Tíminn - 16.04.1921, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.04.1921, Blaðsíða 4
50 T 1 M I N N HmiitennsMm Skóverslun Hafnarstrætl 15 Selur landsins bestu gúmmí- stígvél, fyrir fullordna og börn — ásamt allskonar leðurskó- fatnaði, fyrir lægst v e'rð. Grreið og ábyggileg viðskifti. Framh. af 1. síðu. einast um ópólitiska stjórn til þess að bjarga landinu. Fyrir um það bil 15 árum, snemma á fyrri stjómartíð Hann- esar Hafstein, ritaði Guðmundur langar skammagreinar um Hann- es í Norðurland. Hann hafði þá meðal annars þau orð, að hann lýsti handseldri sök æskunnar ís- lensku á hendur Hannesi. Jón Hjaltalín skólastjóri, sem betur þekti æskuna en Guðmund- ur, efaðist um heimildir þeirrar handsölu. En Tíminn efast ekki um heimildir fyrir handsölu þeirr- ar sakar, sem Guðmundur lýsir nú. Hann lýsir handseldri sök aft- urhaldsins á hendur Tímanum — af hálfu stórborgaranna í Reykja- vík, sem hafa brætt hann við kaffihita og annan, af hálfu þeirra fslendinga, sem ekki þora að halda fram rétti íslands gegn er- lendum auðmönnum. ----o---- Rústir. IX. þegar samsteypustjómin var mynduð 1917, úr þrem aðalflokk- um þingsins, var það miðað við vandræði þau, sem þá stóðu yfir. Til að standast örðugleika stríðs- ins, þurfti stjóm sem hafði stuðn- ing og traust mikils meiri hluta af borgurum landsins. Nú er útlitið miklu geigvæn- legra heldur en á stríðstímunum. Atvinnuvegimir lamaðir, atvinnu- rekendur hafa safnað skuldum. Fjárbrallsmenn era að verða gjaldþrota hópum saman og draga ráðsettari menn í hrunið. Skipin hafa lítið og stundum ekk- ert að flytja til og frá landinu, eða milli hafna. Talað um að leggja Sterling upp, því að landið hafi ekki efni á að láta dýrt skip fara tómt hverja hringferðina eftir aðra. Starfsmannalaunin vaxa þjóðinni yfir höfuð, þannig þess að koma upp álitlegum vara- sjóði, svo að traust hans verði meira út á við, en reikningar hans bera með sér að hann hafi vara- sjóð er nokkuð munar um. þetta er og óhjákvæmilegt fyrst í stað, á meðan bankinn er að byrja starf- semi sína og hefir ekki náð nægi- legri veltu til þess að standast reksturskostnað. Að vísu er veðdeild Landsbank- ans svo stór, að bankinn yrði ekki í vanda staddur vegna reksturs- kostnaðar, ef veðdeildin væri ó- skilinn hluti af bankanum. En hún verður það ekki, heldur sérstök deild, alveg eins og hún er nú í Landsbankanum. Hún borgar bankanum ákveðna upphæð til stjórnar- og reksturkostnaðar og líklega á varasjóði veðdeildar- flokkanna. Samkvæmt tillögum Jóns þor- lákssonar á nú bankinn að greiða af skuldabréfum og bankavaxta- bréfum stofnsjóðsins fulla vexti, alla vexti, er til falla. Stofnsjóður- inn verður allur útlagður í skulda- bréfum og bankavaxtabréfum, og þar sem bankinn á að borga fulla vexti af þeim, hefir hann engu eigin fé úr að spila. Aukinn kostn- aður við stofnúh bankans og starfrækslu fyrsta árið, fram yfir það, sem veðdeildin borgar, yrði því allur að koma af tillögum nýrra lántakenda til varasjóðs. Af því leiðir það, að störf bank- að þótt ekki sé bygt eitt einasta hús, brú, lagður sími eða vegar- spotti, er ástæða til að óttast, að tekjurnar nægi ekki fyrir útgjöld- um. Verst er þó sú stöðvun, sem leiðir af kreppu íslandsbanka. þeir atvinnurekendur, sem treyst hafa aðstoð hans erlendis, hafa nú í heilt ár enga