Tíminn - 04.02.1922, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.02.1922, Blaðsíða 3
T 1 M I N N 19 Siglufirði, og ef landið reiknar sér leigu af húsinu, livort miðað er þá við verðið eins og frændi Lárusar, hinn fráfarandi póstmeistari seldi liúsið og lóðina. í öðru lagi hvort það er satt sem sagt er, að Jóhannes bæjarfógeti hafi prýðilega kosti í húsi því, er hann leigir í, með því að gel-a „business" við landið, þ. e. leigja lítinn part af hæðinni fyrir bæjarfógetaskrifstofu. þessi leigumáli er mikið umtalaður í hænum. Von- andi er ekkert við þann leigumála, né reikning fyrir ljós eða hita að at- huga. Er Lárusi gerður greiði með því að geta skýrt málið opinberlega. Nú hefir verið sýnt fram á, hversu staðlaust fleipur Lárusar er um, að eg sé sökum „ferðamensku" verðug- ur í söfnuð hans. pvert á móti hefi eg haft lægra kaup og fleiri störf en aðrir skólastjórar í sambærilegri stöðu hér í bænum. Mesta ólánið, sem gat hent Lárus litla í þessu máli, er komið fram. Hann hefir fordæmt sina eigin ávirðingu, en sannað um andstæðing sinn, það sem hann alira síst mun hafa ætlað sér, nefnilega verklega óbeit hans á „ferðamensku". Framh. J. J. ------o---- Orðabálkur. launplága (-u, vantar flt. ?), kvk., plága, sem menn halda að leynist með sauðkind, er þrífst illa. Suðursv. ragla (-aði, -að), áls., þrasa. Skagf. ? fljóta: láta fjölina fljóta, láta „ralla“. Vestf. flutningar, kk. flt.: fara á flutn- ingum, ferðast með þeim hætti, að ýmist er farin sjóleið (t. d. yf- ir fjörðu) eða landleið (t. d. yfir nes milli fjarða): Við fórum út Djúpið á l'lutningum. ísf. herðalág (-ar eða -ir?), kvk., lágin milli herðablaðanna. Strák- ur af Snæfellsnesi. svelja (svaldi? svalið?), áls.: „Nú sveljar að og eklíert í nefið“, sagði kerlingin. Ilún var að fylgja þriðja manninum sínum til graf- ar. Hnífsdalur. glank (-s, vantar flt. ?), kl.: „JJað kynni að brá af henni, ef hún væri innan um gleði og glank.“ Hnífsdalur. réttskeið (-ar, -ar?), kvk. eða kl. ? hornmát (vinkill) með 90° horni. Suðursv. þussar, kk. flt., samanbarðir skýjabólstrar til hafs: hann er með þussa til hafsins. Suðursv. hafþussar, kk. flt., = þussar. Suðursv. Maríuveður (-s, vantar flt. ?), kl., blíðviðri. Eyfirzkt (aðeins aldrað fólk). hæsingur (-s, vantar flt.), kk., mjög hrakið og lélegt hey. Suð- ursv. Barabasveður (-s, vantar flt. ?), kl., aftalcarokviðri. Suðui'sv. (að- eins gamalt fólk). Prentvilla i síðasta orðabálki: tvæstæða. Á að vera: tvístæða. ---o--- Frá úílöndum. Um miðjan desember síðastlið- inn hófust aftur peningaskifti milli Englandsbanka og ríkisbank- ans þýska. —- Um sama leyti voru fyrst hafnar aftur beinar járnbrautar- ferðir milli Parísar og Moskva. — Snemma í desember varð ó- venjumikill jarðskjálfti í Japan, í námunda við höfuðborgina. Fjöldi manna særðist og mörg hús hrundu. — Dýr farmur var sendur yfir Atlantshafið nýlega, frá Kaup- mannahöfn til New York. Voru það 18 miljói^' dollara í gulli. Sendandi var rússneska stjórnin. — Talið er að Sinn Feinar muni hafa haft um 200,000 manns und- ir vopnum um það leyti sem samn- ingarnir tókust við Englendinga. — Læknir í Rúmeníu, að nafni Putureami telur sig hafa fundið bóluefni gegn berklaveiki. Kveðst hafa unnið að því í 13 ár. Stjórn Kúmeníu