Tíminn - 18.03.1922, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.03.1922, Blaðsíða 2
40 T 1 M I N N » Vér mótmælum allir «. Söguminningar. Löngum hefir það þótt vel hlíða, þá er mikið hefir verið í húfi fyrir íslensku þjóðinni, að leita frægra dæma úr fornri sögu þjóðarinnar til brýningar og hvatningar. Hefir þess aldrjá verjð meiri þörf en nú, er erlend þjóð, mörg- um sinnum fjölmennari en við, ætlar að banna okkur að keppa eftir meiri mannúð og bættu sið- ferði og efnahag eftir þeirri leið, sem við höfum sjálfir kosið. Fara hér á eftir örfá dæmi, sem nefna mætti: þætti úr kúg- unarviðleitni erlendra þjóða á hendur íslendingum. Haraldur hárfagri. Landnámabók segir oss frá að Uni hinn danski „fór til Islands með ráði Haralds konungs hár- fagra og ætlaði að leggja undir sig landið, en síðan hafði konung- ur heitið honum að gera hann jarl sinn". „En er landsmenn vissu ætlun hans, tóku þeir að ýfast við hann og vildu eigi selja honum kvikfé eða vistir og mátti hann eigi þar haldast". Fóru svo leikar að Uni var drepinn skömmu síðar. Saga kúgunartilraunanna er jafngömul sögu Islands. JJað lá mikið við í þetta sinn: fullkominn fjandskapur þess manns, sem orðinn var einvalds- herra Noregs. En Islendingar mátu erendreka hans óalandi og óferjandi. Fyrstu kúgunartilraun erlends valds á hendur íslendingum var hrundið þegar í stað. ólafur helgi. Snorri Sturluson segir þá sögu í Heimskringlu er Ólafur helgi vildi koma Islandi undir vald sitt. Ætlaði hann að ná því marki eftir sniðgötum. Var, meðal annara, hinn ríkasti höfðingi nyrðra mjög hallur undir mál konungs „og sneru þar margir aðrir eftir því", segir Snorri. En Einar pveræingur skildi hættuna og flutti þá ræðu, er kunn er sérhverjum góðum íslend- ing. Verður hér einkum þeim orðum á lofti haldið, sem hér fara á eftir: „Munum vér eigi það ófrelsi gera einum oss til handa, heldur bæði oss og sonum vorum, og þeirra sonum og allri ætt vorri, þeirri er þetta land byggir; og mun ánauð sú aldrigi ganga eða hverfa af þessu landi". „Og þegar er Einar hafði þetta mælt, og int allan útveg þenna, þá var öll alþýða snúin með einu samþykki, að þetta skyldi eigi fást". Svo fór um þá kúgunartilraun hins erlenda valds. pað lá þó mikið við að sjálf- , sögðu. Var þungt að búa undir reiði Ólafs helga á þeim árum. En íslendingar hrundu af hönd- um sér hinni erlendu kúgun. Einars þveræings verður æ minst meðan íslensk tunga er töluð. En því aðeins mega Islendingar teljast eigi ættlerar að þeir láti í sér búa hið sama hugarfar. Hákon gamli. Á Sturlungaöld varð sundrung Islendinga því valdandi að Hákoni gamla tókst það, sem Haraldi hár- fagra og Ólafi helga tókst ekki: að gera íslendinga skattskylda Noregskonungi. það er ævarandi lærdómur fyr- ir íslendinga, að þá fyrst urðu þek" kúgaðir, er þeir voru sundr- aðir og höfðingjar þeirra mátu meir hylli erlendra konunga en frelsi landsins. Sá lærdómur er ekki síst við- eigandi nú. Krók-Álfur. Einar prestur Hafliðason segir frá því í sögu Lárentíusar bisk- ups, að árið 1305 kom út hingað Álfur úr Króki af hendi Noregs- konungs. „Hann hafði mörg kon- ungsbréf og margar nýungar". Átti að setja landsmönnum ó- dæma harða kosti og margar fá- heyrðar beiðslur fór hann með. En Islendingar tóku mannlega á móti þeirri kúgunartilraun. „Gjörðu menn að honum för á Hegranesþingi og svo á Oddeyr- arþingi. Varð hann svo hræddur á Hegranesþingi, að hann vissi varla hvar hann átti að hafa sig; börðu strákar og lausamenn á skjöldu og með ópi og háreisti; varð hans hjálp það, að þéir drápu hann ekki, að herra