Tíminn - 21.01.1922, Side 2

Tíminn - 21.01.1922, Side 2
10 T I M I N N pessi skýrsla, sem gefur tilefni til margra athugana og mér virð- ist einna líkust mynd af æðaslætti fárveiks manns, þar sem háir hnjúkar og djúpar dældir skiftast á, hún er svo átakanlega vekj- andi, að eg trúi eigi öðru en að sigla hefði mátt að miklu leyti fyrir þá b r o t s j ó a, sem gengu yfir bankann, og þar af leiðandi almenning, árin 1919 og 1920, ef fulltrúaráðinu og endurskoðun- inni, eða jafnvel öðru hvoru, hefði, fyrir þann tíma, verið komið fyr- ir, eitthvað líkt því, sem farið var fram á á des.fundinum. Nú er að vísu ekki hægt að gera það ógert, sem gerðist 1919 og 1920. En eins og tap þeirra ára varð eftir tapið á P. J. Th. & Co., á fárra ára fresti, eins er ekkert ólíkíegt, að síðar kunni að fara eitthvað líkt því, sem farið hefir, ef ekkert verður að gjört, en lát- ið reka á reiðanum, í því trausti, að bankastjórnin gæti sín nú „fyrst í stað“, eins og einn hlut- hafinn orðaði það við mig ný- lega. Næst segir af svokölluðum sér- tillögum mínum. Framh. -----o---- Eg ætla ekki að fjölyrða um það, hvernig fjárhagsástandi landsins er nú komið, vegna hinn- ar hóflausu eyðslusemi einstakl- inga, þings og stjórnar. Orsakast það mest af heimskulegri fordild og hégómaskap, sem fylgt hefir viðurkenningu á fullveldi voru. Á meðan stóð á baráttunni fyrir fullveldinu, hafði talsvert verið slegið á þessa strengi, eftir því einnig sem útvegurinn óx og verslunin varð fjörugri og afl- meiri. Við áttum að sýna hve miklir menn við værum, með því að berast mikið á í klæðaburði, híbýlaprýði o. s. frv., yfir höfuð apa fjölmennari og ríkari þjóðir, þó vitanlegt væri, að slíkt gat ekki orðið hjá okkur annað en auðvirðilegur uppskafnings- og spjátrungsháttur. þessi stefna fékk svo algleymingsbyr undir báða vængi á stríðsárunum, þeg- ar einstaklingar, þing 'og stjórn fengu meira fé til umráða en nokkru sinni áður. Eins og við var að búast, hefir höfuðstaður landsins gengið mjög á undan í þessu og ótrúlega fljótt hefir það svo orðið hugsjón margra landsmanna, að halda sig vel í mat, drykk og klæðaburði, en leggja sem minst á sig and- lega eða líkamlega, og jafnframt hefir vaxið lítilsvirðing á flestu því, sem íslenskt er, það orðið svo auðvirðilegt og ófínt, enda hafa sveitakarlarnir, sem helst hafa haldið sínum siðum, óspart orðið fyrir þessari lítilsvirðingu. En Adam var ekki lengi í Paradís. Við höfum, eins og allir nú vita, vaknað við vondan draum og séð glögt, að fjárhag- ur lands og þjóðar rambar á hel- vítis barmi. Við verðum að gera okkur það ljóst, að syndagjöldum þessum verðum við að ljúka sjálfir, og dugir því ekki annað en taka mannlega á móti og reyna að bjarga því, sem bjargað verður. Nú verðum við að hefja nýja efnalega sj álfstæðisbaráttu, sem vel getur orðið okkur meiri eld- raun en sú fyrri réttarlega bar- átta. Nú getum við ekki deilt við neinn nema sjálfa okkur. Við verðum að,hefja baráttuna með því að leggja fram alla okkar krafta, alla okkar sjálfsafneitun og þolgæði. það lítur út fyrir, að mönnum sé nú farið að skiljast þetta og bent hefir verið á ráð til viðreisn- ar; en það er víst, að hér mun mikils við þurfa, ef duga skal, enda mun ekkert eitt ráð duga, jafnvel þó þjóðráð sé. Við verð- um að líta alt í kringum okkur og leita allra ráða, sem nokkur von er til að bjargað geti, ef við reynumst menn til að framfylgja þeim. Allir verða að leggja sitt fram, og því mun hér bent á fjögur ráð, sem virðast mætti, að oss gæti hjálpað og rétt við þjóðar- haginn. 