Tíminn - 11.12.1920, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.12.1920, Blaðsíða 2
186 TIMINN Hjartanlega þökkum við öllum þeim mörgu nær og fjær sem sýndu okkur hlutekningu útaf því sorgleya slysi, er hér skeði 2. þ. m. Fyrst sveitungar okkar sem vildu rétta okkur hjálparhönd við nauðsynleg heimilis- störf, þá við vorum svift ástvinum og starfsfólki okkar. Einnig þeim, er sýndu okkur samuð með heimsókn, bréfa og minningarspjaldasendingum. En fremur öllum, þeim sem heiðruðu jarðarfarir þessara okkar elskulegu vina með návist sinni, og margir af þeim sem sóttu að langan og erviðan sjóveg f ails ekki góðu veðri. Af alhug biðjum við Guð að rétta öllu þessu fólki sina almættis hjálpar- hönd, þegar það þarf helst með, hugga það sg hressa i raunum og styrkja í stríði mótlætisins. Staðarfelli 25. október 1920 Soffia Gestsdóttir, Magnús Friðriksson. á markað þó seint væri, heldur en aö láta ekkert verða úr því, eöa minna eu ekki neitt. Það fór best á því sem varð, að vestri hluti sýslunnar ræki til Víkur og notaði þær tunnur og salt er þar var, en eystri hlutinn notaði tunnurnar og saltið er »Geir« fór með að Skaftárósi og kastaði þar í sjóinn, sem var eina ráðið til þess að nokkuð kæmist þar á land. Sem betur fór hepnaðist þetta, svo sem kunnugt er, þannig að mestan hlut- ann rak strax á land, og eiga hlut- aðeigendur alt annað skilið en van- þakklæti fyrir þá drengilegu hjálp. Enda er mér kunnugt um að fleiri sýslunefndarmenn eru oddvita alt annað en þakklátir fyrir athuga- semd þá er hann setti við gjöf Sláturfélags Suðurlands, en af hvaða ástæðum þeir hliðra sér hjá að láta þá skoðun sína koma fram opinberlega, vita þeir best sjálfir. Kirkjubæjarklaustri J5, nóv. 1920. Lárus Helgason. Ritfregn. Jóhannes E. Hohlcn- berg: Yoga og gildi pess fyrir Evrópu. Pýtt hafa Ingimar Jónsson og Pór- bergur Pórðarson. — Bókaverzl. Ársæls Árna- sonar. — 1920. Það eru gleðileg tákn timanna, að andleg viðskifti aukast nú með ári hverju milli Austur- og Vestur- Ianda. Vesturlandaþjóðir munu efalaust geta frætt hinar austrænu þjóðir um margt, sérstaklega um það, er að vélrænni menningu lýt- ur. En það má líka óhætt gera ráð fyrir að vestrænu þjóðirnar munu samt græða enn þá meira á þessum viðskiftum, sökum þess að hinar austrænu þjóðir eiga margar þær andlegu auðsuppsprettur, sem að því er sýnist, eru ótæmandi. Ein af þeim er heimspekisstefna sú, er gengur undir heitinu: Yoga. Er hún talin ein af hinum sex heimspekistefnum, er taldar hafa verið aðalheimspekisstefnurnar á Indlandi. Hugmyndir þær, sem Yoga- heimspekin er reist á, er að finna í hinum elstu trúarritum Indverja, Eddum þeirra eða Vedum. Sagan segir að fyrsti spekingurinn, er gerði tilraun til þess að skipa hug- myndum þessum í ákveðna flokka og móta úr þeim hagræn og hug- spekileg kerfi, var vitringur einn Yajnavalkya að nafni. Var hann uppi fyrir Kúruvallarbardaga, sem skýrt er frá í hinurn frægu sögu- ljóðum Indverja, Mahabarata. Þó er sem Yogafræðin hafi ekki fengið á sig verulega fast snið, fyr en spekingurinn Patanjali kemur til sögunnar. Hann var uppi um sjö öldum f. Kr. Er hann af mörgum talinn höfundur Yogafræða, er skifast í fimm höfuðgreinir. Fyrst er