Tíminn - 25.09.1920, Blaðsíða 3
TIMÍINN
151
hafinn, að helstu stjórnendur Sví-
þjóðar, Noregs og Danmerkur, sátu
á ráðstefnum saman, til þess að
koma á meiri samvinnu milli
ríkjanna, út á við og inn á við,
um ýms sameiginleg hagsmuna-
mál. Þessir fundir hafa síðan verið
háðir við og við Síðasti fundur-
inn var háður í Kaupmannahöfn
í lok síðastliðins mánaðar og sátu
hann forsætis- og utanrikisráð-
herrar allra ríkjanna. Var sam-
komulag hið besta og hinar bestu
horfur um aukna samvinnu land-
anna. Var einkum rætt um af-
stöðu landanna til þjóðabanda-
lagsins og sú ósk látin sameigin-
lega í ljós, að öll lönd fengju inn-
göngu í bandalagið, en Frakkar
hóta að ganga úr, verði Þjóðverj-
um veitt innganga.
— Ógurlegir skógarbrunar hafa
verið á Rússlandi og Kirjálalandi,
nálægt landamærum Finnlands.
Hefir reykjarmökkinn lagt yfir ná-
lega alt Finnland og er austan til
í landinu svo þykkur, að ilt er
að þola.
— Á flóttanum, upp úr siðustu
sókn Pólverja, lentu nokkrar þús-
nndir rússneskra hermanna inn
fyrir þýsku landamærin og eiga
þeir að vera í gæslu Þjóðverja
uns friður er saminn. Hafa Pjóð-
verjar lent í mestu vandræðum
með hermenn þessa. Peir höfðu
svo litlu herliði og lögregluliði á að
skipa, að þeir gátu ekki haft hemil
á Rússunum. Fóru smá-flokkar
rússneskra hermanna rænandi um
landið uin tíma.
— Álandseyja-deilan harðnar á
ný milli Svía og Finna. Hefir
finskur dómstóll dæmt tvo helstu
leiðtoga Álendinga í U/2 árs fang-
elsi.
— Talið er að það muni vera
um hálf miljón herfanga, sem ekki
hafa enn komist heim, Flestir
þeirra eru í Pýskalandi, Rússlandi
og Síberíu. Muni það kosta miljón
sterling-punda, að koma þeim heim.
Yfirleitt séu þessir menn orðnir
hörmulega farnir bæði andlega og
líkamlega.
— Úrslita-kappleikurinn í knatt-
spyrnu, á olympisku léikjunum í
Antwerpen, milli Belga og Tjekka,
varð til stór-hneikslis. Harðleiknin
og kappið langt úr hófi fram.
Dómarinn úrskurðaði Belgum vítis-
spark, þvert ofan í lög að dómi
Tjekka. Einn Tjeltkanna sparkaði
svo fast i magann á Belga einum,
að hann var borinn hálf-dauður
af vellinum. Dómarinn vísaði
Tjekkanum úr leik og þá fylgdu
allir félagar hans með honum.
Var þá leik lokið og var þó ekki
hálfnaður. Yíirleitt er til þess tekið
fyrir uppreist um alt landið, verði
hún að ganga að þessum kostum.
Þessum upphlaupum valda Stór-
Þjóðverjar vitanlega og einkum
æskulýðurinn í borgunum. En á
hinu leytinu lítur svo út sem
verkamennirnir ætli ekki síður að
gera afstöðuna til Frakklands
óbærilega íyrir Þýskaland.
Frakkar hafa enn mikið setulið
í Þýskalandi, eins og sagt liefir
verið, og var svo til skilið í friðar-
samningunum, að á meðan það
setulið væri i landinu hefðu Frakk-
ar rétt til, án eftirlits af hálfu
Þýskalands, að flytja um landið
bæði herlið og hergögn.
í fyrstu fór það alt friðsamlega
fram. En eftir það að ófriðurinn
hófst milli Pólverja og Rússa fóru
að ganga sögur um það að alt of
mikið kvæði að herflutningi og
hergagnaflutningi Frakka um
Þýskaland, bæði með járnbrautum
og á bifreiðum. Sá ílutningur
myndi ekki einungis vera í þágu
setuliðsins franska. Frakkar myndu
vera að flytja lið og hergögn Pól-
verjum til bjálpar.
