Tíminn - 04.02.1922, Blaðsíða 1

Tíminn - 04.02.1922, Blaðsíða 1
©jaíbtei Cimans er S i o> u r g e i r $ r i 6 rtf5fon, Sambanbsbúsinti, HeYFjaDtf. ^fateifcsía Címans er £jjá 03 u Ö g e t r t 3 ó n s f y n i, £j»erftsgötu 34>- Stmi 286. VI. ar. Reykjavík, 4. febrúar 1922 5. blað Tilefni fundariiis í Washingfon. pegar forseti Bandaríkjanna stefndi fulltrúum frá helstu ríkj- um heimsins á fund í Washing- ton, til að samþykkja mikla tak- mörkun vígbúnaðar á sjó, þóttu þetta mikil tíðindi og góð, fyrir- boði friðar og hamingju. Eftir að fundinum sleit, hafa komið fram ýms gögn sem bregða ljósi yfir tilefni samkomunnar, og nið- urstöðuna. Bandaríkin eru nú lánardrott- inn svo að segja allra landa. Skuldir Evrópuþjóðanna við Vest- menn eru svo miklar, að varla er 'unt að skilja stærð upphæðanna. Meðan alt gengur á tréfótum aust an Atlantshafs, er engin von að borgað verði af þessum skuldum, naumlega að vextjr fáist. I öðru lagi er verslun Bandaríkjanna við Evrópu lömuð, af því að Norður- álfubúar geta ekki borgað vörur frá Ameríku nema að nokkru leyti. Bandaríkin sáu að vegna utistandandi skulda í Evrópu yrðu þær þjóðir að spara. Annars feng- ist'aldrei neitt til muna af skuld- unum. Einn hæsti liður á f járlög- um stórþjóðanna eru útgjöldin til flotanna. Harding forseti lagði til að Bandaríkin og England hefðu stærsta flota, en þó væri ekkert bygt af stórskipum á næstu ár- um, og mikið eyðilagt, sem byrj- að var á. þá kom Japan með mun minni flota, síðan Frakkland óg ítalía, og eftir það smáríkin. Með þessu trygðu Bandaríkin sér for- ustu í hernaði á sjó, án þess að eyða miklu til að ná takmarkinu. Hinsvegar létti á fjárlögum Ev- rópuþjóðanna, svo að þær gætu fremur borgað Bandaríkjunum skuldir stríðsáranna. Annað viðfangsefni fundarins voru hin svonefndu Kyrrahafs- mál. En í raun réttri vár það Kína. Fram að síðustu missirum var stórframleiðendum og kaup- mönnum Bandaríkjanna nóg verk- efni að fullnægja þörfum þjóð- anna í Ameríku. Sóttust þeir lítið eftir markaði eða nýlendum í öðr- um heimsálfum. „Ameríka fyrir Ameríkumenn" var kjörorð Bandaríkjamanna. En nú er þetta breytt. Stórframleiðendur og peningamenn Bandaríkjanna kom- ust ekki af með markaðinn heima fyrir. En flestir feitir bitar í öðr- um heimsálfum eru þegar étnir upp, nema einn, og það er Kína. það stóra og mannmarga land væri um nokkra stund hentugur leikvöllur fyrir fjármálamenn Bandaríkjanna. En þar er Japan fyrir í sömu erindum. Á Was- hingtonfundinum tókst Banda- ríkjamönnum fyrst að einangra Japana frá Bretum. þar næst að kúga Japana til að hafa minni flot en Bandaríkjamenn hafa sjálfir. þriðja stigið er að ná und- irtökum með verslun og iðnað í Kína. Búist er við að Japan muni reyna að bjóða Kínverjum banda- lag, og slá á strengi frændsemi og nábýli, reyna að gera banda- lag milli gulu þjóðanna gegn þeim hvítu. Má segja að ekki sé frið- vænlegt enn, þrátt fyrir afvopn- un og friðarfundi. ------o------' tsfiskssala botnvörpunganna í Englandi hefir gengið ágætlega upp á síðkastið. sparnaðarnefndina. Hin mikla sparnaðarnefnd, sem enska parlamentið kaus fyrir all- löngu síðan, skilaði áliti sínu skömmu fyrir síðustu áramót og er það geysimikið rit. Samtals leggur nefndin til að spara eigi um 195 miljónir ster- lingpunda í húshaldi enska ríkis- ins. Segir nefndin í formála, að verði þessar sparnaðartillögur ekki samþyktar, vori það yfir að ríkið verði