Hatha yoga. Er það eins konar austræn heilsufræði. Þá er Raja yoga, er kennir mönnum hugrænar eða andlegar æfingar. Þá er og hin þrefaida leið: Gnana yoga eða þekkingarleiðin, Bhakti yoga eða trúarleiðin og Karma yoga eða at- hafnaleiðin. Allar þessar leiðir liggja, segja hinir austrænu yogafræðingar að hinu eina og sama takmarki, æðri þekkingu. Þau Yoga rit munu að öllum talin best, sem hafa verið rituð af austrænum Yoga-iðkendum. En hitt er þó ekki ólíklegt að vestrænir Yoga-iðkendur séu betur til þess fallnir að rita inngangsrit að Yoga- fræðum og gefa heildaryfirlit yfir hina ýmsu hluti þeirra. Það hefir Jóh. E. Hohlenberg gert og að því er séð verður, hefir honum tekist það prýðilega. Hann hefir auðsjá- anlega gert sér far um að brúa sem best á milli hins austræna og vestræna hugsunarháttar. Sjálfur dvaldi hann austur á Indlandi um tíma og stundaði Yoganám þar á dulspekisskóla einum. Um þýðinguna þarf ekki að fjöl- yrða, þar sem slíkir menn hafa unnið að henni. Allir, sem þekkja þá, vita, að þeir kasta ekki hönd- ypum til þess er þeir láta frá sér fara. Það má heita að það úi og grúi af ný-yrðum í bókinni, en flest eru þau mjög vel valin og mörg svo að Iesendurnir munu ekki taka eftir því að þar sé um ný-yrði að ræða og eru það auð- vitað bestu meömælin með slikum smíðisgripum. í Yogafræðum eru margar hugmyndir, sem eru litt þektar í Norðurálfu og enn þá minst með oss, ísiendingum; þess- vegna er óhjákvæmilegt að búa til ýms ný orð, þegar á að þýða slík rit sem þetta. Þeir eiga vissulega þakkir skild- ar, þýðendurnir og útgefandinn, fyrir að hafa komið þessari byrj- unarbók i Yogafræðum út á ís- lensku. Það er Iítil hætta á að bók þessari verði ekki vel tekið. Spá mín er sú, að hana fái að lokum færri en vilja. Þyrftu þýðendurnir helst að búa sig undir það að geta gefið út fleiri Yoga-rit, áður langt um Iíður, því að helsl þyrftu að koma sem fyrst út kenslubækur í ölluin greinum Yoga. Mér kæmi ekki á óvart, þótt mörgum lesend- um þessarar bókar findist þeim birta fyrir augum við lestur henn- ar — eins og mér, er eg las fyrstu Yoga-ritin, sem eg hefi kynt mér. Hin hugsandi unga og upprenn- andi kynslóð ætti að lesa þessa byrjunarbók, reyna að hafa hana sem leiðarvísir í lífinu, því að hún hefir vissulega margar og hag- kvæmar ráðleggingar á boðstólum. Þá mundi sjást hvert gildi Yoga hefði fyrir ísland, og það yrðu hinar mestu og bestu þakkir sem þýðendunum yrðu goldnar. Sig. Kristófer Pélursson. Páll íðólfason organleikari hefir haldið hljómleika í Kaupmanna- höfn. Hans er von heim hingað fyrir jólin. Erlingnr Pálsson, sundgarpur- inn frægi, er nýkominn úr utanför. Hefir dvalist um hrið i Danmörku og Þýskalandi, til þess að búa sig undir það að lakast á hendur yfir- stjórn lögreglunnar hér í bænum. Kötlusamskotin. Síðaslliðið sumar birtist í Morg- unblaðinu og Tímanum skilagrein Kötlusamskotanna, ásamt þakklæti til gefandauna, frá sýslumanni Skaftfellinga, »í umboði sýslunefnd- ar Vestur Skaftfellssýslu«, — jafn- framt birtist athugasemd frá Slátur- félagi Suðurlands. Oss undirrituðum sýslunefndar- mönnum er kunnugt um að athuga- semd Sláturfélagsins er i alla staði rétt, og lýsum því hér með yfir fyrir vora