Tíminn - 06.08.1921, Page 1
*
V. ár.
Reykjavík, 6. ágúst 1921
32. blað
I.
Seint í marsmánuði síðastliðn-
um var haldinn fjölmennur full-
trúafundur Norðurálfuríkjánna í
Parísarborg, um heimsbaráttuna
gegn vínbölinu. Fulltruafundur
þessi samþykti þá ályktun sem hér
fer á eftir og beindi henni til al-
þj(3ðabandalagsins. Hefir fram-
kvæmdaráð alþjóðabandalagsins
þvínæst birt ályktunina öllum
þeim þjóðum sem eru í alþjóða-
bandalaginu.
Ályktunin hljóðar svo:
„Fundurinn lætur í ljós mikla
gleði sína yfir því að alþjðða-
bandalagið hefir gert gangskör að
því að útrýma hinni hvítu þræla-
sölu í hinum ýmsu löndum og að
það hefir gert ráðstafanir til þess
að vernda innfædda kynþáttu
gegn áfengissölu.*)
Fundurinn leyfir sér að mælast
til þess, að alþjóðasambandið, og
framkvæntdaráð þess, geri ráð-
stafanir til þess að vernda smá-
þjóðirnar gegn því, að þær séu —
gegn eigin vilja — neyddar til
þess, af stórþjóðunum, að hafa á-
fengisverslun.
Fundurinn lætur þá von í ljós að
alþjóðabandalagið styðji þá grund-
vallarreglu, að sérhver þjóð megi
ltafa óbundnar hendur unt að á-
kveða, ltvaða leiðar hún fer unt að
tryggja heilbrigði sína og siðferði-
lega velferð, án þess að eiga á
hættu að lenda í verslunarófriði
eða annaiskonar ófriði.“
Með því að birta öllum þjóðum,
sem eru í alþjóðasambandinu,
þessa ályktun hefir framkvæmda-
ráð alþjóðasambandsins lýst sig
henni a. m. k. mjög hlynt.
pað er þegar orðið langt síðan
að ályktunin var þannig birt.
II.
AlviðurkendUr sannleiki er það
orðinn að eitt aðaleinkennið á
hinni núverandi íslensku lands-
stjórn ei' það að gera ekki neitt, ef
það er mögulegt með nokkru móti
aS komast hjá því að gera eitt-
hvað.
Sverðið sem vofði yfir höfði
okkar íslendinga út af spönsku
samningunum var bein afleiðing
þessarar grundvallarreglu í starfs-
aðferð stjórnarinnar.
Stjórnin gerði bókstaflega ekki
neitt, hvorki fyr né síðar, til þess
að firra landið því fári. það að
frestur fékst í bili, er ekki að neinu
leyti landsstjórninni að þakka.
það er Dönum að þakka, sem
stóðu við hlið okkar næsta drengi-
lega. þeir neituðu að rita undir
verslunarsamning við Spán nema
við fylgdust með. En Spánverjum
reið miklu meir á því en Dönum
að samningarnir tækjust. Ef til
vill kemur það og síðar á daginn
að það sé og ýmsu öðru að þakka
að fresturinn fékst.
Landsstjórnin íslenska leiddi
sverðið beinlínis yfir höfuð okkar
*) Mcð þessu mun einlcum átt við
Indíánana í Bandaríkjunum sem voru
á hraðri leið að gjöreyðast, vegna
drykkjuskapar.
með því að vanrækja að gera það
sem átti að gera.
Ilún gætti þess vandlega að
láta engan íslenskan mann koma
næi'ri samningagerðinni á Spáni.
Enginn maður mátti vera þar sem
gat túlkað málið af íslands hálfu
og hafði til þess næga þekkingu á
íslenskum högum. Og þó var
Sveinn Björnsson í Kaupmanna-
höfn, maður sem mátti bera fult
traust til í þessu efni, í þjónustu
stjómarinnar og hafði þar ekkert
að gera. Stjómin gerði jú eitt:
Iiún kallaði Svein Björnsson heim
til þess að vera við konungskom-
una! Var það beinlínis gert til
þess að hindra það að nokkurt
gagn gæti orðið*að Sveini Björns-
syni suður á Spáni?
Hún gætti þess og vandlega
landsstjórnin að gera ekkert til
þess að leita styrks og aðstoðar
hjá öðrum þjóðum gegn þessari
kúgunartilraun Spánverja. Að svo
miklu leyti sem unt var fór stjórn-
in með málið eins og barnsmorð.
það var varla mögulegt, lengi
frameftir, að fá neitt verulegt um
málið að vita. Og þó hlaut stjórn-
inni að vera fullkunnugt um ofan-
ritaða tilkynningu alþjóðabanda-
lagsins.
