Tíminn - 21.01.1922, Síða 1

Tíminn - 21.01.1922, Síða 1
©Jaíbferi Cimans er 5 t g u r g e i r 5 r i & 1 r i f s f o n, Sambanösþúsinu, Hcyfjamf. VI. ár. t Pétur Jónsson atvinnumálaráðherra og formaður Sambands íslenskra Samvinnufé- laga andaðist á heimili sínu hér í bænum í gærmorgun. Verður hans minst í næsta blaði. ---o- r Islandsbanka- fundurinn 10. desember 1921. Eftir Lárus H. Bjarnason hæstaréttardómara. Eins og sjá má á 35. gr. i'eglu- gerðar Islandsbanka, sem prent- uð var í upphafi gréinar þessar- ar, þá eiga breytingar á reglu- gerð bankans óvenjulega erfitt uppdráttar. Eigi breytingartillaga að ganga fram á sama fundi og hún er bor- in upp, þá verður að minsta kosti helmingur eigenda að hafa sótt fundinn (nú 22,500 atkv.),og tveir þriðjungar greiddra atkvæða að hafa fylgt henni. Verði brestur á öðru hvoru, er tillagan fallin niður í það sinn. En bera má hana fram á öðrum fundi, ljái fulltrúaráðið henni fylgi, og þar getur hún þá geng- ið fram, hversu fásóttur sem fundurinn .er, en þá þó því að eins, að þrír fjórðungar allra greiddra atkvæða fylgi henni. En auk þessara skerja, sem alt- af standa upp úr, hvort sem hátt eða lágt er í sjó, og auk venju- legra blindskerja, sem fylgja öll- um atkvæðagreiðslum á fundum, þá er í reglugerð bankans,að dæmi ýmsra annara svokallaðra meiri- háttar félaga, eitt tvíeggjað ákvæði, sem eigi hefir altaf ver- ið notað jafn áferðarfallega. Eg á við 31. gr. reglugerðarinnar um að hver hluthafi, sem ætlar að sækja boðaðan hluthafafund, verði að útvega sér aðgöngumiða til fundarins í bankanum 3 vik- um fyrir fund, og fær miðann, eftir nýupptekinni venju, því að eins að hann geri bankanum áð- ur grein fyrir hlutaeign sinni, með því að sýna hlutabréf sín. pó sá eg með þetta farið svo í sumar, að einn hluthafi fékk að- göngumiða án þess að sýna hluta- bréf sín, en hinum var neitað, nema hann sýndi sín bréf. Af þessu ákvæði 31. gr. leiðir það fyrst og fremst, að banka- stjórninni er ávalt kunnugt um það, 3 vikum fyrir hvern l'und, hverjir muni sækja fund, og getur þess vegna beitt áhrifum sínum á væntanlega fundarsækj- endur eftir vild og mætti, svo sem og mun hafa komið fyrir, þar á meðal á 17. sept. fundinum. En nú sækja hluthafar fund- ina að eins að sáralitlu.leyti sjálf- ir. Útlendu hluthöfunum er það jafnvel ómögulegt, og þeir eiga líklega rúma 4/5 hlutafjárins, enda er öllum hluthöfum heimilt að nota umboðsmenn. Og með at- kvæði útlendu hluthafanna hefir einn bankastjóranna lengst farið, og oft alveg opinskátt. Útlendu hluthafarnir hafa sennilega oft- ast, ef til vill altaf, leitað banka- stjórnarinnar af sjálfsdáðum. En vitanlega er bankastjórninni inn- an handar, að útvega sér atkvæði þeirra og jafnvel annara til með- ferðar, lítist henni ekki á bliku væntanlegs fundar. Nú hafði hr. E. Cl., sennilega af meiri hreinskilni en fegurðar- tilfinning, látið þau órökstuddu ummæli fylgja sértillögum mín- um, sem snertu þó hann sjálfan og hann vissi að voru jafnframt að nokkru leyti tillögur forsætis- ráðherra, að hann væri „ósam- þykkur tillögum Lárusar H. Bjarnason(ar).