Tíminn - 29.10.1921, Side 4
130
T I M I N N
Kjörkaup
fást á tveim góðum hlutum er eg hefi nú fyrirliggjandi:
1. Fiskúrgangs- og beinamylna nr. 3, er malar allskonar bein,
fiskhausa (hráblautt sem þurt), — svo og korn með smábreytingu o.
m. fl., alt að 2—500 pd. á kl.st., með 3—4 hestafla hreyflvél. Sú vél
er ómissandi áhald á hverri einustu veiðistöð.
2. Miðstöðva-lofthitunar-vél „Monroeu, er liitar 1300 rúmfet, brennir
mó og hverju sem er, og sparar alt að V4-—x/2 eldsneytis, og mikið
rúm; mikla vinnu, óþrifnað og óþægindi, sama-nborið við algenga ofna.
Henni fylgir „Waterboiler“ og „Selfregulator“.
Hér býðst tækifærisverð af sérstökum ástæðum og langur gjald-
frestur, ef þarf, til áreiðanlegs kaupanda.
Semjið sem allra fyrst.
Reykjavík, — Pósthólf 315 — Sími 521.
©tefán B. Jónsson.
Jörðin Neðpi-Háls í Kjós, 29,6 hundr. að nýju mati fæst
til ábúðar frá næstkomandi fardögum um 3—5 ára tímabil. Jörðinni
fylgja 3 kúgildi og 2 ásauðakúgiidi. Yeiðiréttur fyrir landi jarðarinnar
fylgir ekki í leigumálanum.
Tilboð um eftirgjald og leigu sendist fyrir 30. okt. til hr. lögfræð-
ings B. P. Kalman, hús Nathans & Olsens, Reykjavík.
útyegar beint frá yerksmiðjuimi liið yiðurkenda
ágæta
Mc. Dougalls baðlyf.
Hviinberiskraðnr
Skóversiuii Hafnarstræíi 15
Selur landsins bestu gúmmí-
stígvél, fyrir fullorðna og börn
— ásamt allskonar leðurskó-
fatnaði, fyrir lægst verð.
Q-reið og ábyggileg viðskifti.
geta þeir tæplega orðið liðsterkir
á þingi. Línumar verða mikið ljós-
ari heldur en áður var, er Jón
Magnússon kastaði grímunni og
fór opinberlega að starfa með Mbl.-
liðinu. Fram að þessu ári hafa
ýmsir þingmenn, sem talið hafa
sig samvinnumenn, talið hann
hlutlausan a. m. k. Nú er það ekki
lengur hægt. Hver sem styður eða
lætur stjórn J. M. hlutlausa hér
eftir, hefir blandað blóði við eig-
endur Mbl. og fslendings. Sjálfsagt
verður ýmsum þingmönnum þungt
fyrir brjósti, er þeir standa á
gatnamótunum. En vegirnir eru
ekki nema tveir til þess pólitiska
lífs. Sá þriðji er að draga skip á
land. það munu sumir gera —
nauðugir þó. En þegar skiftin fara
fram, þá getur samvinnan tæplega
sætt sig við að eiga parta í mönn-
um móti málstað milliliðanna. Sá
sem styður óvin samvinnunnar, er
óvinur hennar sjálfrar.
Steinolíuverslunin.
þetta ár hefir landsverslunin
flutt inn steinolíu og kept við hinn
alræmda ameríska hring hér.
Hvað eftir annað hefir landsversl-
unin sett verðið niður. Starfsemi
verslunarinnar þetta ár hefir á-
reiðanlega sparað fslendingum
mörg hundruð þúsund krónur á
þessum eina lið. Landsverslunin
hefir trygt sér sambönd við hinn
sterkasta keppinaut ameríska
hringsins, sem til er, enskt félag,
sem stjórn Breta á meiri hluta 1.
Olían kemur frá Perísu og Mesó-
pótamíu, en er hreinsuð í Eng-
landi. það er fullyrt í bænum, að
félag þetta hafi haft mann hér til
að semja um að byrgja landið al-
veg að olíu, ef stjórnin vildi. En
stjórnin hefir vafalaust ekki þor-
að. Ekki var þjóðin hrædd. Allir
óska íslenska steinolíufélaginu
norður og niður. Enginn gat verið
hræddur við einkasölu á steinolíu
nema þeir sem eiga hluti í útibúi
ameríska hringsins. En það eru
sumir af helstu eigendum Mbl. og
efldustu stuðningsmenn stjómar-
innar. Svona er veröldin skrýtin.
íslenski anginn af ameríska
hringnum verður varla brotinn á
bak aftur nema með stjómarskift-
um. Hvað segja útvegsmenn og
sjómenn um þetta, þeir sem hafa
lánað J. M. mest fylgi með því að
kjósa á þing Einar þorgilsson,
Proppé, Jón Auðunn, Vigur-klerk
o. fl. slíka menn? **
-----o----
Ágengni við landssjóð.
