Tíminn - 21.01.1922, Qupperneq 4
12
T I M I N N
Búnaðarfélag íslands býður ókeypis áburð nokkrum bændum,
er taka vilja að sér tilraunir með tilbúin áburðai'efni í smáreitum á
girtu landi, í túni eða engi, eftir fyrirsögn og reglum er það setur og
gefa sig fram fyrir lok marsmánaðar.
Upplýsingar gefur skrifstofan eða Metúsalem Stefánsson kennari
á Hvanneyri.
Reykjavík 18. janúar 1922.
Einar Helgason,
varaform.
Jörðin Borgartún
í Rangárvallasýslu fæst til ábúðar í næstu fardögum.
Mikið og véltækt starengi.
Semja ber við ábúanda jarðarinnar,
Þórð Kr. Þórðarson.
Laiisar stödur
Formanns-, gjaldkera- og bókarastörfin við Sparisjóð Húnavatns-
sýslu eru laus til umsóknar.
Grjaldkera verður séð fyrir liúsnæði, ef með þarf.
Uinsóknir sendist fyrir 5. mars næstk. til sýslumannsins í Húna-
vatnssýslu, sem gefur nánari upplýsingar.
Garðyrkjukensla
í Gróðrai'stöðinni í Reykjavík stendur yfir 6 vikna tíma, frá 12.
maí til 24. júní. Nemendur fá 75 kr. námsstyrk og auk þess nokk-
um ferðastyrk, þeir sem langt era að.
Umsóknir sendist forstöðumanninum, Ragnari Ásgeirssyni, fyrir
lok marsmánaðar.
Búnaðarféiag íslands.
Raddimar sem heyrðust voru eins
og æstar öldur í hafróti. Vegna upp-
námsins gekk Brúnó fram fyrir
Rossí og fól hann að baki sér. Rómu
fanst henni liggja við yfirliði. En þá
dró úr æsingunum. Rossí vék Brúnó
til hliðar og tók enn til máls:
„Hver er skylda okkar Rómverja?"
spurði hann. „Skylda okkar Róm- .
verja er sú að standa undir víðfrægu
nafni, s.em heilagt er öllum þjóðum,
sem á bæði virðingu og ást alheims-
ins — standa undir því frammi fyrir
Guði og mönnum. Hér eru saman
komnir í kvöld hungraðir menn sem
krefjast brauðs. En hér er meira á
ferðum. Hér er mannkynið sem
krefst réttlætis! Hlutverk okkar er
heilagt, þvi að við skulum sýna
heiminum, að mannkynið er eitt, og
að við erum allir Guðs börn og bræð-
ur í Honum. Hérna, á landamærum
liinnar eyddu Campaníu, göngum við
á leyfum farinna kynslóða. Héma
mun fyrst roða fyrir morgunroða
hins nýja tima. Ilér munum við end-
urreisa „Eilifa borg“, alheims must-
eri, nýjan ljósgjafa veraldar, alheims-
dóm og samkundu."
Nú gullu við aftur fagnaðarópin
einróma.
„Rómverjarl Tárin lauga brauð
ykkar i dag. En þið skuluð minnast
þess að þjáning er vald — og þið
skuluð vera sterkii'. Minnist sögunn-
ar sem þessir múrar eiga! Minnist
orða frelsarans: Hver ,er sá af spá-
mönnunum, sem forfeðurnir hafa
ekki grýtt? Spámenn mannkynsins
hafa allir verið píslarvottar. Drott-
inn hefir kjörið ykkur píslarvotta
mannkynsins. Pislarvætti er hinn
heilagi eldur sem hr.einsar manns-
sálina. Biðjið Guð um þrótt til þess
að þreyja, og hann mun gefa ykkur
himneska blessun.
Bræður, þið sveltið, og mig tekur
sárt til þess er eg tala til ykkar.
Börnin ykkar biðja um brauð. — Eg
sver það fyrir augliti Guðs, að héðan
í frá mun eg leggja á mig hungurs-
kvölina með ykkur. Eg hefi borðað
tvær máltíðir á dag hingað til — nú
mun eg ekki borða nema eina. En
látið kúgarana eina um það að
fremja glæpi og ofbeldi. Ef þeir
svifta ykkur frelsi, af því að þið
veitið ofbeldinu viðnám, munu aðrir
hermenn koma í ykkar stað. Ef þeir
taka foringja ykkar af lífi mun Guð
uppvekja annan, meiri og betri.
Sverjið nú, hér i hinu fornfræga Co-
losseum sem vígt er blóði píslarvott-
anna, að þið munuð alls ekki láta
leiðast til hryðjuverka. Og fari þá
sem fara vill.“
það var eins og helgiljómi liði um
andlit Rossís. Hann lyfti hægri hendi
liátt í loft og sagði með þrumandi
raustu:
„Sverjið-“
Lýðurinn svaraði honum með fórn-
andi höndum. það var ægilegt óp
sem kvað við.