hefir skipað nefnd vís- indamanna til að rannsaka málið. Segja blöðin að árang-urinn sé dá- samlegur. — Danskir bændur og sam- vinnumenn hafa í ráði að láta taka lifandí myndir sem sýni ým- iskonar búnaðarháttu í Dan- mörku, ennfremur sláturhús, smjörbú og eggjatökuhús sam- vinnufélaganna. Er svo til ætlast að myndir þessar verði sýndar einkum á landbúnaðarsýningum og kaupstefnum um heim allan og greiði fyrir sölu danskra land- búnaðarafurða. — Hinum nýja forsætisráð- herra í Japan hefir tvívegis ver- ið sýnt banatilræði. —- Járnbrautarþjónar á Finn- landi báðu um launahækkun ný- leg^i. Stjórnin studdi kröfu þeirra en þingið neitaði. Járnbrautar- þjónarnir svöruðu ekki með því að hefja verkfall, eins og tíðast er, heldur með því, að krefjast þess áf öllum, að bókstaflega væri framfylgt öllum reglum sem gilda um járnbrautaflutninginn. Hefir þetta valdið svo miklum vandræð- um, að við liggur að öll umferð sé stöðvuð. — Áætlað er að tekjuhalli fyrir næsta ár, á fjárlögum Itala, verði um 3 miljarðar líra. Á yfirstand- andi ári er tekjuhallinn um 5 miljarðar líra og í fyrra 12 milj- arðar líra. — Frumvarp er á döfinni á þingi Bandaríkjanna og er ákveð- ið í því að allir innflytjendur til landsins þurfi að koma yfir hafið á skipum Bandaríkjanna. Er þetta ein tilraunin enn um að hlynna að verslunarflotanum. Óvíst er talið að frumvarpið nái fram að ganga. — Farþegaskip lagði úr höfn frá borginni Shanghai í Kína skömmu fyrir jól. þegar skipið hafði farið stutta leið gátu kín- verskir sjóræningjar náð upp- göngu á skipið, Gátu þeir lokað yfirmenn skipsins inni og stöðv- að vélina. þvínæst ræntu þeir far- þega og því fémætu sem þeir náðu og komust á braut í bát- um sínum. Hefir ekki til þeirra spurst síðan. Talið er að ránsfeng- ur þeirra muni vera 6—700 þús. kr. virði. — Einhver frægasti hagfræð- ingur Bandaríkjanna flutti fyrir- lestur nýlega í ensku vísinda- mannafélagi. Kom hann þar fram með ummæli, sem hafa vakið geysimikla athygli um alt Eng- land. Sagði frá því, að fullvíst væri að þýskur efnafræðingur væri búinn að finna aðferð til að búa til gull úr ódýrari málmum. Væri nú ekki annað eftirN en að efnafræðingunum þýsku tækist að gera þessa aðferð ódýra og einfalda, þá væri þjóðverjum það bæg'ur vandi að greiða allar hernaðarskaðabæturnar í tilbúnu gulli, enda yrði þá gullið verðlaust á stuttum tíma. — Clemenceau gamli er vart al- veg af baki dottinn enn. Hefir hann nýlega stofnað nýtt pólitiskt blað. — Fangelsin þýsku eru svo full að ekki verður tekið við fleiri föngum. Hefir því verið gripið til þess ráðs að leyfa þeim, sem dæmdir eru í alt að þriggja mán- aða fangelsi, að kaupa sig’ lausa, með alt að 150 þús. mörkum. En þar eð hlutaðeigendur eiga oft erfitt með að „snara út“ svo hárri upphæð í einu, hefir þeim verið leyft að borga upphæðina með föstum afborgunum á löngum tíma. — Ilundruð manna deyja nú daglega í Rússlandi af afleiðing- um hungursins. Viðnámsþróttur fólksins er enginn. Skyrbjúgur og allskonar magasjúkdómar eru af- arskæðir. — Stúdentar í Kairó, höfuð- borg Egyptalands, greiddu atför að stjórnarráðshúsunum ensku um jólin. Voru þeir hraktir burtu. Féllu fimm þeirra en um 200 særðust og verða fluttir úr landi. Nálgeaa öllum skólum hefir ver- ið lokað. Hervörður