Tíminn - 10.09.1921, Page 2
108
T I M I N N
Alþjóðafundur
Gruðspekifélagsins í París.
Fundur þessi fór fram í júlí síð-
astliðnum og hafði Evrópubanda-
lag Guðspekifélagsins gengist fyr-
ir því að hann var haldinn.
Bandalag þetta hefir haldið
fundi annaðhvort ár, síðan 1903.
Fundirnir hafa verið haldnir í
Amsterdam, London, París, Mún-
chen, Budapest, Genúa og Stokk-
hólmi. Á Stokkhólmsfundinum,
sem haldinn var 1913, ákvað
Bandalagið að alþjóðafundur
skyldi haldinn áttunda hvert ár.
Var svo til ætlast að guðspeki-
deildir allra landa skyldu senda
fulltrúa þangað og taka þátt í
fundarhaldinu, eftir því sem
kringumstæður leyfðu. Átti fyrsti
alþjóðafundurinn að fara fram í
París .1915, en sökum ófriðarins
mikla var honum frestað þangað
til 1921.
Við vorum fjögur sem fund
þennan sátu af hálfu íslandsdeild-
ar Guðspekifélagsins: frú. Aðal-
björg S. Níelsson, fröken Sigríður
Gunnarsson, þorbergur málfræð-
ingur þórðarson og eg.
Fundurinn stóð yfir fjóra daga,
frá 23. júlí til 27. Dagana á undan
voru fundarmenn að streyma til
Parísar. Milli þrjátíu og fjörutíu
þjóðadeildir sendu fulltrúa, sumar
marga. Af Norðurlandaþjóðum
voni Svíar langmannflestir á
fundi. Frá Hollandi komu 150
manns. Bretar voru og fjölmenn-
ir, enda skamt fyrir báðar þessar
þjóðir að sækja. Sumir fundar-
manna voru ærið langt að komnir:
frá Ástralíu, Japan, Indlandi, Cuba
og ýmsum stöðum á meginlandi
Ameríku. .
Ekki vissum við fyrir víst hve
margir guðspekinemar voru sam-
an komnir í París þessa daga. En
sagt var okkur á hótelinu, þar sem
við dvöldum, að talið væri að
3000 manns væri aðkomandi í
borginni vegna fundarins.
Franska deildin á stór og mynd-
arleg húsakynni að Square Rapp
4, skamt frá Signubökkum. þar
fór fundurinn fram í aðalsalnum,
sem raunar er ekki neitt smásmíði.
Samt fór nú svo að hann reyndist
helst til lítill fyrir fundarmenn,
sem munu að líkindum hafa verið
á fjórða þúsund. Drógu þrengslin
nokkuð úr ánægju fundarins, svo
og hitt, að óvenju heitt var í veðri.
Suma dagana var hitinn 38° á C.
í skugganum og ef til vill stundum
orðið enn meiri.
Eftir hádegi laugardaginn 23.
júlí, fóru menn að streyma inn í
fundarsalinn. Var ræðupallur all-
stór í öðrum enda, skreyttur lauf-
viði og blómum. þar sat forseti,
frú Annie Besant og aðalfulltrúar
hinna ýmsu guðspekideilda. Fund-
ur var settur kl. 2V2 og byrj aði með
kórsöng. Að því búnu hjelt forseti
frönsku deildarinnar stutta ræðu
og bað menn velkomna. þá talaði
frú Besant nokkur orð og þvínæst
fulltrúarnir hver af öðrum, sem
fluttu árnaðaróskir sínar til fund-
arins. Mælti hver og einn á tungu
sinnar þjóðar, en þó í ræðulok
nokkur orð á ensku eða frönsku.
Ilöfðum við mjög gaman af að
heyra öll þessi mál og bera þau
saman, enda þótt við skildum ekki
nema sárfá af þeim.
Fór mikill hluti dagsins í þessi
Vélar
Hér taldar heimilisvélar og áliöld, liefi eg nii og venjulega fyrir-
liggjandi hér í Reykjavík og ’til sölu á tiltölulega mjög lágu verði.