1. Sparnaður og sparsemi. Talsvert hefir verið um sparn- að rætt á síðustu tímum og mjög þarfar og viturlegar áminningar komið fram í þá átt. Mér dylst ekki, að æskilegast væri að landsmenn gerðu 'almenn og öflug samtök með sér, til þess að takmarka eyðsluna og einkum til þess að nota sér það sem fram- leitt er í landinu sjálfu og á þann hátt takmarka innflutning á út- lendum vörum; en auðvitað geng eg út frá því, að þessi samtök hefðu að markmiði að útrýma al- veg öllum útlendum óþarfa og munaðarvörum úr landinu. Eg hugsa mér þetta sem alsherjar- félagsskap, sem næði yfir landið alt. Til þess að styðja þennan fé- lagsskap og hafa vit fyrir þeim, sem vitið vantaði, yrði svo þing og stjórn að hefta innflutning á ofangreindum vörum, með ströng- um innflutningshöftum, enda væri þeim stranglega framfylgt. Ef þessi umræddi félagsskapur næði tilgangi sínum, myndi mað- ur ekki sjá alla búðarglugga fulla af óþarfavarningi og enn síður þá hlægilegu sjón á voru landi, að konur og karlar vaði snjóinn og forina í silki og bómullarsokkum og skjálfi í skjóllausum silki- og bómullarfatnaði o. s. frv. pessi hin ytri tignarmerki hins íslenska uppskaf ningsháttar! 2. Takmörkuð útgjöld ríkissjóðs. það er öllum augljóst, að tekj- ur ríkissjóðs myndu rírna mjög við innflutningshöftin og minni innflutning á óþarfa varningi, eins og hér er gert ráð fyrir; yrði því jafnframt nauðsynlegt að takmarka útgjöld hans verulega, enda hafa þau á stríðsárunum komist í það horf í ýmsum grein- um, að óhóf má teljast. Mörg embætti, meira og minna óþörf, hafa verið stofnuð, og þar að auki er lakast, að þau hafa dregið dilk á eftir sér, sem sé mesta fjölda allvel launaðra starfsmanna, en útgjöld til þeirra ganga undir nafninu skrifstofufé, sem þingið greiðir svo orðalaust, þó grunur leiki á, að komast mætti af með minni starfskrafta. Eg gæti talið upp mörg em- bætti tilheyrandi umboðsstjórn landsins, og ennfremur mætti nefna fleiri einstök embætti, sem að minsta kosti virðast benda á eyðslusemi okkar, þó ekki sé beinlínis sagt, að þau séu óþörf. pessu skal þó ekki frekar hreyft í þetta sinn, og víst er um það, að alþingi hefir ekki tök á að kynna sér í hvert sinn, hvort em- bættin séu nauðsynleg — öll ó- nauðsynleg embætti á að leggja niður — eða hvorf þeir menn, sem í þeim sitja, hafa nægilegt að gera eða kasti eríiði sínu á starfsmenn sína, sem landið svo borgar sérstaklega. Við heyrum oft raddir um, að við höfum alt of roarga embættismenn og embætti, og' víst mun eitthvað hæft í því, og þess vegna nauðsynleg að at- huga, hvort við getum ekki skip- að svo okkar opinberu störfum, að mikið gæti sparast, án þess þó að ofþyngja neinum. Við verðum að gæta að því, að við einar hundrað þús. — tæplega þó — höfum ekki efni á að „stássá“ okkur með embættum og stofnanakrílum af ýmsu tæi, aðeins til þess að apa eftir fjöl- mennari þjóðum, hvort sem okk- ur er það hagkvæmt eða ekki. Eg býst ekki við að þingið hafi þekkingu, hug né dug til þess að lagfæra þetta, nema því sé feng- in einhver aðstoð í þessu efni, og