gjaldþrota. Sé gengið út frá að nú séu reiknaðar 27 íslenskar krónur í sterlingpundi, er upphæðin 5265 miljónir íslenskra króna. Síðasta alþingi sinti ekki þeirri uppástungu að skipa sparnaðar- nefnd. Nú er það fullvíst að slík til- laga verður borin fram á þinginu. Og það er nálega óhugsandi ann- að en að hún verði samþykt. Hvaðanæfa af landinu berast fregnir um almennar kröfur um að svo verði gert. — Undirstöðuatriði er það að nefndarmenn séu óháðir núver- andi landsstjórn og því fylgdar- liði hennar, sem fyrst og fremst ber ábyrgðina á eyðslunni og of- vextinum í húshaldinu. Undirstöðuatriði er það enn- fremur að nefndin hafi rétt til að krefja alla þjóna ríkisins um 'hin- ar fylstu upplýsingar um störf þeirra, mannahald og vinnubrögð. Undirstöðuatriði er það og að nefndarmenn taki lítil eða engin laun fyrir störf sín. Verkefnin eru ærið mörg: Að færa starfsmannahaldið niður eins og mögulegt er. Að leggja niður með öllu opin- berar stofnanir sem ekki eru bráð- nauðsynlegar, eSa same'na Öðr- um. Að nota til fulls starfskrafta þeirra • manna, sem ríkið hefir í þjónustu sinni hvort sem er, og reyna að bæta vinnubrögð hinna opinberu stofnana. Að athuga um sameining skyldra embætta: hæstaréttar- dómara og lagakennara, eða fækkun dómaranna, biskups og guðfræðiskennara, landlæknis og læknakennara eða forstöðumanna sjúkrahúsanna, fækkun ráðherra, fækkun sýslumanna o. s. frv. Hvort alþingi þurfi að> heyja "ne'ma annaðhvort ár. Um launa- kjör lögjafnaðarnefndarinnar o. s. frv. Og er hér ekki gripið nema á einstaka atriðum. — það er tvímælalaust að það er alþjóðarvilji að alt verði gert sem unt er að gera um að spara. Framtíðin er undir því komin. Pólitiska sjálfstæðinu er náð, en hitt er eftir, að ná efnalegu sjálf- stæði. Án slíkra ráðstafana er óhugs- andi að ríkið geti veitt atvinnu- vegunum þá aðstoð sem þeim er nauðsynleg. . En í því efni má ekki spara. Slys það vildi til á Gullfossi um fyrri helgi, er hann var ný- farinn frá Leith á leið hingað, að annan stýrimann skipsins tók út og varð ekki bjargað. Hann hét Pétur Gíslason og lætur eftir sig konu og börn. Verðlækkun á bókum! Skrá um eignar- og umboðssölubækur Ársæls Árnasonar, Reykjavík. Amaryllis, nútímasagá frá Grikklandi (áður 3,50) ...... 3,00 Amaryllis, nútímasaga frá Grikklandi innb. (áður 5,00) . . 4,00 Barnalærdómskver Helga Hálfdanarsonar innb......... 0,90 Börn dalanna I.—II., eftir Axel Thorsteinsson........ 3,50 Böm dalanna I.—II., eftir Axel Thorsteinsson innb. . . . . 4,50 Danmörk eftir 1864 I. .. .:..................... 4,00 Danmörk eftir 1864 II......................... 1,50 Fóstbræður, eftir Gunnar Gunnarsson.............. 9,00 Fóstbræður, eftir Gunnar Gunnarsson innb. . ......... 13,50 Frá Danmörku, eftir Matth. Jochumsson............ 4,25 Gamansögur Gröndals (áður 10,00) . . .".'.............. 8,00 Gamansögur Gröndals innb. (áður 13,50)............ 11,00 Gamansögur Gröndals í skinnb. (áður 15,00).......... 12,00 Ódauðlegasta skáldrit á íslensku. Gullæðið, saga frá Klondyke, eftir Jack London .. .. .. .-. 2,75 Gullæðið, saga frá Klondyke, eftir Jack London, innb..... 3,75 Hillingar, sögur eftir Andrés G. þormar............ 4,00 Hillingar, sögur eftir Andrés G. pormar, innb......... 6,00 Hvítu dúfurnar, saga eftir E. A. von Ballestrem ....... 