Suðuskápa, fl. sortir,
Skilvindur, hinar bestu,
Prjónavélar (54—126 prj.),
Davis saumavélar, stignar,
Patent þvottavélar,
----. vindur,
---- pressur,
Steinolíugasvélar,
Smj öraukastrokka,
Kjötsöxur,
Korn- og beinakvarnir,
Beina- og fiskúrgangsmylnur,
Fóðurskera,
Brýnsluvélar fl. stærðir,
fyrir vélaljái og tól allsk.
Skrifblek í plötum, fl. litir o. m. fl.
Gólfþvottavindur,
Hjólbörulijól.
Sérstalct tækifærisverð og borgunarkjör nú sem stendur á einni fisk-
úrgangsmylnu nr. 3 (fyrir 4 hestafla vél), er gerir alt að 2—500 pd.
á klukkustund.
Ennfremur útvega eg eftir pöntunum ýmsar aðrar og stærri vélar,
á ákvæðis- eða verksmiðjuverði, auk flutningskostnaðar, til búnaðar,
smíða og ýmisk. iðnaðarfyrirtækja. — Nánari upplýsingar ókeypis.
Reykjavík, (Hólf 315. — Sírni 521).
Stefán B. Jónsson.
Tilboð
óskast í 300 tunnur af fóðursíld liggjandi hér á staðnum; tilborð merkt
„Fóðursílda leggist inn á afgreiðslu þessa blaðs.
ræðuhöld.
Um kvöldið var sýndur sym-
bólskur leikur eftir Maurice
Magre. Var þar tekin til meðferð-
ar barátta hins æðra og lægra eðl-
is mannsins, sýnt hversu þau tog-
ast á um yfirráðin í mannssálinni,
uns hið lægra bíður úrslitaósigur
að lokum. Var leiknum tekið með
miklum fögnuði.
það sem eftir var kvöldsins var
notað til þess að fundarmenn gætu
kynst hver öðrum, og var öllum
viðkynningar „cerimonium“ slept.
Ávörpuðu menn hverjir aðra eins
og gamlir kunningjar. Hefi eg
sjaldan eða aldrei betur fundið til
þess hve auðvelt er að kynnast
þegar aðaláhugamálið er sameigin-
legt. Af þeim mönnum, sem eg
kyntist þarna um kvöldið, fanst
mér mest til um Finna og Hollend-
inga. Var eins og við ættum enn
fleira -sameiginlegt en aðrir. Fleiri
af okkur íslendingunum höfðu
svipaða sögu að segja af viðkynn-
ingu Hollendinga.
Indverja einn hittum við að
máli og féll ágæta vel við hann.
Hafði hann orð,á því, að sér fynd-
ist íslensku nöfnin lík indverskum.
Stundaði hann nám við háskól-
ann í London. Hann kvaðst fylgja
heimspekiskóla þeirra Vivekanan-
da og Tagore, og var fullur af eld-
legum áhuga. Varð hann glaður
við er hann varð þess vís að þor-
bergur var aðdáandi mikill Vive-
kananda. — Höfðum við mikla á-
nægju af þessu kvöldi.
Næsta dag hófst fundur aftur á
sama tíma og daginn áður. Stýrði
B. P Wadía fundi. Hann er all-
kunnur og hefir tekið mikinn þátt
í Indlandspólitík frú Besant. Var
hann annar tveggja, sem settir
voru í gæsluvarðhald með henni
um árið, þá er Indlandsstjórn þótti
hún glæða of mjög sjálfstæðisþrá
Indverja. Ekki fanst okkur mikið
til þess koma, sem hann sagði
þarna á fundinum. þennan dag var
rætt um ætlunarverk og hluttöku
Guðspekifélagsins í andlegum
málum veraldarinnar. Tóku margir
til máls og þótti okkur Dr. Haden
Guest, Englendingur, tala einna
best.
Um kvöldið klukkan 9 héldu
Frakkar hljómleika í fundarsaln-
um. Voru mörg hlutverkin ágæta
vel af hendi leyst. Mest fanst okk-
ur þó koma til einsöngs er ungfrú
Simonet söng, og kom okkur sam-
an um, að við hefðum aldrei heyrt
jafn hljómfagra kvenrödd. Frú
Mudocci lék og afburðavel á
fiðlu. —
þriðja fundardaginn var rætt
um uppeldismál. Var talað um
hvað guðspekin hefði að leggja til
þeirra mála, með hverjum hætti
uppeldi og skólar gætu greiðlegast
þroskað bróðurþel milli þjóða, og
hver ráð væru best til þess fallin
að kynna guðspekilegar hugsjónir
um uppeldismál. Urðu umræður
miklar, en ekki er unt að skýra
nánar frá þeim hér.
