Tíminn - 02.10.1920, Blaðsíða 3

Tíminn - 02.10.1920, Blaðsíða 3
TlMINN 155 trúnaðurinn vann forðum. Það er þetta sem nafni hans, hinn íslenski, er enn að vinna. En því fer betur, að árlega verða þeir færri og færri, sem reyna að »bögglast fyrir birtunni«. Jakob Krisiinsson. íJtaia úr heimi. England. XXI. AUa 19. öldina og það sem liðið er af hinni 20. hefir England ver- ið voldugast aí öllum stórveldum heimsins. Bretar hafa átt mestan herskipastól og verslunarílota. Þeir hafa eignast mestar og bestar ný- lendur. Peir hafa rekið arðsam- asta verslun um allan heim. Þing- stjórn þeirra heíir orðið því nær öllum siðuðum þjóðum til fyrir- myndar. En þó er ótalið það sem mest er, kjarninn í heimsveldinu breska, en það er stóriðnaður þeirra. Bretar urðu fyrstir allra þjóða til að beisla náttúruöflin, láta mátt gufunnar vinna stórvirki, sem engfn mannshönd hefði ork- að. Nú á dögum er dálítið erfitt fyrir þá sem búa í hinum þétt- bygðu menningarlöndum að skilja að undirstaða nútímalífsins: verk- smiðjur, járnbrautir, eimskip og símar- er varla nema einnar aldar gamalt. Og allar þessar nýungar og ótal margar aðrar eru aíleiðing af einum og sama atburði, iðnaðar- byllingunni miklu, sem gerðist í Englandi á síðari helmingi 18. aldar. Menn eru vanir að hugsa sér að byltingum fylgi háværar ræður, æsingar, barátta og blóðstraumar. En iðnaðarbyltingin var ekki af því tægi. Hún var ekki bygð á ræðuhöldum eða fundasmaþyktum. Um hana voru ekki háðar orust- ur. Samt hefir þessi þöguli atburð- ur, sem breytti lífsskilyröum fjöl- margra miljóna, haft meiri áhrif á mannlegt líf, en nokkur önnur bylting, sem sögur fara af. Þá voru tímamót í sögu mannkyns- ins. Aldagamlar stofnanir, atvinnu- vegir og siðir féllu í valinn og aði'ir nýir komu í staðinn. Iðnað- arbyltingin gerbreytti Norðurálf- uuni og Vesturheimi. Nýir menn komu til sögunnar. Þeir unnu með vélum en eigi með mætti handa sinna. Þeir flyktust saman í borg- ir en dreifðu sér eigi um bygðina. Peir ráku verslun eigi síður við er- lenda inenn heldur en samlanda sínn. Heimurinn allur var mark- aður þeirra. lifnar yfir fólkinu þegar vikið er að þessum efnum. Það er vel farið að svo er enn, til sveita a. m. k. En er ekki það að óttast, að það sé verið að reyna að grafa undan þessari tegund fróðleiksfýsnar og fróðleiksiðkana — sumpart viljandi og sumpart óviljandi? Það er svo margt annað sem á siðari árum keppir við ' þennan innlenda fróðleik, um að ná áhuga manna. Það er kastað árlega inn á markaðinn miklu af nýjum bók- um, innlendri og erlendri fram- leiðslu. Vitanlega á mjög margt af þvi það skilið, að menn lesi það með áhuga og það er ein af háværustu kröfum tímans, að krefjast fjölbreyti- legs lesturs. Meðan fólkið sem les nokkuð að ráði, er að venjast þessum nýja, eða til þess að gera nýja, bókamarkaði, fer svo um það, eins og annað, að það þykir glæsilegast meðan nýtt er, og er því hætta á, að á meðan dragi úr hinum þjóðlegu fræðaiðkunum. En þá er illa farið ef þessi hálf eða alerlendi gróður kemur að miklu eða öllu leyti í stað hinna þjóðlegu