Tíminn - 02.10.1920, Blaðsíða 1
TIMINN
nm sextíu blðð á ári
kostar tiu krónur ár-
gangurinn.
AFGREIÐSLA
blaðsins er hjá Gnð-
geiri Jónssyni, Iiverfis-
götu 34-. Simi 286.
IT. ár.
Beykjarlk, 2. október 1920
39. blað.
Auglýsing.
Hér með er skorað á alla þá, sem eru á félagssvæði
Sláurfélags Borgfirðinga og hafa í vörslum sínum stofn-
bréf útgefin af Sláturfélagi Suðurlands, og ætla sér
ekki að verða í því félagi, að skila nú þegar stofn-
bréfum sínum til Sláturfólags Borgfirðinga í Borgarnesi,
sem innleysir þau eða gefur út ný, eftir því hvort
viðkomandi óskar að teljast félagi í því, eða ekki.
Borgarnesi, 20. sept. 1920.
Sláturfélag’ Borgfirðinga.
Rúgmjöl
og rúgur.
Síðustu áratugi hefir verið litið
um rúgflutning hingað, en í þess
stað kemur nóg af skemdu rúg-
mjöli. Þetta eru ill umskifti og vel
væri ef menn viidu taka aftur upp
þá venju, að kaupa rúg í stað
rúgmjöls og mala hann heimafyrir.
Jþví er haldið fram, að hentugra
sé að kaupa rúgmjöl sökum þess,
að verðið sé lágt í samanburði við
ómalaðan rúg, þegar tekið sé tillit
til þess, hve mölunin sé kostnaðar-
söm. En þetta er heróp kaupsýslu-
manna eða öllu heldur erlendra
mylnu eigenda, því að mölunin er
all arðsöm atvinnugrein, ekki síst
sökum þess, að þar má blanda
saman misverðmætum rúg, en
mjölið altaf selt sem fyrsta flokks
rúgmjöl. Vitanlega eru hér heiðar-
legar undantekningar með margar
mylnur og talsvert er af rúgmjöli
á heimsmarkaðinum, sem raun-
verulega getur talist góður varn-
ingur. En hverjir kaupa aðallega
þennan góða varning? Bær þjóðir,
sem hafa opinbert gæða eftirlit á
matvæla innflutningi.
Það er óhætt að fullyrða, að
engin matvælaverslun errekinjafn
skipulega á heimsmarkaðinum eins
og kornvöruverslunin og er það
mikið Bretum að þakka, því eins
og kunnugt er, þurfa þeir að kaupa
miklar kornvörur og hafa því gert
gæðakröfur til framleiöenda og
þeim er vitanlega fuflnægt, því að
öðrum kosti verða þeir af viðskiít-
unum. Vestanhafs er kornvöru-
flokkunin hvað nákvæmust, en
það stafar frá hinum stórfeldu við-
skiftum Norður-Ameríku við Breta.
Aðrar kornframleiðsluþjóðir hafa
einnig verið knúðar til þess að
koma á hjá sér all nákvæmri flokk-
un, til þess að tryggja sér greiða
sölu afurðanna. Jafnhliða þessari
varningsflokkun hafa flestar fram-
faraþjóðir komið á hjá sér ná-
kvæmu gæða eftirliti á konvöru og
matvælum yfirleitt. Þella fyrirkomu-
lag veldur* vitanlega sölutregðu á
lakari kornvöru eða úrgangi og er
því sætt lagi, að selja slíkan varn-
ing til þeirra, sem lítið eða ekkert
vörugæða eftirlit hafa. Vér íslend-
ingar erum í þeirra tölu, enda súp-
um vér árlega af því seyðið.
bað er kunnara en frá þurfi að
segja, að rúgmjölsskemdir eru hér
algengar; þær fara í vöxt með ári
hverju og hafa aldrei verið meiri
en tvö síðastliðin ár. Oftast er
kvartað undan því, að mjölið sé
hratkent, deigið vanti samloða og
sé því lítt nothæft til bökunar.
Þessar skemdir koma oftast til af
því, að rúgmjöiið er meira og
minna blandað úrsældingi eða tek-
ið úr því mikið af besta mjölefn-
inu, sem notað er til hveitisparn-
aðar, eins og vitanlega heflr átt sér
stað á Norðurlöndum meðan á
ófriðnum stóð. Svo langt er gengið
með úrsældingsmjöl, að tréni í
einu sýnishorni, er efnarannsóknar-
stofunni barst til athugunar, reynd-
ist vera 12,20°/o en tréni í góðu
rúgmjöli er venjulega um l,5°/o.