Síðasta daginn var á dagskrá:
hlutverk Guðspekifélagsins í
þjóðfélagsmálunum. Stóð umræð-
ur yfir tvo tíma. En eftir það
fluttu þeir sinn fyrirlesturinn
hvor, G. Chevrier og Wadía, sá er
fyr var nefndur. Að því loknu var
fundi slitið með ræðu er forseti
hélt. Og svo að endingu kórsöngur.
þrjá fundardagana hélt frú Be-
sant fyrirlestra: tvo í Champs-
Elysées leikhúsinu og einn í fyrir-
lestrasal Sorbonne háskólans. Var
aðsókn mikil. þessir fyrirlestrar
voru fluttir á frönsku og töldum
við því gagnslaust fyrir okkur að
sækja þá. En í London hlýddum
við á fyrirlestra hennar, 0g undr-
uðumst þessa afburða mælsku,
sem hún á yfir að ráða,- Einkum
er mér fyrir minni síðasti fyrir-
lestur hennar í Queens Hall.
Mælskukrafturinn var þá orðinn
afskaplegur undir ræðulokin.
Menn stóðu á öndinni. Og var lík-
ast því sem um hana lékju leiftur
og hún yrði ung í annað sinn.
Samt sögðu sumir að hún væri
heldur farin að tapa sér við ræðu1
flutning, enda ekki undarlegt þótt
svo væri, þar sem hún er nú kom-
in á áttræðisaldur. En þrátt fyrir
það bar hún langsamlega af öllum
ræðumönnunum, seni eg heyrði til
á alþjóðafundinum í París.
Jakob Kristinsson.
---0----
Rödd úf sveitinni.
Herra ritstjóri!
þér hafið undanfarið verið að
birta í blaði því, sem þér eruð rit-
stjóri að, afstöðu yðar gagnvart
svokölluðu „vatnamáli“, sem nú er
á dagskrá þings og þjóðar, og hef-
ir hún altaf verið á eina lund, sem
sé að það að taka vötnin án endur-
gjalds út úr lögfestri landareign,sé
eignarán eða „vatnarán“, sem þér
kallið svo, og hljótið þér að hafa
marga á yðar máli. því þó að svo
virðist, sem hljótt hafi verið um
það nú um skeið, bæði í yðar blaði
og öðrum blöðum, þá mun það ekki
stafa af breyttum skoðunum á
málinu sjálfu, heldur af því, að
þeir sem eru hér réttir hlutaðeig-
endur gagnvart málinu, styðja
yður ekki með ótvíræðummótmæl-
um gegn vatnaráninu, bygðum á
lands og þjóðar lögum og högum.
Og eg álít það rangt af vatna-
eigendum, að þegja alveg við þvi,
að löggjöfin nú upp úr þurru svo
að segja sé að bera vötnin bæði í
höndunum og munninum út í sjó
og sjávarlöggjöf, löngu áður en
þau eru búin að inna af hendi
skyldustarf sitt við upplandseig-
endur, skyldustarf sem er: að veita
hverju svæði, sem þau standa á
eða eiga leið um, þau gögn og
gæði, sem þau hafa meðferðis,
ýmist sem ár og lækir í líkingu við
farandsala, sem skilur eftir á
hverju býli varning sinn, eftir því
sem um semur um kaup og sölu,
eða sem standandi veitingaþjónn í
líkingu við tjarnirnar og hin svo-
kölluðu stöðuvötn, sem eru þó, ef
þau eru til nokkurra verulegra
nytja, rennandi eins og árnar.
Veitingamaður líður það ekki, að
gestir hans, sem búnir eru að
borga með lögmynt það sem fram
er reitt, séu afétnir af óviðkomandi
aðskotadýrum, heldur sér um, að
einungis borðgestir hans í hvert
sinn og á hverjum stað njóti síns
keypta verðar.