Rossí sté niður af steininum.
Múgurinn rómverski lætur skjótt
hrífast, enda var nú allri stillingu
lokið. Aflið var óstöðvandi, sem á-
hrifunum olli. En það liafði kveikt
vonarneistann. Grátur og ekki heyrð-
ist samliliða fagnaðarópunum. Allir
gerðu annað tveggja: að gráta eða
hlægja, eins og börn. Karlmennirnir
tókust fast í hcndur. Fátæklega búin
kona flaug um hálsinn á Rórnu og
kysti hana. Nú dreifðist múgurinn.
Syngjandi hvarf fólkið heimleiðis.
þegar Róma leit við var Rossi horf-
inn og vinir hans. Hún vissi ekki af
þvi, að hún söng með hópnum, og
tárin runnu ofan kinnarnar. En hún
vissi hversvegna hún grét: Hættan
var um garð gengin.
-----0-----
Spánarsamningurinn hefir enn
verið framlengdur. Fáum við
bestu tollívilnanir uns samningn-
um er sagt upp sem gera má með
þriggja mánaða fyrirvara.
Síra Stefán Stephensen upp-
gjafaprestur frá Mosfelli í
Grímsnesi varð níræður í gær.
Hann er elstur allra núlifandi stú-
denta.
Inllúensan.
Óvænlegri fréttir berast nú, en
áður, af inflúensunni ytra. Eng-
lendingar fresta þingkosningum
vegna útbreiðslu veikinnar. Helm-
ingur borgarbúa í höfuðstað Sví-
þjóðar hefir lagst. Fi'egnir um
manndauða berast ekki. Senni-
legt að af því megi draga þá á-
lyktun, sem símuð var fyrir
nokkru, að veikin væri töluvert
vægari en áður. En væntanlega
hafa heilbrigðisvöldin einhverjar
öi'uggari fregnir?
Tímanum er það mjög ókunn-
ugt hverjar varnarráðstafanir
á að gera. Einhverjar auglýsingar
höfðu birst í dagblöðunum fyrir
Reykvíkinga. Almenningur um
land alt er jafnnær fyi'ir því. En
þau ei'u stór svæði á íslandi, sem
vai-in urðu fyrir drepsóttinni um
árið, og eiga því á hættu að fá
veikina þyngri nú, fái hún að
ganga óhindruð um landið.
þetta ber heilbrigðisstjórninni
að taka til greina. Og óverjandi
er annað en að fá nánar fregnir
um veikina utan yfir pollinn. Út
frá þeim vei'ður að ráða hvað
gera skal.
En eitt er öldungis víst, að,
annaðhvort á að verja, verja vel
og þangað til veikin er um garð
gengin í nágrannalöndunum og
reynslan hefir sýnt að það er
hægt, eða það á ekki að verja. því
að það versta af öllu væru kák-
varnir sem frestuðu komu veik-
innar fram á hábjargræðistím-
ann.
----o-----
Fréttir.
S.-J>ing. 17. des. Nýlega látin af
slagi frá þórdís, kona Jóhannesar
stúd. Sigui'jónssonar, bónda á
Laxamýri. Hin mesta sæmdar-
kona. Sigurður Egilsson á Laxa-
mýi'i hefir flutt fyi'irlestra hér í
sýslunni um þúfnabanann. Hér-
aðslæknir hér Norðanlands hefir
stefnt manni fyrir skuld. Sagt að
hinn stefndi ætli að nota tækifær-
ið og ljósta þvi upp að læknirinn
hafi selt sér spíritus fyi'ir 40 ki'.
á ái’inu. Gott fyrir báða! Ágætis
tíðarfar. Heilbrigði. —
Formaður S. I. S. Sigui'ður Sig-
fússon Bjarklind kaupfélagsstjóri
á Húsavík er varafoi’maður Sam-
bands íslenskra samvinnufélaga
og tekur nú við formannsstörfum.
Landsbankinn ætlar að láta
gera við gamla bankahúsið,
breyta því og flytja í það að við-
gei'ð lokinni.
„Daus og ás“.
Nýjasti embættismaðurinn í
stjórnarráðinu, Sigurður yngri
frá Vigur, fer að mér, eða öllu
heldur heimili mínu, álíka för í
Morgunblaðinu í moi’gun, og
Vatnsfirðingar fói’u að Sturlu á
Sauðafelli. Gildir um árangurinn
hið sama og Sighvatur sagði um
aðra för, að sá „kastaði daus og
ás“. Gamlir skólabræður Sigurðar
nxunu vita hina sálfræðilegu skýr-
ingu þessarar greinar hans. Og
það mun ráða mínu næsta kasti.
