Tíminn - 11.12.1920, Blaðsíða 4

Tíminn - 11.12.1920, Blaðsíða 4
188 YlMíNN |Fran»hald af 1. slðu.l Aðrar þjóðir hafa leyst þennan vanda með einskonar samvinnu- bönkum, sem nefndir eru lánsfélög. Böðvar Bjarkan hefir lýst þeim áður í Timanurn. Hér skal að eins bent á það, að lánsfélögin hafa reynst langbesta skipulagið til að bæta úr fasteignaláns þörfunum. Áreiðanlega veitir íslendingum ekki af að njóta samvinnunnar að líka á því sviði. Húsnæðisleysið er erfið raun í öllum löndum. Erlendis byggja efnalitlir menn stórhýsi í félagi, þar sem vel getur farið um 2—3 I hundruð fjölskyldur. í Rvík er litifsháttar byrjað á þessum fram- kvæmdum, og gefist vel. Er þar með stígið spor lil fordæmis öðr- um kauptúnum. í sveitinni þarf aðra aöferð. Lánsfélög, og vinnu- flokkar með hentugum áhöldum, sem reistu húsin á skömmum tíma, myndu þar vera úrræðin. En það er samvinna líka. Þá er fatagerðin þraut sem biður samvinnunnar. Ullin fer nú úr laudi fyrir sárlítið verð, jafnvel þegar best gengur. En inn i landið flytjast rándýrir dúkar úr erlendu efni, sist hlýrra eða haldbetra en íslenska ullin. Nú hverfa miljónavirði úr landi ár- lega fyrir vöru, sem að miklu leyti mætti gera hér. Þarf ekki mörg orð um það að hafa, að ullariðnað er þörf að komast á hér á landi, og vera samvinnufyrirtœki. Lang- heppilegasta leiðin er að Samband- ið eigi slík fyrirtæki. Með því móti getur alþjóð manna notið ávaxt- anna af fyrirtækinu og framkvæmd- ir allar verið undir sterku, æfðu og almennu eftirliti. Sumar e'rlendar þjóðir hafa kom- ið sér upp skipastól með samvinnu og er liklegt að til þess dragi einnig hér á landi, enda stigið spor i þá átt þó lítið sé. Sum samvinnu- félögin annast um ílutninga á iandi, fyrir félagsmenn, og eins og stað- hættir eru hér á landi, er áreiðan- legt að sú þörf fer vaxandi, eftir því sem tímar liða. Hér hafa að eins verið nefnd fá- ein dæmi sem sýna á hve mörg- um og ólíkum sviðum samvinnan getur komið íslendingum að haldi í lífsbaráttunni. En alstaðar ber að sama brunni. Verkefnin verða ekki leyst roeð sundrung og hreppapóli*- tík, ekki með bralli og sviksemi hrossaprangsins. Þær leiöir er þjóð- in búin að þrautreyna og ávext- irnir eins og við var að búast. Al- mennur vesaldórnur, og Htil mann- hylli frá öðrum þjóðum. Hin nýja leið er að lyfta hverri stétt og hverri þjóð með sanngjörnum og hjálpsamlegum skiftum við nábú- ann, hvort sem hann er innlend- ur eða útlendur. VI. Eins og mörgum leseudum Tím- ans mun kunnugt, var fyrir 25 ár- um siðan efnt til alþjóða félags- skapar á samvinnugrundvelli. Hafa flestar sarnvinnu heildsölur í Ev- rópu og nokkrar úr öðrum heims- álfum gengið í samband þetla. Höfuðstöðvar þess eru i London, en ársfundirnir eru oft haldnir annarstaðar, t. d. í Svisslandi. Stjórn þessa samvinnubandalags gefur út mánaðarrit á þrem tungumálum: ensku, frönsku og þýsku. Enn sem komið er hefir alþjóðabandalagið unnið mest að því að auka kynn- ingu og samúð milli þjóðanna, og undirbúa verklegar frámkvæmdir. Og einmitt um þessar mundir er verið að undirbúa stofnun alþjóða- samvinnuheildsölu í London. Búist við að bankastarfsemi fylgi eftir, og siðar aðrar