Þetta varð ærið efni til þess að
æsa verkamennina þýsku. Vitan-
lega voru slíkir ílutningar brot á
hlutleysi Pýskalands í striðinu
milli Pólverja og Rússa. Og síst
vildu þýskir verkamenn að Pól-
yerjum kæmi slíkur styrkur.
hve knattspyrnan hafi verið Ijót
og ruddaleg.
— Stjórnin norska er í farar-
broddi í samtökunum um sparnað
þar í landi. Rita ráðherrarnir fyrslir
undir sparnaðar-á varpið. Blöðin
styðja þessa viðleitni af öllum
mætti. Segir eitt aðal-blaðið, að
konur þær sem hafi gaman af því
að vekja eftirtekt með íburði í
klæðaburði og eyðslu, muni fljót-
lega fara að finna óþægilegan kulda
frá almenningi.
— í Kína er matvælaskortur svo
mikill, að talið er að 20 miljónir
manna svelti.
— Hermálaráðuneytið finska vill
fá 600 miljónir marka til herskipa-
smíða.
— Norska stjórnin ætlar að taka
á móti verslunarmálasendinefnd frá
Rússum, enda sé því lofað, að
nefndin hafi engan undirróður i
frammi og reki ekki verslun við
aðrar þjóðir enn Noreg.
— Fjármálaráðstefnan er hafin
í Bryssel. Sitja hana fulltrúar 33
ríkja, þar á meðal frá Pýskalandi.
— Talið er að Millerand for-
sætisráðherra gefi kost á sér sem
forsetaefni.
— Lausafregn segir að Bayern
ætli að kjósa Ruprecht krónprins
til konungs, og sé það með góð-
um vilja Frakka.
— Norður af Japan liggur eyjan
Sakalín. Fyrir stríðið áttu Japanar
suðurhluta eyjarinnar, en Rússar
norðurhlutann. Japanar hafa nú
lýst því yfir, að þeir muni kasta
eign sinni á alla eyjuna, meðal
annars í skaðabótaskyni fyrir ýms-
ar skráveifur, sem Bolchewickar
hafi gert sér. Bandaríkin mótmæla
þessu harðlega. Allan austurhluta
Síberíu, alt vestur að Baikalvatni,
hafa Japanar enn á valdi sínu, og
þar með aðal-borgina Vladiostok,
sem liggur við Kyrrahaf.
— Frauskir stjórnmálamenn
þykjast hafa komið ár sinni vel
fyrir borð i suðausturhluta Norður-
álfunnar. Hafa þeir fyrst og fremst
komið á sáttum milli Rúmeníu og
Ungverjalands, og því næst fengið
þau lönd og enn fremur Grikki
og Suður-Slafa til að ganga í náið
viðskiftasamband, og er búist við
að Búlgaría, Austurriki og Tjekkar
muni og í það ganga. Jafnframt
hafa Frakkar trygt sér hina bestu
afstöðu í sambandinu og bolað
Englendingum í burtu.
— Enn hafa nýjar kosningar
farið fram til fólksþingsins í Dan-
mörku, 21. þ. m., og verður nú að
þeim búið lengi. Hluttaka var
mikil, um 80°/o af kjósendum, og
voru alls greidd 1,208,905 atkvæði.
Vinstrimenn fengu 410,461 atkv.,
Jafnaðarmannaflokkarnir þýsku
báðir og félög verkamanna komu
sér saman um að taka fram fyrir
hendurnar á þýsku stjórninni og
fara að hafa eftirlit með þessum
flutningum Frakka á eigin spýtur.
Var gefið út ávarp til allra þýskra
verkamanna að hafa eftirlit með
öllum herliðs og hergagnaflutning-
um til þess að gæta hins strang-
asta hlutleysis. Var skipuð sérstök
nefnd til þess að framkvæma þetta
eflirlit og sitja 1 henni fulltrúar
beggja jafnaðarmanna flokkanna
og helstu verkalýðsfélaganna. Þessi
nefnd er eins og aukastjórn við
hliðina á þýsku sljórninui.