Landið er að fara á höfuðið. Út-
g jöldin eru mikil. Tekjurnar litlar.
Ekkert er gert til framfara. Sum-
ir búast við, að innan skamms geti
landssjóður ekki staðið í skilum
með laun embættismanna, hvað þá
til verklegra fyrirtækja. Allir
skynbærir menn sjá, að taka verð-
ur í taumana, ef ekki á alt að
sökkva. Verða hér nefnd nokkur
dæmi um óþarfa eyðslu, sem úr
má bæta. Fjöldi íslenskra embætt-
ismanna tekur margföld laun fyrir
starfa sinn. Tökum lögjafnaðar-
nefndina, Jóhannes, Bjarna og
Einar. Alt eru þetta starfsmenn
þjóðarinnar á föstum árslaunum.
Landið á starfskrafta þeirra. Tveir
af þeim eru þingmenn. þeir taka
þar aftur kaup og fæðispeninga
fyrir starfsafl, sem áður er borgað
fyrir. I þriðja lagi eru þeir í lög-
jafnaðamefnd. Hafa þar 2000 kr.
í árskaup hver og 50 krónur á dag,
meðan þeir eru á ferðalagi í nefnd-
arstörfum. Með þessu getur kostn-
aður við hvem lögjafnaðarmann
orðið hátt á 4. þúsund fyrir að
skreppa til Danmerkur og vera
þar á stuttum fundi. par er starfs-
aflið selt í þriðja sinn. Embættis-
maður í slíkri nefnd á ekkert sér-
kaup að fá, aðeins hóflega reiknað-
an ferðakostnað. petta er eitt
dæmi af mörgum, er nefnd verða
síðar. Á þessum eina lið ætti að
mega spara 8—9 þús. kr., hvert ár,
þegar nefndin siglir, og 6—7 þús.
þegar hún starfar hér heima.
þingkaup embættismanna, bú-
settra í Reykjavík, sem ekki kaupa
menn til að gegna aðalstarfinu, þó
þeir sitji á þingi, verður að falla
niður. Sá sem landið hefir í vinnu,
á að fá lífvænlegt kaup, en ekki
margfalda bitlinga, fyrir vinnu
sína í þágu landsins.
Norsku kosningamar.
Norsku kosningarnar fóru fram
24. þ. m. og snerust aðallega um
bannmálið. Voru í gamla þinginu
126 þingmenn, en nú var þeim
fjölgað og eru 150. Nákvæm at-
kvæðatala flokkanna er ófrétt
enn. En talið er víst, að úrslitin
verði þau, að hægri menn verði
56, vinstri menn 37, kommúnistar
29, bændaflokksmenn 18, jafnaðar-
menn 8 og hinir róttæku alþýðu-
flokksmenn 2. Aðalbreytingin su,
að bændaflokkurinn hefir unnið
mörg þingsæti frá vinstri mönn-
um og kommúnistar frá jafnaðar-
mönnum. Fullyrt verður ekki um
það, hve fara muni um bannið.
Ilægri menn einir lýstu sig and-
víga banninu, en flokkur þeirra er
hlutfallslega jafnstór og áður.
Vinstri mennimir, kommúnistarn-
ir og jafnaðarmennirnir standa
fast með banninu og hafa um
helming atkvæðanna. Óvissara er
um bændaflokkinn.
---o----
Fréttír.
Eyjólfur Jónsson málari hefir
sýnt myndir sínar undanfarið.
Liggur mikið verk eftir hann eftir
sumarið. Flestar eru myndimar
úr Borgarfirði. það er altaf hlý-
leikablær yfir myndum Eyjólfs.
það leggur af þeim bæði birtu og
yl. þær njóta sín vel í litlum stof-
um og eru hin bestu híbýlaprýði.
Nokkrar myndirnar eru af útlendu
landslagi, frá utanför Eyjólfs í
vor. Eyjólfi mun hafa gengið á-
gætlega vel að selja myndir sínar.
Ritdómur. J. B. ritar dóm um
hina nýju kvæðabók Einars Ben-
ediktssonar í Morgunblaðið. Hann
nefnir þar mörg kvæðin. En hann
gleymir alveg einu almerkilegasta
kvæðinu. það er kvæðið „Fróðár-
hirðin" sem J. B. þorir ekki að
nefna í Morgunblaðinu. Hvemig
stendur á þessu? Er það af sömu
ástæðu og þeirri, að ekki má nefna
snöra i húsi vissra persóna?
