Tíminn - 09.04.1921, Side 3

Tíminn - 09.04.1921, Side 3
T 1 M I N N 45 væri fróðlegt að vita, hvað mikið af bankaskuldum kaupmanna hér á landi eru betur trygðar heidur en 20 þús. kr. verslunarskuld, sem helmingur bænda í heilli sýslu á- byrgjast sameiginlega. petta fé- lag hefir verið tekið til dæmis, af því að sögur hafa gengið hér í bænum um, að það væri verst stætt af öllum sambandsdeildun- um. Fyrir þá menn, sem fremur vilj a trúa því, sem satt er en ósatt, ættu rök þau, sem hér hafa verið færð fram, að vera viðunanleg skýring í fjárhagsmáli sambands- félaganna. Fyrst af öliu er að líta á það, að þessi félög binda aðeins lítinn hluta af veltufé landsins. Sá banki, sem þau skifta við hér á landi, er í stöðugum uppgangi, en aðalbanki fiskkaupmannanna er lamaður, svo að þjóðinni allri er mein að. Sá banki, sem sambands- félögin skifta við, gefur þeim, eft- ir að hafa kynt sér ársyfirlit um fjárhag þein-a, vottorð, sem flest- um andstæðingum félaganna myndi þykja ærið glæsilegt, ef einhver þeirra ætti í hlut. Áður hefir verið minst á skoðun helsta kaupmannamálgagnsins. það hefir við nánari athugun fallið gersam- lega frá árásum í þessu efni. Væntanlega sér„íslendingur“á Ak- ureyri sóma sinn í að fara í slóð Mbl. líka í þessu efni. Sambandinu og deildum þess verður áreiðan- lega enginn bagi að árásum þess- um. þvert á móti hljóta þær að verða til eflingar. Ef einhverjir félagsmenn í sambandskaupfélagi eru hræddir við fjárhaginn, þá er þeim opin leið að ganga úr félag- inu. Sama gildir um einstök kaup- félög. þau geta ofur-auðveldlega gengið úr Sambandinu, ef þau eru hrædd. þau geta þá aftur komist að kjötkötlunum hjá stórkaup- mönnunum. Sambandið kærir sig ekki um að vaxa hraðara heldur en menning fólksins. Starf þess er bygt á tiltrú og að vinna almenn- ingi gagn. Ef einstaklingur eða félag hefir slæðst inn í Samband- ið, án þess að eiga þar heima, þá eru opnar dyrnar út aftur í Para- dís frelsisins — til milliliðanna. J. J. -----o---- Gæftaleysið sama heldur enn á- fram fyrir báta, og horfir til hinna mestu vandræða. Aftur á móti hafa margir botnvöi’pung- anna komið inn með um það bil meðalafla. Er mikill fiskur sagður á miðunum. VI. Sé nú litið yfir þessi 10 mál, og þau eru tekin sem sýnishorn af handa hófi, sést, í hvílíkan vanda J. M. steypti sér með því að mynda stjómina þannig, að vilja styðjast jöfnum höndum við þá aðila, sem vinna að almennings- heill, og hina, sem út í ystu æsar fylgja síngirnisstefnunni. Afleið- ingin hefir órðið sú, að stjórnin hefir jafnan orðið að rífa niður með annari hendi, það sem hin höndin hafði til vegar komið. Dæmið um þingvöll, þar sem um- boðsmanni ríkisvaldsins er falið að láta lögbrotin ekki óátalin, er sýnishorn af þessari stjórnar- stefnu. Fyrir bannmenn er það gert, að lofa að áfrýja kassadóm Blöndals, takmarka misnotkun læknavínsins, og hindra óreglu á þingvöllum. Fyrir Mbl.menn er kassamálinu ekki áfrýjað, reglu- gerðin um læknavínið látin vera dauður bókstafur, og hinn sykur- sjúki Havsteen látinn óáreittur með vínbirgðir sínar frá þingvöll- um. Á verslunársviðinu gætir hins sama. Vegna almenningsheilla eru sett innflutningshöft, gerðar ráð- stafanir móti fellishættu, komið á skömtun. En þegar kaupmenn og bakarar rísa upp af síngjörnum ástæðum, og láta aðgerðir stjórn- arinnar ekki óátaldar, þá er hlaup- ið frá öllu saman. Sparnaður