fræða. Verra er annað, þegar sumir innlendir menn láta sér þykja gaman að því aö fara háðungar- prðum um íslenskan sagnafróðleik, Ættir Skagíirðinga. Af þessari bók eru nokkur eintök til sölu ennþá. Upplagið var 30Ö eintök alls. Er hún hin eigu- legasta fyrir alla þá sem láta sig ættfræði ein- hverju skifta. Bókin er 440 bls. í stóru broti og kostar kr. 20. — Þeir sem óska að eignast bókina ættu að panta hana sem fyrst frá Bólcaverslun Sigl, Bymundssonar. Þessi merkilega breyting átti upptök sin á Englandi, og hún verður ekki skilin til hlítar, nema verð því að horfa lítið eitt til baka á enskt líf og þjóðhælti. Baráttan fyrir daglegu brauði ej'ðir mestu af tíma og starfsafli flestra manna. Þar næst kemur baráttan fyrir fatnaði, til að verja líkamann gegn óblíðu náttúrunnar. Áður en menn kunnu að stóriðn- aði var mest allur fatnaður unn- inn úr hör, baðmull og ull. Vinnu- aðferðina þekkja allir hér á landi. Fataefnið var spunnið á snældu eða rokk, og ofið í bandvefstól. Mannsorkan var hreyfiaflið. Eftir- tekjan lítil, og framleiðslan á hvej- urn stað einskorðað við þarfir heimafólksins og nágrannanna. Löngu fyrir iðnaðarbyllinguna hafði vefnaður verið allmikið at- vinnuvegur í landinu. Smábændur og heimafólk þeirra vann að dúka- gerðinni samhliða búskapnum. Og þeir iðnaðarmenn sem ekki ráku eiginlegan búskap bjuggu líka í sveit, eða þéttbygðum hverfum nærri bæjunum og höfðu a. m. k. dálitla garðrælct. Þegar lítið var að gera við tóskapinn sneri héimilisfólkið sér að jarð- ræktinni. Enginn maður varð efn- aður við þessa atvinnu, en sár fátækt var líka næstum óþekt. Börn iðnaðarmannanna ólust upp við lífskjör sveitamanna, en ekki á strætum stórborganna eins og síðar varð. • Iðnaðarmenn þessir framleiddu sjaldan svo mikla ull sjálfir, að þeim nægði lil að vinna úr alt árið. Flestir þeirra áttu litla ull eða enga. En kaupmaðurinn keypti óunnu vöruna og samdi um spun- ann og vefnaðinn við fólkið sem var honum næst. Borgunin var miðuð við alin í fullgerðum dúk, svo að hvert heimifi naut eljusemi sinnar og dugnaðar. Alt heima- fólkið, karlmenn og konur, börn og vinnuhjú, vann að framleiðsl- unni, liver eftir sinni getu. Þetta var gamla England. útlöndum. Lloyd George hefir tekist að ná samkomulagi við kolnámumenina ensku um að fresta fullnaðará- kvörðun um kolaverkfallið, þangað til í dag. — Millerand mun vera orðinn forseti franska lýðveldis. Heitir sá Leygues sem orðinn er forsætis- ráðherra í stað Millerands. Clemen- ceau er orðinn flotamálaráðherra í ráðuneytinu. Að öðru leyti er ráðuneytið óbreylt eins og það var undir forystu Millerands. Ráðu- neytið hefir hlotið trauslyfirlýsing þingsins með 507, atk. gegn 80. — Japanar og Bandaríkjamenn hafa gert samninga sín á milli um innflutning Japana í Bandaríkin. Hefir það mál lengi valdið hinum mesta ágreiningi milli rikjanna. — Hið nýkosna danska þing á að koma saman 5. október. Er mælt að konungur ætli sjálfur að setja þingið og bjóða fulllrúa Suður- Jóta velkomna. — Smjörverð er nú komið upp f kr. 7,86 kilóið í Danmörku. Er sendinefnd