Tíminn - 21.01.1922, Page 3

Tíminn - 21.01.1922, Page 3
T 1 M I N N 11 almennum innlendum líf- og elli- tryggingum og endurbótum á þeim innlendu tryggingum, sem þegar eru til. Mér dylst ekki, að mjög reynir á þrek og þolgæði íslendinga, og meira en nú um langar aldir, ef alt þetta á að komast í fram- kvæmd, og ekki skal lenda við orð- in tóm; það verður beinlínis að koma af stað í þessu augnamiði nýrri þjóðlegri vakningu í lífi ein- staklinganna og ekki síður í hinu pólitiska lífi þjóðarinnar. En eg er svo bjartsýnn, að þrátt fyrir öll mistök síðustu tíma og alla þá óhollustu, sem nú hefir gagnsýrt svo þjóðlíf vort, þá sé íslendingseblið ennþá svo heilbrigt og víðsýnt, að vel megi takast að beina því á rétta braut aftur. Guðmundur Guðfinnsson. ----o--- Eftirmæli. Fyrir nokkrum árum kom eg að Syðri-Tungu á Tjörnesi i þingeyjar- sýslu. þar bjuggu ung og efnileg lijón, Kristján Jóhannesson búfræð- ingur og Friðfinna Sörensdóttir. Jörð- in var lítil. Byggingin fremur léleg, og búið ekki stórt. það var hvers- dagssaga frumbýlinganna á íslandi. Eg hafði lengi þekt bóndann. Vissi að hann hafði frá barnæsku barist við fátæktina, farið ungur að heim- an, síðar verið stoð og stytta foreldra sinna og yngri systkina. Með af- burðaelju og dugnaði tókst honum bæði að hlynna að vandamönnum sínum, kosta sig til náms á búnaðar- skóla, og safna sér dálítilli byrjun að bústofni. Vorið 1914 kvæntist hann Friðfinnu, efnisstúlku 22 ára. Hún var gáfuleg og góðleg kona. Mér var sagt að hún væri vel skáldmælt, en léti litt á því bera. Hefði meiri dóm- greind heldur en sumir Ijóðasmið- irnir sem fylla blöð og bækur með æskutilraunum sínum. Tvö lítil börn léku sér á baðstofugólfinu, og gam- almenni vandabundin hjónunum áttu þar sinn griðastað. það var lika hið innra gott liversdags heimili í ís- lenskum sið, þar sem kynslóðin sem búin var að starfa, og kynslóðin sem á að erfa landið, lifðu i skjóli ungu hjónanna, sem gerðu garðinn fræg- an, og hlífðu jöfnum höndum elli og æsku. Stríðstíminn, sem færði flestum hörmungai', var gæfustund hjón- anna í Syðri-Tungu. þau byrjuðu bú- skap 1914. En um haustið 1919 barst, þangað taugaveikin frá Húsavík. Alt fullorðna fólkið iagðist veikt, nema vinnumaður. Eftir alllanga veikinda- kviðu komst bóndinn á fætur, en konan lá hættulega veik og systir hennar. Friðfinna lá allan veturinn og vorið í eftirstöðvum og afleiðing- um veikinnar. Var hún flutt á sjúkrahús, fyrst til Húsavíkur, síðan til Akureyrar. þá kom inflúensan norður, sumarið 1920. Friðfinna hafði ])á ekki mótstöðuafl til að standast nýjan sjúkdóm. Hún andaðist 13. ágúst þá um sumaiið, frá þrem börnum, hinu elsta á 5., ]>ví yngsta á fyrsta ári. Breytingarnar urðu miklar heima fyrir. Veikindin liöfðu á margan hátt gengið nærri heimilinu. Ekkillinn treysti sér ekki að halda áíram að búa í Syðri Tungu. Hann fluttist með börnin sín öll á annað enn rninna býli þar í sveitinni. þar reyn- ir hann að veita viðnárn, vegna þeirra sem e.ftir lifa. það er nú liðið rneira en ár siðan Friðfinna dó. Saint er ekki of seint að minnast hennar. Heimilið í Syðri Tungu er eitt af ótalmörgum griðastöðum barna og gamalmenna, sem hafa verið rofin skyndilega með dauða annars hvors hjónanna, sem alt veraldarlán vandarnanna hópsins lrvildi á. þetta er gamla íslenska sagan: Hörð barátta í uppvextinum. Skin og skuggar