Tr. p.
Látin er 5. f. m. á Bulandsnesi
í Suður-Múlasýslu frú Kristín
Thorlacíus, móðir Ólafs læknis
Thorlacíusai’. Hún var systui'dótt-
ir Jónasar skálds Hallgrímssonai’.
Látinn er á heimili sínu, Geld-
ingaholti í Skagafirði, Tobías
bóndi Magnússon.
Prestskosning fór fram nýlega
á Mosfelli í Grímsnesi. Ingimar
Jónsson guðfræðingur var einn í
kjöri. Hlaut hann 52 atkvæði, en
32 seðlar vonx auðir.
Ofan úr Borgai'fiiði, 12. jan.
Veði'áttan erfið, suðvestan rosa-
veður dag hvei'n, með snjókomu
og haglaust síðan fyrir nýár.
Ágæt tíð lengi fyrir jólin. Fénað-
ur gekk þá sjálfala. Heilsufar
gott. Lítið um mannfundi. Helst
samkomur í ungmennafélögunum.
Ungmennafélögin lífga einna best
upp sveitalífið, en fá þó varla sam
hug eldra fólksins sem skyldi.
því hættir við að gleyma að
nokkru, að einu sinni var það líka
ungt. Samt tekur það sumstaðar
höndum saman við félögin, svo
senx með bókasöfn félaganna.
Mörg eiga félögin allstór bóka-
söfn, og ganga bækurnar bæ frá
bæ allan vetui’inn. Sumstaðar
helst gamli ágæti sveitasiðui’inn,
að einn les á vökunni hátt fyrir
alt heimilisfólkið, er situr saman
við vinnu sína. Hagur manna
nokkuð erfiður, þó líður flestum
vel. — Skólarnir á Hvanneyri og
I-Ivítárbakka starfa með fjöri. Er
samvinna að aukast milli þeirra,
heinxsóknir nemenda og kennara
á víxl. Rúmir 50 nemendur á
Hvanneyri, en rúmir 30 á Hvítár-
bakka. Báðir skólarnir ágætir,
enda skólastjórai'nir báðir menn
duglegir og di’englyndir. Slíkir
skólar sem þessir eru ómissandi
landinu, og happ fyrir okkur
Borgfii’ðinga að hafa þá í okkar
héraði. — Hálfgert logn yfir
stjórnmálunum. Við Dalakarlarn-
ir syndum áfram í svefnmókinu
og fx-amtaksleysinu, eins og Jón
rneð oi'ðuniar, og kunnum værð-
inni vel. Við lítum bara hornauga
til Tímans, þegar hann er á ferð-
inni með umbúðalausan sannleik-
ann í landsmálum, og köllum það
skammir. Viljum að hann fái sér
a. m. k. dúr í skammdeginu eins
og aðrir.
Dalasýslu 31. des. Tíðarfar hef-
ir verið dágott lengst af, það sem
af er vetrinum. Nokkuð úrfella-
samt, en hagar oftast nægii’, þar
til nú undir árslokin, að kyngdi
niður snjó og gerði haglaust. —
Heilsufar er nú allgott, en í sum-
ar snemma á slætti gekk inflú-
ensa hér um allar sveitir og lagð-
ist víða þungt á, en olli alstaðar
töfum allmiklum frá heyskap.
Nokkrir menn létust úr henni,
þar á meðal þoi'leifur Teitsson,
bóndi í Illíð í Hörðudal, ungur
atgervismaður, nýlega kvæntur.
Heyskapur varð víðast í betra
lagi í sumar er leið, enda gi’as-
spi'etta yfix’leitt góð; einkum voi’U
tún ágæt. — Hjarðai’holtsskólinn
starfar í vetur í 2 deildum. Er
góð aðsókn að honuni, þó að illa
ári nú fyrir fátæka nemendur. Af
nemendunum, sem þar voru í
fyrra, sækja í vetur skólann allir,
nema þeir, er ekki höfðu ástæður
til að halda áfram námi.
Austur-Skaftafellssýslu 18. des
1921. Mjög mild veðrátta allan
mánuðinn, fénaður gengur úti, ut-
an lömb. Lungnabólga stingur sér
niður, en víðast væg. Stjóx’nin
þykir furðu djörf að afhenda
meginhluta vandræðalánsins til
íslandsbanka, án nýs samþykkis
þingsins. Undirbúningur allmikill
er urn að gera samþyktir í sveit-
unum, gegn kaupum á miður þörf-
um útlendum vai'ningi, því sýnt
þykir að þing og stjórn geri eng-
ar spai’naðarráðstafanir að gagni.