er framkvæmdur í skiftum við lægst launuðu starfsmenn þjóðarinnar, en sukkað með fé í humbugs- veisluviðbúnað og tildurssendi- menn erlendis. Lögráðunautur Jóns þorlákssonar úr fossanefnd er látinn skinna upp á verk Sveins í Firði. Tilgangurinn er að gera eitthvað fyrir alla, þó að eng- inn verði ánægður. það er sama stjórnarstefnan og kemur fram hjá sumum góðlyndum, gestrisn- um bændum, sem ekki átelja þó að heldri menn ríði utan götu yfir völlinn, eða sleppi hestunum í tún- ið rétt fyrir sláttinn. Hjartagæsk- an verður skörungsskapnum yfir- sterkari. VII. Stjórnarstefna J. M. leiðir til þess, að framkvæmdalíf landsins er að falla í rústir. Hálfar hug- sjónir og hálf orð hafa fætt af sér hálf verk, hálfan áhuga, hálfan trúnað. Öll þessi hálfvelgja hefir skapað alment virðingarleysi fyr- ir stjórn landsins og gerðum henn- ar. Sú trú hefir komist á, að ef ir sennilega komið að gagni ein- hverjum þeim kaupmönnum, sem skifta við bankann, og sífelt eru í vandræðum með yfirfærslur. Og þrátt fyrir ilt árferði, skuldaði Sambandið, með meginið af allri sveitaverslun landsins á herðum sér, banka sínum ekki helming al' því, sem einn sæmilegur fisk- eða síldarkaupmaður telur sér skap- legt að skulda í bönkum nú um þessar mundir. Að skuldir Sambandsins eru svo litlar, stafar vitanlega fyrst og fremst af því, að bæði fram- kvæmdarstjórinn og kaupfélags- stjórarnir í hinum mörgu deildum þess fara varlega að, enda félags- menn sjálfir á verði um að stofna ekki til óþarfra skulda. Til frekari skýringar má nefna eitt dæmi. Ungt kaupfélag í Sam- bandinu nær yfir hálfa sýslu. í því eru því nær allir búandi menn á því svæði, vel efnum búnir, eftir því sem gerist hér á landi. Meðal annars mikið af óðalsbændum, sem eiga jarðir sínar óveðsettar. Velta þessa félags var c. 400 þús- und. Um áramót voru útistand- andi skuldir þess 20 þús. kr. þetta er gott sýnishorn af ástandinu. það var óvenjulega miklum erfið- leikum bundið fyrir bændur að vera skuldlausir um áramótin síð- ustu. Kaup verkafólks og útlenda varan á hámarki, en íslenskar af- urðir fallandi. Samt eru saman- lagðar skuldir hálfrar sýslu ekki nema þetta. Margar slíkar upp- hæðir eru dropi í hafinu í saman- burði við þær stór-upphæðir, sem togarafélögin, og síldar- og fisk- spekúlantarnir skulda utan lands og innan. VI. Að síðustu nokkur orð um ör- uggleika sambandsdeildanna gagn- vart lánsstofnunum. Fyrst binda félögin tiltölulega lítið af veltufé bankanna, borið saman við sjávar- útveginn. þau eru fremur veitandi en þiggjandi um „valútu“ erlend- is. Framleiðslan í sveitunum er ör- uggasti atvinnuvegur landsins. Lán til þessara félaga eru yfirleitt ekki bundin nema í nauðsynja- vöru handa félagsmönnum. Og gagnvart lánsstofnunum eru lán þessi trygð með sameiginlegri á- byrgð allra félagsmanna. Af þessu leiðir það, að Sambandið og deild- ir þess eru ákjósanlegustu lántak- endur fyrir banka hér á landi. Veita besta tryggingu fyrir að féð sé notað til þjóðnýtra hluta, og öruggast veð fyrir láninu. það að byrja sem fyrst, hefði helst átt að vera byrjaður á því nú þegar fyrir nokkrum árum. þó að nú séu erfiðir tímar, ætti bankinn bráð- lega að geta einhverju áorkað til bóta frá því sem nú er. Sérstak- lega er ástæða til að hafa það í huga, að einmitt þegar fer að rofa til eftir fjármálakreppur líkar þeirri, sem nú á sér stað, koma oft