skiftast á. Samt er haldið áfram stefnunni, meðan fylk- ingin er órofin. En alt í einu fellur móðir eða faðir i valinn. það skarð verður aldrei bætt, Sá skuggi hverf- ur aldrei af heimilinu. þá lrættir framsóknin. þá er fleyinu ekki leng- ur lagt út á breið og ókunn höf. Um- hyggjan leitar sér viðfangsefna inn á við. Börnin sem eftir lifa verða að- alatriðið. Vegna þeirra er vonað. Vegna þeirra er líf þeirra sem mest hafa mist vert þess að því sé lifað. þingeyinyur. -----0----- Orðabálkur, tvæstæða (-u, -ur?), kvk., tvö- faldur ís (þannig að ófrosið vatn er millum íslaganna). Öræfi, Suðsv. sjávarskifti, kl. flt., hlið í brim- garði. Öræfi. Suðursv. hlið (-s, hlið), kl., — sjávar- skifti. Öræfi (alg.. stjóragleypa (-u, flt. ekki til ?), kvk., fiskur (einn), sem dregst undir eins og rent er færinu, en síðan verður ekki meira vart í þeim áróðrinum. Austf. voðhæfur: voðhæft veður, veð- ur, sem ekki er hvassara en svo, að voðum (seglum) má koma við í því. Eftir manni í Nesjum í llornaf. voðhæfur: voðhæft band, band, sem vinna má úr voð. skrímulegur,!) (skrímulegri, skrímulegastur), ]., ryttulegur (um sauðkind). Suðursv. vaðglöggur (vaðglöggvari, vað- glöggvastur? eða -glöggari, -glöggastur? eða -gleggri, -glegst- ur?)2); 1., sem er glöggur á að finna fisk bíta á öngul. Súgf. vaðglöggur, sem er glöggur að rekja vað yfir vatnsfall. Ey- firskt. veftur (-s eða -ar? flt. ekki til ?), fyrirvaf: vem illur veftur í vaðmáli, vera til óleiks: þú ert hér illur veftur í vaðmáli. Suð- Ul'SV. lúður: liggja við lúðurinn, sitja um að koma vilja sínum fram und ir eins og færi gefst: þær (kým- ar) liggja við lúðurinn (þ. e. sitja um að komast í slægjuna). Suð- ursv. cða skrýmulegur? -) Athuga vei öll myndbrigði orða. ----o----- Frá útlöndum. Ákveðið er að á þessu ári verði stórmiklu landflæmi í Danmörku varið til þess að stofna smábýli. Er búist við að hin nýju býli verði um 825 og auk þess verður töluverðu landi bætt við um 300 gömul smábýli. Kostnaður ríkis- sjóðs við þetta er áætlaður um 17 miljónir króna. — Briand, forsætisráðherra Frakka, hefir lagt niður völd. Um 240 þingmenn sendu honum á- skorunarskjal um að gefa ekkert eftir af kröfum Frakka og breyta í engu greiðsluskilmálum. Fleira var og í skjalinu sem stýlað var gegn samkomulagstillögum Eng- lendinga. Briand fór þegar til Parísar og varði gerðir sínar á þingfundi. Var mjög tekið frammí fyrir honum. Gekk hann þá af fundi og beiddist lausnar. Eftir- maður hans er orðinn Poincaré, fyrrum forseti Frakklands. En hingað til hefir það verið siður að forsetarnir hafa sest í helgan stein, er þeir létu af forsetastarfi. Hefir Poincaré verið ákveðinn andstæðingur Briands og verið að mun kröfuharðari fyrir Frakka hönd. Eftir að Poincaré hafði myndað ráðuneyti sitt átti hann fund við Lloyd' George. Er mælt að viðræður þeirra hafi orðið hin- ar hjartanlegustu. Flest blöð á Frakklandi taka vel við hinni nýju stjórn. — Inflúensan magnast nú aft- ur utanlands. Á Englandi hefir hún magnast svo, að ákveðið er að fresta þingkosning-um sem áttu að fara fram um miðjan febrúar. í Stokkhólmi er veikin svo mögn- uð að talið er að helmingur borg- arbúa hafi tekið veikina. — Áður hefir verið sagt frá því hér í blaðinu hversu mikil óánægja ríkti í löndum Banda- manna yfir dómum þeim sem þjóðverjar hafa dæmt um menn þá er Bandamenn sökuðu um hernaðarglæpi. Er