Tíminn - 16.04.1921, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.04.1921, Blaðsíða 1
V. ár. Reykjavík, 16. april 1921 15. blað Stjórnin, bankamálin og Tíminn. Lesendum Lögréttu mun bregða í brún, er þeir fá í hendur blaðið sem út kom á miðvikudaginn var. Hefir Lögrétta í mörg ár verið bókmenta- og fréttablað, sem al- veg hefir leitt hjá sér umræður um pólitisk mál — a. m. k. frá eigin brjósti. En í þessu blaði birt- ast tvær greinar og önnur eftir ritstjórann sjálfan, sem snúast um stjómina og Tímann og bankamálið. Fer ritstjóra Lög- réttu í þessu efni líkt og Hávarði karli Isfirðing. Hafði hann verið víkingur mesti hinn fyrri hlut æfi sinnar, en síðan lagst í helgan stein. Hóf þó vígaferli á ný á gam- als aldri, en var þá stirður mjög. Munurinn er aðeins sá, að málefni eru miklu síðri sem ritstjórinn hefir kosið sér, eins og sagt verð- ur, og hitt má telja nálega víst, að árangurinn af þessum ellivíg- um verði ekki jafnglæsilegur og reyndist Hávarði karli. En af tveim ástæðum eru Tín- anum kær þessi veðrabrigði. Fyrst af því að ólíkt ánægjulegra er að eiga ritdeilur við Lögréttu en dag- blöðin, vegna ritháttar og fram- komu allrar. I öðru lagi af því að Tíminn og Lögrétta heyja orust- una fyrir hinum sama hóp áheyr- enda. En viðureignin við dagblöð- in er eins og barátta fíls við hval. I. Verður hér fyrst að athuga það, sem ritstjórinn segir frá eigin brjósti, og er þá merkilegt að taka eftir því, hvað það er sem hann talar um. það snýst eingöngu um það hvað Tíminn hafi lagt til, hvað Tíminn hafi sagt, hvað Tím- inn hafi gert. Um hitt getur rit- stjórinn ekki, hvað Lögrétta hafi sagt og gert. Hversvegna ? Af því að Lögrétta hefir ekkert sagt og ekkert gert í mörg árin síðustu. Af því að Lögrétta er orð- inn gestur og nálega aðskotadýr við ræðupall stjórnmálanna ís- lensku. Lögrétta verður að sætta sig við það hlutskifti, að vera hætt að leggja nokkuð til frá sjálfri sér. Rétt endrum og sinnum skýt- ur hún upp höfði til þess að taka afstöðu til þess sem Tíminn hefir sagt og gert. Veit ritstjóri Lögréttu hvað þetta ber vott um? það ber vott um það, hvort þessara tveggja blaða það er, sem er að byggja upp fyrir framtíðina og berjast í nútíðinni, og hvort er sest í hæg- indastólinn og horfir á og gefur ekki orð í belg nema einstöku sinn- um. það ber vott um það, hvor er hin hækkandi stjarna og hvor hin lækkandi, hvort það er sem er að vaxa og þroskast og hvort það er sem farið er að standa í stað og hrörna. það ber vott um það, hvoru æskan réttir örfandi hönd og hvort á að fagna einhuga fylgi hinnar öldruðu sveitar. — Ritstjórinn segir mjög lítið um bankamálið frá eigin brjósti, en það sem það er, er það mjög ó- heppilegt. Snemma í greininni tel- ur hann að greinar Tímans \im bankamálið hafi verið „spillandi“. Um miðja greinina segir atvinnu- inálaráðherrann: „Tíminn hefir ekkert um þetta (bankamálið) að segjá í aðalatriðum, annað en það sem stjórnin hefir hugsað á undan honum og rætt á undan honum“. Síðast í greininni segir ritstjórinn að Tíminn „hampi gömlum hugmyndum stjórnarinn- ar“ um bankamálið. — Má nú fyr vera en að slíkt ósamræmi komi fram, hjá manni sem er að verja stjórnina af öllum mætti, að segja hvorttveggja í senn, að tillögur Tímans séu „spillandi fyrir mál- ið“ og að Tíminn hafi „ekkert um það sagt í aðalatriðum annað en það, sem stjórnin hafi hugsað á undan honum“. — Ritstjóranum verður skraf- drjúgt um þær uppástungur, sem komið hafi af hálfu þeirra manna, sem að Tímanum standa um menn í nýja landsstjórn. Iiann tal- ar um „bruggmót" Tímamann- anna og að