Tíminn - 25.09.1920, Blaðsíða 4
152
14M1NN
Fjerde Söforakringsselskab
(Stjórnandi: Ahlefeldt Laurvigen greifí)
er «itt hið stsersta og ábyggilegasta sjóvátryggingafélag í danika rikinu.
Sjóvátryggingar á skipum og farmi. — Stríðs-
vátryggingar á skipum, farmi og mönnum.
Spyrjið íslandsbanka um félagið.
Aðalumboðsmaður:
Porvaldur Pálsson, læknir
Bankastræti ÍO.
Kenslubók í Islandssögu
eftir Jónas Jónsson
Kemur á markaöinn í haust. Fyrra heftið fullprentað.
Ársæll Árnason gefur út. — Fæst hjá öllum bóksölum.
G, Bjarnason & Fjeldsted
Aðalstræti 6.
Miklar birgðir af allskon-
ar fata- og frakka-efnum.
Ver5iö hvergi lægra.
Skóverslun. Hafnarstræti 15.
Selur landsins bestu gúmmí-
stigvél, fyrir fullorna og börn,
— ásamt alslconar leðurskó-
fatnaði. Fyrir lægst verð.
Grelð og ábyggileg viðskifti.
að virða mér það til vorkunnar
að eg hefi ekki miklar áhyggjur
af því. Enginn þekkir nafn mitt í
Lundúnum, né stöðu mína núver-
andi. Enginn mun geta tengt
saman tilveru mina þar og hér.
Verið þér sælar. Guð varðveiti
yður — æfinlega.
D.«
Davíð Rossí innsiglaði bréflð
vandlega. Á leiðinni í þinghúsið
lét hann það sjálfur í póstkassann.
VI.
Það va-r fagurt veður. Borgin
var fánum skreytt, konunginum til
heiðurs. Allar götur milli konungs-
hallarinnar og þinghússins voru
fullar af fólki. Allir gluggar og
svalir voru fullar af andlitum.
Herdeild hélt opnu svæði á torg-
um framan við þinghúsið. Lúðra-
sveit úr hernum stóð í súlnagöng-
unum reiðubúnin að hefja sönginn
þá er konungur nálgaðist. Frétta-
ritarar blaðanna rituðu hjá sér
nöfn kunnra manna jafnóðum og
þeir komu og mannQöldinn fagn-
aði þeim með húrrahrópum.
Davíð Rossi komst inn í þing-
húsið um dyr við hliðargötu.
Fingsalurinn var fullskipaður og
kliðurinn eins og i býflugnabúi.
Salurinn var reistur í hálfhring og
rauðir flosadregnir bekkir með
bognu hliðunum. Fyrir beinu hlið-
inni var paliur og á honum gyltur
hægindastóll undir hjálmhvolfi,
sömuleiðis með rauðu flosi og var
á hann krossmark konungsættar-
innar gullsaumað. Hærra uppi voru
stúkur blaðamanna og hinna miöur
tignu gesta og glerhjálmar yfir
öllu. Davíð Rossí gekk til síns
venjulega sætis. Það var í horni
til vinstri við hásætisstólinn, beint
andspænis þeim stað þar sem
hirðin sat. Hann leit ekki upp þá
er hann gekk inn en hann sá
engu að siður háa, granna ung-
lega konu, svart hár undir barða-
Stórum hatti og leiftrandi augu
sem lustu hann eins og elding.
Klukkan var orðin sjö mínútur
yfir fastsettan tíma. Þá kvað viö
fallbyssuskot frá Engilsborg, sem
boðaöi komu konungs. Óðara
heyrðist álengdar ómurinn af
konungssöngnum. Nú þagnaði klið-
urinn og allir stóðu upp.
Að mínútu liðinni kom konung-
urinn og var tekið með fagnaðar-
ópum. Hann var ungur maður og
bar einkennisbúning herforingja.
Andlit hans bar greinilega vott
um miklar áhyggjur og veika
heilsu. Tveir hermenn gengu við
hlið honum og ráðherrarnir á eftir.
Drotningin, grönn og fögur kona,
kom inn á eftir, með hirðmeyjum
sinum.
Konungur settist undir hjálm-
hvolfinu, ráðherrarnir vinstra
megin og drotningin með fylgd
sinni hægra megin. Bonellí barón
stóð næstur konúngi. Hann var í
hirðbúningi og bar mörg heiðurs-
merki. Hann var rólegur, virðulegur
og stillilegur — hinn eini karl-
mannlegi maður i öllum hópnum
kring um hásætið. Eftir að húrra
hrópin voru þögnuð bað forsætis-
ráðherra, í nafni konungs, sam-
komuna að setjast. Fví næst rétti
hann konungi blöð.
Þaö var þingsetningarræðan.
