Tíminn - 16.04.1921, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.04.1921, Blaðsíða 2
48 T 1 M I N N hlutafólag heldur aðalfund sinn 26. júní þ. á. Dagskrá samkvæmt 13. grein fé- lagslaganna. ísafirði 8. apríl 1921. Stjórnin. Eins og undanfarin ár, verður inntökupróf haldið fyrstu daga næstkomandi skólaárs, 3. og 4. október. Inntökuskilyrði: 1. Að þekkja orðflokkana og reglulegar beygingar í íslensku (sam- kvæmt Litlu Móðurmálsbókinni Jóns Ólafssonar). 2. Að hafa lesið í dönsku einhverja lestrarbókina: Jón Þórarins- sonar, eða Þorleifs og Bjarna, eða Steingríms, eða Jóns Ófeigs- sonar. 3. Að hafa lesið 50 fyrstu kaflana í öeirsbók eða sem því svarar í öðru. í öllum málunum er heimtað að nemandi þekki orðflokka, beygingar og kennimyndir (og kyn). 4. Að kunna 4 höfuðgreinar (saml., frádr., margf. og deiling) í heilum tölum, brotum (og tugabrotum). 5. Gott siðferði. 6. 16 ára aldur (minst). I hvoruga deild fær neinn inntöku, sem hefir næman sjúkdóm. Allar umsóknir um upptöku eiga að vera skriflegar og sendast form. skólanefndar eða skólastjóra. Reykjavík, 15. apríl 1921. Jón Sivertsen. Islensk eða dönsk yerslun. það mun ekki vera margt sem menn eru jafnsammála um og það, að það hafi verið eitthvert stærsta sporið sem íslendingar hafa stigið á leiðinni til efnalegs sjálfstæðis, er þeir náðu verslun- inni að miklu og mestu leyti í sín- ar eigin hendur. Er þetta svo auð- sær sannleikur, að ekki gerist þörf nánari rökstuðnings. Jafnsammála eru menn um hitt, að þá væri um stórkostlega hættu- lega afturför að ræða ef aftur færi nú að síga undan brekkunni, þ. e. ef atvikin réðu því nú, að versl- unin færi aftur að dragast úr höndum íslendinga og í hendur út- lendinga. En þeir menn, sem best þekkja til, vita það, að nú sem stendur vofir hættan yfir, að þetta verði, og það er þegar orðið í nokkrum stýl. Ástæðan til þess er auðsæileg þeim sem gera sér nánari grein fyrir núverandi fjárhagsástandi Islands. það er liðið nálega ár síðan Is- landsbanki hætti að geta „yfir- fært“ fé til útlanda nema mjög takmarkað. það er svo komið, að nálega allir íslenskir kaupsýslu- menn eru í stökustu vandræðum um að fá erlendan gjaldmiðil. Mikill meiri hluti þeirra getur því sumpart alls ekki, og sumpart ekki nema að sáralitlu leyti greitt ándvirði þeirra vara, sem þeir vildu flytja inn, og fá því ekkert eða sem ekkert keypt af útlend- um vörum. Um útlendu verslanirnar horfir þetta alt öðru vísi við. þær hafa ávalt fengið rekstursfé sitt að mestu eða öllu leyti frá útlöndum. þær fá það enn og þar með nægi- legan erlendan gjaldeyri. þær eru því ekki í sömu vandræðunum og íslensku kaupsýslumennirnir. það er á vitorði allra kunnugra manna hér í bænum, að nú ágerist meir og meir innflutningur til hinna útlendu, sérstaklega dönsku verslana. þær fá fullfermi í flest- um skipum, sem til landsins koma, en Islendingarnir sára lítið. það eru sárafáar verslanir, aðr- ar en Samband íslenskra sam- vinnufélaga, sem nokkuð verulega geta hamlað upp á móti þessu. Hver bót verður á þessu ráðin? fastinÉÉiiij H ild. Tvö þingskjöl, snertandi frv. til laga um stofnun Ríkisveðbanka íslands, hafa verið lögð fram í neðri deild þessa dagana, og eru bæði þess eðlis, að ef þingdeildin tæki þau til greina, væri fast- eignabankinn úr sögunni að þessu sinni. Sá er þó munur á þessum tveimur skjölum, að annað þeirra, frá Jóni A. Jónssyni og Pétri þórðarsyni, stefnir með fullum vilja höfundanna að því, að drepa málið, en hitt skjalið, frá Jóni þor- lákssyni, stefnir að vísu að því sama, en að