Tíminn - 18.02.1922, Blaðsíða 1

Tíminn - 18.02.1922, Blaðsíða 1
<&)albtzxi Ctmarts er Sigurgeir $tit> r i f s f o ri, Samkanösbústnn, HeYfjantf. 2&fa,xmh&lá Ctttttms cr bjá © u t> § e i r t 3 6 n s f y n i, fpcrfisgöíu 3^. Símt 286. VI. ár. Reykjavík, 18. fetarúar 1922 7. blað Stjórnarstefna Frakka, Á stríðsárunum voru Frakkar vinsælasta bandamannaþjóðin. Nú hefir þetta nokkuð breyst og liggja til þess mörg rök. Kólnað hefir vinátta Breta og Itala til Frakka. Og Rússar og þjóðverj- ar telja Frakka mestu og harð- snúnustu andstæðinga sína. Bandaríkjamenn og Pólverjar munu helstu vinir Frakka nú sem stendur, og gengur þó misjafnt til. Fyr er skýrt frá, hversu hið lága gengi og iðnaðarsamkepni þjóðverja hefir sett Breta í vanda, svo að þeir vilja fremur hjálpa þjóðverjum én þola sam- kepni þeirra. Rússar voru stór- skuldugir Frökkum frá keisara- tímanum. Áttu miljónir franskra borgara sparifé í Rússlandi.Höfðu hjálpað Rússum til að efla þá til bandalags móti væntanlegum hernaði þjóðverja. Nú vildi stjórn Lenins ekki viðurkenna þessar skuldir, heldur láta þær falla. þótti alþýðu manna í Frakklandi þetta harðir kostir, enda hafa Frakkar gert flest sem í þeirra valdi stóð til að brjóta vald Bolse- vika á bak aftur. 1 vetur hafa Rússar látið líklega að viður- kenna skuldirnar og borga það af þeim, sem þeir væru menn til, en ekki hefir þetta aukið mikið trúnað milli hinna gömlu sam- herja. Stríðið var háð í Frakklandi. Mörg af bestu héruðum landsins voru, gereyðilögð, en fólkið drep- ið eða stökt á flótta til annara héraða. þessi héruð eru enn í, rústum, og verða að miklu leyti í rústum um mörg ár. Franska þjóðin, sem var ríkust allra þjóða fyrir stríðið, er nú í óbotnandi skuldum, með lamaða atvinnuvegi, gífurlega skattabyrði, óhagstætt gengi, og helming karlmanna á besta aldri lagða í gröfina. Um þetta böl alt, um allar hörmung- ar stríðsins og afleiðingar þess, kenna þeir þjóðverjum. Og nú hafa þjóðverjar 'tapað stríðinu og orðið að játa að bæta skaðann, a. m. k. að nokkru leyti. Mest af sárasta tjóninu verður ekki bætt með fé. En ofan á þetta bætist uggur Frakka við hefndarstríð frá hálfu þjóðverja. þeir segjast þekkja af langri reynslu hugarfar nábúans austan Rínar.' þeim sé aldrei að treysta. þeir trúi á vald- ið, og beygi sig eingöngu fyrir valdi. þessvegna sé ekki um ann- að að gera én láta þjóðverja bæta skaða" þann, er þeir hafi gert. þessvegna verði að.afvopna þjóð- verja og einangra þá. Annars komi þeir með nýjan og eyðiléggj- andi ófrið eins og 1914. Frakkar hugsa allra manna ljósast. Kemur það fram í ræðu og riti og líka í gerðum. þeir vilja að Versalafriðurinn sé efnd- ur, hvorki meira né minna. Og þeir virja að bandamenn þeirra úr stríðinu, einkum Bretar, styðji þá þar að málum. Frakkar hugsa nú eins og 1918—19. þeir sjá enga ástæðu til að breyta um skoðun. Gerðar sættir og samninga verði að halda. En Bretar hafa skift um skoðun, og Italir líka, og mjk- , ið af hlutlausu þjóðunum. Yfir- gangur þjóðverja er fallinn í gleymsku, eftir að herveldi þeirra er brotið. Almenningsálitið er gleymið, og dómar þess ekki haldgóðir. Frökkum verður að því. þeir hafa ratað í þungar raunir. þeir hafa haft með sér árnaðar- óskir flestra hlutlausra þjóða meðan þeir börðust fyrir lífinu. En