Tíminn - 02.10.1920, Síða 4

Tíminn - 02.10.1920, Síða 4
156 TlMINN þingsins. Hávær fagnaðaróp fylgdu konungi er hann fór burt úr salnum. Ómurinn af konungs söngnum heyriist vart fyrir hávaðanum, enda spruttu nú þingmenn upp úr sætum sínum og ruddust yfir stóla og bekki til þess að tala við vini og kunn- ingja. Davíð Rossí stóð upp. Hann hafði setið álútur og þó veitt því eftirtekt að augu margra höfðu hvílt á honum, undir síðari helm- ing ræðunnar. Hann hafði orðið að leggja á sig um að halda jafn- vægi og að láta ekki sjá á sér hið þunga skap er var inni fyrir. Hon- um leið stórum illa og hann óskaði að komast á burt hið bráðasta. Hann var að komast út á ganginn er hann heyrði nafn sitt nefnt og kendi ilms, sem lét blóðið renna örara um æðar hans. »Góðan daginn, hr Rossí!« Hann leit upp. Það var Róma. Hann hafði aldrei fyr séð þann eld, sem ljómaði á andliti hennar. Hann þorði einungis einu sinni að mæta augnaráði hennar, en sá, að leiftrandi augun myndu von bráðar laugast tárum. Mannþyrpingin flyktist um að- aldyrnar, þar sem vagnarnir biðu, en Rossí gekk út um dyrnar út í hliðargötuna og þá leið fóru sára- fáir. Hann lagði leið sína á skrif- stofu ritstjórnarinnar og mætti þá konungsvagninum sem var á leið til hallarinnar. Hermenn girtu hann á alla vegu. Herforinginn í Róm reið hægra megin, en lífvarðarfor- inginn til vinstri og hermennirnir í tveim svo þéttum röðum fyrir framan og aftan, að múgurinn, æpandi fagnaðarópin, gat vart séð konungshjónin. Síðast í lestinni var ekið venjulegum vagni, og sátu í tveir leynilögreglumenn. Davíð Rossí virtist þetta sorgleg sjón. Aum og dauðadæmd er sú stofnun, þrátt fyrir það þótt hún virðist lífskrafti búin, sem þrífst við slíka fylgd. Sé hásætinu uppi haldið af ást fólksins, getur það verið voldugt og réttmætt. En þurfi að vernda það gegn hatri þegnanna, já gegn morðkuta tilræðismannsins, þá er það veikt og máttur þess óréttmætur. Heiðvirður maður ætti ekki að lifa slíku lifi — þótt fyrir taki öll riki veraldar. Konungur- inn ungi, sem nýlega hafði talað eins og Guð, var nú fluttur eins og fangi til hallar sinnar. Ritstjórnarskrifstofa »Morgunroð- ans« var í óþokkalegu þrílyftu húsi í þröngri götu. Vélarnar voru á neðstu bygð, setjararnir hæst uppi, en starfsmenn blaðsins í miðju. Skrifstofa Rossís var stórt herbergi meö þrem skrifborðum, handa honum og tveim aðstoðarmönnum. Annar þeirra var viðstadur. Það var litill maður og fremur undir- ferlislegur. Rossí drakk kaffibolla og settist við vinnu sína. Hann átti að skrifa grein um viðburði dagsins. Greinin varð djarfmæltari en alt annað sem hann hafði opinberlega ritað. Hátíðahöldin með blaktandi fánum, fallbyssuskotum og konungssöngn- um, höfðu ekki hrifið hann, heldur fylt sál hans sorg og blygðun. Ef þjóðin kynni að meta rétt það sem við hefði borið, þá hefði hún sveipað sorgarblæjum um fána sína og látið leika úrfararsálma. Ráðherra sem fyrirleit fólkið hafði ritað ræðu hins unga konungs. Konungurinn sem sagðist fara með stjórnina að þjóðarvilja, hefði gert alt sem í hans valdi stóð um að svifta löggjafarþingið valdi sínu og afnema þau réttindi sem væru þrautalendingin um að varðveita frelsi landsins. Hin nýju lög mið- uðu að því að svifta þjóðina þátt- töku um landsstjórrina og ef þau næðu fram að ganga, væri komin á fullkomin lögreglustjórn, »Það er ekki að undra«, skrif- aði hann, «þótt konungurinn sé hermaður. Allir konungar eru