Síra Friðrik Friðriksson kom
frá útlöndum með Gullfossi síðast
úr ‘sumardvöl í Danmörku. Var
hann þar fulltrúi íslensku kirkj-
unn á minningarhátíð trúboðsins
danska. Hann var ennfremur full-
trúi stórstúkunnar á alþjóðafundi
bindindismanna sem háður var i
Kaupmannahöfn. Síra Friðrik á
ótal vini í Danmörku, sem báru
hann á höndum sér.
Gunnar Hafstein, bróðir Hann-
esar, hefir í undanfarin ár verið
bankastjóri á Færeyjum. Nú hefir
hann látið af því starfi og flust
búferlum til Kaupmannahafnar.
/
Nýi hafnarbukkinn við austur-
hlið hafnarmnar verður fullger áð-
ui en langt líður. Verður að því
hin mesta bót. Meðan botnvörp-
ungarnir eru xð veiðum, er hafn-
íirbakkinn gam.i alt of lítill.
Úr bréfi Dæmalaust finst
mér fara vel á því, að sagan sem
fór að birtast í Lögréttu, um leið
og Lögrétta ánetjaðist kaup-
Nýprentað:
Sig. Heiðdal: Hrannaslóð, sögur.
Svör við Reikningsbók Ólafs Daní-
elssonar.
Fást hjá bóksölum.
SÉu. Mj. Sitsii.
mannaklíkunni reykvísku, skuli
heita: „Hinn bersyndugi“. það er
svo þægileg áminning um það, í
hvert skifti sem blaðið er opnað,
hvaða blað er hið bersynduga í ís-
lenskri pólitík.
Franskur markgreifi, du Grim-
aldi, hefir dvalist hér í bænum í
sumar. Skömmu áður en harm fór
gelck hann að eiga unga íslenska
rtúlku, þuríði þorbjarnardóttur,
sem ættuð er héðan úv bænum og
övalist hefir iengi á heimili Finn-
boga mágs sins á Búðum. Eru þau
hjónin nýfarin til Frakklands.
Dánarfregn. í síðastl. júnímán-
uði andaðist á Miðfelli í þingvalla-
sveit ekkjan Kristbjörg Kristjáns-
dóttir, eftir stutta legu í lungna-
bólgu, frá 5 bömum, og var hún
aðeins 42 ára gömul. Hún var dótt-
ir Kristjáns Daníelssonar íshús-
varðar á Akranesi. Mann sinn, Jó-
hannes Kristjánsson, misti hún úr
sóttinni miklu 1918. Síðan hafði
hún búið ein síns liðs með börnum
sínum. Er elsti sonur hennar nú
17 ára, en yngsta barnið 5 ára.
Kristbjörg sáluga var framúrskar-
andi þrek- og dugnaðarkona. Hún
vann jafnt karla verk sem kvenna
og dró ekki af kröftum sínum.
þetta snögglega fráfall hennar
vakti mjög almenna hluttekningu
og hafa menn nú sýnt það í verk-
inu með því að bjóða hinum mun-
aðarlausu börnum fóstur.
Kunnugur.
Úr bréfi úr Eyjafirði:
,,----Illa líkar mér við suma
þingskörungana, sem í fyrra börð-
ust mest móti innflutningshöftum
og landsverslun. Flokkur sá, sem
nú rís upp móti Morgunblaðs- og
íslendingsliðinu verður að hafa
bæði samvinnu og landsverslun á
dagskrá sinni. Hvað á við á sínum
stað. Nú við landkosningarnar, og
síðar við almennu kosningarnar
verðum við að hafa flokk manna,
sem er alráðinn í að ganga milli
bols og höfuðs á öllum bannsettum
áhættubröskuram, sem verja veltu-
fé þjóðarinnar til gróðabragða eft-
ir sínu höfði og setja þjóðina í æ
meiri vanda. Sjálfstæði þjóðarinn-
ar er í veði. Fari það, fer fleira".
Silfurbrúðkaup áttu uro síðustu
helgi: frú Stefanía leikkona Guð-
mundsdóttir og Borgþór Jósefsson
bæjargjaldkeri. Barst þeim fjöldi
heillaskeyta og kvæða.
Magnús Kristjánsson forstjóri
landsverslunarinnar fór utan með
Gullfossi síðast. Mun meðal annars
vera að undirbúa ríkiseinkasöluna
á tóbaki.
Maður hvarf nýlega á Akureyri
og er haldið að hann muni hafa
druknað. Iiét hann H. Bebensee,
þýskur að ætt og stundaði klæð-
skeraiðn þar í bænum.
Jón þorleifsson. Jón er sonur
þorleifs alþingismanns á Hólum.
