Tíminn - 02.10.1920, Page 2
154
TIMINN
finnr vitnisburður.
Framlarir.
í síðasía Völublaði Tímans hefir
guðfræðikandidat, Sigurbjörn Á.
Gíslason, svarað grein minni um
vitnisburð hinna rétttrúuðu. Er svo
að sjá, að hann hafi glúpnað
nokkuð við lestur greinar minnar,
og er nú þessi siðari vitnisburður
hans miklu skikkanlegri og skap-
legri en hinn fyrri, og tónninn
allur mun friðsamlegri en í grein
hans í »Bjarma«. Gremjunni til
mín skýtur reyndar upp öðru
hvoru, en þó er eins og hann rejmi
heldur til að halda henni í skefj-
um. Og er sjálfsagt að virða vel
þessar framfarir.
Hr. S. Á. G. talar og miklu bet-
ur um guðspeki og spiritisma en
áður. Vill hann nú bera af sér að
hann hafi ætlað að bendla þær
stefnur við glæpamálin hér í bæn-
um. Lætur hann í ljós að hann
þekki ýmsa vandaða menn í flokki
guðspekinga og kveðst áður hafa
getið þess að íslenskir spiritistar
leggi áherslu á vandað siðferði.
Líklega hefði það nú samt verið
smekklegra að hampa því ekki
mikið, að hann hafi sagt þetta um
spiritista, ótilkvaddur af mér. Eg
veit ósköp vel hvernig stendur á
þessum ummælum hans. En ekki
vil eg vera að hrella hann með
því að tala frekar um það.
Enn fremur má geta þess, að
hr. S. Á. G. lýsir því yfir að hann
sé enginn vinur dauðs og ávaxta-
snauðs rétttrúnaðar. Og ekki vill
hann láta eigna sér þá skoðun, að
nóg sé til sáluhjálpar að játa ein-
hverju kenningakerfi með vörun-
um. Og er vænt að heyra þetta
hvorttveggja.
En þótt allar þessar framfarir
séu góðar hefir skrif hr. S. Á. G.
mistekist að öðru leyti. Pví að
honum liefir ekki lánast að hagga
neilt við grein minni, þeirri um
daginn. Og enda þótt gert sé ráð
fyrir að eg hafi misskilið orð hans
um »átakanlegu dæmin«, er alt í
greininni eigi að síður óhrakið og
hefir sama gildi eftir sem áður.
Hverjnm um er að kenna.
Ein af ályktunum S. Á. G. i
þessum nýja vitnisburði hans er
sú, að eg hafi ekki skrifað grein
mína reiðilaust. Af þeirri ályktun
hans ræð eg það, að hann eigi
sjálfur ógnarlega bágt með að segja
lxreint og beint, það sem honum
býr i brjósti. Sumir menn eru svo
gerðir. Peir geta ekki gert það
nema reiðir. Og svo halda þeir að
öðrum sé eins farið.
Vetrariðja.
i.
»Söguþjóðin« höfum við heilið
íslendingar og heitum enn. Sagua-
fróðleikurinn er dýrasta erfðafé
okkar. Sagnafróðleikurinn hefir
verið kærasta viðfangsefni þjóðar-
innar frá kyni til kyns. Eðli
þjóðarinnar hefir valdið þar mestu
um, en lega lands nokkru. Fróð-
leiksfýsnin er þjóðinni meir í merg
runnin en sennilega nokkurri
annari þjóð. Verkin lofa meistar-
ana. Engin þjóð önnur á sína
landnámabók. Engin þjóð önnur
á sögu sína alla, svo margvottaða
og sagða af svo fjölmörgum sagna-
meisturum.
Á öllum öldum Islands bygðar
hafa þeir verið margir í landinu
fræðimennirnir. Þeir hafa haldið
við fróðleiknum sem ti) var, látið
hann lifa á muniK, eða i skráðu
máli og fært hann í þjóðlegan og
glæsilegan búning. Peir hafa bætt
við nýjum og varðveitt frá glöttm
það sem við var að bera. Á öllum
öldum íslands bygðar hefir fsland
og átt útverði menningar sinnar
og lærdóms í öðrum löndum, þá
er gert hafa garðinn frægan og
miðlað öðrum þjóðum af Mímis-
%
Lifebúoy- hveitið
er ein hin allra besta amerískra hveititegunda. Biðjið
ávalt um þá tegund ef þér viljið fá verulega gott hveiti.