bændum mundu þykja margar uppástungurnar harla ein- kennilegar. pað einkennilegasta er hitt, að ritstjóri Lögréttu, sem orðinn er elligrár af löngu pólitisku starfi, skuli vera að henda á lofti og bók- festa, og sennilega leggja trúnað á þær tröllasögur, sem gengið hafa um bæinn um nýja ráðherra. Skyldi maður ætla, að svo reynd- ur maður vissi það, að varla er einni einustu af þessum sögum trúandi, né eftir hafandi, nema í spaugi. Tíminn mun ekki bera kinhroða fyrir sína uppástungu í þessu efni hvorki gagnvart bændum landsins né öðrum.Tíminn hefir ekki stung- ið upp á neinu öðru en því, að mynduð væri ópólitisk stjórn til þess að ráða bankamálunum til lykta og bjarga landinu úr fjár- kreppunni. Tíminn hefir skorað á þingflokkana að láta deilumálin falla, til þess að bjarga þjóðinni. Tíminn hefir ekki komið með neinar uppástungur um einstaka menn í stjóminni. Alt hjal Lög- réttu um það eru bein ósannindi. Tíminn er sem sé þeirrar skoðun- ar, að á meðan núverandi stjórn situr og vegna þess hvernig þing- ið er skipað, þá sé það alveg út í hött, að bollaleggja um menn, því að á meðan svo er, fást ekki allir þeir til umræðu um stjórnarmynd- un, sem þar ættu að eiga hlut að máli. Fyrst þegar stjórnin er far- in frá, er að því komið að búa til nýja. — Ritstjórinn víkur síðast að kröfu Tímans til stjórnarinnar uni að hún segi af sér. Hann segir að „Fróðárundra og dyradómahjal“ Tímans sé „fáránlega vitlaust“ og að það sé rangt að þessi krafa Tímans byggist á yfirlýstum þing- vilja. þetta er það sem ósæmilegast er í Lögréttugreininni, því að rit- stjóri Lögréttu veit það vel, að hér fer hann með bein ósannindi. Rök þau, sem Tíminn bar fram í því efni, eru óhrekjanleg. Hinn yfirlýsti þingvilji gegn stjórninni hefir sumpart komið fram opin- berlega við vantraustsyfirlýsing- una, sumpart einslega til forsætis- ráðherra, er framsóknarflokks- mennimir gömlu réðu honum til að segja af sér. Ennfremur héfir hann komið fram í því mikla fylg- isleysi, sem mál stjórnarinnar eiga að fagna í þinginu. Og ritstjóri Lögréttu er ekki eini maðurinn í Reykjavík sem ekki veit það, að stjórnin á ekki fylgi að fagna í þinginu. Krafa Tímans var því einmitt bygð á hinum gildustu rökum og Tímanum gekk ekkert annað til en að fá gerða tilraun að skipa stjóm, sem unnið gæti með þing- inu og bjargað þjóðinni. Og nú héfir Tíminn gaman af því að leiða vitni í málinu, og það vitni, sem Lögrétta ætti að taka gilt, vilji hún ekki gjörsamlega af- neita allri fortíð sinni, því að vitnið er Hannes Hafstein fyrver- andi ráðherra. Á þinginu 1909 var flutt van- traustsyfirlýsing gegn Hannesi Hafstein. Segir Hannes þá í upp- hafi ræðu sinnar: „Án fylgis meiri hluta þingsins eða samvinnu við hann, er ómögu- legt fyrir ráðherra að halda stjórnarathöfnum, sem hann á að bera ábyrgð á, í því horfi, sem hann vill og telur réttast“. Orð þessi standa í Alþt. 1909, B. II 615. Tíminn er Hannesi Hafstein öld- ungis sammála um þetta. þess- vegna bar hann fram þá kröfu til stjórnarinnar, að hún segði af sér, þar eð það er vitanlegt, að hún nýtur hvorki fylgis né samvinnu meiri hluta þingsins. Lögrétta og Jón Magnússon eru um þetta á gagnstæðri skoð- un. það er þetta sem skilur. Tíminn er öldungis viss um, að Hannes Hafstein hefði aldrei lát- ið sér það til hugar koma, að „stritast við að sitja“ á líkan hátt og Jón Magnússon gerir undir nú- verandi kringumstæðum. Hann hefði séð það, að nú átti ábyrgð- in að færast yfir á herðar þings- ins, og fyrst þá, ef þingið reynd- ist óhæft til að mynda nýja stjórn, bar að því að þessi yrði að sitja til