framkvæmdir. Sambandið íslenska hefir ekki enn gengið í alþjóðasambandið, af eðlilegum ástæðum. Það er enn ungt, og hefir enn haft nóg með að halda í horfinu með innanlands- framkvæmdir. En það er lítill vafi á, að þegar undirbúningi er lokið hér heima, Iiggur leiðin fram til þátttöku með öðrum þjóðum. Það er erfilt að gera sér grein fyrir að óreyndu máli, hve mikla þýðingu það stig myndi hafa fyrir okkur Staðarfell í Ðmlafsíýfsílw er nú til kanps og ábúðar. Peir sem kunna að vilja fá þessa jörð keypta, semji sem fyrst við eiganda hennar Magnús Friðriksson á Staðarfelli. íslendinga. Gegnum samvinnuheild- söluna fengi þjóðin þá aðstöðu, sem borgarar í verslunarstórveld- um háfa hingað til einir notið. Innkaup má þá gera i félagi við miljónir annara manna sern hafa sömu hagsmuna að gæta. Fyrir framleiðendur yrði breytingin senni- lega enn þýðingmeiri. Hingað til hafa íslenskar afurðir verið tor- seldar, venjulega taldar »annars eða þriðja flokks« varningur og markaðurinn næsta takmarkaður. En ef rétt er að farið ætti á næstu árum að mega fá úr gildi numin réglugerðarákvæði i Englandi, sem nú hindra innílutning á lifandi sauðfé þangað. Og á Ítalíu eru samvinnufélögin að verða gríðar- lega voldug. Gegnum samvinnu- heildsöluna ætti að mega opna leiö fyrir tvær aðalframleiðsuvörur landsins, framhjá »hringum« og óþörfum milliliðum, sem gera tjón bæði kaupanda og seljanda. Að þessu sinni skal ekki fjöl- yrt um málið. Að eins reynt að sýna muninn á þessum tveim leið- um: Vegi braskaranna, sem byggja vonjna um gæfu og gengi ö óláni annara, og vegi samvinnunnar, sem leitar að gagnkvæmum hagsmun- um, af því að takmarkið er mann- leg framför og velgengni, án tillits til stétla eða þjóðernis. Fyrir ís- lendinga er valið augljóst. En hagnaður samvinnunnar mun þó tæplega falla þeim í skaut, nema rétta leiðin sé valin af fullri sann- færingu, en ekki af von um gull og gróða. J. J. ©$gxn ©ilífta eftir Það varð svo mikill gauragangur í salnum út af þessum ummælum að forseti varð að slá í klukkuna, til þess að ræðumaður gæti lokið máli sínu: »Látum oss draga eiturtennurnar úr báðum þessum aðiluin, og það svo rösklega, að þeir geti aldrei eftirleiðis notfært sér fátækt og óánægju um að raska ró og friði í landinu«. Þröng mikil varð um ræðu- mann er hann hafði lokið máli sínu, en því næst varð öllum litið til Rossís. Hann hafði setið graf- kyr, álútur og með krosslagðar hendur. Nú stóð hann upp, fékk forseta blað i hendur og sagði: »Eg æski leyfis til að koma með breytingartillögu við svarið til konungs«. Hann las því næst svar sitt. Það væri illa valinn tími um að stofna til nýrra skatta, til þess að auka herinn. Þjóðin gæti ekki borið þyngri byrðar. Óhljóðin byrjuðu þegar, en for- seti hringdi og Rossí gat haldiðl áfram. »Haíi hinn háttvirti ræðumaður átt við mig og mína, þá er hann talaði um samband við páfadóm- inn, þá verð eg að mótinæla harð- Iega. Eg lýsi því yfir, að milli okkar og páfadómsins getur aldrei orðið neitt samband. Páfadómur- inn hafnar lýðfrelsinu í tímanleg- um málum og lýðfrjálsir menn hafna páfadæminu. Páfadómurinn heimtar að fá að stjórna, sam- kvæmt guðdómlegum