Tíminn - 29.10.1921, Blaðsíða 1
V. ár.
Reykjavík, 29. október 1921
Hvað er að frétta?
Hverjar eru merkustu fréttim-
ar úr höfuSstaðnum ? spyrja menn
víðsvegar um landið. Tíminn skal
svara spurningunni, um tvo merka
aðila: blað landsstjómarinnar og
stjórnina sjálfa.
Hvað er Morgunblaðið að gera?
Island á í höggi við Spán. Spán-
verjar vilja kúga okkur til að
kaupa vín. Sjálfsákvörðunarréttur
þjóðarinnar er í veði. Siðbótarvið-
leitni þjóðarinnar um að losna við
vínið er þá að engu gerð.
Morgunblaðið gekk þegar í stað
í lið með Spánverjum. En öll hin
Reykjavíkurblöðin gerðu þá svo
harða hríð að Morgunblaðinu, að
það þagnaði í bili.
En nú er blaðið byrjað aftur, og
beitir dálítið annari aðferð. J>að
eru nýjustu tíðindin um Morgun-
blaðið.
Fyrst birtir blaðið þá lygafregn
utan úr heimi, að Bandaríkin séu
að gefast upp við bannlögin. J>au
séu að leyfa heimabragg.
Fregn þessa tekur blaðið eftir
þeim útlendu blöðum sem keypt
eru af hinum volduga alheims-
hring vínbruggara og vínsala.
Morgunblaðið veit það vel, að
þessi blöð eru keypt af vínmönn-
unum til þess að segja ósannindi
um bann og bindindisstarfsemi.
það birtir samt fregnir eftir þess-
um blöðum.
Tilgangur Morgunblaðsins með
þessu er vitanlega sá, að veikja að-
stöðu bannmanna hér á landi í bar-
daganum við Spán.
En fregnin er lygafregn. Alger-
lega tilhæfulaus lygafregn. Tím-
inn hefir gögn í höndunum í mál-
inu, sem sýna það og þau skulu
verða birt, ef Morgunblaðið heldur
áfram með ósannindi sín.
Bannmennirnir í Bandaríkjun-
um hafa aldrei verið sterkari en
nú. J>eir eru nýbúnir að fá lögleidd-
ar bætur á bannlögum sínum. —
I annan stað er Morgunblaðið
farið að halda nýrri siðferðishug-
sjón að almenningi á íslandi.
Blaðið telur það nú eitt hið
nauðsynlegasta fyrir íslendinga:
að læra að drekka vín.
J>að flutti þá kenningu um dag-
inn að spönsku vínin væra svo
létt og góð, að það væri sérstak-
lega holt fyrir okkur að læra að
drekka þau.
Og nú síðar flytur það um-
mæli eftir norskan mann sem það
telur að íslenskir bannmenn
„hefðu þörf á að festa sér í minni“.
Ummælin eru þau, að „sjálfshóf“,
sem blaðið kallar, í því að drekka
vín, sé „sú list, sem hinar hvítu
þjóðir verði að læra“.
Tilgangur blaðsins er hinn sami
og áður: að veikja mótstöðu Is-
lendinga á móti spönsku kúgun-
inni.
Aðferðin: að reyna að blekkja
íslensku þjóðina til þess að trúa
því, að spönsku vínin séu sérstak-
lega eftirsóknarverð, því að það sé
þjóðinni svo nauðsynlegt, það sé
svo mikil list, að læra að drekka
vín.
þetta eru nýjustu fréttimar
um Morgunblaðið — blað hinnar
íslensku stjómar — á þeim tíma
þegar yfir stendur bardagi íslend-
inga gegn spánskri kúgun.
Hvað er stjómin að gera?
J>rent hefir verið kallað ótelj-
andi á íslandi hingað til: eyjar á
Breiðafirði, vötn á Tvídægra og
Vatnsdalshólar. Mætti nú bæta
hinu fjórða við: axarsköftum
landsst j órnarinnar.
En hættulegast allra ráðstafana
stjórnarinnar, hættulegri en lán-
takan, er sú ráðstöfun sem hún er
nú að fremja.
Landsstjórnin er að afhenda,
eða er búin að afhenda, Islands-
banka megin'ið af miljónaláninu
enska.