Koungur las hana hratt og feimnis-
lega. Hann hafði ekki náð valdi
yfir rödd sinni. En ræðan var
sjálf merkilega saminn og skorti
hvorki veigamikil orð né máls-
skrúð0
[Frta. aí J. siOu.J
að hinar afborguðu innstœður i
kaupfélðgunum eru eigi skattlagðar.
Una sænskir samvinnumenn þess-
um málalokum allvel, þó að eigi
hafi tekist að bæta enn alla galla
á eldri löggjöf, sem snerta félögin.
I Danmörku þróaðist samvinnu-
stefnan svo fljótt, að hún var fær
um að beita sjálfsvörú í þessum
málum, jafnskjótt og verulegar á-
rásir byrjuðu, enda hefir þar f
landi tekist að hamla á móti tvö-
fald.a skattinum að mestu leyti.
Einstök kaupfélög í Danmörku,
sem ekki skifta nema við félags-
menn, og Sambandið danska eru
undanþegin skatti til sveitar eða
bæjarfélaga. Hinsvegar eru félög,
sem líka skifta við utanfélagsmenn
háð sömu skattskyldu eins og
hlutafélög. Fetta er að vísu veru-
legur galli á dönsku lögunum, og
mun stafa af því, að á þeim tíma
þegar þessi réttarvenja myndaðist,
höfðu forgöngumenn dönsku fé-
laganna ekki rakið til rótar þessa
hlið málsins. En sú er bót í máli,
að í Danmörku geta félögin forðast
tvöfalda skattinn, ef þau vilja,
með því að neita að skifta við
utanfélagsmenn. Hefir og sú orðið
raunin á, að allur þorri félaganna
hefir tekið það ráð. En þó að þessi
hafi orðið úrslitin hefir oft verið
stormasamt í Danmörku út af
skattskyldu félaganna. Kaupmenn
og braskarar hafa beitt sér ein-
huga fyrir því, að lögleiða tvö-
falda skattinn, en jafnan orðið i
minni hluta. Litlu áður en stríð-
inu lauk, lýsti fjármálaráðherra
Dana því yfir í þinginu, að hann
væri þess fullviss, að ómögulegt
væri að koma tvöfalda skattinum
gegnum ríkisþingið, enda hafa síð-
an verið gerðar litlar tilraunir frá
hálfu kaupmanna-sinna. En það
er eingöngu að þakka þvi, hve
samvinnumenn Dana standa fast
á verði og láta aldrei koma að sér
óviðbúnum.
1 Bretlandi er samvinnustefnan
gömul og hefir fest dýpri rætur
en i nokkru öðru landi. Fyrstu
ensku kaupfélögin eru stofnuð
laust fyrir 1850. Frá þeim tíma
og fram til allra síðustu ára hafði
það verið alviðurkend regla þar í
landi, að samvinnufélög væru und-
anþegin hverskonar tekjuskatti.
Aftur á móti gjalda þau skatt af
fasteignum sínum eins og aðrir
borgarar, svo sem vonlegt er.
Þessi skoðunarháttur var svo rót-
gróinn, að kaupmenn sáu sér lengi
vel tæplega fært að hefja verulega
sókn á þessu sviði. En þetta breytt-
ist með stríðinu. Fá blossaði upp
styrjöldin á milli samvinnumanna
annarsvegar, sem gerðu alt sem
þeir gátu tii að hamla móti dýr-
tíðinni og braskaranna hinsvegar,
sem vildu neyta aðstöðunnar til
að græða sem mest. Brátt fluttist
deilan inn á skattasviðið, einkum
síðan um kosningarnar eflir að
vopnahlé var samið 1918. Þá kom-
ust inn á þing fleiri auðmenn og
auðvaldssinnar heldur en nokkurn-
tíma fyr í sögu parlamentisins.
Kjörorðið við þær kosningar var
að leita skgldi i vösum Pjóðverja,
að þeirra síðasta skildiug — upp í
skaðabæturnar. Grimdin og hefnd-
arþorstinn unnu þær kosningar.
Gætti þess víðar en í skiftuuum
við þjóðverja. Tvöfaldi skatturinn
var nú vakinn upp. Skattanefnd,
þar sem samvinnumenn voru í
miklum minni hluta, var sett á
laggirnar. Vann hún lengi og hefir
samið ítarlegt álit, Nefndin klofn-
aði á samvinnusköttunum. Meiri
hlutinn,kaupmannasinnarnir,vildu
leggja skatt á sjóðeignir félaganna.
Myndi hann fljótt hafa höggvið i
þær drjúgt skarð, og dregið úr
eðlilegri framþróun félaganna.
