Tíminn - 06.08.1921, Blaðsíða 2
94
T 1 M I N N
Samvinnuskólinn
1921-1922
IxxzxtölsnJLslázilyrði:
Nemendur, sem hafa í hyggju að vera í Samvinnuskólanum veturinn
1921—22 verða að uppfylla eftirfarandi skilyrði við inntökupróf:
1. Skrifa læsilega rithöird. Geta gert nokkurn veginn skipulega ritgerð um
fengið efni. Hafa numið málfræði Halldórs Briem; síðustu útgáfuna.
2. Hafa lesið Kenslubók í íslandssögu, eftir Jón J. Aðils, en í mannkyns-
sögu kenslubók eftir Pál Melsteð eða eftir Þorleif H. Bjarnason.
3. Hafa numið Landafræði Karls Finnbogasonar.
4. Hafa lesið, undir handleiðslu kennara, bæði heftin af Kenslubók í dönsku,
eftir Jón Ofeigsson, og Enskunámsbók Geirs Zoéga. Hafa gert skriflegu
æfingarnar í þessum kenslubókum.
5. Vera leiknir í að reikna brot og tugabrot.
6- Hver nemandi verður að hafa fjárhaldsmann, búsettan í Reykjavík eða
þar í grend, sem stjórn skólans tekur gildan. /
Aths. Það er mjög óráðlegt, að hugsa til að sækja skólann, nerna
fyrir þá, sem eru vissir um að uppfylla þessi skilyrði. Reykjavík er nú
orðin of dýr staður til að stunda þar það, sem nema má hvar sem er
annarsstaöar á landinu. Inntöku í skólann fá konur jafnt sem karlar. Þeir,
sem ekki kæra sig urn að taka verslunarpróf, fá kenslu í bókmentasögu
og félagsfræði, í stað þess sem þeir fella niður í námsgreinum sem lúta
að verslun. —
Reykjavík 20. nóv. 1920.
Jónas Jónsson.
*
Út af flskmati.
1.
Leiðrétting.
Herra ritstjóri.
í tilefni af greininni „Vansmíði
hjá útflutningsnefnd“, er birtist í
heiðruðu blaði yðar dags. 23. þ.
m., leyfir útflutningsnefndin sér
að biðja yður að birta eftirfarandi
leiðréttingu í næsta tölublaði blaðs
yðar.
Sakir vanskila eins viðskifta-
manns útflutningsnefndarinnar
neyddist nefndin til þess að láta
selja við opinbert uppboð talsvert
af labradorfiski, er téður við-
skiftamaður hafði sett nefndinni
að veði fyrir ógreiddri skuld. Upp-
boðin eru auglýst í lögbirtinga-
blaðinu, dags. 16. september 1920,
og svo sem þar gefur að líta, minn-
ist útflutningsnefndin eigi einu
orði á flokkun fiskjarins. Nefnd-
in hefir ekki heldur átt nokkurn
beinan eða óbeinan þátt í því hvort
f&h :r.:nn var nefndur fyrsta eða
annars flokks er á uppboðsstað-
inn kom, enda er slíkt algjört
aukaatriði vegna þess, að sá er
fiskinn keypti á uppboðinu, hafði
sjálfur skoðað hann, og átti því
eigi að renna blint í sjó um gæði
vörunnar. Á uppboðsstaðnum var
það síst launungarmál, að áhætta
fylgdi kaupum þessum, að tví-
sýnt mundi hvort svo gamall fisk-
ur kæmist lítt skemdur til útlanda,
og víst er um það, að þeir er boð
gerðu í fiskinn munu eingöngu
hafa miðað tilboð sín við gæði
fiskjarins eins og þeim virtist
hann eftir að hafa skoðað hann,
svo sem og sjálfsagt var, enda
væru það fáráðlingar einir er
fremur treystu ára gömlu mati en
eigin dómgreind. Fiskur þessi
mun aldrei hafa verið metinn öðru-
vísi en sem „A“ og „B“, það er,
sem betri og lakari tegund, og
hafði nefndin aldrei farið fram á
neitt endurmat á honum, né heldur
verið kunnugt um að nokkur ann-
ar aðila hafi gert það fyrir upp-
boðið. Getsakir greinarhöfundar í
garð nefndarinnar eru því með
öllu ástæðulausar. —
Nefndinni finst ástæða til að
benda greinarhöfundi á að vörur
er seldar eru á opinberu uppboði,
seljast ávalt í því ásigkomulagi er
þær þá eru í á uppboðsstaðnum,
til sýnis hverjum kaupanda. Enda
er það tekið fram í öllum uppboðs-
skilmálum. —
Útflutningsnefndinni er það ó-
íslenski hesturinn
á Bretlandi.
