Tíminn - 10.09.1921, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.09.1921, Blaðsíða 3
T 1 M I N N 109 Áskonui. Samkvæmt lögum nr. 72, 27. júní 1921, er liér með skorað á alla þá, er telja sig eiga hlutbundin réttindi yíir fasteignum í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, — þar á meðal réttindi yfir liúsum, sem standa kiuina á landi annars manns eða lóð, — svo og réttindi yfir skipum, sjálfvörsluveði í lausafé eða önnur réttindi, sem þinglýsa þarf og bók- uð eru í afsals- og veðmálabækur, að tilkynna þa-u innan 18 mánaða frá útkomudegi þess eintaks Lögbirtingablaðsins, sem flytur áskorun þessa í fyrsta skifti, hér á skrifstofunni og skila hingað skjölum þeim, sem heimila réttindin, enda hafi þau skjöl ekki verið afhent á skrif- stofu sýslunnar eftir 12. nóv. 1920. Sönnun fyrir eignarrétti skal færa með afsalsbréfi eða öðrum skjöl- um, sem í stað þess koma eða vottorði sýslumanns urn það, að eignin sé vitanleg eign aðilja. Sé hvorugra þessara gagna kostur, er aðilja rétt að leita eignardóms að eigninni. Takmörkuð hlutbundin rjettindi yfir fasteign skal sanna með frum- riti skjals þess, sem réttindin eru skráð á, ef grundvallarreglur tilsk. 9. febr. 1798 og laga nr. 18, 4. nóv. 1887, 7. gr., taka til þess. Ef rpttindin liafa verið skráð á skjal annars eðlis, má sanna þau með staðfestu eftirriti, en sé skjalið glatað, er rétt að leita ógildingardóms. Jafnframt er skorað á alla þá, sem hafa í vörslum sínum gildandi skrár eða önnur gildandi gögn, þar sem ákveðin eru landamei’ki milli jarða i Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, að skila þeim á skrifstofu sýsl- unnár innan 18.mánaða frestsins, sem áður er nefndur. Skrifstofu Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, 16. júií 1921. G. Björnsson. Mývatni um almenningsrétt í vötn- um, og það var ekki sjaldan citer- að til stuðnings og sönnunar þessu og' þessu. Sá, að öll vötn á íslandi áttu nú að gjalda þessa eina vatns, af því að menn höfðu heyrt, að al- menningur hefði einhverntíma ver- ið talinn í því. Sá, að 4. gr. í nefnd- arfrumvarpi minni hluta fossa- nefndar var stíluð upp á Mývatn, með þess hólmum, eyjaklösum og mjóu sundum. Sá, að Sveinn Ólafs- son hafði hlotið að hafa komið hér og fengið hér lánaðan mývetnskan sjónauka, eða að minsta kosti þingeyskan. Sá að það var rangt að þegja þegar málið var komið í fulla alyöru, og reyna ekki að bera eitthvert blak af Mývatni, sem tví- mælalaust er punktur sem sigtað er á með þessu almennings-líf- skeyti, ásamt þingvallavatni í bak- sýn. það er þá það fyrsta sem maður getur sagt með fullri vissu, að í Mývatni hefir aldrei verið, hvorki fyr né síðar, alþjóðar-almenning- ur. En eins getur maður sagt það með vissu, að hér hefir verið kall- • aður almenmngur, þott engmn viti, hvernig skiljast ætti, þó að hver óbrjáluð hugsun geti nú eða ætti nú að geta gert sér fulla grein fyrir því. þegar yfirkennari Bjarni Sæ- mundsson kom hingað um alda- mótin síðustu, segist hann hafa þurft að hafa síra Árna sem túlk, þvj að margt væri í máli Mývetn- inga, sem menn í öðrum lands- fjórðungum skildu ekki. Nú er þetta orð, almenningur, eitt af orðum Mývetninga, sem hefir ver- ið útlagt rangt, því að enginn var sem túlkaði orðið rétt eða sýndist vilja gera það. Nú er þó svo langt komið, að engri