því er virðist án vilja höfundarins. þar er um breyting- artillögur að ræða, er tillögumað- ur sjálfsagt hefir ætlast til að yrðu til bóta frumvarpinu, en í raun og veru stórskemma það, svo að það er að minsta kosti mjög efasamt, hvort tiltækilegt þætti að byrja á bankanum fyr en búið væri með nýjum lögum að bæta úr þeim skerndum á frum- varpinu, er breytingarnar hefðu í för með sér, ef þær yrðu sam- þyktar. Nefndarálit Jóns A. Jónssonar og Péturs ræður eindregið til að fella frumvai-pið. Aðalástæðan er sú, að Ræktunarsjóðurinn, ef hann væri lagður til bankans sem stofn- fé, gæti eigi haldið áfram að veita jafnódýr lán til jarðræktar og Bótin getur ekki verið önnur en sú, að koma aftur á eðlilegum fjár- hagsskiftum milli Islands og út- landa, þ. e. að eðlilegar „yfirfærsl- ur“ peninga hefjist á ný milli bankanna íslensku og erlendra banka. Og það er ekki nema ein leið sem sjáanleg er til þess að það takist, og hún er sú: að landið kaupi íslandsbanka, rétti fjárhag hans, og neyti þess að koma alls- herjar-skipulagi og góðu samstarfi á bankamál sín. Með öðrum orðum: Vörnin gegn þeirri stórkostlegu afturför, að verslun Islands drag- ist aftur að miklu leyti í hendur útlendinga, er sú, að landið kaupi íslandsbanka. ----o---- llm siiÉijðl Breta. Hér á landi er allstór flokkur manna, sem vill láta samvinnufé- lög greiða gjöld til almennra þarfa, bæði útsvör og tekjuskatt til landssjóðs, eftir veltu. Og í kaupstöðunum er þessari reglu fylgt hiklaust. Samkvæmt þessu má hér í Reykjavík leggja jafn- hátt útsvar á kaupmann, sem sel- ur aðflutta vöru fyrir 100 þúsund krónur og græðir fyrir utan rekst- urskostnað 25 þús., eins og á kaupfélag, sem hefir sömu veltu, en afhendir vöruna félagsmönn- um sínum með sannvirði. Vita- skuld er þetta frámunalegt rang- læti. Og þetta ranglæti verður enn átakanlegra, ef litið er á, hversu voldugasta nábúaþjóðin stendur okkur framar í þessu efni. Samvinnustefnan er sprottin upp í Englandi. Elstu kaupfélögin þar eru nær því 80 ára gömul. Litlu eftir að félagsskapur þessi byrjaði, samþykti enska þingið lagabálk um samvinnufélög (1852). Og inn í þann lagabálk var sett ákvæði, sem staðið hefir í meira en hálfa öld, að samvinnu- félög skyldi ekki greiða tekjuskatt til ríkisins, hvorki af verslun fé- lagsmanna, eða af sjóðum þeirra. Aftur á móti hafa ensku félögin jafnan greitt fasteignaskatta bæði til ríkissjóðs og sveitar. Hefir þessi lausn á málinu gefist prýði- lega. Félögin hafa dafnað í skjóli eðlilegrar lagaverndar. þrætur eins og útsvarsmál félaganna hér á landi, hafa ekki þekst í Eng- landi. Á allra síðustu árum hafa kaupmannasinnar þar í landi lát- hann gerir nú. Nefndarálitið telur „fyrsta skilyrðið til jarðræktar- starfsemi hagkvæmar lánveiting- ar með lágum vaxtakjörum". þess vegna sé nauðsynlegt að láta Ræktunarsjóðinn starfa éins og hann hefir gert, og efla hann með lántökum erlendis, þó að ríkið tapaði á því, að greiða hærri vexti fyrir lánsféð, en lántakendur greiða sjóðnum. þessir þingmenn virðast þannig álíta, að jarðrækt- arstarfsemi geti alls ekki borgað sig. Fyrsta skilyrði hennar sé að fá gjafafé úr ríkissjóði, því að lán með lægri vöxtum en annars ger- ist um jafntrygð lán á sama tíma, eru ekkert annað en gjöf, styrkur af almannafé. Ef þetta væri nú rétt skoðun, þyrfti ekki að gera sér háar von- ir um ræktun landsins úr þessu, þar sem þessir tveir háttv. þing- menn eru búnir að sýna mönnum fram á, hvílík fjarstæða það sé, að hugsa til jarðræktar án þess að fá féð að nokkru leyti gefins. En sem betur