þó lá það alveg beint við að
vinna í samvinnu við Norðmenn.
þó var það vitanlegt að sterk
öfl og sterkar stofnanir eru til í
heiminum sem ekki munu vilja
horfa á það að smáþjóð sé kúguð
í liáleitu siðferðis og mannúðar-
máli.
þó er það vitanlegt að voldug-
asta þjóð heimsins, Bandai’íkin í
Ameríku, hefir beitt sömu aðferð
og ísland um að losna við vínbölið.
Að gera ekkert hefír hingað til
verið grundvallarregla landsstjórn-
arinnai' í þessu máli.
Með því að gera ekkert reiddi
stjórnin sverðið að höfði okkar.
Spurningin er nú þessi:
Ætlar stjómin að halda fast við
þá reglu áfram að gera ekkert?
Sú spurning er næsta alvarleg,
því að ekki er fenginn nema
þriggja mánaða frestur, og sverð-
ið vofir því enn yfir.
Af undanfarinni reynslu verður
ekki við öðru búist en að stjómin
haldi fram fast við regluna að
gera ekkert.
það verðui' vikið að þeirri hlið
málsins í næsta blaði.
.o-
í íslenskri jarðrækt.
Eftir
Jón Jónatansson.
Jai'ðyrkjuvinnan í Fossvogi
undanfarna daga hefir þótt mikil
nýjung, og hafa margir af bæjar-
búum brugðið sér suðureftir;
mun flestum hafa getist vel að, og
það er síst furða þó að slík vinnu-
bi'ögð sem þar má sjá veki athygli
okkar hér, sem lifum ýmist á afar-
dýrri mjólk eða í mjólkursvelti,
þrátt fyrir það þó nóg sé hér af
ræktanlegu landi sem bærinn á,
en ekki hefir þótt tiltækilegt að
reyna að rækta. Er það því ofur-
skiljanlegt að ýmsum finnist sem
þeir nú sjái hylla undir einhverja
úrlausn á mjólkurvandræðunum,
láti sig dreyma um stórfelda jarð-
rækt hér og kúabú o. s. frv.
En svo mikil nýjung sem vél
þessi er og vinnubrögð hennar, þá
er hitt ekki minni nýjung, að slíkt
nýtísku vinnutæki skuli sjást hér í
starfi nær því samtímis eða fáum
árum eftir að það kemur fyrst í
notkun í nágrannalöndunum. Við
erum hinu vanastir að slíkar ný-
ungar geri hér ekki vart við sig
fyr en að minsta kosti svona ein-
um mannsaldri eftir að þær eru
þar alkunnar og alment notaðar.
það þarf áræði og stórhug til
þess að brjóta svo í bág við gaml-
ar venjur sem Búnaðarfélagið
hefir gert með útvegun vélar þess-
arar. þökk sé fyrir; það, hefir með
þessu sýnt að það vill fylgjast
mfeð tímanum og ekki horfa í
kostnaðinn, þar sem líklegt er að
finna megi úrlausn á þeim mein-
um, sem mest kreppa að íslensk-
um landbúnaði.
Aðalvélin er að ytra útliti sem
hver önnur dráttarvél með hjólum.
En aftan á sjálfa dráttarvélina er
festur „vals“; er hann settur í
samband við drifás frá aflvélinni
er snýr honum með geysihraða
um 1200 snúninga á mínútu. Á
þennan vals eru festir hnífar 100
—150 í senn; hefir vélin 5 eða 6
ganga af þessum hnífum af mis-
munandi gerð, eftir jarðvegi og
tilgangi vinslunnar. 2 gangar eru
sérstaklega ætlaðir fyrir mýri og
móa; eru það bjúghnífar, er ann-
ar þeirra með stuttum, breiðum
hnífum, hinn með mjórri hnífum
og lengri. þá fylgja vélinni mis-
munandi gerðir af höggspöðum;
eru þeir fremur ætlaðir fyrir
heiðamóa, þar sem lynggróður er
og viðartágar.
Hér munu yfirleitt mest verða
notaðir bj úghnífarnir. þessi
hnífaás tætir þúfurnar sundur í
smátætlur og þeytir þeim aftur
undan sér í samfeldri gusu. Stilla
má hnífaásinn eftir vild þannig að
hnífarnir taki niður á mismunandi
dýpt. Á báðum endum hnífáássins
eru hjól sem bera hann uppi. En
ásnum sjálfum með öllu tilheyr-
andi getur sá er á vélinni situr og
stýrir henni, með einu hafidtaki
lyft upp, og helst þá ásinn á lofti
meðan vill; er þetta gert þegar
vélinni er snúið við eða ekið án
þess að hnífaásnum sé ætlað að
vinna.