óbrjálaðri hugsun ætti að haldast uppi að skilja orð- ið nema á einn veg, þann, að orð- ið þýðir samnotkun eigenda Mý- vatns, sem höfðu samnot af vatn- inu lengra frammi (þ. e. úti í því), eins og enn í dag er veitt, mikill hluti veiðar. þegjandi eða dauði votturinn lýgur hér líka síst, að hér var um takmarkaðan almenn- ing að ræða, og í því efni tekur Hofsstaðabréf af öll tvímæli, hvernig skiljast eigi. Einnig það, að nógir vottar þess eru til, að veiði út í vatninu hefir verið leyfð og leigð fyrir gjald búendum jarð- anna, sem bjuggu utan við eignar- takmörk jarðanna kringum vatn- ið. Eitt enn, sem sýnir eignarrétt jarðanna kringum vatnið (vatns- jarðanna), eru gömul byggingar- og sölubréf, sem tilgreina að þter séu seldar og leigðar með vatni og veiðistöðvum öllum, hvort sem var lengra eða skemmra út frá landi. Og enn það, að nú um aldamótin varð hver ábúandi og eigandi skyldur til að gefa skýrslu um afla allan á hverri jörð, og bendir það einnig á sama rétt og skyldu, eins og að telja fram hey og annan af- rekstur jarða. Og svo smiðshögg- ið, sem rekið var á með síðasta jarðamati, þar sem glögglega er sagt til um gagnsemi ef nokkur er, og engin jörð utan við landa- merkjalínu jarðanna kringum vatnið telur sig eiga nokkurn Itaksrétt til veiði í Mývatni. -þarna sjáið þið, kæru þingvalla- vatnsbúendur og allir vatnaeigend- ur á landi hér, að ekki er Mývatn hér í eins stórri sök og ætla mætti, ef það hefir orðið til þess að kveikja upp þetta „Almennings- óvit“, heldur misskilningur á einu orði, einu einasta orði. Eg vona nú, að allir vatnaeig- endur standi saman sem einn mað- ur og mótmæli þessu „Almennings- óviti“, sem í fyrsta máta sýnist al- veg gagnslaust fyrir allan almenn- ing, sökum fjarlægðar, og áhuga- mál okkar allra, virkjun fossa, heldur fjær en nær fyrir það, að aflinu til hlutanna sem gera skal hefir verið eytt í þessa vitleysu. 1 þriðja og síðasta lagi er almenn- ingur í vötnum, eins og því hefir verið lýst í frumvarpinu síðast, að hann skyldi vera, stórhættulegur fyrir sambúð allra, sem við vötn- in búa. Hann er sú arfasáta, sem hægt er að brenna upp með heila bygð og heil héruð. Margt skömtu- lag getur verið þjóðarnauðsyn í bili, en þetta getur ekki borið sig. því út með orðið: „Vér mótmæl- um allir.“ Ytri-Neslöndum 14. mars 1921. Stefán Stefánsson. ----o---- ■gSorgtrt etítfa cfttí JbaCf f aine Laugardags nótt. „Elsltan ípín! Bi'éfið þitt kom mér í hrifningu og eg er að hugsa um vanda- málið. Eg hlygðast min fyrir alla ann- markana sem eg sá áður um samein- ing okkar, þá er eg sé hversu þú ert hughraust. En hvað konurnar geta verið hugrakkar, þá er þær gefa alt h.jarta sitt, fela honum alla fram- tíð sína og t.aka þátt í tilveru hans. Eg þráði þig hvert einasta augna- blik; það var hræðilegt að geta náð hinni æðstu jarðnesku sælu, en finna nauðsynina að hafna henni. Nú er það liðið lijó. Nú fyrst byrja eg að lifa líf- inu, lit á heiminn í nýju ljósi og fel Guði framtíðina. þú skalt ekki halda að eg óttist Minghellí um skör fram. En aumt er til þess að hugsa aðheim- urinn skuli vera svona grimmur, þeg- ar ekki er um annað en nafn að ræða. það var sá galli á þvi nafni sem eg lét eftir mig i Ameríku, að það var föðurnafn mitt. Ilamingjan má vita livað við tekur geti þeir sannað hið rétta. En eitt veit eg, að