Aftur á móti þorði þessi meiri
hluti ekki að leggja til, að tvö-
falda skattinum yrði beitt móti
hinni afborguðu ársinnstæðu fé-
lagsmanna, lýsti jafnvel yíir mjög
ákveðið, að sú leið væri með öllu
ófær. F*ar væri um alls engan
skattagrundvöll að ræða. Minni
hluti nefndarinnar var meiri hlut-
anum sammála um þetta atriði,
en lagði eindregið móti því, að
skattleggja sjóðina, og færði fyrir
því mörg rök og gild. Mótstaða
samvinnumanna i öllu Bretlandi
var svo einhuga og ákveðin, að
stjórnin sá sér ekki einu sinni fært
að ganga eins langt og meiri hluti
skattanefndar hafði lagt til, en lagði
fram frumvarp um svokallaðan
félagaskatt, sem nær jafnt til hluta-
félaga og samvinnufélaga. Eigi undu
samvinnumenn betur þeirri árás,
þótt grímuklædd væri. Héldu þeir
ótal mótmælafundi um alt landið.
Einstakir félagsmenn sendu hver
um sig þrjú mótmselabréf: Eitt
til þingmannsins fyrir kjördæmið.
Annað til fjármálaráðherrans. þriðja
til forsætisráðherrans. Jafnhliða
þessu héldu kjörnir fulltrúar, um
1000 að tölu, frá öllu Bretlaudi,
mótmælafund í London, í vor sem
leið. Stóð sá fundur í tvo daga.
Fyrra kvöldið tóku fundarmenn
sér hvíld, og gengu i þinghúsið.
Leitaði hver fulltrúi að sínum
þingmanni, og freistaði að skýra
málið. Hafði þessi heimsókn mik-
inn óbeinan árangur. Að visu tókst
stjórninni að merja félagsskattinn
gegnum þingið, tókst það með
naumindum, og í engu máli, sem
hún Iagði kapp á, hafði meiri
hluti hennar verið jafn lítill og í
þetta sinn. Enda er talið, að varla
muni langt að bíða, að sá meiri
hluti verði að minni hluta og fé-
lagsskatturinn feldur úr gildi, að
því leyti, sem hann er herbragð
til að skaða samvinnufélögin.
IV.
Af þessu. stutta yfirliti má sjá
hver er hinn eiginlegi kjarni í
deilunni um skattamál samvinnu-
félaganna. Tvöfaldi skatturinn er
ekki sérkennilegt fyrirbrigði hér á
landi. Hann er helsta vopnið sem
andstæðingar samvinnunnar hafa
enn fundið til að beita gegn þess-
um félagsskap. Sést og best eðli
málsins, þegar aðgætt er hversu
þingflokkarnir í hinum ofannefndu
löndum líta á málið. Auðmennirnir
og þeirra fylgilhö myndar jafnan
íhaldsflokkinn. Og það er sama
hvort leitað er í Bretlandi, Dan-
mörku, Noregi eða Svíþjóð. Al-
staðar berjast afturhaldsmenn, og
nálega engir aðrir fyrir tvöfalda
skattinum. En á móti eru frjáls-
lyndir menn og sócialistar. Peir
þekkja gildi félagsskaparins, og
þeir vita af hvaða rótum mót-
staðan var runnin.
Eftir því sem málið skýrist fyrir
íslendingum, getur tæplega hjá því
farið, að allir frjálslyndir menn og
þjóðhollir skipi sér undir sama
merki og stallbræður þeirra í öðr-
um löndum. Um hitt getur enginn
sakað keppinautana, þó að þeir
einnig haldi til streitu málsstað
sinna samherja. En um úrslitin fer
eftir þvi, hvort meiri hluti íslend-
inga æskir að lama og veikja sam-
vinnustefnuna hér á landi, eða að
unna henni meiri þroska, með því
að láta hana ná rétti og lögum í
landinu. J. J.
€infðlð leiðbeinlttg.
Reir sem utan fara og eru fé-
lagar í einhverju alþjóðafélagi ættu
ekki að vanrækja að hafa ein-
kennishnapp er segi frá i hvaða
félagi þeir eru.
Meðmælabréf eða félagsskírteini
er vitanlega mikilvert, einkanlega
til þess að geta sótt fundi í sams-
konar félögum erlendis, en »félags-
hnappurinn« er nærri enn betri,
þvi þá telja erlendir menn, sem
eru i sama félagi, sér skylt að leið-
beina ferðamanninum óbeðið, og
víkja kunnuglega að honum hvar
sdm fundum þeirra ber saman,
jafnskjótt og þeir sjá hnappinn
með félagsstöfunum eða einkenninu.
Þeir sem aldrei hafa ferðast er-
lendis gera sér vart fulla greiu
fyrir hvað þessháttar þögul með-
mæli eru gagnleg, eltki síst á þess-
um árum, þegar íortrygni og ýms
önnur ferðamanna óþægindi eru
harla almenn með erlendum þjóð-
um.