Samloðavöntun í rúgmjöli getur
að vísu stafað frá öðru en úrsældis
iblöndun t. d. hafl hitnað í því og
súrgerð komist í það, því mjölseigj,
an og kolvetnin rýrna þá. Næst
algengasta mengun á rúgmjöli, sem
hingað flyst, er iblöndun eldra
mjöls, sem gerir mjölið litljótt,
daunilt og samloðalítið; auk þess
er hætt við maurátu í slíku mjöli
jafnvel þótl það sé geymt í hentug-
um húsakynnum. Stöku sinnum
verður vart við íblöndun framandi
korntegunda og gipsmengun, sem
gerð er í þeinr tilgangi að lýsa
gamalt, eða brúnleitt mjöl. Brún-
leitt mjöl flyst hingað öðru hvoru
og stafar liturinn oftastnær frá
svonefndum rúgstöngulbruna, en
hann kemur af sveppum, sem
taka sér bólfestu í rúginum og
sýkja hann, líkt og á sér stað um
sveppaskemdir í kartöflum. Mjölið
getur líka verið dökkleitt af annari
sveppategund, en hún er banvæn,
ef mikið er um hana í mjölinu;
slíkra sveppa hefir að eins einu
sinni orðið verulega vart í rúg-
mjöli, er efnarannsóknarstofunni
hefir borist. Mjölið þótti ljótt, var
því notað til fóðurbætis lxanda
ám, en þær sýktust af því og létu
lömbunum sem vonlegt var, því
sveppirnir valda megnum vöðva-
samdrsetti. brátt rúgmjöl flyst hing-
að alloft. Þráinn kemur til af þvi,
að mislitur eða gamall rúgur er
olíuborinn til þess að hann verði
útlitsbetri og verði ígljár eins og
góður rúgur er venjulega. Við möl-
unina blandast feitin í mjölið, en
hún þránar með tímanum og þess
vegna verður mjölið þráakent.
Rúgmjöl er venjulega á markaðin-
um í þrennu ásigkomulagi: Ósáldað,
hálfsáldað og alsáldað. Einkenni
á góðu ósálduðu rúgmjöli og jafn-
vel öllu mjöli eru þau, að það sé
vel hvítt og þurt, laust við myglu-
þef og fúa, auk þess á ekki að
vera beiskjubragð að mjölinu eða
annar afkeimur. Sé mjölið hnoðað
í deig, verður jafnan ljósast vart
við galla þess; sé mjölið gott, á
deigið að vera límkent og þefurinn
hressandi. En sé mjölið hratkent,
er samloðinn lítill og hafi hitnað
í því, verður greinilega vart við
fúaþef og súr.
Nú kemnr til athugunar, hvers
vegna vér eigum að kaupa rúg
en ekki rúgmjöl. Fyrst og fremst
er almenningur miklu færari um
að afráða, hvort um góðan eða lé-
legan rúg sé að ræða og íblöndun
framandi kornlegunda eða úrsæld-
ings kemur ekki til greina. Líka
ber að taka tillit til þess, að þótt
kaupsýslumenn vorir kaupi ágætis
rúgmjöl á erlendum markaði, er
það oft skemt, þegar hingað kem-
ur, einkum ef flutt er mikið í einu.
Oftastnær koma skemdirnar til af
því að loftræslu vantar í hleðslu-
rúm skipanna. Sé mjölið ekki því
þurrara, safnast fyrir raki, sem
rennur niður með þiljum skipsins
og vætir ystu pokana, en þá byrj-
ar að hitna í mjölinu og þá er
hætt við að jafnvel allur farmurinn
skemmist. Botnraki eða kjölvatn í
skipinu getur einnig valdið sagga
í hleðslurúminu, ef loftræslu vant-
ar, einkum á þetta sér stað í segl-
skipum, sem venjulega eru lengur
á leiðinni en eimskipin og auk þess
ekki nægilega hólfuð til þess að
verja núningi á varningnum. Um
rúgflutning er öðru máli að gegna.
Skemdir á honum koma vart til
greina, hafi hann verið sæmilega
þur og í eðli sínu góður varningur.
Hvað rúgmölunina snertir, þá
stöndum við betur að vígi en
flestar aðrar þjóðir í því efni, því
í flestum héruðum landsins er meir
en nóg vatnsafl, sem nota má til
mölunar. Liklega mundi verða
hyggilegast, að neytendur hefðu
samlagsmölun f hverju héraði og
möluðu rúginn eftir hendinni, því
nýmalað rúgmjöl er mun betra en
gamalt og stafar það líklega frá
því, að mjölið tapi smámsaman
við geymsluna einhverjum reykul-
um eínum, sem gera brauðin lost-
æt. Förstöðumenn mylnanna yrðu
að bera skyn á gæði rúgsins og
vera einskonar ráðunautar neytenda,
þegar rúgkaupin eru gerð við kaup-
sýslumenn.