Hún er að vinna það verk, eða
er búin að því, að koma yfir á
herðar landsmanna megininu af
„spekúlatíóna“ skuldum innlendra
og útlendra kaupsýslumanna.
Með því að leggja þetta mikla
fé í íslandsbanka á n tryggilegrar
rannsóknar, og á n þess að fá það
svart á hvítu hvað útlendu hlut-
hafarnir ættu að bera af tapi
bankans, er landsstjórnin beinlín-
is að hjálpa bankanum til þess að
bjóða þjóðinni birginn.
Sé gengið út frá því, sem ætti
að vera sjálfsagt, að landsstjórn-
in dirfist ekki að ganga frá samn-
ingunum við bankann, á grund-
velli hinnar ótryggilegu rannsókn-
ar, sem meiri hluti alþingis mót-
mælti, er það augljóst hverjum
manni, hversu bankinn getur beitt
sér miklu betur, þegar landsstjóm-
in hefir, skilmálalaust, afhent
honum miljónir króna og komið
miklu af áhættunni við „spekúla-
tíónirnar“ yfir á herðar lands-
manna.
„Fólkið var jetið á fæti“, segir
skáldið í kvæðinu um Fróðárhirð-
ina.
Framkoma landsstjómarinnar
gagnvart íslandsbanka, er hin
sorglegasta saga um það hversu
landsstjórnin getur mergsogið
þjóðina, látið þjóðina varnarlausa
fyrir ágangi útlendra og innlendra
fjárgróðamanna. —
J>etta er nýjasta fréttin um
landsstjórnina.
Utan úr heimi.
Ofurveldi Bandaríkjanna.
Bandaríkin eru nú orðin voldug-
asta þjóð í heimi. Landið er stórt
og gott. J>ar eru allar þær auðs-
uppsprettur, sem mentaþjóð þarf
að nota. þjóðin er hraust og fjöl-
menn. Verklegar framfarir og
verkleg kunnátta er hvergi á
hærra stigi. Bandaríkjamenn sátu
hjá þar til í stríðslokin. Óvinir
þjóðverja og hlutlausar þjóðir
fengu mikið af nauðsynjum sínum
frá Ameríku allan stríðstímann og
geysimikið fé að láni. Ameríku-
menn komu inn í stríðið á síðustu
stundu og lögðu smiðshöggið á við
sigurför vesturþjóðanna. Alt sam-
einast til að gera Bandaríkjamenn
volduga: Gæði landsins, fjölmenni,
framtalc fólksins, verkleg kunn-
átta þess, verslunargróðinn í stríð-
inu og sigurvegaratilfinningin.
Hvort slíkt meðlæti er holt fyrir
nokkra þjóð, er erfitt að fullyrða.
En veldi Bandaríkjanna er stað-
reynd nú sem stendur og mun
verða. Gullið er nú tákn auðs og
valds. Og í stríðslokin var svo mik-
ið af gulli til í Bandaríkjunum, að
steypa hefði mátt úr því 25 þús-
und kálfslíkneski. Allar banda-
mannaþjóðimar eru stórskuldugar
Bandaríkjamönnum. það eru eink-
um þessar skuldir, sem eru fjötur
H. í S.
Nikkeleruðu steinolíuofnamir
PERFECTION fást nú aftur.
Verðið lækkað.
Híð íslenska steínolíuhlutafélag
Sími 214.
um fót Evrópuþjóðanna. Af þeim
leiðir háa skatta, misjafnt gengi,
lamaða framleiðslu og verslun, at-
vinnuleysi, hungur og allskonar
hörmungar. Bretar og fleiri þjóð-
ir hér í álfu vilja láta allar þessar
milliríkjaskuldir niður falla. Segja
að það sé nauðsynlegt, ef heimur-
inn eigi að verða mönnum byggi-
legur. Væri horfið að þessu ráði,
myndu Bandaríkj amenn verða að
færa aðalfórnina, gefa mest. Og
það munu þeir ófúsir að gera. 1
stað þess vilja þeir lána Evrópu-
þjóðunum meira fé, sökkva þeim
dýpra í skuldasúpuna, eignast
hluti í framleiðslufyrirtækjum
Evrópuþjóðanna, „eða fólkið á
fæti“, eins og skáldið segir um
Fróðárdraugana. I því skyni hafa
þeir stofnað voldugan banka í
París, sem stendur í sambandi við
mörg þúsund banka í Bandaríkj-
unum og dregur afl þaðan eftir
því sem átök þurfa mikil.