her- menn. Einkennisbúningurinn er táknmynd stöðu hans og þeirra réttinda sem hann hefir hrifsað til sín. Kouungsnafnið er hermanns- nafn. Her, lan^amæri, lífvörður, Kenslubók i íslandssögu eftir Jónas Jónsson Kemur á markaðinn í haust. Fyrra heftið fullprentað. Arsæll Árnason gefur út. — Fæst hjá öllum bóksölum. G. Bjarnason & Fjeldsted Aðalstræti 6, Miklar birg-ðir af allskon- ar fata- og frakka-efnum. Veröið hvergi lægra. H. í. S. Frá og með I. október næstkomandi verða skrifstofur vorar í Tjarnargötu 33 opnar frá kl. 9. f. h. til 5 e. h. og á laugard. þó að eins frá kl. 9 f. h. til kl. 3 e. h. Hið M. æteiiiolíviliIiHafol. tollþjónar — alt þetta sem skilur mennina að. bað er konunginum nauðsyn, vilji hann stjórna, að koma upp sundrung meðal mann- anna. Og það er ekki að undra þótt konungarnir fylki um sig herum, þvi að þeir eru verkfæri um að halda í það vald sem þeir hafa hrifsað til sín. Með aðstoð heranna skilja þeir þjóðirnar að og traðka á réttindum þeirra. Herirnir eru eyðing heimsins, en áður en líður munu þeir ríða niður það vald sem skóp þá«. Það var gamla skoðunin aö konungurinn væri lögin, valdið,. rikið. Að hverfa aftur að því, hvort sem gert væri undir yfirskyni um öryggi konungs eða almennings, væri að endurreisa óréttinn og drepa niður allar framfarir. Markmið kristindómsins væri að gera að engu þennan gamla skoðunarhátt, að sýna, að lögin væru ríkið, að ríkið væri fram- kvæmd af réltarmeðvitund fólksins og aö réttarmeðvitund fólksins væri frá sjálfum Guði komin. Enginn einn maður gæti talið sig vera samviska fólksins. Enginn hefir rétt til þess. Það væri andstætt skinsemi og sannleika að láta slíkt vald i hendur einum manni — nema ef til vill sjálfum páfanum i Róm. »Sá sjónleikur«, þannig endaöi hann, »sem við höfum horft á í dag, er eins og aörir slikir, á Þýskalandi, Rússlandi, Englandi — Kína, Persíu, og í hinni svörtustu Afriku — sönnum þeirrar staðreyn- dar, að sem einstaklingur hefir maðurinn í nítján aldir verið kristinn, en sem heild eru þjóðirn- ar engu að síður að mestu leyti heiðnar«. Aðstoðarmaðurinn hafði litið yfir handritið jafnóðum og Rossí lagði frá sér blöðin. »Ætlið þér virkilega að láta þetta fara, hr Rossk. »Já, það ætla eg!« Maðurinn ypti öxlum og fór með handritiö til setjaranna. Dagurinn var liðinn er Davlð Rossi hélt heim á leið. Blaðadreng- irnir höfðu kvöldblöðin á boðstól- um og á öllum veilingastöðum sátu fyrirliðarnir yfir víní og lásu i blööunum um hrifning þá sem ræða konungs hefði vakið. Já, aumlegt var það alt og sá sem sannleikann sagði mátti týgja sig, um að taka afleiðingunum. Hrossabú. »Gott er þaö er slík æfintýr gerast með þjóð vorri«. Pað var von á gesti. Pað var uppi fótur og fit i Ráða- gerði. Fað mundi ekki eiga við að láta gestinn ríða einhesta milli bæja. Pað þótti vissara að það væri útlærður lögfræðingur sem sendur væri til þess að kaupa góðhryssi. Pað stóð ekki á því að stóðið væri látið falt. Þegar hart er 1 ári standast bændur ekki gnægtir gulls- ins rauða. Frísandi brunuðu góð- hryssin heim í hlað í Ráðagerði. »Það verður að reyna góðhryss- in«, sagði húsbóndinn. Hann lét, því miður ekki lenda viö orðin tóm. Það er leiður galli á góð- hryssi, bregði það því fyrir að ausa. Húsbóndinn strauk bæði koll og fót þegar hann var búinn að reyna góðhryssið. — Gesturinn kom ekki. Það var landþröngt í Ráðagerði fyrir mikið stóð. »Eitthvað verðum við að gera við góðhryssiní« Það