3,25 írland, söguleg lýsing eftir dr. G. Chatterton Hiil...... 3,25 íslandssaga I, eftir Jónas Jónsson skólastjóra, innb....... 4,50 íslandssaga II, eftir Jónas Jónsson skólastjóra, innb..... 4,50 Jarðræktarmál, eftir Metúsalem Stefánsson . . •........ 4,00 Jarðræktarmál, eftir Metúsalem Stefánsson, innb. .. .... 6,00 Jólablað félagsins ..Stjanian í austri" 1919 ............ 1,00 Jólablað félagsins „Stjarnan í austri" 1920—'21...... 2,00 Jólagjöf I...........,..................... 1,25 Kaldavermsl, kvæði eftir Jakob Jóh. Smára, innb. í silki . . 20,00 Kvæði og þýðingar, eftir Guðm. Einarsson.......... 1,50 Kvæði og þýðingar, eftir Guðm. Einarsson, innb......... 3,00 Kvæði og þýðingar, eftir Guðm. Einarsson, innb. gylt í sniðum 4,00 Kötlugosið 1918, með myndum og uppdráttum........ 2,75 Leynifélagið, saga eftir William le Queux.......... 3,00 Lilja, eftir Eystein munk (isl. smárit I)............ 1,00 „Allir vildu Lilju kveðið hafa". Ljóðfórnir, eftir R. Tagore, innb, í silki (áður 10,00) .... 8,00 Ljósálfar, sönglög eftir Jón Friðfinnsson .. .......... 6,00 Lýsing Islands, eftir þorvald JThoroddsen, innb. :....... 4,50 Matreiðslubók f. sv.heimili, eftir póru G. Grönfeldt, í betra bandi 4,00 Matreðslubók f. sv.heimili, eftir þóru G. Grönfeldt, í betra bandi 4,00 Nýir tímar, eftir Axel Thorsteinsson,_heft ............ 2,00 Nýir tímar, eftir Axel Thorsteinsson, innb..............• 3,00 Ólíkir kostir, og fleiri sögur ....................... 1,50 Orðakver, til leiðb. við réttritun, eftir Finn Jónsson, innb. . . 2,00 Páll postuli, eftir Fr. W. H. Myers, innb............ . .. 1,50 Plönturnar, eftir Stefán Stefánsson, innb............... 8,25 Réttur íslendinga í Noregi á söguöldinni, eftir Boga Th. Mel- steð (ísl. smárit II.)........................ 1,00 Róbínson Krúsóe, með myndum, innb................. 2,25 Setningafræði, eftir magister Jak. Jóh. Smára.....¦...... 18,00 Setningafræði, eftir magister Jak. Jóh. Smára, innb....... 23,00 Singoalla, eftir Viktor Rydberg, 1. hefti............ 1,75 Singoalla, eftir Viktor Rydberg, 2. hefti............ 2,25 Singoalla, eftir Viktor Rydberg, bæði heftin innb....... 5,50 Skuggamyndir úr sögu páfadómsns, eftir' porst. Björnsson .. 4,00 Skuggamyndir úr sögu spáfadómsins, eftir þorst. Björnsson, ib. 7,75 Skuggamyndir úr sögu páfadomsins, e. porst. Björnss., í skinnb. 9,50 Sóknin mikla, eftir Patrek Gillsson (áður 4,75)........ 4,00 Sóknin mikla, eftir Patrek Gillsson, innb. (áður 8,00) . . . . 7,00 Stiklur, eftir Sig. Heiðdal, heft................ 4,00 Stiklur, eftir Sig. Heiðdal, innb............. .. .. 5,50 Styfðir vængir, kvæði eftir Holt................ 10,00 Stýfðir vængir, kvæði eftir Holt, innb.........'...... 14,00 Svartar fjaðrir, eftir Davíð Stefánsson.............. 8,00 Svartar fjaðrir, eftir Davíð Stefánsson, innb. . . <....... 12,00 Svartar fjaðrir, eftir Davíð Stefánsson,. í skinnb......... 13,50 Söngvar forumannsins, eftir 'Stefán frá Hvítadal, ib. í silki 12,00 Tímarit þjóðræknisfélags Vestur-íslendinga I. ár . .• .. .. 6,00 Tímarit þjóðræknisfélags Vestur-Islendinga II. ár....... 6,00 Um áburð, eftir Sigurð Sigurðsson, forrri. Búnaðarfélagsins .. 6,00 Um áburð, eftir Sigurð Sigurðsson, form. Búnaðarfélagsins, ib. 9,00 „U 202", stríðsdagbók kafbáts.................. .. 2,00 Um verslunarmál, sex fyrirlestrar................. 3,00 Ur dagbók læknis, þrjár skemtilegar sögur............ 1,75 Urskurður hjartans, saga eftir Charles Garvice........ 