rétti páfans. Við neitum því að til sé annar guðdómlegur réttur, en réttur þjóð- arinnar til sjálfstjórnar. Páfinn krefst veraldarvalds, einveldis og óskeikulleika. Lýðveldið hafnar með öllu bæði einveldi og óskeikul- leika, hvort sem það er páfi eða konungur sem með það fer. Stríð, dauðastríð, verður æ milli þjóðar- innar og páfans. Páfaveldið heyrir fortíðinni til, en hitt framtíðinni. Leiðtogar fólksins munu ekki ganga i bandalag við brostnar vonir«. Forseti varð enn að hringja, því því að samúðaróp, eða hlátur, kvað við. Og þá héll Rðssí áfram; »Ef spurt er um ástæður stjórn- leysingjatilræðanna, þá er því fljót- svarað að aðal orsökin er ofbeldis- stjórnarfar og bönnin að halda ræður og fundi. í öðrum löndum fá hinir óánægðu að bera fram kærur sínar og þeim er því að eins refsað að þeir fremji ofbeldis- verk. En á ítalfu — og á Rússlandi — eru alsaldausir menu hrifnir frá heimili og ástvinum og þeim kast- að i grafarkyrð fangelsins. — Eg veit það vel hvað eg er að segja, því að hefi sjálfur horft á það að faðir var hrifinn frá dóttur sinni, og barnið móðurlaust háð miskunn fjandmannanna«. Við þessi orð varð dauðaþögn í salnum, en frá áheyrendabekk kvenna heyrðist angistaróp. Rossí þekti röddina, og þá er hann hóf máls á ný var rödd hans þýðari. »í öðru lagi held eg því fram, að orsök stjórnleysingjahreyfingarinn- ar, bæði hér og annarsstaðar sé fátæktin. Hér, alveg á næstu grös- um, við borgarhlið höfuðborgar kristninnar, lifir fólk sem býr við aumari kjör en villimenn. Það býr í strákofum, seíur á trjáblöðum, er annaðhvort hálfnakið eða klælt í verstu tötra, verður að vinna i álján klukkutíma, undir stjórn hinna örgustu harðstjóra, sem pína það af hálfu gósseigendanna — sjálfir lifa þeir í leti í Róm eða París — en menn, konur og börn fá verri meðferð en þrælar og bar- smið eins og hundar«. Við þessi orð varð óróinn meiri en nokkru sinni. Það var hrópað úr öllum áttum: »Þetta er lygi 1« — »Svikari!« Nú misti Rossí stjórn- ina á sjálfuin sér. Augu hans brunuu og varirnar titruðu er hann hrópaði: »Þið takið orðum þessum eins og gamni, þið sem vitið ekki hvað það er að svelta. Þið sem æ fáið nógan mat og þarfnist svefnsins fyrst og fremst til þess að melta. En eg veit það hvað eg segi, af sárri reynslu. Komið ekki til mín, þið, sem átt hafið, móður, föður og góð heimili — eg hefi farið á mis við öll þessi gæði fóslraður á fátækrahæli, uppalinn i kofa í Kampaníu. Lög forfeðra ykkar knúðu móðir mína til þess að drekkja sér í Tiberá, og kendu mér að þekkja hungur og þorsta. Og eg er einn af mörgum. Hér i Róm, undir svokallaðri kristinni stjórn, er líf hinna fátæku, sálarsljóleiki þeirra, líkamlegt blóðleysi þeirra, miklu ógurlegra en var fyrir tvö þúsund árum þá er heiðna skáldið mælti þessi orð: Paucis vivit hu- manum genus — mannkynið er til, til þess að fáir geti lifað«. Dauðaþögn ríkti meðan ræðu- maður vék að lífsreynslu sinni og þá er hann lauk máli, með árás á hermenskustefnuna, voru menn í alt of mikilli geðshræringu um að bæra á sér. Breytingartillagan féll og uppruna- Iega svarið við ræðu konungs var samþykt. Þau komu nú hvert af öðru málin á dagskránni. Það kom að frumvörpunum um fundafrelsið og Bonellí lagði það til, vegna þess að búast mætti við hinu versta, að þau væru samþykt umræðulaust. Þá varð svo mikil ókyrð í salnum að forseti varð að slíta fundi. Flokksmenn Rossís biðu hans fyrir utan. »Hvað á nú að taka tilbragðs?