Tíminn - 22.01.1921, Side 2

Tíminn - 22.01.1921, Side 2
8 T I M I N N SamvinnuskóLinn 1921-1922 In_zxtö^:-Li.slk:ilyrði: Nemendur, 'sem hafa í hyggju að vera í Samvinnuskólanum veturinn 1921—’22 verða að uppfylla eftirfarandi skilyrði við inntökupróf: 1. Skrifc. læsilega rithönd. Geta gert nokkurn veginn skipulega ritgerð um fengið efni. Hafa numið málfræði Halldórs Briem; síðustu útgáfuna. 2. Hafa lesið Kenslubók í íslandssögu, eftir Jón J. Aðils, en í mannkyns- sögu kenslubók eftir Pál Melsteð eða eftir Þorleif H. Bjarnason. 3. Hafa numið Landafræði Karls Finnbogasonar. 4. Hafa lesið, undir handleiðslu kennara, bæði heftin af Kenslubók í dönsku, eftir Jón Ofeigsson, og Enskunámsbók Geirs Zoéga. Hafa gert skriflegu æfingarnar í þessum kenslubókum. 5. Vera leiknir í að reikna brot og tugabrot. 6- Hver nemandi verður að hafa fjárhaldsmann, búsettan í Reykjavík eða þar í grend, sem stjórn skólans tekur gildan. Aths. Það er mjög óráðlegt, að hugsa til að sækja skólann, nema fyrir þá, sem eru vissir um að uppfylla þessi skilyrði. Reykjavík er nú orðin of dýr staður til að stunda þar það, sem nema má hvar sem er annarsstaðar á landinu. Inntöku í skólann fá konur jafnt sem karlar. Þeir, sem ekki kæra sig um að taka verslunarpróf, fá kenslu í bókmentasögu og félagsfræði, í stað þess sem þeir fella niður í námsgreinum sem lúta að verslun. — Kenslugjald er nú 100 kr. fyrir hvern nemanda. Reykjavík 20. nóv. 1920. Jónas Jónsson. Ritfreén. Sigurður Nordal: S n 0 r r i Sturluson. Rvík 1920. þórarinn þorláksson gaf út. Verð 12,50. Snorri Sturluson er frægasti maður íslensku þjóðarinnar. En „söguþjóðin“ hefir ekki gert mik- ið til að víðfrægja hann. Æfiferill hans og afrek hafa ekki til muna orðið íslendingum að rannsóknar- efni fyr en Sigurður Nordal kom til skjalanna. En margir erlendir fræðimenn hafa um hann ritað, bæði fyr og síðar. Verður því varla annað sagt, en að vel fari á, að ís- lendingar leggi eitt lauf í minning- arsveig Snorra Sturlusonar, þó að fyr hefði mátt vera. Sig. Nordal skiftir bók sinni í sjö þætti: Fyrstu tveir kaflarnir eru æfisaga Snorra og æfisaga rit- verka hans. þriðji, fjórði og sjötti kafli eru um skáldskap Snorra, goðfræðisritin, sagnaritin og starfsaðferð hans. Fimti kaflinn er um íslenska sagnaritun, tildrög hennar, þróun og séreinkenni. Sjö- undi þátturinn er yfirlit; um ein- kenni Sturlunga-aldarinnar, áhrif aldarandans á sagnaritunina og einkum á æfi og störf Snorra Sturlusonar. Fyrsti þátturinn er smámynd af allri bókinni, einskonar inn- gangur, sem á auðsýnilega að gefa lesendum í stuttu máli glögga út- sýn yfir viðfangsefnið: æfiferil Snorra, rithöfundarstörf hans og uppruna og einkenni íslenskrar sagnaritunar á 12. og 13. öld. Annar þátturinn er áframhald af mannlýsingunni, og myndin þar stækkuð, rakin einkenni ætt- arinnar, áhrif uppeldisins í Odda, og síðan áhrif samtíðarinnar og heimilislífsins á Borg og í Reyk- holti. Verða tekin upp nokkur sýnishorn úr þessum kafla bókar- innar: „Trauðla hefir nokkur íslend- ingur lifað svo fjölbreyttu lífi sem hann. Hann var lögsögumaður, eigandi margra goðorða, átti í sí- feldum deilum, bæði á alþingi og í héraði og reisti rönd við mestu höfðingjum sem honum voru sam- lendir. Hann fór tvívegis utan, sótti heim stórhöfðingja, bæði í Noregi og Svíþjóð, og þá þar nafn- bætur, gjafir miklar og marga aðra sæmd.