3,50 Vígslóði,styrjaldarkvæði eftir Stephan G.Stephansson (áður 3,50) 3,00 Vígslóði, styrjaldarkvæði eftir St. G. St., innb. (áður 6,00) 5,00 Vísnabók, í alsilki, gylt í sniðum................ 10,00 Yoga, eftir Joh. Hohlenberg (áður 10,00)............ 8,00 Yoga, eftir Joh. Hohlenberg, innb. (áður 15,00)........ 12,00 þurheysgerð, eftir Metúsalem Stefánsson............. 1,25 þyrnar, eftir porstein Erlingsson, þynnri pappír, innb..... 16,00 pyrnar, eftir þostein Erlingsson, þykkri pappír, í skinnb. .. 22,00 Eimreiðin, árg. 10,00 Af sumum þessara bóka er mjög lítið til og geta þær því þrotið þegar minst varir. — Verðlækkunin hér að ofan er hin fyrsta á íslenskum bókum. Notið því tækifærið! Bækurnar fást hjá öllum ísl. bóksölum eða beint frá BÓKAVERSLUN ÁRSÆLS ÁRNASONAR, Reykjavík. Skjaldarglíman. Eins og vant er fór skjaldar- glíman fram hinnl. febrúar. Að mörgu leyti var glíman ein- stök í sinni röð í þetta sinn. Enginn þriggja helstu glímu- kappanna kepti. Sigurjón er hætt- ur að glíma. Og þeir Tryggvi og Hermann voru báðir í hóp áhorf- endanna. Glíman var óvenjulega drengi- leg af kappglímu að vera. Níð sást alls ekki. Bragðleysur og brölt miklu minna en áður oft. En glíman var sérstaklega ein- hæf. Eitt bragðið, öfug snið- glíma á lofti, var meir notað en öll önnur brögð til samans. Bylt- urnar langflestar á því bragði. Bar enn meir á þessu vegna þess að skörpustu glímumennirnir tveir, beita þessu bragði* lang- samlega mest. Er það að vísu gott bragð og tilkomumikið. En það er „fleira matur en flesk". Björn Vigfússon frá Gullbera- stöðum í Lundareykjadal vann skjöldinn. Hár maður og fallega vaxinn, en virtist taka það dálít- ið nærri sér að glíma, enda mun hann ekki hafa haft tök á að æfa sig undanfarið. þeir glímdu úrslitaglímuna hann og Eggert Kristjánsson. Höfðu áður borið af öllum hinum báðir. En Eggerti voru dæmd verðlaun- in fyrir fegurðarglímu. Ótvíræð framför var í þessari glímu um framkomu glímu- manna og drengskap. En fjöl- breytni glímunnar má ekki fara aftur. v Athugasemd. Vegna ummæla yðar, herra rit- stjóri, í síðustu blöðum „Tímans", um starfsmannafjölda í fjármála- ráðuneytinu, sem eg hygg að muni verða skilin þannig, að eg hafi fjölgað þar starfsmönnum síðan eg tók við ráðherrastarf- inu, óska eg að skýra frá því, að starfsmenn þar eru nú 2 færri en þegar eg tók við nefndu starfi, og er þó ekkert tillit tekið til þess, að skrifstofustjórinn hefir verið veikur hérumbil 1 ár og ekkert getað unnið, svo að í raun réttri er nú 3 mönnum færra við vinnu. Ennfremur óska eg þess getið, að skattstjórinn hér í bænum tek- ur engin störf af fjármálaráðu- neytinu, því að hann vinnur að- eins það starf, sem skattanefnd hér í bænum hefir unnið áður, en • það starf hefir jafnan verið óvið- komandi fjármálaráðuneytinu. þessa athugasemd bið eg yður gjöra svo vel og birta í næsta blaði yðar. Reykjavík 31. jan. 1922. Magnús Guðmundsson. Aths. þessi athugasemd fjármálaráð- herrans breytir engu um það, sem eg hefi sagt um starfsmanna- fjölda fjármáladeildarinnar. því hefir ekki verið haldið fram, að að starfsmönnum hafi sérstaklega fjölgað síðustu tvö árin, heldur að starfsmennirnir séu yfirleitt óþarflega margir. Nöfn starfs- mannanna, sem voru í deildinni þegar Sigurði yngra frá Vigur var bætt við, voru birt í síðasta blaði og við það hefir ráðherr- ann ekkert haft að athuga. Tr. p.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.