Tíminn - 25.09.1920, Qupperneq 2

Tíminn - 25.09.1920, Qupperneq 2
150 TIMINN amerísku eru heimskunnir sem bestu og fullkomnustu grammófónar er hugvitsmennirnir hafa getað búið til. Pantið einn slíkan grammófón hjá kaupfélagi yðar eða kauþmanni með nokkrum plötum og þér munuð undrast hve mikill ánægjuauki það verður fyrir heimili yðar, þeg- ar þetta snildaráhald lætur þar til sín heyra. Samband ísl, samvinnufélaga útvegar beint frá verksmiðjunni hið viður- kenda ágæta Me. Dougalls baðlyf. Að gefnu tilefni, »Vér erum postular nýja tímans, á fána vorum er umburð- arlyndi; og ef pú fyllir ekki flokk vorn, pá ætlum vér að rota pig«. Eg l*rði einu sinni þýskt erindi sem að efni til var á þessa leið, og kemur mér það stundum í hug er eg les deilugreinar manna þeirra vor á meðal sem ætlast til að þeir séu taldir öðrum fyemur frjáls- lyndir í trúarefnum. heim hættir svo oft til að »slá um sig« með stóryrðum og dylgjum, og sýna þá að þeir eiga fremur litið af því umburðarlyndi, sem þeir krefjast af öðrum. Því miður er grein síra Jakobs Kristinssouar í Tímanum 18. þ. m., »Vitnisburður binna rétttrú- uðu«, engin undantekning í þessu efni, — og hygg eg þó að hún hefði orðið nokkuð á annan veg, ef hann hefði viljað hafa fyrir því að finna mig að máli áður en hann skrifaði hana, Eg lái raunar ekkert formanni guðspekisfélagsins að honum gremj- ist sumt af því sem stóð í síðasta tölubl. Bjarma, — og oft endra- nær. Pví þar hefir oft komið í ljós sú skoðun mín og margra annara, að það sem aðgreindi guðspekina frá kristindómi væru mestmegnis firnur og fjarstæður. Hneyksi slík- ar fullyrðingar guðspekingsnema, mega þeir vita að engu minna hneyksla oss fullyrðingar þeirra um nýjan Messías eða nýjan mann- kynsfræðara, endurholgun, leiðtog- ana miklu í Himalayafjöllum o. fl. En þótt honum gremdist, var óþarfi að misskilja ummæli mín og skrifa deilugrein gegn því sem eg sagði ekki, nóg er samt sem skilur. Það sem eg átti við er eg sagði: að siðferðilegt »los« leiddi af trú- arbragða »losinu, er í fám orð- um þetta: Þegar margar sterkar raddir ráðast á þá trú, sem þorri manna taldi rétta áður og gengið hafði frá kynslóð til kynslóðar, hendir margt óþroskað fólk þær fullyrðingar á lofti sem lengst fara í að rífa nið- ur, skiftir sér lítið af því sem reynt er að byggja í staðinn, og dregur stundum alt aðrar ályktanir af nýja boðskapnum er flytjendur hans ætlast til, bæði í trúarlegu og einkanlega í siðferðilegu tilliti. Víðast er nóg af freistingum, sem eru ekki lengi að hagnýta sér það þegar losnar um eldra aðhald trú- arinnar. Getur þá ein ógætin full- yrðing, eins og t. d. »Guð er í syndinnk, gert meiri skaða en mörg holl og góð fyrirmæli geta bætt upp. Á þessu hefir borið fyr og síðar víða um heim, og jafnvel þar sem nýi boðskapurinn var stórum betri en hinn; og því er það, að gætnir og reyndir kristniboðar í heiðnum íöndum vara oft nýkomna kristni- boða við því að fara með árásir á þarlend trúarbrögð, hitt sé miklu affarasælla að sýna það smám- saman, sérstaklega í verki, að að- komni siðurinn sé betri en sá sem fyrir var. En vitanlega er hættan enn meiri þegar nýi boðskapurinn hefir minna siðferðisþrek að bjóða en eldri trúin. Eg skil varla f öðru en síra J. K. sé mér sammála um þetta, ef hann vill íhuga það reiðilaust. Petta eru svo almennar staðreyndir. Vera má að hann treysti sér heldur ekki til að andmæla að erfitt muni að gera sér ljósa grein fyrir hvað margir vor á meðal hafi beðið skipsbrot á barnatrú sinni, fyrir árásirnar gegn henni þessa síðustu áratugi, og þó enga aðra trúarsannfæringu eignast í staðinn, og vart munu þeir fastari á fótum í siðferðilegu tilliti eftir en áður. En hitt kannast hann vitanlega ekki við sem eg sagði, og er sann- færður um að sé rétt, að andatrú og guðspeki geti ekki veitt jafn mikið afl gegn freistingum og lif- andi