sigurinn, og það að fram- fylgja gerðum samningi hefir rænt þá miklu af sigurlaununum. Réttlætistilfinning þeirra hefir orðið til að svifta þá vinum. „Sparnaðarflolckur". Morgunblaðið tilkynnir það há- tíðlega í gær að í neðri deild sé stofnaður „sparnaðarflokkur".' En a. m. k. fyrst um sinn færist hinn nýi flokkur ekki meira í fang en það „að kjósa í nefndir". því skal ekki neitað um suma þeirra manna sem þennan flokk skipa að þeir vilji í raun og veru vera sparnaðarmenn á fé ríkis- ins. þeir tala hátt um það sum- ir. þeir eru öruggir um það sum- ir að greiða atkvæði á móti ein- stökum fjárveitingum sem eru sérst„aklega óvinsælar af spamað- armönnum. En meginkjarninrt í þessum svokallaða sparnaðarflokki eru þeir þingmenn sem bera ábyrgð á stjórn Jóns Magnússonar og athæfi hennar og munu sumir vera reiðubúnir, ef þeir væru þess megnugir, að styðja enn til valda þessa eyðslusömustu stjórn sem setið hefir á íslandi. það eru mennirnir sem bera á- byrgð á hinni gegndarlausu fjár- eyðslu til konungskomunnar. það eru mennirnir sem bera á- byrgð á þeim þúsundum króna sem snarað var út í hinar fánýtu og skaðlegu orður og krossa. það eru mennirnir sem í raun og veru bera ábyrgð á hinum al- óhæfilegu fjárlögum og fjárauka- lögum síðasta þings, því að það voru þeir sem beinlínis studdu og styðja enn þá landsstjórn sem lét sér vel líka að taka við slíkum fjárlögum. það eru mennirnir sem bera á- ábyrgð á ensku lántökunni og því hversu hörmulega því láni var varið. það eru mennirnir sem bera á- byrgðina á því að stjórnin van- rækti gjörsamlega á liðnu ári að gera nokkuð til að hindra inn- flutning eyðsluvara í landið. það væri sannarlega gleðilegt að þeir bættu ráð sitt. Og — eins og áður er sagt — efast Tíminn ekki um vilja sumra þeirra til að spara. En hvað er það sem mestu varð ar um sparnað? það er ekki það að kjósa menn í nefndir — þó t. d. kosning í fjárveitinganefndir skifti miklu máli. það sem mestu skiftir er það að skipa þá menn í landsstjórn sem stjórni landinu með hagsýni og sparnaði. þessvegna er nafnið, „sparnað- arflokkur" í raun og veru arg- asta skrípanafn á meginþorra þessara þingmanna — því að þeir bera ábyrgðina á eyðslusömustu stjórninni sem setið hefir á Is- landi. Minnir þetta á það að fyrir styrjöldina miklu töluðu engir Norðurálfumenn háværara um friðinn en þeir Nikulás Rússa- keisari og Vilhjálmur þýskalands- keisari. En það var yfirdrotnun- arstefna þeirra beggja sem olli friðslitum. Æ Mjög sterk alda er vakin í þinginu um það að skipa nú nýja og styrka landsstjórn sem treyst- andi sé til að reka stjórnina með hagsýni og sparnaði, sem beitist fyrir heilbrigðri verslunarstefnu sem geri hvorttveggja að minka eyðsluna og ná versluninni úr klóm Dana, sem gæti hagsmuna íslendinga gagnvart Islandsbanka. þetta er hinn sanni spamaðar- flokkur í þinginu. þess ættu þeir að minnast, sem í alvöru vilja efnalega viðreisn þjóðarinnar. ' Tekjur þjóðarínnar. eftir Sigurjón Friðjónsson. I Iðunni III., 1.—2. 