Hveitið Trumpeter er einnig góð tegund þótt
það jafnist ekki að fullu við Lifebuoy. Pað er mjög ódýrt
eftir gæðum.
Par sem alt hveiti hefír nú hækkað í verði er enn brýnni þörf
en ella að ná í notadrýgstu tegundirnar.
Þó má vera að hr. S. Á. G. hafi
styrkst í þessari ályktun sinni
sökum þess, að honum hafi fund-
ist eg heldur þunghentur á sér.
En við slíku mátti hann búast
eftir árásir sínar. Og engum öðr-
um en sjálfum sér getur hann um
það kent.
Guðspekinemar hafa aldrei ráðist
á rétttrúnaðarstefnuna hér að
fyrrabragði. Pá langar ekki hót'til
að eiga í deilum, hvorki við leið-
toga þeirrar stefnu né aðra. En
hitt telja þeir skyldu sína, að gefa
mönnum kost á að kynnast guð-
spekinni. Og það munu þeir jafn-
an gera eftir föngum. Því að það
er alkunna, að fjöldi manna hér á
landi finnur enga svölun í kenning-
um kirkju og réíttrúnaðar, eins og
þær eru víða fluttar. En hins veg-
ar full reynsla fyrir því fengin, að
ýmsir þessara manna hafa öðlast
andlengan áhuga, nýjar vonir og
siðferðisþrek við það, að kynna
sér guðspeki og spíritisma. Þeir
sem ala andlegar þrár í brjósti
leita eðlilega til þessara stefna,
fyrst kirkjunni er ofurefli að svala
þeim. En ef hún hefði meira og
betra að bjóða mundi varla bera
mikið á slíku.
Hvarfið frá rétttrúnaði og kirkju-
kenningum er sem sé ekki afleið-
ing af spíritismanum og guðspeki-
stefnunni, heldur er gengi þessara
stefna afleiðing af bjargarleysi í
kirkjunni. Og ef rélltrúnaðarstefn-
an vill forðast andlegan horfelli,
er henni miklu ráðlegra að rækta
betur sinn eigin reit, heldur en að
troða illsakir við stefnur, sem bún
befir óbeinlínis boðið inn í landið
með bjargarþroti sínu. Að minsta
kosti silur illa á henni að sjá of-
sjónum yfir því, að þessar nýju
stefnur hafa borið auðnu til þess
að svala eilíföarþorsta manna, sem
hún sjálf gat ekki liðsint.
Eg geri ráð fyrir að hr. S. Á, G.
kalli þetta kaldyrði. En samt er
það nú ekkert annað e.n hreiún
og beinn sannleikur, sem hann og
samherjar bans hefðu gott af að
muna. Sömuleiðis æltu þeir að
festa sér í minni, að upptökin að
deilunum við guðspekistefnuna
hafa æfinlega verið þeirra megin.
Peir hafa æfinfega komið þeim af
stað. Hvað eftir annað hafa þeir
ritstjóri Bjarma og hans líkar reynt
að ófrægja guðspekina, bæði í ræðu
og riti. Mörgu af því hafa guð-
spekinemar engu skeytt. En þegar
ófrægingarnar ganga eins langt og
í »Bjarma« siðast dettur þeim ekki
í bug annað en ýta frá sér. Og
þá má hr. S. Á. G. alt af búast
við því að komið verði eitthvað
óþægilega við hann. Ef hann á
bágt með að þola þær hnjátur er
langbest fyrir hann að láta 'menn
og málefni í friði.
Sjálfsagt finst nú hr. S. Á.
þetta skortur á umburðarljmdi, að
við skulum ekki lofa honum að
halda árásunum áfram óátalið.
Það væri náttúrlega notalegast
fyrir hann. En ef okkur færist svo,
þá kalla eg að við sýndum ekki
umburðarlyndi heldur heigulshátt.
Og hyggilegast er fyrir hr. £. Á, G.
að gera ekki ráð fyrir þeim heig-
ulshætti.