Aflvélih hefir 80 hestöfl, gerð
hennar er hin sama og bílvélanna
sem nú eru hér alkunnar. Benzín
er haft fyrir eldsneyti.
þegar vélinni er beitt til jarð-
vinslu, eru festar afarbreiðar hlíf-
ar á aðalhjólin og tilsvarandi hólk-
ar á framhjól. Ilefir þetta þau á-
hrif að vélin veltur ekki né hrist-
ist þó óslétt sé undir né sekkur í
þó á blautu sé. Er þessi mikla
breidd afarnauðsynleg, enda fer
vélin greiðlega og léttilega yfir
kargaþýfi. Er það líka óefað mik-
il hlífð fýrir sjálfa aflvélina og
vélina alla í heild sinni, að vélin
líður svo jafnt og rólega yfir; má
gera ráð fyrir að þetta tryggi
endingu hennar mjög mikið.
I heild sinni er vélin bákn mikið.
Dráttarvélin sjálf í heilu lagi með
hjólum vegur um 4,5 tonn. þetta
er að vísu allmikill þungi og hafa
sumir óttast að vélin væri of þung
t. d. fyrir brýrnar hér austanfjalls.
Um það hefir nú verið leitað álits
landsverkfræðingsins og telur
hann engin tormerki á þessu.
Vélin er hæg í stjórn þó þung
sé, 'hefir sterkan mótspyrnuútbún-
að til að nota þegar farið er und-
an bratta á vegi. Mun því ástæðu-
laust að óttast að nokkur vand-
kvæði séu á að flytja vélina hér á
venjulegum akvegi. þá er flutning-
ur hennar t. d. yfir skurði ekki
miklum vandkvæðum bundinn. Til
flutnings yfir mjóa skurði, um 2
m., hafa við reynslu vélarinnar í
Fossvogi verið lögð 8X8” tré, 3
hvoru megin undir hjólin, og vél-
inni ekið yfh’ á þeim. Sé um mjög
breiða skurði að ræða, yrði senni-
lega að fylla upp undir hjólin.
“ Vélin virðist sérlega vönduð að
öllum frágangi og afartraust, tals-
vert af varahlutum fylgir henni.
Hún þarf að sjálfsögðu góða hirð-
ingu, og nákvæmni í meðferð. Vit-
anlega þarf líka kunnáttu og æf-
ingu til þess að nota hana svo
hagkvæmlega sem verða má und-
ir ólíkum staðháttum og mismun-
andi vinslu á landinu. Verður að á-
líta að Búnaðarfélaginu hafi vel
tekist að sjá fyrir þessu. Maður
sá sem vélinni fylgdi hingað og
hefir stjórnað hér að mestu hing-
að til, er óefað afburðamaður í
sinni grein og þaulæfður í með-
ferð slíkra véla nú um fleiri ára
skeið. þá má fullyrða að báðir þeir
menn sem Búnaðarfél. hefir valið
til þess að læra að fara með vél-
ina séu mjög vel valdir. Báðir dug-
legir og áhugasamir efnismenn, er
hafa áður talsverða reynslu í með-
ferð véla.
Um vinnu vélarinnar verður það
af þeirri reynslu sem hér er feng-
in, í stuttu máli sagt, að hún er
alveg óviðjafnanleg. Með engum
þeim verkfærum öðrum er menn
þekkja mundi vera unt að vinna
jarðveginn svo vandlega og hag-
kvæmlega sem vélin gerir; marg-
endurtekin plæging og herfing
kæmist þar í engan samjöfnuð.
Auk djúprar og jafnrar vinslu
má telja það höfuðkost við vinnu
vélarinnar, að hún skilur grasrót-
artætlur eftir ofan á, en þetta er
afar mikilsvert með tilliti til upp-
græðslunnai'.
En hvað kostar svo þessi vinna ?
Um það er erfitt að fullyrða
nokkuð að svo stöddu, og liggja til
þess margar orsakir.
Fyrst og fremst verður slík vél
að hafa talsvert mikið verkefni í
senn á einum stað, langur flutn-
ingur milli vinnustaða mundi valda
miklum kostnaði. það er nú að
vísu vitanlegt, að fyrir þessa vél,
sem hingað er komin, er ærið
vei'kefni fyrir hendi, fyrst hér í
Reykjavík og grend, og síðan aust-
anfjalls, og þar fyrst og fremst í
sambandi við áveiturnar stóru á
Skeið og væntanlega Flóa. Enn er
þó vandhæfi á því að áætla hve
margir vinnudagar fást mundu á
árinu handa vélinni, én við það
verðui’ að miða vinnukostnaðinn.