Neyð Frakklands.
Mjög hefir skift um vinsældir
Frakklands síðan í stríðsbyrjun.
þá voru þeir vinsælastir allra
bandaþjóðanna. Hlutlausar þjóðir
fundu að þeir liðu mest við styrj-
öldina og færðu þyngstar fórnir.
Ágangur þjóðverja og ofsi við
Frakka síðan 1870 vakti samhygð
allra með þeirri þjóð. Nú er þetta
á annan veg. þjóðverjar og Rúss-
ar hata Frakka af öllu hjarta, og
sívaxandi fáleikar eru frá hálfu
Englendinga og Itala í garð
Frakka, þó að alt sé nokkurnveg-
inn slétt á yfirborðinu. Best hefir
vináttan haldist milli Frakka og
Bandaríkjamanna. Margar ástæð-
ur eru til þessara straumhvarfa,
og er nokkurnveginn hægt að
skýra það mál. Frakkar hafa mist
mest allra þjóða af mönnum og fé
í stríðinu. þar féllu 58% af öllum
frönskum karlmönnum milli 18 og
35 ára. Bestu lönd og ríkustu iðn-
aðarborgir landsins eru í eyði, en
fólkið húsvilt og hrynur niður ur
tæringu og hverskonar sjúkdóm-
um. þar sem skothríð hefir staðið
látlaust í mörg missiri, er enginn
jarðvegur til, ekkert nema kúlu-
brot og jámarusl. Sumir halda, að
þau lönd verði ekki hæf til rækt-
unar fyr en eftir marga tugi ára.
Skattar eru óbærilega þungir í
Frakklandi. Bændum líður allvel,
en verkamenn og embættismenn
búa við sult og seyra. Ofan á þess-
ar fórnir bætast ógnir stríðsins. I
hálft fimta ár hefir franska þjóð-
in getað búist við svo að segja að
her þjóðverja flæddi yfir París og
landið alt. Og flóttafólkið úr norð-
ur héruðunum vissi hvað það var
að búa undir hervaldi júnkaranna.
Höi-mungar þær, sem Frakkar
hafa liðið, eru svo miklar, að varla
er að við að búast, að þjóðin geti
alt í einu orðið sáttfús og byrjað
að treysta á drenglyndi í skiftum
milli þjóða.
Með friðarsamningunum var
þjóðverjum gert að skyldu að
borga óhemju upphæðir í skaða-
bætur fyrir stríðspjöllin. Allir
Bandamenn vora þá sammála um
að hafa kjörin hörð. En síðan hafa
flestir séð, að þjóðverjar gætu
aldrei uppfylt samningana. Og
Bretar og ítalir vilja slaka á
klónni. þeir vilja geta verslað við
þjóðverja. En það er ekki hægt, ef
þjóðverjar eru eyðilagðir. En
Frakkar halda fast við það, sem
skrifað stendur. Og formlega hafa
þeir fullkominn rétt til þess, og
miklar málsbætur í fyrri fram-
komu þjóðverja, ef litið er á það
mál. Frakkar hafa í raun og veru
ekki breyst. það eru aðrar þjóðir
sem hafa gleymt og eiga auðveld-
ara með að gleyma. Framkoma
Frakka er skiljanleg, og eftir
mannlegum mælikvarða eðlileg. En
hinsvegar er nokkumveginn víst,
að hún verður til ógæfu síðar
meir. Líkleg til að fæða af sér nýj-
ar hefndarstyrjaldir.
Stjómarbreytingin þýska.