Umburðarlyndi er ekki í því
fólgið að hefjast ekki handa þegar
óvirt er málefni, sem maður ann,
heldur í hinu meðal annars að
leyfa öllum að leita sannleikans
f friði, eflir þeim götum sem þeim
er geðfeldast.
Rélttrúnaðarstefnuna vanhagar
einmitt mjög um slíkt umburðar-
lyndi, Því að skorturinn á því
hefir oft leitt mæta menn hennar
i gönur, þeim sjálfum og öðrum
til tjóns.
Misskilningurinn.
Hr. S. Á. G. þykir óþarfi af mér
að misskilja orð sín. Hann hafi
ekki verið að klína glæpamálun-
um, sem hann gat um, á guðspek-
ina og spiritismann.
Við skulum gá að því hvað hann
segir í Bjarma.
Hann lalar fyrst um trúarbragða-
los, sem hann kennir guðspeki og
spíritisina um að mfklu leyti. Af
því leiðir svo siðferðislos. Sem
dæmi upp á það er svo bent á
verstu glæpina, sem drýgðir hafa
verið hér í bænum, síðustu miss-
irinn. Og loks er talað um að frá-
leit fjarstæða sé að ætla, að spíri-
tismi og guðspeki geti veitt eins
mikið siðferðisþrek og lifandi krist-
indómur, enda séu dæmin átakan
leg fyrir þá sem vilja sjá,
Hvað er nú eðlilegra en að ætla,
að þessi átakanlegu dæmi séu
glæpadæmin, sem hann hefir rétt
áður talið upp? En það þykir hr.
S. Á. G. óþarfi að menn skilji
hann svo. Þeim á að vera a»ð-
sætt að hann sé að tala um ein-
hver dæmi sem hvergi nokkur-
staðar eru nefnd á nafn í grein-
inni. Það er aldrei getspeki sem
hann býst við af lesendum sínum,
blessaður! Þeir eru aldrei margir,
sem skilið hafa orð hr. S.'Á. G. á
annan veg en eg. Enda fullyrðir
hann ekki að bann hafi haldið
það auðsætt fyrir ókunnuga, sem
hann segist nií sagt hafa.
En látum það nú vera. Vitan-
lega veit hr. S. Á. G. best sjálfui*
hvernig hann hefir ætlast til þess
að orð hans væru skilin. En það
sem hann hefir skrifað mælir áreið-
anlega með mínum skilningi. Og
fyrst það er nú annað en hann
ætlaði að segja, hefði mér komið í
hug að hann væri farinn að fást
við ósjálfráða skrift, ef eg vissi
ekki um óbeit hans á spíritisma.
Annars sé eg nú ekki að miklu
sé til bóta breytt hjá hr. S. Á. G.
við skýringar hans á orðum sin-
um. Tilraun hans að bendla guð-
speki og spíritisma við átakanleg
ósiðferðisdæmi, er þó augljós eftir
sem áður, enda þótt hún sé nokkru
ósaknæmari. Og samt þykist hann
hafa þvegið hendur sínar og eiga
engin ámæli skilið fyrir dylgjurnar.
Eg veit ekki hvað talið er sæm-
andi í þessum efnum í hans hóp.
En hitt veit eg að ýmsum öðr-
um þykir slík framkoma ámælis-
verð.
Eg geri því ráð fyrir að grein
mín hefði orðið svipið þó eg hefði
fundið hr. S. Á. G. áður en eg
skrifaði hana. Enda getur hann
varla búist við því, að þeir sem
ókunnugir eru stílsmáta hans, fari
að leita munnlegra upplýsinga um
hvernig beri að skilja þetta og
þetta. Það væri þá rniklu nær finst
mér, að hann sendi með Bjarma
skýringar yfir aðal dyigjurnar sem
í honum eru.
En annað er þó bæði kostnað-''
arminna og miklu drengilegra. Og
það er að segja það sem manni
býr í brjósti, skýrt og dylgjulaust,
eða þegja ella. Þá er girt fyrir all-
an misskilning.
Siðferði og trúarstefnur.
Hr. S. Á. G. er að reyna að
sýna að hann hafi kynst indversk-
um trúarbrögðum. En báglega hefir
sú kynning tekist, ef hann hefir
ekki fundið annað þar en harð-
ýðgi og lauslæti. Enda þurfti hann
hvorngt að sækja þangað. Hann
getur fundið nóg af því með
kristnum þjóðum.