“ Og þykir mér vert að geta þess í þessu sam- bandi, að fulltrúaráðið, sem tillög- urnar veittust eigi síður að en að hr. E. Cl., fór eigi að dæmi hans. Að svo vöxnu máli gerði eg mér ekki miklar vonir um framgang tillagna minna, síst allra. En við hinu hefði mátt búast, bæði vegna undirtekta hr. Andersen og af því að einn bankastjóranna hafði ver- ið með í verki um sameiginlegu tillögurnar, að þær hefðu allar gengið fram á desemberfundinum. En það fór nokkuð á annan veg, og kemur nú hér sagan af þeim: Eftir bókstaf bankalaganna og reglugerðarinnar, átti fulltrúaráð- ið að vera raunveruleg y f i r- s t j ó r n bankans. Bankastjórarn- ir áttu aldrei að annast annað en „hin daglegu bankastörf“, sbr. 19. gr. reglugerðarinnar. En í framkvæmdinni urðu þegar þau hausavíxl á þessu, að fulltrúaráð- ið fékk lengst af e k k i 1 e y f i til annars en að undirskrifa reikninginn og talca við launun- um. í eitt skifti færðist skörin svo langt upp í bekkinn, að hlutað- eigandi ráðherra var látinn bera fram skýrslu þá til aðalfundar, er fulltrúaráðið átti að semja um hag bankans umliðið starfsár, án þess að fulltrúaráðið vissi nokk- uð um skýrsluna, sem þó var gef- in út í hennar nafni. Bankastjórn- in hafði í því falli einnig tekið það starf af ráðinu að búa skýrsluna til, og ekki gefið full- trúaráðinu kost á að breyta þar staf eða lestrarmerki. Aðalástæðan til þessara hausa- víxla hefir sennilega verið sú, að fulltrúum (útlendu) hluthafanna var þegar frá upphafi leyft að sitja í útlöndum, og þess þó eigi krafist, að þeir hefðu hér um- boðsmann. Og svo bættist ofan á þetta, að alþingi sótti stundum sína fulltrúa, sinn utan af hverju landshorni. N ú átti að reisa fulltrúaráðið úr niðurlægingarástandi þess, fá því yfirtökin á taumunum. Varð því, meðal annars, að áskilja það, að fulltrúarnir skyldu vera bú- settir í Reykjavík. En af því að búast mátti við því, að útlendu fulltrúarnir mundu amast við bú- setukröfu hér, var það ráð tekið, að láta sitja við kröfu um bú- setu alþingiskjörnu fulltrúanna í Reylcjavík, en heimta að hinir fulltrúarnir hefðu hér fasta um- boðsmenn. þetta var haldið, að mundi nægja útlendu fulltrúun- um, enda innan handar að gera ölíum íulltrúunum sömu skil, ef ríkissjóður eignaðist helming hlutafjárins. Reykjavík, 21. janúar 1922 því urðu hér að lútandi tillög- ur vorar á þessa leið: 9. brttl.: „Kjör þingkjörnu fulltrúanna skal framvegis bundið við búsetu í Reykjavík. (Hinir aðrir fulltrúar, sem ekki kýnnu að vera búsettir í Reykjavík, slculu liafa þar umboðs- menn, til þess í fjarveru þeirra að mæta á fulltrúaráðsfundum).“ 13. brttl.: „Fulltrúaráðið heldur fundi sina í Reykjavík og boðar formaður þá með þeim fyrirvara, sem liann telur hæfi- legan. [Fundarboð til fulltrúa, sem búa utan Rvíkur, má senda umboðs- mönnum þeirra]." Upphaf beggja tillagna var samþykt, en hitt (það sem stend- ur milli hornklofa) f e 11. Og fulltrúaráðið þar með vængstýft. það er segin saga, hversu áríð- andi það er, að menn, sem gegna mikilvægum störfum í þarfir al- mennings, séu sem sjálfstæðastir, sem óháðastir öðrum. Eg var upp- hafsmaður að því, og kom því inn í stjórnarskrána á sínum tíma, að umboðsstarfalausir dóm- arar mættu ekki eiga setu á al- þingi, og uni því ákvæði vel, eft- ir að það hefir bitnað á mér sjálfum. Og nú er það þar að auki ráðgert í athugasemdum við Hæstaréttarlagafrumvai’pið, að dómarar í þeim rétti megi eigi heldur gefa sig við „launuðum, föstum störfum utan embættis síns“. Meðan launin eru lífvæn- leg, er ekkert við þetta að athuga. En mér liggur við að segja, að eigi sé síður ástæða til að hafa lík ákvæði um aðra starfsmenn almennings, ekki síst þá, sem ráða fyrir aðalpeningalindum landsins. D ó m a r i n n er bund- inn við