rjómabúsfélaganna dönsku á ferð í Ameriku, til þess að rannsaka markaðshorfur þar fyrir danskt smjör. — Talið er að ekkert verði úr þvi að Bajern verði gert að kon- ungsríki. Höfðu verkamenn þar í landi í hótunum að hefja allsherj- arverkfall yrði að því ráði horfið. — Mikil hátiðahöld höfðu verið í Dannmörku á fimtugsafmæli konungs í þessari viku. — Kosningar eru nýafstaðnar í Svíþjóð. Hefir Branting forsætis- ráðherra lýst því yfir að hann sé reiðubúinn að leggja niður völd, en hefir þó ekki formlega beiðst lausnar. — Kínvérjar hafa aftur tekið við yfirráðum í Tjentsin, en Rússar höfðu sölsað þeim undir sig fyr meir. — Lögreglan í Búdapest befir komist á snoðir um yfiirgreipsmikið samsæri byltingamanna um að ráða af dögum ýmsa helstu stjórn- málamenn. — Pólverjar hafa hafið nýja sókn gegn Rússum. — Wrangel hershöfðingi, sem berst gegn Bolchewickum á Suður- Rússlandi, hefir boðið öllum rúss- neskum embættismönnum að hverfa aftur heim tii þess hluta landsins sem hann. hefir á sinu valdi. — Mælt er að á fjármálastefn- unni í Bryssel hafi orðið vart við gremju í garð Norðurlandaþjóðanna. — Bandaríkjamenn sækja það fast að fella Breta úr því forystu- sæti sem þeir hafa skipað í fjár- málum og verslunarmálum heimsins. Áður hafa amerískir og þýskir skipaeigendur gengið í samband gegn Bretum og nú er talið að franskir þýskir og amerískir fjár- málamenn hafi stofnað fjármála- samband gegn Bretum. ^Qoxgin eilífta eftir all íHaine. Ræðan var í fjórum köflum. Fyrst þakkaði konungur Guði, að land sitt ætti góðri sambúð að fagna við erlend ríki, og bað himnaföðurinn hjálpar að friður- inn mætti haldast. Annar kafli ræðnnnar hljóðaði um nýjan víg- búnað og aukning hersins. »Herinn«, mælti konungur, »er mér hjartfólgin, eins og hann hefir æ hjartfólgin verið ætt minni. Hinn frægi afi minn, sá er landið gjörði að frjálsu konungsríki, var hermaður, svo var og faðir minn, háltlofaður, hermaður, og eg er sjálfur hreykinn af því að bera hermannabúning ættlands mins. Herinn hefir lagt grundvöllinn að frelsi voru, og enn gætir hann réttinda vorra. Máttur vor út á við og myndugleiki inn á við, er kominn undir styrkleika og stað- festu hersins. Það er fastur ásetn- ingur minn að halda við hernum í framtíðinni, eins og hinir nafn- toguðu forfeður mínir studdu hann í forlíðinni og þessvegna mun stjórn mín leggja fyrir lög sem að því stefna að styrkja og auka herinn að mannfjölda og mætti«. Þessum orðum var tekið með miklum faguaðarópum. Þriðji kaflinn fjallaði um vöxt og viðgang stjórnleysisins. lestur sagnanna, þjóðsagnanna, vísna og munnmælasagna og ætt- fræði-iðkanir. Þeir kalla þetta grúsk og leiðindalestur og þykir ekkert mentun og hæfilegur lestur annað en erlendir »rómanar«, ástakvæða- léttmeti o. s. frv. Vita þeir menn vart hvað þeir gjöra og mega biðja ætljörð sina fyrirgefuingar. Þúsund ára reynsla íslands er búin að sýna það að iðkun hins þjóðlega sagnafróðleiks, er ekki eingöngu íslendingum eðlilegt við- fangsefni, sem þeir eru manna best fallnir til að fást við, heldur og að hér er um að ræða