“ (44. Seinni alda menn dást mest að Snorra fyrir ritsnild hans og sagnaritun. En sjálfur er hann fyrst og fremst veraldarmaður, einn aðalþátttakandi í hinum mikla sorgarleik 13. aldarinnar. Fégirnd og löngun eftir veraldar- völdum eru hæstu mörk hans. Honum nægir ekki hið ríka kvon- fang og Borgarauðurinn: „Viðleitni hans að auka auð sinn og ríki eru aðalefni alls þess, sem frá honum er sagt.“ Spitsbergen eftir Jón lækni Ólafsson. II. Landið. Spitsbergen (þ. e. tindafjöll) er eyjaklasi í Norðuríshafinu, beint í norður frá Norðumoregi. þær liggja milli 761/2° 0g 8OI/20 n. br. og 10° og 20° a. br. Eru því hið langnyrsta land á jörðunni sem bygt er, og einnig hið einasta heimskautaland, er menn þekkja nokkuð til hlýtar. Fjarlægðin frá Tromsö til Spitsbergen er ca. 1000 km., en frá íslandi (Seyðisfirði) ca. 1800 km„ eða líkt og frá Ála- sundi til Spitsbergen. Flatarmál eyjanna er um 68,000 ferh. km. (ísland er c. 100,000 ferh. km.). 2 eru aðaleyj arnar, og þó önnur langstærst og nefnist sú Vestur- Spitsbergen.en hinn minni Austur- Spitsbergen, og liggur norðaust- ar. Skilur sund mjótt í milli. Edge’sey og Barent’s-ey heita smærri eyjar, og fyrir miðri vest- urströndinni er löng og mjó eyja. Auk þess eru fjöldi smáeyja eink- um að austan og norðan með ströndum fram. Vestur-Spitsberg- en er nálega helmingi lengri en breið. Liggur frá norðri til suðurs, breiðust nyrst og nálega jafnbreið suður undir miðju, en smámjókk- ar og dregur út í hvassan odda „En menn gleyma“, segir höf., „hvað var aðalmark sjálfs hans í lífinu. það var ekki sagnaritarinn Snorri, sem var fégjarn, heldur höfðinginn Snorri. Og þetta er sitt hvað. Ágirndin er blettur á manni, sem stendur í þjónustu ríkisins eða almennra hugsjóna, því að þá sundrar hún persónunni og skekkir viðleitni hennar.“ (48). Litlu síðar rekur höf. sérein- kenni Sturlungaættarinnar. Ætt- faðirinn í tlvammi var „ágjarn og ráðríkur, slægvitur og þrautseig- ur, kaldráður og heiftrækínn". Samt er hann ekki allur í efnis- baráttunni. Hann var framsýnn og djúphugsar mál sitt. þetta ráð- ríki er endurborið í Sighvati og Sturlu, syni hans, þórði Kakala og þorgilsi skarða. „En um leið kenn- ir annars straums í ættinni. Eru það hófsamir menn og hneigðir til vísindaiðkana. Má rekja ein- kenni þeirra til hinnar íhugulu og tungumjúkú hliðar Sturlu“. (59). En í Snorra telur höf. að ættar- einkennin sameinist. „Hann er í aðra röndina höfðingi, ásælinn, stórhuga og metorðagjarn, en þó deigur til áræðis, íhugull og lítill skörungur, í hina röndina rithöf- undur, lærður, djúpsær og list- fengur, en þó með hugann við jarðneska muni. Eins og við er að búast, veikir slíkt marglyndi, þar sem andstæðar hvatir berjast um völdin, tilfinningar og viljaþrótt. Snorri er ekki kaldlyndur á sama hátt og faðir hans, en tilfinning- ar hans eru grunnar og hverfular, og það verður aldrei séð, að hann leggi neitt í sölurnar fyrir þær. Hann er síngjarn við börn sín og hefir „vinaskifti“ þegar honum sýnist“. (61). „En marglyndið er ágætur jarð- vegur fyrir fjölbreyttar gáfur, víðsýni, skilning og dómgreind. Snorra hefir veitt auðvelt að lifa sig inn í hugsanir annara manna, fornan átrúnað og liðna viðburði“ (62). Síðan koma áhrifin í Odda, sem auka andstæðurnar í skapi hans. Oddi var þá í einu andans höfuð- borg og glæsilegt höfðingja- og valdasetur. Með ættareinkennin hafin í annað veldi við áhrif upp- eldisins, verður Snorri annarsveg- ar arfþegi og eftirmaður Ai-a fróða, og á hinn bóginn keppinaut- ui' um völd og mannaforráð á blóð- ugum byltingatímum. Hvorki heit trú eða vernd heimilisins gat stutt