fer er þetta ekk- ert annað en vitleysa. Skynsam- lega unnar jarðabætur hér á landi borga sig vel, stundum svo vel, að þær gefa 10 peninga fyrir einn. En til óskynsamlegra jarðabóta á ríkið ekki að stuðla, hvorki með gjafafé úr Ræktunarsjóði, eða á annan hátt. þetta vita bændur líka mjög vel. Annars væri jarðræktin ekki ið meir til sín heyra. En svo er þeim þungt fyrir fæti, að fulltrúar kaupmanastefnunnar í skatta- nefnd þeirri, sem fjallaði um mál- ið í fyrra, komast þannig að orði, að þeir fallist alls ekki á þann frá- leita hleypidóm, að tekjuafgangur í samvinnufélagi, sem myndast við skifti félagsmanna, og er út- borgaður þeim, sé gróði félagsins og geti verið skattstofn. Eri það sem enskir kaupmannasinnar telja fráleitan og barnalegan hleypidóm, telja stallbræður þeirra á Islandi háleita visku. Einstaka þingmenn álíta ó- heppilegt að setja skattaákvæðin komin það áleiðis hér á landi sem hún er, þrátt fyrir fjárskort og ýmsa erfiðleika. Bændur eru ekki svo heimskir hér á landi fremur en annarsstaðar, að þeir eyddu fé sínu í fyrirtæki, sem gæti ekki skilað fénu aftur með vöxtum og vaxtavöxtum. Eða er nokkur þing- maður svo bamalegur að ímynda sér, að ódýru lánin úr ræktunar- sjóði hafi átt nokkurn teljandi þátt í þeim jarðabótaframkvæmd- um, sem þrátt fyrir alt hafa átt sér stað hér á landi? það munar áreiðanlega lítið meira um þau, en munar um einn dropa í hafinu. Skortur á nægu lánsfé, með hagkvæmum afborgunarkjörum stendur jarðræktinni fyrir þrif- um, miklu fremur en skortur á sérstaklega ódýru fé eða gjafafé. þess vegna kæmi Ræktunarsjóður- inn að miklu meira gagni fyrir jarðræktina sem stofnsjóður í fasteignabanka, með því að nota hann til tryggingar margfaldri upphæð lánsfjár, með venjulegum fasteignalánskjörum, heldur en með því að úthluta úr honum smá- upphæðum, með lágum vöxtum, til fáeinna manna í landinu, eins og nú er gert. þetta hafa menn líka skilið rétt á fyrri þingum, því að þá hefir verið talið sjálfsagt að leggja einmitt Ræktunarsjóð- inn, einn meðal annara sjóða, til fasteignalánsstofnunar fyrst og fremst fyrir landbúnaðinn. inn í samvinnulögin. Vilja láta þau bíða endurbóta á sveitar- stjórnarlögunum o. s. frv. þetta mun stafa af athugaleysi og ó- kunnugleika. það sem ensk lög- gjöf hefir látið sér sæma að lofa að standa óhreyfðu í 70 ár, getur tæplega frá „parlamentarisku“ sjónarmiði, verið sú goðgá, að al- þingi sé ósamboðið að fylgja for- dæminu. Skattaákvæðin eiga vit- anlega að vera í samvinnulöggjöf- inni fyrst og fremst, og vera tek- in þaðan upp í aðra lagabálka, sem snerta fjármál landssjóðs og bæjarfélaga. þetta hafa Bretar fundið og hagnýtt sér. Sennilegt önnur ástæða gegn bankanum í nefndaráliti minni hlutans er sú, að vaxtabréf bankans mundu ekki seljast, því að hér á landi sé ekki markaður fyrir slík bréf. Löngun íslendinga til bankavaxtabréfa- kaupa hafi aldrei verið mikil, o. s. frv. Ef þingið skyldi komast að sömu niðui’stöðu nú, þá er það leiðinlegt, að það skyldi ekki sjá þetta fyrri. En það stafar sjálf- sagt af því, að Jón A. Jónsson og Pétur hafa eigi fyrri en nú haft tækifæri til þess að fræða þingið í fjármálaefnum. Áður hefir þing- ið altaf verið að heimta lánsstofn- un, sem einmitt ætti að útvega sér veltufé með sölu vaxtabréfa. En ef þingmenn hefðu séð það strax, að slík leið væri ófær, eins og minni hlutinn í nefndinni segir, þá væri ekki sá skaði skeður, að búið er að verja fé og fyrirhöfn til undirbúnings lánsstofnunar á þeim grundvelli, er fyrri þing hafa talið álitlegastan. þá hefðu