í*að er vandalítið að afráða,
hvort um góðan og fullþroskaðan
rúg sé að ræða. Hýðið á að vera
þunt, gult, óskorpið og ígljátt,
liornin frempr langvaxin og stærð-
in tiltölulega jöfn, mjölkjarninn
mikill og séu kornin bitin í sund-
ur eða brotin, á að vera slökt í
þeim. fejarninn má samt ekki vera
of harður eða glerkendur; raunar
getur slíkur rúgur verið all kol-
vetnismikill en mjölið er jafnan
dálitið blakt á litinn. Lakari rúg-
tegundir eru nokkuð ólíkar góð-
um rúg. Kornin eru mjög mis-
lit, gulgræn, flekkótt eða brúnleit,
oft brunnin til endanna og skorp-
in utan. Sje rúgur illa þurkaður,
eru kornin bleikleit og gljálaus;
sjeu þau bitin í sundur hrökkva
þau ekki, en eru seigjukend og inn
við kjarnann er einskonar sápu-
keimur. Loks er eðlisþyngd á rúg-
inum rnjög augljóst gæðatákn; góð-
ur rúgur er eðlisþungur en lakari
eðlisléttur. Sé eðlisþyngdin sæmi-
lega mikil er það trygging fyrir
því, að kjarni rúgsins sé stór og
þar af leiðandi mjölmikill og hið
gagnslæða sé eðlisþyngdin lítil.
Með eðlisþyngd lcorns er átt við
þunga I vissu rúmtaki, venjulega
er miðað við kg. tölu í hverjum
hektolitra; 1 hektoliter af góðum
rúg vegur um 75 kg.; lakari rúgur
vegur milli 50 og 60 kg. eða jafn-
vel minna*. Pað er því einkar áríð-
andi þegar kaup eru gerð á rúgi,
að þess sé gætt eða tekið fram, að
eðlisþyngd hans sé að minsta kosti
ekki minna en 60 kg. hver hektol.
Það er áreiðanlega hagur fyrir
þjóðina, að mala rúginn hér og
hætta öllum rúgmjölskaupum, ekki
sist sökum þess, að hjá oss er
ekkert gæðaeftirlit með kornvöru-
kaupum, en almenningur er miklu
færari um að dæma um gæði á
ómalaðri kornvöru en malaðri. Sé
ekki hægt að koma á rúgmölun
hér heima og tryggja sér þannig
ómengað mjöl, væri oss miklu nær
að kaupa hveiti og góð maísgrjón
vestan hafs, því hvorttveggja er
kjarngóð fæða og ágætlega flokkuð,
enda hljóta menn að hafa tekið
eftir þvi, hve gæðamunurinn á
hveitinu hefir verið mikill síðan
vér fórum að skifta beint við
Vesturheim.
Gisli Guðmundsson.
gatmiögin og kxruleysið.
I.
Hvert Btefnir hjá oss?
Eg get ekki neitað því, að mjög
hafa mér þótt bindindismenn vor-
ir værukærir og áhugalitlir í bind-
indismálum þessa 3—4 mánuöi er
eg hefi dvalið hér, síðan eg kom
heim í vor. Þó skal eg fúslega játa
að drykkjuskapur og opinber
bannlagabrot hafa virst miklum
mun minni, en eg bjóst við eftir
bréfum héðan að heiman til er-
lendra blaða, og tröllasögum bann-
fénda vorra innlendra sem erlendra.
— Hefi eg lengi vitað, að fréttir
þær voru mjög auknar og ýktar á
alla vegu.
Undanfarin 7 ár hefi eg því í
ræðu og riti /eynt af öllum mælti
að halda hlífðarskildi yfir bann-
lögum vorum, löggæslu og lög-
gjafarvaldi, gegn öllum þeim ásök-
unum og aðdróttunum sem al-
gengar eru á Norðurlöndum. Mun
þar mestu um valda ábyrgðarlaust
hjal fsl. bannfénda við erlenda
blaðamenn og hlutdræg skrif
þeirra í ísl. og erlend blöð.
Hefir árangurinn af þessu starfi
þeirra orðið nokkuð á annan veg,
en þeir munu hafa tilætlast í
fyrstu: Það er nfl. almæli ytra, að
ísl. löggæsla sjái algerlega gegnum
fingur sér, og allur fjöldi löggæslu-
manna og embættismanna sé sek-
ur um vísvitandi og opinber bann-
lagabrot. En enginn skifti sér af,
þar eð allir sé jafn sekir. Og það
er hart fyrir íslending að frétta er-
lendis, að jafnvel sumir meðal
æðstu embættismanna landsins séu
— að margra vitorði — bundnir
á klafa lögbrjóta og áfengissmygla.