gildandi lög, sem margir þekkja, úrskurður hans nær eigi nema til málsaðilja einna, og hon- um er skylt að rökstyðja fyrir al- menningi jafnvel ómerkilegasta úrskurð. En b a n k a s t j ó r i n n er eigi bundinn við neinar orðaðar regl- ur um veiting lána og ýmsar aðr- ar mikilvægar ráðstafanir. Hann þarf ekki að segja nema „já“ eða „nei“ og á sjálfur einn dóm um það, hverju hann vill játa og hverju neita. Og mistök hans geta, eins og dæmin sanna, bitn- að á almenningi, jafnt á óbom- um sem öldum, geta leitt til dýr- tíðai' og hruns. Sennilega hefir eitthvað þessu líkt vakað fyrir okkur nefndar- mönnum, sem urðum sammála um 20. breytingartillöguna, og upp- runalega hljóðaði svo: „ÍBankastjórarnir mega eigi fást við stjórnmál. Heldur eigi mega þeir ve.ra stjórnendur atvinnufélaga", en síðar var bætt við, til sam- komulags og í því trausti að sam- komulag um önnur atriði mundi verða haldið, þessari setning: „nema fulltrúaráðið samþykki með eigi færri en 5 atkvæðum." Hr. E. Cl. hafði og sjálfur sýnt það í framkvæmdinni, með því að segja af sér stjórnarstörfum í „Isl. steinolíufélaginu“, að hann kannaðist við réttmæti þessarar skoðunar. Og hélt eg því fram, að hann ætti þá einnig að sleppa stjórnarstörfum í „Eimskipafé- laginu“, sem, þótt eigi sé litið lengra en til þess, hversu það hefir bygt yfir sig á landi, þarf sennilega engu síður á lánstrausti að halda, heldur en „Steinolíufé- lagið“. En við það var eigi kom- andi. þegai' eg sá hversu farið hafði á sept.fundinum um 2 samkomu- lagsvonir mínar, þótti mér vænt um að fulltrúaráðið hafði borið fram tillögu um að nema burtu viðaukann við upprunalegu tillög- una, enda var sú tillaga fulltrúa- ráðsins samþykt. En þá heimtaði hr. E. Cl. það, sem eftir var af tillögunni, sérstaklega borið und- ir atkvæði, og þá kom það „dul- arfulla fyrirbrigði“ fyrir, að öll 20. breytingartillagan. var f e 1 d, og það — með 2542 atkv. gegn 1656. þarf ekki að fara í grafgötur um það, að bak við — þ a u úrslit stóð atkvæðaríkur, en sennilega fullkappsamur, maður. Nú er bara eftir að vita, hvort bankastjórarnir eða einhver þeirra muni nota sér úrslitin til að bjóða sig fram til þings eða til að nækjast eftir eða taka við nýjum eða gömlum stjórnarstörf- um atvinnufélaga. Síðarnefndu störfin yrðu a. m. k. sennilega auðsótt. þá ætti eigi fremur að þurfa möi’gum oi’ðum að því að eyða, hve áríðandi það er, að e n d u r- s k o ð u n öll sé sem víðtækust, og að í endurskoðunarsætin velj- ist sjálfstæðir og að öðru leyti hæfustu menn. Gildir þetta um- fram alt um banka, sem almenn- ingur á hérvistarheill sína undii' að miklu leyti, og þá eigi síst um aðalbanka, sem býr við þau kjör — óvenjuleg meðal annara þjóða, — að vera hvorttveggja í senn, seðlabanki og sparisjóður. En endurskoðuninni við bank- ann hefir, eins og sennilega víð- ast annarsstaðar, verið allábóta- vant. Kemur það aðallega til af því, að endurskoðunin hefir þar, sem víðar, aldrei verið r ö k d æ m, heldur aðallega, ef ekki eingöngu, snúist um saman- burð reikningsins við bækur bank- ans. En slík endurskoðun er ekki mikilsvirði. Og getur að minsta kosti engan veginn réttlætt annað eins vottorð og endurskoðendur bankans rituðu lengi neðan á reikningana. Hér dæmi frá 1913: „Við undirskrifaðir endurskoðunar- mcnn íslandsbanka höfum yfirfarið reikning hans að framan fyrir árið 1912 d sama liátt og að undanfömu, og höfum ekkert fundið við hann að