Harðýðgi hefir átt sér stað víðar
en á Indlandi og sömuleiðis saur-
lifnaður í sambandi við guðsdýrk-
unina. Hr. S. Á. G. hefði ekki þurft
annað en rétta út hendina eftir
heilagri ritningu til þess að finna
hvorttveggja. Þar má lesa um
menn, sem helguðu sig saurlifnaði,
jafnvel við musterið í Jerúsalem.
Það er margt líkt með skildum.
En dæmin sem eg tók um laus-
læti og harðúð hér á landi meðan
rétttrúnaðarstefnan var einvöld,
munu vera allnóg fyrir hr. S. Á.
G. að glima við fyrst um sinn.
Þvi hann hefir ekki ráðið við þau
enn. Það virðist vera orðið svo
rígfast í honum að siðferðislos
leiði af því, ef þjóðin fær að
kynnast fleiri en einni andlegri
stefnu. Og þó veit hann að tiltölu-
lega auðvelt er að sýna fram á,
að mannúð og siðgæði er yfir höfuð
mun meiri nú, en áður fyr, þegar
rétttrúnaðarkenningin var ein um
hituna. Það er þessi gáta sem hann
á eftir að ráða, og eg var að biðja
hann að leysa úr.
En nú ætla eg að segja hr. S.
Á. G. eitt. Eg vil biðja hann að
láta það ekki hrella sig mjög mik-
ið: Siðferðið í landinu er betra en
ella af því trúarstefnurnar eru
fleiri en ein.
Því fer fjarri að það sé skilyrði
fyrir góðu siðferði, að ein trúar-
stefna ríki í iandi. Rejmslan hér
bendir á alt annað. Og ekkert er
eðlilegra; þvi að mennirnir eru
misjafnlega gerðir, og ein og sama
trúarstefna getur aldrei öllum full-
nægt til lengdar. Og þeir sem hún
getur ekki fullnægt í neinu, snúa
við henni bakinu. Og ef í landinu
er þá engin önnur truarstefna sem
þeir geta leitað til, fer svo oft að
þeir hafa ekkert aðhald og engan
andlegan stuðning. En þá er sið-
ferðislosinu greidd gangan. Þeir
sem því eru að rembast við að
vernda trúareinokun í landinu,
eru óafvitandi að vinna eitthvert
mesta óhappaverk, sem unnið verð-
ur. Því að þeir eru að reyna að
banna mönnum andleg bjarg-
ráð.
Það er þetta sem gyðinglegi rélt-
brunni hinna þjóðlegu islensku
menta og flutt heim í fásinnið
nýjan fróðleik.
Þessa menn mat samtíðin öðrum
fremur og að verðleikum, því að
það hefir æ verið í hinum æðsta
heiðri haft á íslandi að iðka þjóðleg
fræði. Við þessa menn stöndum
við í óbætanlegri þakkarskuld. Þeir
hafa gefið okkur þann arf sem eru
meslu dýrgripir þjóðarinnar. Þeim
er það að þakka, fremur flestu
öðru, að engir örðúgleikar óára og
harðréttis gátu ekki bugað menning
og andlega heilbrigði þjóðarinnar.
Söfnin okkar og söfn nágranna-
þjóðanna skarta þessum dýrgripum
— þessum handar og andans verk-
um íslenskra fræðimanna, presta og
munka, sem bera volt um svo
óbilandi elju, svo miklar gáfur,
svo mikinn lærdóm og svo mikla
fróðleiksíýsn, sem engar ytri kring-
umstæður gátu slökt.
II.
Öldin> sem leið var hin mikla
viðreisnaröld íslands. Á henni
voru grundvellirnir lagðir að hinu
efnalega og pólitiska sjálfstæði
landsins, að viðreisn atvinnuveg-
anna, að því að skipa þjóðinni
í öllum greinum á sama bekk og
öðrum þjóðum hins hvíta kyn-
þáttar.
Öldin sem leið er og viðreisnar-
öld hinnar þjóðlegu Sslensku rnenn-
ingar. Ekki endurvakningaröld í
bókstaflegum skilningi, því að þráð-
urinn hafði aldrei slitnað. Sagna-
fróðleiknum hafði æ verið haldið
dyggilega við og nýju bætt við.