þórð- ur á Möðruvöllum og aðrir herr- ar létu bera skjöldu upp fyrir hann". En Krók-Álfur lést skömmu síðar norður í Hörgár- dal. Ferð Krók-Álfs varð verri en engin. Islendingar létu ekki kúga sig. pað lá þó mikið við: reiði þess manns er konungur var yfir land- inu, og sent hafði erendreka þenn- an. En Islendingar mátu frelsið meira en óttann við kúgarann. Smiður Andrésson. Annálar herma þá sögu, að tæp- um hundrað árum eftir það að íslendingar gengu á hönd Nor- egskonungi, kom út hingað með hirðstjórn Smiður Andrésson. Hann hafði og með sér konungs- bréf mörg. Islenskur maður, Jón skráveifa, varð til þess að ganga á hönd kúgara þessum. Beittu þeir landsmenn hverskonar of- beldi. Fór sú fregn fyrir þeim norður félögum, að þeir myndu drepa gilda bændur eða stökkva þeim af landi burt.. Grundar-Helga bjó þá á Grund í Eyjafirði. Söfnuðu Eyfirðingar liði á móti þessum kúgurum og drápu þá á Grund. pað lá þó mikið við að sjálf- sögðu: að drepa þann kúgunar- erendreka, sem konungur "lands- ins sendi út hingað. Kópavogsfundur. Margar frásagnir eru til um viðburði þá, er gerðust í Kópa- vogi 400 árum síðar en Íslending- ar gengu á hönd erlendum kon- ungi. Konungur Islands hafði þá brot- ist til einveldis í Danmörku. Hann krafðist þess nú að Islendingar særu honum hið sama,. vald í hendur. Vopnaðir hermenn stóðu ógn- andi yfir íslendingunum. Einok- unin danska var byrjuð að sjúga merg og blóð íslensku þjóðarinn- ar. Hvorttveggja í senn olli því að í þetta sinn létu íslendingar kúgast. Brynjólfur biskup Sveinsson lýsti yfir óvilja landsmanna að láta réttindi sín. En höfuðsmaður benti honum á hermennina. Árni lögmaður Oddsson var mestur fyrirmaður veraldlegra höfðingja. Hann þæfðist lengi fyr- ir, þótt hermennirnir stæðu í kring um hann. Eru ti! um það merkar sagnir að hann feldi tár ef hann varð að ganga undir ok kúgarans. Enn má af þessu leiða ævarandi lærdóm íslensk alþjóð. þá fyrst er ill stjórn og versl- unarkúgun hafði mergsogið þjóð- ina, þá fyrst er hið erlenda kúgun- arvald beitti þeirri aðferð að láta vígbúinn her ógna forystumönn- um Islendinga, þá fyrst létu Islendingar kúg- ast í það sinn. þjóðfundurinn. Upp úr niðdimmu 17. og 18. aldarinnar var viðreins Islands hafin á ný. Forsjónin sendi ís- landi einn afreksmanninn öðrum meiri. Á öllum sviðum var hafin viðreisn um efnahag, menningu og sjálfstæði. það varð ekki komist hjá á- rekstri. Til þess að Islendingar fengju að ráða sér sjálfir þurftu þeir að sækja völdin í annara hendur. Um miðja síðastliðna öld var háð harðasta hríðin. Hinir erlendu valdhafar vildu þá taka fyrir kverkar hinu vakn- andi íslandi. það átti að kveða niður sjálf- stæðiskröfurnar áður en þær yrðu óviðráðanlegar. Árið 1851 var saman kvaddur þjóðfundurinn, kosinna fulltrúa um alt ísland. Umboðsmaður erlenda valdsins hafði mikinn viðbúnað. Dönsk herskip voru látin vera við hend- ina. Danskt herlið var sett á land hér í höfuðstaðnum. þegar konungsfulltrúanum þóttu kröfur íslendinga of háværar, sleit hann pjóðfundinum með of- beldi. En Jón Sigurðsson spratt upþ jafnharðan og mælti hin alkunnu orð: „Vér mótmælum allir!" þvert ofan í kúgunarboð hins erlenda erendreka, hélt fundurinn áfram störfum sínum og bar fram kröíur Islendinga. Kúgunartilraunin hafði full- komlega mistekist. pað lá mikið við í það sinn vit- anlega. peir voru vægðarlaust afsettir frá embættum sínum sumir þeir menn sem þá létu ekki kúgast. þeir bjuggu við þá ónáð hinn- ar erlendu stjórnar alla æfi. En þeir verða ¦ æ nefndir góðir íslendingar og það er hið göfg- asta heiti sem