1 marga síðustu áratugi hafa
verið flutt frá íslandi til útlanda
mörg hundruð hesta. pessir hest-
ar hafa mestmegnis verið fluttir
til Danmerkur og Bretlands. Gæði
hestanna hafa verið misjöfn, því
við söluna er mestmegnis tekið til-
lit til stærðar þeirra og aldurs, og
að þeir hafi ekki sjáanlega galla.
Reiðhestsefnið hefir því jafnvel
selst minna en aðrir hestar af
sömu hæð, vegna þess að þeir
mælast ver með bandmáli af því
að þeir eru vanalegri grennri. Við
höfum því engan markað fyrir
okkar bestu hesta nema innan-
lands.
Nokkuð er okkur kunnugt um
það, hvernig þessir útfluttu hest-
ar reynast í nýja heimkynninu.
Danir hæla yfirleitt íslenska hest-
inum og er hann álitinn með bestu
eða besti smáhestur þar í landi.
Islenski hesturinn hefir verið not-
aður þar í landi til margskonar
vinnu. peir menn, sem fást við
hestarækt í Danmörku, hæla ís-
lensku hestunum mjög fyrir það,
hve þolnir þeir sjeu, nægjusamir
og sterkbygðir og hafi sérstaklega
góða fætur. pó hefi eg heyrt mis-
jafna dóma um lunderni íslenska
hestsins, því sumir segja að þeir
viðkomandi mál, hvernig farið hef-
ir um fisk þennan síðar, en ein-
kennileg er sú röksemdafærsla
greinarhöfundar, að nefndin beri
ábyrgð á mati því er Pétur eða
Páll kunna að hafa framkvæmt á
fiskinum löngu eða skömmu eftir
að fiskurinn varð eign annara, á
uppboðsdegi. —
Reykjavík, 27. júlí 1921.
F. h. Útflutningsnefndarinnar
Ó. Benjamínsson.
II.
Athugasemd.
pví miður hefir „skýring“ hr.
Ó. B. ekki orðið til að kasta þægi-
legri birtu yfir aðstöðu nokkurra
íslenskra trúnaðarmanna þjóðfé-
lagsins í sambandi við umrædda
fisksölu til firma í Englandi.
Tilgangurinn með að vekja máls
á þessu í Tímanum var sá að ýta
á stjómarvöldin að láta rannsaka
til hlítar hvernig umræddur fisk-
farmur skemdist, og hvaða aðilái-
bera lagalega og siðferðislega á-
byrgð. Ennfremur var bent á það,
að hið opinbera mætti ekki hika
við framkvæmd slíkrar rannsókn-
ar, þó að líkur væru til að hið út-
lenda firma kynni ef til vill að fá
tildæmdar skaðabætur af opin-
beru fé. pað væri betra heldur en
að umsögn dómkvaddra mats-
manna yrði ekki treyst erlendis,
sem sönnun fyrir vörugæðum. Hr.
Ó. B. hefir ekki sömu skoðun á
þessu. Hann virðist ekki kæra sig
um rannsókn. Sér ef til vill ekki
hvað í húfi er um traustsspilli fyr-
ir fiskseljendur hér á landi. Hon-
um er nóg að bera skjöld fyrir sig
og félaga sína í útflutningsnefnd.
Fjórir aðilar hafa frá hálfu
landsins komið fram í þessu máli.
1. Matsmenn sem eiga að meta
fiskinn ári áður en útflutnings-
nefnd selur vöruna endanlega.
peir neita að meta fiskinn sem
fyrsta flokks (eða A. eins og hr.
Ó. B. kemst að orði).
2. Útflutningsnefnd sem selur
fiskinn á uppboði í haust. Hafi
varan verið skemd þegar hún var
sett í skip, hefir skemdin verið
komin fram meðan fiskurinn var
undir umráðum útflutningsnefnd-
ar og eign landsins.