1 ótal blaðagreinum og tugum
fyrirlestra hefi eg reynt að mót-
mæla og draga úr ásökunum þess-
um og öðrum fleirum eins langt
og eg hefi séð mér fært — og
talsvert lengra, þvi miður. Er mér
full ljóst, að eg hefi oft og einatt
reynt að breiða yfir opinbera bresti
og lítt sæmilega þjóð vorri og skal
það hreinskilnislega játað hér
heima. Ástæðurnar munu auðskild-
ar, En eftir aö heim er komið,
virðist mér engin ástæða að þegja
um það sem miður fer og stór-
spilt gati áliti og mannorði þjóðar
vorrar erlendis. Það er þvert á
móti drengskaparskylda vor að
segja frá og reyna að ráða bót á
því sem miður ferl
Því fer svo fjarri, að eg hafi
hina allra minstu tilhneigingu til
þess að sneiða að einstökum mönn-
um eða flokkum, og venjulega
fyrirlít eg þá bardagaaðferð, þótt
algeng sé, og eigi síst hér hjá oss.
En eigi verður hjá þvi komist, er
einstakir menn eða stétt manna
stofnar þjóðarsæmd vorri og þjóð-
arheill í hættu með kærulausu at-
hæfi og vanvirðing á vilja og lög-
um þjóðar sinnar. — Þá á að
krefja einstaklinginn til ábyrgðar á
orðum sínum og gjörðum.
Hér virðist vera siðferðilegur
(moralsk) sjúkdómur mjög skæður
með þjóð vorri. Hér er séö gegn-
um fingur, þaggað niður og breitt
yfir ýmislegt athæfi, sem farið er
með sem opinber glœpamál alstað-
ar annarstaðar á Norðurlöndum!
Og er þó löggjöf vor á þessu sviði
líklega mjög áþekk löggjöf hinna
þjóðanna. — Trúir nokkur því að
þessháttar »miskunsemi« beri góð-
an ávöxt. — Og blöðin okkar,
rödd og samviska þjóðarinnar,
þegja og samþjdikjal
— Því miður hefir mér reynst
allmikið saít í þeim ásökunum, er
eg þrásinnis reyndi að mótmæla
meðan eg var ytra: Löggæsla og
lögreglueftirlit með bannlögunum
virðist vera frátnunalega lélegt bæði
í Reykjavik og annarstaðar! Nær-
felt í hvert skifti er skip hafa legið
hér við bryggju í sumar, hefi eg
séð ölvaða menn koma neðan frá
skipi, og alloft frá borði. Mun þó
samkvæmt anda bannlaganna eiga
að hafa fult eftirlit með skipum
er hingað komal Jafnt botnvörp-
ungum vorum sem öðrum.
Eg vil hér að eins nefna eitt
dæmi af mörgum, er eg hefi séð í
sumar. Það var um daginn, er
»Lagarfoss« var að leggja af stað
til Canada. Mannþröng mikil var
á bryggjunni og eins á skipsfjöl.
— Lögreglumaður einn gnæfði hátt
á efra stjórnarpalli og leit góðlát-
legum augum yfir mannfjöldann.
Kom þá maður einn all-ölvaður
og fasmikiil frá borði og ruddist
hart um í mannþrönginni. Fletlist
treyjan frá honum og blasti þá
við öllum þingheimi búslin og
blindfull flaska í efri buxnavasa
haus. Fór hann svo leiðar sinnar
í friði með feng sinn. Var þó lög-
reglumanni vorkunnarlaust að sjá
að hér fór ölvaður maður frá borðil
Auðvilað ætti aðrir að vera nær
en eg um að áteija þessa opinberu
lítilsvirðingu á lögum vorum, sem
nú eru að verða oss þjóðarhneisa
og hætta á marga vegu. Og mált-
litlir þyki mér bannvinir vera, er
peir fylkja eigi öflugu liði og krefj-
ast — svo eigi verði hjá komist —
að lög landsins sé virt og haldin!
— Nóg eru ráðin til þess, ef ein-
beittur vilji og áhugi fylgja máli!
í næsta kafla mun eg skýra frá
starfi og stefnuleið Svía í bannmáli
sínu, ef ske kjmni að það yrði oss
til uppörvunar!
Helgi Valtýsson.
Einar Jónsson myndhöggvari
er nú aö fullu sestur að í hinu
nýja listasafni sínu á Skólavörðu-
holtinu. Er húsið að mestu tilbúið
og er Einar byrjaður á því að
taka umbúðirnar utan af myndum
sínum.