Tíminn - 11.12.1920, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.12.1920, Blaðsíða 1
TIMINN am sextiu blöð á ári kostar tiu krónur ár- gangurinn. AFGREIÐSLA blaðsins er hjá Gnð- geiri Jónssgni, Hverfis- götu 54. Sími 286. IV. &r. Rey&javík, 11. desember 1920. 49, blað. Skín og skuggi. Memi eru farnir að skifta árun- um frá ófriðarbyrjun og þangað til nú í þrjú tímabil: Ófriðartíma- • bilið í fjögur ár, byltinga eða glundroðatímabilið í tvö ár, og nú sé viðreisnartimabilið að hefjast, með nokkurn veginn fullri vissu. Menn vonuðu það að viðreisn- artímabilið hæfist þegar og friður yrði saminn. Reynslan gerði þá von að engu. Árin tvö sem liðið hafa frá vopnahlénu hafa að sumu leyti orðið Norðurálfunni enn erfiðari en sjálf stríðsárin. Af mörgu vilja menn ráða það að viðreisnartímabilið sé hafið. Vesturhluti álfunnar hefir horfið frá því ráði að halda áfram ófriðn- um við Rússa og friðarsamleg við- skifti að hefjast við þá. írsku vandræðin og flækjan á Balkan- skaga eru mál sem eru innan smserri takmarka. Rfkin hafa ráðið fram úr vandamálunum um að koma hermönnunum fyrir. Þau eru að komast á fastan grundvöll um að koma skipulagi á fjármálin, a. m. k. mörg þeirra. Rað er að færast í áttina að skipulag komist á versl- unina, óheilbrigt að vísu^ð mörgu leyti, en þó í áttina að vera skipu- lag. En mest er vert um það að byltingahugurinn er að sefast. Þótt verkföllin séu ' enn mörg og harla erfið viðfangs þá eru þau orðin innan þrengri takmárka og það tekst nálega altat að ná samkomu- lagi, sem báðir aðilar una, í bili a. m. k. Rað virðist ótvirætt, að þeir verði æ fleiri og fleiri sem skilji það, að nú þurfi fyrst og fremst að vinna, til þess að reisa rústirnar. Viðreisnartimabilið er hafið, í bili a. m. k. Framtíðin sker úr hvort einungis er um að ræða stutt skin milli skúra, eða árdagsskin langs dags. En skuggalaust er þetta skin ekki. Samfara þessari birtu í lofti ber og á öðru — og sagan sýnir, að þar er um skugga að ræða sem fylgt hefir flestum miklum styrjöld- um. Það. eru mörg og alveg ótvíræð merki þess, að afturhaldinn og yfirdrotnunarstefnunni er að vaxa fylgi hjá þjóðunum og það hefir hingað til reynst óuinflýjanlegt að ávextir þeirra stefna hafa verið nýir ófriðir og hörmungar. Okkur er tamast aö líta fyrst til frænda okkar á Norðurlöndum. Rað er eftirlektavert að í þeim löndum öllum eru hægrimennirnir, afturhaldsmennirnir sterkari á þing- unum, en þeir hafa lengi verið, sennilega síðan þessi öld hófst. Að visu ráða hinir frjáslyndu vinstriS menn miklu um stjórn landanna, en þeir verða að taka meira tillit til hægrimannanna, en þurft hefir um langa hríð. Á Þýskalandi gengur stefuan enn ákveðnara i sömu átt. Keisarasinn- arnir eru lýðveldinu þýska hæltu- legri en nokkru sinni. Vitandi vel um vald sitt, láta þeir miklu meir til sín taka en áður. Og þeir fara ekki dult með það um hvaða farvegu þeir vilji leiða þjóðina. Frjálslyndi flokkurinn enski er að miklu leyti horfinn úr sögunni. Irska málið setur dökkan blett á ensku þjóðina, sem orðlögðust var fyrir kunnáttu sína að stjórna öðrum. Annars er meir óráðið um hug al»ennings á Englandi, en á meginlandinu, þvi að kosningar eru þar löngu um garð gengnar. Á Frakklandi er veldi afturhalds- ins greinilegast í Norðarálfunni. Hefir þess svo nýlega verið getið í blaðinu að óþarfi er að endur taka. En allra greinilegasta mynd yfirdrotnunar og afturhaldsskugg- ans getur að líta í Bandarikjunum i Vesturheimi. Harmleikurinn, ferill Wilsons forseta, er það hið átakan- lega dæmi. Og sennilega er það sá þáttur í sögu nútímans, sem seinni kynslóðir munu mest um tala. Wilson var fulllrúi hugsjónanna sem ótal margir