hjálp fengið í þeim efnum. Af þeirri stöðvun leiðir síð- en kyrstöðu í framleiðslu og alls- konar viðskiftum. Aldrei hefir landið haft meiri þörf slíkrar stjórnar með sterku þing- og þjóð- fylgi. En aldrei hefir stjóm haft minna fylgi og stuðning heldur en sú, sem nú situr við stýrið. Af- leiðingin er auðsæ. Vandamálin safnast fyrir, verða erfiðari með degi hverjum. þá aðila, sem eiga að ráða fram úr, vantar frumskilyrðin til að geta leyst verk sitt af hendi. Að lokum kem- ur hranið ái öllum sviðum félags- lífsins. „Hverju verður að bjarga eftir eitt ár, ef svo er haldið fram stefnunni ?“ sagði gætinn embætt- ismaður nýlega við þann sem þetta ritar. Og fleiri en hann sjá að hverju fer. X. þessi úrslit era ekki kynleg, ef athugað er ógæfuspor J. M., stjórnarmyndunin í fyrra. 1 þeim flokki, sem sumpart studdi stjóm hans eða lét hana hlutlausa, voru mestu andstæðurnar, sem til era í þinginu. þar var ein af mestu eyðsluklóm þingsins og mestu nurlararnir. Meiri og minni hluti úr fossamálinu. Aðalforvígismenn landsverslunar og aðalféndur hennar. Ágætis samvinnuforkólf- ar og menn, sem ekki mega heyra samvinnu nefnda án þess að kom- ast í ilt skap. Nokkrir af allra eindregnustu bannmönnum þingsins og helstu formælendur brennivínsstefnunnar. Menn sem vilja framar flestu öðra koma Is- landsbanka undir þjóðleg yfir- ráð, og menn sem una prýðilega við að auka vald og réttindi út- lendu eigendanna. í stuttu máli, stjórnin hafði svo sundurleitan þingstuðning sem framast var unt að fá. Nú munu vera til þeir menn, sem ekki sjá gerla hverskonar vinnubrögð sú landsstjóm hlýtur að hafa, sem er svo ólánssöm að hafa þvílíkt brautargengi. Tökum bannmálið og íslandsbanka til skýringar. Sumir stuðningsmenn- irnir vilja að banninu sé fram- fylgt, og bankinn settur undir ís- lensk yfirráð. Aðrir vilja að bann- ans og sala vaxtabréfa í byrjun þarf ekki að ganga veralega illa til þess að bankinn fari á haus- inn þegar á fyrsta ári. En það er þó sjálfsagt ekki tilætlunin með stofnun hans. það liggur í augum uppi, að bankastofnun, sem byrjar með ekkert eigið fé, verður að fá dálít- inn fjárstyrk til þess að standast kostnað fyrstu árin, á meðan velt- an er að komast í það horf, að stofnunin sé sjálfri sér nóg. þann fjárstyrk ætlast frumvarpið til að bankinn fái með ívilnun á vaxtakjörum af stofnsjóðnum fyrstu árin, og svo ríflegan, að þegar í stað safnist álitlegur vara- sjóður. þau útlán era ríkinu mein- fangalaus, en bankanum ómetan- leg stoð til þess að geta hafið göngu sína sómasamlega. Loks leggur Jón þorláksson til að tillög lántakenda í varasjóð við lántöku megi aldrei hærri vera en 1%. Hversvegna vill hann hafa það lögákveðið, að þessi til- lög hér skuli vera lægri en tíðkast hjá útlendum veðlánsstofnunum, þeim sem á annað borð taka til- lög í varasjóð við lántökur? Til samanburðar má benda á, að flest öll dönsku veðlánsfélögin taka 2%. það kynni að vera ástæða til að bankinn byrjaði ekki með hærra gjaldi en 1%, en hitt væri undarlegt, að banna honum að taka hærra gjald síðar, þótt lögin séu brotin og að danskir spekúlantar ráði helstu fjármála- stofnun landsíns. Stjórnin getur ekki gert báðum til hæfis. Hún verður að velja um, en þó þann- ig, að láta svo sýnast, sem hvor- ugur styðjandinn sé brotinn á bak aftur. Nú er munur á kröfunum. Til