Hefir það komið fyrir hvað
eftir annað að verkamenn hafa
stöðvað ílutninga Frakka og kraf-
ist eftirlits og rannsóknar. Franskir
fyrirliðar og hermenn hafa hvað
eftir annað orðið fyrir aðsúg og
móðgunum. Hefir oftar en einu
sinni legið við að slegið hafi í
bardaga mijli Frakka og verka-
manna.
Þýska stjórnin getur ekkert að-
hafst. Hún getur ekki og þorir
ekki að ráðast á þessa eftirlitsnefnd
verkamanna og hindra starf hennar.
En frönsku blöðin ærast í vonsku
og láta sér finnast fátt um afsakanir
þýsku stjórnarinnar. Er það með
öllu ófyrirsjáanlegt hverjar afleið-
ingar geta af þessu orðið.
Aljf Oistfilinn í HTanmslanaa.
(i
Skólinn byrjar 7. nóvember og starfar í 6 mánuði. Aðgöngu fá jafnt
piltar og stúlkur.
Skólagjald kr. 60.00 fyrir allan tímann, greitt við inntöku, og er
það hærra en síðastliðið ár sökum þess, að opinberir styrkir aukast
hvergi nærri í hlutfalli við sívaxandi dýrtíð.
Aðal-námsgreinar: Móðurmál (lestur, skrift, málfræði, ritgerðir).
Stærðfrœði (þar innifalin bókfærsla og fæðugildi). Náttúrufrœði (aðal-
lega heilsufræði og eðlisfræði). Saga (og félagsfræði, sem innifelur
leiðbeiningar fyrir daglegt líf). Landafrœði. Sðngur. Likamsœfingar.
Aukanámsgreinar: Enska. Danska.
Prófdómarar gáfu síðastliðið vor svofelt álit um kensluna:
»Við viljum fyrst og fremst geta þess, að kennarar skólans eru mjög
vel vaxnir starfi sinu og láta sér ant um, að kenslan komi að góðum
notum«.
Nemendur hafa matarfélag og heimavist og verður skólastjóri þeim
til aðstoðar í þeim efnum.
Umsóknir sendist undirrituðum eigi síðar en 25. okt. n. k.
Hvammstanga 10. sept. 1920.
Ásg-eir Mag-nússon
skólastjóri.
en 344,000 við kosningarnar í júlí.
Jafnaðarmenn 390,144, en 285,000
í júlí. Hægrimenn 216,389 en
180,000 í júlí. Radíkali flokkurinn
142,678 en 110,000 í júlí. Atvinnu-
rekendaflokkurinn 27,086 en 26,000
í júlí. Ýmsir smærri ílokkar fengu
færri atkvæði. Kjósendum hefir
mikið fjölgað, þar eð Suður-Jótar
kusu nú með og auk þess kjós-
endur á aldrinum 25—29 ára, sem
áður höfðu ekki kosningarrétt.
Fengu vinstri menn flest atkvæði
af Suður-Jótlandi, en talið að jafn-
aðarmenn og radíkalir hafi fengið
mest af atkvæðum uuga fólksins.
Flokkaskiftingin í þinginu verð-
ur þannig: Vinstrimenn eru 52 eins
og áður, jafnaðarmenn 48, en voru
42, hægrimenn 27, en voru 26,
radíkalir 18, voru áður 16, at-
vinnurekendur 3, voru 4, og einn
af suðurjóska flokknum. Þingsætin
eru nú 149, en voru 140. Vinstri-
mannastjórnin sem nú situr mun
sitja áfram. Verða 82 stuðnings-
menn stjórnarinnar en 65 í and-
stöðu. Áður voru 82 með stjórn
58 í andstöðu. Jafnaðarmennirnir
hafa unnið langmest á við þessar
kosningar.
— Forsetakosning á að fara
fram á Þýskalandi í desember.
Ebert forseti verður ekki aftur í
kjöri.
— Ögurleg sprenging varð ný-
lega í miðju viðskiftahverfinu í
New-York, framan við banka Morg-
ans. Tvö hundruð manns særðust
Fyrst í þessum mánuði var
stofnað til hátíðahalds víða um
Þýskaland í minningu þess að 50
ár voru liðin frá þvi er Þjóðverjar
unnu hinn fræga sigur yfir Frökk-
um við Sedan. Bar mest á hátíða-
höldunum fyrir framan myndastyttu
af Bismarck í Berlín.