1917 er rit- gerð eftir Indriða Einarsson um tekjur íslensku þjóðarinnar árið 1915. Er þar gerð áætlun um tekj- urnar, sem að vísu er mjög í lausu lofti, en þó til talsverðrar leiðbeiningar um hag þjóðarinnar og leiðarvísir að því marki, að finna hinar sönnu tekjur hennar. En á meðan ekki er hægt að gera sér sæmilega grein fyrir því, hverjar þær eru, má segja, að með stjórnmál hennar, og einkum fjármálin, sé farið að mestu leyti í blindni. Á meðan alt er í vafa um það, hverjar skattaálögur þjóð in getur borið, og hve miklu varið til sameiginlegra útgjalda, hve miklu til embættislauna, hve miklu til andlegrar og líkamlegrar menningar sinnar, hve miklu til verklegra framkvæmda o. s. frv. Að vísu má segja, að kaupþol þjóðarinnar sé altaf til nokkurrar leiðbeiningar um skattþol hennar. En á því er sá hængur, að kaup- þolið notar venjulega lánstraustið út í æsar, áður en það lætur á sjá, eins og skýrt hefir komið fram síðustu ár. þar sem nú svo er ástatt, að til lánstraustsins hefir verið gripið meira en góðu hófi gegnir, er ekki úr vegi að reyna að gera sér sem ítarlegasta grein fyrir því, hverjar tekjur þjóðarinnar muni vera í raun og veru, og hvernig sá stakkur verð- ur að vera sniðinn, sem er við hennar hæfi. Indriði Einarsson byggir áætl- un sína um tekjur þjóðarinnar að- allega á áætlun um tekjur hinna einstöku stétta í landinu, og verð- ur lítið úr því annað en ágiskun'. Miklu eðlilegri vegur að markinu er sú leið, sem hann fer til stuðn- ings aðaláætluninni, aukaáætlun- in um tekjur sjávarútvegs og land búnaðar. Á þessa tvo aðalatvinnu- vegi koma mestöll útgjöld 'lands- manna niður að lokum. Tekjur útgerðarmanna og kaupsýslu- manna eru að mestu leyti aðeins hluti af tekjum þessara atvirinu- greina, og svo er og um laun em- bættismanna og tekjur ríkissjóðs yfirleitt. þegar fundnar eru tekj- ur af landbúnaði og sjávarútvegi, má því segja, að tekjur þjóðar- heildarinnar séu fundnar.' I. E. telur það tiltölulega létt verk að finna tekjur sjávarút- vegsins vegna þess, að hann flytji mestan hluta afurða sinna út úr landinu; að finna tekjur landbún- aðarins virðist honum erfiðara. Eg lít alt öðruvísi á þetta. Eg lít svo á, að tekjur af landbúnaði megi áætla nærri sanni, en að tekjur sjávarútvegsins sé mjög erfitt að finna, að sumu leyti vegna þess, að með útfluttum ís- lenskum sjávarafurðum er altaf talið töluvert, sem framleitt er af útlendingum (einkum síld og síld- arlýsi), og að sumu leyti vegna a. Fiskur (þar með talinn lax) . b. Lýsi (að undanteknu hvallýsi) c. Selskinn, hrogn, sundmagar . Að meðaltali á ári þess, að það, sem notað er innan- lands, af sjávarvörum, er hvergi tölum talið. Að vísu má segja hið sama um neyslu landbúnaðar- afurða, en um hana má gera sennilega áætlun eftir skýrslum um tölu kvikfénaðar í landinu, og þeirri reynslu, sem fengin er um afurðir hans. Samkvæmt hagskýrslum ríkis- ins 1915—18 voru útfluttar sjáv- arvörur þessi 4 ár sem hér segir: . . . alls um kr. 99)887,708,00 . „ „ „ 10,578,700,00 • n i) 495,071,00 Samtals umkr. 110,961,479,00 ... „ kr. 27,740,370,00 En útfluttar landbúnaðarvörur: a. Lifandi skepnur.......alls um kr. b. Kjöj og feiti (þar með rjúpur) . , „ „ „ c. Ull óunnin (og tuskur) ..,,.. „ „ „ d. Gærur (og lambskinn)..... „ „ „ 1,813,239,00 13,401,869,00 9.285.055,00 4,583,566,00 „ Að meðaltali á ári . . . Auk, þess, sem hér er talið, eru fluttar út nokkrar vörur (tófu- skinn, prjónles o. fl.), sem nema litlu vei'ði, og er því slept. Við útfluttar sjávarafurðir er nú það meðal annars að athuga, að