ættjörðin getur gefið sonum sínum. Minnumst þeirra manna nú! Gerum okkur ljóst hversu ógur- lega miklu torsóttari hún hefði orðið, sjálfstæðisbaráttán, ef þess ir menn hefðu látið kúgast á þjóðfundinum. Svo glæsilegar eru æ afleiðing- arnar þá er menn láta ekki kúg- ast. Einar þveræingur hefir komið orðum að hinu, hversu fer um þá þjóð er lætur kúgast. II. £nn á að reyna að kúga íslendinga. I sömu sporum. Alþingi íslendinga er saman kvatt nú til setu. það á að skera úr um það hvort íslendingar eigi nú að beygja sig undir ok erlendr- ar kúgunar í alinnlendu máli, sem snertir viðleitni um að bæta efna- hag, siðferði og mannúð hjá hinni íslensku þjóð. peir eru í sömu sporum alþing- ismennirnir íslensku nú og þing- heimur var á þingvöllum, er Ein- ar þveræingur flutti sína nafn- toguðu ræðu. þeir efu í sömu sporum og þjóðfundarmennirnir fyrir rúm- um 70 árum síðan, er Jón Sigurðs- soh mælti sín nafntoguðu orð. þeim er það holt, fulltrúum ís- lensku þjóðarinnar, að rifja upp þær söguminningar, sem skráðar eru hér að framan. Við erum hold af holdi og blóð af blóði þeirra manna, sem þær minningar hljóða um. Á öðrum stað í þessu blaði sjá þeir áskoranir sem bornar eru fram af hálfu mörg hundruð manna í Reykjavík og nágrenni. Hvaðanæfa að af landinu hafa á- skoranir borist í sama anda. Alþingismennirnir vita að nú eiga við hin sömu ummæli og Snorri Sturluson reit forðum um beiðni Ólafs helga: „pá var öll alþýða snúin með einu samþykki, að þetta skyldi eigi fást". Hinn óspliti almenningur ís- lands mun ekki bregðastj þessu máli frekar en í öðrum. Samanburður inn á við. Sundrungin var það sem olli því að íslendingar stóðust ekki hina lævíslegu kúgunartilraun Hákons gamla. Sundrung er enn til á Islandi um mál þetta, enda hefir hún æ verið til þá er erlent vald hefir leitast við að kúga íslendinga. En sundrungin er miklu minni en á horfðist í fyrstu. þeir Jónar skráveifur eru að vísu enn til, sem gengið , haf a á hönd kúgaranum. það íslenskt málgagn er til sem fullkomlega hefir rekið erindi kúg aranna. Og, eins og getið er annars- staðar, hefir ógurlega slælega verið haldið á máli okkar Islend- inga. En Jónarnir skráveifur réynast fáir. þagnaður er að mestu málsvar- inn erlenda valdsins. Steypt hefir verið af stóli þeim valdhafa, sem vanrækti að berj- ast dyggilega fyrir þjóðréttar- málinu. — Hervaldskúguninni er ekki beitt nú, sem beitt var í Kópavogi og beita átti á þjóðfundinum. það er með fjárhagslegum hótunum sem nú á að kúga okkur. En það er ekki mergsogin þjóð, kúguð og aðþrengd af erlendri stjórn og einokun, eins og var í Kópavogi, sem nú á að hrinda af sér kúguninni. Undanfarin harðæri og illæri hafa að vísu krept að, en íslenska þjóðin er nú á hinu hraðasta framsóknarskeiði. Aðstaða okkar inn á við er miklu betri en hún var þá er Jón Sigurðsson mótmælti á þjóðfund- inum. Hún er jafnvel eins góð, eða betri, en þá er Einar þveræingur flutti ræðu sína á þingvöllum. Samanburður út á við. En út á við er aðstaða okkar stórum betri en var, þá er íslend-, ingar áður rufu kúgunarfjötrana. það er enginn Haraldur hárfagri eða Ólafur helgi, sem nú leggur reiði á Islendinga. þvert á móti. Sambandsþjóð okkar, Danir, hefir staðið með okkur á hinn allra drengilegasta hátt. Við eig- um þeim hina mestu þakkarskuld að gjalda í því efni og treystum enn til fulls drengskap þeirra. Frændþjóð okkar, Norðmenn, mun vera boðin og búin til að berjast við hlið okkar við hinn sameiginlega óvin. Og hvaðanæfa að úr heimin- um berast fréttirnar um beinan og óbeinan öruggan styrk við málstað