Þessi framkoma lýsir vel ástand-
inu á Þýskalandi. Hefndarhugurinn
hefir altekið ungu kynslóðina.
»Sigrandi munum við bera af
Frakklandk, er sá söngur sem nú
er tíðast sunginn á Þýskalandi.
Síðast í ágúst, mánaðardaginn
sem Hindenburg hafði unnið
sigurinn á Rússum við Tannenberg
í upphafi stríðsins, sendi sam-
bandsfélag þýskra herforingja sím-
skeyti til keisarans fyrverandi og
hann svaraði með ósk um að nýr
Tannenbergdagur mætti Þýskalandi
upp renna. -— Á hinu leytinu er
stofnuð ráðstjörn hingað og þangað
um landið og verkamenn og Stór-
Þjóðverjar gera alt um að gera
sambúðina ómögulega við Frakk-
land. Og stjórnin er almáttlaus.
Bessastaðakirkja. Samskotin til
hennar, að forgöngu fornmenja-
varðar, hafa gengið svo að alls
hafa safnast 4000 kr. Verður nú
byrjað á aðgerð á kirkjunni.
og biðu bana og tjónið er metið
á tvær miljónir dollara.
— Smjörverð í Kaupmannahöfn
er nú kr. 7,68 kílóið og mjólkur-
lítirinn kostar 73 aura.
^orgin eilífta
eftir
H|fall ||>aina.
IV.
Bréfið var frá Rómu:
»Kæri D.
Bréf yðar olli mér æsingi og
kvíða og eg hefi ekkert getað verið
við vinnu mína allan daginn. Mig .
tekur það innilega sárt að sam-
vistum okkar á að vera slitið, en
þér getið ekki átt við hitt að öllu
sé lokið okkar á milli, Það er
ómögulegt, þvi að þá myndi eg
gráta úr mér augun, en er eg lít
í spegilinn, sé eg að þau ljóma af
fögnuði, og þó skil eg ekki hvers-
vegna þau ljóma, er eg hugsa um
það að þér neitið mér um skýr-
ingar. Ef þér treystið ekki póstin-
um, ef F. þjónn minn er óvinur
yðar og B. sambýlismaður yðar er
óvinur minn, þá hlýtur það að
vera hið eina rétta, að við finn-
umst og tölumst við. Komið þvi
undir eins. Eg skipa yður að koma.
Systirin hlýtur að hafa rétt til að
skipa í svo brýnu máli. Eg ætti,
sem slík, að vera glöð yfir því
sem þér skifið. Jæja, eg er þá glöð.
En eg er auðvitað forvitin. Þér segið
að eg þekki konuna og að hún,
því miður, standi mér mjög nærri.
Hver er hún? Veit hún að þér
elskið hana? Segið mér að eins
upphafsstafinn í nafni hennar. Þá
er eg ánægð. Og þér talið um ó-
yfirkvæmilegar hindranir. Er það
einungis eins og nú er ástatt? Sé
svo, þá mun hlutaðeigandi kona,
sé hún hin rétta, vissulega bíða,
uns forsjónin ryður veginn, eða
hún mun ef til vill álíta það
mestu gæfu sína að yfirvinna þær
og bera þær með honum sem hún
elskar. Eða, ef til vill eru það
tvær konur; ástin laðar yður að
annari, en skyldan býður að hall-
ast að hinni?
Heyrið, hve eg tala mál systur
minnar ókunnu. Hví má eg ekki
hjálpa yður? Komið þegar að
ræða málið.
Ef til vill verðskuldar hún ekki
ást yðar og vináttu og eg skil að
það væri óyfirkvæmilegt. Þér stand-
ið svo hátt og verðið að hugsa
um starf yðar, fólk og markmið.
Og það er ef til vil ekki annað en
draumórar, að ástin geti lyft kon-
unni upp til þess manns sem hún
elskar.