« spurðu þeir. »Komið á ritstjórnarskrifstofuna kl. 4 á morgun«, svaraði hann og hélt heimleiðis, Tíðin. Snjóaði lilið eitt um sið- ustu helgi og fraus upp lir því. Þangað til mátti jörð heita græn. Um miðja viku þánaði aftur og hafa verið hlýindi og regn síðan. Dómur í Leómálinu féll á laug- ardaginn var. Hallgrímur Finnsson skipsstjóri var dæmdur í þriggja ára betrunarhúsvinnu, Gsir Pálsson trésmiður í tveggja ára og sex mánaða betrunarhúsvinnu og Elías F. Hólm i tveggja ára betrunarhús- vinnu. Verðlagsnefndin hefir nú fengið vald sitt rýmkað, þannig að nær til alls landsins. Fréttapístill úr Dýraílrði 4. nóv. Alt réðist betur en áhorfðist með skepnuhöld hér um slóðir á síðastliðnu vori; þrátt fyrir ómynni- leg fannalög íram eftir öllu vori og sumri og kalsaveðráttu, varð enginn fellir. Má það þakka því, að hér hlupu því nær allir sem hey áttu undir bagga með þeim sem lentu í fóðurskorti og sumir svo, að við lá að þeir stefndu sjálfum sér í voða; svo og því hve hægt var hér að ná i fóður- bæti og hagnýta hann. Grasvöxtur varð með seinna móti, en varð dógóður sumstaðar. Heyskapur yfirleitt með minna móti. Töður náðust inn lílt eða ekkert skemdar, en úthey hafast verkast illa. Hey- aflinn þvi orðið bændum erfiður í ár og afar dýr. Haustið hefir alt verið mjög votviðrarsamt, svo mór er illa orðinn. — Fiskiveiðar á þilskip hafa gengið með besta móti og siðari hluti sumarsins og í haust hefir verið nægtarafli á smábáta inni á fjörðunum og nærri landi við útnes, en gæftir hafa verið slæmar. — Það eru nú um 500 ár síðan yfirgangur Englendinga hófst hér við land og er honum ekki lint, þótt í öröum stíl sé nú en þá var. — Inni á Arnarfirði — langt innan landhelgislínu, hafa botnvörpungarnir ensku verið að veiðum, svo að segja stöðugt í alt haust; hafa þeir ekki svifist þess að draga vörpur sínar um miðin þar á ftrðinum og þann veg glatað veiðarfærum og eyðilagt, fyrir þús- undir króna, auk þess aflatjóns, er þeir með því og öilu botnróti sinu hafa valdið. — Líkt þessu var þetta í fyrra-haust. Allir sjá aö þessu má ekki þann veg fram fara. Menn þola ekki að missa veiðarfæri sín bótalaust ár af ári. Einhver umbótaráð verður að finna. Væri ekki gjörlegt að ríkið hefði 1—2 botnvörpunga er stunduðu veiðar og gættu landhelgi jafn- framt? — Þó að mest hafi borið á ósvífni þessari í Arnarfirði gætir yfirgangsins og landhelgisbrotanna víðar. — Hlýviðri hafa verið mikil í haust svo varla getur heitið að næturfrosfs hafi vart orðið enn. Garðávextir hafa því náð dágóðum vexti og uppskera þeirra víðast með betra móti. — Tvær almenn- ar útisamkomur voru hafðar hér í ágúst mánuði í Dýrafirði og Önundarfirði. Gengust nokkrir Þing- eyringar fyrir hinni fyrtöldu, í sam- vinnu við U. M. F. Mýrahrepps, en samband 0. M. F. Önfirðinga gekst fyrir hinni. Voru báðar samkomurnar fjölsóttar og fóru vel fram. — Einhver gat þess