hönd, að umboð það er vér gáfum oddvita sýslunefndar á síðasta sýslufundi, til að þakka gefendum, náði ekki til þess að honum væri heimilt að gera til- raun til að ófrægja þann gefand- ann, er varð annar sá fyrsti til að bjarga Skaftfellingum úr eldsneyð. Oss er ekki kunnugt um að nokkur Skaftfellingur, annar en sýslumaður- inn, telji hjálpina sejn landsstjórnin og Sláturfélagið veittu Skaftfelling- um, með sendingu björgunarskips- ins Geir með salt og tunnur að Skaftárósi, einskisverða. Þvert á móti vita Skaftfellingar það vel, að fjárframlag það, er til þess gekk, var svo miklu dýrmætara en nokkr- ar krónur eftir á, að slíkt verður ekki með tölum talið, því enginn veit nú hve mikil neyð hefði orð- ið í sýslunni, ef salt og tunnur hefðu ekki komið á þann stað, og á þeim tíma. í nóvember 1920. Lárus Helgason, Bjarnfr. Jóh. Ingimundsson. Fleslum er kunnugt, og þó í öllu falli sýslunefndarmönnum, að i raun og veru varð sending björg- unarskipsins Geir að Skaftárósi allri sýslunni í heild til bjargar. Sýnilegt er það, að eg sem þá var i Vík við forstöðu sláturhúss- ins, og hafði þá mjög takmarkaðar byrgðir af tunnum og salti, hefði að sjálfsögðu ekki getað tekið á móti öllu því fé er vestur-hluti sýslunnar þurfti að farga um fram það er áður var ráðgert, ef ekkert hefði komist af tunnum og salti í Vík, í þeirri von að mönnum úr eystri hluta sýslunnar tækist að brjótast með eitthvað af fé sínu til Víkur, þegar mestu gos-ólætin voru afstaðin, og það því fremur, sem margir þar voru eklci búnir að reka neilt til sláturhússins þegar Katla kom. Þó siíkt hefði ekki verið árennilegt, þar sem þá hefði verið koininn vetur og allra veðra von, var samt sjálfsagt að leggja á það fremsta að koma einhverju af fénu SparttaSar-heröpil. Það er kunnugra en frá þurfi að segja, að tímarnir eru nú að mörgu leyti erfiðir, ástæður margra slæm- ar og horfurnar all-ískyggilegar. Það sem þessu veldur er meðal annars, óáran og dýrtið, peninga- krepph og verðfall á innlendum af- urðum og sjálfsagt eitthvað fleira. Um þetta ástand hafa blöðin rætt aftur og fram, svo að við það er ekki miklu að bæta. — Þau hafa einnig verið að benda á ýmislegt, sem til umbóta gæti horft. En það er þó sérstaklega eitt, sem mér virðist, að öll blöðin hafi verið nokkurnvegin sammála um, og það er krafan til fólks um að spara. Það er vitanlega ekki nema gott og sjálfsagt að brýna sparnað fyrir fólki. Sú vísa er sennilega aldrei of oft kveðin. Og eins og ástandið er nú, virðist það alveg óhjákvæmi- legt, að menn reyni að spara sem mest. En samt sem áður eru þessar sparnaðarkenningar ekkert bjarg- ráð. Þær eru einskonar neyðar- hróp til fólksins. Eða ef eg mætti segja það með öðrum orðum, þá er þetta svo nefnda hjálparmeðal að spara, að eios »bót ó gamalt fat«. Sparnaður út í ystu æsar er ekk- ert annað en kgrstaða og afturhald. En nú þykist eg vita, að blöðin og sparnaðarpostularnir meini ekki þetta. Það sem þau og þeir meina, er að spara allan óþarfa og það, sem talið er, að fólk geti án verið. Þetta er vitanlega gott og bless- að. — Það er alveg augljóst, að þeiv eiga að spara, er lifa i »vel- lystingum praktuglega« og hinir, er lifa að óþörfu um efni fram. Annars