Um það hve vélin afkastar miklu
má að vísu nokkuð ráða af tilraun-
um þeim, sem þegar hafa verið
gerðar með hana. Vélin hefir nú
verið notuð rúma viku á sama stað.
Land það, sem unnið hefir verið,
er sundur hólfað af skurðum og'
hver reitur milli skurða fremur lít-
ill. því minni sem hver reitur er
sem tekinn verður fyrir í senn,
þess meiri tími eyðist í snúninga.
þá hafa reitirnir sumir verið ó-
reglulegir að lögun, og hefir það
líka á sumum þeirra tafið vinnuna
alhnikið að eltast við smáskækla
og horn. Enn hefir grjót sumstað-
ar valdið nokkrum töfum. Enn-
fremur má taka tillit til þess að
ýmsar tilraunir og athuganir sem
gerðai' hafa verið á vinnu vélarinn-
ar þarna hafa hlotið að seinka
vinnunni nokkuð, og auk þess er
verið að æfa tvo menn í að stjóma
vélinni. Alt þettá hlýtur að valda
því að vinnan gangi mun seinna en
annars mundi. þrátt fyrir þetta
alt verður þó niðurstaðan sú, ef
reiknað er eftir þessari reynslu,
að óhætt mun að fullyrða, að vinn-
an verður svo miklu ódýrari en
önnur vinna, að engan samanburð
þolir.
það er nú vitanlegt, að tafir
vegna þröngra reita og óreglulegi’a
geta altaf komið fyrir, sömuleiðis
tafir vegna grjóts, og verður vinn-
an að sjálfsögðu dýrari þar sem
svo er ástatt, og því ódýrari sem
stærri spilda verður tekin fyrir í
senn.
Vinnunni hefir þarna í Fossvogi
verið hagað þannig, að flestar
spildurnar — eða allar nema eina
— hefir verið farið yfir tvisvar
sinnum, ein þeirra hefir verið völt-
uð með vélinni sjálfri til reynslu
og æfingar. Ein spilda hefir feng-
ið aðeins eina umferð og völtun.
það er sem sé unt að valta með
vélinni sjálfri, og er ekki mjög
seinlegt, því aka má vélinni með
mesta hraða, og benzíneyðslan við
völtun eingöngu er þá aðeins um .
Vé af því sem eyðist í fyrri um-
ferð við að ryðja. En sennilega
væri þó ódýrara og hagkvæmara
að hafa í seinni umférð valtara
sem tæki yfir bilið milli hjólanna
á vélinni og sem festur væri aftan
í hana; með því móti mundi mega
valta um 4 metra breitt bil í senn,
og bensíneyðslan í heild sinni verða
minni.
Við sléttun til túnræktar mun
jafnan mega gera ráð fyrir tveim
umferðum og völtun, hvort þess-
ar umferðir fara fram í einum
svip eða lengri eða skemmri tími
er látinn líða á milli, fer eftir á-
stæðum, tilhögun með ræktun
landsins, árstíma o. fl. Aftur á
móti er sennilegt að við engjaslétt-
un muni oftast nægja ein umferð
með eða án völtunar, og líklega oft-
ast án hennar. En til engjaslétt-
unar í sambandi við áveitu er mik-
ið verkeíni handa slíkri vél sem
þessari, hér í austursýslunum.
Vélin hefir nóg afl til þess að
draga við seinni umferð önnur
tæki, sem með þyrfti til ræktun-
arstarfanna, svo sem sáðvél, á-
burðardreifara, valtara, svo að
þessi störf geta öll orðið unnin í
einu, og er það mikill kostur, og
yfir höfuð er líklegt að vél þessi,
þó stór sé, sé í rauninni ekki of
stór fyrir íslenska staðhætti, þar
sem henni á annað borð yrði við
komið. Um það, hvort minni vélar
af sömu gerð mundu oss hentari,
má að sjálfsögðu deila að óreyndu,
en úr því verður ekki leyst nema
með reynslu, en ýmislegt bendir til
þess, að svo mundi ekki verða.
Eins og áður er tekið fram, er
erfitt ennþá að gera sér grein fyr-
ir hvernig reikna skuli vinnu vél-
arinnar til kostnaðar. Forseti Bún-
aðarfélagsins áætlar kostnaðinn
300—500 kr. pr. hektar, 100—166
kr. pr. dagsl., og er líklega réttast
að láta þar við sitja þangað til
fyllri reynsla fæst. þess má þó
geta með tilliti til framtíðarinnar,
að búast má við lækkandi verði á
bensíni, og eins á vélunum sjálfum.
Meira.
Jónas Jónsson skólastjóri fór
utan með Gullfossi.
Látinn er í Kaupmannahöfn Jón
J. Dalbú trésmiður héðan úr bæn-
um.