langt síðan Frakkar kölluðu heim fulltrúa sinn við dóminn. Nú hefir full- trúaráð Bandamanna ákveðið að þessir dómar skuli ónýttir, enda skuli hinir ákærðu verða dregnir fyrir dóm Bandamanna. þýsku blöðin lýsa því hins vegar yfir að engin stjórn geti gengið að slík- um kröfum. ----o----- 'göorgin etí'ifa tfUt „Er það satt að páfarnir hafi altaf um aldaraðir, stutt furstana í hásæt- inu? Er það satt, að íurstar og há- sæt.i falla og fúna, en þjóðin lifir æfinlega? Er það satt sem biskup- arnir ykkar segja, að lýðveldið sé glæpur gegn trúnni?" það brá fyrir leiftri i augum Rossis og ræða hans varð ógurlegt óp. „Hvað er lýðfrelsi? Lýðfrelsi er vald scm rýfur alla múra manna í rnilli. pað er fullkomnun jafnréttis- ins. „Til komi þitt ríki“ — •—. Lýð- frelsið er tilraun til að framkvæma þessa bæn. Lýðfrelsið trúir því að Guð tali fyrir munn fólksins. Lýð- fre.lsið kemur á bróðerni meðal mann- anna. Lýðfrelsið gerir einungis einn mun manna i milli: góðra manna og illra, réttlátra og ranglátra, þeirra sem lilýða boðum Guðs og hinna sem gera uppreist gegn þeim. þetta e,r lýðfrelsi. Alt annað er hjátrú og ó- sannindi." Fólkið hóf enn fagnaðarópin, en nú lét ræðumaðurinn ekki stöðvast. „Hversvegna vill kirkjan ckki við- urkenna það að iýðfrelsið er í eðli sínu í samræmi við trúna? Hvers- vegna vill hún ekki koma auga á að lýðfrelsið er kristindómur og kristindómurinn lýðfrelsi, og að sér- hv.cr sönn skýring annars felur hitt i sér? Minnist orða eins hins mcsta landa okkar: „Enn eru liendur frelsarans negld- ar á krossinn, en þá er þær iosna og hann faðmar að sér gjörvalt mann- kynið, þá mun livorki vera til ítali né Englendingur, Frakki né Banda- ríkjamaður, ríkur né fátækur, betlari né konungur — heldur cinungis menn.“ J)að var eins og lijörtu alls mann- fjöldans flygju í fangið á Rossí. Hann varð að þagna andartak. En svo hóf hann máls á ný: „Rómverjar og bræður! pað eru lög Guðs, þau er opinberast í sögu þjóðanna, að lýðfrelsið eykst í heim- inum. Lýðfrelsið er hin sanna opin- bcrun á vilja Guðs. pessvegna er máttur þess óstöðvandi. þess vegna rekur það heiminn í faðm nýrra for- laga, jafn ótvírætt og að jörðin fer áfram á braut sinni um sólina. þetta er lögmál lífsins. — Og hver er skylda okkar? Gagnvart kúgun og ranglæti er það skylda okkar að halda fram einræði alþjóðar. það er skylda okkar að steypa af stóli — með andlegum vopnum, en ekki með ofbeldi — öllum þeim stjórnum, sem ekki stjórna fyrir fólkið, öllum þing- um, sem fjandsaml.cg eru eða spilt, öllum konungum og hásætum. Skylda oltkar, af því að við erum menn, er sú, að svifta hverjum þrændi úr götu fólksins. Komi það í ljós, að páfastóllinn sé slíkur þránd- ur, þá, í Herrans nafni munum við ekki láta gamla drauga liræða okk- ur! Andi kirkjunnar er ekki hinn sami og lílcami liennar. — Hann er eilifur og ódauðlcgur. En ef líkami kirkjunnar gerist þröskuldur á leið þjóðarinnar, verður honum á burtu feykt.“ Skikkjan sveif af öxlum Rossís, því að hann bandaði ákaflega með hönd- unum. það varð augnabliks kyrð og svo hófst ógurlegur gnýr. Var ekki liægt að héyra í fyrstu hvort það voru fagnaðaróp eða mótmæli. Ræðumað- ur hafði veist að því goði sem á stalli hafði staðið um áldaraðir. .