þótt þeir kunni að geta það, og dæmi mig til refsingar, þó verður það ekki með að- stoð minnar elskulegu, hraustu og hugdjórfu unnustu. — Eg skrifaði þegar til stjórnarvaldanna, um undir- búningu giftingarinnar og fer þangað snemma í fyrramálið. Eg veit ekki hvað það tekur langan tíma. En varla verður það fyr en á fimtudag, þvi að á miðvikudag verður okkar stóri fundur, þrátt fyrir bann lögreglunnar. Getur af því stafað mikil hætta. — Góða nótt! Mér finst eg vera að tala við þig þegar eg skrifa. Eg loka aug- unum við og við og þá lieyri eg rödd þína. Ef þú vissir það hversu mikil þögn hvíldi yfir lífi mínu áður en þú komst — en nú þýtur í loftinu í kring um mig hinn yndislegasti söngur. Góða nótt! D. R.“ Sunnudags morgun. „Kem frá stjórnarskrifstofunni. það tekur lengri tíma en eg gerði ráð fyr- ir. Auglýsingin þarf að hanga utan við skrifstofuna i tvo sunnudaga og þrjá daga að auki. Tólf dagar þurfa að líða áður en vígsla getur farið fram. — það er hægt að giftast fyr séu alvarlegar ástæður fyrir handi. En eg gat ekki svarið það að um líf eða dauða væri að ræða. Eg gaf allar dóma o. fl. Vér vitum sáralítið um líf nytsamra krabbadýra, beitu- smokkfisks og beitu-skeldýranna, að eg ekki nefni ýms önnur dýr, sem fiskar hafa til fæðu. Eg hefi nú tínt til nokkrar mik- ilvægar ástæður fyrir því, að eg tel nauðsynlegt og sjálfsagt, að Is- land, sóma síns og framtíðarhags- muna vegna, taki eins mikinn þátt í þessum rannsóknum og geta rík- isins frekast leyfir. En það mun kosta allmikið fé, ef þátttakan á að vera myndarleg. Eg ætla mér ekki að fara að gera hér neina kostnaðaráætlun, á því liggur ekki, en skal aðeins benda á, að það er ekki nóg, að einn maðuT fáist við þær í tómstundum sínum. Ef vel ætti að vera,-veitti ekki af einum ,,fiskifræðing“, þ. e. dýrafræðing, með sérþekkingu á íslenskum fisk- um, og öðrum dýrafræðing, honum til aðstoðar, einum „sviffræðing" ((Planktonolog) og einum „sjó- fræðing“ (Hydrograf). þeir þyrftu að hafa húsrúm (Labora- torium) fyrir vinnu sína á landi og haffært skiþ til sjó- og fiskirann- sókna. Svo þyrfti og mann, sem gæti fengist við vatnalíffræði. Loks þyrfti og fé tij þess að geta gefið út rit um árangur rannsókn- íiauðsynlegar upplýsingar. það er lýst nieð okkur í fyrsta sinn í dag. Éinung- is tólf dagar, élskan min, og þá ertu mín, og allur lieimurinn má vita það." Róma var lengi að lesa bréfið Hún var að leita að öllu því sem skráð var milli línanna. Hún lagði bréfið loks milli koddans og kinnarinnar. Henni tokst það að nokkru að telja sór trú um að hún hvíldi við kinn hans og sterkir armar lians væru um hana spenúr til lilífðar. Hana dre.'indi * liann, undir eins og hún festi blund- inn og þá skundaði hún og lastaði ve,- i faðm hans. Næsta morgun fékk hún bréf frá ba'óninum: „Kæra Róma! Komið i Palazzo Braschi á morgun (þriðjudag) kl. 11 f. h. fcegið ekki pei. Yður mun iðra þess alla æfi ef þér komið ekki og á- saka sjálfa yður. Bonellí.