bráðabirgða, uns nýtt þing væri kosið. það er „ómögulegt fyrir ráð- herra að halda stjórnarathöfnum“ undir núverandi kringumstæðum, án stórtjóns fyrir hið pólitiska líf í landinu, án stórtj óns fyrir landið. þessvegna bar Tíminn fram kröfu sína. — Ritstjóri Lögréttu lætur sér sæma að koma með dylgjur um það, að greinamar í Tímanum séu ritaðar „fyrir undirróður og í þágu manns, sem aldrei hefir ver- ið skoðanabróðir Tíma-mannanna“ o. s. frv. Og að Tíminn vilji ekki „fyrst og fremst leggja eitthvað af heilum hug til úrlausnar vanda- málsins, heldur hitt, að nota það í sínar þarfir, þ. e. til árása á stjórnina“. — Er þetta svo bros- lega mikið ósamræmi, að furðu gegnir. Annarsvegar á Tíminn að vera að hlaða undir mótstöðu- mann sinn í ráðherrasess, hins- vegar að fella stjórnina í „sínar þarfir“, sem ekki verður skilið öðruvísi en að Tíminn ætli sér að setjast í stjórnina. Tíminn getur fullvissað systur Lögréttu um það, að hvorki lætur hann mótstöðumennina hafa sig að ginningarfífli, né ætlar að starfa að neinum „sínum þörf- um“ í stjórnmálunum. „þarfir“ Tímans eru engar aðrar en þær, að berjast fyrir þeim áhugamál- um, sem hann telur til þjóðþrifa. Og Tíminn er öldungis óhræddur þótt ritstjóri Lögréttu geri til- raun til að bera tortryggnisorð milli sín og bændastéttarinnar ís- lensku. því að Tíminn er sér þess fyllilega meðvitandi, að hafa ekk- ert annað lagt til bankamálsins og stjórnarskiftamálsins, en það sem hann veit að rétt er og nýtur eindregins fylgis allra vel metinna bænda á íslandi. það hafa önnur blöð gjört það á undan Lögréttu, að reyna að sverta þá menn, sem að Tímanum standa, við bændur, og Lögrétta hefir reynt það áður. En það hefir ekki borið árangur. II. Um bankamálið segir Lögrétta lítið frá eigin brjósti. Hún beitir þar atvinnumálaráðherranum fyr- ir sig og „hefir eftir honum“ all- langt mál. Tímanum er það ekki ljúft að enga orðastað við þann mann. Lesendum Tímans er það kunn- ugt, að Tíminn hefir stutt hann fastlega í stjórn hans á atvinnu- málunum, og hefir talið hann og telur, einn af þjóðnýtustu mönn- um þessa lands. Tíminn kysi helst að mæla aldrei til hans „öfugt orð“. Ekki síst fyrir þá sök, að Tíminn veit það, að þar sem at- vinnumálaráðherrann hefir nú hnigið að öðru ráði í íslandsbanka- málinu, þá hefir hann gert það vegna of mikillar trygðar og fylgi- spektar við annan mann, sem því miður hefir reynst deigur for- ystumaður um að gæta hinna mik- ilvægu hagsmuna Islendinga í þessu stórmáli. Tímanum dettur ekki í hug að neita því, sem ráðhenn segir, að stjórnin hafi „varið mikilli vinnu“ í íslandsbankamálið, „kynt sér lcringumstæður“ o. s. frv. Aðalat- riðið er að stjómin hefir ekki get- að hugsað sér hina réttu lausn málsins, og þarafleiðandi alveg vanrækt að undirbúa málið á rétt- um grundvelli. það kann að vera, að stjórnin hafi safnað einhverj- um skýrslum, en þá hefir hún leg- ið á þeim eins og ormur á gulli, því að þingið hefir ekki fengið að vita neitt af þessu. það eina sem stjórnin gerði, var að leggja fyrir þingið seðlaútgáfufrumvarp, sem reynist svo einkis virði, þó enn sé í því verið að veita bankanum ný hlunnindi, og sem byggir á hinum gamla grundvelli. Ummæli þau, sem höfð eru eft- ir formanni peningamálanefndar- innar, hljóta að byggjast á full- komnum misskilningi. Tíminn get- ur fullyrt það, bæði eftir formanni nefndarinnar og öðfum nefndar- mönnuni, að vegna hins alveg ein- staka undirbúningsleysis stjóm- arinnar, hefir nefndin orðið að láta 'fyrirspumunum rigna yfir stjórnina, bankana, hagstofuna, Sámband ísl. samvinnufélaga, verslunarráðið