menn aldrei hugsað hærra en það, að beita fyrir sig nokkur hundruð kr. lánum úr Ræktunarsjóðnum sem aðallyftistöng búnaðarbóta og framfarafyrirtækja í landinu, eins og þingm. Mýramanna og Isafjarðarkaupstaðar virðast álíta hið eina skynsamlega. En hvaðan hafa þessir háttv. þingmenn vissuna fyrir því, að vaxtabréf eigi svona sérstaklega illa við íslendinga, fremur en aðra er, að nokkurt samband sé milli þess, að löggjöfin enska hefir ver- ið svo víðsýn og frjálslynd, og að samvinnustefnan hefir meir áork- að til góðs fyrir þjóðina, heldur en í nokkru öð:ru landi. ----o--- Á víð og dreíf. Dönsk og íslensk löggjöf. íslensk lagagerð hefir á síðari árum að mjög miklu leyti verið háð dönskum fordæmum. Engin erlend löggjöf hefir haft nándar nærri þau áhrif hér á landi, eins og löggjöf Dana. þó er ein undan- tekning. Stjómin leggur fram frumvarp um tekjuskatt. Sam- kvæmt því yrðu samvinnufélög á íslandi að greiða alt að því fjórða hlut árlega af framlagi í varasjóð. það myndi þýða það, að félögin mynduðu enga varasjóði. En í Danmörku eru sjóðir samvinnufé- laganna algerlega undanþegnir skatti, af því að það er álitið, að þau séu til vegna almenningsheilla, og í raun og veru opinber eign. Og í Danmörku ráðast engir menn á þetta skattfrelsi sjóðanna, nema allra þröngsýnustu hægri menn- irnir. Radikali flokkurinn, bænd- urnir og verkamenn standa þar allir á verði um það að löggjöfin misbjóði ekki samvinnufélögun- um. Úr því að það er siður að hafa Dani til fyrimiyndar um flest í löggjöfinni, er síst ástæða til að víkja frá fordæminu, þó að hagsmunir einhverra kaupmanna komi til greina. Seðlafrumvarp stjórnarinnar. Jón Magnússon lætur sér á sama standa þótt molduð séu frumvörp hans, flest eða öll. Tal- ið er að honum muni þó þykja eft- irsjón í einu. En það er líka það frumvarpið, sem beinlínis er hættulegt landi og lýð. Um önnur stjómarfrumvörp, t. d. menta- skólabreytingamar, sóttvamar- læknirinn o. s. frv. má segja, að þau væru heimskuleg eða óþörf. En um seðlafrumvarpið verður varla kveðinn upp svo vægur dóm- ur. Stjórnin leggur til að leyfa Is- landsbanka tvenn hlunnindi. Að auka hlutaféð um helming, og að skila af sérseðlafúlgunni á tæpum 15 árum. Ef leyfð væri hlutafjár- aukning, yrði því nær ómögulegt að kaupa bankann og koma hon- menn? Á reynslu getur það álit ekki verið bygt, því að það er enn óreynt, hvernig vaxtabréf seldust hér, ef jafn ötullega væri unnið að útbreiðslu þeirra og sölu eins og tíðkast um samskonar bréf í öðrum löndum. Hér hefir aldrei enn verið reynt að vekja eftirtekt almennings á bankavaxtabréfum, svo að heitið geti. Varla einu sinni hægt að segja, að fólk hafi verið frætt um, að slík bréf væru tií, því síður að bréfin hafi verið fáanleg nema með mikilli fyrir- höfn, og aðeins á fáum stöðum á landinu. pá fyrst, þegar úr þessu verður bætt, getur reynslan skorið úr því, hvort vaxtabréf em seljan- leg hér eins og í öðrum löndum, eða hvort íslendingar eru með þeim ósköpum fæddir, að hatast við alla slíka pappíra. En þó að svo skyldi reynast, er ekki vonlaust um að selja íslensk vaxtabréf í öðrum löndum. Að vísu væri það sjálfsagt ekki hægt nú sem stendur, en þeir tímar koma fyr eða síðar, að engin goð- gá væri að hugsa sér slíkt, og þá gengur salan áreiðanlega því bet- ur, sem stofnun sú, er gefur út vaxtabréfin, er eldri og reyndari, svo að hægt sé að sýna fram á, að hún hafi staðist að minsta kosti nokkurn reynslutíma, og ekki borið á öðru en að alt sé tryggilega útbúið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.