bundu við stríðið. Og það virtist blasa við að honum myndi auðnast að leysa af hendi meira og göfngra hlutverk en flest- um dauðlegum mönnum. En Bandaríkjaþjóðin tók í taumana. Rétt áður en hann fór á friðarfundinn sýndi þjóðin það að hún bar ekki þroika til að skilja og veita fylgi forseta sínum. Hún sendi andstæðinga hans fjöl- mennari á þingið. Hún sýndi það að hann hafði ekki þjóðina að baki sér, um að koma hugsjónun- um í framkvæmd. Hún sló vopnin úr hendi honum. Hún sendi hann máttarvana á friðarþingið. Og Bandaríkjaþjóðin harðnaði æ í forherðingu skilningsleysisins. Eigin flokkur Wilsons vildi ekki við hann kannast nema að litlu. Flokk- urinn þorði ekki að styðja mann til forsetatignar sem Wilson stæði nærri. Og þrátt fyrir þessa varúð- arreglu beið flokkurinn hinn mesta ósigur, af þvi, fyrst og fremst, að hann var þó bendlaður við Wilson. Saga Wilsons í Bandaríkjunum er úti, að fullu og öllu. En eftir- tíminn mun telja Wilson mestan núlifandi manna og dæma kyn- slóðina eftir framkomunni. t Bandaríkjunum, ríkasta og voldugasta riki heimsins núverandi ríkir hin svartasta afturhaldsstefna, kúgunarstefna og fjárdráttar. Það hlýtur að hafa hin ónmræðilega skaðlegustu áhrif. Framtíð samvinnunnar á íslandi. i. Síðustu missirin hafa gert ís- lensku þjóðinni þungt fyrir fæti. Verðhækkunin hefir verið óeðlileg, og það svo, að nú risa hvorki einstakir menn eða landið undir allra sjálfsögðustu framkvæmdun- um. Það er svo dýrt að lifa á ís- landi, að þjóðin getur ekki bygt sér hús, vegi, skóla eða brýr, Jatnvel tæplega aflað sér klæðnaðar eða vista, eins og venja var til áður. Ofan á verðhækkunina bæt- ist svo vont árferði, fádæma harð- indi um vetur, en óþurkar og gras- leysi á sumrum. Fjármálin lenda í öngþveiti. Samkepni og brall hefir lamað svo aðal-bankann, að liann getur ekki leyst af hendi sum hin sjálfsögðustu verk, eins og peninga- flulning milli landa. Og ofan á þetta bætist svo óhagstætt gengi, sem hækkar svo helstu innflutnings- vörurnar um helming, samhliða því, að aðal-framleiðsluvörur lands- ins seljast dræmt, eða verða að engu, eins og t. d. sumt af út- flutnings-síldinni. Ástandið er ekki glæsilegt. Landið er erfitt, fólkið fátt. Gömul niður- níðsla að baki. Mikið af hinum svoköllnðu framförum líkast spila- borgum barna, sem hrynja ef við er koiHÍð. II. Einn af þeim fáu þáttum í is- lensku lífi, sem eflt hafa varan- lega og alhliða framför í landinu á síðári árum, er samvinnustefnan. Hún hefir aukið fjárhagslegt sjálf- stæði þúsunda heimila í landinu. f*ó er meira vert um hilt, að hún hefir verið stærsta uppeldisstofnun landsins. Hún hefir tengt saman einstaklingana í stórum bygðar- lögum, og síðan bygðarlögin sjálf. Samband islenskra samvinnufélaga nær nú yfir meginhluta landsins, frá miðri Rangárvallasýslu, yfir Skaftafellssýslur báðar, því nær alt Austur- og Norðurland og Strandir. Á Vestfjörðuin eru að myndast sambandsfélög hér og þar. Dala- sýsla er öll komin með og Snæ- fellsnes á leiðinni. Borgarfjarðar- héraðið og vesturhluti Suðurlág- lendisins eru einu stóru sveita- héruðin, sem ekki hafa enn komið inn í þennan alls-herjarfélagsskáp, þó að undirbúningur sé nokknr á báðum stöðunum. Og hvert er svo gagnið að þess- um samtökum? Því er fljót-svarað, Félögin eru að glíma við tvo verstu erfðaféndur íslensku þjóðarinnar: dýra og óhentuga verslunarhœtti annarsvegar en sundrung og einrœn- ingsskap til hinnar handar. Fólkið sjálft tekur í sínar hendur innkaup og sölu varanna, í stað þess að hlíta dýrri og misheppilegri forsjá milliliðanna. Hvert hérað velur menn til að standa fyrir fram- kvæmdunum heima fyrir. Og me^ sama hætti velja félagsdeildirnar sér