býst eg við, að sparn- aðarkenningin i blöðunum, sé að sumu leyti bergmál af sparnaðar- hreyfingunni í Noregi. En sparn- aðarhreyfingunni þar er haldið mest á lofti af »heldra fólki« og efnamönnum. Þessir menn, sem tæpast leggja hart á sig i sparnaði, sumir hverjar að minsta kosti, prédika hjðnum sparnað. Þeir meina að sjálfsögðu, að allir þeir, sem eru fátœkir þurfi og eigi að spara. Og þegar eg nú athuga sparn- aðarpredikanirnar hér þá finst mér eitthvað svipað um þær og á sér stað hjá frændum vorum. Mér virðist, að því sé fyrst og fremt beint að bœndum og allri al- þgðu að spara. Það er með öðrum orðum látið í veðri vaka, að allir þeir, sem fátœkir eru, þurfi og eigi að lifa spart. | Það er nú svo sem auðvitað, að þeir fátæku meðal bænda og verka- lýðsins verða að spara. Um það er ekki neinum blöðum að fletta. Efnin og getan hjá þeim skamtar af. Og sumir neyðast jafnvel lil að spara meira en þeim er gott eða þjóðinni holt. — En hitt skil eg ekki, að það sé sérstök nauðsyn á því, að brýna sparnað fyrir bænd- um eða alþýðu yfirleytt, fremur en öðrum stéttum, nema síður sé. Það er þetta sem eg hefi að at- huga við sparnaðarkenningar blað- anna. Og svo annað til er eg kem að síðar. Ef þetta er rétt hjá mér —■ sem eg er sannfærður um að sé — þá er þarna með sparnaðarprédikun- inni ráðist á garðinn, þar sem síst skyldi og minst er þörf á. Mér er óhætt að fullyrða, að hér á landi lifa bændur alment spart. Þeir eru margir að nátluru- fari sparsamir, enda vanist sparn- aði i uppvextinum. Sem dæmi um það, hvað bænd- ur eru yfirleytt hneigðir til spar- semi, má geta þess, að á blóma- skeiði smjörbúanna tóku þeir margir upp þá reglu að hætta að nota rjóma út í kaffi. Og margir halda þeim sið áfram enn. Heyrst hefir það, að ein eða tvær sveitir austanfjalls, hafi 1 sum- ar eða snemma í haust, gert sam- tök um það að spara ýmislegt frekar en áður, t. d. að takmarka mjög kaup á hveiti, grjónum, katfi o. fl. — og bjóða gestum ekki »í bollann aftur« — þetta sýnir við- Ieytni til sparnaðar, og er ekkert út á það að setja. En auk þess hefir þorri bænda víða um land, þegjandi og hljóða- laust — og það fyrir nokkru — takmarkað kaup á ýmsum útlend- um vörum, en notað aftur til heimilanna meira af því, er búin gefa af sér. Og þetta er það sem allir bændur og húsfreyjur ættu að gera. Engum getur blandast hugur um það, að efnaðir bæjarbúar eyða meiru f allskonar óþarfa en sveita- menn gera. Má þar meðal annars benda á glysið og glingrið, er for- dildarfult fólk — einkum kven- fólk — í bæjum og kaupstöðum, hleður um sig og utan á sig. — Berið saman innanstokksmuni — húsbúnað og húsgögn — hjá odd- borgurum bæjanna við það sem tíðkast á algengum sveitarheimil- um. Hjá þessum bæjarbúum er alt íburðarmikið, ríkmannlegt og »ffnt«, en einfalt og óbrotið hjá bændum, og það þó efnaðir séu taldir. Og eftir þessu eru aðrir lifnaðarhættir. Ekki er síður ástæða til að minna á það, hvað fólk i bæjun- um eyðir miklu meira í skemtanir og »rall« heldur en geriet i sveit- Frá ú 11 <>ii (111 iri. Borgin Danzig liggur við Eystra- salt, fyrir mynni Weicbelfljóts og er að nálega öllu leyti þýsk borg. En nýja pólska ríkið verður að ná að sjó og vegna