er um allar opinberar stofnanir, því að stú- dentarnir sitja um að kveikja í. Á annan jóladag héldu rósturn- ar áfram. Voru þá 14 Egyptar drepnir en 40 særðir. I Alexandríu eru minni róstur. þó hafa um 400 menn verið handteknir þar. — Rúbluseðlarnir rússnesku eru orðnir svo verðlitlir, að þeir borga varla prentunarkostnaðinn. — Undir árslokin fór fram manntal á Frakklandi. Reyndist íbúatalan að vera rúmlega 39 milj. og 400 þúsund. Er þar tal- in með íbúatalan í Elsass og Lothringen. En fyrir 10 árum var íbúatalan 200 þús. hærri og þá lutu Elsass og Lothringen þjóð- verjum, eins og kunnugt er. — Norskt verkamannablað birt- ir skýrslu um verkamannafélögin norsku á árinu sem leið. Sést af henni að upp úr járnbrautarverk- fallinu mistu félögin 18 þús. fé- lagsmenn og upp úr allsherjar- verkfallinu mistu þau 23 þús. fé- lagsmenn. Skaðast félögin nálega um 3 milj. kr. á ári í töpuðum fé- lagsmannagj öldum. — Pólverjar ei*u að koma sér upp flota. Hafa þeir gert samn- ing við frönsku stjórnina um það að hún láni þeim sjóliðsforingja sem hafi yfirumsjónina með smíði flotans og æfing hermannanna. — Rösklega sextugur kvenn- maður hefir verið handtekinn í Stokkhólmi sakaður um að hafa hjálpað um 100 konum til að leysa höfn. — Rússar hafa lögtekið tveggja ára herskyldu, er hefst með 18 ára aldri. Eftir að, herskyldunni ei' lokið, eru menn í varaliðinu til 40 ára aldurs. — Frosthörkur miklar hafa ver- ið undanfarið í Danmörku. Sund- in eru lögð að nokkru og miklir erfiðleikar á því að halda opinni skipaleið til Kaupmannahafnar. — Járnbrautarþjónar á þý#ka- landi hafa hafið verkfall. -----o~--- '§Sorgtn ett'ifa •fttc JbaCC gaiití Hún gekk út og tók þá eftir því að maður gekk við hlið henni. Hún lieyrði að hann sagði: „þér þekkið mig víst ekki í myrkr- inu, Donna Róma?“ það var Carl Minghellí. Honum Jiafði ve.rið skipað að gæta hennar og fylgja henni til heimilisins. „Nei!“ svaraði hún og var hissa á því að hún hafði ekki viðbjóð á manninum. Ilún var svo létt í lund, að hjarta hennar hló á móti öllum. — Brúnó ruddi braut fyrir Rossí og loks komust þeir heim. „Guði sé iof að þið eruð komnir aftur", sagði gamli Garibaldistinn. „þú hélst víst að þeir myndu skjóta okkur", sagði Brúnó, „en hér er hann nú afturh eill á húfi“. „Blessuð sé heilög Guðsmóðir", sagði gamla konan, og Rossí ætlaði áð svara henni, en röddin brást hon- um alveg. Elena stóð í gættinni og var óróleg. „Hafið þið séð Jósef litla?" spurði hún. „Jósef?" „Eg opnaði gluggann til þess að gá að ykkur og þegar eg leit við aftur var liann horfinn. I-Iann he.fir farið út á götuna". „Var hann enn i grímubúningn- um?“ spurði Brúnó. „Já! Óþektarormurinn sveik loforð sitt — og það ætti að flengja hann“. þeir litu hvor á annan. „Hann hefir farið til Donnu Rómu“, sagði Rossi. „Eg fer þangað undir eins“, sagði Brúnó. VII. Róma var í sjöunda himni þegar lmn kom heim. Hún sagði við sjálfa sig, að Rossí hlyti að koma bráðum. þau yrðu að borða saman. Hún skyldi færa gömlu frænku matinn svo þau gætu verið alein. En hún ætl- aði að hafa fataskifti áður og taka bað. Henni fanst liún hafa orðið ó- hrein á þessurn dásamlega fundi. Ilún fyrirvarð sig fyrir það og sagði við sjálfa sig hvað eftir annað: „það eru vinir hans“. En samt sem áður