að fullnægja bannvininum og þjóðræknismanni í bankamálinu, þarf mikið átak. það hefði þurft að taka sterklega í taumana, ef til vill víkja allmörgum óhæfum starfsmönnum úr embætti, fram- fylgja lögum í óþökk lögbrjóta o. s. frv. Ennfremur hefði þurft að taka lán erlendis, og hjálpa með því öllum þorranum af viðskifta- vinum Islandsbanka, sem þurfa á greiðslum að halda ytra. I einu orði, hjálpa bankanum og við- skiftamönnum hans og þjóðinni allri, og um leið gera bankann að innlendri stofnun. Hin leiðin var auðveldari. Að halda að sér hönd- um, láta lögbrot ekki óátalin, en óhengd, láta bankann fá miljón eftir miljón af seðlum, sem ekkert gildi höfðu erlendis, útvega engin lán,setja bankann ekki undir „administration" þótt hann bryti af sér á marga vegu beint og ó- beint. Síðári leiðin er auðveldari. það er breiði vegurinn, þar sem altaf hallar undan fæti. Athafna- leiðin er þrengi og grýtti vegur- inn. Og til ^ þess skorti mátt og megin eins og hér stóð á. Athafna- leysið hlaut að verða kjörorð stjómarinnar, eins á stóð. Og því kjörorði hefir verið trúlega fylgt, enda ekki hægt að saka þá, sem í vandanum stóðu, nema fyrir að hafa búið sér þannig í hendur. XI. Niðurstaða þessara athugana er þá sú, að íslendingum hafi aldrei legið meir á að hafa við stýrið athafnamenn og samstætt þing, heldur en nú. En í þess stað sé veruleikinn þannig, að í þinginu sé hver höndin upp á móti annari, og þó allramest meðal þeirra, sem studdu eða létu J. M. hlutlausan í fyrra. þjóðin eigi mesta sök á þessum vesaldómi, með því að senda mjög ósamstæða fulltrúa á þingið í fyrra. þar næst tók J. M. við og sprengdi að meira eða minna leyti alla flokka,með stjórn- armynduninni í fyrra. Hver ósig- ur stjómarinnar og þjóðarinnar síðan þá hefir aukið á fálmið og hringlið. því fleiri óhöpp sem hafa steðjað að, því meir hefir úrræða- leýsið vaxið. Ekki af því að menn þeir, sem á móti áttu að taka, hafi reynslan kynni að sýna, að þörf væri á að hækka gjaldið. Jón þorláksson gat þess um daginn í þingræðu, að jarðabætur væra að mestu lagðar niður hér á landi, og kendi það því, að bændur hefðu sett vit sitt og fé fast í verslun og kaupfélagsskap. En í hvaða kaupskap hefir „heili heilanna" sett sínar gáfur fastar, svo að þær verða heldur ekki not- aðar í þjónustu j arðræktarinnar ? Hann hefir að minsta kosti ekki haft af miklu að taka þegar hann samdi breytingartillögur sínar um ,, j arðræktardeild ríkisveðbank- ans“. Og Pétur í Hjörsey, hvaðan hef- ir honum komið hinn mikli snún- ingshraði í þessu bankamáli, ekki meiri fimleikamaður en hann sýn- ist vera að öðra leyti í hugsunum, orðum og athöfnum? Hann er annan daginn eindreginn með stofnun fasteignabanka, en skrif- ar hinn daginn undir nefndarálit Jóns A. Jónssonar, þar sem því er haldið fram, að fasteignabanki væri hið mesta skaðræði fyrir ís- lenskan landbúnað. Skyldi hann búast við að festa sig í sessi hjá kjósendum sínum með slíkri fram- komu í einu af helstu málum land- búnaðarins ? * -----o---- minkað, heldur af því, að þeir voru flæktir í sínu eigin neti. Hvert misstigið spor varð nýr fjötur um fótinn. þessvegna er nú komið það sem komið er. Menn kynnu nú að halda, að samkvæmt þvi sem að framan er sagt, yrði að álítast lífsnauðsyn að breyta um helst bæði þingið og stjórnina, og setja athöfn