þó að vötnin séu eigi með laga-
setningum borin út í sjó, komast
þau þangað samt af eðlilegum á-
stæðum, og eru þá hoi’fin veg allr-
ar veraldar og komin í samx’æmivið
löggjöf sjávarins, en meðan þau
eru í landinu, hljóta þau að vei’a í
samvinnu við landið af því að þau
eru bundin af því og í félagsskap
við það, með þeim þvei’sum- og
langsum-mei'kjum, sem löggjöfin
hefir sett utan um hvert eignar-
svæði, og að taka þau, vötnin, út
úr landareigninni kringum þau,
eða nokkui'n part af þeim, finst
manni eins og hleypt væri almenn-
ingi í úthagann, engið, eða jafnvel
túnið. því að vötnin hljóta eins að
fylgja hverri landareign, eins og
maður getur best skilið á allri lög-
gjöf frá byggingu þessa lands og
til vorra daga, alveg eins og læk-
urinn og lautin, mói’inn og mýrin,
vætur og vilpur, hrjóstur og hag-
ar, börð og brunasandar, hraun og
hávaðai’, holt og gjótur.
það er vandi fyrir lítt pennavan-
an mann á sjötugs aldri að fara að
þæfa á móti þessu fáheyrða vatna-
ráni. En af því að eg er Mývetn-
ingur og get líka verið þingvell-
ingur eða Alvetningur, þar sem til
þessa máls kemur, þá stKist eg
ekki mátið, þegar eg sá í gegnum
öll skrifin, að böndin bárust að
Fiskirannsóknir.
25 ára starfsemi.
Sumarið 1896 hóf Bjai’ni Sæ-
mundsson adjunkt fiskirannsóknir
héi' við land og hefir jafnan starf-
að að þeim síðan á sumrum. í ný-
útkomnum Andvara birtir hann
skýrslu um rannsóknirnar árin
1919 og 1920. í lok skýrslunnar
gefur hann yfirlit yfir þessa 25
ára starfsemi sína að fiskirann-
sóknum og víkur jafnframt að því
sem starfað hefir verið í þessu
efni af öðrum. En af íslands hálfu
hefir enginn annar starfað að
rannsóknunum en hann. Skýrslur
um í’annsóknirnar hefir hann jafn-
óðum birt í Andvara. Eru þær nú
samtals orðnar stærðar bók, 900
blaðsíður í Andvarabroti, og er
þar stórmikinn og merkan fróðleik
að fá.
Höfundur kemst þannig að oi’ði
um sjálfan sig, að hann hafi verið
„nokkurskonar milliliður milli vís-
indamanna og íslenskra fiski-
manna og þekkingarmiðlari". Er
það nú orðið alviðurkent mál að
rannsóknir vísindamannanna hafa
orðið atvinnuvegunum að hinu
mesta liði. Og tvímælalaust er það
með öllu að á þessum 25 árum hef-
ir Bjarni Sæmundsson unnið sjáv-
arútveginum íslenska mikið gagn,
bæði með eigin rannsóknum sínum
og með því að gei’a fiskimönnum
kunnar og heimfæra til íslenskra
staðhátta, þær niðurstöður sem
fiskifræðingar annara landa hafa
komist að.
Höf. nefnir einkum þrjú stór-
mál, þar sem hann hefir getað gef-
ið mikilsverðar leiðbeiningar, út
frá eigin rannsóknum og fiski-
fræðum og reynslu annara þjóða.
Er þar fyi’st að geta fiskiveiða-
samþyktanna, sem oft og tíðum
bönnuðu notkun veiðarfæra og
beitu, en var oft sprottið af þekk-
ingarleysi og þröngsýni. Eru þær
nú flestar úr sögunni, en menn al-
ment famir að nota þorskanet með
allri suðursti’öd landsins frá Snæ-
fellsnesi til Austfjarða, en sumar
samþyktirnar höfðu reynt að út-
xýma þeim. — Annað málið voru
hvalveiðarnar og áhrif þeirra á
fiskigöixgui' og fiskafla, einkum
síldar. Munu skoðanir höf. í því
efni nú alment viðurkendar og
hann mun fyrstur hafa bent á hve
síldveiði væri stopul ef menn biðu
hennar inni í fjörðum og hvatt
menn til að veiða hana í reknet úti
á rúmsjó. — þriðja málið eru botn-
vöi’pungaveiðarnar. Höfðu sjó-
menn alment mikinn ímugust á
þeim veiðum í fyrstu, en með
rannsóknum sínum komst höf. að
þeirri niðurstöðu „að ekki mundi
vera nein bráð hætta á því, að
fiskurinn gengi til þurðar af völd-
um botnvöxpunga, ef landhelgin,
þar sem mest er um ungviði þess-
ara fiska, væri vel varin, né held-
ur að fiskur legðist til lengdar frá
miðum af þeirra völdum.“
Geta má þess enn að í fiskatali
Gröndals, 1891, eru taldar þektar
66 fiskategundir við ísland, innan
við 400 m. dýptarlínuna, en nú tel-
ur höf. 124. Ýmislegar nýungar í
veiðiaðferðum og beitutöku hefir
hann gert kunnar, haft afskifti af
silunga- og laxaklaki o. fl.