okkar. Aldregi fyr hefir ísland átt að fagna slíkri samúð hinna mætustu manna um heim allan. Hvílíkur reginstyrkur er okkur að því að eiga með okkur svo sterkt almenningsálit alþjóða af hálfu hinna bestu manna. þeir stóðu einir og einangraðir áheyrendurnir hans Einars þver- æings. Alstaðar að standa vopnin á Spánverjum. Innan þeirra eigin lands mótmælir almenningurinn þessari tollmálástefnu. Alþingismenn! Slíkar eru söguminningarnar. Slík var aðstaðan áður, er kúga átti feður okkar. Svo miklu betri er aðstaðan nú, þá er reyna á að kúga okkur. Augu okkar allra, Islendinga, hvíla á ykkur. Við óskum þess og skorum á ykkur að sýna hina sömu djörf- ung og þeir sýndu Einar þveræ- ingur og Jón Sigurðsson. þjóðin mun fylgja ykkur til djarfra ráða og þjóðhollra. Minnist þess að ef nú er látið kúgast, „munum vér eigi það ó- frelsi gera einum oss til handa, heldur bæði oss og sonum voním, og þeirra sonum, og allri ætt vorri, þeírri er þetta land byggir; og mun ánauð sú aldrigi ganga eða hverfa af þessu landi". Hver einasta voldug þjóð á þá eftirleiðis aðganginn að því að kúga okkur á öðrum sviðum. Minnist þess hverjar afleiðing- ar kúgunar verða æ og æfinlega fyrir sérhverja þjóð. Minnist þess hversu heillaríkt það verður æ að láta ekki kúgast. Augu hinna bestu manna um heim allan hvíla og á ykkur nú og á íslandi. Um leið og þeir mætu menn veita okkur styrk, vænta þeir að við göngum djarflega fram. Við erum forgönguþjóð heims- ins í þessu einhverja mesta mann- úðar og siðferðismáli sem nú er barist um í heiminum. það er ekki oft sem það hefir heimssögulega þýðingu, hversu svo lítil þjóð snýst í málum. En það augnablik er nú runn- ið yfir Island. Fulltrúar íslensku þjóðarinnar leika nú á því leiksviði. Háleitur getur hann gengið ís- lendingurinn, hvar sem er í heim- inum,/er hann hefir fengið sigur í þessari hólmgöngu. Að , fengnum sigri mundi ís- lenska þjóðin strengja þess heit að framkvæma betur en áður bannlögin, til þess að upp mætti renna á íslandi: djarfari kynslóð, hraustari kynslóð, efnaðri kynslóð, betur þroskuð kynslóð siðferði- lega. Kynslóð sem til fulls væri laus við hinar margvíslegu afleiðingár vínbölsins. * ------o------ Allsherjar íþróttamót Iþrótta- sambands íslands, sem háð verð- ur hér í bænum í vor, að for- göngu Ármenninga, er fyrsta að- alundirbúningsmótið updir Olym- píuleikina næstu. það verður aðal- leikmót þessa árs. Tíminn vill nú beina þeirri ein- dregnu áskorun til íþróttamanna víðsvegar um land, að sækja mót þetta. Eins og sjá má af auglýsingu um mótið, sem stóð hér í blaðinu fyrir stuttu, er það fjölbreytt- ara en áður hefir tíðkast. Munu verða gerðar tilraunir til þess að fá Eimskipafélagið til að veita þátttakendum mótsins lækk- un í fargjaldi til og frá. Tvent ber einkum til um ' það að nauðsyn er að íþróttamenn ut- an af landi sæki vel mótið. þeir eiga að geta lært af því margt og mikið. Fjölbreytni um íþróttaiðkanir getur eigi verið eins mikil til sveita og hér. Og miklu skiftir að læra að hafa rétt tök. Geta svo þeir, sem sækja, kent þeim sem heima voru. I annan stað má telja víst að út um land séu til hin ágætustu efni íþróttamanna. En við eigum að senda þá bestu út fyrir poll- inn. Má minna á t. d. að sveita- félögin í hágrenni Reykjavíkur hafa nú í tvö ár í röð sigrað Reyvíkingana í kapphlaupi. Ungmennafélög og önnur íþrótta félög ættu að leggja saman um að styrkja efnilegustu menn sína til farar á mótið. I næsta blaði kemur svar við verslunarmálagreinum Garðars Gíslasonar í Morgunblaðinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.