Látinn er 11. f. m. á Akureyri
Einar frá Skógum Einarsson,
margra ára ferjumaður við
Fnjóská. Alkunnur maður var
hann að dugnaði, greind og dreng-
skap.
Ostagei'ð. Jón Á. Guðmundsson
ostagerðarmaður hefir fengið
leyfi bæjarstjórnar til þess að
nota heitt vatn í þvottalaugunum
til þess að gera tilraunir um
mysuostagerð.
í Fróðái’hreppi, Snæfellsnesi, fæst
hálf eða öll til kaups og ábúðar
í næstu fai’dögum.
Góðii' skilmálar.
Upplýsingai' í Bergstaðastræti 62.
Senxja ber við ábúanda jarðarinnar
Sipurð Inpimundarson.
þakkarorð.
þegar við á síðastliðnu sumri
urðum bæði veik, og höfðum fáa
til heyvinnu,slógu og rökuðu ung-
mennafélagar þykkvabæj ar á
annað hundrað heyhesta hjá okk-
ui’. Fyrir þessa miklu og mann-
úðlegu hjálp færum við nefndum
ungmennafélögum og öðrum, sem
rétt hafa okkur hjálparhönd, okk-
ar bestu þakkir og óskum þess
að guð launi þeim fyi’ir okkur og
blessi þeii’ra störf og fyrirtæki.
Borgartúni 22. des. 1921.
Stefanía Kristjánsdóttir.
þórðui' Iti’. þóiðaison.
Látinn. Jón Ái’nason á Jöi’va
lést á heimili sínu, Jörva í Hauka-
dal í Dalasýslu 9. ágúst síðastl.,
á 100. ári, fæddur 14. maí 1822
á Jörva, þar sem hann svo átti
heima alla æfi. Jón sál. var einn
með bestu og merkustu bændum
í Iiaukadal um sína daga, hygg-
inn og útsjónarsamur, „þéttur á
velli og þéttur í lund“. Mætti
margt frá honum segja, til lær-
dóms og eftirbreytni fyrir núlif-
andi kynslóð. Hann var fáskift-
inn um málefni manna út í frá;
lifði kyrlátu og reglubundnu lífi,
enda má það eins dæmi kallast,
hve vel og lengi hann hélt óskei’t-
um líkams- og sálarkröftum.
Fótavist hafði hann fram á síð-
ustu ár, og óbilaða heym og sjón
til dauðadags. Eins var minnið
trútt, að því er við kom atburð-
um frá yngri árum hans. Hann
var gi’eindur vel, hugsunin skýr
og ljós og jafnvel á efstu árunum
fylgdist hann ótrúlega vel með i
ýmsu því, er gerðist í héraði á
nálægum tíma. Og þó að hann að
vísu léti sér að ýmsu leyti finn-
ast meira til um hagi og háttu
horfinnar kynslóðar en hinnar nú-
lifandi, þá viðurkendi hann samt
sumar framfarir og umbætur síð-
ari tíma og hafði áhuga á að þær
mættu komast í framkvæmd. —
Kona Jóns sál. var Sigurfljóð
Guðmundsdóttir, ættuð úr Húna-
vatnssýslu, orðlögð ágætiskona,
nú fyi'ir löngu dáin. Af 4 börnum
þeirra hjóna, er upp komust, eru
3 á lífi: Árni, bóndi á Jörva, Jón,
bóndi á Saui’stöðum og þuríður
húsfreyja í Skriðukoti. En að
meðtöldum barnabörnum og
barnabarnaböi’num Jóns sál. munu
nú vera nær 50 afkomendur hans
á lífi. J. G.
Húnavatnssýslu 3. jan. Tíðin
hefir verið misjöfn það sem af er
vetrarins, snemma í nóvember
gerði allslæman harðindakafla, en
stuttan, svo gerði ágæta hláku og
jörð varð alauð, en um þann 20.
des. kom harðindakafli, og' nú er
hér í uppsveitunum orðið jarð-
laust fyrir fé. það er eina bót-
in,að yfirleitt mun ásetningur vera
með langbesta móti; gerir það
bæði að menn áttu alment fyrn-
ingar og svo urðu margir heldur
að fækka fé sínu í haust.
Skagafiiði 3. jan. Kominn
feykna snjór og orðið mjög jarð-
lítið, sumstaðar jarðlaust. Hross
víðast komin í hús og þykir það
snemt í Skagafirði.
Skólapiltar hafa sýnt sjónleik
eftir Holberg.
Ritstjóri:
Tryggvi þórhalísson
Laufási. Sími 91.
Prentsmiðjan Acta.