að Dýrf. og Önf. væru að heyja þegj- andi samkepni um þann heiður Ljósgrár hestur ca. 15 vetra, tapaöist frá Reynisvatni. í Mosfellssveit um miðjan nóvember síðastl. Man ekki mark á konum, en minnir þó að það sé sýlt vinstra. Meðal hestur á stærð, vakur og vel viljugur til reiðar. Þá sem kynnu að verða varir við hest þennan, bið eg að gera mér aðvart. Reykjavík 9. desember 1920 Sighvatur Blöndahl. að enginn sæist með öli við það tækifæri, hefði Dýrf. borið þar hærri hlut ef samkomudag þeirra hefði ekki borið upp á frfdag versl- unarmanna. — Dýrtiðaokrið legst æ þyngra á herðar almenningi, einkum bændur og ekki sist nú, þegar afurðir þeirra falla mjög í verði og undanfarandi harðæri kreppa að á ýtnsar lundir. Margir eru búnir að koma auga á þann sannleika, að sainvinna og samtök sé heillavænlegasta ráðið til að reyna að kalda öllu á réttum kyli, en augu margra eru enn svo haldin að þeir kannast ekki við þetta og þvl sækist samvinnuróðurinn seint. Þrátt fyrir þetta skilningsleysi hafa kaupfélög risið upp víðsvegar um Vestfjörðu og virðast dafna vel. Breiðfirðingar hafa stofnað kaup- félag og útgerðarfélag jafnframt. — Mýrhreppingar í Dýrafirði höfðu fyrir ári rnyndað pöntunarfélag með sér, en á síðastliðnu vori keyptu þeir verslunarhús Jens sál. Guðmundssonar kaupm. á Þingejui og mynduðu kaupfélag með versl- un þar. Ungur reglu-og áhugamað- ur, Óskar Jónsson frá Læk í Df. hefir framkvæmdastjórn á hendi. — Súgfirðingar hafa komið á stofn kaupfélagi, sem sagt er að biált muni ná undir sig allri verslun þar i firðinum; kaufélagssljóri er þar Magnús Árnason og flestir atkvæðismenn fjarðarins og kaup- staðarins, aðrir en kaupmennirnir, eru þar félagar og brautryðjendur. — Á ísafirði, þar sem verslana- fjöldinn var að verða legio, er nú líka stofnað kaupfélag fyrir ötula framgöngu síra Guðm. Guðmunds- sonar og fl. góðra manna. — Bún- aðarsamband Vestfjarða leitast eftir föngum við að bæta og efla landbúnaðinn og viðhalda áhugan- um fyrir því máli, sem síst er nú vanþörf á, en liklega verður það neyðin sem enn kennir best naktri konu að spinna. — Ungmennafé- lögin á Vestijörðum hafa ákveðið að láta iþróttakennara ferðast um meðal félaganna til kenslu og leið- beininga. Þykir sumum það nokk- uð djarft telft núna í dýrtíðinni, en félögin eru búin að festa trú á því, að líkamsstyrking, -hiröing og -herðing séu öflugustu sóttvarn- armeðuiin og telja því fé vel varið sem gengur til aukningar og Við- halds lífsorkunar, því orkunýting er menning. Porvaldnr Tfaóroddssen prófess- or fékk heilablóðfali og var þá staddur á íundi vísindafélagsins danska. Liggur alvarlega veikur á rikisspítalanum i Kaupmanna- höfn. Danskt vélskip »Dragör« strand- aði í vikunni viö Austur-Landeyjar. Menn björguðust allir. Skipið var á leið til ísafjarðai að sækja fisk- farm, og flutti engar vörur. Talið er sennilegt að skipinu verði ekki komið á flot aftur, enda stendur það svo langt á land upp að gengt er út i það um fjöru. llagmir Ásgeirsson garðyrkju- maður fór utan með Gullfossi til stuttrar dvalar. Ritstjóri: XryggTi Þórhailsson Laufási. Sími 91. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.