o. fl. Og það er á vitorði allra, sem þekkja til í þinginu, að þar ríkir sú sárasta gremja yfir undirbúningsleysi og úrræðaleysi stjómarinnar í þessu máli. þar sem segir að bankinn hafi „aldrei farið fram á að fá aðstoð landsstjórnarinnar til lántöku“, þá er það mjög merkileg fullyrð- ing, þar sem stjórnin leyfði bank- anum að gefa út margar miljónir króna í nýjum seðlum og það án nokkurrar gulltryggingar. Hvað er það annað en lán, og það lán, hinnar allra hættulegustu tegund- ar fyrir ísland? Tímanum þykir fyrir, að það er nú komið opinberlega fram, að at- vinnumálaráðherrann ætlar að taka þessa afstöðu í bankamálinu. En það getur ekki breytt afstöðu Tímans. því máli skýtur Tíminn óhikað undir dóm þjóðarinnar. Og Tíminn vildi óska þess, að þjóðin ætti að skera úr því með atkvæðagreiðslu í dag: hvort Is- lendingar eiga' enn á ný að varpa sér flötum fyrir fætur hinna er- lendu hluthafa íslandsbanka, eða hvort þeir eiga a. m. k. að gera tilraun til að eignást bankann sjálfir og nota hann, með öðrum tækjum, til þess að bjarga land- inu. Hvað sem fortíðinni líður, get- ur Tíminn ekki fórnað svo miklu máli á altari gamallar vináttu. III. I þessu sama tölublaði Lögréttu hefir Guðmundur skáld Friðjóns- son stungið niður penna og bland- ar sér í umræðumar um hin yfir- standandi stórmál, bankamálin og stjórnarskiftin. Skáldinu hefði það verið ákjósanlegra í alla staði, að hann hefði látið það' ógert. Afsakanlegra er það um skáld- ið á Sandi, en ritstjóra Lögréttu, að hann trúi því sem „þilin hérna í Reykjavík“ „gátu hermt honum frá ráðagerðum Tímamanna“. En hann hefir enga afsökun, fremur en hinn, að hlaupa í blöð með þær slúðursögur, sem hann hefir heyrt „þilin“ segja, eða honum hafa ver- ið sagðar í þeim óteljandi kaffi- „selsköpum“, sem hann hefir starfað að hér í bænum í fulla tvo mánuði — og hefðu margir óskað honum betra hlutskiftis en að bráðna við kaffihita og annan stórborgaranna reykvísku. En meginmál skáldsins er það, að draga dár að þeirri uppástungu Tímans, að mynduð væri ópólit- isk stjórn. Hann kallar það hlát- ursefni og ekkert annað. Iionum finst það sú endemis fjarstæða, að ekki megi annað en hlægja að. Skáldinu hefir skotist yfir að lesa það, sem Tíminn sagði frá, að að þessu ráði hefir hnigið best meuta þjóð Norðurlanda, undir mjög svipuðum ki’ingumstæðum og nú eru hjá okkur. Og gerir Tíminn ráð fyrir, að skáldið fái fáa menn til að hlægja með sér að Svíum. þetta frumhlaup skáldsins á hendur Svíum og Tímanum sann- ar það, sem áður var kunnugt, að honum er betra að fást við skáld- skap en stjórnmál. Vill Tíminn, í fullri vinsemd þó, minna skáldið á orð, sem Skarphéðinn mælti forðum við þorkel hák, nábúa skáldsins: „Hefir þú og lítt riðið til alþingis eða starfað í þing-. deildum, og mun þér kringra að hafa ljósaverk að búi þínu að Öxará í fásinninu“. þar sem skáldið leyfir sér að gefa það í skyn, að þessi uppá- stunga Tímans sé ekki af heilind- um fram borin,er þess að geta, að hann hefir enga heimild fyrir slík- um ummælum, aðra en slúðursög- ur „þilanna“. Hefði honum verið sæmra að gefa sér tíma til að finna ritstjóra Tímans að máli, til þess að fá að vita hið sanna, en að fara með ósannar dylgjur. Tíminn er þess fullviss, að Guð- mundur hefði ekki haft slík um- mæli, hefði hann ekki verið farinn að draga dám af reykvísku við alllanga dvöl á óheppilegum stöð- um. því að það er svo óeðlilegt, að bóndi fari að gera að hlátursefni áskorun til þingflokkanna um að láta niður falla deilumálin og sam- Framh. á 4. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.