kristindómur, og því sé út- breiðsla þeirra stefna ekki besta ráðið gegn siðferðismeinum þjóðar vorrar. En þótt eg segi það, treysti eg því að allflestir sjái, að það er ekki sama og eg segði að siðspill- ingin í Reykjavík sé þessum stefn- um að kenna, eins og J. K. hefir skilist og reiðst mér fyrir. Setjum svo að eg segði við sira J. K.: »Eg treysti yður alls ekki jafn vel og honum N. N. til að hjálpa þessum ógæfumanni«. — Gæti honum að vfsu gramist að eg treysti honum ekki nógu vel, en hver getur fallist á að hann hafði ástæðu til að svara: »þér kennið mér eftir þessu um ógæfu mannsins«. En svo hraparlega hefir hann misskilið orð mín og því er æði- margt af því sem hann skrifar alveg út i hött í þessu sambandi. Orð mín: »enda dæmi átakan- leg fyrir þá sem vilja sjá« — áttu alls ekki við þjófnaða eða saur- lifnaðamálin, eins og eg hélt auðséð a. m. k. fyrir kunnuga. Eg veit ekki til að neinn sakborningur í þeim málum hafi sýnt áhuga á nokkr- um trúmálum, og ávirðingar þeirra sanna því ekkert um siðferðisþrótt neinna trúarbragða. Pví að sjálf- sögðu veit síra J. K. að kristin- dómur er að því leyti svipaður guðspeki, að það er ekki nóg að heyra aðra segja frá honum til þess að verða sannur félagsmaður. Velkomið er að eg segi síra J. K. persónulega hvað eg átti við, ef hann skyldi ekki vita það, því að eg hefi rekið mig á að guðspekis- áhugi er ekki næg vörn gegn freistingum, en út í það fer eg ekki frekar í blöðunum, eg á engin ámæli skilið frá J. K. fyrir það. Hitt var óþarfi, og sýnir ógætni í dómum um ókunnuga, að vera að eyða mörgum orðum til að fá mig til að kannast við að eg þekti þó a .m. k. einn vandaðan guðspekisnema. — Það er velkomið að auglýsa að eg þekki ýmsa fleiri vandaða menn í þeim flokk, tel suma þeirra góðkunningja mína, og hefi ekkert tekið nærri mér að vera í samvinnu við þá um sum mannúðarmál. Og þess gat eg í Bjarma 1. júni s. 1. alveg ótilkvadd- ur af síra J. K. að »ísl. spíritistar legðu áherslu á vandað sið- ferði«. En — eg hefi einnig kynst vönduðum mönnum, — sem töldu sig ýmist trúlausa eða efnishyggju- menn, — og datt ekki'í hug að þakka drengskap þeirra »trúleys- inu« eða efnishyggju, enda þótt einhver kunni að verða vondur út af því. »En þá er það heldur engin sönn- un um áhrif kristinsdómsins, þótt bent sé á vandaðan mann kristinn«, mun síra J. K. svara. — Vitanlega ekki nein bein sönnun. Hitt er mér næg sönnun að eg veit að viljastefna og alt fram- ferði fjölmargra lastafullra manna gjörbreyttist til batnaðar jafnskjótt og þeir snéru sér frá vantrú eða trúmálakæruleysi að Jesú Kristi og auðmýktu sig fyrir honum. En aldrei hefi eg heyrt þess getið að stór breiskir menn hafi umskap- ast til batnaðar um leið og þeir vörpuðu frá sér krislinni trú. Síra J. K. er velkomið óátalið af mér að halda áfram að skrifa um ólifnað og glæpi sem rétttrú- naðarstefna fyrri alda hér á landi hafi ekki ráðið við, eg er enginn vinur dauðs og ávaxtasnauðs rétt- trúnaðar, og hefi aldrei viljandi gefið ástæðu til að eigna mér þá skoðun, að það væri nóg til að slandast freistingar og nóg til sáluhjálpar að játa eitlhvert kenn- ingakerfi með vörunum, — hvort sem kenningarkerfið er t. d. kent við rétttrúnað eða guðspeki. En sorg- lega er andstæðingum eldri stefn- unar sumum tamt að skrökva þeirri skoðun á oss. Samt mætti nefna það að enda þótt að dauður rétttrúnaður, gamall sem nýr, hafi margar ávirð- ingar á baki, þolir hann þó vel samanburð við indversk trúarbrögð a. m. k. að því er lauslæti og harð- ýðgi snertir. Eða veit síra J. K. ekki að sum musteri þar í landi eru saurlifnaðarhæli og meðferð á ekkjum hin hörmulegasta þangað til kristniáhrif fóru að taka í taum- ana? Á hinn bóginn mun vera til- gangslitið að fara að skrifa hér nánar um lifandi kristindóm og áhrif hans, — úr því hann, prest- urinn, kinokar sér ekki við