dettur mér þá helst í hug sparn- aðarnefnd, eins og Tíminn hefir minst á; ætti hún að rannsaka öll atriði í búskap landsins og gera rökstuddar tillögur um hag- kvæmari skipun þessara mála. Hún ætti einnig að geta gert til- lögur um margt fleira, t. d. skip- un skólamála og opinberra stofn- ana frá hagfræðilegri hlið. 3. Innlend framleiðsla og iðnaður. Jafnframt því að takmarka inn- fiutning ónauðsynlegs varnings, megum við ekki gleyma því, að auka sem mest alla innlenda framleiðslu og allan iðnað, sem hún getur komið af stað; við þurf um að vinna og nota á hagkvæm- asta hátt fiskúrganginn og lýsið, ullina og skinnið, sjóða niður kjöt og fisk og mjólk o. s. frv. Til þessara hluta þurfum við mikið fé; við þurfum einnig mik- ið fé til þess að notfæra okkur eitthvað af þeim mikla auði, sem liggur bundinn í fossaafli lands- ins. — pað hefir verið þjóðráð okkar fram að þessum tíma, þeg- ar okkur hefir vantað fé, að fara til útlendinga og fá lán hjá þeim með misjöfnum kjörum, og æðsta hugsjón margra á síðustu tím- um hefir verið sú, að lokka hing- að útlent fjármagn með gæðum þessa lands; en þetta hvort- tveggja álít eg mjög tvíeggjað sverð fyrir okkar unga fullvalda ríki. — pað er önnur leið, sem liggur miklu nær og miklu er heillavænlegri til frambúðar, ef vit og vilji fylgjast að, en það er: 4. Myndun innlends fjármagns í stórum stýl. Nú er svo komið, að aðalfram- leiðslutækin okkar eru á valdi út- lendinga, landið nýbúið að taka lán með ókjörum hjá útlendri þjóð, og ef við vildum eitthvert stærra fyrirtæki framkvæma í bráð, myndum við verða að taka nýtt ián með ókjörum. Eg vona því að menn skilji, að myndun innlends fjármagns er og verður okkar höfuðbjargráð í framtíð- inni og eina leiðin til þess að leggja traustan fjárhagslegan grundvöll undir hið fullvalda ís- lenska ríki. Eg sé í bili ekki nema eina leið til þess að koma þessu sæmilega fljótt í framkvæmd, en sú leið er að lögleiða almennar innlendar líí- og eliitryggingar. Eg fyrir mitt leyti er sannfærð- ur um, að sú leið er vel fær og myndi fljótlega ná tilgangi sínum, og vonast eg til að geta bráðlega gert nánari grein fyrir þeirri skoðun minni; en hér skal eg að- eins benda á, að komist þetta 1 framkvæmd, myndi á fáum árum safnast fyrir stórkostlega mikið fé, sem nota mætti til allskonar framfarafyrirtækja; þá myndum við verða í raun og veru sjálfstæð þjóð. Eg veit það vel, að talsvert hef- ir verið gert á síðustu árum til þess að stofna innlend trygginga- félög, og mun þá aðallega hafa verið litið á þau frá sjónarmiði einstaklinganna, en ekki á þá hlið sem að ríkinu veit beinlínis, og eg hefi þegar minst á, en sú hlið málsins er engu síður mikilsverð. pessi félög eru komin á þann rekspöl, að eg vona að þau verði aukin og efld eftir því sem kröf- ur tímans heimta, enda eru þau alt of smávaxin ennþá til þess að geta haft veruleg áhrif í því efni sem fyrir mér vakir. Eg ætla þá að taka upp í fám orðum þau bjargráð, sem fyrir mér vaka, mönnum til athugunar og umhugsunar: 1. Banna innflutning á óþarfa og óhófsvörum og takmarka inn- flutning á þeim vörum, sem við getum án verið eða framleiddar eru í landinu sjálfu. Ennfremur stofna alsherjar þjóðlegt sparnaðarfélag þessum lögum til stuðnings. 