góðir tímar í'yrir veðlánsstofnan- ir, jafnvel áður en rætist fram úr fjármálavandræðunum alment. þá koma oft tímabil, er peningamenn hræðast allar „spekulationir“, fara óvenjulega varlega með fé sitt og hugsa mest ’um að koma því fyrir á sem allra tryggastan hátt, þótt vextirnir séu tiltölulega lágir. Vaxtabréf vel trygðrar veð- lánsstofnunar verða þá oft fyrst fyrir, ef stofnunin er þegar orðin kunn og viðurkend að vera örugg. Sölu vaxtabréfa til útlanda er varla hægt að gera ráð fyrir fyrst um sinn. En því lengur sem bank- inn hefir starfað innanlands, þeg- ar rýmkast um peningamálin í öðrum löndum, því meiri von er til að hægt verði að selja þau á er- lendum markaði þegar þar að kemur. Starfsemi bankans verður að sjálfsögðu ekki umfangsmikil fyrst um sinn, aðallega framhald af veðdeild Landsbankans,, en reynt að auka starfsemina með nýjum aðferðum, svo ört sem unt verður. Til þess að komast hjá miklum kostnaði við starfræksl- una meðan bankinn er á þessu til- raunastigi, getur hann verið í sambandi við Landsbankann. Bankastjórn getur verið skipuð einum bankastjóra, auk tveggja af bankastjórum Landsbankans, er gengdu því starfi fyrir litla aukaþóknun í viðbót við laun sín sem Landsbankastjórar. Af- greiðslur bankans geta farið fram í afgreiðslustofum Lands- bankans, eins og verið hefir um veðdeildina, og án aukningar á starfsfólki. Á þennan hátt verður aukinn kostnaður við stofnun bankans ekki tilfinnanlegur fyrst um sinn, en sambandinu við Landsbankann má slíta jafnskjótt sem bankinn er fær um að standa alveg á eigin fótum og álitin verð- ur þörf á að hann verði algjörlega óháður öðrum stofnunum. Að sjálfsögðu verður aðalaðset- ur bankans að vera í Reykjavík. En til þess að honum takist sem best að ná til allra landshluta, á hann að hafa umboðsmenn svo víða um land sem þörf krefur. Regluleg útibú yrðu altof dýr, en umboðsskrifstofur má hafa án verulegs kostnaðar, er væru milli- liðir milli bankans og almennings, bæði um sölu vaxtabréfa og allan undirbúning undii' lánveitingar, til hægðarauka fyrir viðskifta- menn bankans. Sumstaðar hefði bankinn sinn eigin umboðsmann, sumstaðar gegndu embættismenn ríkisins umboðsstörfunum fyrir hann, eða stofnanir sem áður eru til, svo sem sparisjóðir út um land, alt eftir því sem hagar til á hverjum stað og reynslan sýnir að kemur að bestum notum. Á þenn- an hátt ætti bankinn að geta gert öllum hjeruðum landsins hægt fyr- ir um viðskifti við hann, án þess að stofnað verði til verulegs kostn- aðar. Einnig er gert ráð fyrir að veð- lánsfélög megi stofna síðar, ef sú leið þætti álitleg, þann veg, að fé- lögin yrðu einskonar deild af bankanum, eða bankinn sam- bandsstofnun fyrir félögin. Yfir höfuð verður að varast að ein- skorða bankann of mjög við ó- breytilegt skipulag. Starfræksla hans verður að vera margbreyti- leg, ef hann á að geta fullnægt sanngjörnum kröfum til hinnar einu fasteignalánsstofnunar í landinu, og skipulag hans þannig, að hann geti óhindrað vaxið eftir þörfunum, og lagað sig jafnóðum eftir kröfum tímanna“. * III. Á þessum grundvelli er frum- varp það bygt, er þingið hefir nú til meðferðar. í greinargjörð meiri hluta nefndarinnar í neðri deild segii', að nefndin „fái ekki betur séð en að mjög vel hafi tekist í, einhverju eigi að koma fram við stjórn J. M., þá sé eina ráðið að beita hörku. Undanfarin dæmi sýna líka, að