“ III. Klukkan ellefu gekk Róma inn í Palazzó Braschi og lienni var þegar fylgt inn á skrifstofu forsætisráðherr- ans. Baróninn sat við skrifborðið. Mik- ið af skjölum og bókum lá á borðinu. Skinnteppi var breitt yfir hnje hans og til hægri handar á borðinu lá marg- lileypa með filabeinshandfangi. þegar Róma kom inn stóð liann upp og lmeigði sig kaldur og kurteis. „En hvað þér eruð stundvís! Og þér eruð yndislega fögur i dag. þér berið sól og yl inn í stofu vesalings ráðherr- ans. Gjörið svo vel að setjast." anna og tekið þátt í samkomum samverkamanna í öðrum löndum. Fjárupphæð sú, sem til þess mundi þurfa, yrði eflaust allmikil fúlga, en ætti með tíð og tíma að gefa góða vexti, og töluvert má landið leggja í sölurnar, ef velferð fiskiveiðanna er í aðra hönd. Hér hefi eg bent á, hvað gera ætti, ef vel væri, en ef til vill mætti til að byrja með komast af með eitthvað minna, en þá yrði jafn- framt árangurinn minni eða sein- fengnari.“ ----o----- Trúlofun sína hafa nýlega birt ungfrú þorbjörg dóttir þorleifs al- þingismanns Jónssonar á Hólum í Hornafirði og þorsteinn Thorlarí- us bókhaldari við klæðaverksmiðj- una á Akureyri. Mikil vandræði eru víða um land vegna þess hve seint gengur með að stækka Geðveikrahælið á' Kleppi. Hefir orðið að synja um að taka fjölmarga sjúklinga vegna þrengsla. ----o----- Róma lét ekki þessi ummæli villa sér sýn. „þér óskuðuð að hafa tal af mér“, sagði hún. Hann horfði á hana og brosti rólega. „Eg heyri sagt að mér sé óhætt að óska yður til hamingju." Hún roðnaði eilítið. „Kemur það yður á óvart að eg veit um það?“ „Hví skyldi mér koma það á óvart? Hver sem vill getur lesið tilkynning- una um það,“ „Nú skil eg hvað þér áttuð við síð- ast. það er alveg rétt að það er ekki hægt að láta eiginkonu bera vitni gegn manm sínum. Eg er yfirunninn. Eg játa það og óska yður til hamingju vegna hygginda yðar.“ Hún vissi það að hann sat um að lesa í andliti hennar. „En er það ekki of dirfskulegt af yð- ur að hugsa um að giftast?" „Hversvegna?" spurði hún, en hún leit undan og dimmur roði braust fram í kinnarnar. „Ilversvegna?" endurtók hann. Hann þagði um hríð og svo bætti hann við. „Vegna fortíðarinnar og alls þess sem hún geymir —-------.“ Hún stóð upp: „Ef það var ekki annað sem þér ætl- uðuð að segja mér---------.“ „Jú vissulega — gjörið svo vel og setjast. Eg bað yður um að koma til þess að sýna yður að þessi gifting sem þér eruð að hugsa um getur ef til vill ekki átt sér stað.“ „Eg ef' myndug og þá getur ekkert hindrað það.“ „það geta komið fyrir óviðráðanleg- ar hindranir, barnið gott.“ „Við livað eigið þér?“ „Eg á við — en bi$ið augnablik — — yður liggur væntanlega ekki á. það bíða menn eftir mér fyrir utan; ef eg mætti hringja á skrifarann minn------ nei gjörið svo vel og sitja rólegar. — það eru embættisbræður mínir. — — þeir munu ekkert hafa við það að at- liuga þótt þ é r séuð viðstaddar.---- Eg er fjárhaldsmaður yðar. — þarna kemur skrifarinn. Hverjir bíða?“ „Hermáiaráðherrann, lögreglustjór- inn og einn af starfsmönnum hans“, svaraði skrifarinn. „Látið lögreglustjórann koma inn“. Og óðara kom Angelli lögreglustjóri inn í stofuna. „þér þekkið Donnu Rómu. Hún hefir leyft að við Ijúkum málinu, því að það liggur á. Mér þætti vænt um að fá að heyra hvernig málum er komið og hvað þér hafið hafst að.“ Lögreglustjórinn hóf skýrslu sína. Undireins og konungur hafði staðfest lögin hafði tilkynning verið send til allra um það að lögreglan hefði rétt til að banna og rjúfa opinbera fundi. „En hvers er að vænta í minni borg- unum, ef við gerum elckert hér í Róm? Foringi allra þessara byltingafélaga er hér mitt á meðal okkar og fær að starfa óhindrað. Hlustið nú á!