Snorra. Sam- tíðin var „milli trúa“, og ástamál Snorra efldu ekki heimilisfriðinn. Plann giftir sig tvisvar til fjár, en bestu þroskaárin (28—45 ald- ursárin) er hann ókvæntur í Reykholti og á börn við mörgum konum. Sambúð þeirra líklega ekki verið friðvænleg. Börn Snorra voru hvert öðru óstýrilát- ari og erfiðari í skapi. Urðu þau honum löngum til vandræða og skapraunar, enda auðséð af mörg- 1--------------------------------- syðst. f daglegu tali er nú jafnan átt við Vestur-Spitsbergen, enda er Vestur-Spitsbergen meginland- ið. — Spitsbergen er samvaxið, íjöllótt hálendi. Fjöllin eru flest strýtumynduð (þar af nafnið), svipuð Baulu á fslandi, vanalega 10—1200 metra há. Hæsta fjall 1730 m. Hálendið er að mestu hulið samanhangandi mörg hundr- uð metra þykkri jökulbreiðu. Margir firðir og víkur skerast inn í ströndina, einkum að vestan og norðan. Á vesturströndinni eru þessir helstir: syðst Bellsound1), þá ísafjörðurinn, sem er lang- stærstur allra fjarða þar, og nyrst Konungsfjörður (Kings bay). Að norðan skerast og inn langir firð- ir. Upp frá fjörðum ganga inn í landið dalir. Falla ár eftir þeim, sem vanalega eru litlar. Undir- lendi er lítið, aðallega strandleng- is, alt að mílu á breidd, og svo dal- irnir. Meðfram ströndum, þar sem fjöllin eru að mestu snjólaus á sumrin, sést lögun fjallanna vel. Hvassir, molnaðir tindar, brattir og huldir lausagrjóti að utan, en rieðst oft stórgrýtisurðir, þar fyr- ir neðan slétt melholt niður að sjó. !) Varla getur nokkurt land, þar sem nöfnin eru svo ósamkynja sem á Spitsbergen, og er það að vonum, þar sem svo að segja flestar Evrópuþjóðir hafa verið þar og skýrt hver sinn stað. um dæmum, að hans þáttur í upp- eldi þeirra hefir ekki verið höfð- inglegur. í lokaþætti bókarinnar dregur höf. saman flesta þræðina í skapgerðarlýsingu og æfisögu Snorra. „Á þessari fjölbreyttu öld er hann fj ölbreyttasti maðurinn. Auður þessa lífs er furðulegur. pað er eins og nomirnar hafi kepst hvei' við aðra yfir vöggu hans að velja úr andlegum og ver- aldlegum fjársjóðum þjóðar hans og samtíðai' handa honum. Kyn Sturlu og Guðnýjar, höfðingja- ætt, skáldaætt, ætt Egils og Snorra goða, í einu forngöfug ætt, og þó ungur og framgjam kné- runnur, fóstur Jóns Loftssonar, menning Oddaverja, nágrenni við Skálholt og Hruna, ríki Mýra- manna, Tungu-Odds, Hafliða Más- sonar, Snorrunga, fé Bersa auðga og Kolskeggs auðga, meiri auður en nokkur íslendingur hefir átt, fyr eða síðar, úrval úr íslenskum höfuðbólum, Borg, Svignaskarð, Brautarholt, Bessastaðir, Stafa- holt, Reykjaholt, lögsaga á al- þingi, lends manns réttur í Nor- egi, gjafir og vinátta erlendi’a þjóðhöfðingja, metorð og mág- semdir, mannfjöldi og þingríki, skáldgáfa og skáldfrægð, vísinda- menska, fróðleikur, list, full afrek í öllum íslenskum þjóðfræðum — — fylsta samræmi sanninda og skemtunar, frægastur höfundur þjóðarinnar, fyr og síðar. Sumarið á Spitsbergen er of stutt til þess að nokkuð verulegt geti þiðnað af þeim hinum miklu landþökum af ís; þar sem árlega bætist nokkuð við af snjó, mundi landið löngu alhulið ís væri eigi annað sem gerði. þungi þessa volduga jökulhjálms veldurnefni- lega því, að ísbreiðan tekur að ,renna‘ eða mjakast niður á við. — þangað sem mótstaðan er minst, þ. e. niður dalina, og myndast á þann hátt skriðjöklarnir, sem líkt og breiðar tungur liggja niður í hvern dalbotn og oft langt új í firði. Eru skriðjöklarnir oft alt að 30—50 metra háir yfir sjó. Er þó oft ekki nema sjötti hluti upp úr sjó. En