2. Skipa sparnaðarnefnd til þess að gera tillögur um takmörkun á útgjöldum ríkissjóðs og hag- kvæmari skipun á opinberam störfum og stofnunum. 3. Auka innlenda framleiðslu og iðnað, sem frekast má. 4. Gera sem fyrst alvarlegar ráðstafanir til þess að safna inn- lendu fjái’magni með lögboðnum, Komandi ár. iii. Stjóm. þegar rœtt er um stjóm í einhverju landi, er ekki eingöngu átt við starf landsstjórnarinnar eða ráðherr- anna. þar koma líka til greina aðrir þættir stjórnar- valdsins, löggæslan, dómstjórnin, heilbrigðis og kenslu- málavaldið o. s. frv. Ef einhvér skynsamur útlendingur kæmi hingað og rannsakaði stjórnarfar landsins, er fullkomlega víst, að honum fyndist þjóðinni illa stjórnað, eða öllu heldur að þjóðin stjómí sjálfri sér illa. Auðvitað koma þar cil greina mismunandi sjónarmið. En ýmislegt bendir á, að frá hvaða sjónarmiði sem litið er á stjórn félagsfram- kvæmdanna í hinu „unga fullvalda riki", þá sé flest af vanefnum gert. Menn verða að gera sér ljóst, að tvö eru höfuð- sjónarmið til að dæma um gildi almennra ráðstafana. Sumir vilja að þjóðfélagið hlynni sem mest að einhverj- um fáum útvöldum, þeim ættgöfugu, ríku, vitru, lærðu eða sterku. Aðrir miða alt við hina mörgu, þótt ekki séu þeir allir ættstórir, ríkir, gáfaðir, lærðir eða sterkir. Hinir fyrnefndu liugsa um fámennis, hinir síðari um fjölmennishaginn. þessar tvær andstæður geta sjaldan orðið samferða i dómum, um almennar aðgerðir. þeir menn, sem vinna fyrir fjarlægt takmark og alþjóðarheill, eru álitnir vargar í véum af þeim mönnum, sem berjast fyrir augnabliksgengi örlitils minni hluta. Og eins og að líkindum lætur, eru dýrir dægurflugusigrar hinna „hepnu“ ekki verðreiknaðir mjög hátt í herbúðum fram- sýnna manna, sem viija láta félagsframkvæmdirnar miða að alefling kynþáttarins. En það mun sönnu næst, að frá hvoru sjónarmið- inu sem metið er, hinna fáu eða mörgu, hvort sem miðað er við augnablikssigra eða framtíðargengi, þá hafi íslandi ekki verið vel stjórnað síðasta mannsaldurinn. Er þá fyrst að athuga efsta þrepið, ráðherrastjórnina. Höfuðágalli innlendu stjórnarinnar, deyfð og athafna- leysi, er afleiðing af hinni gömlu flokkaskipun og nú- verandi flokksleysi. Gömlu flokkarnir voru miðaðir við eitt mál, stjórnarformið og viðhorfið gagnvart Dönum. í sama flokknum voru menn, sem stóðu hver við ann- ars hlið i þvi eina máli, en áttu annars fátt sameigin- legt. Báða gömlu flokkana skorti þessvegna alt afl inn á við. Eitt sinn tókst einni stjórn að sitja fáein ár i einu, og hrinda nokkrum samstæðum málum i fram- kvæmd. Síðan tók við ringulreið allra flokka, og þeir menn áttu hægast með að ná stjórnarvöldum, og halda þeim til lengdar, sem lofuðu öllu fögru og hvorki gátu eða vildu efna nema það, sem síst skyldi. En þá niður- læging stjórnarfarsins, sem þjóðin þekkir nú vel af reynslu, geta kjósendur eða meiri liluti þeirra engum um kent nema sjálíum sér. í aðgerðum þings og lands- stjórnar hafa þeir séð sanna spegilmynd af þreki sínu, liugsjónum, gáfum og menningu. Engin þjóð er flokks- laus, nema af því hún er skoðanalaus. Og áhugamála- og skoðanalaus þjóð getur talið það nokkuð eðlilega afleiðing eigin tilv.erknaðar, að vera veðsett útlending- um, meðan foringjar hennar skrýða sjálfa sig tignar- merkjum. Umbætur á stjórn landsins eru ekki ltomnar undir neinu kraítaverki. Dugandi stjórn