“ Hann tók blað upp úr vasa sínum og las hátt: „Rómverjar! Hin nýstaðfestu lög eru tilraun til að svifta okkur frelsi því sem forfeður okkar hafa aflað okkur. það er þessvegna skylda okkar að liefja mótmæli og að halda í því skyni fundipn sem ákveðinn var hinn 1. febrúar. Með því móti einu getum við látið stjórn og konung sjá það, livaða afleiðingar því eru samfara að berjast gegn almenningsálitinu. — — Komið til Piazza del Populo við sólarlag og gangið til Colosseum. Verið rólegir og stiltir og gefi það Guð að svo stillist hjörtu yfirvaldanna að blóði verði ekki úthelt.“ „Stendur þetta í Morgunroðanum?" „Já. það er siðasta ávarpið. Og hverj- ar eru afleiðingamar? Fólk þyrpist hingað til borgarinnar hvaðanæfa að af landinu." „Hversu margir eru þeir orðnir þess- ir pólitisku pílagrímar?“ „Fimtíu, sextiu, ef til vill hundrað þúsund. Við getum ekki horft aðgerða- lausir á slíkt ástand." „Hvað viljið þér leggja til að gjört verði?“ „Fyrst og fremst verður að gjöra Morgunroðann upptækan.1* „Við tölum um það betur. Hvað svo?“ hann. það hefir leitt til þess,að far- ið er að tala um að friða sum svæði í Norðursjó, sem flatfiskur vex mest upp, fyrir þeim veiðarfærum, sem eru hættulegust ungviðinu. þekking sú, sem dr. Schmidt hefir aflað mönnum á hrygningu álsins, hefir orðið til þess, að seiðin (gler- állinn). eru nú veidd unnvörpum á vesturströndum Evrópu, ekki til svínafóðurs, eins og áður var títt, heldur til þess að flytja þau lifandi austur um álfuna til uppvaxtar í fljótum og vötnum. Mikið hefir fengist að vita úm göngur fiska, með merkingum eða á annan hátt. Aflaskýrslur hafa verið endur- bættar og samræmdar í samvinnu- ríkjunum, og verða sennilega með tímanum miklu fullkomnari og víðtækari en þær eru enn. Fleira mætti til tína, en þetta ætti að nægja til þess að sýna fram á, að mikið hefir áunnist með samvinnu vísindamanna á þessu sviði, á mjög stuttum tíma, þrátt fyrir hina miklu truflun af völdum styrjaldarinnar, þegar öll sam- vinna fór í mola, og ekkert rann- sóknaskip mátti sýna sig á rúm- sjó. Og þó er þetta varla nema byrjunin, því að þó margt sé nú í ljós leitt, sem fyrir skömmu var ó- þekt, er þó enn fleira í myrkrum hulið. Komist aftur á ró í heimin- um og menn fara að vinna saman, eins og áður, þá má búast við miklum árangri í framtíðinni, þeim árangri, að fiskveiðar megi reka á skynsamlegan hátt, eftir vísindalegum reglum (rationelt), eins og menn nú stunda landbún- að, en ekki eins og fyrirhyggju- laust ráp (Rovdrift). þegar nú þess er gætt, að fisk- veiðar eru tiltölulega lítill atvinnu- vegur í flestum þeim ríkjum, sem tekið hafa þátt í samvinnunni, þá mundi það eigi síður vera ástæða til fyrir ísland, þar sem fiskiveiðar eru einn aðalatvinnuvegurinn, að leggja nokkum skerf til þessara rannsókna. Og ekki vantar os^ verkefnin. Enn er þekkingin á ár- legum breytingum sjávarhita og strauma kringum landið og áhrif þeirra á veðráttu, sviflíf, göngur síldar, þorsks, ýsu og' annara nytjafiska, mjög í molum; vér vit- um enn mjög lítið um vöxt þeirra og aldur, hve oft þeir hrygna, um hlutl'allið milli viðkomu og tortím- ingar, og þar með, hve mikla veiði þeir þoli, án þess áð fækka, um hvort og hvar um kynsmun (Race- forskel) sé að ræða, um fiskasjúk-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.