svo eru firðirnir djúpir hið innra, að jökulsporðurinn er á floti. Á sumrin brotna síðan stór- ar spildur af jöklinum, verður það með heljardrunum, braki og dyríkjum, svo undir tekur í land- inu, og manni dettur helst í hug heimsendir, svo er brakið mikið. Isinn sem losnar, rekur ætíð út úr fjörðunum að vestanverðu, en stundum standa stór ísbjörg á grunní alt sumarið í fjarðar- mynni. — þannig leysir snjóinn á Spitsbergen, og má náttúran heita hvergi ráðalaus. Er það náttúru- fyrirbrigði þegar jökullinn brotn- ar og gerir hafrót á fjörðunum, svo stórfenglegt og hrífandi, að enginn gleymir sem séð hefir. Loftslag er miklu hlýrra á Örlögin gáfu og buðu. Og Snorri tók við. Hann lagði engin bönd á sig. Hann tók við og rétti sífelt út hendumar eftir meiru. En jafn- vel valdi örlaganna eru takmörk sett. þau geta ekki rofið einföld- ustu og dýpstu lög sálarlífsins. þau geta gefið allan auð, en ekki um leið þann styrk, sem í fátækt- inni er fólginn. þau geta leyft að kjósa alt. En þá verður sá sem kýs að taka afleiðingunum af að kjósa alt — af því að velja ekki um. Alt sem Snorra skortir, er skortur á takmörkum, skortur á fátækt. — — — þannig missir hann margs í lífinu. Hann nær metorðum meir en völdum. Hann fær bandamenn en ekki vini. Hann eignast margar frillur en kvænist ekki, nema til fjár, mörg börn en ekki föðurást“ (260). þannig var ætt, uppeldi, æfi og örlög hins frægasta íslendings. þeir kaflar bókarinnar, sem fjalla um sagnaritun Islendinga á 12. og 13. öldinni, eru nokkru erfiðari viðfangs, heldur en æfi- saga Snorra. þar verður að meta og bera saman hinar ýmsu heim- ildir, handrit og kenningar við- víkjandi fræðimensku hans. En í þeim köflunum eru líka margar þær athuganir, sem þungvægastar munu reynast í allri bókinni. Höf. rekur til rótar uppruna sagnaritunar á íslandi. það var mei'kilegt fyrirbrigði, því að á þeim tíma voru hvergi til í Evrópu # - Spitsbergen en nokkurstaðar ann- arstaðar jafnnorðarlega, og búast mætti við eftir hnattstöðu. þessu veldur Golfstraumurinn. Svo sem kunnugt er klofnar hann um ís- land, þó megin hans haldi sunnan landsins, heldur síðan norðaustur milli íslands og Noregs, og alla leið norður að vesturströndum Spitsbergen. Hann veldur því að auður er sjór til Spitsbergen frá því í byrjun maí og þangað til í október—nóvember, og ennfremur að ísinn fyrir vesturströndinni á vetrum er vanalegar landís en rek- ís. Megnið af þeim ís kemur nefni- lega að austan og sunnan fyrir Spitsbergen, og lendir inn í Golf- strauminn vestan Spitsbergen, og rekur með honum norður með vesturströndinni og norður fyrir Spitsbergen. Iliti sjávarins við Spitsbergen er á sumrum 5°, en á vetrum kringum 1°. — Hinn góði gestur veldur nú því, að bæði menn og skepnur geta lifað á Spitsbergen, ekki síður en á Is- landi. Verðum vér að fara 10 br.- gráðum sunnar alstaðar annars- staðar á hnettinum til að komast í sama loftslag og á Spitsbergen er. Meðalhiti ársins er h~ 5° C. Kaldast er í febrúar vanal. (með- alhiti —T7 20° , heitast í júlí (með- alhiti -f 5°). Júní, júlí og ágúst- mánuðir eru frostlausir. Mestur kuldi í Kingsbay veturinn 1919— 20 var -l 32° í lok desember. Ann- nokkrar aðrar þjóðlegar bókment- ir. Allstaðar annarsstaðar þrýsti kirkjan rithöfundunum til að rita máli Rómverja, sem þá lifði ekki lengur á vörum nokkurrar þjóð- ar. Að rita á móðurmálinu, og að rita jafn vel og íslendingar gerðu þá, er eitt af mestu afreksverkum norrænu þjóðanna. Hefir því stór- virki eigi verið