Það má og vera að afbrot hafi
verið drýgð, ófyrirgefanleg. Eg gæti
og skilið það. Menn elska ekki af
því að þeir eigi að elska, heldur
af því að þeir geta ekki annað og
er fátt grimdarlegra, en sá munur
sem gerður er á manni og konu,
þá er heimurinn sest að dómi um
þau. En eg er eins og leðurblaka
í myrkri. Hún flýgur á lokaðan
gluggann, af því að hún sér ljós-
geislann um rifu í gluggatjöldun-
um. Viljið þér ekki segja mér alt?
Gerið það.
Það er og annað sem eg þarf
að tala um. Þér munið eftir þess-
um M. sem þér hrunduð ofan
stigann. Hann er vitanlega orðinn
njósnari og hefir verið sendur til
Englands. Hann hefir grenslast
fyrir um yður og komist á snoðir
um ei|thvað. Það geta komið
merkar fréttir frá honum óðara en
varir, og ef þér komið ekki hing-
að, er sennilegt að eg neyðist til
að koma til yðar, hvað sem þér
segið.
Þingið verður sett á morgun og
eg hefi aðgöngumiða að stúku hirð-
arinnar. Þér megið þvi búast við
að sjá mig þar. Góða nótt. Yðar
örvæntingarfulla systir
Róma«.
V.
Davíð Rossí klæddist svörtum
kjólfötum næsta morgun, eins og
venja er til um slíkt tækifæri.
Hann svaraði bréfi Rómu áður en
hann fór af stað:
»Kæra R.
Væri það unt, að sársauki sorg-
ar minnar yrði meiri, yfir því að
slíta þeim samvistum sem hafa
gefið mér hinar björtustu stundir
lífs míns, þá hefði svo orðið vegna
hins yndislega bréfs yðar. Þér
spyrjið um hana sem eg elska.
Hún er meir en fögur, hún er
elskuleg. Andlit hénnar speglar
hreina, trygglynda og göfga sálina.
Þér spyrjið hvort hún viti að eg
elska hana. Eg hefi aldrei dirfst
að segja henni leyndarmál mitt.
Þér spyrjið hvort hún verðskuldi
ást mína. Hún verðskuldar það
að betri maður elski hana en eg
get gert mér von um að verða.
Hafi henni, eins og þér segið,
orðið eitlhvað á. Hver er eg þá,
að eg dæmi hana? Eg er ekki einn
af þeim sem kasta steinum að
konu, þótt forlögin og illir menn
hafi gert samsæri gegn henni. Eg
hafna því með öllu að konan geti
ekki, eins og maðurinn, bætt um
fortíð sína. Eg fyrirlít þennan dóm
heimsins, sem þrýstir konunni nið-
ur, er hún er að rétta við. Og hafi
hún syndgað, eins og eg hefi
syndgað, hafi hún liðið, eins og eg
hefi liðið, bið eg um kraft til að
segja. Við erum eitt, þar eð eg
elska hana. Við stöndum saman
og föllum.
En hún er yndisleg, hrein,
úyggiynd. djörf og göfug og hefir
engan galla, annars væri hún ekki
dóttir föður sins, hins göfugasta
manns sem eg hefi þekt og mun
þekkja. En ástæöan til skilnaðar-
ins er eingöngu mín megin, vegna
kringumstæðanna, vegna stöðu
minnar. Og þó á eg bágt að segja
það hvað það er sem hindrar og
get einungis sagt, að það er með
öllu og æfinlega óyfirkvæmilegt.
Það væri að draga sjáfan sig á
tálar að ætla að tíminn myndi
gera það að engu. Eg hefi háð
nógu harða baráttu um að vinna
bug á þeim tilfinningum, sem
freista mín til að halda fast í þessa
einu gleði og gæfu lífs míns.
Það er ómögulegt að fara til
hennar og opna hjarta mitt. Því
að návist hennar er eimmitt sú
hætta sem eg vil flýja. Eg verð
svo veiklundaður þá er eg sé hana.
Eg er eins og þræll, ástríðan yfir-
bugar vilja minn.
Það er ekki af gáleysi gjört eða
ástæðulausu að eg fórna ást minni
vegna skyldunnar. Eg elska hana
af öllu hjarta og það er einmitt
þess vegna — hennar vegna miklu
fremur en mín — sem við megum
aldrei finnast.
Eg skal minnast þess sem þér
segið um þennan M. En þér verðið