talsverður hluti þeirra er framleiddur af útlendingum, eins og áður er tekið fram. Á það eink- um við um síldina og síldarlýsið, sem gera að verðhæð um 8V2 milj. króna að meðaltali þessi til- teknu ár. I hagskýrslum ársins 1915 er sagt svo frá, að meiri hluti síldarinnar sé framleiddur af útlendingum, og er það að vísu nokkuð óákveðið. Sé gengið út frá því, að 2/3 hlutar síldarverðsins hafi verið eign útlendinga þessi ár, þ. e. .1915—18, og heildarverð útfluttu sjávarvaranna lækkað að sama skapi, verða eftir rúmar 1. Af sauðfé. a. TJll af c. 645 þús. kindum 1 kg. af hverri á 9/60 b. Sláturfé c. 440 þús. kindur 2B/00 2. Af nautgripum. a. Mjólk úr 18 þús. kúm c. 2000 pt. úr hverri á °/d0 b. Nautgr. til slátrunar á ýmsum aldri c. 3 þús. 200/00 c. Kálfar til slátrunar c. 15 þús. «yoo 3. Af hrossum. a. Útflutt hross samkvæmt skýrslum c, b. Hross til slátrunar Samtals um kr. 29,083,729,00 .... „ kr. 7,270,932,00 22 milj. króna árlega að meðal- tali. Og sé neysla sjávarvara inn- anlands talin um 50 kr. á mann (sem er mjög lausleg ágiskun), gerir það um 4% milj. kr. og inn- lendar sjávarvörur verða þá alls um 26% milj. kr. virði á.ári. Samkvæmt búnaðarskýrslum ársins 1918 var tala sauðfjár landsmanna í fardögum það ár um 645 þús. (644.971), þar af ær nálægt 448 þús. (447.778), tala nautpenings rúm 24 þús. (24.311), þar af kýr og kefldar kvígur rúm 18 þus. (18.204), og tala hrossa um 53 þús.. (53.218). Sé gengið út frá þessari tölu, fjölgun mið- uð við tölu kvendýra (1 á móti 1) og förgun sömuleiðis, en verð af- urða við meðalverð þeirral915— 18, má áætlá tekjur af kvikfén- aði landsmanna á þessa leið: kr. 2,322,000,00 „ 11,000,000,00 kr. 14,400,000,00 „ 600,000,00 „ 150,000,00 13,322,000,00 15,150,000,00 kr. 450,000,00 300,000,00 Vænleiki sláturfjár er hér mið- aður við það, sem gerist í Suður- þingeyjarsýslu og er það sjálf- sagt yfir meðallag. En líklegt er, að talsvex't fleira sé slátrað en hér er talið, bæði vegna þess, að altaf mun dregið nokkuð undan í framtali og að fleira sé tvílembt en þarf fyrir vanhöldum. Mjólk úr ám er ekki talin og miðað við að engu' sé fært frá, eða mjólkin komi til frádráttar sláturafurð- anna að öðrum kosti. Grundvöllur áætlunar um sláturafurðir -stór- gripa er vandfundnari og einkíim afurðir hrossanna, sem líklegt er að hér séu metnar of lágt. Kúa- mjólkurverðið er miðað við mjólk- urverð í Suður-þingeyjarsýslu fyrir stríðið, hækkað því sem næst hlutfallslega við annað matvöru- verð. Samkvæmt þessari áætlun reikn- 750,000,00 Samtals kr. 29,222,000,00 ast þá tekjur þjóðarinnar þannig: 1. Tekjur af sjáv- arútvegi . . ca. 26.750 þús. kr. 2. Tekjur af land- V fe.- *¦ búnaði ... ca. 29.200 þús. kr. 3. Aðrar tekjur ca. 550 þús. kr. Samtals ca. 56.500 þús. kr. En við þetta er enn það að at- huga, að að réttu lagi þarf að draga frá tekjuupphæðinni verð fyrir kol og salt 0. fl., sem að er keypt til framleiðslunnar. Mun því hæpið að telja þjóðartekjurn- ar yfir 50 milj. króna að meðal- tali, þessi tilteknu ár, sem líka er rúmum 14 milj. kr.' ofar en Indriði Einarsson áætlaði þær 1915 — sem þó var einna besta. árið. Eru þá tekjurnar ca.526 kr. á mann árlega (ef mannfjöldinn er talinn um 95 þús.), og á dag kr. 1.44.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.