sérgæðingarnir hafa haft sín mál fram, brennivínsliðið, legátaliðið, kaupmannaflokkurinn, og bakararnir, sem heimtuðu að eytt skyldi dýrum, erlendum varn- ingi, svo að þeir hefðu atvinnu. þetta stjórnarfar skapar alment áhugaleysi, þróttleysi og aðgerða- leysi. Landið er að fara á höfuðið, en ekkert er gert. Jón Magnússon réttir fram tvær fálrnandi hendur. Önnur rífur niður það, sem hin byggir upp. þessi vinnubrögð gegnsýra þingið. þar hefir ekkert verið gert, á hálfum þingtímanum, merkilegra en að skapa nýtt prestsembætti í Bolungarvík. En skuldakröfur erlendra ríkja safn- ast hér fyrir. Engir peningar fást greiddir erlendis. Atvinnuvegir til lands og sjávar eru reknir með tekjuhalla. Stórkostlegt atvinnu- leysi virðist vera fram undan. Ekkert sennilegra en að Ameríku- flutningar byrji að nýju og þús- und eftir þúsund af starfandi mönnum þessarar fámennu þjóð- ar flykkist vestur um haf. En svefnsýltin heldur áfram að breið- ast út. Forsjón landsins nær ekki að sinna öðru en að undirbúa kon- ungsmóttökurnar á sumri kom- anda. VIII. þennan aðdraganda verða þeir menn að hafa í huga, sem skilja vilja þingið í vetur, bæði aðstöðu þess í stjórnarskiftamálinu og at- hafnaleysi þess við að leysa úr málum þeim, sem fyrir liggja. Stjórnin hafði ekki jákvætt fylgi nema að nokkru leyti frá í fyrra. Framsóknarfl. hafði lýst yfir, að hann léti stjórn J. M. hlutlausa fram til næsta þings. Litlu síðar komst upp um brögð M. G. Hann hafði talið sig lausan við Mbl., eiginlega heimastjómar- menn. En eftir að hann var orð- inn ráðherra, birti G. Sv. skjal frá tímenningunum, þar sem þeir lýstu yfir samheldi sínu. M. G. var einn af þeim, sem ritað höfðu undir skjalið. Mbl. gekst hrein- lega við Magnúsi og þóttist hróð- ugt af. J. M. lét sem sér kæmi yfir- lýsing þess mjög á óvart, og að hann hefði aldrei tekið M. G. í ráðuneytið, ef hann hefði vitað um skjal þetta og sambönd fjár- málaráðherrans. Að vísu efa kunnugir menn nú, að J. M. hafi mælt hér af heilindum. En atvik þetta spilti fyrir þeim félögum, hvernig sem á var litið. höfuðatriðum, að laga fyrirkomu- lagið eftir íslenskum þörfum og staðháttum“. Flestir þingmenn munu og líta svo á, eftir því sem heyrst hefir, að frumvarpið sé vel úr garði gert og að eigi verði bent á annað fyrirkomulag, er væri á- litlegra til góðs árangurs en það, sem frumvarpið gerir ráð fyrir. Má því vænta þess, að þingið ráði málinu til lykta nú þegar, svo að þessi margþráða tilraun til að koma upp sæmilegri fasteigna- lánsstofnun, komist til fram- kvæmda án frekari dráttar. Ekki síst þar sem veðbankanum verður þann veg fyrirkomið fyrst um sinn, að aukinn kostnaður við stofnun hans og starfrækslu verð- ur ekki teljandi, svo að lítið er lagt í sölurnar, jafnvel þótt svo færi, að árangurinn af starfsemi bankans yrði minni en menn gera sér von um. Eftir kröfum undanfarandi þinga um bráðar framkvæmdir í þessu efni, er ótrúlegt annað en að málið nái fram að ganga á þessu þingi. Forsætisráðherra gat þess að vísu nú fyrir stuttu á þingfundi, að það væri farið að tíðkast á seinni árum, að alþingi hegðaði sér líkt og keipóttir krakkar gera, það heimtaði undir- búning hinna og þessara mála og skjótar framkvæmdir, en svo þegar málin væru lögð fyrir þing- ið, undirbúin, og ekki vantaði ann- það var sjálfsögð skylda J. M. nú í þingbyrjun, að leita trausts, þar sem svo illa var í