yfirstjórn, sem sér um málin út á við: Innkaupin frá útlöndum og sölu íslenskra afurða. » Fjárhagshagnaðurinn að slíkum samtökum er furðu-mikill. Venju- lega spara menn sér um 25#/o af verslunar-útgjöldum, þar sem vel stjórnað samvinnufélag tekur við af einliliða kaupmanna-verslun. En þegar samkephi félagsins hefir haft áhrif um stund, eru kaup-, inenn að öllum jafnaði ekki nema kringum 10% hærri. Vitaskuld stendur ekki nærri alt af á þessum tölum. Stundum er verðmunurinn meiri eða minni. En þetta er meðal- talið. Meginhlutinn af árstekjum al- mennings hverfur jafn-hratt inn í hringiðu veaslunarinnar. Að spara 10—25% á versluninni er sama og að spara mönnum frá tíunda til fjórða hluta af striti þeirra. Hvort það er tilvinnandi verður hver maður að dæma um fyrir sig. Þetta er fjárhagshliðin. Hún er merkileg. En hún ein saman myndi þó ekki hafa gert samvinn- una að þeim aflþætti í framþróun samtíðarinnar, ef eigi hefðu fylgt fleiri kostir. Það skal taka það fram undir eins, að það eru margir menn í öllum löndum, og líka á íslandi, sem ekki sjá neitt nýtilegt í sam- vinnunni, nema fjárhagshliðina. En því er svo undarlega varið, að þeim mönnum verður æfinlega lítið ágengt. Félög, sem er stýrt i þeim anda, vaxa lítið, gera lítið gagn. Jafnvel græða lítið. Senni- lega er það af því, að þeir sem vinna í þeim anda misnota sam- vinauna, hafa hnuplað dýru sverði, sem þeir kunna ekki með að fara, nema helst að vinna sér tjón. Þvert á móti er sú raunin á, að samvinnan blómgast aldrei nema þar sem hún er borin fram af víðsýnum hugsjónamönnum. Braut- ryðéndur hreyfingarinnar voru blá- fátækir, hungraðir verkamenn í óglæsilegum iðnaðarbæ á Englandi. En fátæktin og hungrið var ekki fjötur um fælur þeirra. Þeir voru í heilt ár að draga saman tæpar tuttugu krónur á mann í félags- hlut. Meira orkuðu þeir ekki. En nú, eftir tæp 80 ár, eiga arftakar þeirra, samvinnufélögin ensku, slór- kostleg verslunarhús, dreifð um alt landið, marga tugi verksmiðja, þar sem tugir þúsunda vinna að ótal iðnaðar-starfsemi og útbú í mörgum öðruin löndum. Skip, banka, bókasöfn, prentsmiðjur, blöð og bókaúlgerð, hvíldar-heiinili, skemtistöðvar og seiuast en ekki síst: Sjóði, svo að hin miklu fyrir- tæki félaganna þurfa lítið til ann- ara að sækja um fjármagn handa fyrirtækjum sinum. Þetta er stór- fengiiegur árangur. En svo stór- huga og víðsýnir voru hinir blá- snauðu vefarar, sem ruddu braut- ina, að enn hafa félögin engu komið í ftamkvæmd, sem ekki var tekið fram í stefuuskrá upphafsmann- anna. Og enn þá hefir ekki verið komið i framkvæmd nema auð- veldari hlutanum af dagskrá þeirra. Þeir settu markið hátt, af því að þeir voru auðugir af andlegu verð- mæti, þó að peninga ættu þeir næstum enga. III. Reynslan hefir orðið hin sama hér á laudi. Þröngsýnir og smá- sálarlegir menn hafa ætlað að ger- ast samvinnumenn. En árangurinn hefir orðið lítill. Enginn eldur hefir kviknað fyrir aðgerðir þeirra. Þeir hafa enga vakið með dæmi sínu. Þeir hafa litið á unnið nema að sýna hvernig ekki á að vinna. Þeir menn, sem stofnuðu til hinnar fyrstu lífvænlegu samvinnu hér á landi vorú hugsjónamenn, verðugir starfsbræður fátæku vef- aranna í Rockdale. Að þeim stofni hefir Sainbandið búið. Þröngsýnu mennirnir hafa ypt öxlum yfir þeirri viðleitni, að brúa yfir öræfin sem skilja íslensku bj'gðarlögin, með frjálsum samtökum. Þeir hafa gert lítið úr ávinningnum við að sameina mikinn hluta þjóðarinnar undir eitt merki. Þeir hafa látið sér fátt um finnast, er Sambandið bjujaði að gefa út fræðirit urn þessi mál, og sendi fyrirlestramann hring- ferð um landið til að vekja áhuga og fræða menn. Hvorugt var gróða- fyrirtæki í