bar vel í veiði. Þeir áttu von á smáóþægindum heim fyrir Ráðgerðlingarnir. Pað var og eitt- hvað þægilegra að þenja sig á góð- hryssunum og sitja að kræsingum á stórbæjunum. Þeir fóru sinn i hvora áttina að liðka góðhryssin. Þegar þeir komu aftur kom röð- in að minni spámönnunum, Það þykir við eiga að hjúin fái að ríða út, á sunnudögum a. m. k. Þau voru ekki látin hama sig á tún- mosanum f Ráðagerði góðhryssin. Undir vetur var efnt til voldugs hrossabús í Ráðagerði. Hver mundi fara að slá af og búa til pylsur úr slíkum lögfræðilega keypt- um góðhryssum, sem svo margir miklir menn höfðu komið á bak? Einhver hálærður »emerítus« mundi' fást til þess að veita for- stöðu góðhryssabúinu í Ráðagerði. Þeir sem vilja selja hey og fóðurbæti eru beðnir að gefa sig fram við bústjórann í Ráðagerði. »Pað verður a. m. k. hægt að nota þá í vegavinnuw, var haft eftir einhverjum í Ráðagerði. Vandrœðaskáld, Stofnunar þess hefir áður verið getið bér f blaðinu. Pað er sam- vinnufélag húsnæðislausra manna, um að eignast hús yfir höfuðið. Félagið var stofnað i fyrra. Félags- menn munu vera um 100. En fé- lagið hefir notiö fjárstyrks bæði frá alþingi og bæjarstjórn og bæjar- stjórn auk þess hjálpað til um að útvega peningalán til húsabygging- anna, með því að ganga í ábyrgð fyrir hinum nauðsynlegu lánum. Félagið heíir þegar leyst svo mikið starf af hendi að furðu gegnir. Blasir nú mikil og vegleg steinhöll við öllum gestum sem landveg koma til bæjarins, bæði sunnan að og austan, stendur á horninu á Barónsstíg og hinni væntanlegu Bergþórugötu og verður sú gata þriðja gatan samhliða Laugaveg og ofar í Skólavérðuholtinu. En rétt austan og neðan við þetta nýja hús hefir bærinn i ráði að reisa nýjan barnaskóla fyrir austurbæinn, Húsið er 37 metrar á lengd, með Bergþórugötu, og alt úr steini. Mætti raunar fremur kalla þrjú hús sambygð, tvö þrílyft og tvílyft álma á milli og er kjallari undir tveim húsunum, þeim sem neðar standa í brekkunni. Eru þarna góðar íbúðir fyrir 16 fjölskyldur og nokkra menn einhleypa, en vegna húsnæðisvandræðanna búa nú um 20 fjölskyldur í húsinu. Húsið er prýðilega myndarlegt og fallegt og auk þess vandað og ágætlega frá því gengið að öllu leyti. Vatnssalerni, sérstök geymsla og þvottahús fylgir hverri íbúð. Hefir húsið alls kostað um 20Q þús. kr. og þá er þeirri upphæð er deilt niður á íbúðirnar er ljóst, að um mun ódýrari íbúðir er að ræða, en aðrar nýbygðar í lillum húsum. Þorlákur Ófeigsson byggingar- meistari hefir staðið fyrir smíðinu og hlýtur að maklegleikum lof fyrir og mun hann áfram verða í þjónustu félagsins. Auk þess stóra húss hefir fé- lagið, í samvinriu við bæjarstjórn, látið reisa þrjú tvílyft timburhús við Bergþórugötu, nær bænum. Eru íbúðir fyrir fjórar fjölskyldur í hvoru. Eru það þannig þegar orðnar yfir þrjátíu fjölskyldur sem fengið hafa húsaskjól hjá félaginu. Pað er næsta gleðilegt hvað fé- lagið hefir farið myndarlega af stað. Pað er allra gleðilegast að það hefir, þrátt fyrir dýrtíð og örðugleika, getað komið upp húsi, sem fyllilega stenst réttmætar kröf- ur, bæði í heilbrigðilegu tilliti og með tilliti til hæfilegs dýrleika. Það sem á skortir er það, að miklu fleiri menn gangi í félagið og leggi fram fé til framkvæmda þess. Er þess að vænta að í því efni bregði til hins betra er menn sjá það al- ment, hversu gott blutskifti þeir hafa hrept, sem fengið hafa þarna góða íbúð í eigin húsi. Frétíir. Tíðin. Yersta