í stað athafnaleysis. En málið er alls ekki svo einfalt. Vitanlega er stjórn J. M. eins ófær til að stýra þjóð, sem er í vanda, eins og unt er að fá. Reynslan og dæmi þau, sem nefnd eru hér að framan, sanna það. En það má ekki gleyma því, að þetta er stjóm, sem þjóð- in hefir valið sér sjálf. þjóðin hef- ir kosið á þingið þá sem hún trúði best fyrir málum sínum. Meiri hluti þessara bestu manna ber á- byrgð á að þessi stjóm myndað- ist,og með hvaða hætti hún mynd- aðist. þjóðin og þingið verðskuld- ar þessvegna einmitt þessa stjórn og hennar starfshætti. það gæti verið afarnauðsynlegt að skifta um vinnubrögð um forráð lands- ins. En þjóðin á ekki heimtingu á að henni sé betur stjómað heldur en eðlilegt er samkvæmt hennar eigin tilverknaði. Að þjóð fái betri stjórn heldur en hún verð- skuldar, er fyrst og fremst rang- látt í sjálfu sér, og þar að auki mjög sjaldgæft. það er eins og að vinna í ,,lotteríinu“, skemtilegt, en óverðskuldað. það er hlutverk blaðanna að skýra málin, en ekki að ráða fram úr. það gera kjósendur, þingmenn og stjórnendur. Hrun það, sem nú er að byrja, hefir verið skýrt hér að nokkru, og rakið orsaka- sambandið. Ekki til að áfella þjóð- ina eða trúnaðarmenn hennar, heldur til að sýna fram á gömul og ný vegamót, og hvar nýungar til láns eða óláns hafa komið fram. Ástandið nú sem stendur er ákaf- lega bágborið, og þó alt útlit fyr- ir að versni stórum frá því sem nú er. En einmitt í þessu böli er einskonar réttlæti, ef litið er á málavexti. Að vinna í „lotteríinu“ getur verið einhver bót. En eng- inn skynsamur maður byggir lífs- von sína á því. Sú þjóð, sem vill sína eigin eyðileggingu, á að fá það sem hún vill. Alt annað væri ranglæti. J. J. ----o--- Fréttir. Fjáraukalögin. Ef sagnfræðing- ur ætti að rita sögu íslands árið 1921, og hefði fyrir sér fátt heim- ilda annað en fjáraukalögin, myndi hann af þeim draga þær ályktanir, að þetta ár hafi verið afbragðs góðæri á íslandi, í versl- un, um rekstur atvinnuveganna og um afkomu landsmanna yfir- leitt. Neðri deild skilur svo við fjáraukalögin fyrir 1920—’21, að veittar eru 1 miljón og rúmlega 190 þús. kr. til viðbótar þeim gíf- urlega tekjuhalla, sem varð á fjár- lögunum. það er eins og þingið taki ekkert tillit til vandræðanna sem að okkur steðja úr öllum átt- um. Af þeim mikla fjölda óhæfi- legra fjárveitinga undir núverandi kringumstæðum, ætlar Tíminn að- eins að minna á eina. það er fjörutíu þúsund króna viðbótar- fjárveiting til erindreka á Spáni og Ítalíu. Og minnir Tíminn um leið á spádóma sína um legáta- farganið. pingmálafundur var haldinn að Stað á Reykjanesi hinn 25. nóv. fyrir þrjá austustu hreppa Barðastrandar- sýslu, samkvæmt skriflegu fundar- boði, að undángengnum undirbúnings- fundum og af kjörnum fulltrúum. þessar tillögur voru samþyktar: 1. „Fundurinn skorar á þing og stjórn, að vinda bráðan bug að því, að leggja símalínuna frá Búðardal við Hvammsfjörð vestur Barðastrandar- sýslu“. 2. „Fundurinn skorar á þingið, að veita svo rífiegan styrk til Breiða- fjarðarbátsins, að hann geti fullnægt þörfum héraðsbúa, þar með talið að Karlseyjarvík við Reykhóla verði tek- in inn á fasta áætlun bátsins og að hann auk annara ferða fari að minsta lcosti 2 ferðir á ári um Vestfirði til ísafjarðar“. 