að skrifa að eg »gumi af áhrifum »lifandi« kristinsdóms«. Og aðdróttanirnar um faríseahátt og drengskaparbrest og fleiri kald- yrði skifti eg mér ekki af! Kanske hann telji þau meðmæli með áhrifum guðspekinnar. En einhvertíma fær hann að eiga um þær aðdróttanir við »Karman« sjálf sín. »því sér grefur gröf þó grafi«. Sigurbjörn Á. Gíslason. Frá útlöndum. Forsetaskifti eru að verða á Frakklandi. Deschanel forseti er geðveikur og verður að kjósa nýjan í hans stað. — Ut af ástandinu á írlandi, meðferðinni á borgarstjóranum frá Cork og Mannix erkibiskupi hefir fjöldi verkamanna í New-York neitað að ferma ensk skip. — Weygand hershöfðingi, hinn franski, sá er stýrði hinni sigur- sælu sókn Pólverja gegn Rússum, er nú farinn frá Póllandi og heim til Frakklands. Var honum fylgt úr hlaði með hinni mestu við- höfn og dýrð. — í Noregi hefir meginhluti socíalistanna hnigið að stefnu Bolchewicka, en upp úr Moskva- fundinum og útgáfu hinnar opin- beru stefnuskrár Bolchewicka, virð- ist flokkurinn ætla að klofna. Aðal-blað hinna hægfara jafnaðar- manna telur það glæp, að halda áfram á þeirri braut, sem Bolche- wickar bendi á. »Við viljum ná markinu með andlegum vopnum. Við viljum ekki ná því og mun- um ekki ná því með byssustyngj- unum«. — Fyrir stríðið var franski versl- unarflotinn alls rúmlega 2^/í milj. smálestir. Á stríðstímanum mistu Frakkar verslunarskip, sem báru rúmlega eina miljón smálesta, sumpart vegna kafbáta og sprengja, sumpart vegna annara slysa. Sem stendur er verslunarflotinn þó orð- inn einni miljón smálesta stærri en fyrir stríðið. Hafa Frakkar sjálfir bygt ný skip, sem bera ná- lega miljón smálestir, fengið frá Þjóðverjum og Austurríkismönn- um um 450 þús. smálestir og rúm- lega annað eins frá Brasilíu og Englandi. Enn eru mörg skip í smíðum á Frakklandi og von á fleirum frá þýskalandi og víðar að og er talið, að alls muni franski verslunarflotinn verða orðinn 4,3 miljónir smálesta í árslokin. — Á stríðsárunum var sá siður Frá Þýskalandi, Fjármálaráðherrann þýski hefir nýlega lýst því yfir í ræðu að Þýskaland se í raun og veru gjald- þrota, þótt svo sé ekki látið líta út á pappírnum. E*ótt þetta sé eitt fyrir sig, ærið stórt atriði um að sýna við hve mikla erfiðleika hið þýska lýðveldi á að stríða, þá eru þó önnur atriði, sem í augnablik- inu a. m. k. valda enn meiri erfið- leikum. Tveggja þeirra skal hér sérstaklega getið. Samkvæmt friðarsamningunum er þýskalandi gert það að skyldu að minka herinn stórkostlega og að afvopna almenning. Hið fyrra hefir stjórnin þegar gert og þó ekki án hinna kröftugustu mót- mæla. Hið síðara ætlar að verða hinum allra mestu vandkvæðum bundið. Það vantar ekki að stjórnin geri alt það sem í hennar valdi stendur til þess að reyna að fram- kvæma afvopnunina. Ebert forseti lieflr birt ávarp til þýsku þjóðar- innar og segir í því að þótt af- vopnunin sé utanaðkomandi vald- boð, þá verði þó að framfylgja henni. Hann fullvissar þjóðina um pið afvopnunin verði framkvæmd með öllu hlutdrægnislaust, og það sé lífsskilyrði fyrir Þýákaland að hún verði framkvæmd. »Við verð- um að sýna það í verkinu að við stöndum við þær skuldbindingar sem við höfum tekist á hendur, því annars er okkur hótað því að nýar og þungar byrðar verði á okkur lagðar, sem með öllu munu buga okkur«. Ráðherrarnir segja hið sama, en það kemur fyrir ekki. Pað virðist vera komið svo að stjórnin þýska hafi alls ekki mátt til annars en að tala, hún geti ekki framkvæmt það sem hún vill gera. Hingað og þangað um þýska- land er enn verið að koma upp ráðstjórn, eftir rússneskri fyrir- mynd, til bráðabirgða, og frá helstu leiðtogum þeirra stefnu birtast ávörp og áskoranir um það, að nú sé tíminn komian til þess fyrir þýsku þjóðina að liefjast handa, hrinda af sér óvinum sínum og gera nýja stjórnarbylting. Til þeirra hluta eru vopnin nauðsynleg. Pað