‘1—4 sýslur væru í sama kjördæmi og kosið með hlut- fallskosningu, reynir minna á „síðustu atkvæðin", úr- skurð þeirra andlega ómyndugu, sem fluttir eru í bií'- reiðum á kjörstaðinn, eins og sauðir til slátrunar. Hlut- fallskosning tryggir rétt minni hlutans. Ef sjötti hluti þjóðarinnar liefði skorið úr með hlutfallskosningu, myndi einn liinn mesti liðléttingur, sem nokkurntíma hefir borið þingmannsnafn á íslandi, ekki liafa unnið kosningu móti mesta stjórnmálamanni þjóðarinnar, sem uppi hefir verið síðan Jón Sigurðsson féll frá. En það gerðist í tvímcnningskjördæminu Húnavatnssýslu fyrir 20 árum. Atkvæðum þeirra alblindu var bætt ofan á rlokk þeiira, sem ckki vildu almennar framfarir. Og þannig var trygt úrval þess óhæfa. Með hlutfallskosningum í stórum kjördæmum má a. m. k. fyrirbyggja algerðan sigur bygðan á dómi þeirra óhæfu. En liver þjóð, sem cr ant um heiður sinn, lífs- lán og framtiðargengi, mun þó jafnan álíta framfarir á þjóðaruppeldinu bestu vátrygginguna gegn félagslegu óláni. Verður til hlítar vikið að þessu í kaflanum um uppeldismálin. En til bráðabirgða skal það tekið fram, að hin félagslega mcntun er elcki nema að nolckru leyti komin undir þekkingu, þó að það hljóti jafnan að verða mikilvæg lilið. Mesti þátturinn er í því fólginn, að skapa hollar, félagslegai' venjur. Englendingar eiga mikið af samstarfsyfirburðum sínum að þalcka iþróttalífinu, ekki síst hópkepni, eins og kemur íram í lcnattspyrnu, róðri o. s. frv. Skátahreyfingin er sérstaklega lieppileg frá því sjónarmiði. í þjóðfélaginu eru menn, sem hvorki kunna eða vilja vinna saman, eins og lík í lestinni, byrði samtíð sinni og félagshætta. Hér á landi er sam- vinna sú í verslun, sem átt hefir sér stað síðustu 40 árin, vafalaust einn lielsti þátturinn i félagsmálauppeld- inu. Vitaskuld hefir það eklíi náð nema til nokkurs liluta þjóðarinnar, en áhrifanna gætir þó viðar. í frain- tíðinni má gera ráð fyrir, að þeir flokkar, sem stefna að almennum framförum, muni setja uppeldismálin, í víðasta skilningi, ofarlega á dagskrána. Jlar koma til greina ekki einungis skólar og bækur, námsferðir til annara þjóða, íþróttir og samvinna til gagnkvæmra heilla, heldur og að rannsaka áhrif umhverfisins, nátt- úru landsins, strjálbýgðar, samgönguleysis, veðuráttu, húsakynna og atvinnuvega. Alt þetta og margt fleira þarf að taka til greina, ef liaga á uppeldi liinnar ungu kyn- slóðar þannig, að hún verði fær um að liafa heilbrigt þjóðlif og góða stjórn í iandinu. Annai’ þáttur i stjórn landsins er vinna hinna opin- beru starfsmanna. ])ar eru nú ískyggilegar horfur. Land- ið hefir nú of marga starfsmenn í hlutfalli við fólks- fjölda og fjármagn. Og töluverður hluti þessara starfs- manna vinna ekki fyrir kaupi sínu. Einstaka gera lireint og beint stórtjón, eins og t. d. læknar sem stofna til of- drykkju og siðspillingar í landinu i skjóli embættisins. Jiað verður flókið verkefni fyrir þjóðina að haga svo ombættaskipun, að nota megi fyllilega starfsafl og tima allra þeirra, sem eru í þjónustu landsins. Sömu- loiðis hversu sneitt verði hjá að hafa ónýta menn ára- tugum saman i þýðingarmiklum embættum. Um tvær stéttir, lækna og kennara, er það að segja, að hvor- uga má minka, en báðar þarf að bæta vegna komandi kýnslóða. Prestum mætti ef til vill fækka, eftir því sem kennarar taka við umsjón uppcldismála. Sýslumönnum mætti að skaðlausu fækka ofan í fjóra, einn dónmra i hverjum fjórðungi. Kennarar háskólans í guðfræðis- ng læknadeild geta