venjulegum skilningi. Ávextirnir komu ekki strax í ljós, og urðu mest til hagnaðar alt öðr- um mönnum en þeim, sem lögðu fram fé og fyrirhöfn til þess eins, að þoka hugsjóninni nær veruleik- anum. Ef allir hefðu látið sér nægja að hugsa um hvað þeim sjálfum væri gott, og að auka ekki útgjöld með umhyggju fyrir náunganum, þá hefði samvinnan verið eitthvað öðruvísi en nú er. Þá hefðu verið til nokkur dreifð og kyrkingsleg félög, flækt í neli innlendra og erlendra brallara. Það er alveg nauðsynlegt fyrir alla, sem að einhverju leyti starfa að samvinnu, eða verða fyrir á- hrifum hennar, að skilja þau ein- földu sannindi, að þessi hrejrfing nýtur sín ekki, verður tó,mt hálf- verk og brotasilfur, þar sem fyrst og fremst er hugsað um fjárgróð- ann. »Þrífist aldrei silfur þitt né þú sjálfur«, sagði Pétur við Símon þann, er kaupa vildi náðarmeðulin fyrir fé. Svo fer enn í dag, þeim er svo hyggja. IV. íslensk samvinna befir eitt sér- einkenni, sem er mjög fátítt í öðr- um löndum. Félög þau flest, sem mynda Sambandið, eru bæði kaup- og sölufélög, og svo er Sambandið sjálft. Með þeim hætti fullnægir sama skipulagið neytendum og framleiðendum. Hjá frændþjóðum okkar á Norðurlöndum er þessu gagn-ólíkt háttað. Heildsölur kaup- félaganna kaupa inn vörur fyrir félögin. En þær selja ekkert fyrir þau. Það gera aðrar heildsölur, sem eingöngu hafa það verk með höndum. Erlendis er ekki laust við, að kenni sumstaðar kala milli framleiðenda og neytanda. Það er baráttan um peningana og lífs- þægindin, sem eiga að fylgja þeim. Samkepnin skapar ófrið og vand- ræði. Þeir sem ættu að vera bræð- ur, berast á banaspjótum. Skipulag íslenska Sambandsins er að þessu leyti fullkomnara. Það er ekki spurt um hvort félagsmað- urinn sé neytandi eða framleið- andi. Ef hann kemur með einlæg- um hug, er framkvæmt fyrir hann erfitt verk, á réltlálum grundvelli. Enn er ekki komin nema lílil byrjun. Sjávarmenn og verkamenn í sjóþorpunum útiloka sig enn að mestu frá hlunninduin samvinn- unnar. En Sambandið hefir ákveð- ið stefnulinurnar vel og traustlega. Og þeim verður vafalaust fylgt á ókomnum árum. Iíostir þessa fyrir- koinulags en auðsæir. Mesti vand- inn á íslandi er að fá sameiginteg átölc. Landshættirnir tvístra. Gömul ^ynfylgja hka, að landinn vill vera sjálfum sér nógur eins og tröll Ibsens. Við nána athugun mun greinagóðum mönnum skiljast, hve mikla þýðingu það hefir, ef sam- vinnustefnunni tekst hér á Iandi að þoka saman fólkinu í hinum dreifðu bygðum, sveit og sjávar- síðu, bændum, verkamönnum og embættismönnum. Venjulega eru þessir menn þversum í götunni hverir fyrir öðrum, eða halda a. m. k. að þeir séu það og eigi að vera það. Þessvegna er svo lítið varan- lega starfið eftir meir en þúsund ára dvöl í landinu. V. Verkefnin eru nógu mörg fyrir landa, þó að þeir taki á saman. Verslunarmálið er komið hálfa Ieið, eða hér um bil það. Sambandsfé- lögin fá flestar vörur sínar í sinni eigin verslun, og Sambandið selur allar framleiðsluvörur félagsmanna. En sjómenn, verkamenn og fólk í kauptúnunum er að mestu utan við hreyfinguna. Það fórnar en á altari milliliðanna frá fjórða til tíunda hluta af striti sínu. Fyr eða seinna nær vakningin lika til þess- ara manna og þá verða innkaup bæjarbúa og fiskverslunin líka rekin af samvinnufélögum. En þetta er bara ein hliðin. Hér á landi fást ekki nema lítil og ó- hentug lán út á fasteignir, hús og jarðir. Þessvegna er kyrstaðan. Þessvegna halda túnin áfram að vera þýfð, þessvegna streymir rækt- arvatnið fram hjá skrælnuðum engjunum. Þessvegna eru húskjmni flestra íslendinga óholl óg óhentug. IFramUald á i, síðu.]

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.