þjóðinni hollan og nytsaman fróðleik. Besti skólinn er skóli reynslunnar Næst eigin reynslu er sagan um reynslu forfeðranna hinn hollasti lærdómur. Hinar þjóðlegu fróðleiksiökanir eru ennfremur hinar þörfustu um að auka hollan metnað þjóðarinnar, þjóðlegan metnað um að standa jafnfætis og feti frarnar en góðir og göfugir forfeður. Loks eru hinar þjóðlegu fróðleiksiðkanir, ef svo mætti segja, hin hollasta andlega leikfimi, um að æfa menn í sjálf- stæðri hugsun og dómgreind, um leið og ímyndunaraflinu er gefið nóg svigrúm og það um kunnug og nærstæð efni. -- »Söguþjóðin« höfum við heitið og eigum við áfram að að heita, íslendingar. Erlendu og innlend-erlendu bók.mentir, mega aldrei fá yfirhöndina yfir okkar þjóðlegu fræða-iðkunum. Þjóðin hefir skapað þau fræði og lifað við þau í þúsuud ár. Þau fræði eru^ eðli okkar skyldust, þau eru hold af okkar holdi. Þau fræði hafa reynst þjóðinni hin hollustu ekki siður en hin eðlilegustu. Jón Sigurðsson, »íslendingurinn« á öld- inni sem leið, er lifandi myndin af því hvernig við eigum að vera hver urn sig, í smækkaðri mynd og »eftir efnum og ástæðum«. IV. Þessi ummæli hafa hér verið látin falla vegna þess að nú ríður vetur í gai'ð, sá tími ársins sem helst ljær mönnum tómstundir til lesturs og bóklegrar ástuiidunar. Munu menn alment hafa veitt þvf eftirtekt hve okkar kynslóð stendur betur að vígi en allar aðrar kynslóðir um iðkun þeirra fræða sem þjóðinni hafa æ verið kærust. Viðreisnarmenn íslenskra bókmenta hafa borið á borð fyrir okkur gullaldarrit forfeðranna í ágætum, handhægum og tiltölulega ódýruxn bókaútgáfum. Þær bíða eftir okkur, þessar ágætu bækur: bjóðast til að veita okkur ótal ánægjustundir, veita okkur efni til umhugsunar, skerpa dómgreind okkar og eftirtekt, auka drengskap okkar og tilfinning fyrir hreinu, fögru og kjarngóðu íslensku máli, auka metnað okkar og þjóðrækni og kalla loks á okkur til sjálfstæðr- ar rannsóknar og athugunar um þau atriði í þjóðlífi okkar og sögu sem okkur langar mest til að kynnast. Víðast um landið munu til vera lestrarfélög og bókasöfn allgóð. Ef þau skarta þar ekki allflest gull- aldarritin íslensku, væri þau jafn- vel komin suður á Blálandi, slík söfn. En víðast munu menn geta náð til sllkra bóka. En það er ekki nóg að bækurn- séu til, ef þær safna ryki í skáp- unum, en reyfararnir eru húðslitnir af lestri. Það er ekki nema hálf- unnið verk að stofna Hókasafn handa sjálfum sér og öðrum og afla bóka. Hitt er mest um vert að lesa og lesa vel og vera vand- látur um lestur. Forgöngumenn um rekstur bóka- safna verða og að telja það skyldu sína að leiðbeina urn lestur bók- anna. Hann á ekki síður við um lesturinn, en annað, málshátturinn, að hollur er heimafenginn baggi. Á þeirri félagsskaparöld sem nú er í garð gengin, væri það næsta vel til fallið, að t. d. flokkar innan ungmennafélaga og lestrarfélaga tækju sig saman um lestur góðra þjóðlegra bókmenta og rökræddu »Konungsætt vor«, mælti kon- ungur, »hefir gefið þjóðinni frjálsa stjórnarskipun. Það er skylda mín og von að tryggja Iandinu öryggi og