Það eru meir en lítil meðmæli
t. d. í Danmörku og meö cnsku-
mælandi þjóðum og víðar að vera
félagi í K. F. U. M. eða K. F. U.
K., og templarar ættu að muna að
linappur með I. O. G. T. er oft
lykill að leiðbeiningum og hlýleg-
um viðtökum í Sviþjóð, Norvegi
og víða annarstaðar.
Auk þess er svo alment erlendis,
einkanlega þessi síðustu ár, að fé-
lagar alþjóðafélaga hafi félagsein-
kenni að sumir hika við að trúa
því að ferðamaður, sem ekkert
slíkt einkenni hefir, segi það satt
að hann sé samt í félaginu. Þeim
finst það minst kosti bera vott um
ræktarleysi við félagið, og vera
karla lítil meðmæli.
Annað mál er það, og síst
eftirbreytnisvert, að stundum komur
fryir að ferðamaður, sem er alveg
»dauður félagsmaður« heima fyrir,
notar sér þessa samheldni alþjóðafé-
laga um skör fram og þykist vera
ógnar áhugasamur þegar út kemur,
til þess eins að koma ár sinni betur
fyrir borð í fjárkagslegu tilliti —
en verður svo venjulega áður en
lýkur sjálfum sér og félagi sínu til
lítils sóma.
Eg hefi orðið var við ýmislegt
af þessu tagi og stundum séð
ráðaleysi þeirra sem ókunnugir
eru ferðalögum erlendis og tel því
rétt að minna á þetta-
Sigurbjörn Á. Gíslason.
Fréttir.
Tíðln. Siðan í ágústbyrjun hefir
heyskapartíð verið afaróhagstæð
um alt auðurland og hey hrakist
víða að miklum mun. Um síðustu
helgi komu fáeinir þurrir dagar
og hjálpuðu þeir mikið. Gátu þá
margir náð heyjum og lolcið sér af
fyrir réttirnar. Síðan um miðja
viku hafa verið stórviðursrigningar
á hverjum degi. Fað var fróðleg
mynd um að bera saman heyskap-
artíðina nyrðra og syðra, að vera
staddur niður bjá Lagarfossi um
daginn. Var verið að flytja á land
úr skipinu hvanngrænt, ilmandi og
ágætlega þurt hey norðan úr Eyja-
firði, en á bæjarbryggjunni voru
heyfarmar úr nágrenninu: hálfgert
eða algert votaband, gulnað og
fúlt hey og stórkostlega skemt.
Sigrún og biðlar henuar heitir
nýútkomin bók á forlag Arinbjarn-
ar Sveinbjarnarsonar. Er það saga
eftir Jónas Guðlaugsson, frumsam-
in á dönsku, en Guðmundur Haga-
lin ritstjóri hefir þýtt.
Frk. Guðiaug Arason hefir í 30
ár verið kennari við Barnaskóla
Reykjavíkur. Færðu ýmsir bæjar-
húar henni gjöf og heiliaóskir þessa
tilefnis.
Listasafnið -hefir nýlega keypt
eina höggtrynd eftir Nínu Sæ-
mundsson, þrjú málverk eftir Ás-
grím Jónsson og citt málverk eftir
hvorn: Jón Stefánsson og Jóhannes
Kjarval.
Maðnr hrarf héðan úr bænum
fyrir hálfum mánuði siðan, Guðjón
Jónsson að nafni, frá Vestra-Gisl-
holti. Sást síðast á gangi á hafn-
ar bakkanum og er taliö vist að
hann hafi hrapaö í sjóinn.
Látin er á heimili sonar síns,
síra Haralds Jónasonar á Kol-
freyjustað, frú Rannveig Gísladótt-
ir, ekkja sira Jónasar Björnssonar
er síðast var prestur í Sauðlauks-
dal.
Slátrnn er nú byrjuð á öllum
sláturhúsum og er búist við að
förgun verði yfirleitt alstaðar með
langmesta móti.
Terðlagsnefndin. Stjórnarráðið
skipaöi í nefndina, auk þeira
þriggja sem áður hafa verið nefnd-
ir: Björn Þórðarson hæstaréttar-
ritara og Geir Sigurðsson skipstjóra.
Ný prentsmiðja er að taka til
starfa í bænum. Eru það nngir
prentarar sem eiga.
Látinn er nýlega Björn hrepp^
stjóri Bjöinsson á Brekku í Bisk-
upstungum.
ATI Haflð þdr gerst kaspandí
að Eimreiðinni?
Ritstjóri:
Trygg'TÍ FúrhallsBsn
Laufási, Sími 91.
Preatsmiðjan Gutcnberg,