Wirts-stjórnin lagði niður völd
er úrslitin um skifting Slesíu urðu
kunn. Frakkar höfðu lagt öll sín
áhrif 1 vogarskálina til að Pól-
verjar fengju sem mest af námu-
héruðunum. þeir vilja efla Pól-
verja framtíðarbandamenn móti
Rússum og þjóðverjum, og svifta
þjóðverja sem mest náttúragæð-
um, svo að þeir verði ekki færir
um að hefja nýja styrjöld. Wirts-
ráðuneytið hafði viljað reyna að
standa í skilum með greiðslur til
Bandamanna. En þar á móti væntu
þeir sanngirni og eftirgjafar á
vissum sviðum. En þegar skifting
Slesíu varð Pólverjum í vil, fékk
sá hluti þingsins, sem ekki vill
standa við samningana, meiri vind
í seglin. Að vísu sitja nokkrir
sömu ráðherrarnir í hinni nýju
stjóm, en nú er vafalaust meir
stefnt til þrákelkni um greiðslurn-
ar og mótstöðu eftir föngum.
Kjarval.
Kjarval málari hefir verið í átt-
högum sínum, Borgarfirði eystra
og á Seyðisfirði, í sumar, og málað
margar ágætar myndir. Hefir
hann haldið sýningu hér í bænum
undanfarið, og eru flestar mynd-
irnar seldar. Má það heita furðu-
verk, þegar litið er á fjármála-
ástæður manna. En Kjarval er
skáld andagiftarinnar, nokkuð í
líkingu við Matthías. Hann kemst
upp á hæstu tindana, þegar and-
inn kemur yfir hann. En stundum
getur hann líka verið hagyrðingur,
44. blað
eins og við bar með hið mikla
skáld. Engin lýsing gefur neina
hugmynd um list Kjarvals. Menn
verða að sjá myndir hans, og sjá
þær oft. Eina af myndum hans,
stórfelda fjallhamra á Austur-
landi, sem illviðrasumarið hefir
hálfklætt í fannahjúp, er alment
álit að landið verði að kaupa og
geyma í alþingishúsinu. I þeirri
mynd þykir endurskína ekki ein-
ungis dýpstu drög í eðli landsins,
heldur einnig lundareinkenni
þeirra Islendinga, kvenna og
karla, sem þjóðin telur sér hafa
verið mest til sæmdar.
Mörgum listavinum hefir orðið
að orði um sýningu Kjarvals, að
hún væri merkasti viðburðurinn í
listasögu landsins hin síðari ár.
Með þessari sýningu hefir Kjarval
sýnt, að á sviði málaralistarinnar
muni hann með okkar þjóð verða
þvílíkur maður sem Einar Jóns-
son er í myndhöggvaralistinni.
Báðir era fæddir listamenn og ekk-
ert annað. Báðir þýða duldar rún-
ir lands og lýðs með list sinni.
Gata beggja hefir verið erfið. Veg-
ur íslenskra listamanna er þyrni-
braut. Og sigurlaunin liggja ekki í
auði eða heimsfrægð, heldur í
sjálfu starfinu, í því að þýða á
mál litar og línu það göfugasta og
einkennilegasta sem til er í eðli
landsins og þjóðarinnar. X.
----o—
I fjarska.
Hugsjón ör, en illa fleyg
út við draumhaf situr.
Fjarskann byggir fagureyg
framtíð rík og vitur.
Hún er jafnt við heill og fár
hilling allra þjóða;
hefir hendur fullar fjár
framsókn hverri’ að bjóða.
þeir sem flugin hefja hæst,
— himna nýja finna,
standa henni hjarta næst,
hennar ástir vinna.
Skært og háum himni mót
hennar vitar brenna;
en urðir tefja Fjölsvinns fót
fáir hyr þann kenna.
Hún veit sannleik allan ein,
á hann lögum skráðan,
öruggan á ystu grein,
engum hvörfum háðan.
Hulin öfl og óskemt ljós
yfir henni vaka.
Sækið, þrár, að þessum ós,
þar er af nógu’ að taka.
Hún á lista- og söngva seim,
sæg af snjöllum ljóðum.
Unn oss neista eins af þeim
andans djúpu glóðum.
Yfir hafið heyra má
hörpusláttinn óma.
Draumleið ekur áköf þrá
yf’r í huldan ljóma.
Jak. Thór.
-----o----
Sextíu leikir, vísur og dansar.
Ný bók með því nafni komin út á
forlag Guðmundar Gamalíelssonar.
Höfundurinn er Steingrímur Ara-
son kennari. Verður þetta vafa-
laust vinsæl bók, bæði í skólum og
á barnaheimilum.