3. „Fundurinn skorar á þing og stjórn að hlutast til um, að hafnimar á Gilsfirði: Salthólmavík og Króks- fjarðames, séu settar á áætlun milli- landaskipanna — Sterling — sem út- flutningshafnir fyrir kjöt. Ferð fáist seint í október". 4. „Fundurinn skorar á alþingi að láta póst ganga frá Arngerðareyri um Króksfjarðarnes og Búðardal til Borg- arness. Telur héraðið hafa verið beitt órétti þegar sú póstleið var af tekin". 5. „Fundurinn telur nauðsynlegt að ríkið nái fullum umráðum yfir vatns- afli landsins, og felur þingi og stjóm að undirbúa sem allra fyrst starf- rækslu fossa, þó með það fyrir aug- um, að þjóðeminu sé ekki hætta búin og eignarrétti einstaklingsins ekki hnekt". 6. a. „Fundurinn telur æskilegt, að ríkið kaupi Islandsbanka, sjái þing og stjórn þau kaup kleif og ríkinu í hag“. b. „Fundurinn telur nauðsynlsgt að sem fyrst verði stofnaður sérstakur landbúnaðarbanki". 7. „Fundurinn leggur áherslu á, að tekjur ríkissjóðs séu framvegis sem mest fengnar með beinuin sköttum, og að tollur á nauðsynjavörum sé af- numinn sem fyrst". 8. „Fundurinn skorar á alþingi að ákveða með lögum skattfrelsi sam- vinnufélaganna, þ. e. um aukaútsvars- skylduna". 9. „Með því að fundurinn telur fá- tækralöggjöf þjóðarinnar úrelta og ó- samrýmanlega mannúðarkröfum tím- ans, sérstaklega hvað snertir sveit- festina og þann ágreining er hún veld- ur, og sem oft og einatt kemur óþægi- loga við þurfalingana, þá ályktar hann að skora á alþingi að breyta fá- tækralöggjöfinni þannig, að fram- færsluskylda þurfalinga sé færð af sveita og bæjarfélögunum yfir á rík- ið“. 10. „Fundurinn skorar á alþingi að veita ríflegan styrk til alþýðuskóla í sveitum". 11. „Fundurinn skorar á þing og stjórn að koma á gæðaeftirliti á inn- fluttri mjölvöru". 12. a. „Fundurinn skorar á þing og stiórn aö veita ríflegan styrk einstök- um mönnum og félögum til þess að koma á fót iðnaðarstofnunum, t. d. ullar og sútunarverksmiðjum". b. „Fundurinn telur nauðsynlegt að þing og stjórn vinni að því, að hinn mikli auður, sem liggur í síldveiðinni við landið, verði þjóðinni að almennri og tryggari notum en nú er, og leggur , til að unnar séu úr síldinni verk- smiðjuvörur og að ríkissjóður annað- hvort taki að sér stofnun og rekstur siíkra verksmiðja, ella styrki þau fyr- irtæki til einstakra manna eða fé- laga“. 13. „Fundurinn skorar á þing og stjórn að auka svo ríflega styrkinn til Búnaðarfélags íslands, að það sé bært um og með því skilyrði, að það auki sem því nemur styrkinn til búnaðar-' sambandanna og að þau noti það fé til jarðræktarframkvæmda í sveitun- mn. Lítur fundurinn svo á, með þetta fyrir augum, að alt tillag til Búnaðar- félagsins megi ekki vera minna en a. m. k. 300 þús. krónur á ári“. t Framsóknarflokkurinn. pess var getið í síðasta blaði, að meiri hluti framsóknarflokksins, sem ekki greiddi stjóminni vantraust, réði henni til að segja af sér. Til frekari skýringar skal þess getið, að það var allur gamli Framsókn- arflokkurinn sem þetta gerði. Af nýju mönnunum í flokknum aft- us á móti ekki þeir þrír: Jón Sig- urðsson, Magnús Kristjánsson og Stefán Stefánsson. -----o----- Útfirí. Kveðið um hnignun ljóðasmiðs: Nú er dísin niðurlút, nærri er andinn strandi. Fólkið sér að fjarar út fyrir landi á Sandi. Ritstjóri: Tryggvi pórhallsson Laufási. Sími 91. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.