félagsskapinn afarmikið með
því að félagsmenn eru að jafnaði
fúsir til að leggja nokkurn hluta
sparifjárins á hverju ári í vara-
sjóð. Og eftir því sem varasjóður
vex meir, verður félagið fjárhags-
lega sjálfstæðara, og stendur betur
að vígi í samkepninni við and-
stæðingana.
Petta skilja þeir menn fullvel,
sem vilja félagsskap þennan feigan.
Peir vita, að ef félögin hafa engu
sparifé að skifta um áramótin, og
litla eða enga sjóði, þá þarf ekki
að óltast samlcepni þeirra. Pá verða
félögin venjulega veik og áhrifa-
lítil, og »iga litlum vinsældum að
fagna hjá almenningi, þegar til
lengdar lætur. Andstæðingarnir
nota þess vegna hvert vopn, sem
beita má á þann hátt, að félags-
menn hafi lítinn sýnilegan hagnað
af samstarfinu, og hirði Iítt um að
safna varanlegu veltufé til starf-
rækslunnar.
Það hafa verið reynd mörg ráð
lil að ná þessu tvöfalda takmarki:
Almennu vanirausti á félögunum
og litlum sjóðum. En af öllura
þektum ráðum, er ekkert jafn
áhrifamikið eins og tvöfaldi skatt-
urinn. Skal lauslega drepið á,
hversu farið hefir í þessu efni
fyrir grannþjóðunum á Norður-
löndum og Bretum1).
Skatlabaráttu samvinnumanna
má venjulega skifta í þrjá aðal-
kafla. Fju'st meðan félögin eru ung,
dreifð og áhrifalítil, eru þau lálin
hlutlítil i skattamálum. Pá er beitt
öðrum vopnum gegn þeim, t. d.
viðskiílabanni. Pannig t. d. neyddi
félag norskra smákaupmanna stór-
kaupmennina þar í landi árum
saman til að lofa hátíðlega að
skifta ekki við kaupfélögin eða
norska Sambandið. Stóð viðskifta-
1) ítarleg greinargerð nm petta mál
mun væntanlega birt í næsta hefti
»Tímarits isl, samvinnufélaga«. /. J.
bann þelta all-lengi, en hafði ekki
þau áhrif sem ætlað var.
Næsta stigið er það, er kaup-
menn og auðvalds-forkólfar land-
anna hafa skilið nokkurn veginn
sæmilega mátt og lífsgildi sam-
vinnustefnunnar. Pá er tvöfaldi
skatturinn uppgötvaður. Blöðin
túlka mál þeirra, sem auglýsa, en
kæfa rödd hinua, sem leggja fé-
löguuum lið. Allur þorri félags-
manna er grandalaus um hættuna,
sem yfir vofir, og hafa alls ekkert
stjórnmála-samheldi sér til varnar.
Pá er laumað gegnum þjóðþingin
ákvæðum, sem gera unt að beita
tvöfalda skattinum. Á hæfilega
löngum tíma Iamar þessi hernaður
félögin, svo að jjfiu hælta að vaxa,
og þá er tilganginum náð.
En áður en svo langt er komið,
hafa samvinnutnenn í fleslum lönd-
um vaknað til meðvitundar um
livert stefnt er. Þeir taka höndum
saman, fræða kjósendur um til-
gang og aðferðir andstæðinganna.
Smátt og smátt missir kaupmanna-
Valdið áhrif sín á þingmenn þá,
sem telja sig vinna að heill al-
mennings. Og Iöggjöfinni er breytt
í það horf, sem samvinnumenn
telja rétt og sanngjarnt. Og að feng-
inni þeirri reynslu, er erfitt að
koma samvinnumöunum á kné.
Þeir skilja, livar fiskur bggur
undir sleini, þegar farið er að
ympra á tvöfalda skattinum, og
láta ekki ráðast að sér óviðbúnum
í annað sinn.
III.
Frændur okkar, Norðmenn, búa
nú við ein hin rétllátuslu skattalög
að þessu leyli, sem til eru í nokkru
landi. Samvinnufélögin borga að
eins skalt af áætluðum arði af
verslun ulanfélagsmanna. En hver
félagsmaður borgar skatt af sínum
hluta af sameigniuni, þar sem hann
á heima. Par er skalturinn ein-
faldur, eins og vera ber. Kaup-
mannasinnum og samvinnumönn-
um er þar gert jafnhátt undir
liöfði, og engri hlutdrægni beitt.
En þessi Iög eru ný, að kalla má,
gerð á síðustu missirum heims-
styrjaldarinnar. Fyrir þann tíma
höfðu norsku félögin verið kúguð
með tvöföldum skatti í mörg ár
— og unað illa við. Samvinnu-
menn beittu áhrifum sínum á þing-
nrenn, og um síðir hafði sú að-
ferð tilætluð áhrif. En baráttan
var löng og liörð. En nú er svo
komið.í Noregi, að samvinnan hefir
algerða yfirliönd. Félögin spenna
greipar um alt landið, bæði til
bænda og verkamanna. Afturhalds-
ílokkurinn einn heldur uppi von-
lausri vörn fyrir tvöfalda skatl-
inum.
Frá Svíum er nálega sörnu sög-
una að segja. Fram yfir aldamótin
siðustu vorn félögin þar i landi
fremur áhrifalítil, og kaupmönnum
stóð af þeim lilill beigur. Alla þá
slund voru þau ekkí áreitt með
sérstaklega ágengum skattkröfum.
En ér kaupfélögin höfðu mjmdað
samband, og efnt til heildsölu í
Stokkliólmi, með útibúum viða í
landinu, kom skatladeilan til sög-
unnar, og lauk svo, að um nokk-
ur ár höfðu kaupmaunasinnar yfir-
tökin, og beitlu ósparl tvöfalda
skaltinum. Eu jafnhliða beittu
samvinnumenn áhrifum sínum,
bæði við bændur og verkamenn,
og nú í vor, sem leið, tókst
Brantings-stjórninni að koma máli
þessu í viðunanlegt horf, þannig,
[Frli. n i, dálki á 4, siðu.J