kraft. Mun þinginu ekki vera ókunnugt um viss eyðandi öfl, ekki einungis hér á Ítalíu, heldur og um alla Norðurálfu, sem beita hverskonar djöfullegum vélabrögð- um um að kollsteypa Guðs ogmanna lögum, þeim er þjóðfélagsskipunin er reist á. Með köldu blóði hafa tilræði verið veitt hinum saklaus- ustu og hæstseílu persónum — svo svívirðileg að með viðbjóði hefir gjörvalt mannkynið birgt höfuð sín fyrir glæpamönnunum. Sljórn mín heimtar skilyrðislaust takmarkalaust vald til þess að refsa slíkum mannhundum, því að ef við viljum styrkja ríkisvaldið, þá verðum við að veila styrk þeirri valdsstétt, sem hefir það á hendi að vernda borgara landsins«. Enn háværari fagnaðaróp kváðu við um salinn. Konungur leit upp og veiklulegt bros lék um varir hans. »Því miður«, hélt hans hátign áfram, »verð eg að lála í Ijós þykkju mína yfir stofnun og út- breiðslu vissra félaga, sem sá sæði uppreistarinnar um landið, með röngum frelsiskenningum. Undir yfirskyni—háleitra kenninga, sem að ytra útliti stefna að því að lyfta fólkinu á æðra siðferðisstig, er fólgin tilraun um að hrifsa völdin til sin. Leiðtogar, sem knúðir eru af blindri öfund og afbrýði til yfir- manna sinna í þjóðfélaginu, vekja batur milli stéttanna, með kenn- ingum sem hættulegar eru þjóðfé- laginu og hóta sljórninni falli. Félagsskapur, sem ekki hefir látið svo lítið að biðja yfirvöldiu um leyfi til stofnunar, hjúpar sig skikkju trúarinnar og rilningar- innar, til þess að fela hinn sanna tilgang sinn sem er pólitiskur, sem er uppreist. Markmið mitl er að vinna ást þegna minna og færa þeim heim sanninn um það sem landinu er til farsældar. Sljórn min mun því leggja fyrir lög, sem eiga að binda enda á útbreiðslu þessa eyðandi félagsskaþar, með endurskoðuu . prentfrelsislaganna og laganna um félög og opinbera fundi. Þvf að vegna ófullkomleika þeirra laga hafa þessir óróaseggir séð sér leik á borði um að ráðast á ríkisstjórn- * ina.« Hér gullu enn við fagnaðarópin og háværar raddir og þau héldu enn áfram er koungur hafði lokið við að lesa upp fjórða kaflann: bæn um blessun Guðs yfir störfun um síðan, eða skiftu með sér efni til athugunar og segðu svo frá í félagi. Á breytinga og byltingatímum vofir það æ yfir að þjóðir og einstaklingar glati því sem best er í fari þeirra. Þá er fleiru bælt í íslehsku þjóðlífi, láti þjóðin nú önn- ur fræði verða sér nærstæðari en þau sem alin eru í íslenskri mold. Hann hefir kalið illa í harðinda- árunum útlandagróðurinn. Hallveigai'sjóður. Eiríkur Briem hefir stofnað sjóð með því nafni, kendan við hina fyrstu húsfreyju í Reykjavík og lagt 600 kr. í aðal- deild Söfnunarsjóðsins. Eiga æ allir vextir að Ieggjast við höfuðstólinn. En á hverjum aldamótunx má flytja helming innstæðunnar í deild hinnar æfinlegu erfingjaTentu, 1000 kr. hlut í stað og ræður hlutkesti hver af kjósenduin til bæjarstjórnar hlýtur. Björn Jakobsson leikfimiskennari er nýkominn heim frá olympisku leikjunum í Antwerpen, Háskólarektor er Guðmundur Finnbogason prófessor kosinn, í stað Jóns Aðils,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.