garðinn bú- ið. En hann varaðist að gera það. Honum hefir verið ljóst, að sam- eiginlega höfðu ráðherrarnir mjög lítið fylgi. Hver af þeim þremur hafði nokkra kunningja, fremur en flokksmenn. Slíkir menn gátu orðið tregir til að vera með van- trausti á alla stjórnina, þótt þeir væru ófáanlegir til að veita henni allri traustsyfirlýsingu. Svo var og komið um stjórnarflokkinn, að hann var eiginlega leystur upp. Atvinnumálaráðheirann einn í neðri deild. Fáeinir heimastjórn- armenn eftir í lávarðastofunni, en trúleysið á flokkinn var svo mik- ið, að fundir voru lagðir niður. þegar sýnt var, að J. M. vildi ekki biðja um traust, afréði sjálf- stæðisflokkurinn að bera fram vantraust í neðri deild. Ekki svo mjög til að fella stjórnina, heldur fyrst og fremst til að vita, hvort hún væri í raun og veru þingræð- isstjórn. Umræður urðu langar og mjög á dreif, því af mörgu var að taka um aðfinslurnar. Snemma undir umræðunum kom það í ljós, að annar, ef ekki báðir af með stjórnendum J. M., þ. e. þeir af ráðherrunum, sem höfðu atkvæð- isrétt, ætluðu að greiða atkvæði móti vantrausti, og þar með dæma um eigin verðleika, og í sök þeirra sjálfra. þótti þá þegar sýnt að stjórnin ætlaði að neyta allra bragða til að sitja. En jafnvel þetta var ekki nóg. Stjórnin vildi ekki fá glöggan úr- skurð um málið, heldur re'yna að svæfa vantraustið með dagskrá. Helsti maður Mbl.fl., Jón þorláks- son, bar hana fram. Til að skilja, hversvegna stjórn- in treystist ekki til að fella van- traustið, verður að líta á það, að helmingur deildarinnar, að frá- töldum P. J. og M. G., var hrein- lega mótfallinn stjórninni, þ. e. með vantrausti. Hinn helmingur- inn var tvískiftur. Sumir þeirra, á að giska 4—5 menn, hefðu fús- lega greitt atkvæði með trausti handa allri stjórninni. Hinir vildu ekki traust og ekki vantraust, og lágu til þess margar ástæður. Sum- ir voru kunningjar eins eða tveggja af ráðherrunum. Sumir vildu smábreytingu á stjóminni. Menn eins og Jón þorláksson, Ein- ar þorgilsson, Proppé o. fl. fyltu þennan flokk. þeir munu hafa lit- ið svo á, að P. J. gerðist nú aldur- hniginn og að einh y n’ þeirra væri vel settur í sæti hars. Umtal var að en samþykki þess, þá væri kom- ið annað hljóð í strokkinn, þingið vildi slá öllu á frest og eyða öllum frekari aðgerðum. Veðbankamálið er vel fallið til að leiða það í ljós, hve mikið er hæft í þessum ásök- unum á þingið. Nokkuð hafa þær við að styðjast. Á það bendir að minsta kosti það, að sumir þing- menn, þó að þeii' séu vonandi ekki margir, vilja nú koma í veg fyrir að nokkuð verði aðhafst um stofn- un veðbankans. Ástæður þeirra eru þær sömu, sem ávalt eru á hraðbergi, þegar menn vilja eyða þeim málum, er aðrir telja fram- faramál, að tímarnir séu óhentug- ir. En hvenær koma þeir tímar, er slíkir menn telja hentuga til framkvæmda þjóðnýtra framfara- mála? Ef stofnun veðbanka hér á landi á að dragast þar til þeir tímar renna upp, verða bændur og aðrir fasteignaeigendur í landinu sjálfsagt að búa sig undir langa bið þar til viðunandi veðlánsstofn- un verður komið á fót. * ----o----- Danskt herskip, „Fylla“, kom hingað til lands fyrir nokkru og á að reka landhelgisgæslu. Kom í fyrstu ferðinni með átta botn- vörpunga, sem það hafði staðið að ólöglegri veiði. „Fylla“ er að mun stærra skip en Fálkinn. ----o-----

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.