ótíð hefir verið alla vikuna; horfir til vandræða um að ná jarðarávexti úr moldar- görðum, fyrir bleytu og slagviðrum. Hefi verið mjög hrakningasamt fyrir fé í smalamenskum og rekstr- um til slátrunar. »Árin Og eilífðín«. Svo heitir nýtt prédikanasafn, eftir Harald prófessor Níelsson, sem er að koma á markaðinn og mun verða fjöl- mörgum hin kærasta sending. Pað eru 34 prédikanir og hafa allar verið fluttar í Fríkirkjunni eða á Laugarnesspitala. Bókin er 400 blaðsíður í stóru broti og allur frágangur hinn vandaðasti. Pétur Oddsson kaupmaður í Bolungar- vík er kostnaðarmaður bókarinnar. Verður bókar þessarar sérstaklega getið í blaðinu, von bráðar. Aug-lýsing-ar sem birtar eru í Tímanum koma fyrir íleiri auga en allar aðrar, því að Tíminn er útbreiddasta blað lands- ins. Pó kosta auglýsingar í Tímanum ekki meira en auglýsingar í öðrum blöð- um, kr. 1,50 hver centímet- :: :: er í dálksbreidd. :: :: Auglýsingum má koma í prentsmiðjuna Gutenberg, á afgreiðslu blaðsins Hverfis- götu 34, sími 286, eða til ritstjórans, í Laufási, sími 91. Mnður druknaði á botnvörp- ungum Agli Skallagrímssyni, meðan skipið stóð við í Fleetwood á Skot- landi. Hét hann Eyþór Stefánsson og var ættaður héðan úr bænum. Jakoh Jóh. Smári er settur ís- lenskukennari við mentaskólann í sæti Pálma heitins Pálssonar. Björn Þórðarson hæstaréttarrit- ari er formaður verðlagsnefndar- innar. Gnðmnndnr ólafsson hæstarétt- armálaflutningsmaður er settur formaður Brunahótafélags íslands í stað Sveins Björnssonar. »Ættir Skagflrðinga«. Vert er að vekja athygli fróðleiksfúsra manna. á auglýsing frá bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar í blaðinu í dag um þá bók. Vegna þess að upplag var mjög lítið af bókinni og öll eintökin tölusett, munu flestir hafa haldið að bókin væri ófáanleg. Mönnum sern gaman hafa af ættfræði eru »Ættir Skag- firðinga« til stórkostlegs léttis um að rekja ættir. Er það ótrúlegt næsta hversu stórkostlega miklum ættfræðifróðleik er komið fyrir í ekki stærri bók. Og þótt bókin fjalli mest um skagfirskar ættir, munu þó nálega allir íslendingar geta sótt í hana mikinn tróðleik um ætt sína. Látinn er í Rúfeyjum á Breiða- firði Porlákur Bergsveinsson bóndi þar og hafnsögumaður um 20 ár og sjósóknari með afbrigðum. Hreppsstjóri var hann í Skarðs- strandarhreppi um skeið. Hann var 85 ára. Prentvillur voru æði margar í grein minni i síðasta blaði Tímans en þó fáar svo slæmar að góðfús lesari geti ekki lesið í málið. Samt leyfi eg mér að minna á að eg skrifaði firrur og fjarstseður, en ekki: firnur og fjarstæður. S. Á. Gíslason. Læknislaust er aftur orðið í Borgarfjarðar héraði. Hinn selti læknir, sem var í sumar, Pétur Thóroddsen, er heim horfinn aftur til héraðs sins í Norðfirði. Eldnr kom upp á tveim stöðum 1 bænum, í vikunni, en tókst að slökkva á báðum stöðum svo tfmanlega að ekki varð nema sáralítið tjón að. Síldarsaian. Pví miður fara af henni slæmar fregnir. Mikið af síldinni sem út er búið að flytja, hafa kaupendur neitað að taka við, þar eð þeir telja hana skemda. Er því helst um kent að tunnurnar, sem sildin var í flutt, hafi ekki verið nógu góðar, verið of gamlar. En á hinu veifinu heyrist orð á því gert að Svíarnir sýni harla mikla óbilgirni. Isgeir Ásgeirsson prófastur í Dölum vestur er staddur í bænum. Ritstjóri: Trytrgvi I'órhallssoa Laufási. Simi 91. ProBtsHJÍðjan ©uteaberg;

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.