3. Sýslumaðurinn í Hafnarfirði
Magnús Jónsson heldur uppboð á
þessari landssjóðseign. Samkvæmt
staðfestu eftirriti af uppboðsbók
Gullbringu- og Kjósarsýslu, sem
hér er haft til hliðsjónar, hafa á
þessum stað verið seld 4 númer.
1. Nokkuð af keilu. 2. Nokkuð af
ýsu. 3. Labrador II, og að síðustu
séu staðir og kargir, og er það ef-
laust á rökum bygt með suma
þeirra, en mjer er óhætt að full-
yrða að það eru ekki margir sem
gefa íslenska hestinum þann vitn-
isburð. Með kynbótum hyrfu þess-
ir lakari hestar alveg.
Um íslenska hestinn á Bretlandi
sem námahest er mér því miður
ekki mikið kunnugt, en af afspurn
hefi eg hejTt að þeir reyndust vel.
í námurnar hafa Bretar not hesta
af ýmislegri stærð, svo eg hugsa
að þar sé ekki krafist að fá þá
sem stærsta.
Bretar eru alment viðurkendir
mestu hestamenn heimsins, og
var því ekki undaHegt þótt þeir
yrðu fyrstir af útlendingum til
þess að taka eftir og viðurkenna
gæði íslenskra skeiðhesta. peir
tóku eftir því, að íslenski skeið-
hesturinn gat verið snarpur á
skeiði, og hefir það mjög mikið að
segja að hesturinn sé viðbragðs-
harður í veðhlaupum. peir fóru að
æfa suma þá bestu, sem þeir áttu
völ á og reyna þá á brokkbraut-
unum með þeim árangri, að ís-
lenski hesturinn hljóp fram úr
þeirra eigin smáhestum. Einnig
hafa þeir reynt einblendingsrækt
milli amerískra skeiðhesta eða
brokkhesta og íslenskra hesta, og
gefur það góðan árangur. pessir
einblendingar verða hærri og há-
fættari en íslenskir hestar og jafn-
vel bolstyttri. Mér virtust þeir
Labrador I, og var það aðalupp-
hæðin.
pá koma niðurlagsorðin: „Með
því að ekki var fleira til að selja,
var uppboðinu lokið“. Sýslumaður
undirskrifar og með honum fyrir
hönd landsins einn af skrifstofu-
stjórunum í stjórnarráðinu og
Ólafur Benjamínsson kaupmaður.“
4. Skömmu síðar er fiskur sá,
sem nefndur var í uppboðsbókun-
um nr. I, falaður fyrir firma í Eng-
landi. Sýslumaðurinn í Flafnarfirði
útnefnir tvo matsmenn; þeir meta
fiskinn góða útflutningsvöru. En
þegar til Englands kemur, er fisk-
urinn ónýtur og firma þar í landi
varð fyrir allmiklum skaða.
Nú er að vísu meir en mögulegt
að fiskurinn hafi skemst á leiðinni
til útlanda. T. d. varð að fleygja
erlendis í sumar sem leið a. m. k.
einum heilum farmi af fiski, sem
kaupmenn í Rvík áttu, og munu
fleiri slík dæmi.
En ef rannsókn leiddi það í ljós,
að fiskurinn hafi verið skemdur
þegar hann var seldur á uppboð-
inu og metinn af dómkvöddum
mönnum, þá er vafasamt hvort
landið á að vera jafnfúst að sleppa
við að bera ábyrgð á gerðum sinna
yfirleitt hlaupalega vaxnir. pað
mun erfitt að gefa nokkra ábyggi-
lega heildarlýsingu á þessum ein-
blendingum, því þeir hafa mjög
breytilegt byggingarlagf En við
því má búast þegar ólíkum hesta-
kynum er kynblandað, því ein-
staklingar hvers hestakyns eru
meira og minna ólíkir og arfgengi
þeirra misjafnt. Bygging íslenskra
hesta er mjög breytileg, enda hefir
fram síðustu ár lítið verið hugs-
að um endurbætur á hestarækt-
inni. Islendingar hafa þó lengi haft
mætur á skeiðhestum og þeir hest-
ar hafa verið betur meðfarnir en
aðrir, en um verulega hreinrækt-
un þeirra hefir alls ekki verið að
ræða. Mér var sagt að þeir ís-
lensku hestar reyndust best til
kynblöndunar sem væru bollangir
og væi'u stöðugir á skeiði, eða að
þeir velti ekki til hliðanna.