Bjarni Sæmundsson getur því
litið yfir mikið og þarft staxf eftir
þessi 25 ár. I lok skýi'slunnar vík-
ur hann að þörfinni á sjó og fiski-
rannsóknum hér framvegis. Telur
hann þær bæði sjálfsagðar og
nauðsynlegar. Rökstyður hann það
með þessum orðum:
„í lok síðustu aldar var farið að
bera nokkuð á fækkun á sumum
dýrmætari flatfiskategundum og
smækkun á sumum öðrum fiskteg-
undum (t. d. ýsu) í Norðursjó og
víðar, og var kent um of mikilli
veiði. Vildu menn þá fá vísinda-
lega rannsakað, hve mikil brögð
væru að þessu og hvað valda
mundi. Eins vildu menn fá að vita
orsakirnar til hinna miklu breyt-
inga á síldargöngum við Norður-
lönd, um sambandið milli hvala og
fiska, um gagnsemi sjófiskaklaks,
um sambandið milli hafstrauma og
veðráttu 0. fl. En þá sáu menn, að
þeir þurftu að fá að vita svo margt
óþekt um lífshætti þessara fiska,
og um eðli sjávarins, til þess að
geta svarað hinum umræddu og
öðrum spurningum. Höfðu að vísu
einstakar stofnanir eða einstakir
menn í ýmsum löndum unnið mik-
ið í þessa átt síðustu tugi aldar-
innar, en það vildi verða lítill á-
rangur af því starfi, af því að sjór-
inn er svo víðáttumikill. Sáu menn
þá, að fyrsta skilyrðið fýrir veru-
legum rannsóknarárangri væri vís-
indasamvinna milli allra þjóða yið
norðanvert Atlantshaf og innhöf
þess. Varð það svo úr, að stofnað
var til áðurnefndrar samvinnu í
sjó- og fiskirannsóknum laust eftir
aldamótin. Hefir þeirri samvinnu
verið haldið áfram síðan, þó að
hún færi að miklu leyti út um þúf-
ur styrjaldarárin, og mikið hefir
áunnist; menn hafa fengið mikla
þekkingu á straumum og hita N.-
Atlantshafs og á áhrifum þeirra á
líf svifjurta og svifdýra, sem eru
frumnæring allra æðri sjávarbúa;
sömuleiðis hafa menn fengið víð-
tæka þekkingu á hrygningu og
hrygningarskilyrðum margra
nytjafiska, á seiðum þeirra á
ýmsu þroskastigi og þýðingu
frumnæringarinnar fyrir þau. það
hafa fundist áður óþekt fiskimið.
þekkingin á lífsskilyrðum skar-
kola og vexti hans hefir orðið til
þess, að Danir hafa fundið upp á
því að flytja kolaseiðin í Limafirði
af svæðum, sem þau gátu ekki vax-
ið á vegna fæðuskoi’ts, á svæði,
-sem að undangenginni rannsókn
sýndu sig að vera gott „haglendi“
fyrir þau; og þar vaxa þau eins
ört og í Norðursjó, og Danir og
Svíar hafa í sameiningu ákveðið
lágmarksstærð á þeim fiski af
þessari tegund, sem veiða megi og
selja. Með ákveðinni veiði á til-
teknum svæðum hafa menn reynt
að reikna út fjölda skarkolans í
Noi’ðursjó og af afla botnvöi’punga
þar um nokkur ár draga ályktanir
um áhrif botnvörpuveiðanna á