athuga. Alt hefir verið í sömu ágætu reglu sem áður, bæði að því er snert- ir rekstur bankans og stjórn lians yfirleitt Aftur á móti er slík endurskoð- un einkarfallin til þess að vekja eða viðhalda andvaraleysi hjá stjórnendunum og eyða árvekni 3. blað eigendanna. Enda kom það á dag- inn, þegar árið eftir (1914), að bankinn hafði beðið mörg hundr- uð þúsund króna tap á einu ein- asta félagi (P. J. Th. & Co.), og urðu endurskoðunarmennirnir þá að kannast við tjónið. í skjóli slíkrar skoðunar urðu 2 sameiginlegar tillögur á þessa leið: 30. brttl.: „Endurskoðunarmennirnir skulu vera svo bankafróðir menn, sem kost- ur ei' á, og mega eigi vera skuld- skeyttir liankanum á nokkurn hátt“. 32. brttl.: „Endurskoðunin sé rökdæm (kri- tisk)“. En báðar þessar tillögur — f é 11 u, fyrri tillagan með 2498 atkv. gegn 2000, en hin með — 2916 atkv. gegn 1504. Eldir hér vonandi fremur efth’ af hugsunarlausu fleipri um, að endurskoðun sé „bitlingur“, held- ur en hér kenni ráðríkis reikn- ingsgj örðarmanna. það ei’ eigi lengra á að minnast en 7—8 ár, að einn af yfirmönnum landsins kallaði í — vitanlega nafnlausri — blaðagrein endurskoðunarstarf eins endurskoðunannanns lands- reikninganna, er hafði haft óvenjumikið fyrir starfinu, og því vitanlega var kastað, „bitling“. En nú situr sá heiðursmaður við fimmfalt launaða töluendurskoð- un! Annars vil eg eigi skilja þessa atkvæðagreiðslu sem bann við því, að endurskoðunarmenn megi vera „sem bankafróðastir“, og því síður sem kröfu um það, að þeir eigi ‘ að vera bankanum sem skuldugastir. Og eigi tel eg held- ur girt fyrir rökdæma endurskoð- un með falli 32. brttl. Að minsta kosti er fjármálaráð- herrann, sem bankamálin nú yfir- leitt heyra undir, og margir telja nú komin á heppilegri hillu en áð- ur, til allrar hamingju ekki fyrir sitt leyti bundinn við þessi og fleiri lík úrslit desemberfundarins. Áður en eg lýk sögunni af sam- eiginlegu tillögunum, set eg hér til fróðleiks þeim, er kynnu vilja og nenna að athuga bankamál vor, útdrátt af helstu liðum reikninga íslandsbanka 1910—20, alla liðina í þúsundum króna nema „ábata- hlutann“. Eg get þess jafnframt, a ð í stuðlinum, sem yfir stend- ur: „lnnlánsfé“, er auk spari- sjóðsfjár, fólgið svo kallað „Hlaupareikningsfé“, og er það fé sérstaklega tilfært með smáu letri framar í stuðlinum, a ð í seðlaveltustuðlinum er fremri, smærri talan: hámark seðlaveltu það ár, og a ð ~ í stuðlinum með yfirskrift: „Erlendir bankar“, táknar hreinar skuldir bankans, en -þ hreina inneign. Ár Innlánsfé Seðlavelta Vixlav Reikn ings- lán Erlendir bankar Ymsir (aðr- ir) skuld- heimtumenn Vara- sjóður Ábatahl. l'ulltr. & frkvstj. 1910 662- 2.697 1.586- 1.117 3.201 1.611 -f- 673 219 Kr. 8.571 1911 742- 3.070 1.701- 1.111 3.246 2.081 ri- 778 266 10.704 1912 861- 3.444 1.751- 1.132 2.936 2.041 ri- 277 299 6.428 1913 1.257- 4.631 2.105- 1.691 3.063 1.925 ri- 714 326 4.285 1914 1.766- 4.766 2.205- 1.613 3.831 2.237 +1.074 376 6.666 1915 2.214- 6.633 3.869- 2.522 4.319 1.859 +3.812 464 13.333 1916 4.134- 11.142 5.200- 3.592 7.806 3.079 +3.358 978 61.305 1917 8.939-18.423 5.432-4.791 17.076 5.664 +1.648 1.320 50.325 1918 8.802- 20.034 . 7.163- 6.334 14.733; 5.375 +4.649 2.476 111.961 1919 10.352- 25.559 11.123-8.649 31.867j 6.581 -F7.110 676 3.793 163.830 1920 10.914-21.462 10.830- 8.586 32.469; 9.251 -f-7.618 2.992 4.000 24.438

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.