Hann hefir fengið hið besta upp-
eldij sem Islandi er unt að veita
listamannsefnum sínum, þar sem
hann er alinn upp í Hornafirðin-
um, Eden íslenskrar landslagsfeg-
urðar. Náttúran þar virðist sjálf
hafa leitt hann út á listamanns-
brautina, því ekki mun þar til að
dreifa mannanna áhrifum. þó ung-
ur sé, hefir Jón þegar málað lengi.
Hann hefir einu sinni áður sýnt
myndir eftir sig hér í Reykjavík,
og vöktu þá myndir hans athygli.
Nú er nýafstaðin sýning á mynd-
um hans frá í sumar. Er um mikla
framför að ræða og hlutu mynd-
irnar einróma lof. Hann hefir og
haldið sýningar víðar um landið í
sumar og verið hvarvetna vel tek-
ið. Jón er ekki í tölu þeirra mál-
ara, sem ætla sér að gera betur en
skaparinn og breyta bæði línum og
litum svo afkáralega, að úr verður
hreinasta hrákasmíð. Myndir hans
eru eðlilegar, og þó „stíliseraðar".
Iiann hefir sérstaklega gaman af
að leysa landslagið upp í fleti,
gras- og skriðugeirum og kletta-
beltum. Glöggur einstaklingsblær
Páll J. Ólafson D. D. S.
tannlæknir
Pósthússtræti nr. 7. — . Herbergi nr. 39.
Sími 501. — P. 0. Box 551.
Reykjavík.
iiíif
Reykjavík.
Pósthólf 122 Simi 228
selur kornvörur, kaffi, sykur o. m. fl.
—- — alt með lægsta verði. — —
Fljót afgreiðsla!
Áreiðanleg viðskifti.
þakkarávarp.
Innilegt þakklæti votta eg öll-
um þeim, sem hjálpuðu mér í veik-
indum mínum í sumar. Sér í lagi
ber mér að minnast heiðursfólks-
ins á þykkvabæjarklaustri (aust-
urbænum), og Norðurhjáleigi,
með innilegu þakklæti, þar sem
það tók mínar byrðar sér á herð-
ar og linuðu þrautir mínar og
minna með ástúðlegri hjúkrun og
umhyggju. Og bið eg góðan guð
að launa því af ríkdómi sinnar náð-
ar, fyrir þess göfugu mannkær-
leika og hjálpfýsi.
þykkvabæjarklaustri (Vesturb.)
Brynjólfur Oddsson.
Brúnn hestur
tapaðist frá Varmá' í Mosfellssveit
í vor. Meðalhestur að stærð, fax
og taglrýr, hæruskotinn í fax.
Mark: biti fr. hægra. Hver sem
kynni að hafa orðið var við þenn-
an hest, geri svo vel og gjöri að-
vart Pétri Jóhannessyni, Njáls-
götu 36 b., Reykjavík, sími 978.
Jörð til sölu.
12 hndr. að fomu mati í jörð-
inni Botni í Súgandafirði í Vestur-
Isafjarðarsýslu fæst til kaups og
ábúðar frá næstu fardögum(1922).
Listhafendur snúi sér til undirrit-
aðs.
Botni í Súgandafirði 8. okt. 1921
Guðm. Ág. HaJIdórsson.
er yfir öllum hans myndum. I vet-
ur mun Jón dvelja við nám í París-
arborg. það er jafnan gleðiefni
þegar íslenskir námsmenn. setjast
að í höfuðbólum menningar. Tím-
inn óskar Jóni góðrar ferðar og er
þess fullviss, af þeim myndum, er
hann nú hefir sýnt, að hann muni
lenda í tölu útvaldra, er hann nær
fullum þroska.
Látinn er á Mosfelli í Mosfells-
sveit Gísli Jónsson, tengdafaðir
síra Magnúsar þorsteinssonar á
Mosfelli.
Jakob Thorarensen. Tíminn von-
ast eftir því að geta við og við
eftirleiðis birt kvæði frá Jakobi
Thorarensen skáldi. Væntir þess
að lesendum þyki fengur í því, því
að Jakob er einna snjallastur yngri
skáldanna.
Náhvalstönn hefir Náttúrugripa-
safninu nýlega borist að gjöf frá
Sigurði kaupfélagsstjóra á Lauga-
bóli. Er tönnin 84 þumlungar að
lengd og hin mesta gersemi. Er
það þakkarvert þegar menn sýna
Náttúragripasafninu þá velvild, að
senda því sjaldgæfa náttúrugripi.
Tönninni hefir nú verið komið fyr-
ir á sai'ninu, og getur almenning-
ur þar fengið að sjá hana.
195 nemendur eru í mentaskól-
anum.
ísland kemur frá útlöndum á
morgun.
Ritstjóri:
Tryggvi þórhallsson
Laufási. Sími 91.
Prentsmiðjan Acta.