Mér vitanlega hefir enginn rit-
að um þessa reynslu Breta á ís-
lenska hestinum. pó hafa þeir
reynt þetta í mörg ár og að því er
virðist meir áður en nú, og er á-
stæðan til þess sú, að amerískir
skeiðhestar og brokkhestar eru alt-
af að ryðja sér meir og meir til
rúms.
Áður en eg skrifa meira um
kynningu mína af íslenska hestin-
um í Bretlandi vil eg minnast lítil-
lega á veðhlaupahesta í Bretlandi
og Ameríku.
Bretar eru miklir uppeldisfræð-
trúnaðarmanna, eins og hr. Ó. B.
vill vera láta.
Aðalvörn hr. Ó. B. er ekki það,
að fiskurinn hafi verið góð og ó-
skemd vara, þegar hann er seldur
á uppboðinu. pvert á móti talar
hann um að sýnileg áhætta hafi
fylgt að kaupa vöruna. Ennfrem-
ur gefið í skyn að útflutnings-
nefnd hafi verið svo kæn að aug-
lýsa enga flokkun eða vörugæði í
lögbirtingablaðinu. pá ber hann
alls ekki á móti að matsmenn hafi
neitað að meta fiskinn sem góða
útflutningsvöru árið áður, og mun
þögn hans þar vera sama og játn-
ing. Nei, aðal vörnin er sú, að
þetta hafi verið á uppboði. Og þar
verði hver að sjá um sig. Slík vöm
gæti verið góð og gild í munni
hrossaprangarasem væri að afsaka
vafasömhestakaup.En um opinbera
starfsmenn getur slík afsökun tæp-
lega verið gild. Og það er alveg ó-
hugsandi að maður eins og hr. Ó.
B. vilji taka þann kost sér til
handa, þó að með þeim hætti
kynni að vera hægt að smeygja
sér undan ábyrgð fyrir „vansmíði“
í skiftum við útlendinga.
Vafasamt er ennfremur hvort
hr. Ó. B. hefir munað eftir því að
ingar og hafa framleitt flest bestu
búfjárkyn heimsins. pað er al-
mennur áhugi fyrir kynbótum þar
í landi og margir bændur, sem jeg
talaði við, voru mjög áhugasamir
í þeim efnum, enda eru veitt há
verðlaun fyrir bestan búfjenað.
Frægastur breskra hesta er enski
veðhlaupahesturinn. pessi hestur
er fljótasti stökkhestur heimsinS
og eiga flest léttustu hestakyn
Evrópu og Ameríku þangað ætt
sína að rekja, og einnig er hann
mjög notaður til einblendingsrækt-
ar. Veðhlaupin hafa átt mikinn
þátt í að skapa og ummynda veð-
hlaupahestinn. Til veðhlaupa-
hestsins -enska eiga amerískir
brokkhestar og skeiðhestar ætt
sína að rekja. Eg verð lítillega að
minnast á þá, vegna þess að Bret-
ar hafa einmitt notað þessa hesta
til einblöndunar við íslenska hest-
inn. petta hestakyn, sem sérstakur
kynflokkur, er ekki eldra en rúmra
100 ára.
I byrjun 19. aldar hlupu bestu
amerískir brokkhestar enska mílu
á 3 mín., en í lok hennar á 2 mín.
petta má kalla mikla framför.
pessi flýtisauki hestanna er að
nokkru leyti að þakka betri tækj-
um, tamningu og æfingu, en að
miklu leyti því, að hesturinn hefir
tekið framförum. pað mun erfitt
að segja hvað miklum framförum
þessir hestar geti tekið ennþá, eru
ef til vill að nálgast hámarkið.
hann hefir með undirskrift sinni
í uppboðsbókinni kallað umrædd-
an fisk „Labrador I“, sem vitan-
lega getur ekki þýtt neitt annað
en fyrsta flokks labrador fisk.