haldið á lofti sem skyldi, af því að smáþjóð átti í hlut. það er einkennilegt samræmi, að hin fyrstu og frægustu rit á grískri tungu urðu til í nýlendum Grikkja, alveg eins og ísland varð sögumóðir Norðurlanda. Höf. kemur með skýringu á þessari staðreynd, sem er einföld en senni- leg. Sagnalistin þróast í nýlendun- um, af því að endurminningarnar um átthagana og viðburði þar verða strax að sögu, sem haldið er í heiðri af virðingu fyrir gamla ættlandinu. Síðan kemur skemt- anaþörfin. Sögur eni sagðar í veislum og á mannamótum. það er þroskaðri hluti þjóðarinnar sem á við þau kjör að búa að geta notið þessarar andlegu nautnar. I meðförunum skapar smekkur sögumanns og tilheyrenda hið glæsilega, einfalda og ljósa form. Á þessum grundvelli byggist síð- an sagnaritunin. Brautryðjand- inn, Ari fróði, er afbrigða vísinda- maður. Setur sannleikann hæst. En hann er meira en vísindamað- ur. Listin, sem blómgast alt í kringum hann í meðferð hinna þjóðlegu fræða, hefir áhrif á efn- ismeðferð hans. Listin er tekin til greina. þessi tvöfalda framþróun, vísinda og lista, heldur áfram, uns hámarki samruna og samræmis er náð í sagnaritun Snorra Sturlu- sonar. Eftir hans daga byrjar hnignun beggja stefnanna og síð- an myrkur kaþólsku aldanna. Á fleiri en einum stað í bók Sig. Nordals er auðséð að hann ber litla virðingu fyrir allmiklu af hinu svonefnda „vísindalega“ sagnfræðahröngli, sem svo mikið hefir borið á í bókagerð íslend- inga, þar sem listin er fyrirlitin og skilningur á mönnum og við- burðum talið ósamboðið fræði- menskunni. Slíkar bækur leggja gáfumenn landsins á hilluna um leið og þær koma inn úr dyrun- um, og láta þær bíða dánarupp- boðsins. Bók Sig. Nordals er meira en um Snorra Sturluson. Hún er sjálf áframhald í nýjum stíl á stefnu hins mikla sagnaritara, að sam- eina vísindi og list. Hinn fræðilegi hluti bókarinnar hefir áður staðist eldraun sérfræðisdóms (Um sögu Ólafs helga). Um hina hliðina, listgildið, munu leikmenn fremur þora að mynda sér ákveðna dóma. Dæmi þau, sem valin eru hér að framan, gefa nokkra bendingu í þá átt. Stíll Sig. Nordals er ein- faldur og tildurlaus. Skilningurinn á skapgerð og áhrifum á lundar- ars komst mælirinn köldustu mán- uðina sjaldan upp fyrir h- 25°, og oft niður í -7— 10° 0g jafnvel 0° einu sinni. Heitast á sumrin verð- ur -f- 15°. (Eg mældi einu sinni + 25° móti sól kl. 12 um nótt.) Úrkoma er því nær eingöngu snjór. Á sumrum rignir þó stund- um, en sjaldan á vetrum. Snjór á láglendi er oft lítill, ekki meir en hén á landi. Leggur vanalega í logni og skefur síðan burt. Hríð- arbyl gerði tvisvar sinnum vetur- inn sem eg var nyrðra, stóð í 3 daga í hvort sinn. Veðrátta lands- ins er viðurkend fyrir heilnæmi sitt. Loftið er hreint og tært. Sótt- kveikjur eru tæpast til ennþá á Spitsbergen. Manni finst fyrst loftið líkt og „skera“ öndunarfær- in, ef svo mætti segja, svo er það hreint eða ryklaust. Fá menn vanalega kvef nokkra daga fyrst eftir að komið er norður, en síð- an tæpast söguna meir. Og líkt fanst mér sem eg kæmi inn í þef- illa, loftlausa baðstofu, ef eg kom frá Spitsbergen til bæjanna aftur. — Vikum saman á vetrum og sumrum er hvítalogn og skýlaus himinn. Engan mann heyrði eg nokkurntíma kvarta um kulda, og sjálfum fanst mér veðráttan himnesk hjá þeirri íslensku. Ein- kennileg mundi mörgum þykja skifting dags og nætur þar. Heim- skautanóttin ríkir í rúma 2 mán., desember og janúar. Eru þá eng-

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.