legu Danzigborgar er ríkinu nauðsyn að aðal verslun- in gangi einmitt um hana. Hefir Bandamönnum reynst þetta hið mesta vandamál að ráða fram úr, því að það þótti ekki fært að inn- lima nálega alþýska borg i pólska ríkið. Er nú lóks bundinn endi á málið, sem verður endanlegur, í bili a. m. k. Danzig er gerð að frjálsri sjálfsfjórnarborg og sigla skip hennar undir eigin fána. Pólland fer með utanríkismálin, þó þannig að borgin má senda full- trúa, til meðráða. Fríhöfn verður í Danzig, en að öðru leyti verða tollmái sameiginleg. Alþjóðasam- bandið skipar fulltrúa sinn i Danzig og hefir hann synjunarvald um löggjöf borgarinnar. Alþjóða- sambandið sker úr öllum deilu- málum milli borgarinnar og Pól- lands. — Stórþingið norska hefir sam- þykt, með miklum meiri hluta atkvæða, að kosningarréttur skuli eftirleiðis bundinn við 23 ára ald- ur, í stað 25 ára, sem nú er. — Seglskipunum er altaf að fækka i heiminum. Er svo talið, að fyrir átta árum hafi seglskip, sem báru yfir 100 smálestir, verið 7090 og borið alls nokkuð yfir 4 milj. smálesla. Nú er talið að þau séu ekki nema 5082 og beri tæp- 372 miljón smálesta. Japan er eina landið í heiminum sem nú á fleiri seglskip en þá. — Úr mörgum áltum er lýðveldinu þýska hætta búin. Upp á siðkastið hefir einna mest borið á athöfnum Stór-Þjóðyerja. Er talið að lýð- veldinu standi nú mun meiri hætta af því að Stór-Þjóðverjar komi á keisarastjórn, en að Bolchewick- arnir þýsku hefji nýja byltingu. Ýmiskonar óregla í fari stjórnar- innar gefur Stór-Þjóðverjum byr undir báða vængi. Alment er álitið að kostnaðurinn við stjórn ríkisins sé oröinn margfalt meiri en áður og spara þeir það ekki Stór-Þjóð- verjarnir að minna á sparsemina og reglusemina í tíð keisarastjórn- arinnar. Það hefir komist upp að embættismenn hafa þegið mútur í stórum stýl og einn ráðherrann hilmað yfir. Þá hafa matvælaráð- stafanir stjórnarinnar mælst mjög illa fyrir. Þótt svo færi að Stór- Þjóðverjum tækist að gera gagn- byltingu, er það talið mjög vafa- samt að þeir vildu aftur kveðja unum. Má þar til nefna aðsóknina að »bíóunum«, »böllin«, kaffihúsa- setur unga fólksins, ónauðsynlegar bílferðir að nóttunni og margt fleira. — Og einkennilegt er það, að bæjarblöðin í Reykjavík ýta undir þetta beint og óbeint með hóli og meðmælum um bíósýning- arnar o. fl., samtímis sem þau eru að minna fólk á að spara. Hvað veldur þessu? Er það hræsni eða heigulshátt- ur? Eða meina þau ekkert með sinum sparnaðarprédikunum? Ef það væri alvara þessara blaða og viðleitni að vinna að sparnaði, jafnt hjá ríkum sem fá- tækum, þá ættu þau — og öll blöðin — að stuðla að því eftir mætti, að allar skemtanir væru mjög takmarkaðar. Yfir höfuð er það hneyksli í þessari dýrtíð að leyfa »bióunum« að hafa sýningar, svo að segja á hverju kveldi, og sum kveldin hverja eftir aðra. Það ætti að vera meira en nóg að hafa þau opin tvö kvöld i viku. Og kaffihúsunum ætti að loka ekki síðar en kl. 9 síðdegis. Hér kemur til kasta bæjarstjórn- arinnar. Hún á að taka i taumana, ef nokkur dáð er í henni. — En þá segja aðrir, sem henni eru kunnugri en eg: Hvers er að vænta af beejarstjóru Reykjavíkur? Hújj

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.