þótti henni gott að hafa fataskifti og henni var það sérstök nautn að skreyta sig þetta kvöld. Hún var laus við óttarfn sem liafði kvalið liana und- anfarið, enda kveið hún nú ekki framtíðinni. Hún iifði við gleðina um þá liamingju sem biði hennar og gleymdi öllu öðru. Hún var fegurri en nokkru sinni áður. Hrifningin jók roða kinnanna. Sigurvissan jók kraft og fegurð lík- amans. Ástin brann úr augum henn- ar. Hún sá það sjálf hve hún var fögur og það jók stolt hennar og gleði. Hún gekk inn í dagstofuna til þess að biða. það var farið að snjóa og hún heyrði ys bæjarins. Fjöldi fólks var niðri á torginu. — Ekkert spilti gleði hennar. Áður en þingi .væri slitið yrði hún orðin kona Rossís og þá var ,ekki liægt að láta liana bera vitni gegn honum. — Nú heyi’ði hún að dyrajjjöllunni var hringt. „það er hann“, hugsaði hún, og breiddi út armana til þess að taka á móti honum. En þegar dyrnar opnuðust, var það Bonelli barón sem inn kom. Fram- koma hans var kuldaleg eins og venjulega. „Gott kvöld", sagði hann um leið og hann hneigði sig og settist. flokksaðstöðu til að fylgja fram vilja sínum. Iiver þing- maður reynir að koma inn fleygum fýrir sitt kjördæmi. Ótal beiðnir um styrki, lánveitingar og gjafir koma hvaðanæva að. Fjárveitingarnefnd ncðri deildar tekur við öllum þessum fjár- og lánbeiðnum. Ennfremur frum- varpi stjórnarinnar. Nefndin situr yfir þessum plöggum mestallan þingtímann. Síðan er tillögum hennar dembt gegnum deildina á þrem kvöldum. þingmenn eru dauð- þreyttir á þessum kvarnarsnúningi, og oft sýnist tilvilj- un ein ráða, hvað samþykt er eða felt. Venjulega aukast útgjöldin, við hverja umræðu i neðri deild, og mest við þá siðustu. þá eru settar inn á siðustu stundu þæi' breytingartillögur, sem þreytan og umhugsunarleysið á að hjálpa gegnum þingið. Siðustu þingdagana koma svo fjárlögin til efri deildar, með mörgum öðrum hinum stærstu málum. Verður að ljúka þeim af i snarhasti. Af- leiðingin er auðsæ. Fjárhag landssjóðs er með þessu stefnt í voða. þingmennirnir gera ítrustu kröfur hver fyrir sinn part af landinu. Stjórnin er máttlaus og áhrifalaus. Óg á fundunum, sem úr skera, ræður ten- ingskast og þreyta miklu um upphæð útgjaldanna. llöfuðgallinn i þessu máli er valdleysi landsstjórnar- innar, en getuleysi hennar kemur af upplausn flokk- anna, þ. e. skoðana- og skipulagsleysi kjósendanna. I nágrannalöndunum, þar sem stjórnin styðst við einn eða fleiri l'lokka, semj hlýða skörpum aga, ber stjórnin og hinir ráðandi flokkar ábyrgð á meðferð landsfjár, meðan þeir eru i meiri hluta. Berum þetta saman við ástand Alþingis 1921. þá situr stjórn með litlum og afar sundur- leitum stuðningi. Iiún vill umfram alt sitja lengur, og hefir ekkert taumhald á þinginu né meðferð þess á al- mannafé. Og teningskastið heldur áfram enn, fjárlögin eru afgreidd með 2 miljóna tekjuhalla, auk gifurlegra og óvissra ábyrgða. En framj undan var bersýnilegt hallæri og hin mesta viðskiftakreppa, sem yfir landið liefir dunið í minni núlifandi manna. Umbótin í þessu efni verður að vera tvennskonar. Fyrst að floklcar myndist á fjárhagslegum grundvelli, eins og, bent hefir verið á hér að framan, þar sem sam- kepnin, samvinnan og sameignin eru aðalatriði í trúar- játningu hvers flokks. Einhver einn