Heldur var það viðreisnaröld að
því leyti að farið var að vinna úr
hinu geysilega mikla efni á vísinda-
legan hátt, rannsaka og gefa út
heimildirnar, raða og vinna úr
efninu og koma því út í almenn-
ing og til notkunar fyrir vísinda-
menn, í aðgengilegu og. visindalegu
formi. Þar sem meginið af hinum
skráða fróðleik var orðið saman-
komið á fáa staði, gáfust vísinda-
mönnunum svo mikil tækifæri til
áframhaldandi rannsókna, til að
byggja ofan á þann grundvöll sem
hundruð einstakra fræðimanna ís-
lenskra höfðu lagt. Þeir hafa leyst
af hendi stórkostlega mikið verk í
þessari grein, þessir frömuðar við-
reisnar hinna þjóðlegu .íslensku
fræða. Þeir hafa reynst veglegir
arftakar forfeðra sinna, Og ótal
verkefni bíða þeirra enn, sem ó-
bornir eru.
Viðreisnaröld íslands í pólilisku
og efnalegu lilliti og viðreisnaröld
hinna þjóðlegu íslensku fræða er
hin sama.
Það er harla eftirtektavert að
stærsta og glæsilegasta persóna við-
reisnaraldarinnar á báðum sviðum
er hin sama.
Jón Sigurðsson var hinn ókrýndi
konungur íslands í sjálfslæðisbar-
áttunni — sá maðurinn sem allir
nefna fyrstan á því sviði.
Jón Sigurðsson er líka braut-
ryðjandinn mikilvirki um viðreisn
hinna þjóðlegu fræða.
Það er meira að segja svo að
það er vafasamt að hverju leytinu
á að telja hann meiri mann: sem
pólitiskan leiðtoga, sem sverð
landsins og skjöld í baráttunni
við erlent vald, eða sem vísinda-
mann, sem brautryðjanda um við-
reisn hinna þjóðlegu fræða.
Það er eftirtektavert að þetta
tvent skuli þannig sameinast í
einni og sömu persónu. Það er al-
veg sérkennilegt fyrir ísland. Jón
Sigurðsson er eins og lifandi mynd
hins íslenska þjóðareðlis. Hann,
mesti maður viðreisnaraldar ís-
lands, sameinaði þetta tvent í sér:
að vera herforinginn og sigurveg-
arinn út á við, og herforinginn
sömuleiðis og brautryðjandinn um
viðreisn hinna þjóðlegu fræða.
III.
Við höfum á tuttugustu öldinni
bygt ofan á þann grundvöll sem
viðreisnarmennirnir lögðu, um
efnalegt og pólitiskt sjálfstæði.
Við höfum bygt ofan á þann
grundvöll sem þeir lögðu um við-
reisn og blómgun hinna þjóðlegu
fræða.
Við höfum síðan átt og eigum
ágæta vísindamenn sem leggja
fram drjúgan skerf í því efni og
viljum ekki vera hræddir um að
skortur verði á þeim.
En annað er mest um vert, sem
er það, að áhuginn fyrir iðkun
liinna þjóðlegu fræða haldist vak-
andi hjá almenningi — að þeir
verði áfram margir sem fylgjast
vel með um alt það sem verið er
að vinna á þessum sviðum og leggi
eitthvað meira eða minna til I
þvi starfi frá eigin brjósti og fjðl-
margir sem verji töluverðu af tóm-
stundum sínum til þess og hafi
sérstaka unun af lestri og umtali
um hin þjóðlegu fræði.
Því er svo varið enn um allan
þorra almennings, til sveita a. m.
k., að sá áhugi er allvel vakandi.
Það mun vart bregðast, komist
maður að þvi að tala i góðu tómi
við sveitafólk upp og ofan, að
maður verði var við sjálfstæða at-
hugun þess og dóma um atburði
og persónur, úr íslendingasögum,
á Sturlungaöld eða á siðaskifta-
tímunum — eða þá að hlutaðeig-
andi er allvel að sér f ættfræði,
kann mikið af þjóðsögum, kvæð-
um eða munnmælasögum, Og það
v