verður að styðjast við þróttmikið þing, en þingið við skynsama og óspilta kjós- endur. Flokkaskipun sú, sem nú er að skapast, er rótt spor í áttina. Verulegir flokkar, sem vita hvað þeir vilja, vinna a. m. k. jafnt og stöðugt að sínum áhuga- málum. Og þar sem hver hópur gætir hagsmuna sinn- ar stéttar, má gera ráð fyrir, að verðmæti þjóðfélagsins sé nokkurnveginn varðveitt frá stóróhöppum. En neðan við hina skipulegu flokka eru nú í öllum löndum fjöl- margir kjósendur, sem eru eins konar „no man’s land“. pað er fólk, sem alls ekki ber skynbragð á almenn mál, og lætur ýmist kaupa sig með fé, eða ginna með blekkingum við kosningar. Slildr kjósendur eru höfuð- átumein þingræðisskipulagsins. í skjóli þeirra skapast oft meiri hluti fyrir óhæfa fulltrúa, þar sem fjármagn eða ósvífni hafa riðið baggamuninn. Nýlegt dæmi úr höfuðstaðnum, þar sem efnaður og valdafýkinn maður vann kosningu með því að draga að sér 2—3 hundruð skoðanalausa kjósendur, sem smalað var og sóttir i bifreiðum í lok kjördags. pessir kjósendur bættust ofan á hinn sanna flokk frambjóðanda, og í skjóli þeirra og á ábyrgð þeirra, ef um ábyrgð gæti verið að ræða, er félagsmálum nokkurra þúsunda manna ráðið til i ykta um mörg ár í anda fámennisstjórnviskunnar. pessi skoðanalausi atkvæðaher er mikið mein þar sem flokkar eru sterkir. En i landi með litlum og skipu- lagslausum flokkum verða þessir menn mikils ráðandi um stjórnarfarið, og svo hefir v.erið hór á landi hin sið- ari ár. Hihir skoðana- og áliugalausu hafa byrjað með að ráða kosningu allmargra fulltrúa. Og er til þingsins kom, urðu einmitt slikir fulltrúar hentug verkfæri við stjórnarmyndun og stjórnarstuðning. Bæði i kjördæm- um og á þingi verða þessar vanmeta kindur þannig furðu áhrifamiklar. í skjóli þeirra skapast oftar en skyldi meiri hlutinn. peir eru siðasta lóðið sem bætt ei' á vogarskálina. í skjóli þeirra tekst andlegum og sið- ferðislausum skipbrotsmönnum að höndla völd og nafn- bætur, og það sem mest tjón er að: Áhrif á félagsmál, án þess að skilja hvað þeir eru að gera. Vald i þeirra forsjá, eða þegið af þeim, er voði i óvita höndum. Ef stjórn almennra mála á Islandi á að verða við- unanleg frá sjónarmiði alþjóðar, er einkum um tvö úr- ræði að gera. Annað að flýta sem mest fullmyndun hinna þriggja þjóðmálaflokka, sem jarðveg hafa til að þróast hér á landi. Og í öðru lagi, og það er mörgum sinnum þýðingarmeira atriði en hitt, að bæta uppeldi og félagslega mentim borgaranna, bæði karla og kvenna, þvi að þeir eru æðsti dómstóllinn og félagslífið er endur- skin af einstaklingseiginleikum þeirra. Hin eplilega flokkamyndun hefir styrkst mikið hin síðustu missii’i. Valda þvi atburðir úti í heimi, samn- ingalokin við Dani, og þó einkum framþróun atvinnu- og fjármúlalífsins hér á landi. par hefir skapast undir- staða, sem ekki breytist frá degi til dags, eins og stund- um kom fyrir áður, þegar uppástungur eins og „bræð- ingurinn" eða „fyrirvarinn" urðu valdandi stundarlöng- um straumhvörfum í skoðunum landsmanna. Hinsvegar mætti greiða götu glöggrar flokkamyndunar á ýmsan hátt, en með engu fremur en að stækka kjördæmin og beita hlutfallskosningu. pá koma stefnurnar fram frem- ur en einstaklingsáhrif, ættarfylgi, eða fjármagn. Ef

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.