eða tveir af þessum flokkum verða að bera ábyrgð á stjórninni og gerðum hennar og þingsins, meðan þeir eru í meiri hluta. Geti stjórn ekki ráðið við taumlausa eyðslu þingsins, verður hún að efna til nýrra kosninga og láta þjóðina skera úr. En til bráðabirgða, meðan lúnir nýju flokkar eru ekki búnir að festa skipulag sitt, mætti ráða bót á mesta glundroðanum, með því að fjárveitinganefndir lieggja deilda störfuðu að miklu leyti saman allan þing- tímann, og að þegar í upphafi væri fastsett hámark út- gjaldanna. Sömuleiðis þvrftu fjárlögin lengri tíma i deildunum, heldur en nú á sér stað, og varhugavert er að þýðingarmiklar breytingartillögur séu samþyktar á síðustu stundu, við þriðju umræðu, án þess að fullti'ú- arnir hafi liaft tima og tækifæri til að athuga þær. Framfarir siðustu 20 ára eru að miklu leyti fram- kvæmdar fyrir erlent lánsfé. Við því er ekki mikið að segja. það gera flciri en íslendingar og farnast vel. En nú mun náð li.ámarki þess, sem landinu er heppilegt að skulda, cða vel það. Enska lánið sýnir að traust lands- ins er litið, svo að ekki er nema eitt þrep neðar, það að erlendir lánardrotnar innheimti sjálfir aðaltekjm landssjóðs. Enska lánið sýnir ótvírætt, að fyrst um sinn geta landsmenn ekki fengið stórlán erlendis, nema með verstu okurkjörum. Framfarirnar verða þessvegna ekki í náinni framtíð örari en gjaldþol borgaranna leyfir. Samliliða erfiðleikunúm við að fá lán erlendis hefir þró- ast skilningur á hættunni við erlent fjármagn, einkum fyrir lítið þjóðfélag. Veðui'glöggir menn sjá betur og betur, einkum eftir að striðinu lauk, að fjárhagslegt sjálfstæði þjóðanna er enn vandgleymdara en hið stjórn- málalega fullveldi. Guðmundur læ'knir Guðfinnsson hefir nýlega í blaða- grein lýst þessum skilningi. Hann vill koma á allsherjar líf-, slýsa- og ellitryggingum fyrir alla landsmenn. Hinn sameiginlegri sjóður slikra tryggingafélaga yrði með tið og tíma margir tugir miljóna. Mest af þessu fé stæði lengi á vöxtum, og mætti binda hokkurn hluta þess í stórfyrirtækjum, sem þjóðin þyrfti að framkvæma. Auk þess leysti slík trygging eitt hið erfiðasta mál ís- lendinga, fátækra- og gamalmennaframfærsluna. Um fjármálahlið verslunarinnar verður talað i öðru sambandi. En liels.tu þættir þessa kafla eru þeir, að komið verði skipulagi á tekjusöfnun og útgjöld landsins. þarf að koma bæði tollum og beinuml sköttum svo fyrir, að þeir hækki og lækki eftir árferði. Ennfremur að gætt sé hófs með nefskattana, meðan þeir haldast, og láta beinu skattana á eignir og tekjur byrja ofan við meðal þurftartekjur reglusamrar fjölskyldu, og fara mjög hækkandi á stórtekjum og. stóreignum. Við alla þessa ummyndun skattakerfisins myndi ekki veita af allmikl- um rannsóknum, á erlendum fordæmum og reynslu. Eyðsla þingsins getur tæplega minkað meðan glundroði er á þingflokkunum, og stjómin máttlaus, af því hana vantar jákvæðan stuðning. Er helsta úrræðið þá að ákveðið sé i samráði við meiri hluta þings hámarlc út- gjaldanna fyrir hvert ár, og gjöldin síðan miðuð við getuna. Til að skapa innlendan höfuðstól til stórvirkja munu almennar tryggingar besta ráðið, auk þess mikla gagns, sem þær gera sveitarfélögunum beinlínis. ----o----- \

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.