Undir þetta skrifa ennfremur
skrifstofustjóri úr stjómarráðinu,
greindur og gegn maður, og sýslu-
maður Hafnfirðinga, sem er viður-
kendur „gentleman“. Hvaðan
sýslumanni gat komið vitneskja
um flokkun fiskjarins, nema frá
útflutningsnefnd, er með öllu ó-
skiljanlegt. Enda sýnir undirskrift
hr. Ó. B. að honum hefir ekki
fundist ógerlegt að kalla vöruna
þessu nafni þann dag. En þ'ó finst
manni leiðinlegt, ef útflutnings-
nefnd hefir vitað að matsmenn
neituðu árið áður að meta þenn-
an „slatta“ fyrsta flokks vöru.
Hr. Ó. B. virðist alls ekki eiga
erfitt með að hugsa sér að fisk-
urinn hafi verið skemdur, og vill
enga ábyrgð taka á mati þeirra
sem síðar dæmdu fiskinn góða út-
flutningsvöru. pað er skiljanlegt.
Útflutningsnefnd hefir nóg að
bera í þessu máli, þó að hún taki
ekki á sig „syndir annara“. Mats-
mennirnir eiga auðvitað þunga
sök, ef þeir hafa brugðist trausti
stjómarvalda þeirra, sem fólu
þeim trúnaðarstarf. En maður
verður að játa, að þeir hafa óbein-
línis töluverða afsökun í því mati,
sem stjórnarráð og útflutnings-
nefnd framkvæmdu á uppboðsdegi
með undirskrift trúnaðarmanna
sinna.
Fjármálahlið þessa máls er til-
tölulega þýðingarlítil. Hitt skiftir
öllu fyrir álit landsins og traust út
á við hvort orð dómkvaddra mats-
manna .verða talin hafa viðurkent
sannleiks og drengskapargildi.
Mál þetta má ekki niður falla
fyr en úr því er skorið hvort hér
hefir verið um leyfilega frammi-
stöðu að ræða eða ekki. pjóðin í
heild sinni bíður álitshnekkis út á
við og þess vegna er það óhjá-
kvæmileg skylda landsstjórnarinfl-
ar að láta rannsókn skera úr hver
eigi að bera ábyrgðina. Fyrir út-
flutningsnefnd ætti slík rannsókn
að vera eftirsóknarverð. Ef hún
hefir jafn hreinar hendur í þessu
máli eins og hr. Ó. B. vill vera
láta, þá þarf hún sjálfsagt engu
að kvarta.
Að lokum má benda á eitt
dæmi til skýringar því, hversu
mikið tjón þjóðarheildinni getur
orðið að trúmenskuskorti opin-
berra starfsmanna á þessu sviði.
Fyrir nokkrum missirum hafði
fisksölumaður á Islandi fundið
Um ameríska skeiðhesta er það
að segja, að þrír fjórðu hlutar
þeirra eru afkomendur hreinna
brokkhesta. Og einkum eru þeir
hestar hneigðir til skeiðs, sem
hafa hlutfallslega siuttan bol. Áð-
ur þótti það lýti að hestar skeið-
uðu, en nú eru skeiðhestarnir
orðnir svo margir, að þeim er nú
skipað í flokk sér og hafa hækkað
nijög í áliti síðustu árin. pað er
álitið, að það sé lítill mismunur á
byggingarlagi þessara skeiðhesta
og amerísku brokkhestanna að því
undanteknu, að skeiðhestar eru
vanalega álitnir að hafa styttri
bol. petta er mjög einkennilegt og
er ekki í samræmi við okkar hesta,
sem flestir eru hlutfallslega mjög
langir en eru samt skeiðhestar.
Skeiðhestar eru heldur fljótari en
brokkhestar.
Á þessu sviði komust Banda-
ríkja menn fram úr Bretum, svo
nú flytja Bretar árlega inn ame-
ríska brokkhesta og skeiðhesta.
pað er einkennilegt, að þeir brokk-
hestar, sem út eru fluttir frá Ame-
ríku, ná ekki eins háu meti utan-
lands eins og í sínu eigin heim-
kynni. Amerískir brokkhestar
hafa verið notaðir til kynblöndun-
ar við ýmsa smáhesta í Bretlandi,
og með því hafa þeir getað fram-
leitt ódýrari veðhlaupahesta, og
þá byrjuðu þeir að nota íslenska
hestinn eins og eg hefi áður minst
á.