sér að meinalausu haft yfirstjórn kirkju-, og heilbrigðismála, en kennarar í lagadeild verið æðsti dómstóll. Viða mætti sameina störf póstmanna við inn- lieimtu tolla og skatta. I-Iinn almenni mælikvarði ætti að vera þessi: Hver opinber starfsmaður verður að vinna svo mörg störf, sem hann getur yfir komist, og liafa lífvænleg laun fyrir. En ekki nema ein laun fyrir eins manns verk. Ef til vill er enn erfiðara að losna við óliæfa embætt- ismenn heldur en nokkuð annað sem viðkemur starfs- mannalialdi landsins. Jiar hefir verið stungið upp á ýmsu, t. d. að enginn mætti vera lengur en 8—12 ár í sama embætti. Jlá yrði að fara fram ný veiting. Jletta er bygt á því, að í litlu landi og nokkuð kyrstæðu þjóð- félagi sé liætta á að starfsmcnn verði steingervingar ef þeir sinni sama embætti í marga áratugi. þá hefir komið til mála að láta kjósa starfsmenn t. d. á 6 ára fresti. Með því móti ætti borgurunum að vera í lófa lagið að losna við óliæfa embættismenn. En þessi aðferð hefir sömu annmarka og aðrar almennar kosningar. Hinir skoðanalausu geta myndað meiri liluta í viðbót við ætt- ingja og vini. Og íslendingar eru brjóstgóðir, þegar ein- hver óhæfur starfsmaður á hlut að máli. Algengasta ráðið cr það sem menn kalla „að kaupa út“ slíka náunga, þ. e. borga þeim full laun fyrir að hætta að gera til skaða. Og eklci verður sagt að íslendingar noti mikið afsagnarréttinn, þó að nægar séu sakir. þannig cru tveir n'ábúalæknar hér á landi sannir að sök, annar um að hafa flogist á við sjúkling sinn, hinn að liafa útdeilt á einu ári 20 tunnum af hreinum vínanda til „sjúklinga" sinna. Yfirvöldin vita um síðara tilfellið, og taka samt ekki af manninum læknisleyfi. þar hallast þessvegna ekki á um þroskann eða velsæmistilfinninguna. Borgar- arnir mótmæla ekki, og yfirvöldin loka augunum. Niðui’staðan verður því hin sama, livernig sem litið er á stjórnarfar landsins, þingið, ráðherrana og hina svonefndu embættismenn. Störf þessara manna eru að langmestu leyti komin undir hinum almenna þroska borgaranna í landinu. Dugandi menn una ekki við lækni, sem í ölæði flýgur á sjúklinga, eða stjórn, sem veðsetur þá með húð og hári. En þróttlitlar rolur þola hvort- tveggja og margt annað af sama tæi. Hér hefir verið leitast við að sýna fram á, að flest þau mistök, sem borgararnir kvarta um og kenna öðr- um, eru að langmestu leyti þeim sjálfum að kenna. Ef landið fær ráðuneyti, sem sukkar með fé landsins í veislur, óþörf embætti, bitlinga handa stuðningsmönn- um og nafnbótatildur, þegar mestu liarðindi steðja að almenningi, þá er sökin kjósenda. Stjórnin er mynd af fólagslegri getu þeirra. Ef embættismennirnir eru óþarf- lega margir, sumir ónýtir, og nokkrir á margföldum launum, þá hefir þjóðin engum nema sjálfri sér um að kenna. Enginn erlendur liarðstjóri hefir sent þessa óhæfu og óþörfu starfsmenn inn í trúnaðarstörfin. þeir eru þar komnir á fullri ábyrgð íslensku borgaranna og sitja þar fyrir „langþol islenskrar lundar". þessvegna eru allar umbætur, sem þjóðin vill gera á stjórn sinni, þegar alt kemur til alls, í því fólgnar að þjóðinni fari fram að félagslund, manndáð og víðsýni. Stjórnarfarið breytist þá til batnaðar í sömu hlutföll- um. Á þeim sviðum er hvorki að ræða um liepni eða óhepni, aðeins um réttlát laun eða þungbær syndagjöld. \ \

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.