bendir í öfuga átt við það að af- vopnunin gangi friðsamlega. Úr annari átt stafar þó meiri hætta, frá Stór-Þjóðverjum. Félags* skapur sem gengur undir nafninu »Orgesch«, hefir náð útbreiðslu um alt Þýskaland. Það er félags- skapur »júnkaranna« gömlu. Það er vopnaður sjálfboðaliðaher sem telur sig hafa það verkefni að halda uppi lögum og reglu og gæta öruggi manna og eigna, enda sé stjórnin svo máttlaus gagnvart þeim óaldaflokkum sem um landið vaði, að hún geti ekki veitt al- menningi nóg öruggi. Er talið að félagar þessa félags skifti hundr- uðum þúsunda. Áskorun stjórnarinnar um af- vopnun hafa »júnkararnir« í hér- aðinu Brandenburg, svarað meðal annars á þessa leið: Sjálfsvörn okkar er bein afleiðing þess ástands sem nú rikir. Rán, morð og grip- deildir allskonar óaldaflokka, vax- andi órói og óöryggi í borgum og þorpum og á vegunum, sýnir það ljóslega hve stjórnin stendur mátt- vana um að bæta ástandið. Ró og friður eru lífsskilyrði um að fólkið geti fengið að borða. Yið álítum það heilagan rétt okkar og skyldu ‘að gæta friðarins. Hinni núverandi stjórn treystum við ekki til að vernda eignir og lif okkar. Hún hefir sýnt vanmátt sinn. Þessvegna verðum við að álíta að félags- skapur okkar verði og eigi að vera til, uns stjórnin gefur órækar sann- anir fyrir. því að hún sé fær um að láta okkur nægilega vernd í té. Til þess að koma í veg fyrir ó- þægilegar afleiðingar vörum við alvarlega við því að til þess sé stofnað að rjúfa félagsskap okkar, því að við erum fullráðnir í þvi að verjast því með öllum meðulum að félagsskapur okkar sé rofinn. — Hótunin er.skýr og afdráttarlaus og að baki henni standa menn sem ekki láta sér alt fyrir brjósti brenna og munu ekki láta sitja við orðin tóm, Aðrar stéttir fara í kjölfar »júnk- aranna«. Meðan gósseigendurnir og júnkararnir láti ekki vopnin af hendi, muni þeir ekki gera það. Það alvarlegasta er það að lýs- ing »júnkaranna« á ástandinu mun í aðalatriðum vera rétt. Þjóðin er öll undir vopnum og hver höndin upp á móti annari. Stjórnin mátt- vana, getur hvorki fyllilega treyst lögreglunni né hernum. Og Banda- menn heimta afvopnunina og munu leggja á nýjar kvaðir ef ekki er framkvæmd. — Hitt atriðið er afstaðan að ýmsu öðru leyti til Bandamanna og sér- staklega Frakklands. Hefir verið sagt frá því áður hér í blaðinu að það hefir komið fyrir æ ofan í æ að franska setuliðinu og frönsk- um ræðismönnum í Þýskalandi hefir verið sýndur hinn mesti óskundi. Vitanlega er það þvert á móti vilja allra gætinna manna þýskra og þýsku stjórnarinnar, en sannleikurinn er blátt áfram sá, að þýska stjórnin er alveg máttvana ura að hindra þessi verk, En Frökkum er vitanlega farið að leiðast þaufið. Þeir geta ekki sælt sig við að verða æ ofan í æ fyrir slílcum móðgunum. Fáni þeirra margsvívirtur, skjölum þeirra stolið, íbúðir ræðismannanna rænt- ar og jafnvel lífi þeirra hætta búin. Ræður að líkindum að þeim þykir súrt í brotið að sætta sig æ við afsökunarbón þýsku stjórnarinnar eflir á. Hið nýjasta af þessu tagi er að- súgurinn sem gerður var að franska ræðismanninum í Breslau, er íbúð hans var rænt og það mátti heita tilviljun að hann slapp heill á húfi með fjölskyldu sína. Hafa Frakkar út af því komið fram með þessar kröfur: Fyrst og fremst gjalda Þjóðverjar 100 þús. franka í bætur. Undir eins og búið er að gera aftur umbætur á húsinu á þýsk herdeild að ganga fram hjá og heilsa franska fánanum. Fullar bætur eiga að koma að auki fyrir eignatjón, Herforingi einn, sem Frakkar hafa sérstaklega grunaðan um móðgun við sig, á að dæmast til refsingar. Og loks á sjálfur þýski kanslarinn »i eigin persónu« að koma á fund franska sendi- herrans í Berlín og beiðast afsök- unar. Það er síðasta atriðið sem sér- staklega vekur gremju um alt Þýskaland og stjórnin gerir ráð

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.